Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.06.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 11.06.1913, Blaðsíða 1
Afgreiöslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. fORLÁKSSON. "Veltusundi 1. T»lsimí 359 LÖGRJETTA Ritstjori: PORSTEINN 6ÍSLAS0N PlngholtsstraðU 1T. Talslmi 178. M 27. ReylijavíW 11. jiiní 1913. VXII. Arx. i. o. a. f. 946139- Láruö Fjeldstod, YflrrjettarmalafseralumaOur. Læfejargata 2. Heima kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alIskyDS ritföng kaupa allir i Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. 3. C. poestion sextugur. Sextugsafmæli hans var 7. þ. m. Hjer er þess minst eins og í hlut ætti einhver af bestu sonum íslands, enda hefur henn helgað íslenskum bókmentum mikið af tómstundum sínum og unnið í þeirra þágu margt gott verk og þarít fyrir lítil laun. Hann fór ungur að gefa sig að ís- lenskum fræðum, fyrst, eins og títt er, fornbókmentunum, en hafnaði ekki þar, heldur sneri sjer frá þeim og að nútíðarbókmentunum og þjóð- lífinu hjer á síðustu tímum. Fyrir þetta hafði hann sjerstöðu meðal er- lendra fræðimanna, sem íslensku stunduðu. Þegar hann var liðlega þrítugur, 1885, kom út eftir hann mjög merkileg bók um ísland og ís- lensku þjóðina (ísland, das Land und seine Bewohner), rituð af „ótrúlegri þekkingu á okkar högum og mikl- um velvilja í okkar garð", segir Hallgrímur heitinn Melsteð í grein, sem fylgdi mynd af Poestion í „Óðni" fyrir rúmum 8 árum. Segir hann að landar f Khöfn — en þar var H. M., er bókin kom út — hafi verið „stein- hissa á, að maður suður í Wien, sein aldrei hafði til Islands komið, 'hefði getað ritað slíka bók". Svo mjög þótti þeim hún bera af öðru, sem þá hafði verið um ísland ritað á erlendum málið. Frá þeim tíma eru það Þjóðverjar, sem hafa sint íslensk- um nútfðarbókmentum einna mest erlendra þjóða. Síðan hafa komið út eftir Poestion, auk margra smærri rita og ritgerða, þrjú höfuðrit um ís- lenskar bókentir: 1. stórt rit um nútíðarskáldskap íslenskan („Isl. Dichter der Neuzeit), 1885, bókmentasaga og þýðingar ís- lenskra ljóða. 2. Safn at íslenskum ljóðum í þýðingum eftir sjálfan hann („Eislands-bliiten), 1904, oglauk með- al annara Holger Drachmann skáld miklu lofsorði á þá bók. 3. ritið kom út síðastl. ár til minningar um 80 ára afmæli Stgr. Thorsteinssonar rektors, skýrir fra skáldskap hans og bókmentastörfum og flytur þýðingar eftir Poestion af fjölda af ljóðum hans. Auk þessa hefur hann þýtt úr ís- lensku „Pilt og stúlku", eftir Jón Thoroddsen, Friðþjófs sögu o. fl., og úr öðrum Norðurlandamálum hefur hann einnig þýtt margt. Alt þetta hefur hann unnið í tómstundum frá embættisstörfum sínum. Hann hefur lengi verið bókavörður í utanríkis- stjórnarráðinu f Wien. Sumarið 1904 ferðaðist Poestion hjer um land, og hafði hann ekki áður komið til íslands. Nú á sextugsafmæli hans hafa margir sent honum hamingjuóskir hjeðan, svo sem Bókmentafjelagið, Háskólinn, Mentaskólinn og rektor hans o. fl. Alþingiskosning á Akur- eyri fór fram síðastl. laugardag. Kosinn var Magnús Kristjánsson kaup- maður með 165 atkv. Þorkell Þor- kelsson kennari fjekk 66. Ógildir seðlar 11. I. C I?oestion. Jslensk rit á þýsku. Þýðingar af Islendingasögum og Eddunum eru nú að