Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 02.07.1913, Síða 1

Lögrétta - 02.07.1913, Síða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. "Veltusundi 1. Tiilsíinf 359 LOGRJETTA Ritstjori: f’ORSTEINN 6ÍSLAS0N Pingholtsstræti 17. Talslmi 178. M 30. Reykjavík 3. jdlí 1013. VIII. árg. 25 ára afmæli. í gærdag voru 25. ár liðin frá því að Þorvaldur Björnsson tók við lögreglu- þjónsstarfi hjer í bænum. Það var 1. júlí 1888. Kl. 9 um morguninn heimsóttu þeir hann bæjar- fógeti Jón Magnússon og Sveinn Björnsson yfirdóms- lögmaður og færðu honum silfurbikar með þessari á- skrift: „Þorvaldur Björnsson. 1888 — 1. júlí — 1913. Frá nokkrum vinum í Reykjavík í viðurkenning- arskyni." í bikarnum voru 620 kr. í gulli. Það er allra rómur nú, að Þorvaldur hafi gegnt lögregluþjónsstarfinu með mesta dugnaði og röggsemi og eigi þökk skilið fyrir af bæjarbúum. Hann hef- ur verið yfirlögregluþjónn £»orvaldur BjiSnissön lössreeluþjóiUl. sfgari árin HálfsjÖtUgUr er hann nú, en heldur sjer fádæma vel. Myndin, sem hjer fylgir, er tekin af honum sextugum. I. O. O. F. 94749- Lárus Fjeldsted* YflrrJottarm*laf*Brslum*Our. Lækjargata 2. Hoima kl. 1 1 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyris ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Alþingi. I. Pingsetning fór fram í gær og hófst með guðs- guðsþjónustu í kirkjunni og prjedik- aði síra Kristinn Daníelsson. Forseti sameinaðs þings var kos- inn Jón Magnússon með 20 atkv., en Lárus H. Bjarnason fjekk 18; 2 seðlar voru auðir. Varaforseti Sig- urður Stefánsson með 20 atkv. Ei- ríkur Briem fjekk 7 og Lárus H. Bjarnason 2, en 10 seðlar voru auðir. Skrifarar Jóhannes Jóhannesson (með 25 atkv.) og Ólafur Briem (með 19 atkv.). Til efri deildar var kosinn í stað Jens sál. Pálssonar Hákon Kristó- fersson með 19 atkv. Magnús Krist- jánsson fjekk 18. Þar var kosinn for- seti Stefán Stefánsson skólameistari með 11 atkv., Júl. Havsteen hlaut 2, og 1. varaforseti Guðjón Guðlaugs- son (með 7 atkv.) og 2. varaforseti síra Einar Jónsson (með 8 atkv.). Skrifarar Steingrímur Jónsson og Björn Þorláksson. í neðri deild var Magnús Andrjes- son kosinn forseti með 15 atkv. Jón Ólafsson fjekk 8 og 3 seðlar auðir. 1. varaforseti Jón Ólafsson (með 14 atkv.) og 2. varaforseti Valtýr Guð- mundsson (með 12 atkv.). Skrifarar Eggert Pálsson og Jón Jónsson, með hlutkesti milli hans og Jóh. Jóhannes- sonar. í kjörbrjefanefnd voru kosnir í sameinuðu þingi Kristján Jónsson og Ólafur Briem með 18 atkv. hvor, og Björn Þorláksson, Guðjón Guðlaugs- son og Jóh. Jóhannesson með 17 atkv. hver. Skrifstofustjóri er Halldór Daníels- son yfirdómari, en á skrifstofunni auk hans: Einar Þorkelsson skjalaritari, Guðm. Magnússon skáld og Pjetur Magnússon stud júr. Áður en þing var .sett kom Sam- bandsflokkurinn saman og var sam- þykt þar með alimiklum meiri hluta atkv., að honum skyldi haldið áfram á þinginu. Út úr þessu varð þó klofningur, því sumir vildu rjúfa flokkinn. Eru nú nokkrir gengnir úr honum, en hinir halda honum áfram. Greining sú, sem þarna var orðin, kom að nokkru leyti fram við forsetakosningarnar. L. H. Bjarnason prófessor, sem er potturinn og pannan í klofningnum, vildi verða forseti sam. þings og fjekk til þess fylgi þeirra, sem óánægðir urðu í Sambandsflokknum. Ún á hina hliðina hafði hann gert samband við Björn Kristjánsson og L?indvarnarmenn og fengið loforð fyrir stuðningi þeirra, auðvitað fyrir einhver