Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.05.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 28.05.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 91 Auglýsing. Hjermeð gefst heiðruðum viðskiftavinum vorum og öllum almenningi til vitundar að herra Þórarinn B. Guð- mundsson frá Seyðisfirði er ekki lengur í þjónustu h/f P. I. Thorsleinsson & Co., og eru menn því beðnir að snúa sjer ekiíi til hans viðvíkjandi þeim viðskiftum, er þeir kynnu að vilja hafa við fjelagið. Reykjavík 27. maí 1913. p. 3. Zkorsteinsson 8 6o. Æúð til teigu, íí besta stað í bænum. Biiðin, sem Við- eyjarmjólliiii var seld í, ásamt tveim berbergjum bak við hana, fæst leigð nú þegar. Lysthafendur semji sem fyrst við fí\f cT. cj'fíorsfeinsson & Qo. SRip til sötu. Barkskipið „Vasco de Gama“, sem um und- anfarin ár hefur verið notað sem kolapakkhús á Eyðs- vík, fæst keypt með góðu verði. Skipið tekur um 800 smálestir af kolum, er eir- seymt og eirvarið alt í sjó. Ef kaupandi æskir, getur fylgt skipinu nýlegur eimlictill og eim- vimia til að ferma og aíferma skipið með, einnig mikil og traust leg-iifseri. éí\f c?. é. cTfíorsfeinsson & Qo. þessar eru að miklu leyti úr Passíu- sálmunum". Alls eru þar yfir 30 sýnishorn ís- lenskra trúarljóða. Tólf úr Passíu- sálmum, og svo vers úr tveimur öðr- um sálmum eftir Hallgr. Pjetursson. Þá tólf sálmar og vers eftir sr. Vald. Briem, og svo sálmar eftur þá Björn Halldórsson, Pál Jónsson, Arnór Jóns- son, Helga Hálfdánarson og Matth. Jochumsson, einn eftir hvern. Eins og smátt og smátt hefur ver- ið drepið á hjer í blaðinu, hefur hluta- fjársöfnunin til hennar fengið bestu undirtektir hvervetna um landið, bæði hjá kaupmönnum, kaupfjelögum og almenningi yfir höfuð. Hve mikið fje muni hafa safnast alls, geta for- göngumennirnir ekki sagt með vissu. Þó mun hafa safnast svo mikið hjer heima, að trygt sje að annað skipið sje hægt að kaupa, og vel það. En það er ekki nóg. Bæði skipin eiga að fást. Og svo er auðvitað æski- legast að byrjað sje með sem minstu lánsfje. Undlrtektir Yestur-íslendinga. Forgöngumenn fyrirtækisins sneru sjer til Vestur-íslendinga með tilmæli um, að þeir tækju hluti í því. Er nú fengin vitneskja um undirtektirn- ar vestra, bæði af brjefum þaðan og eins í „Heimskr." frá 17. og 24. apríl. Vestur-íslendingar vilja styrkja fyr- irtækið, og blaðið mælir með því, „hvort sem það verður gert með bein- um hlutakaupum, eða á einhvern ann- an hátt, sem eigi veitti því síðri styrk, enda jafnvel meiri en um er beðið", segir þar. Sú hugsun er sett fram, að Vestur-íslendingar skjóti saman V2 milj. kr. og kaupi skip fyrir þá upphæð, en láni það siðan til ferðanna hjer með rýmilegum kjör- um. Telur blaðið, að við þetta mundi heimaþjóðin örfast til þess að hafa saman nægilegt fje til þess að kaupa fyrir annað skip og „eiga það skuld- laust og án veðsetningar-aðþrenging- ar". Þetta telur blaðið íslendingum báðumegin hafsins vel kleift, ef hug- ur fylgi máli. Annars vill það ekki að Vestur-íslendingar