Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 25.06.1913, Side 1

Lögrétta - 25.06.1913, Side 1
Algreiðslu- OK InnhHÍratuin.: f'ORARINN B. ÞORLÁKSSON. Veltusundi 1. TaUlmt 359. Rltstjorl: PORSTEINN 6ÍSLAS0N Plnghollsstrætl 17. Taliimt 178. M 30. Reykjavík 25. jitiií 1913. VIII. ár?. I. O. O. F. 946279- Lárus Fjeldstod, Yflrrjettarm*l*f«BrBlum«l!lur. LækjRrgata 2. Helma kl. 11-12 og 4-7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir i Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. járnbrautarmálið. Útdráttnr ór skýrslu til stjórnai’- ráðsins frá Jóni Porlákssyni landsverkfræðingi. (Niðurl.). ---- Áætlnn uni stofnkostnað. 1. Landnám og jarðrask, telst ekki hjer. 2. Undirbygging: Kr. a. Jarðvinna, 827000 ten.metrar á 0,60 . 496200 b. Þak á fláa m. m. . 93800 3. Girðingar, 40000 mtr. á 0,60 24000 4. Vegir yfir brautina . . 25000 5. Brýr og þverrimar . . 310000 6. Yfirbygging, 112 kíló- metrar á 12500 kr. . . 1400000 7. Talsími, um 400 kr. á kllómetrann .... 45000 8. Stöðvar: a. Reykjavík .... 50000 b. Þingvellir .... 20000 c. Ölfusá (fyrir hliðar- línu til Eyrarbakka) 20000 d. Þjórsá..................25000 e. 9 sveitastöðvar á 10000 kr............... 90000 f. 7 stjettir á 1000 kr. 7000 9. Verkstæði og eimreiða- skáli í Reykjavík . . 50000 10. Vagnar: a. 4eimreiðirá27000kr. 108000 b. 8 fólksvagnar . . . 64000 c. Vöruvagnar, hemils- vagnar m. m. . . 80000 11. Undirbúningur, stjórn, óviss gjöld .... 277000 12. Rentur meðan á bygg- ingu stendur .... 315000 Samtals 3500000 eða 31250 kr. á hvern km. Hliðarlínu til Eyrarbakka, 11 km. að lengd, mun mega gera fyrir................300000 í athugasemdum við þessa áætlun segist landsverkfr. gera ráð fyrir því, að hvort sem brautin verði bygð fyrir almannafje eða sem einstakra manna fyrirtæki, þá muni hlutaðeig- andi sveitir og hjeruð styrkja fyrir- tækið, og „ætti styrkur þeirra fyrst og fremst að vera fólginn í því, að leggja til og útvega ókeypis land undir brautina sjálfa og brautarstöðv- ar". Jafnframt gerir hann ráð fyrir að landsjóður láti ókeypis af hendi það, sem hann á af landi, er undir braut og stöðvar þarf, þar á meðal sjerstaklega skikann norðan af Arn- arhólslóðinni undir brautarstöðina og verkstæðið í Reykjavík. Þetta fyrir- komulag telur hann hentugt að því leyti, að sveitirnar muni víða geta komist að betri kjörum með kaup á landi hjá einstaklingum heldur en sá, sem brautina leggur, hvort held- ur landsjóður eða einstaklingar. „Ef um það væri að ræða, að fá útlend- inga til að leggja fje í brautina, er sjerstaklega þýðingarmikið að þessu sje slegið töstu, því að algengt er erlendis, að land undir brautir verður að kaupa háu verði, og útlendingar mundu þess vegna verða hræddir við aðþurfa að taka land eignarnámi". Það er algengt í Noregi og annar- staðar, að þegar braut er lögð, þá er heimtað af hlutaðeigandi sveitum, að þær kosti þær girðingar, sem þurfa kann vegna brautarinnar, auk landnáms og jarðrasks. Landsverkfr. kveðst þó ekki hafa viljað gera svo ákveðið ráð fyrir þessu hjer, að hann slepti girðingum alveg úr áætluninni. En hann gerir ekki ráð fyrir að girt verði meðfram brautinni, eins og áður segir, nema þar sem hún