Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.06.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 11.06.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 99 Ferðaraenn & :0 > v—i oj *0 oá o c=J Oj > Pegar þið þurfið að gera innkaup á VefDaöarvöru og Fatnaöi, þá spyrjist fyrir um verð og athugið vörugæði í Austurstræti X. Við höfum ætíð kappkostað að hafa vör- una vandaða og með allra lægsta verði. Virðingarfylst Grq CD >—i O* Ásg'. G. Gunnlaug'sson & Co. örnf seldar með störhnMverfli. Kvenkapur . Jeg sel nú t. d.: d 10 kr., sem áður kostuðu kr. 18,00 ----Waterproof - 9 Karlm.kdpur Waterpr. - 10 Karlm.föt . . . -27 Kamgarnsföt .. - 22 — 12,75 — 15,00 — 35,00 — 30,00 því læknishjálp er dýr og að mörgu leyti erfið og ógeðfeld hjer um slóðir. Hvað Keflavík snertir, þá eru þar litlar fram- farir; þó má geta þess, að þar eru komin slökkviáhöld og þar af leiðandi slökkvi- lið; einnig er búið að setja tölur á flest íbúðarhús í kauptúninu, og nú fyrir stuttu var heilbrigðisnefnd sett á stokk- ana. Aftur á móti gengur seinna með framkvæmt á Kirkjubyggingunni, sem búin er að vera á dagskrá í mörg ár; en menn búast við að eitthvað verði gert í sumar, þó það sje alls ekki víst. Af því að það er svo oft getið ýmsra manna í ræðum og ritum, sem eitthvað skara fram úr, — og jafnvel þó það sje lítið, sem þessir menn hafa fram yfir aðra, einkanlega ef þessir menn hafa gengið mentaveginn eða hafa verið em- bættismenn, — þá ætla jeg að geta eins manns 1 Keflavík. Það er Olafur bóndi Eyjólfsson í Tjarnargötu nr. i; hann er nærri 83 ára gamall; fór að róa 17 ára gamall og reri enn seinustu vetrarvertíð, og er þvi búinn að róa 66 ár, og flest árin árið um kring; mun ekki ofsagt, að hann hafi róið 50—60 róðra um árið til jafn- aðar, sum árin miklu fleiri, að minsta kosti þau árin, erhann reri með Jóni syni sínum, sem hefur verið talinn einn af helstu sjósóknurum við sunnanverðan Faxaflóa. Eftir hans eigin sögn hefur hann öll þessi ár verið 8 eða 9 róðra í landi. Sá, sem þetta ritar, hefur verið í nágrenni við Ólaf yfir 20 ár og hefur aldrei sjeð hann bragða vín; hann brúkar lítið tóbak, fylgist furðanlega vel með tímanum, og er óhætt að fyllyrða, að ekkert heimili 1 Keflavík hýsi eins marga næturgesti fyrir alls ekkert, eins og hann. Hann kom fyrir mörgum árum bláfátækur í Keflavík og hefur ávalt síðan verið vel sjálfbjarga. Hann misti konu sína fyrir nokkrum árum og hetur búið siðan með dóttur sinni. . Sudurbúi. Slys á höfninni í Smyrna. Þar eyðilagðist seint í síðastl. mánuði franskt skip, sem flutti póst og far- þega, á þann hátt, að það hitti fljót- andi sprengivjel. Mönnunum var bjargað, en mörgum meiddum og sárum. Þessar fljótandi sprengivjel- ar kvað gera umferð hættulega víða um höfin þar eystra nú, eftir ófriðinn. Gagntræðaskólinn á Akurayri. Þar gengu um 90 undir próf í vor. 40 útskrifuðust. Kornforðahúr í Eyjafirði. Það er nú í ráði, að stofna þar korn- forðabúr, og hefur sýslunefnd valið 3 menn til að íhuga málið. Dáin er á Akureyri 1. maí í vor frú Ólafía Ragúelesdóttir, kona Sig- urðar bóksala Sigurðssonar. Yerslunarstjóraskifti segir „Nl.