Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.05.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 21.05.1913, Blaðsíða 2
86 L0GRJETTA Lógf)«tia krnoiir ut a uverju n miö* v)ku.<legi ** auk o-**s aukablóO við og við, minst riO blóó ais & ári. Verö: 4 kr. árg. tslandí. erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Aðalfundur Búnaðarfjelags íslands var haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík 17. maí 1913. Forseti las upp reikning fjelagsins 1912, ásamt efnahagsyfirliti, og skýrði frá starfsemi þess, en vísaði um sumt til skýrslna í Búnaðarritinu. Jarðrœktarfyrirtœki, sem fjelagið styrkti árið sem leið, voru þessi helst: Til girðinga var veittur 2661 kr. styrkur. Langstærsta girðingin var afrjettargirðing Flóamanna og Skeiða- manna, á 4. mílu, en sumar aðrar eru líka allstórar, á 2. mílu. Árið var mikið girðinga-ár. Þó verður þetta ár það varla síður. Líkur eru til, að Ræktunarsjóðslán til jarða- bóta verði þetta ár frekar 50 þús. kr., og meginið af því til girðinga. Til áveitimnar á Miklavatnsmýri voru árið sem leið greiddar 1377 kr. upp í Iofaðan styrk. Því verki var að mestu lokið á árinu, eða rjettara sagt, þeim hluta þess, sem til stend- ur að vinna f bráðina, og var vatn- inu úr Þjórsá hleypt í skurðina í fyrsta sinn fyrra miðvikudag. Frá verkinu, sem búið er að vinna, er sagt nokkuð í skýrslu Sig. búfr. Sig- urðssonar í Búnaðarritinu. Kostnað- urinn við það er ekki orðinn nema hjer um bil helmingur þess, sem aætl- að var. Er það ekki að litlu leyti því að þakka, að gröfturinn fjekst fyrir 33 au. rúmstikan, í stað áætl- æðra 45 aura, en að mestu leyti þó af því að frestað er um sinn að gera sumt af skurðunum, sem ráðgerðir höfðu verið -— Það fór eins og við var búist, að ef tækist að gera áveitu þessa að mun ódýrari en aætlað hatði verið, mundi hugurinn vaxa til stærri áveitufyrirtækja. Nú hafa Flóa- menn óskað nýrra mælinga fyrir Flóaáveitu með nokkuð annari til- högun, eftir tillögu Sig. búfr., og Skeiðamenn mælinga fyrir áveitu úr Þjórsá. Þykir nú Reykjasandurinn ekki þurfa lengur að vera því fyrir- tæki til tálmunar, þar sem góðar horfur eru á því, að takast muni að hefta það sandfok. Búnaðarfjelagið hefur nú ráðið Sigurð kennara Thor* oddsen til mælinga á Skeiðunum í sumar. Og Flóamælingin er vonast til að framkvæmd verði sumarið 1914, ef fjelagið fær til þess fjárveitingu þá, sem um hefur verið beðið. Til annara vatnsveitinga var veitt- ur 446 kr. styrkur, og til fyrir- hleðslu til varnar vatnságangi 400 kr. Til plœgingarkenslu og fjelags- plæginga með kenslu var varið 530 kr. Votheysgerðartilraunir voru enn gerðar nokkrar, þó færri en til stóð vegna þess, að ekki skorti þerrinn f fyrra sumar. Sumir þeir, er samið hafði verið við um tilraunirnar, hafa nú gert þair í 4 ár. Er þá I ráði að fá tilraunir gerðar annarstaðar, á Austuriandi og í Snæfellsness- og Stranda-sýslum, ef menn fást til þess á þeim stöðum, þar sem þörfin er mest fyrir þá heyverkun. Tilraun- irnar hafa alstaðar heppnast vel. Efnarannsbknir. Til þeirra var varið 180 kr„ þar af 75 kr. til reynslu á húsgerðarefnum. Er þeim rannsóknum Ásgeirs efnafræðings Torfasonar nú lokið og skýrsla hans birt í Búnaðarritinu. Hitt voru mest fóðurefnarannsóknir í sambandi við fóðrunartilraunir á