Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 09.07.1913, Qupperneq 1

Lögrétta - 09.07.1913, Qupperneq 1
Afgreidslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. ■Veltusundi 1. Talsimi 359» LOGRJETTA Ri t s tj o rii PORSTEINN SÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 31. Reykjavík 9. júlí 1913. VIII. árg. I. O. O. F. 947119. Lárus Fjeldsted, Yflr pj ettarmilafnralumaður. Lækjargata 2. Helma kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappir og allskyns ritföng kaupa allir i Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Eanðsbðskap urinn. Bæða ráðherra rið framlagning' sljórnar- framvarpa í neðri deild alþingis. Þó að reikningslagafrumvarpið fyr- ir síðastl. fjárhagstímabil, 1910—’ll, telji tekjuatgang þá við áramótin 421,- 901 kr., þá er þar engan veginn um ágóða af landsbúskapnum að ræða, því að með tekjum eru taldar 501,- 865 kr., sem inn hafa komið fyrir seld verðbrjef landssjóðs, þar á með- al andvirði fyrir 500,000 kr. í banka- vaxtabrjefum, 3. seríu, sem seld voru fyrir gf/2°/o til þess að greiða skuld við aðalfjehirslu. í raun rjettri hef- ur því orðið tekjuhalli, að upphæð um 80 þús. kr., sem viðlasjóður hef- ur minkað um á því fjárhagstíma- bili, auk verðmunar á brjefunum og vaxta af bráðabirgðalánum; en þar við er þó það að athuga.að af þessari upphæð hefur verið varið nálægt 67 þús. kr. til afborgunar af láninu frá 1908, og miklu meira fje en tekju- hallanum nemur til arðbærra fyrir- tækja (símalagninga o. fl.), svo að í rauninni hefur hagur landsbúsins í heild sinni alls ekki versnað, heldur batnað. í fjárlögunum fyrir fjárhagstíma- bilið 1910—’ii var gert ráð fyrir tekjuhalla, sem, eins og reiknings- Iagafrv. ber með sjer, nam um 68 þús. kr. Þar við bættust útgjöld eftir nýjum lögum og fjáraukalög- um, c. 295,700 kr., og ýmsar aðrar nauðsynlegar umframgreiðslur á fjár- lagaliðum urðu um 241,800 kr. Alls urðu því útgjöldin um 605,500 kr. meiri en álitið hafði verið, að land- sjóði mundi hlotnast í tekjur á fjár- hagstfmabilinu. Þessi mismunur á fjárlagaveitingum og reikningslaga- upphæðum er tiltölulega mikill, og meiri en tíðkast hefur að undanförnu. Hann er um 20%, en á tímabilinu 1900—1909 var mismunurinn að meðaltali ekki nema 17,6%, og á 20 ára tímabilinu frá 1890—1909 ekki nema 13W0 að meðaltali. En hins vegar reyndust tekjur landsjóðs á síðastl. fjárhagstímabili, 1910—’n, einnig 20%, eða 593,575 kr„ umfram það, sem áætlað hafði verið, og þó að sá mismunur sje tiltölulega lágur í samanburði við það, sem áður hef- ur verið — hann var á 10 ára tíma- bilinu frá 1900—1909 35,6% og á 20 ára tímabilinu, 1890—1909, 27,3 % að meðaltali, — þá var hann þó nægilegur til þess að mæta útgjalda* mismuninum, svo að tekjuhallinn varð ekki nema tæpum 12 þús. kr. hærri en ráð var fyrir gert í fjárlögunum, sem eftir atvikum má gott heita. Eins og vant er, stafar tekjumismun- urinn aðallega af því, að tolltekjur og tekjur af póstviðskiftum og sím- um fara vaxandi með aukinni fram- leiðslu og vaxandi viðskiftalífi. Samanlögð upphæð viðlagasjóðs, tekjueftirstöðvar og peningaforði við árslokin ign.ertalin 2,366,335 kr. Við árslokin 1909 voru þessar sömu upphæðir samtals 1,907,400 kr. Skuldirnar, sera á þessum stofni hvíldu, voru svipaðar, sem sje eftir- stöðvar af ríkissjóðsláninu frá 1908 og Iánið til bankavaxtabrjefakaupa „Kaffltín" drekka allir peir, er vilja fá góðan, óskaðlegan og