Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.06.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 04.06.1913, Blaðsíða 2
94 L0GRJETTA Ferðamenn & Bæjarmenn! o > cd -O cd O cd > Pegar þið þurfið að gera innkaup á YefnaðarTörn op Fatnaði, þá spyrjist fyrir um verð og athugið vörugæði í Austurstræti X. Við höfum ætíð kappkostað að hafa vör- una vandaða og með allra lægsta verði. Virðingarfylst r-1 pOs crq <1 CD *—s O Ásg. G. Gunnlaug'sson & Co. =o CO selur vandaðastar og ódýrastar Vefnaðarvorur Pappír og ritfong Málningarvorur Leður og skinn Skóflur og þaksaum. V. B. K. þýðir ávalt það besta. Versl. Björn Kristjánsson, Reykjavík. SB 0! IjaiKlIækning. „Mörg eru landsins mein, en þó er ekkert þyngra en blindn- in og heircskan, er leiðir svo marga til að telja sjerskyltað eyðileggja hverja viðleitni til að lækna meinsemdirnar". Sætnundur Eyjólfsson. Einn leiðtogi þjóðarinnar hefur ný- lega skrifað grein um ferð mína að Heklugosinu, í þá att, að jeg muni svo sem hafa ætlað að lækna landið, ráða bót á eldgosinu. Þetta kallar hann /a«aflækningu og mig /a«í/lækni og þykist vera dæmalaust meinfyndinn. Orðið landlœkning er nýtt og má til sanns vegar færa, svo að jeg get ekki stilt mig um að hirða það úr sorpinu. Það dylst engum, sem fer um Rangárvelli og Landsveit, að þar er brýn þörf a landlækningu; þar er land ið sjúkt. Sjúkdomurinn heitir sandfok og hefur þegar nðið mörgum góð- um bújörðum að fullu í Landsveitinni hefur foksandurinn smamsaman lagt um 20 býh i eyði, þar á meðal gamla, merka höfuð- bólið Klofa, þar sem höfðmginn Torfi bjó; er nú eyðisandur þar sem bær- inn hans stóð. Vestur af Vatnajökli eru afarmikl- ar foksandsbreiður; er opin leið fyrir foksandinn niður með Tungnaa og Þjórsa, milll hennar og Ytri-Rangar, alla leið niður í bygð — niður á Land. En austan Ytn-Rangar feykj- ast sandar úr Hekluhraunum mður a Rangárvelli. í norðanrokum rifur sandurinn rásir gegn um grassvörðinn. í fyrstu er Sánð lttið, eins og smásprunga. En sandbyljirnir naga það, vikka geilina og lengja og dýpka, og er hún þa kölluð gári, eða sandgari. Þetta jarðsár jetur um sig eins og illkynj- að átumein, lengist og breikkar í sí- fellu, þangað til alt er orðid að einu flatsæri, tún, engjar og hagar, alt að eyðisandi. Sumstaðar getur að lita háa hrauka a þessum sandauðnum, 2—3 mannhæðir eða þaðan af hærri, og þykt moldarlag etst i þeim og stundum grassvorð otan a. Þessir rofhnausar eru siðustu leifar gróinna grunda; þeir eiga sjer skamman ald- ur, visna, rýrna og hverfa óðar en líður. Mjog víða í þessum sveitum eru þykk lög af sandi, leir, ösku og vtkri undir grassverðinum Allur þessi undirsandur fer á flug, þegar grasrotin jetst ofan af. Hann feyK- ist þa i allar attir og veidur skemd- um á grónu landi i grendmm. En þess vegna grynkar líka a honum, og loksins hverfur hann allur út i busk- ann, og er þa komið niður á harðan mel. Þa er sagt, að landið sje ör- foka, og þa getur það farið að groa upp aftur. Á Rangárvöllum ma sjá stór flæmi af örtoka landi og víða votta fyrir nýjum gróðri. En það sagði mjer Grimur hreppstjóri i Kirkju- bæ, að stundum færist i einu ofsa- roki alt það, sem upp hefði tánast á mörgum árum. Þetta er stutt lýsing á sjúkdómin- um. Hann er viðloðandi, en þó ára- skifti að honum. Arið 183Ó var mikið sandár og eyddust margar jarðir í Landsveit. Vorið 1882 var líka óvenju mikið sandfok og urðu miklar skemdir bæði á Landinu og Rangárvöllum. Fyrir 30 árum var þessi