Hvanneyri. Þetta ár verður meira gert að efna- rannsóknum. Er byrjuð rækileg rannsókn á áburðarmagni og aburð- argæðum undan kúm, og hefur aður verið minst á það í blaði (H. V. skólastjóri, í ísafold). Fjelaginu hafa borist fyrirspurnir um hvernig reyna megi gaddavír, út af því að tvfmæli hafa leikið á gæðum nokkurs af vír þeim, sem flutst hefur til landsins síðustu árin. Hefur nú verið grenslast eftir hvernig reyna megi vírinn. Kemur bráðum leiðbeining frá Asgeiri Torfasyni um það, og getur þa hver maður sjálfur reynt með mjög einfaldri aðferð, hve vel vírinn er galvaniseraður. Annars mun rannsóknarstofan gefa þeim, sem vilja láta reyna vír eða þakjárn og fá vottorð um gæði þess, kost á að fá það fyrir væga borgun. Búfjárrcekt. Til hennar voru þessar helstar fjárveitingar: Nautgripajjel'óg 18 hafa fengið alls 3088 kr. styrk. Sauðfjárkynbótabú 7 alls 1300 kr. Hestakynbótafjelóg 2 samtals 400 kr. Til hrútasýninga var varið 450 kr. (á Austurlandi og í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum). Til girðinga fyrir kynbótagripi 589 kr. (Styrkurinn þriðjungur kostn- aðar. Til ejtirlitskenslunnar 551 kr. Leiðbeiningarferðir Jóns H. Þor- bergssonar. Hann var í haust sem leið við hrútasýningar í Borgarfirði, en ferðaðist svo í vetur um Gull- bringu- Árness-, Rangárvalla og V. Skaftafellssýslur, skoðaði fje hjá 350 bændum og leiðbeindi f fjárvali, hjelt fyrirlestra á 45 stöðum, þar á meðal við námsskeiðin í Þjórsártúni og í Vík, fyrir samtals 1332 áheyr- endum. Næsta vetur mun hann enn verða í þjónustu Búnaðarfjelagsins og verða þá fyrst við hrútasýningar í haust, en fara síðan leiðbeiningar- ferð um Vestfirði, eftir ósk Búnaðar- Sambandsins þar, enda er það sá eini partur af landinu, sem hann á Ófarið um. Námsskeiðin, sem fjelagið kostar, voru vel sótt arið sem leið. Garð- yrkjunemendur f Gróðrarstöðinni voru 14 Höfðu sótt nál. 40. Við plæg- ingakensluna í Einarsnesi voru 7 nemendur. Eftirlitsnámsskeið sóttu 6. mjólkurskólann 7 og slátrunarnáms- skeiðið 6. Fleiri telur Slátrunartjelag- ið sjer ekki fært að taka. Búnaðarnámsskeið var haldið í Hjarðarholti í Dölum, ágætlega sótt, og styrkur veittur til bændanáms- skeiða á Eiðum og Hólum, auk þess sem starfsmenn fjelagsins aðstoðuðu við bændanámsskeiðið á Hvanneyri. Guðmundi kennara Hjaltasyni var veittur 100 kr. styrkur til alþýðu- fyrirlestra um búnaðarmál. í vetur hjelt fjelagið vel sótt námsskeið f Þjórsartúni og f Vik í Mýrdal, veitti aðstoð við námskeið bændaskólanna og námskeið í Önundarfirði, sem Bún- aðarsamband Vestfjarða gekst fyrir, og styrkir námsskeið f Múlasýslum, sem Búnaðarsamband Austurlands hjelt, og á Grund í Eyjafirði. Húsljórnarnámsskeið hafa f vetur verið haldin í Eyjatjarðar- og Skaga- fjarðarsýslum og 2 í Kjósarsýslu. Auk þess var 250 kr. styrkur veitt- ur hússtjórnardeild kvennaskólans í Reykjavík til sumarnámsskeiðs, eftir ályktun Búnaðarþings, með því skil- yrði, að sveitastúlkur hafi forgangs- rjett að vetrarnamsskeiðunum. Næsta vetur er í ráði að hússtjórnarkensla verði í Þingeyjarsýslum, hvort sem vfðar verður. Vtanfararstyrkur var veittur þessi: Alfred Kristensen, bónda í Einars- nesi, til að kynna sjer jarðyrkjuverk- færio. fl., i5okr., Jóhanni Fr. Krist- jánssyni, til húsgerðarnáms í Noregi, 200 kr., Gísla