“ að sjeu að verða við Örum & Wulffs verslun á Vopnafirði; Olgeir Frið- geirsson verslunarstjóri hafi sagt af sjer forstöðu verslunarinnar og flytj- ist burt af Vopnafirði á næsta hausti. Stórstúkuþing stendur nú yfir á ísafirði. Þangað fóru margir fulltrú- ar hjeðan úr bænum. Stórtemplar, Jón Pálsson bankagjaldkeri, er þar ekki, en í hans stað er Indriði Ein- arsson skrifstofustjóri. Síra Matth. Jochumsson er nú á ferð um æskustöðvar sínar við Breiðafjörð, kom þangað með „Skál- holti" síðast að norðan, en kvað ekki ætla að koma suður hingað, en halda heimleiðis aftur bráðlega. Hafísinn. „Vestri" frá 26. f m. hefur það eftir selveiðaskipi, sem ný- komið var inn til ísafjarðar, að hafís sje þá 15 mílur undan Hornbjargi. Dáinn er Einar Hálfdánarson óð- alsbóndi í Hvítanesi, 82 ára, bróðir Helga heitins lectors. Mæling Gilsfjarðar. Nýlega er kominn hingað við fimta mann dansk- ur sjóliðsforingi, Bistrup að nafni, til þess að mæla innsiglinguna á Gils- firði, og er nú farinn norður þangað. Ráðgert er að verkinu verði lokið í september. Ásgeir Blöndal læknir á Eyrar- bakka liggur mjög þungt haldinn af lífhimnubólgu. Sigurður Hjörleifsson læknir fór austur á sunnudaginn var og gegnir læknisstörfum fyrir Ásgeir. »Vestri«. Við ritstjórn hans hefur tekið í vor Kristján Jónsson frá Garðs- stöðum. Svuntu- og kjólaefni - 0,90 al.,— — — 1,50 Stuhbasirs . . . - 1,25, - — 1,65 Tvist-tau . . . - 0,18 al, - - — 0,25 Kvenstígvjel . . - 5,50, - - — 7,50 Boxkalfstigvjel. . - 8,75, - - — 12,75 Vatnsstigvjel . . - 10,80, víða seld á . . — 16,00 Aðrar vörur eftir jþessu. WBT Pelta verð er dður öheyrt I tækifœrið, meðan það gefst. landi, og ættu menn að nola STURLA JÓNSSON. Kvennaskólinn í Reykj avík. Stúlkur þær, er ætla að sækja um inntöku í Kvennaskólann næsta vetur, sendi umsóknir sfnar sem fyrst til undirritaðrar forstöðakonu skólans og taki jafnframt fram, hverrar undirbúningskenslu þær hafi notið. Allar umsóknir sjeu skriflegar, og nauðsynleg vottorð frá umsækjenda fylgi. Aðeins fermdar stúlkur og siðprúðar geta fengið inntöku í skólann. Umsóknarfrestur er til I. ágúst. Verður þá öllum umsóknum svarað með póstum í ágústmánuði. Stúlkur þær, sem ætla að sækja um heimavist í skólanum, ættu að gera það sem allra fyrst. Gjaldið er 33 kr. á mánuði, er greiðist fyrirfram fyrir hvern mánuð. Hver nemandi borgi 10 kr. gkóla- gjald f byrjun skólaársins. Skólinn verður settur 1. október. Inntökupróf fer fram 2.-4. s. m. Hússtjórnardeild skólans byrjar þá einnig. Námsskeiðin eru tvö; hið fyrra frá I. okt. til 1. mars, hið síðara frá 1. mars til 1. júlí. Reykjavík 10/6. 