loforð í móti. Má ganga að því vísu, að ýmsir góðir menn í klofningnum.sem frá Sambandsflokkn- um var að skiljast, hefðu ekki viljað líta við neinu af þessu makki við B. Kr, Skúla et. Co., ef þeir hefðu ekki verið gersamlega duldir þess, að það ætti sjer stað. En L. H. B. hefur átt í þessu makki við B. Kr. og Landvarnarmenn lengi, þótt hann hafi reynt að fara afarleynt með það og aldrei viljað við það kannast. í þessu bandalagi tók Lárus að sjer að koma á klofningi innan meiri- hlutans, en B. Kr. tók að sjer að ná landvarnarliðinu undir Lárus. Þetta makk var alt um garð gengið áður en Sambandsflokkurinn kom saman og farið var að tala um fram- tíð hans. Verst hafði gengið að fá Bjarna' frá Vogi til að heita Lárusi fylgb en þó hafðist það með ein- hverju móti, og veittu Landvarnar menn og banka-Bjarnarmenn Lár- usi óskift og eindregið fylgi og þeir, sem þessir menn áttu einhver ítök í. Það er þessi undirbúningur, sem klofningsmennirnir frá Sambands- flokknum höfðu enga vitneskju um, og er frá þeirra hálfu ekkert banda lag við Landvarnarmenn og banka- Bjarnarmenn, — nema það, að Lárus stendur með sinn fótinn hjá hvorum og kyssir til beggja hliða. En það má heita óðs manns æði, að hugsa sjer að gera bandalag á þingi milli þeirra, sem óánægðir urðu í Sambandsflokknum, og svo Land- varnarmanna og banka-Bjarnarmanna. Slíkur skollaleikur getur tkki haldist uppi til lengdar. Eiinikipafjelagið. Utdrátt- ur úr brjefi frá B. B. Olson, Gimli, til kunningja síns hjer f Reykjavík: . . Þú biður mig að segja þjer eitthvað um eimskipafjelagið ykkar þar heima, og hvernig oss Vest- mönnum lítist á það. Um þetta mál hafa bæði blöðin íslensku ritað og býst jeg við að þú fáir að sjá það einhvern tíma, ef þú ert ekki búinn að þvf nú þegar. Það eitt má jeg segja, að um það mál eru þau sam- taka og sammála, að styðja og styrkja það á allan hátt. Nefnd er nú kosin til að íhuga og undirbúa til frekari framkvæmda, og eru nú á leið heim til íslands sumir af þessum mönnum, sem í nefndinni eru, þar á meðal Sveinn Thorvaldsson, svili minn frá íslendingafljóti. Jeg held jeg megi óhætt fullyrða að allir Vestur-íslend- ingar sjeu einhuga í þessu máli og verði viljugir að taka hluti í þessu fyrirtæki ykkar, þegar til verklegra framkvæmda og starfa er tekið. Vonandi er að þjóðin heima láti ekkert standa þessu velferðamáli fyrir þrifum heldur sjái hag og sóma sinn í þvf að leggja nú alt fram, sem til þarf á þessum tíma, sem er fyrst traust á sjálfri sjer, trú á fyrirtækið og sameinaður góður vilji. Jeg efast ekki um að nægilegt fje fengist hjá íslendingum eingöngu, bæði heima og hjer vestra, ef ekkert vantar af því, sem áður er minst á hjer að ofan. Jeg óska og vona að ekkert komi fyrir, er sundri nú samhug og samvinnu í þessu máli. ..." Þingmálafundir. í Eyjaflrði. Tillögur á þessa leið voru samþyktar nær í einu hljóði á öllum fundunum þar: 1. Fundurinn lítur svo á, að heppi- legast sje að samningatilraunum um samband íslands við Danmerkurríki sje frestað fyrst um sinn. 2. Fundurinn álítur rjett að stjórn- arskrárbreytingu sje frestað fyrst um sinn samhliða sambandsmálinu. 3. Fundurinn lítur svo á, að sýslu- mannsembættið í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógetaembættið á Akureyri sje orðið svo umfangsmikið, að ofætlun sje einum manni að þjóna, og skor- ar því á alþing að skifta því, eða finna aðra heppilegri leið í málinu. 