verð- ur lögð gegnum land, sem áður er afgirt, og girðingin rofnar við braut- arlagninguna. Eftir ágiskun hans yrði það samtals á 20 km. sem girða þarf brautina báðu megin. Alstaðar, þar sem vegir, hvort heldur opinberir eða einstakra manna, skera brautarlínu, þarf að gera ak- fært yfir teinana, og má víðast hvar komast af með að púkka milli þeirra og út frá þeim á báða vegu; sams- konar þverbrautir getur og þurft að gera víðar; þannig verður að minsta kosti að vera ein slík yfirkeyrsla á hverri þeirri landareign, sem skorin er í tvent með brautinni. Lausleg áætlun um brúakostnaðinn er þessi: Elliðaár 29000 kr., Grafar- lækur 4800, Úlfarsá 7000, Varmá 7000, Suðurá 1900, Kaldakvísl 18000, Leirvogsá 7000, Bugða 2500, Torfa- dalslækur 5000, sami 4000, Móakotsá 4000, Öxará 13000, Kaldá 8000, Brúará 4200, Sogið 40000, Ölfusá 70000, smábrýr og þverrennur 84600. Kostnaðaráætlun um yfirbygging- una er nákvæmlega sundurliðuð í skýrslunni. Verð á járni er nú í hæsta lagi, og fyrir það er áætlunin hærri en hún mundi hafa verið fyrir nokkrum árum, þegar járn var ódýrt. Gert er ráð fyrir að þverslárnar sjeu úr furu, gagndreyptar með kreósóti, og má telja upp á að þær endist að meðaltali 14—15 ár. Þversláagerð úr járnbendri steinsteypu er enn á tilraunastigi og helst að leiía vitneskju um hana á Ítalíu og í Uugverjalandi. Talsími þarf að liggja meðfram brautinni. Eðlilegt, að leyft yrði að nota þann síma til almenningsþarfa, og gengju þær tekjur, sem af hon- um yrðu, umfram afgreiðslukostnað, til brautarinnar. Það er gert ráð fyrir 4 stórum stórum fólksvögnum, sem rúmi 60 manns hver, og 4 smærri, sem rúmi 30—40 manns hver. Af XI. lið á meðal annars að greiða kostnað við þá nákvæmu mæl- ingu brautarstæðisins, sem vefður að fara fram áður en brautin er bygð, til þess að finna nákvæmlega hina hentugustu legu á hverjum stað. XII. liður hverfur venjulega úr áætl- unum, ef um ríkisfyrirtæki er að ræða, með því að þá eru ekki heimt- aðir vextir af stofnfje meðan á bygg- ingu stendur. En ef um það er að ræða, að einstakir menn eða fjelög leggi brautina, verður ekki hjá því komist, að taka þennan lið með. Upphæðin er miðuð við það, að verkið taki 4 ár og vextir sjeu 4°/o. En landsverkfr. álítur, að kleift sje að leggja brautina á þremur árum með innlendum vinnuafla, og mundi þá þessi liður geta lækkað nokkuð, eða vextirnir mættu vera hærri. „Um alla áætlunina gildir það", segir landsverkfr., „að jeg hef gert ráð fyrir að aðflutningstoll af efni þurfi ekki að greiða — undanþága frá honum er t. d. ávalt veitt í Nor- egi, hvort sem um ríkisbraut eða einstakra manna braut er að ræða, aðeins ef brautin er ætluð til al- menningsnota. Ennfremur hef jeg miðað kostnað við undirbyggingu og brýr og önnur slík verk við það, sem hann mun verða, ef þau eru framkvæmd á sama hátt og vega- og brúagerðir og önnur mannvirki Iand- sjóðs nú, án þess að selja þau ein- stökum mönnum til framkvæmdar. Ef slík verk sem þessi eiga að fram- kvæmast af útlendum verktaka, verða þau að minsta kosti 15°/o dýrari en þau verða, ef þau eru framkvæmd af innlendum mönnum milliliðalaust, og ekki óliklegt, að þau verði 25% dýrari. Rekst.urskostnaðnr og tekjur. Um