hrapi að því, að taka fasta ákvörðun um, hvernig hluttöku þeirra í fyrirtækinu skuli fyrir komið. A öðrum stað hjer í blaðinu er þess getið, að von sje á heimsókn nokkurra Vestur-íslendinga hingað innan skamms. Eru meðal þeirra nokkrir af auðugustu og framkvæmda- mestu íslendingunum vestan hafs, og mun þeim þá vera ætlað að taka ákvörðun um þetta í samráði við for- gangsmenn fyrirtækisins hjer heima. l4oiiiingUjörími liingmadur i stað Ágústs Flygenrings kaup- manns var í gær útnefndur Guð- mundur Björnsson landlæknir. Þing- ið fær þar duglegan og mikilhæfan starfsmann. Áður var hann þing- maður Reykvíkinga á þingunum 1905 og 1907- Reykjavík. StýrimannaskólÍHn. Þar tóku í vor 5 menn hið minna stýriinanna- próf, en 14 hið meira. Próf í gufu- vjelafræði tóku 14 og vjelstjórapróf 6. Verkmannablað heitir nýtt blað, sem farið er að koma út hjer í bæn- um, gefið út af verkmannafjelaginu „Dagsbrún". Trúlofuð eru hjer nýlega Jón Ól- afsson stud. med. frá Hjarðarholti og frk. Elísabet Kristjánsdóttir dóm- stjóra. Jóh. Jóhannesson kaupra. lagði á stað í gærkvöld til Ameríku og ætlar að ferðast þar um í sumar, en gerir ráð fyrir að koma heim aftur í haust. Samsæti var honum haldið að skilnaði af allmörgum kunningjum hans á mánudagskvöldið á Hótel Reykjavík. Jón Ólafsson alþm. mælti fyrir minni heiðursgestsins og afhenti honum skrautritað kvæði eftir Guðm. Guðmundsson skáld, fest inn f fallegt bindi, og var kvæðið sfðan sungið. Heiðursgesturinn þakkaði. Ymsir aðrir hjeldu ræður. Kvæðið er prent- að á öðrum stað hjer í blaðinu. Söngpallur. Sótt hefur verið um það til bæjarstjórnar, bæði af hr. Bernburg, sem æft hefur hjer hljóð- færaflokk í vetur sem leið, og af Lúðrafjelaginu, að pallur verði settur á Austurvelli með þaki yfir handa hljóðfæraflokkunum, er oft veita mönnum þarna skemtistundir, sem bæjarbúum þykir mikið í varið. Þetta er ekki kostnaðarmikið og ætti að gerast. Hljóðfæraflokkur hr. Bern- burgs hefur leikið nú við Boesens- leikina, í hvert sinn, sem leikið hefur Áskorun til kvenna. Kvenrjettindafjelagið í Reykjavík hefur gengist fyrir þvf að safna undirskriftum, meðal kvenna um land alt, undir áskor- un til alþingis um að gefa konum jafn- rjetti við karla. Til þess að flýta fyrir undirskriftunum hjer 1 Reykjavík hefur fjelagið afráðið að opna skrifstofu á Laugaveg nr. 17 (málleysingjaskólanum), er opin verður fyrst um sinn sunnudaga, þriðjudaga og föstudaga, frá kl. 4 til kl. 6 síðdegis, frá og með sunnudeginum 25. maf. Á skrifstofunni verða lagðir fram listar til undirskrifta, ennfremur er óskað eftir að konur sæki þangað lista til að safna á undirskriftum út um bæinn. Flestum konum er nú orðið Ijóst hví- lfka þýðinga jafnrjettið við karla hefur fyrir framtíð íslenskra kvenna. Þetta jafnrjetti getum vjer því aðeins fengið að vjer fullvissum alþingi um samhuga vilja vorn í þessu efni; þvf er áríðandi að undirskriftirnar verði sem allra al- mennastar og þess er vænst, að konur sýni nú áhuga sinn með því, að safna sem allra flestum undirskriftnm undir áskorunina. 