Guðmundssyni, til að læra að gera líffræðilegar mjólkur- rannsóknir, 200 kr. — Búnaðarritið á bráðum von á ritgerð frá honum um skyrið okkar, sem vonandi verð- ur til að auka álit þess, — Karli Sig- valdasyni, til búnaðarháskólanáms, 200 kr., Pali Skúlasyni smið, til að búa sig undir smíðakenslu á Hólum, 200 kr., Jóni Guðmundssyni frá Þor- finnsstöðum, til sauðfjárræktarnáms á Bretlandi, 150 kr., — hann fór Ifka, an styrks frá fjelaginu, til Roquefort á Frakklandi til að kynna sjer osta- gerðina þar, — Jóni Ólafssyni, til að sækja sauðfjársýningar á Bretlandi, 100kr„ og 2 rjómabústýrum, Margrjeti Júníusdóttir og Margrjeti Lafranzdótt- ir, 150 kr. hvorri. Auk þessa var veittur utanfararstyrkur af vöxtum Liebes-gjafar: Birni Jónssyni, til verk- legs búnaðarnáms á Bretlandi, 150 kr„ Guðmundi Jónssyni, til verklegs bún- aðarnáms í Svfþjóð, 150 kr„ og Ingi- mundi Jónssyni, 250 kr., til að kynn- ast áveitufyrirtækjum í því skyni, að hann gæti tekið að sjer umsjón með áveitunni á Miklavatnsmýri. Búnaðarmálafundur sá, sem ráð- gerður var á búnaðarþingi 1911, var haldinn í sumar sem leið, vel sóttur og hepnaðist vel. Búnaðar- ritið hefur flutt mönnum 2 af fyrir- lestrum þeim, sem þar voru haldnir. Kostnaður fjelagsins við þann fund (ferðastyrkur o. fl.) varð tæpar 400 kr. Jarðyrkjubókina, sem búnaðar- fjelagið hefur ákveðið að styrkja til að út komi, verður nú byrjað að prenta. Er 1. heftið búið til prent- unar, og verður reynt að hafa það til- búið áður en kensla byrjar í bænda- skólunum í haust. Hefur síðast stað- ið á að fá myndamótin. Sigurður Kristjánsson bóksali gefur bókina út með styrk frá fjelaginu. Búnaðarsambóndin. Eins og kunn- ugt er, var í fyrra stofnað Búnaðar- samband Kjalarnessþings. Sýslunefnd Snæfellsnesssýslu hefur í vetur sam- þykt, að stofna búnaðarsamband í fjelagi við Dalasýslu. Ekki er enn frjett um undirtektir sýslunefndarinn- ar í Dalasýslu undir það mál, en bú- ist er við þeim góðum. Verði það, má heita, að alt landið sje komið í búnaðarsambönd, en þó nokkuð á annan veg en búnaðarþingið 1911 lagði til. Það ætlaðist til, að sam- böndin yrðu 4, en með þessu móti verða þau 7. Það er sök sjer. Hitt er meira um vert, að engar sveitir verði alveg utan við þá fjelagsstarf- semi. Fóðurforðabúrsmálið. Um það hef- ur Búnaðarritið flutt hverja greinina af annari eftir Torfa í Ólafsdal, eggj- andi menn til framkvæmda. Og Guð- mundur landlæknir Björnsson hefur nú í vetur með snjöllu erindi reynt að vekja menn til athygli á voðan- um, sem yfir vofir, ef ekkert er að gert. Og er fjelagið að sjálfsögðu þeim báðum þakklátt fyrir áhuga þeirra. En af verklegum framkvæmd- um er ekki, svo kunnugt sje, annað að segja en það, að Bæjarhreppur hefur komið upp hjá sjer myndar- legu skýli, steinsteyptu, yfir korn- forðann. Skýrsla er komin til Búnað- arfjelagsins um forðabúrið þar, og mun hún koma í Búnaðarritinu. — Góðs viti er það, að sýslunefnd Eyjatjarð- arsýslu hefur tekið kornforðabúrs- málið til meðferðar, Byrji ein sýsl- an, fer varla hjá þvf, að fleiri komi með. Fjelagatal. Þess var getið á árs- fundi í fyrra, að vonast væri til, að fjelagatalið fylti þúsundið á því ári. Það varð. Fjelagið fjekk árið sem leið fleiri nýja fjelaga en nokkurt ár áður: 115. Voru það 90 einstakir menn og 25 fjelög. í