4 Tillaga um að alþing í sumar afnemi bannlögin var samþykt með miklum meirihluta atkv. á Grund, Staðartungu og Hjalteyri, en ekki tekin til umræðu í Dalvík. Auk þess voru ýms hjeraðsmál rædd á fundunum og ályktanir sam- þyktar, t. d. um breytingu á skipu- lagsskrá gjafasjóðs Jóns Sigurðsson- ar, um vátrygging og bygging sveita- bæja, um berklaveiki í nautgripum, ýms vegamál, síldveiði í landhelgi o. fl. í Strandasýslu hjelt þingm. kjörd., Guðjón Guðlaugsson, fundi í Árnesi 14. júní, í Hólmavík 21. júní, og á Borðeyri 25. júní. Fundarstj. í Ár- nesi var C. F. Jensen kaupm. og skrifari sfra Böðvar Eyjólfsson; í Hólmavík fndstj. H. Kr. Júlíusson sýslum. og skrifari sr. Guðl. Guð- mundsson; á Borðeyri fndstj. Jósef á Melum og skritari Bjarni Jósefsson. Þetta var samþykt á fundunum: 1. Að fresta sambandsmálinu. Samþ. á öllum fundunum. 2. Hólmavíkurfundurinn og Borð- eyrarfundurinn vildu einnig fresta stjórnarskrármálinu. En ef það yrði samt sem áður tekið fyrir, þá vildi Hólmav.fnd. láta í ljósi, að hann væri með öllu mótfallinn fjölgun ráð- herra og taldi hina snöggu og miklu útfærslu kosningarrjettarins mjög var- hugaverða. En Borðeyrarfnd. taldi nauðsynlegasta breyting á kjöri kon- ungkj. þingm. og rýmkun kosningar- rjettarins til kvenna, er standa fyrir búi, eða reka slíka sjálfstæða atvinnu. „Aðrar þær breytingar á stjórnar- skránni, sem fram hafa komið á síð- ustu árum, telur fundurinn miður nauðsynlegar og sumar hverjar alveg óhafandi". Arnesfnd. óskaði að stj.skráin yrði afgreidd í frumvarpsformi og lagði áherslu á þessi atriði: „að ríkisráðs- ákvæðið sje felt í burtu; alnám kon- ungkj. þingmanna; rýmkun kosning- arrjettar og jafnrjetti karla og kvenna í því efni; að ráðherrum verði ekki fjölgað og landritaraembættið verði lagt niður; að stj.skráin nefni hvergi eftirlaun og alþing afnemi þau með öllu". 3. Á öllum fnd. samþ. samhlj. áskorun til þingsins um „að styðja hið nýja eimskipafjelag íslands eftir megni, án þess að það verði á kostn- að strandferðanna, sem fnd. telur óhjákvæmil. að landsjóður kosti, og vill hann að þingið hlutist til um, að þær verði auknar og haganlegri en þær nú eru. Telur æskil. að lands- menn geti tekið að sjer strandferð- irnar sem fyrst". 4. Ennfremur samþ. af öllum fnd. yfirlýsing um, að þeir „sjeu alger- lega mótfallnir því, að járnbraut verði lögð á kostnað landsjóðs, en telji æskil., ef einstakir menn vilja leggja hana og reka á sinn kostnað, að þingið veiti leyfi, með hæfilegum kjörum og til hæfilegs tíma, og telja sjálfsagt, að láta járnbraut norður um land ganga fyrir". 5. Tveir fnd. vildu fá nýja atkv.gr. um aðfl.bannið, eða láta nema það úr gildi. En á Borðeyrarf. var til- laga um afnámið feld. 6. Hólmav. og Borðeyrarf. tjáðu sig mótfallna öllum hækkunum á launum embættism., nema ef vera kynni sumra kennaranna við Menta- skólann. 7. Tveir fundirnir skora á þingið, að það geri ítarlegar tilraunir til að tryggja búpening landsmanna á ein- hvern hátt fyrir harðindum og hor- felli. — Árnesfund. tjáði sig hlyntan heyásetningamálinu og stofnun forða- búra. 8. A öllum fnd. samþ. mótmæli gegn flaggtöku varðskipsins hjer á höfninni 12. f. m. 9. Árn. og Borðeyrar.-fnd. skora á þingið að endursk. vörutollslögin, einkum að vörurnar verði betur sundurliðaðar og lækkað gjaldið á ýmsum nauðsynjahlutum, sem nú er hár tollur á vegna þyngdarinnar. 10. Borðeyrarf. vildi fá nýtt læknis- hjerað í Hrútafirði. 