Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.05.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 28.05.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. "Veltasimdi 1. Ttliimi 359. LÖGRJETTA Rltstjori: fORSTEINN GfSLASON Pingholtsstrætl 1T. Taliimi 178. M 2S. Reykjavílc 28. maí 1013. Vm. Árrg. I. o. o. F. 945309. Lárus Fjeldsted, TflFFJettarmálafœFBlumaOur. Lækjargata 2. Helma kl. ll-l2og 4—7. Bækur, Innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Skfrsla til Stjörnarráðsins um Heklugosið 1913, Eftir G. Björnsson landlækni. )) Kaffitin" (Nl.). 5. Teptur Fjallabaksvegur. Lambafitjarhraunið hefur runnið yfir Fjallabaksveginn norðan og austan undir Krókagilsöldunni; aldan er þar snarbrött og hraunið runnið fast að henni; eru 450 faðmar af veginum undir hrauninu. Nú verður ekki komist að sunnanverðu við ölduna vegna hraunsins, sem þar hefur runnið (Krókagilshraunsins). Og að norð- anverðu við Lambafitjarhraunið, milli þess og Tungnaár, er talin ófær Ieið. Hjer er því brýn þörf á vegabot, til þess að Landmenn geti rekið sauðfjenað á austurhluta afrjettar slns, og einnig vegna ferðamanna, sem fara þessa leið. Þeim Guðmundi hreppstjóra og Guðna bónda leitst báðum tiltækilegast að gera veg við hraunjaðarinn, milli hrauns og hlíðar. Fjallabaksvegur hefur verið mældur og stikaður á landssjóðskostnað. Virðist þvi sanngjarnt, að lándssjóður kosti vegabót- ina, en hana þarf að vinna fyrir fráfær- ur, ef kostur er. Var svo um talað, að hreppstjóri skyldi gera stjórnarráðinu aðvart, þegar tiltækilegt þætti að byrja verkið. Guðni í Skarði hafði orð á því, að vera kynni að fj'e gæti lent í sjálfheldu sUður frá, þar sem mætist hraunið frá 1878 og Mundafellshraunið; það munu Landmenn athuga i sumar, þegar snjóa leysir og rekið verður á aírjett. 6. Könnunarferð kringum norður- eldinn. Þess er áður getið, að jeg hafði beðið Guðmund skáld Magnússon og fylgdar- mann minn, Sigfus Guðmuadsson, að ganga alla leið kringum Lambafitjar- hraunið og kanna stærð þess og eld- sprunguna meðan jeg væri i leitinni að suðureldinum. Skyldi annar hestasveinn- inn, Ingvar Árnason, fylgja þeim á leið og segja þeim örnefni. Þeir fóru á stað kl. 4'/» á föstudagsnóttina (9. maí) og komu aftur í tjaldstað kl. 10. Jeg hafði fengið þeim góðan áttavita, svo að þeir væru vissir í áttum. Guðmundur skáld segir svo af þeirri ferð: „Við Sigfús gengum frá tjaldinu 9. maí kl. 41/* árd., og Ingvar Árnason með okkur. Gengum við Fjallabaksveg að hrauninu og komum þangað kl. 5. Þar seig hraunið vestur á við á nokkru svæði og runnu úr því glóandi lækir fram á sandinn. Frá Fjallabaksvegi gengum við norður með vesturbrún hraunsins. Gengum við þvert yfir víkur til að stytta okkur leið. Færð var afarþung vegna nýfallinnar ösku og mældist okkur hún 7 þml þykk. Þegar norðar dró með hrauninu var engin aska og þá betra gangfæri. Norður fyrir hraunið komum við kl. 6'/=. Höfðum við þá gengið iV» tíma með þvi, og kom okkur saman um að álíta, að við hefðum gengið um 4 km. á kl.st. Þá var hánorður austan til á Kerling- arfjöllum, en Melfell rjett fyrir norðan drekka allir þeir, er vilja fá góðan, óskaðlegaa og ódýran kaffidrykk. — Jafngildir 1 pundi af brendu og möluðu kaffi og »/« pundi af export. DSF" Fæst á aðeins 80 aura pundið hjá Sveini Jónssyni, Templarasundi 1, er einnig hefur til sölu Gibs-Rósettur og lista og mikið úrval af Betrekki. Kaupmenn snúi sjer til Sveins M. Sweinssonar, p. t. Havnegade 