sjúkdóm- ur landsins talinn ólæknandi. Það var talið sjálfsagt, að öll Landsveitin hlyti að fara í auðn smámsaman, og þótti lítill skaði, þvf að nóg væri landrýmið annarstaðar, sögðu menn, og fásinna að fara að „arta upp á" sandinn á Landinu. Jeg man öll þessi ummæli frá skólaárum mínum; og svo var því bætt við, sem satt er, að í ýmsum öðrum hjeruðum væri landið að gróa upp sjálfkrafa. Þá er að segja frá því, að einn Landbóndínn gat þó ekki unað þessu afskiftaleysi. Honum þótti vænt um sveitina sína. Hann gat ekki horft á það aðgerðalaus, að hún legðist f eyði. Hann sá, að þá voru Holtin llka í veði, öll bygðin milli Þjórsár og Ytri-Rangár, alla leið suður að sjó. Honum þótti líka vænt um Holtin Honum þótti vænt um alt landið, ekki bara í orði kveðnu, heldur af heilum hug. Það var hann Eyjólfur Guðmunds- son f Hvammi. Honum datt sú lokleysa í hug að reyna að lækna landið. „ Við skulum st'óðva sandinn", sagði hann, „við skulum græða land- ið\ Þá var nú heldur en ekki hlegið og baknagað. Fólkið var sem sje í þá daga upp og niður — alveg eins og núna. Og þeir, sem fengust við nauð- synjamal lands og þjóðar, skiftu með sjer verkum — alveg eins og núna: Sumir af þeim lögdu á sig ait erfiðið. En hinir tóku að sjer að standa hjá og horfa á, aðgerðalausir, og lasta alt, sem gert var, og þeir þótt- ust vitanlega mestu mennirnir og einlægustu ættjarðarvinirnir — alveg eins og núna. Þeir sögðu þá, þeir aðgerðalausu, að hann væri vitlaus, hann Eyjólfur í Hvammi á Landi, að húka þar á bersvæði og fljetta reipi úr sandin- um, eins og fjandinn forðum daga. En Ryjólfur sat við sinn keip — og sandmn, og þar situr hann enn í dag. Og hann hefur grætt mörgsandsár á Landinu, hlaðið fyrir marga sandgará, meðan þeir voru litlir og ekki orðnir ólæknandi. Og smámsaman hafa aðrir snúist 1 lið með honum, fyrst sveitung- ar hans, — Landbændur eru dugandi menn —, þar næst sýslungar hans, og loksins bæði þing og þjóð. Nú þykir það snjallræði, sem tahð var lokleysa fyrir 20 arum. Nú er Eyjólfur í Hvammi orðinn höfðingi í smni sveit og talinn með þjóðnýtum mönnum. Hann erkallaður „Landshofðingi" austur þar og á það sæmdarheiti skilið með fulium rjetti. Af þessu geta upprennandi menn markað, að það blessast stundum betur að leggja á sig strit og stríð, þó vitiaust sje talið, en að „stýðja ekki neitt, en hæðast að öllu og fyrirlíta alt, nema ræktarleysið og aðgerðaleysið", eins og Sæm. heitinn Eyjólfsson komst að orði 1895 um þá, er mest gerðu gysið að Eyjólfi f Hvammi og heftingu sandfoksins. Landskjálfta og öskufall verður ekki raðið við, en þau óhöpp ber ekki oft að og valda sjaldan lang- vinnum skemdum. Sandfokið er viðloðandi mein þess- ara fögru svtita í Rangárvallasýslu. Það eigum við, meðal annars, upp á blessaða forfeðurna, sem einlægt er verið að dásama; þeir rifu skóg- ana, bestu skjólgarðana gegn rok- sandinum. Það má hlaða garða fyrir sandinn, til mikils gagns; það má sá í hann melfræi eða öðrum gróðri; það má veita vatni í veg fyrir hann; er ekki óiíklegt að stórgagn gæti hlotist af því, ef vænni kvfsl væri veitt úr Þjórsá austur í Rangá fyrir ofan Landsveitina. En ekkert er á við skógana. Ef komið væri upp skógarbeltum yfir þvera Landsveit og Rangár- velli, f austur og vestur, hæfilega mörgum, þá væri sandurinn stöðv- aður og þá mundu örfoka melar geta gróið upp f skjóli og friði. Það væri rjettur minnisvarði yfir Za«í/-lækninum í Rangárvallasýslu, ef ungu mennirnir kæmu upp föngulegu