þetta segir í skýrslunni: „Með reksturskostnaði er ávalt tal- inn viðhaldskostnaður brautarinnar sjálfrar og vagna, eimreiða og stöðva. Ábyggilegasta áætlun um reksturs- kostnað hygg jeg að megi fá með samanburði við brautir í Norgi, sem líkt stendur á með. Ef teknar eru tvær brautir, sem eru svipaðar að gerð, verður reksturkostnaðurinn lík- ur, ef jafnmargar lestir fara yfir árið um hvora brautina fyrir sig, en ef fleiri lestir fara um aðra, þá vex meiri hlutinn af reksturskostnaði hennar að sama skapi. Þó er nokk- ur hluti reksturskostnaðarins meira bundinn við lengd brautarinnar en tölu lestanna, einkum viðhald undir- byggingar og þversláa. Samt sem áður er venja að reikna út rektsturs- kostnaðinn fyrir hvern lestarkílómetra. Ekki má þó ætla, að reksturkostn- aður á hvern kílómetra geti verið sá sami á tveim brautum, sem hafa mjög óllkt flutningsmagn; þar sem lestirnar eru hafðar mjög stórar, af því að flutningur er mikill, verður kostnaðurinn fyrir hvern lestarkíló- metra eðlilega meiri heldur en þar, sem venjulega má komast af með smáar lestir. Með því að hjer verð- ur um tiltölulega mjög ljettar lestir að ræða, verður að taka til saman- burðar þær brautir í Noregi, sem hafa litla flutninga. Reksturskostn- aður nokkurra þeirra var 1910—11 sem hjer segir, miðað við hvern lestarkllómetra: Ríkisbrautir. km.; kr. Grundset — Aamot, . . 26; 1,01 Stören — Aamot 321; 1,04 Jæderbanen, 76; 1,05 Egersund — Flekkefjord, 74; 1,12 Einkabrautir. Nesttun — Osbanen, . . 26; 0,84 Grimstad — Froland, . . 22; 0,92 Lillesand — Falksvand, . 17; i.li Tönsberg — Eidsfos, . . 48; 1,12 Urkog — Höland,.... 57; 1,16 Lengd þessara brauta alls 667 krn. Þetta er að lengdinni til 22% af öllum járnbrautum I Noregi. Á öðrum norskum brautum eru útgjöldin fyrir hvern lestarkm. meiri, en lestirnar líka þyngri. Reksturskostnaður mjósporabrauta er sumstaðar minni en þetta. Þannig hef jeg fárra ára gamla skýrslu um reksturskostnað prússneskra 1,00 metra brauta, og hefur hann á 14 lengstu brautunum, sem eru frá 38 til 117 km. að lengd hver, orðið minst 47 Pf., mest 85 Pf., að með- altali 63 P. (57 a ) fyrir hvern lestar- kllómetra. Jeg tel því litlum vafa bundið, að ef brautin er sæmilega gerð í fyrstu, eins og mun mega fyrir það fje, sem jeg hef áætlað til hennar, muni með sparsemi og hagsýni mega koma reksturskostnaðinum eitthvað niður fyrir 1 kr. fyrir hvern lestarkm. I fyrstu, meðan litið er ‘ að flytja, hækkandi upp í t. d. 1, 16 á lestar- km. eftir því sem flutningsþörfin eykst og lestirnar verða stærri. Jeg ætla samt ekki að telja reksturskostn- aðinn fyrstu árin minni en 1,00 kr, á lestarkm. Fyrst um sinn má nú gera ráð fyrir að komist verði af með 2 lestir á dag I hvora átt milli Reykjavlkur og Þjórsár mánuðina maí til október, að báðum meðtöldum, og 1 lest á dag hvora leið nóv. til aprll, og enn fremur nokkrar aukalestir þegar mik- ið er að flytja. Þetta verða: í 183 daga 4 lestir á dag . . . 732 í 182 daga 2 lestir á dag . . . 