ódýran kaffidrykk. — Jafngildir 1 pundi af brendu og möluðu kaffi og */* pundi af export. Btf~ Fæst á aðeins 80 aura pundið hjá Sveini Jónssyni, Templarasundi 1, er einnig hefur til sölu Gibs-Rósettur og lista og mikið úrval af Betrekki. Kaupmenn snúi sjer til Sveins IW. Sveinssonar, p. t. Havnegade 47. Köbenhavn. frá 1909; í skjótu bragði virðist því hagurinn hafa batnað talsvert. En þar við er það að athuga, að banka- vaxtabrjefafúlgu landsjóðs, keypt fyrir lánið frá 1909, sem ekki er meðtalin í þessum upphæðum, en auð- vitað verður að teljast móti skuld- unum, var við árslokin 1911 orðinskert um þá hálfu miljón, sem selja þurfti, eins og jeg gat um áður, og er því hjer eigi um neinn gróða að ræða, Jeg vil sjerstaklega taka það fram, að þar sem peningaforði landsjóðs við árslokin 1911 er í reikningslaga- frv. talinn 664,700 kr., þá má eigi skilja svo, að þessi upphæð hafi verið liggjandi hjá gjaldkeranum í hörðum peningum þá dagana. Þvert á móti var þá víst mjög lítið hand- bært fje fyrir hendi. Þessi upphæð er aðeins reikningsupphæð. Hún hefði átt að vera í sjóði þá, ef allar landsjóðstekjur hefðu verið inn komn- ar, sem tilfallnar voru á árinu, og öll útgjöld greidd, sem því tilheyrðu. En eins og til hagar hjer á landi, er ómögulegt að komast hjá því, að tekjurnar greiðist landsjóðnum ekki fyr en talsvert löngu eftir á, og er því aldrei hægt að Ioka landsreikn- ingum fyr en alt að 4 mánuðum eftir áramótin. í apríl er mest alt inn komið fyrir umliðið ár. En þó er engan veginn því að heilsa, að þetta fje liggi þá fyrir heldur. Nei, fyrsta ársfjórðunginn af hverju ári fær landsjóðurinn svo sem engar tekjur fyrir það ár til þess að stand- ast útgjöldin, sem altaf kalla að jafnt og þjett, og tekjur að mun fara ekki að koma fyr en talsvert líður fram á annað ársfjórðunginn, eða lengra. Alt fje landsjóðs er rígbundið í út- lánum, og það verður því að taka fyrra árs tekjur, að svo miklu leyti sem þær ganga ekki til þess að full- nægja fyrirheitum löggjafarvaldsins um lánveitingar jafnóðum og þær borgast inn, til þess að greiða „hlaup- andi útgjöld" landsjóðs, og vill ekki hrökkva til, heldur verður að grípa til víxilláns. Þannig var landsjóður í ársbyrjun 1912 kominn í 200 þús. kr. víxilskuld við tslandsbanka, auk 70 þús. kr. Iáns til kaupa á Reykja- víkurbæjarsímanum, eins og heimilað var. Og enn í byrjun októbermán. varð að taka 100 þús. kr. víxillán til bráðabirgða í viðbót, til þess að geta int lögskil af hendi. Að hægt var að endurborga öll þessi lán, sam- tals 370 þús. kr., þegar í nóvember- mán., kom aðeins til af því, að þá fjekst hálfrar miljónar lánið, sem að 4/5 hlutum á að veitast sem framlag til Reykjavíkurhafnarinnar, og var hægt að grípa til þess fjár til bráða- birgða, svo að nú er landsjóðurinn í engri slíkri skuld. Þessi skortur á nauðsynlegu starfsfje er tilfinnan- legur, og hefur í för með sjer ýmsa annmarka, sem jeg ekki skal fara nánar út í nú. Þó að það sje gott og blessað, að geta bjargað sjer með víxillánum í bráðina, þá væri þó hitt óneitanlega miklu betra og bless- aðra, að geta komið þeim rekspöl á, að landsjóður hefði jafnan nauð- synlegt starfsfje fyrirliggjandi eða handbært af peningaeign sinni, sem ekki væri bundið í útlánum. En það er auðveldara að óska slíks en framkvæma það í bráðina. Annað, sem miklum erfiðleikum hefur valdið, er skuldasúpan, sem safnast hefur í viðskiftareikningi við ríkissjóð