1913. Ingibjörg H. Bjarnason. Áskorun til kvenna. Kvenrjettindafjelagið 1 Reykjavík hefur gengist fyrir því að safna undirskriftum meðal kvenna um land alt, undir áskor- un til alþingis um að gefa konum jafn- rjetti við karla. Til þess að flýta fyrir undirskriftunum hjer 1 Reykjavík hefur fjelagið afráðið að opna skrifstofu á Laugaveg nr. 17 (málleysingjaskólanum), er opin verður fyrst um sinn sunnudaga, þriðjudaga og föstudaga, frá kl. 4 til kl. 6 síðdegis, frá og með sunnudeginum 25. maí. Á skrifstofunni verða lagðir fram list- ar til undirskrifta; ennfremur er óskað eftir að konur sæki þangað lista til að safna á undirskriftum út um bæinn. Flestum konum er nú orðið ljóst, hvf- líka þýðingu jafnrjetti við karla hefur fyrir framtíð íslenskra kvenna. Þetta jáfnrjetti getum vjer því að eins fengið, að vjer fullvissum alþingi um samhuga vilja vorn í þessu efni; því er áríðandi að undirskriftirnar verði sem allra al- mennastar, og þess er vænst, að konur sýni nú áhuga sinn með því, að safna sem allra flestum undirskriftum undir áskorunina. 24. inaí 1913. Kventjettindafjelagiti í Reykjavlk. tfíitvjzlapappir ágætur nýkominn í pappírsverslun Pör. B. Porldkssonar. Yeltusundi 1. Richard Wagner tónsbáld átti 100 ára afmæli 22. maí í vor. Var þess víða minst með mikilli viðhöfn, enda er Wagner frægasta tónskáld síðastl. aldar. Hann dó 1883. Kjjóla- og svuntutau, musseline, hv. Oovlas. einbreitt og tvíbreitt, llörljereft, I.aKaljereit, livít ljereft frá 0,25—0,42 af mörgum tegundum. Hvítir, tilsniðnir kvenkjólar. Hvert heldur þú kemur með 1 kr. eða 100 kr., þá færðu ireiðanlega bvergi meira fyrir leninga þína en í Nýhöfn. 1—2 drengi eða helst kvei menn vantar til að bera út Lö rjettu. Gefi sig fram á afgreiðs blaðsins, Yeltusundi 1. 154 skorpið. Þá þóttist hann svo sárt og órjettlátt leikinn af tilviljun og virki- leika í svívirðilegri sameiningu, að það væri að láta rjetti sínum hallað ófyrirsynju, og taka við beinum ó- notum, ljeti hann hjá líða að vera bráðskapvondur hverju sem að hönd- um bæri allan þann dag til kvölds. Óg þetta er afsakanlegt—að minsta kosti ef maður er sömu mannlegrar gerðar sem Jón prófastur Eilífsson. Ástandið á prestsetrinu var engu betra en prófasturinn hafði gert sjer í hugarlund. Sandur var svo langt frá því að líkjast prestsetri, að hann var öllu áþekkari beitarhúsum í nið- urníðslu en mannabústað. Prófast- urinn varð ögn sáttgjarnari við til- veruna, því nú gat hann komist hjá því að nota hrakfarir sínar sem á- stæðu fyrir geðvonskunni, og látið svo sem próíaststign hans og geist- lega vandlætingasemi væri særð í hjartastað. Honum var kunnugt um, að síra Hallur, gamall prestur, bjó þar ó- kvæntur. En honum var ókunnugt 155 um að prestur hafði engin hjú, önn- ur en gamla hundinn sinn, Kóp, en hans einasta skylduverk var að liggja á baðstofumæninum og segja til gesta. Kópur átti hæga daga við það starf. En hann framdi það Iíka með allri kurt, þegar tækifæri gafst —, byrjaði með hvellu spangóli, undir eins og nokkur sást á hálsinum, og ekkert veraldlegt vald gat þaggað niður í honum, fyr en síra Hallur hafði tekið á móti gestinum og klappað honum sjálfum, eins og hann var vanur, í þakkar skyni; þá fyrst þóttist hann hafa gert skyldu sína og labbaði burt, eftir að hann hafði með berlegri