364 aukalestir nál. 10%............104 Alls 1200 Nú er lengd brautarinnar 112 km , og verður þá tala lestarkílómetra yfir árið 134400. Sje kostnaður við hvern þeirra reiknaður 1,00 kr., verð- ur reksturskostnaður ársins 134400 kr. Erfiðara er að gera áætlun um tekjurnar. Þar kemur tvent til greina, taxtarnir og flutningsmagnið. Bæði í Noregi og Danmörku hefur sú venja komist á, að járnbrautataxt- arnir eru svo lágir á ríkisbrautum, að þær borga ekki fullar rentur af stofnfje sínu, þótt notkun sje mikil; þannig hlýtur jafnan að fara, ef taxtarnir eru settir aðeins örlitlu hærri en beini flutningskostnaðurinn. Ef byggja á braut hjer með það fyrir augum, að hún með tímanum geti borið sig að fullu, þ. e. greitt einnig vexti af stofnfje sínu, þá verður í upphafi að setja taxtana svo háa, að afgangs verði reksturskostnaði sem svarar rentum af stofnfjenu, þegar notkunin er orðin hæfilega mikil. Á norsku ríkisbrautunum eru tekj- urnar af fólksflutningum frá 2,4 til 3,6 a. fyrir mannkllómetra, og frá 1,9 til 9,1 e. fyrir tonnkflómetra af vöruflutningi (meðaltal 3,9 aurar). Þessir taxtar eru of lágir til þess að renta verð brautanna þar, því tekju- afgangur rfkisbrautanna nam 1910— 11 aðeins 2,22% af stofnkostnaði þeirra. Mjer virðist óhætt að gera ráð fyrir talsvert hærri töxtum hjer, sjerstaklega tyrir vöruflutninga, t. d. 4 a. fyrir mannkm. og 20 a. fyrir tonnkm. Venjulega eru gjöldin hærri fyrir hvern km. ef stutt er farið eða flutt, heldur en þegar um langa leið er að ræða, og mundi einnig verða að vera svo hjer, einkum hvað far- gjöldin fyrir fólk snertir. Vegna þess að svo hagar til, að lengd brautarinnar austur að Þjórsá er tals- vert meiri en lengd vegarins úr Reykjavík austur þangað, verður ekki hægt að taka jafnhátt fargjald fyrir hvern km. í allri leiðinni austur að Þjórsá, eins og t. d. í leiðinni til Þingvalla. Mjer virðist hlutfallið eiga að vera eitthvað á þá leið, að ef fargjald til Þingvalla er kr. 2,50, þá megi það vera til Þjórsár kr. 3,75, því að það samsvarar nokkurn veginn vegalengdunum þangað. Hitt undirstöðuatriðið undir tekju- áætluninni er notkunin eða flutnings- magnið. Notkunin kemur ekki öll í einu, heldur sýnir reynslan alstaðar að hún fer sívaxandi; að gera á- byggilega áætlun um hana hjer er mjög erfitt, af því að ekki er reynsla frá neinum innlendum brautum til samanburðar. Þó má með hliðsjón af núverandi umferð og flutningum máske gera sjer hugmynd um hver notkunin yrði í byrjun. Mjer þykir sennilegt að fólksferðir með brautinni milli Reykjavíkur ann- arsvegar og Suðurlandsundirlendisins hins vegar yrðu líkar fyrsta og ann- að ár brautarinnar eins og þær eru eftir veginum nú. Umferð í heild sinni mundi vitanlega þegar í stað aukast, en margir mundu ferðast UPP á gamla mátann fyrstu árin. Brautin fengi efalaust þegar í fyrstu miklu meiri fólksflutning milli Reykja- víkur og Þingvalla en þar er nú, en til þess að áætla varlega, vil jeg gera ráð fyrir að hún fái að því skapi minni fólksflutning milli Reykja- vfkur og Suðurlandsundirlendis, heldur en þar er nú. Við þessa fólksflutn- inga bætast svo töluverðar fólksferðir um skemri leiðir, sjerstaklega milli Reykjavfkur og stöðvanna í Mos- fellssveit, og milli stöðvanna austan- fjalls. Um vöruflutningana er öðru máli að gegna. Flutningar á vögnum og klyfjahestum milli Reykjavíkur og Arnessýslu mundi þegar leggjast nið- ur, eða sama