Dana vegna póstávísananna. Hjeðan er sent mikið fje til útlanda, hjerumbil alt það fje, sem landan- um áskotnast, og skulum við gera ráð fyrir þvf, að það fari mest til happakaupa eða innkaupa á varningi, sem vjer ekki gætum veitt oss með innanlandsframleiðslu. Þrátt fyrir það að nú er hægt að kaupa ávís- anir á útlönd í bönkum, er stöðugt afarmikið sent gegnum póstinn, það er: menn leggja íslenska seðla inn í pósthúsin hjer, og svo borgar ríkis- sjóður Danmerkur peninganaút fyrir okkur utanlands. Áður voru lands- sjóðstekjurnar greiddar að miklu leyti eða mestmegnis í ávísunum á Kaupmannahöfn, svo að þetta gat jafn- ast. Nú fara greiðslur mest fram innanlands, annaðhvort f peningum, eða gegnum innlendn bankana, og afleiðingin hefur orðið sú, að skuld hefur fljótt safnast við aðalfjehirðsl- una í Kaupmh., sem við höfum ekki haft annað en íslenska seðla til að láta uppí. En það væri skammgóður vermir að senda þá. Þeir skila sjer fljótt aftur heim til föðurhúsanna, eftir að hafa bakað bönkunum, sem í hlut eiga, allmikil rentuútgjöld hjá innlausnarbönkunum erlendis. Af þeosari ástæðu neyddist stjórnin 1911 til þess að selja bankavaxtabrjefin, sem jeg hef getið um, og fram úr vandanum rjeðist þá loksins á þann hátt, að landstjórnin náði samningum um það við íslandsbanka, að hann taki jafnóðum við póstávísanafjenu hjá póstmeistara á hlaupareikningi, og borgi upphæðina fyrir hvern árs- fjórðung að honum liðnum inn í aðalfjehirsluna með ávísunum á danska banka. Með þessu móti hefur loks lánast að halda landsjóðn- um skuldlausum við ríkissjóð, þannig, að ríkissjóðurinn á ekki meira hjá landssjóði að jafnaði en landssjóður hjá honum, þegar svo ber undir. Það gengur upp og niður, eins og gerist í viðskiftareikningum, og nú sem stendur eigum við þar eitthvað til góða. Jeg hef þá stuttlega skýrt frá fjár- hagsástandinu á hinu liðna fjárhags- límabili, sem þingið nú á að úr- skurða reikninga fyrir, og vil þá drepa á ástandið nú, á yfirstandandi fjárhagstímabili. Þingið 1911 gekk þannig frá fjár- lögunum fyrir árin 1912 og 1913, að þar var veitt alt að því hálf milj. til útgjalda fram yfir áætlaðar tekjur; lögmæltur tekjuhalli var rúmar 446,167 kr. En þar við bætist, að vantalið er í 8. gr. fjár- laganna til útgjalda vextir og afborganir af bankavaxtabrjefaláninu frá 1909, umfram það, sem bankvaxtabrjefin gefa í aðra hönd fyrst um sinn..................110,000 — Á sama hátt bætist við aukaþingskostnaðurinn 1912 37,600 — Ennfremur samkvæmt nýjum lögum, útborgað 1912.....................120,466 — Þetta er, auk venju- legra umframgreiðslna 714,233 kr. tekjuhalli, og var von, að menn væru hræddir við þessar horfur á aukaþinginu í fyrra. En eins og frá er skýrt í athuga- semdunum við fjáraukalagafrumvarp- ið frá 1912—1913, virðist ætla að ráðast betur fram úr þessu en á horfðist, og það svo mjög, að jeg hef jafnvel færst f fang að leggja það til, að bæta enn við nýjum gjöldum, eigi svo alllitlum, á þetta fjárhagstímabil. Tölur þær, sem til- greindar eru í athugasemdunum fyrir Keisar-afmælid í T5ei-lín. Utlend blöð rita nú mikið um Vilhjálm Þýskalandskeisara í sambandi við 25 ára ríkisstjórnarafmæli hans, er var 15. f. m. Yfirleitt er honum borin vel sagan. Hann hefur verið umsvifamikill og afskiftasamur og látið miklu meira á sjer bera en títt er um þingbundna, kórónaða stjórnendur nú á tímum. Öllum ber saman um, að hann sje einkennilegur