47. Köbenhavn. háaustur. Norðurhorn Dyngju (við Hrafnabjörg) var sunnanhalt við austur. Þar skildi Ingvar við okkur og gekk heim að tjaldi. Við Sigfús hjeldum áfram og vorum um 10 mínútur fyrir norðurenda hrauns- ins. Við norðausturtagl þess gengum við þurrum fótum yfir farveg Helliskvíslar. Á þessu svæði var allmikil hjela af hvítu, söltu efni utan á hrauninu. Grjót- ið í hraunbrúnunum var kalt nyrst, en innar í hrauninu rauk allmikið úr því. Frá norðurenda hraunsins gengum við upp á móbergsöldu, sem er austan við það, og höfðum þaðan allgóða útsýn yfir norðurhluta hraunsins. Þessi mó- bergsalda skiftir hrauninu. Gengur álma úr því fyrir sunnan hana, milli hennar og Hrafnabjargaöldu, inni i krika við rætur Hrafnabjarga. Stefna aðalhraunsins er á þessu svæði frá suðvestri til norðausturs. Hugðum við það vera i'/«—2 km. á breidd, og rauk mikið úr því. Kringum áðurnefndan krika var hjarn- ið mjög sprungið og stefndu allar sprung- ur frá suðvestri til norðausturs. Hrafnabjargaalda er allhá að norðan og á henni þverhnýptur móbergshnjúsk- ur. Ur sprungu þeirri, sem liggur um þvera ölduna, hafði hraun fossað ofan bratta hlíð rjett hjá hnjúskaum. Sprunga var í hnjúskinn og gapti nokkuð sundur; hafði dálítið hraun spýtst úr henni; rjett norðan við hnjúskinn er norðausturendi eldsprungunnar. Við gengum upp á norðurenda Hrafna- bjargaöldunnar og suður eftir henni skamt frá .gjánni. Sunnan í móbergs- hnjúskinum, sem fyr var getið, gaus upp afarmikill hvítur mökkur og sýndist okk- ur hann koma úr lausri urð upp við bergið. Víða lagði bláa reyki upp úr sprungunni. Hraunslettur voru á börm- uin hennar og svart öskulag á fönnum dálítinn spöl austur fyrir hana. Þar hattaði fyrir og voru fannirnar hvítar. Á miðri öldunni hafði dálítill hraun- straumur runnið til suðausturs ofan i dæld í stefnu á Hrafnbjörg. Gengum við yfir hann og lagði af honum lítinn hita og engan óþef. Syðst á öldunni er há bunga. Gengum við upp á hana og var þar góð útsýn. Vestan við þá bungu liggur sprungan í norðaustur um þvera ölduna. Lagði úr henni ýmist hvíta eða bláa reyki. Af öldunni gengum við ofan að suður- rótum Hrafnabjarga, suður brúnirnar þar fyrir opið á Lambaskarði, því næst vest- ur á við með hrauninu að sunnan milli þess og Sauðleysna, þarnæst yfir Hellis- kvisl á hjarnfönn. Rann hún milli tveggja stórra móbergskletta fram af lágri brún og hvarf undir hraunið. Var hún þar auð, vatnslítil, og rauk ekkert upp af henni þar sem hún hvarf. Þá gengum við allhátt upp í Króka- gilsölduna; yfir sprungu þá, sem þar er, og síðan beinustu leið heim að tjaldinu". 7. Könnunarferð að suður- eldinum. Heima í hjeraði höfðu menn leitt ýms- ar getur að þvi, hvar suðureldurinn hefði verið; hjeldu sumir að hann mundi vera i Rauðfossafjöllum eða enda austar, eða í Sátum; aðrir töldu líklegt, að hann væri i Nýja hrauninu frá 1878, sem ranglega er kent við Krakatind; — það rann ekki úr Krakatindi, heldur gígum, sem eru fyrir norðan hann; enn aðrir giskuðu á, að uppvörpin mundu vera milli Krakatinds og Rauðfossafjalla. Jeg hafði nú ráðið með mjer að ganga af Fjallabaksvegi vestanhalt við Valafell og halda beint í suður upp á Rauðu- skálar; þóttist jeg þess fullviss eftir glegstu frjettum og uppdrættinum nýja af Hekluhraununum, að suðureldstöðv- arnar mundu sjást af Rauðuskálum. Það er nú ljóst, að þessi tilgáta min var rjett. Og vilji einhverjir, innlendir menn eða útlendir, gera sjer ferð að suðureldstöðv- unum í sumar, þegar snjóa leysir, þá er