sem leggjast niður, þegar brautin flytti fyrir 1 e. pundið austur á stöðvar í miðjum Flóa. Jafnframt mundu vöruflutningarnir > þegar í stað aukast mikið; hingað mundi verða flutt mikið af heyi, kartöflum, mjólk og öðrum sveita- afurðum, og hjeðan yrði flutt mjög mikið af þungavöru. Jeg tel mjög lágt áætlað að gera vöruflutninginn milli Reykjavíkur og Þingvalla 500 tonn og milli Reykjavíkur og Suður- landsundirlendis 3000 tonn þegar fyrstu árin. Hin áætlaða aukning á síðarnefnda flutningnum, frá því sem nú er, nemur 1400 tonnum; ef jeg geri ráð fyrir að helmingur þar af sjeu vörur frá Reykjavík austur — að þyngd á við h. u. b. V4 hluta þess, sem nú er flutt inn til Eyrarbakka og Stokkseyrar —, þá er hinn helmingurinn, eða 700 tonn, afurðir austan að. Nú vegur eitt kýrfóður af heyi 4 tonn, ársnyt úr úr meðalkú án fláta 2’/a tonn, og með ílátunum, sem þurfa að fara fram og aftur, má líklega gera hana 3 tonn; ef aukningin væri öll í heyi, samsvarar hún þá 175 kýrfóðrum, og ef hún væri öll í mjólk, samsvar- ar hún 233V3 kýrnyt. Jeg skil ekki annað en allir, sem nokkuð þekkja til, muni álíta þetta of lágt áætlað, muni álíta að flutningaaukningin verði meiri þegar fyrsta árið. Fyrir utan þetta geri jeg ráð fyrir að nokkuð af lifandi peningi (fje og nautgripum) verði strax flutt með brautinni; þá koma og tekjur af fólks- og vöruflutningum um skemri leiðir, eins og áður var sagt, og loks eru tekjur fyrir póstflutning og símanot. Nú munu vera greiddar um 3»/a þús. kr. fyrir póstflutninga, sem leggjast til brautarinnar þegar hún kemur, og væri ekki ósanngjarnt að hún fengi eitthvað meira fyrir að flytja póst einu sinni til tvisvar á dag hvora leið, heldur en nú er borgað fyrir póst einu sinni á viku á sumrum og einu sinni á mánuði á vetrum. Svo ættu og samkvæmt áðursögðu að fást nokkrar tekjur fyrir afnot talsímabrautarinnar. Samt áætla jeg póst- og talsímatekjur brautarinnar ekki nema 5000 kr. í fyrstu. Áætlunin um tekjurnar fyrstu árin verður þá þannig: Fólkflutningar: mannkm. Til Þingvalla 5600 X 55 — - - - • 308000 Til Suðurlandsundirl. 16000 X 100 = 1600000 Samtals 1908000 kr. á %4 =.......................76320 Vöruflutningur • tonnkni. Til Þingvalla 500 X 55 = • • • • 27500 Til Suðurlandsundirl. 3000 X 100 = 300000 Samtals 327500 á 0/20 = ...............65500 Flutningur á lifandi peningi 5000 Fólks- og vöru flutningur um skemri leiðir . . . 7180 Póstflutningur og talsíma- tekjur....................5000 Samtals kr. 159000 Þetta er 25600 kr. hærra en hinn áætlaði reksturskostnaður í byrjun, eða brautin mun þegar í byrjur gera meira en að borga rekstur sinn og vidhald". Eftir þetta fylgir í niðurlagi skýrsl- unnar áætlun um, hve mikil notkun brautarinnar muni verða með tfman- um, þegar menn eru búnir að koma atvinnuvegum sínum í samræmi við þær breyttu kringumstæður, sem brautin skapar, og er hún gerð með samanburði við önnur lönd. Sýnir sú áætlun glöggar líkur fyrir því, að ekki þurfi að Kða langur tfmi áður brautin geti svarað rúml. 6% af stofn- kostnaði. „Það er þýðingarlaust að spá neinu um það, hvenær notkunin verði orðin svo mikil", segir í skýrsl-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.