hæfileika- maður, stórgáfaður, og hafi haft opið auga fyrir mörgu. Hann er sítal- andi við hátíðleg tækifæri, en segir þá stundum meira en hann má og verður að taka aftur og leiðrjetta. Hann hefur orkt og samið lög, og hann hefur gert efnisþræði í leikrit, er annar maður fyllir svo út fyrir hann. Keisaralijónin þýskn 1888. Líka málar hann. Og svo rekur hann landbúnað, segir þar fyrir sjálfur og heldur svo fyrirlestra í búnaðarfjelögum um reksturinn. Hann hefur lengi ferðast mikið, t. d. sumar eftir sumar til Noregs, og þar nýtur hann Keisarahjónin þýskn 1913. mikilla vinsælda, á þar kunningja meðal alþýðu manna, sem hann heim- sækir altaf þegar hann er þar á ferð. Heima fyrir er honum verst við jafnaðarmannaflokkinn, kallar hann „föðurlandslausan trantaralýð, sem ætti að útrýma eins og sjúkdómsgerlum". En sá flokkur vex samt óðum f Þýskalandi, ekki síst í Berlín, og í þeim borgarhlutanum, sem keisarahöllin er í, hafa nú jafnaðarmenn yfirhöndina í öllum kosningum. árið 1912, eru teknar eftir því, sem næst varð komist, þegar aths. voru samdar í marsmánuði. En þær eru, eftir því, sem nú er komið í ljós, nokkru of lágar sumar hverjar, og vil jeg biðja hv. þingmenn að at- huga, að bæði tekjur og gjöld urðu nokkru meiri en þar er tilgreint. Tekjurnar á árinu 1912, sem í fjárlögunum eru taldar, að meðtöld- um tolli af vínföngum í tollgeymslu, 1,577,200 kr., reyndust 2,088 430 kr. Það er 511,230 kr., eða rúml. 32% fram yfir áætlun. Gjöldin, sem voru veitt fyrir árið 1912, námu 1,733,000 kr., en reyndust, að meðtöldum auka- þingskostnaðinum og 120 þús. kr. útborgunum á árinu eftir nýjum lög- um, 2,014,682 kr, eða rúml. 16% yfir áætlun. Árið 19131 sem enn sem komið er virðist ætla að verða fullkomið meðalár að framleiðslu, eru tekjurn- áætlaðar 1,310,200 kr., og eru þar ekki meðtaldar tekjur af vörutollin- um, sem gekk í gildi 1. janúari Það virðist ekki óvarkárt eftir atvikum, að tekjurnar, að þessum tolli með- reiknuðum, muni ná þeirri upphæð, sem stjórnin í fjárlagafrumv. hefur áætlað fyrir árið 1914, sem er 1,853, 300 kr. og samsvararþað, að frádregn- um vörutollinum, sem telst 250 þús. kr., aðeins c. 22% tekjumismun frá fjárlagaáætlun, svipað eins og tekju- mismunurinn varð á fjárhagstímabil- inu 1910—1911. Gjöldin fyrir 1913 eru samkv. fjárlögunum 1,600,000 kr. Með því að í gjöldunum fyrir 1912, sem, eins og fyr segir, fara 16% fram yfir fjárhagsáætlun, eru innifaldar greiðslur samkv. nýjum lögum, sem ekki koma aftur 1913, virðist nægilegt að áætla gjöldin eftir fjárlagaliðum 1913 10% hærri en fjárlög gera, og er þá ekki gert fyrir væntanlegum útgjaldaauka eftir nýjum fjáraukalögum. Gjöldin yrðu þá, auk nýrra fjáraukalagaveitinga, 1,760,000 kr. Eftir þessu yrðu horfurnar þessar: Tekjur 1912 . . . 2,088,430 kr. — 1913 . . . 1,853,300 — Samt. 3.94L730 kr. Gjöld 1912 . . . 2,014,682 — — 1913 (að undan- skildum nýjum auka- fjárveitingum) . . 1,760,000 — Samt. 3,774,682 kr. og eftir því ætti að mega vænta tekjuafgangs 3,941,730-f- 3,774,682 = 167,048 kr. Frá þeirri upphæð gengi svo það, sem þingið samþykk- ir nú af aukafjárveitingum. Auðvit- að geta slíkar áætlanir ekki verið öruggar, en jeg hygg, að þetta sje ekki fjarri rjettum sanni, ef síðari hluti þessa árs ber ekki mikil ófyrir- sjeð óhöpp eða útgjöld í skauti. Við árslokin 1912 teljast hafa ver- ið í sjóði, á þann hátt, er jeg hef

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.