Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.07.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 09.07.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 115 ingar gefnar á helslu liðum hans. — Samþykt að hluthafar fái S'/z at hundraði í arð af hlutafje sinu. Landssjóður fær 9418 krónur. — Varasjóður eykst um rúm 33þús. króna. Bankastjórninni var í einu hljóði gefin kviltun fyrir reikn- ingsskilum síðastl. ár. 3. Ludv. Arntsen hæstarjettar- málafærslumaður var í einu hljóði endurkosinn í fulltrúaráðið af hluthafa hálfu. 4. Endurskoðandi af hlúthafa hálfu var endurkosinn amtm. J. Havsteen með 4711 atkv. — Nicol. Bjarnason kaupmaður fjekk 1140 alkv. 5. Skýrt frá að bankastjóri E. Schou hefði sagt upp stöðu sinni frá næsta nýári, en verið af full- trúaráðinu veitt lausn lrá byrjun þessa mánaðar sakir heilsubrests. Þeir Sighvatur Bjai'nason og H. Tofte yrðu frá sama tíma banka- stjórar með jöfnum völdum og jöfnum launum. — Þriðju banka- stjórastöðunni yrði fyrst urn sinn haldið óveittri samkvæmt þvi, er ályktað hefði verið í fyrra, en Kr. .Tónsson háyfii’dómai'i væi’i til bi'áðabix’gða settur sem vai’amað- ur í stjóx'n bankans, þó eigi nerna með 1—2 tíma vinnu dag. 6. Bæði formaður fulltrúai'áðs- ins, ráðherra H. Hafstein, og við- staddir hluthafar þökkuðu banka- stjóra Schou, sem nú færi frá bankanum, fyri>’ starfsemi hans og áhuga fyrir bankanum frá stofnun hans. jrlokkaskipun þingsins. Lögr. gat í síðasta tbl. stuttlega um þann glundroða, sem kom á flokkaskipun þingsins urn það leyti, sem það var að setjast á laggirnar í þetta sinn. Nú er hægt að skýra nánar frá þessu. Eins og menn muna, stóðu sak- irnar svo í þinglok síðast, að 31 þingmaður var í Sambandsflokknum, og auk þess höfðu 2 þingmenn (E. Briem og Júl. Havsteen) heitið stefnu- skrá flokksins fylgi, þótt ekki vildu þeir í hann ganga. Þessi flokkur hafði með þingsályktur falið ráð- herra að leita enn samninga við danska stjórnmálamenn um sambands- málið, og er árgangurinn af því þeg- ar fyrir löngu orðinn kunnur. Sambandsflokkurinn kom saman á fund laugardagskvöldið 29. f. m. Þar gaf ráðherra flokknum skýrslu um málaleitanir sínar ytra fyrir hans hönd og urðu töluverðar umræður um málið. En að því loknu var samþykt, eftir tillögu ráðherra og með öllum greiddum atkvæðum gegn einu, i>að sambandsmálið skyldi ekki tekið fynr á þessu þingi sem sjer- stakt mál*. Þá var tekið til umræðu, hvort Sambandsflokkurinn skyldi halda áfram sem sjerstakur þingflokkur, og eftir nokkrar umræður bar Stefán Stefánsson skólameistari fram svo hljóðandi tillögu : i,Fundurinn sam- þykkir, að halda Sambandsfiokknum áfram sem skýrt afm'órkuðum starf- ándi þingfiokki þannig, að þingmenn, sem í flokknum eru, sjeu engum öðr- um flokksböndum háðir*. Flutnings- maður tillögunnar gaf þá skýringu, að ekki bæri að skilja hana þannig, að Sambandsflokksmenn mættu ekki bindast samtökum um sjerstök mál. Um þessa till. varð ekki útrætt um kvöldið og var fundi frestað til kl. 5 daginn eftir, sunnud. 30. f. m. En þá var till. Stefáns skólameist- ara samþykt með 16 atkv. gegn 12. Þessir sögðu já: Sr. Einar Jóns- son, Guðjón Guðlaugsson, Guðm. Björnsson, H. Hafstein, Jóh. Jóhann- esson, Jón Magnússon, MagnúsAnd- rjesson, Magnús Kristjánsson, Matth. Ólafsson, Ól. Briem, Pjetur Jónsson, Sig. Stefánsson, Stgr. Jónsson, Stefán Stefánsson 4. kngkj., Tryggvi Bjarna- son, Þórarinn Jónsson. En nei sögðu: Sr. Eggert Pálsson, Einar Jónsson 1. þm. Rangv., Eiríkur Briem, Guðm Eggerz, Hákon Kristó- fersson, Halldór Steinsson, Jón Jóns. son, Jón Ólafsson, Júl. Havsteen, Kristinn Danfelsson, Lárus H. Bjarna- son, Valtýr Guðmundsson. Atkvæði greiddu ekki: Jón Jóna- tansson, Jósef Björnsson og Stefán Stefánsson 1. þm. Eyf., en fjarver- andi voru: Björn Þorláksson og Sig. Sigurðsson. Síðan í þinglok 1912 höfðu 3 Sambandsmenn