það eina rjetta leiðin að fara út af Fjalla- baksvegi á Skjaldbreið, rjett fyrir austan Sölvahraun, og stetna í skarðið fyrir sunnan Hestöldu (sem er kölluð Kraka- tindur á uppdrættinum) milli hennar og Rauðuskála; þar má fá greiðfæran veg og líklega reiðfæran alla leið að Munda- fellshrauni. Jeg hvarf frá þessari fyrirætlun, af því að Landbændur töldu leiðina greiðfæra að austureldinum og hentugra að fara könnunarferðir að báðum eldunum úr sama áfangastað, enda varð jeg, þegar til kom, svo vel mentur, að jeg þóttist sjá, að við mundum geta skift með okkur verkum og orðið þeim mun meira úr hverri góðveðurstund. Guðmundur hreppstjóri Árnason er maður á besta aldri og vel að sjer ger og nauða kunnugur á Landmannafrjetti. Við bjuggum okkur Ijett til göngunn- ar, vorurn í tvennum sokkum, með ís- lenska leðurskó á fotum, Ijettar yfirhafn- ir, en hlý ullarföt undir; gengum við broddstafi. En þrent höfðum við með, sem sveitamönnum er ekki títt — 1) Svo mikið af góðu súkkulaði, að varið gat hungri i tvo sólarhringa, — 2) vand- aðan áttavita, til að verjast villu, ef dimmveður gerði, — 3) langa en ljetta taug, til að binda milli okkar, hver sín- um enda um mittið, ef hættulegar sprung- ur eða brött fjöll yrðu á vegi okkar. Við lögðum upp á fimtudagskvöldið 8. maí, undir lágnætti, gengum fyrst upp á nyrstu Krókagilsölduna, til þess að at- huga norðureldinn sem best i dimm- unni; hjeldum síðan suður á bóginn; urðum við fyrst að krækja vestur fyrir Krókagilshraunið, sem áður var lýst, og gengum nú frá vesturenda þess hrauns og stefndum í landsuður upp á hæstu Krókagilsölduna, sem liggur að þessu nýja hrauni að sunnan; við gengum efst upp á ölduna, og var klukkan orðin 2, þegar þangað kom, og farið að lýsa; þá var hægur andvari af landnorði, heiður him- inn, i° hiti i lofti, en frost i snjónum; vorum við nú 270 stikum ofar en tjald- staðurinn, en 680 stikum ofar en Fells- múli á Landi. Af þessari hæð sáum við grilla i breiða svarta rák undir rótum Heklu beint á móti okkur, en gátum ekki greint í dimmunni hvort það var hraun eða vikur. Við hjeldum ná niður af öldunni í útsuður; var bratt niður að ganga, niður ídjúpa dalkvos; varð þar fyrir okkur stór, gömul jarðsprunga (frá 1878?), en fyrir sunnan kvosina tók við syðsta Króka- gilsaldan (það nafn gaf Guðmundur hreppstjóri henni) og er hún miklu lægri en miðaldan. Ferðin sóttist ve), þvi að snjór var yfir öllu, rifahjarn, svo að hvergi slapp i. Við stefndum á Krakatind og gengum upp á lágan bring vestan undir honum; þá var orðið bjart og blöstu nú við okkur eldstöðvarnar, nýrunnið hraun og rjúkandi gígir í útsuður að sjá; sáum við nú líka glöggt, að svarta röstin við rætur Heklu var vikur, en ekki hraun. Eldstöðvunum hef jeg þegar lýst (í 3. kafla. Við gengum nú suður með hrauninu, að austan, og upp á brattan hrygg, sem gengur austur úr Mundafelli; þegar þar kom upp, sáum við suðurhraunið, sem liggur fast að fellinu og þessum ás að sunnanverðu. Af ásnum var snarbratta hjarnbrekku upp að ganga, upp á fellið. Þar festum við bjargreipið milli okkar og klöppuð- um spor í gaddinn með stöfunum og komumst við hægan leik upp á háfellið. Þá sáum við niður i eldsprunguna við útnorðurhorn fellsins og yfir bæði hraun- in. Er þaðan mikil útsýn, af fellinu, i allar áttar, Hekla beint i vestur i litilli fjarlægð, í útsuðri Trippafjall, í suður Vatnafjöll, í austur Rauðfossafjöll og þar á bak við Torfajökull. Það var kominn miður morgun (kl. 6), þegar við náðum