fjelaginu eru nú 140 fjelög, þar af 134 búnaðar- tjelög. Þó eru enn utan fjelagsins liklega nál. 40 búnaðarfjelög. Það, sem af er þessu ári, eru komnir 70 nýir fjelagar. Þar af eru 17 úr ein- um hreppi, Gnúpverjahreppi. Þar á Búnaðarfjelagið nú eins marga fje- laga og bæir eru f hreppnum. í öðr- um hreppi í Árnessýslu, Hrunamanna- hreppi, hafa á þessu ári bætst við 10 fjelagar. Svona þyrfti að vera víðar. Kjósa skyldi 2 fulltrúa, 1 varafull- trúa, 2 yfirskoðunarmenn og 2 úr- skurðarmenn, til 4 ára, í stað þeirra, er kosnir voru á aðalfundi 1909 og kjörtími þeirra var því nú liðinn. Þeir voru: Fulltrúar: Guðmundur Helgason búnaðarfjelagsforseti, Eggert Briem bóndi. Varafulltrúi: Halldór Vilhjálmsson skólastjóri. Yfirskoðunarmenn: Björn Bjarnar- son hreppstjóri, Magnús Einarsson dýralæknir. Úrskurðarmenn: Júlíus Havsteen amtmaður, Kristján Jónsson háyfir- dómari. Voru þeir allir endurkosnir. Jón H. Þorbergsson fjáræktarmað- ur flutti erindi um sauðfjárrækt á Suðurlandi. Það mun koma út í Búnaðaritinu. Þá var lesið ávarp til fundarins frá utanfundarmanni, Birni bónda Jónassyni á Hámundarstöðum f Vopnafirði, um „þörf á ræktuðu landi". Þá urðu nokkrar umræður, því nær eingöngu út af erindi Jóns H. Þorbergssonar (mælendur B. B. í Grafarh. og Jón H. Þorb.), en engin ályktun gerð. Kynlegir viðburðir. Frá Hvammi i Þistilflrði. (Niðurl.). ------ Þennan sama dag, hvort það var fyr en það, sem nú hefur verið talið, eða síðar, gerir ekki til, sat jeg í húsinu — svo nefni jeg altaf þessi 2 stafngólf af- þiljuðu í enda baðstofunnar — og hafði þá um langa stund ekkert borið við. Þær sátu þar hjá mjer Jóhanna og Ragn- heiður, og ætlaði jeg að ganga út-, hafði þá Ragnheiður tekið við barninu og stóð við húsdyrnar, en Jóhanna fór á undan mjer fram fyrir dyrnar, og um leið og jeg hafði stigið tvö fet fram fyrir dyrnár, kemur loftþyngdarmælir, er hjekk á nagla á stafnþilinu yfir hjóna- rúminu, í gólfið við fætur mjer-, mun það vera um 5 álnir frá naglanum, er það hjekk á. Ragnheiður stóð á sama stað með barnið á hægri handlegg, en enginn annar var í húsinu (jeg tel ekki sjúkling, sem hafði þá breitt yfirsæng yfir höfuð sjer). Loftþyngdarmælirinn brotn- aði dálítið; var hann svo og klukkan borið upp 1 efri bæinn; fór jeg einnig uppeftir og stansaði þar um tíma. Þegar jeg kom aftur niður í bæinn, vora þeir staddir þar Pjetur bóndi Methúsalems- son á Hallgilsstöðum og Árni, sem fyr er nefndur; hafði þá Pjetursjeð snældu, er var undir sperru hátt uppi í baðstofu, kastast á gólfið; líka sá hann tvinna- kefli kastað, án þess hann gæti sjeð nokkurn mann f sambandi við það. — Okkur Pjetri var svo fært kaffi, og meðan við drukkum það valt um skattholið f frambaðstofunni; litum við báðir jafnt fram fyrir og var þá enginn maður þar, en inn kom Árni, hafði hann verið f göng- um miðjum, er hann heyrði skellinn. Jeg skal taka það fram, að jeg hafði skorð- að skattholið litlu áður, því gólfið undir því var dálítið ósljett, og það gerði jeg altaf í hvertskifti, er það var reist við; samt var gólfið ekki svo ósljett eða lje- legt, að hægt væri að koma á það nokkru verulegu róti, því síður að það ylti um, þó það væri ekki skorðað, nema maður tæki allfast f það. Hlóðarsteinum, sem þó eru allþungir, var nú velt fram á gólfið, og láu