skógarbelti um þvera Landsveit og Rangárvelli. En skóggræðsla er seinlegt verk og þeim mundi fraleitt veita af alln æfinni til þess. Þess vegna ættu þeir að byrja á því strax, og kæra sig kolióttan, þó að þeir kynnu að verða hæddir og smánaðir í svipinn af einhverjum hælbítum, sem sjalfir hafa aldrei alla sína hundstið unnið nokkurt ærlegt handarvik í þarfir lands og þjóðar. G. Björnsson. Skeilarárhlaupið. Yiðtal við Forberg landsíma- stjóra. Þeir Forberg landsímastjóri og Geir Zoega verkfræðingur komu síð- astl. laugardag úr 14 daga ferð aust- ur í Skaftafellssýslu. Forberg var að skoða simaleiðina austur til Víkur. Staurar til hennar koma nú bráðlega og verða landsettir til og frá þar eystra, Geir Zoega var að skoða brúarstæðið a Hverfisfljóti; þarabrú að koma í sumar, jarnbrú, 20 mtr. á lengd. Yfir Jökulsá á Sólheimasandi á síminn að liggja hjer um bil þar sem brúarstæðið hefur verið mælt. Átn var nú mjög vatnslitil. Þeir fóru austur að Svínafelli í Ör- æfum, austur yfir Skeiðararsand. Simastjóri Ijet mikið yfir, hve stór- kostleg sjón það hefði verið, að horfa yfir svæðið, þar sem hiaupið kom i vor. Hlaupið hafði brotið úr jöklinum stórt stykki rjett austan við skarðið eftir hlaupið 1903. Efur mælingu þeirra höfðu 10 rnilj. kúbikmtr. af ís losnað úr jökiinum. ísbrúnin, þar sem jökuliinn sprakk, er 120—150 mtr. ha. Breiddin á stykkinu, sem frá sprakk, hefur verið nál. einum kílóm. og lengdin, upp í jökulinn, alíka. Þar, sem hlaupið fór fram, hafði það grafið niður 1 sandinn djúpan far- veg; voru bakkarnir að þeim farvegi baðumegin margar mannhæðir, og brattir mjög. Vikkaði þessi farveg- ur elur þvi sem fra dró joklinum, og lá þar jakahronnin niður um allan sand. Jakarnir voru á stærð við húsin hjer í Reykjavík. Sumir, þeir minstu, voru þegar soknir í sand og haiði rent yfir þa. Af þvi koma hinir hættulegu pyttir, þegar fra liður og jakarnir braðna í sandinum. Þar, sem þeir Forberg fóru yfir sandinn, var farvegurmn eftir hlaupið nál. 2‘A kílom. En það var ofar en venjulega er fanð. Niðri á sandin- um, þar sem ætlast er til að síma- linan liggi austur, þegar þar að kem- ur, hefur hlaupið tekið yfir 5 kílóm. Simatjón af hlaupinu hefði því alls ekki orðið gífurlegt, segir símastjóri, og kallar hann þessi jökulhlaup enga teljanlega fyrirstöðu fyrir símalagn- ingu austur um sandana. Frá 1855 hafa komið 8 hlaup, með 5 til II ára millibili. Það eru þá liðlega 7 ár að meðaltali milli hlaupa. Þetta hlaup nú er miklu stærra en venju- legt er, svo að ætla má, að til jafn- aðar eyðileggist af þessum hlaupum símalína, sem svarar >/« kílómeter á ári, og telur símastjóri það ekki stór- kostlegt; segir ýmsa staði annarstað- ar á landinu verri viðfangs. Venjulegast er það, að þegar hlaup kemur í Skeiðará, austan í jöklinum, kemur einnig hlaup í Súlu, sem er smærri á vestan í jöklinum og fellur í Núpsvötn. Nú kom þar ekkert hlaup. Núpsvötnin uxu ekkert. En á miðjum sandinum kom dalítið hlaup, nálægt Haöldu, þar sem nú er talað um að reisa sæluhús handa vegfar- endum um sandinn. G, Björnsson landlæxnir talaði í austurför sinni 1909 við menn, sem nákunnugir voru Skeiðarársandi, og hefur eftir þeim það, sem hjer fylgir: Þar sem jakarnir síga niðurísand- inn verður dæld eftir, eins og trekt, og kölluð „jökulhver". Eru þeir sumir stórir, eins og húsgrunnar að ummáli. Hættan við umferð er ekki mest fyrst eftir hlaupin, heldur þeg- ar jakarnir eru braðnaðir og kvik- sendi komið. Venjulega hleypur