koma út á þýsku í mjög vönduðum og falleg- um útgáfum. Þetta er heildarverk og heitir: „Thule. Altnordische Dich- tung und Prosa". Útgefandinn er Eugen Diederichs í Jena. Verkið byrjar á inngangsriti eftir Felix Niedner: „Islands Kultur zur Vikingerzeit" (Menning íslands á vík- ingaöldinni). Inngangsrit þetta er allstór bók (188 bls.) og mjög vel vönduð, með fjölda af fallegum og vel völdum myndum hjeðan af landi, sem þýskir fræðimenn hafa tekið hjer á ferðum sínum. Þar er lýsing á ís- landi nú og til forna, en einkum lýst víkingaöldinni og hennar menning, og svo fornbókmentunum. Tvö Landa- brjef fylgja; sýnir annað ferðir ís- lendinga á vfkingaöldinni, en hitt sögustaðina hjer á landi. 1. bindi þýðinganna eru hetjukvæð- in úr Sæmundar-Eddu, þýdd af Felix Genzmer, en með athugasemdum og inngangi eftir A. Heusler. í 2. bindi koma önnur kvæði úr Sæm.-Eddu, og á það að koma út í haust. 3. bindið er Egils saga (Die Geschichte vom Skalden-Egil), þýdd af Felix Niedner. 4. bindið á að verða Njála (Die Geschichte vom weisen Njái), þýdd af A. Heusler. 5. bindið er Grettis saga (Die Geschichte vom starken Grettir), þýdd af Paul Hermann. 6. bindið er Laxdæla saga (Die Geschichte von den Leuten aus dem Lachsthal), þýddaf Rudolf Meissner. Þá kemur í 7. bindi Eyrbyggja saga (Die Geschichte vom Goden Snorri), þýdd af F. Niedner. í 8. bnd. verða sögur af Hænsnaþóri, Herði, Gísla Súrssyni, Hávarði ís- firðing og Heiðarvfgasaga („Fiinf. Geschichte von Áctern und Blut- rache"), þýddar af Friedrich Ranke. I 9. bnd. verða sögur af Gunnlaugi Ormstungu, Birni Hítdælakappa, Kor- máki og Hallfredi (Vier Skaldenge- schichten), þyddar af F. Niedner. í 10. og II. bindi koma sögur frá Norðurlandi, þýddar af Frank Fischer, W. H. Vogt, Wilh. Ranisch og Aug. Liitjens. í 12. bnd. koma sögur frá Austurlandi, þýddar af Gustav Neckel. í 13 bnd. Grænlendinga og Fær- eyinga sögur, þýddar af Erich von Mendelssohn. í 14.—16. bnd. kem- ur Heimskringla Snorra Sturlusonar. í 17.—19. bnd. útdrættir úr Sverris- sögu og Hákonarsögu og aðrar kon ungasögur. í 20. bnd. íslendinga- bók Ara og útdrættir úr Sturlungu og Biskupasögunum. í 21. bnd. Vols- unga saga, Hrólfs saga Kraka og fleiri hetjusögur. í 22.—23. bnd. Þiðriks saga af Bern. í 24. og síð- asta bindi Edda Snorra Sturlusonar. Lögr. hefur aðeins sjeð tvö bindin, sem út eru komin af þessu merki- lega verki, en það er inngangsritið og Grettis saga. Með Grettis sögu eru myndir úr Þórisdal og af Drang- ey, og mynd er þar af útilegumanni Einars Jónssonar. Þar eru og þýð- ingar af kvæðum Gr. Thomsens og Matth. Jochumssonar um viðureign Grettis og Gláms. íslandsuppdráttur fylgir, er sýnir hvar sagan gerist á Iandinu. Sjest af þessu, hve stórvel og rfkmannlega er vandað til þessa verks. Kvæði Grettis, sem fyrir koma í sögunni, eru þýdd undir brag- háttum frumkvæðanna. Áður hefur verið getið* hjer í blað- inu um hið nýstofnaða þýska fjelag „Die Islandsfreunde" (íslandsvinirnir). Útgefandi þessa verks, sem hjer hef- ur verið sagt frá, hr. Eugen Diede- richs í Jena, er gjaldkeri þess fjelags og verður útgefandi að málgagni þess, segir í boðsbrjefinu um fjelags- stofnunina. Th. Melsteð formaður, prófessor Finn- ur Jónsson fjehirðir, og undirbóka- vörður