eld- glæðurnar um gólfið, en ekki kom jeg að fyr en þetta var búið; lfka var kast- aðýmsul glerbrotum, svarðköggli, skeifu o. fl., en ekki gerði þetta skaða. Brot- inn var þó botn úr nýlegum potti; hann var í búrinu þannig brotinn, en ekki sá jeg eða heyrði, þegar það skeði. Eftir miðdag þennan sama dag (23 febr.) kom fólk frá Hallgilsstöðum. Það var: Björn bóndi Guðmundsson, Guð- rún dóttir hans, Valgerður Friðrikssdótt- ir, Árni Benediktsson óg 2 drengir ó- fermdir. Aðalsteinn var þá ekki kom- inn frá Dal; kom jeg því fram í bæj- ardyr til fólksins, og sagði því, að hús- freyja bæði það að gera svo vel að koma inn; fór jeg svo með þvf í eld- húsið, því þá var nýlega búið að velta steinunum þar fram á gólfið, kom svo Ragnheiður þar og bauð því að halda til baðstofu og gekk sjálf á undan stúlk- unum, og voru þær komnar allar fram fyrir eldhúsdyrnar, en við þrír: jeg, Björn og Árni í eldhúsinu, heyrðist þá afarhátt högg eða smellur í þili milli búrs og eldhúss, og var enginn maður þar nokkurstaðar nálægur, nema þeir, sem taldir eru, allir afbæjarmenn nema Ragnheiður; en þaðan, sem hún stóð, gat hún ekki myndað högg þetta eða smell á nokkurn skiljanlegan hátt. Ekki fundum við neitt, er kastað hefði verið. Eftir að fólk þetta var komið inn í baðstofu, var bjórakippu kastað ytir þilið, það er aðskilur eldhús og bæjar- dyraganginn; vorum við Björn þá við baðstofudyrnar og hlupum strax fram, en urðum einskis varir. Litlu síðar kastaðist kanna af borði í frambaðstofu 2 til 3 álnir frá borðinu á gólfið og fór í smátt; var þá hvorki hægt að kenna ketti eða nokkrum manni um það. Líka var kastað bramaflösku, kúskel og ýmsu fleiru á gólfið, en altaf með nokkru millibili, en enginn, sem inni var, þó baðstofan væri full af fólki, gat sjeð nokkurn mann í sambandi við hreyfing- ar þessar. Fólkið fór svo heim; var þá kastað kassa úr eldhúsinu, um leið og það var að fara á stað, á jafn óskiljan- legan hátt. Um kvöldið á vökunni kom Þorsteinn búfræðingur Þórarinsson 1 Dal, og litlu síðar þeir búfræðingar Þorlákur Stefáns- son í Dal og Jóhannes Árnason á Gunn- arsstöðum og barnakennari Halldór Benediktsson á Hallgilsstöðum og Stefán Guðmundsson á Gunnarsstöðum. Sáu þeir allir eða heyrðu eitthvað, er þeir ekki skildu; tveir af þeim sáu vatnsfötu kastast af bekk í eldhúsi niður á gólfið. Þeir gengu á eftir Ragnheiði fram í búr, og var hún komin rjett framhjá beknum, er fatan stóð á, er hún kastaðist niður, og flóði vatnið á gólfið. Þeir segja, að hugsanlegt sje að Ragnheiður hafi kipt í fötuna um leið og hún fór fram hjá henni, en til þess hefði hún þurft mikið snarræði, og ekki sáu þeir heldur nein merki til þess. Lfka sáum við Þoisteinn, við stóðum við húsdyrnar, en Ragnheiður var í húsinu með barn á handlegg, að borðið, sem á stóð kaffibolli, brauðdiskur, rjómakanna og sykurdiskur, var að velta um, en hún gat þó komið nógu fljótt að því til að verja leirtauið broti. Líka sáu þeir Stefán og Halldór, þeir voru staddir í fjósi á- samt fimm öðrum, að fjóspotturinn, sem fyr er nefndur, valt á hvolf yfir flórinn; var þá Ragnheiður þar nærstödd og hjelt hún á Ijósi í annari hendi, en mjólkurfötu í hinni; ekki var potturinn fullur, heldur aðeins nokkur sopi í hon- um; en hann var skorðaður við vegginn og stóð, og er því vel