24. maí 1913. Kvenrjettindafielagið í Reykjavlk. verið, og hefur verið gerður að því góður rómur. Hann býðst nú til að skemta mönnum við og við á Aust- urvelli, ef þetta fæst, sem hjer er minst á, en skýli þarf að vera þar yfir hljóðfærin, ef þau eiga að vera óhult fyrir skemdum. Vestur-íslendingar nokkrir hafa komið heim hingað í vor til dvalar um tíma. Fyrst- Stefán Sveinsson og frú hans frá Winnipeg, Marteinn Þorgrímsson, frá Dakóta, ættaður úr Þingeyjarsýslu og nú á ferð um átt- hagana. Síðan kom nú fyrir skemstu, Fr. Swanson og frú hans, frá Winni- peg, og höfðu á leið hingað farið til Khafnar, Bráðlega er von á fleirum, og hef- ur Lögr. heyrt þessa nefna: Árna Eggertsson, J. Vopna, Þorstein Odd- son, J. F. Bergmann og Ásm. Jó- hannsson. Leikflokkur Boesens ljek á Sunnu- daginn var „En Forbryder", leikrit í 5 þáttum eftir Sven Lange, og „Alle mulige Roller" eftir E. Bögh. Þetta var áreiðanlega eitthvert besta leikkvöldið að undanteknum „Aladdin" og „Oliver Tvist". Leikurinn var frá upphafi til enda borinn upp af svo miklum krafti og tilfinningu að áhorfendur gátu ekki annað en haft allan hugann og alla eftirtekt sína á leikurunum. Chr. Frier ljek prókúruhafa Han- sen mjög vel, og hlýtur þetta hlut- verk þó að mínum dómi að vera mjög erfitt. Emma kona hans var einnig mjög vel leikin, en þó hefði hún stundum mátt vera einbeittari í leik sínum. Engström ljek hlut- verk sitt ágætlega, frá upphafi til enda, og enda þótt „En Forbryder" sje alvarlegt leikrit, gátu áhorfendur stundum ekki varist hlátri. Þvínæst var leikinn smáleikurinn „Alle mulige Roller" og Ijeku þau O. Petersen, Chr. Frier og Carla Petersen. Hún ljek fjögur hlutverk hvert öðru betur. Það var klappað mjög mikið og að lokum var Boesen og flokkur hans hvað eftir annað „kallaður fr a m “. Áhorfandi. K. P. U. M. Síðastl. sunnudag var þar síðasta almenna barnasam- koman á vorinu. Undir 400 börn gengu í tylking um götuna á eftir lúðrasveit, og höfðu síðan skemtidag inni á íþróttavelli. í haust safnast þau saman aftur í húsi fjelagsins. Afli við Faxaflóa. 1. þilskipin hafa aflað á vetrarvertíðinni 1913: Ása 36,000; Björgvin 23,000; Haf- steinn 17,000; Hakon 18.500; Ihó 12,000; Keflavík 23,500; Milly 19,000; Seagull 29,000; Sigurfari 15,000; Sæborg 19,000; Guðrún Soffía 15,000; Sigríður 25,000; Grjeta 17,000; Langanes 13,000; Rngnheið- ur 24,000; Sljettanes 12,000; Ester 25,000; Bergþóra 21,000; Haffari 12,000; Valtýr 27,000; Róbert 20,000; Surprise 20,000; Samtals: 443,000. Meðalafli á skip 20,136, í fyrra 22,038. Resolute hefur fengið 300 tunnur af síld, í fyrra 420, og e/s Nóra 200 tunnur, í fyrra 300. 2. afli botnvörpunganna er að því er næst verður komist:. Freyr (8/3—2/5) 50,000; Valur (>S/3— I2/s) 60000; íslendingur (lok febr. til 2/s) 92,000; Ingólfur Arnarson (4/2— Vs) 150.000; Bragi (V/2—«1/5)235,000; Baldur («0/3—«S/s) 215.000; Skúli fó- geti («6/2— «6/5) 340,000; Mars (8/2— «4/5) 271,000; Eggert Ölafsson («6/2— '5/5) 278,000; Jón forseti («8/2—n/5) 181,000; Snorri goði (lok febr.