upp á feilið; var þá glaða sólskin og alheiðskýrt og 40 hiti í skugga. Þar snerum við aftur og hjeldum heimleiðis og völdum nú beinni leið og brattaminni, enda tók færðin að þyngjast, þegar sól hækkaði á lofti. A heimleið- inni skoðuðum við Krókagilshraunið aft- ur; þaðan hjeldum við beint á tjaldstað- inn vestanundir Lykkjum, og komum þangað stundu fyrir hádegi. Altþað, sem sagt hefur verið um suð- ureldstöðvarnar i 3. kafla og þessum, er auðskilið mál, ef jafhframt er litið á Heklu-uppdrátt herforingjarráðsins. 8. Ymsar athuganir. Eldgos. Stærsti gigurinn i norðureld- inum gaus látlaust 8. og 9. maí; í öllum öðrum uppvörpum var eldurinn kuln- aður. Þessi gosgígur er allstór, á við stærsta gíginn, sem spjó 1878, að því er mjer virtist. Skarð er i hann móti útsuðri; þar fossaði hraunleðjan út úr gignuni. Dunurnar heyrðust vestur undir Vala- hnúka; þær voru mjög líkar og í Geysi, er hann gýs, en dimmari þó og þyngri. Eldleðjan spýttist i sífellu í loft upp; fór hún áreiðanlega helmingi hærra en Geysir spýr vatni; ætla jeg að gusurnar hafi stundum gengið um hálft þriðja hundrað fet i loft upp. Oft var að sjá sem eldsían greiddist sundur í gilda, þráðbeina tauma uppi i loftinu; við dags- birtu sáust þessir taumar detta sundur í ótal kekki og kólnuðu sumir þeirra svo fljótt, að þeir urðu dökkir á niðurleið- inni; var þá sem hver gusa úr gignum fjelli aftur niður sundurtætt í svartar og rauðar flygsur. Oft sá jeg stórar slettur falla glóandi á gígbarmana, og stundum hoppuðu þær upp, þegar þær komu nið- ur, — líkt og þá er kvikasiltursdropar detta á gler, — en stöðnuðu og sortnuðu að vörmu spori. í næturdimmunni var eldstólpinn albjartur. Upp af eldgosinu lagði mikinn reykj- armökk, gráleitan; gekk hann hátt upp í loftið og vjek því næst undan austan- kuli vestur á við og dreyfðist um vest- urloftið, sem gisin slæða, svo langt sem auga eygði. I þessum reyk hefur verið vatnsgufa og mjög fínt dust, því að hvergi fjell aska á okkur, hvorki nær nje fjær. Út úr gígskarðinu fossaði hraunstraum- urinn látlaust niður i ofurlitla gilskoru og rann um hana út á flatneskjuna. Bráðið hraunið virtist falla niður með talsvert meiri hraða og áfergju en vatn, og var hraunfossinn rauður í dagsljósi en þó jafnan dökkar flygsur i honum ¦ hraunstraumurinn beygði til norðurs frá gignum og dökknaði fljótt að degi til. Á lágnætti var hraunfossinn ljósrauður og hraunlækurinn með hreinum eldslit alllanga leið frá gignum (undir það eina röst). Gufugos. Á báðum eldstöðvunum sá jeg mörg smá uppvörp, sem voru alveg útkula, svo að ekki rauk úr þeim; en víðast sá þó gufumekki, þar sem hraun hafði áður spýtst upp. Þessar gufustrok- ur úr hálfkulnuðum gígum eru nauða- líkar hveragufu, svo likar, að okkur fanst oft, sem þar og þar hlyti að vera kominn upp hver. Stórir gígir geta rokið ár- um saman. Guðni í Skarði sagði mjer, að til skamms tíma hefði hann sjeð votta fyrir reyk úr einum gígnum, sem gaus 1878. Nýrnnnin hraun. Öll nýju hraunin voru blágrýtishraun, brunnin mjög, hraun- grýtið holótt, og meyrt þar sem enn var velgja, en miklu harðara þar sem það var fullkólnað og orðið eldra. Þau eru hrjúf, og ósljett, áþekk þvf hrauni, sem rann 1878, og verða þvi ill yfirferðar. Lambafitjarhraunið var alt gráskjöldótt tilsýndar; þvf ollu Srþunnar skánir af ým- iskonar söltum utan á grjótinu; ef salt- hvítum mola var brugðið á tunguna, leystist þessi skán fljótt af steininum og fanst dauft saltbragð. Á Mundafells- hraununum