við Kgl. bókasafnið Sigfús Blöndal skrifari og bókavörður. Hid íslenska fræoafjelag- í K.höfn hjelt fyrsta ársfund sinn 6. maí. Forseti, mag. art. BogiTh. Melsteð, skýrði frá gjörðum fjelags- ins á umliðna árinu. Stofnun fje- lagsins og bókum þess hefði verið vel tekið, bæði á íslandi og víða annarstaðar, þar sem menn stunda íslenskar bókmentir. Fjelagið hefði gefið út á árinu Endurminningar Páls Melsteðs og Píslarsögu síra Jóns Magn- ússonar, 1. hefti. í ár kæmi út 2. hefti af Píslarsögu sr. Jóns, Brjef Páls Melsteðs til Jóns Sigurðssonar, og 1. heftið af Jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Endurskoðaðir reikningar f jelagsins voru lagðir fram og samþyktir. Stjórn- in var endurkosin: Mag. art. Bogi „0xin er þegar sett að rótum trjánna". Það er mikili sómi þjóð vorri, að eiga jafn skýran og einarðan kenn- ara við hinn nýfædda háskóla eins og Jón prófessor Helgason. Hann ættfærir sig skörulega sem dóttur- sonur Tómasar Sæmundssonar. Sjer í lagi má dást að síðustu grein pró- fessorsins: útlistun hans á sögu og sannleik friðþœgingarlœrdómsins. Hjer er svo vel og skarplega sagt frá með fáum orðum, að greininni verður ekki andmælt — nema með rakalausum staðhæfingum. En hjer þurfti áræði til, auk þekkingar og sannfæringar! Og þetta þorir mað- ur í hans stöðu, maður, sem á að ábyrgjast hina fylstu mentun lands- ins kennimannastjettar 1 Hjer ríður Islendingur á vaðið; enginn háskóla- guðfræðingur á Norðurlóndum, það jeg þekki, hefur enn þorað að gagn- rýna þennan miðkjarna hinnar gömlu arfgengu kirkjufræða jafnskýlaust og hverju barni skrljanlega eins og höf- undurinn hefur hjer gert í stuttri blaðagrein! Því allir þeir mörgu rit- höfundar og stórmenni meðal Mót- mælenda, einsog Tybingarnirá Þýska- landi og dr. W. E. Channing í Banda- ríkjunum — nema Schleiermacher einn (sem telur friðþæginguna subjec- iiva), stóðu utan kirkjunnar vebanda, eins og Magnús Eiríksson hjá Dön- um og oss. Og nú hafa síðan liðið 60 ár, svo að flestallir frjálslyndir kennendur á háskólum mótmælenda hafa að mestu þagað, eða tarið í kringum þennan lærdóm. En nú verður íslendingur, og það ex cat- hetra, að setja öxina að rótum hins forna, heiðna fórnarlærdóms! Jeg segi heiðna! Og það, sem vantar í útskýring prófessorsins, er dálítið djarfari og áþreifanlegri skýring þess, hvernig hin forna fórnartrú skapaði og hlaut að skapa fyrir langa tíma þennan blóðuga trúarlærdóm. En hvað um það, og hvernig sem menn láta, mótbárur með viti eru ómögu- legar. Og hversu sem dáleiddum kreddumönnum kann að þykja sh'kt sögulegt fráhvarf sárgrætilegt, standa þeir vopnlausir. Hjer talar Sagan. Og hana styður reynslan: hið mikla allsherjar fráfall. Því hvar hefur þessi forna kenning nú á dögum dygga og fasta fylgjendur? Allur þorri upplýstra manna meðal sjálfra kirkjunnar barna skilja hana ekki, sinna henni ekki, og fylgja henni ein- ungis af blindum vana, sem einungis leiðir þá frá Krists sönnu og óföls- uðu trú og kenningu. Því það er einmitt heiðindómurinn í kristindóm- inum, sem ber ábyrgðina fyrir versta hneyksli kirkjusögunnar: trúarofsókn- unum. En jeg ætlaði ekki að .af- saka prófessor Jón Helgason og hans líka; jeg vildi einungis, áður en jeg dey, lýsa gleði minni yfir einurð hans og skörungsskap. En sá fær á bauk- inn! Vitið þið till Matth. Jochumsson. harmonifræði, 2 kr. á dag og 30 kr. hjálp til ferðarinnar. 