stöðugur. Líka sá Þorsteinn, það höfðu allir gengið fram úr baðstofunni nema hann og þær Jóhanna og Ragnheiður og hjelt Ragn- heiður á barninu og var 1 húsinu, en Jóhanna var við eldavjelina rjett framan við húsdyrnar — gekk hann þá fram úr baðstofunni, og um leið og hann lagði aftur hurðina, veltur skattholið um; leit hann þá inn aftur og voru þær báðar f sama stað, en engir aðrir í baðstofu. Þeir Þorsteinn og Halldór voru að skafa af sjer snjó í bæjardyrum næsta morgun; gekk þá Ragnheiður í eldhús, eða búr Aðalsteins, og ætlaði Þorsteinn að ganga á eftir henni; heyrðu þeir þá hátt högg í þil hinumegin við bæjardyrnar, og sýndist jafnvel sem hristingur kæmi á það, opnuðu þeir því strax búr Jóhanns, sem er hinumegin við þilið, og leituðu þar, og urðu einskis varir, fjalir eru þar á bitum, og fóru þeir upp á þær, en það fór á sömu leið, ekkert sáu þeir eða fundu, er kastað hefði verið. Jeg hirði ekki um að telja upp ýmis- legt smávegis, sem er svo llkt hinu, að það yrði einungis upptalning. Morguninn eftir (26. febr.) var hið sama, högg og smellir og ýmsu kastað; voru þar viðstaddir þeir hinir sömu sem kvöldið áður. Um fullbirtingu eða litlu yfir það fór Ragnheiður yfir að Hallgilsstöðum, og var það eftir ráði mínu og fleiri; bar þá ekki á neinu og varð engin neins var fyr en í húmi um kvöldið að hún kom aftur; komu þá með henni: Árni, Valgerður, Guðrún og tveir drengir; lfka var aðkomufólk: Jóhannes á Gunn- arsstöðum, Guðlaugur í Dal (bróðirRagn- heiðar), og svo fólk úr efri bænum; auðvitað kom það svo oft, þar sem svona er stutt á milli bæjanna; fór þá að heyrast alt það sama sem áður, beisli kastað; naglbít kastað í þil o. s. frv. Þá um kvöldið sátu þær í húsinu Ragnheiður (sat hún með barnið) og þar rjett á móti henui Guðrún og Val- gerður; líka var Árni í húsinu og fleiri unglingar. Ljós brann á lampa í miðju húsinu, en jeg og Guðlaugur stóðum við húsdyrnar að framan og horfðum innfyrir, sjerstaklega á Ragnheiði; kom þá högg eða smellur í þilið bak við hana; fórum við strax að leita að því, er kastað hefði verið; reis þar ullar- kambur upp við þilið, en ekki var lík,- legt að hann hefði risið þannig upp við það, ef honum hefði verið kastað, en svo var smellurinn hár sem kamburinn hefði komið flatur það, en þá mundi hann ekki hafa risið þannig upp við það. Litlu síðar voru allir þeir sömu í húsinu og að auki Aðalsteinn bóndi; var þá kastað könnubroti í sama stað, og kváðust þau Árni og Valgerður bæði hafa fundið það koma við sig. í bæði þessi skifti horfði jeg á Ragnheiði og sat hún rótlaus með barnið, enda voru þau Árni og Valgerður framundan henni, og hefur því þetta hvorttveggja farið rjett við hliðina á henni og kom f gólfið og þilið aftan við hana. Um kvöldið fór Ragnheiður aftur yfir að Hallgilsstöðum, og bar þá ekkert á neinu. Daginn eftir (27- febr.) var það með vilja gert að láta Ragnheiði koma heim aftur. Var þá margt manna í Hvammi frá Dal, Gunnarsstöðum, Hallgilsstöðum og einir 8 frá Þórshöfn; þar á meðal verslunarstjórarnir Snæbjörn Arnljótsson og Davíð Kristjánsson, Jóhann bókhald- ari Tryggvason, Jóhann hreppstjóri Gunnlaugsson, Guðmundur læknir Þor- steinsson og fleiri. Bar þá með minna móti á þessu; þó sáu þeir Jóhann

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.