var miklu minna af þessum saltskánum. Þær hverfa vitanlega fljótt, ef regn fellur á hraunið. Þegar litið var yfir Lambafitjarhráun ofan af Krókagilsöldu, sást rjúka úr því viðsvegar, og sumstaðar lá þunn gufu- móða yfir þvf; allvíða sá roða í sprung- um um bjartan dag, einkum í grend við gosgíginn; um lágnættið sást miklu viðar i cldleðjuna undir skorpunni. Alstaðar, þar sem jeg kom að hálfvolgu hrauninu, heyrði jeg smá bresti og dynki inni í þvf, lika frostbrestum. Við Guðmundur Árnason fórum út á hraunið þar sem það rauk, og var reykj- arþefurinn úr sprúngunum og holunum alveg eins og af kolaglæðum, sem vatni er kastað á til að kæfa þær. Kringum Lambafitjarhraun var orðið snjólítið, en afarþykkar hjarnbreiður lágu alstaðar að Mundafellshrauni; var hjarnskörin viðast 2—3 mannhæðir og þverhnýft og mjó glufan milli hennar og hraunbrúnarinnar, sem var álíka há; mátti víðast sjá hraun og hjarn mætast á botni glufunnar þar sem við komum að, og voru engin tök á að komast út i hraunið, nema á einum stað nyrst, þar sem oddi af hrauninu frá 1878 stóð út úr hjarnskörinni og stakst i nýja hraunið. I Mundafellshraununum voru reykirnir miklu minni en norður frá. En feikna- mikil tíbrá var yfir því, miklu meiri en jeg hef nokkru sinni sjeð áður; var sem loftið væri alt á einlægu kviki, ef horft var lágt og augum rent yfir hraunið. Enn meir bar á þessu ef litið var i sjón- auka á hæðirnar hinumegin hraunsins. Þessa miklu tíbrá sá jeg lika yfir Lambafitjarhrauni, en þar var loftið meira gufumengað. Ilrann á framrás. Jeg kom að vest- urjaðrinum á Lambafitjarhrauni, þar sem það var á mjög hægri framrás; það var um miðjan dag 9. mai; framrásin, sem jeg aðgætti, var um það bil 20 stikur á breidd; uppi á hraunbrúninni sá alstað- ar í rautt hraunbráð i sprungunum — eins og blóðugar kvikur; framan á jaðr- inum voru lika skorpur af storknuðu hrauni utan á eldleðjunni; þær voru mis- stórar, sumará við litlar stólsetur, aðrar eins og stór stofuborð eða þaðan af stærri, og alstaðar sprungur í milli; þessir hraunjakar voru líka mis-þykkir, sumir þunnir eins og fjalir, aðrir þverhandar þykkir að sjá, eða þaðan af þykkari; við og við spyrntust þessir hraunjakar fram, reistust á rönd, eða sveigðust enn meir áfram, eða duttu á grúfu; vall þá hraunleðjan fram 1 stórum gúlum, eins og þykk kvoða, rauðglóandi; en brátt komst kyrð á gúlana, og tóku þeir þá innan stundar að dökkna og skæna og skánin að smáþykna. Þetta var gangur- inn, samur og jafn, upp aftur og aftur, Jeg gat gengið fast að glóandi hraun- jaðrinum, en varð þó að halda fyrir and- litið, þoldi ekki hitageislana. Hitamælir minn (mjög vandaður sveiflumælir) [er ekki gerður fyrir meiri hita en 50°; í tvegga stika fjarlægð þarna frá hraun- brúninni stje hann óðar upp i 450 Segulskekkja við suðureldstöðvarnar. Á hæðamæli mínum er lítill en mjög vandaður áttaviti, sem aldrei hefur farið í ólag á öllum mínum mörgu ferðum um landið. Þegar jeg var kominn suð- ur undir Krakatind, 9. maí, i sólarupp- rás, varð mjer litið á áttavitann, og sá strax, að ólag var á honum; hvernig sem =eg sneri umgerðinni, þá snerist segul- nálin með, hringinn í kring, rjett eins og hún stæði á sjer eða væri i sjálfheldu, en það hafði hún aldrei gert mjer áður; jeg reyndi nú að snarsnúa umgerðinni, og þá gat jeg látið nálina taka spretti, hlaupa f hring, marga hringi, þó að jeg a)t í j einu stöðvaði umgerðina; sá jeg á því,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.