Skeiðara fyrst, en Súla litlu síðar. Það hefur borið við, að menn á aust- urleið hafa komið að nýbyrjuðu hlaupi í Skeiðará, og þá snúið við, riðið í spretti og rjett komist yfir Núps- vötnin áður en þau hlupu. Venjulega minkar vatnið í Skeið- ará á undan hlaupi og verdur þa afarfúlt; stundum hefur hún alveg þornað a undan. Er það talinn óræk- ur vottur um, að hlaup sje i nand, ef arnar minka að mun og fýlu legg- ur af þeim. SkeiðararjöKuIl hækkar stöðugt á milli hlaupanna, en við hlaupin lækk- ar öll jokulbungan að miklum mun. Það er nú tahð víst, að hlaupin stafi af eldsumbrotum, sem valdi þvf, að feiknin öll af ís bráðni á stuttum tima, og svo sprengi vatnið jokulinn. En þegar jökulbungan ter að bifast, þa sigi brúnin mður í árfarveginn, en af því stýflist árnar. Rausnargjafir til lieilsu- liælisius á Vifilsstödum. — EKjutru Sigríður Ásgeirsson í Kaup- mannahötn hefur gefið hælinu 1000 kr., og skal veita vöxtunum af tje pessu til styrktar fataikum sjúkling a hælinu, sem eigi er gefið með úr sveitarsjóði. — Stórkaupmaður Dines Petersen og kona hans, í Kaupmannahötn, heita hælinu 50 kr. árlegum styrk. Jámbrautamiálið. Jón Þorláksson landsverkfræðingur er nýkominn heim úr for til Noregs og Danmerkur, er hann fór vegna járnbrautarmálsins. Hann fór fyrst til Noregs, til þess að kynna sjer betur en áður ýmislegt viðvíkjandi járnbrautun- um þar. Hann skoðaði járnbrautina á Jaðri og fór með Björgvinarjárnbraut- inni suður yfir til Kristjaníu. Þar var þá svo mikil fönn á háfjallinu að jafnt tók þakskegginu á húsunum á stöð- inni þar uppi. Vfðast hvar er bygt yfir brautina þar á fjallinu, ef ekki er um jarðgöng að fara. Er fann- koma þarna margfalt meiri en á nokkrum stað hjer á landi, sem kom- ið gæti til mála að leggja járnbraut um. Frá Noregi fór Jón svo til Khafnar og var þar um hríð. Það segir hann, að fje til járn- brautautarlagningarinnar hjer austur yfir fjallið sje nú fáanlegt, ef þeim, sem það leggja fram eða útvega, sjeu trygðir af því vextir. En lengra verður ekki farið f þvf máli fyr en til þingsins kasta kemur. Lögr. mun bráðlega skýra nánar frá horfum málsins. M |átiui til Hskimik Slys varð á ísafjarðardjúpi í gær, mann tók út af vj elarbáti, Ingimund Jónsson að nafni, húsmann frá Hnífs- dal, og druknaði hann. Þingmannaíramboð á Abureyri. Þar var framboðsfrestur útrunnin í gær, og bauð sig fram, auk Magn- úsar kaupm. Kristjanssonar, Þorkell Þorkelsson kennari. Baðir eru fram- bjóðendurnir Heimastjórnarmenn, en talið vist, að Magnús verði kosinn. Kosningin fer fram 7. þ. m. Húsbruni. í gær brann íbúðar- húsið á prestsetrinu Stað í Hrúta- firði, ásamt skemmu og fleiri smærri húsum. Alt var óvátrygt. Kviknað hafði í þekju, út fra ofnpipu. Eld- urinn kom upp um hadegi og var alt brunnið kl. 3. Kuldar og þurkar hafa verið nú stöðugt um þriggja vikna tíma um land alt, og stendur það gróðri mjög fyrir þrifum. Af ísafirði og Akur- eyri var sagt í gær, að snjóað hefði nú um helginu niður undír sjó. Hjer syðra ringdi nokkuð í gær- kvöld og í nótt, og er breyting að verða í lofti. Frá Stykkishólmi var sagt í fyrradag, að skip þaðan og úr ná- lægum verstöðum hefðu aflað vel. Jón Björnsson & Co. Bankastræti 8 Reykjavík Sjöl Klæði Dömuklæði Enskt vaðmál Enskt leður Ljereft Flúnnel Flauel Kjólatau Fóðurtau Nærfatnaður Millipils Peysur Smásjöl Treflar. Góðar vörur ódýrar vörur smekklegar vörur því best að kaupa hjá J. B. Si Co.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.