—«/5) 140,000; Skallagrímur (miðj. febr.— 6/s) 203,000; Apríl («°/3—«7/5) 195, 000; Snorri Sturluson (marslok—«S/5) 103,000; Garðar landnemi óvíst. Það ætti að verða fastur siður að telja fram afla eftir vigt, en ekki eftir tölu. Talan er sem sje ekki ábyggileg eins og allir vita. Ægir. Undirritaður tekur að sjer mál- færslu- og innheimtu-störf. Til við- tals kl. 6—71/2 e. m. á Grettisgötn 20 B. Talsími 322. Marínó Hafstein. Frl íjalláíi Í flskimiða. Sælnhús á Fjarðarheiði eystra ætlar landsímastjórnin að láta byggja í sumar, segir „Austri". Afli á ísaflrði er nú sagður góð- ur, og hefur verið svo um tíma und- anfarið. Frá Seyðisflrði. „Austri frá 17. þ. m. segir að þar sje nú mikil at- vinna, stundum unnið dag og nótt, einkum við móttöku á fiski úr botn- vörpungum, og svo kolavinnu. Margt fólk úr nærliggjandi sveitum sækir nú atvinnu þangað, segir blaðið. Flenshorgarskóli. Þar voru í vetur nemendur 71, 55 piltar og 16 stúlkur. Burtfararpróf tóku 25, þar af 4 stúlkuf. Baflýsing á Seyðisfirði. Bæjar- stjórnin þar hefur nú samið við menn um að annast innlagningu raf- magnleiðslu í hús kaupstaðarins og Ijósáhalda-útbúnað. Heklu-eldurinn. Frá Þjórsártúni var sagt í morgun, að nokkra daga hefðu ekki sjest reykir úr gosstöðv- unum, en nú að síðustu sæust þeir aftur, bæði frá nyrðri og syðri stöðv- unum, en eldur ekki. Dönsku stjórnarskiftin. Frjettir eru nú komnar um að stjórnarskiftin fari fram. Rikisráðsfundur er í dag. i39 dottið f hug. Það var ábyrgðar* minst. Því — sjálfur að flytja hingað með Leifu — með Leifu sína — nei, það var óhugsandi. Hann gæti heldur ómögulega varið það, — gagnvart Leifu. Til þess að geta framkvæmt það yrði hann með öðrum orðum að sleppa henni. Hann þorði ekki að ábyrgjast afleiðingar af því. Það yrði ógæfa hennar. — Nei. Það var hreint ekki sjálfs sín vegnal — En hennar lífi og hamingju bæri hann ábyrgð á, — hana yrði hann að ann- ast á allan hátt. Ósjálfrátt þreifaði hann til brjóst- vasans, sem geymdi hringana og pel- ann. Og hann ákvað að fá sjer sopa hinumegin við Langahrygg. Hann var kominn góðan spöl vestur eftir honum. Já,------hann skyldi ekki hreyfa þessari hugmynd — um bæinn við beinakerlinguna. Það var bölvað níð, að honum skyldi nokkurn tíma hafa dottið hún í hug, — það var sann- 140 ast að segja óhepni, sem gæti hafl óþægilegar afleiðingar — ef hann ekki þegði. Því annars fengi hann víst að hcyra, að það væri skylda hans að fram- kvæma hlutinn. — Skylda! — Hver segir: skylda? Hann öskraði seinustu orðin. Jú, hann var einsamail. Það var gott. Hvað í ósköpunum gekk að honum? Var hann að verða brjál- aðurl Bráðum færi hann líklega að sjá ofsjónir. — Fara að æpa og óskap- astl — hjer, þar sem enginn — guði sje lof! — var viðstaddurl — Bara hann nú ekki vekti þá — þá, sem sváfu þarna niðri. Þeim var ef til vill ekki vel við að verða fyrir óróa. Dytti ef til vill f hug, að þeim væri orðið mál á nýjum fjelaga. Þeir höfóu víst verið