ósvífni nusað að gestinum, auðsjáanlega til þess að vita hvern mann hann hefði að geyma, og gerði hann þá annaðhvort, að urra eða dilla skottinu. Aldrei hafði honum geðjast jafn fjandalega að nokkrum manni sem Jóni prófasti Eilífssyni. Hann sýndi honum óðara beran fjandskap, nísti tönnum, staðnæmdist við hlið hús- bóndasínsog urraði illilega; hárin risu, 156 Og hann leit spurningaraugum á eig- andann; hvort hann ætti ekki að taka alvarlega ofan í lurginn á þess- um náunga Prófasturinn skildi vel, hvað hann átti við, og espaðist enn meir; því honum var ógeðfelt að verða var við, að kvikindum væri ekki um hann. Hann gat varla gætt almennrar kurt- eisi, þegar hann loks yrti á hinn garmslega, karbætta og síðskeggjaða öldung, sem kvaðst vera prestur staðarins. „Hvaða villidýr er þetta, sem þjer látið ganga laust, friðsamlegum veg- farendum til skaða og skelfingar, slra Hallurf Ef þjer eigið byssu, ættuð þjer sem fyrst að koma hon- um fyrir kattarnef". „Hö-hö“, hló síra Hallur. „Pró- fasturinn er ennþá svo nýr í em- bættinu. Þetta er líka fyrsta vísitasíu- ferð yðar háæruverðugheita, og það er ekki útsjeð um að þjer sættist við Kóp. Prófasturinn sálugi og hann voru góðir vinir". Jón Eilífsson hleypti brúnum og •57 ræskti sig hátt, til þess að láta prest- inn vita, að honum þætti spaug ó- viðeigandi. „Hvernig má það vera, síra Hall- ur minn góður, að jeg hitti yður utankirkju háhelgan daginn um sjálf- an messutímannf" „Yðar háæruverðugheit verða að afsaka . . . .“ „Það er altaf auðvelt að afsaka sig. En þjer verðið að afsaka yður við drottinn — en ekki við mig. Þjer, síra Hallur minn góður, sem er trúað fyrir að gæta hjarðar yðar langt frá þjóðvegi, ættuð aldrei að gleyma því, að ábyrgð yðar er meiri en flestra stjettarbræðra yðar. En þetta ætti að uppörfa vandlæt- ingasemi yðar því fremur sem þjer á dómsdegi verðið einn að bera ábyrgð á hjörð yðar fyrir drotni". Öldungurinn hlýddi rólegur og án þess að láta sjer bregða á átölur prófasts. Ennþá sáust leifar af kveðju- brosinu í hrukkunum við augun. „Herra prófastur . . . Jeg hef nú 158 verið prestur hjer í fimtíu ár — í hálfa öld .. .“ „Því verra, sjera Hallur góður. Þá ættu æruverðugheit yðar einsömul að vera nóg til þess að safna öll- um — undantekningarlaust öllum, — sóknarbörnum yðar í guðshúsi á hverj- um helgidegi. Það er svo Iangt frá því, að aldur og embættisæfi afsaki forsómun hjá herrans þjónum — að það þvert á móti fordæmir þá því frekar". Síra Hallur skifti snöggvast litum; honum lág biturt svar á vörum, en hann þagði og beit fast saman vör- unum. Eftir þetta mátti prófasturinn vera einn um orðiðl Hingað til hafði enginn yrt svona á hann En pró- fasturinn var líka nýr í embættinu og úr öðrum landsfjórðungi, svo að hann gat varla til hans þekt. Hann hafði hlakkað til þess eins og barn, sunnudag eftir sunnudag, að fá að sjá yfirmann sinn, en gleð- inni yfir því var nú gerspilt. Hann hafði búist við hrósi, en ekki ávít-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.