11. Sami fnd. var algerl. mótfall- in því, að landssjóðsstyrkur til bún- aðarfjel. sje bundinn því skilyrði að fjelögin hafi gengið inn í eitthvert búnaðarsamband. 12. Árn.fnd. vildi láta efla Lands- bankann og fela honum ávöxtinn opinberra sjóða. Ennfr. taka lff- tryggingamálið til rækil. íhugunar, helst stofna innl. lífsáb.fjel., eða þá láta þau fjelög, sem hjer starfa, dæmast af innl. dómstólum og setja tryggingarfje fyrir viðskiftum sínum. Balkanmálin. Stríð milli sambandsþjóðanna. Símað er frá Khöfn í gærkvöld að Búlgarar hafi byrjað ófrið gegn Serbum og Grikkjum fyrirvaralaust. Snarpar orustur hafi staðið nálægt Yskyb. Eins og áður er getið, hafði Rússa- keisari tekið að sjer að miðla mál- um milli Búlgara og Serba, enda var líka ákveðið í samningunuin, sem stjórnir Búlgaríu og Serbíu gerðu með sjer áður en Balkanstríð- ið hófst, að svo skyldi vera. Rússa- keisari ritaði nýlega báðum konung- ungunum, Ferdínand og Pjetri, og varaði þá alvarlega við ófriði, kvaðst mundu taka í taumana gegn því ríki, sem til þess yrði að byrja hann, og samþyktu þá stjórnir beggja, að honum skyldi falið að gera út um þrætumálið. Eftir samn- Ingunum áttu Búlgarar að fá mikinn hluta Makedóníu, en Serbar Albaníu. Nú hefur Albanía verið tekin af sambandsþjóðunum, og fyrir það vilja nú Serbar fá vesturhluta Make- dóníu, er þeir hafa tekið í stríðinu. Búlgarar hafa líka fengið mikinn hluta af Þrakíu, sem ekki var ráð fyrir gert í samningnum, að hjá þeim lenti. Búlgarar og Grikkir gera báðir kröfu til Salóníkí, en Serbar hafa lagt til, að sú borg verði einhvers konar sameign þeirra þriggja- Síðustu útl, blöð segja, að stjórn- arskifti standi til hjá Búlgurum, Serb- um og Grikkjum. í Montenegró eru þau nýlega afstaðin, fóru fram er konungurinn afsalaði sjer Skútarí. I Búlgaríu myndar Danev, áður for-- maður þingsins, nýja ráðaneytið. Hann hefur verið mjög starfandi að þeim samningum, sem nú eru komnir á, og er sagt að hann láti uppi, að hann vilji ekki gefa neitt eftir fyrir hönd Búlgaríu, enda hefur hann verið í samvinnu við fyrirrennara sinn, Ges- chov. Eggjanaskvaldrinu til fram- haldandi ófriðar hefur annars mest verið haldið uppi í Búlgaríu af hers- höfðingja, sem Savoff heitir, og var hann undir opinberri ákæru, er stríðið hófst í haust, en þá var hún feld niður. Frí |áÉíi tl iiia. Reyðarfjavðarlæknislijerað. Þar er Sig. Hjörleifsson settur læknir frá 1. þ. m. Umsækjendur um Garðapresta- kall á Álftanesi eru: sr. Árni á Sauðarkróki, sr. Guðmundur í Ólafs- vík, sr. Sigurbj. Á. Gíslason og sr. Hafsteinn Pjetursson í Khöfn. Marconí-málið í enska þinginu. Nefndin, sem skipuð var í enska þinginu til þess að rannsaka sakar- giftirnar gegn nokkrum að ráðherr- unum, þar á meðal Lloyd George, fyrir hlutdrægni Marconífjelaginu í vil’ vegna þess að þeir væru sjálfir hlutaeigendur, lagði fram langt álits- skjal um miðjan síðastl. mánuð og ber allar sakir af þeim. Kaupendur Lögr. í Húnavatnssýslu eru beðnir að afsaka vanskil á blað- inu með apríl-póstferð. Blaðið var af- hent á pósthúsið hjer á rjettum tíma, 12. apríl, en Húnavatns- og Strandasýslu- blöðin voru ekki send með póstunum næsta dag, heldur send til Borðeyrar með Skálkolti hjeðan 15. apríl og náðu þá vitanlega ekki í póstinn norður frá Stað. Pósthúsið hefur Iofað, að þetta skuli ekki koma fyrir oftar. Áríðandi að menn segi til vanskila sem fyrst, svo að rannsakað verði hvernig í þeim liggur.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.