2. Ragnar Ágúst Stefánsson, á Akranesi, árskenslu í tveimur náms- greinum, 400 kr. styrk og 50 kr. til bókakaupa. 3. Jóhann Einarsson, á Þingeyri, árskenslu í 4 námsgreinum, 400 kr. styrk og 50 kr. til bókakaupa. 4. Fröken Sigurrós Sigurðsson, á Blönduósi, árskenslu í tveimur náms- greinum, 350 kr. styrk og 50 kr. til bókakaupa. Allir fá kennararnir ókeypis kenslu. Eimskipamálið. Það fer nú að líða að því, að hlutafjársófnuninni til Eimskipafje- lagsins verði lokið. Það er 1. júlí. Ekki nema 3 vikur eftir nú af tím- anum, sem henni var ætlaður. Þeir, sem ekki hafa skrifað sig enn tyrir hluttöku, en hugsað sjer að gera það, mega nú ekki draga það mikið úr þessu. - Undirtektirnar meðal Vestur-íslend- inga eru mikil hvöt fyrir menn hjer heima til þess að leggja sem mest fram. Eftir því, sem tram hefur komið í blöðum Vestur-íslendinga, má ætla, að þaðan verði á einhvern hátt sjeð fyrir öðru skipinu, ef sam- tökin hjer heima nægja til þess, að eignast hitt skipið skuldlaust. Undirtektirnar, sem þetta fyrirtæki hefur mætt hvervetna um landið, mega heita ákjósanlegar. Engin rödd hefur heyrst, sem vilji hamla fram- gangi þess, en margar hvetjandi, — í öllum blöðum landsins og alstaðar, þar sem því hefur verið hreyft meðal almennings. Jafnvel í þeim hjeruð- um landsins, sem minst not hafa af skipaferðum, hetur málið fengið bestu undirtektir. Aður hefur þess verið getið hjer í blaðinu, að Landmanna- hreppur í Rangárvallasýslu legði fram 3000 kr. Síðan hefur frjetst að Ása- hreppur eystra leggi á sama hátt fram 2000 kr. Og svo mun vera víðar. Enda er þess þörf, ef tak- markinu á að ná: fjársófnun til kaupa beggja skipanna að fullu. Kennaraskólinn i Khöfn. Fjórir íslenskir kennarar hafa í maí fengið styrk úr ríkissjóði til þess að ganga á kennaraskólann í Kaup- mannahöfn á næsta skólaári og eru þeir þessir: 1. Friðrik Bjarnason í Hafnarfirði, ; 3 mánaða kensla í organspili og Andrúmsloftið á Yífils- stöðum. Sú saga gengur um Reykjavík og grend, að jeg hafi rannsakað and- rúmsloftið á Vífilsstöðum og fundið í því mergð af berklakveykjum, eink- um inni í hælinu. Þetta er að mestu tilhæfulaus uppspuni. Að vísu fór jeg í febrúarmánuði til Vffilsstaða- hælisins eftir ósk landlæknis, þar eð hann vildi fá vitneskju um, hvort andrúmsloftið þar væri eins hreint eða hreinna en á brjóstveikrahælum erlendis. Þessa rannsókn gerði jeg til þess að komast að raun um, hverj- ar smáverur væru þar í andrúms- loftinu, svo jeg gæti síðar gert stærð- ar (kvantitativ-) rannsókn, þ. e. talið smáverurnar í loftinu, og skal jeg um leið geta þess, að jeg að tilhlutun hr. Sigurðar Magnússonar hælislæknis gerði ítarlegar tilraunir til að finna berklakveykjur í herbergi því, er hann rannsakar sjúklinga í. Útkoman af þessari rannsókn varð sú, að þar fundust alls engar berklasóttkveykjur í loftinu, hvorki úti nje inni; yfirleitt var loftið óvenju hreint. Jeg skýri frá þessu sökum þess, hve fólki er gjarnt til að trúa því versta jafnvel um eins þarfa stofnun og Vffilsstaða- hælið er. Gísli Guðmundsson.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.