ruddamenni, sumir hverjir, — hvað hann vildi sagt hafa, — það höfðu verið sómamenn, allir saman — auðvitað. Undir öðrum kringumstæðum skyldi honum hafa verið mesta ánægja að því að fylla fjelagsskap þeirra, en .... hann var 141 á heimleið núna — til unnustunnar — með hringana f vasanum — og silf* urskeið með gröfnu fangamarki, — af- mælisgjöf sem sje. En — það yrði svo sem ekki f síðasta skifti, að leið hans lægi um þessar slóðir, svo------ Það var annars meiri vitleysan, sem manni gat dottið í hug. Honum fanst hann eiga skilið ofur- lítið kýmnisbros, og veitti sjer það sjálfur — úr því aðrir voru ekki við- staddir til þess — með vingjarnlegu lítillæti, — og þegjandi viðurkenningu þess, að hann, þrátt fyrir alt, væri greindur piltur, sem með vitsmunum og forsjá hefði forðað sjer út úr slæmri klípu, — með þeim ásetningi að halda sjer saman. Klípu? — dæmalaust bull var í hon- um í dag — hvað ofan í annað. Það var yfir höfuð ekki um neina klípu að tala. Þvf hann var einn, — og hafði verið einn frá því honum hug- kvæmdist þetta, — enda voru þetta ekkert annað en órar og draumar — skálddraumar. Hann gerði sjer upp velgju við 142 síðasta orðið og gretti sig framan í sjálfan sig. Þar að auki var hún óframkvæm- anleg þessi bæjarbygging. Þettavar alt saman tómur heilaspuni. Hag- arnir voru slæmir, — afarslæmir, — og þar að auki lítið af þeim. — Og hver veit? — ef til vill var það til engra nota, að byggja hjer. Ljósið mundi víst ekki sjást alla leið frá hinum endanum á Langahrygg, — í dimmviðri og að nóttu til. Og ferðamenn, sem leituðu skjóls f kof- anum, mundu deyja úr sulti og kulda áður en bóndinn á bænum næði að koma þeim til bjargar. Nei, honum til bjargar. Nei, — honum var þetta bláfóst alvara! — jafnvel þó hann yrði veginum kunnugur —;! Það var oft blindbylur hjer í marga daga, — svo vikum skifti, — það var hreint ekki altjent, að bylnum slotaði stund og stund, — stundum hamaðist hann sleytulaust. — Þetta var annars orðið ljóta bölv- að veðrið. Maður sá ekki fram úr augunum fyrir kófi. Og varð að «43 snúa sjer undan veðrinu á milli, til þess að draga andann. ^tormurinn var jökulkaldur, og líkast að vaða hann eins og ískalt, öskrandi fljót. Hann átti á hættu við hvert fótspor, að ganga fram af hömrunum. — Nú lilaut hann bráðum að geta komið auga á vörðuna, — svo skyldi hann dreypa á pelanum; — hann hlaut að vera örskamt frá henni. Niður hlíðarnar mundi honum ekki verða mikið fyrir að rata, — hann þekti þar hverja mishæð. Og þegar hann væri kominn heim og í rúmið, fengi hann að sofa og hvíla sig lengi, lengi. Þetta skyldi verða sein- asta ferðin hans yfir Dimmufjöll, — að vetrarlagi, — og einsamals, — það skyldi hann sjá um. Þessar ferðir voru altjend hættuspil, — og stormahríðin ljet ekki að sjer hæða, síst í einvígi, ef svo mætti að orði kveða. En ?-------, þarna var loksins varð- an, — guði sje lof! Hann stökk til af gleði, — en hentist ofan halla, sem ekki gat verið

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.