dáið (Jón frá Múla, Björn Jónsson og Jens Pálsson), 2 höfðu lagt niður þingmensku (Aug. Flygenring og Guðl. Guðmundsson), en allir þeir 5 nýju þingmenn, sem skörðin fylla, höfðu verið boðaðir á fundinn, eins og nafnatalið hjer á undan sýnir. Eftir atkv. greiðsluna gengu þeir, sem óánægðir urðu með hana, út. Þó hafði Einar Jónsson I. þm. Rangv. lýst yfir, að hann vildi ekki klofning út af þessu, heldur láta meiri hluta atkv. ráða. Skygnist menn nú um meðal þeirra 16, sem halda vildu Sam- bandsfloknum, kemur það fram, að þar eru 11 heimastj.menn og þar að auki 3 gamlir bandamenn þeirra alla leið frá 1908: Jóh. Jóhannesson, sr. M. Andrjesson og St. Stefánsson. Sr. Sig. Stefansson hafði þegar á þingi 1911 gengið úr Sjálfstæðis- floknum. Ól. Briem er einn þeirra manna, sem gengu inn í Sambandsfl. úr Sjálfstfl. Af hinum 12, sem greiddu atkv. móti tillögunni, eru 9 Heimastj.- menn; 2, Hákon og sr. Kristinn, eru nýir, en báðir Sjálfst.flokksmenn. Dr. Valtýr var í hvorugum hinna eldri flokka. Sama er að segja um Jón Jóna- tansson, sem ekki greiddi atkv., og Sig. Sigurðsson, sem var fjarverandi. En sr. Björn Þorláksson, sem er enn í Sambandsfl., og Jósef Björnsson voru meðal þeirra, sem gengu í Samb.fl. úr Sjálfst.fl. St. Stefánsson, 1. þm. Eyf., er, eins og menn vita, gamall Heimastj.maður. Eins og frá er sagt í sfðasta tbl. kom þessi sundrung í Sambands- flokknum þannig fram morgunin eftir við kosningu forseta sam. þings, að forsetaefni Sambandsflokksins, Jón Magnússon, hlaut kosningu með 20 atkv., en forsetaefni þeirra, sem úr honum gengu, L. H. Bjarnason, fjekk 18 atkv. á þann hátt, að Björn Kristjánsson og Landvarnar^ menn fyltu þann hóp. Tveir seðlar voru auðir. Sama skiftingin kom kom fram við kosningu til efri deild- ar, og í neðri deild tókst Lárusi enn að halda bandalaginu við B. Kr. og Landvarnarmenn um kosningu f fjár- laganefnd. Það hafði áður komið til orða að mynda bændaflokk í þinginu, og varð nú þessi ringulreið, sem komin var þar á flokkaskipunina, til að flýta fyrir því. í þann flokk hafa geng- ið allir bændur þingsins, 12 að tölu, nema ef vera skyldi Hákon Kristó- fersson. Hann var með við myndun flokksins, en Lögr. er ekki fullkunn- ugt um, hvort hann hefur gengið í í hann, þegar til kom, eða ekki. Flokkaskipun í þinginu er þá nú orðin þessi: í Sambandsflokknum: Ed.: Björn Þorláksson, Einar Jónsson, Guðm. Björnsson, Sig. Stefánsson, St. Stef- ánsson, Stgr. Jónsson. Nd.: H. Hafstein, Jóh. Jóhannesson, Jón Magnússon, Magnús Andrjesson, Magnús Kristjánson, Matth. Ólafsson. Kr. Jónsson hefur ekki gengið í flokkinn, en fylgir honum við nefnd- arkosningar og er á flokksfundum. í Bændaflokknum: Ed.: Guðjón Guðlaugsson, Hákon Kristófersson (?) Jón Jónatansson, Jósef Björnsson, Þórarinn Jónsson. Nd.: Einar Jóns- son, Ól. Briem, Pjetur Jónsson, Sig. Sigurðsson, St. Stefánsson, Tryggvi Bjarnason, Þorl. Jónsson. í Heimastj.flokknum: Ed : Eiríkur Briem.Júl. Havsteen. Nd.: Eggert Páls- son, Guðm. Eggerz, Halldór Steins- son, Jón Jónsson, Jón Ólafsson, L. H. Bjarnason. I Sjálfstæðis-Landvarnarflokknum: Nd.: Ben. Sveinsson, Bjarni Jóns- son, Björn Kristjánsson, KristinnDaní- elson, Skúli Thoroddsen. Tveir eru utan flokka: Sig. Egg- erz í efri deild og Valtýr Guð- mundsson í neðri deild. Hjer hefur þá nákvæm grein verið gerð fyrir flokkaafstöðunni í þinginu nú. Á hitt er eftir að líta, hvað valdið hafi klofningnum í Sambands- flokknum, eða þó öllu heldur: klofn- ingnum milli Heimastj mannanna inn- an Sambandsflokksins. Ráðherra hjelt því fram í gær við umræður í neðri deild um stjórnar- skrárfrumv., að þótt sambandsmálið væri lagt til hliðar á þessu þingi, væri alls ekki vonlaust um, að greiða mætti götu þess til úrslita áður langt um liði, og vildi ekki að loku væri fyrir það skotið, að svo mætti verða. Þar er það sýnilegt, hvað fyrir honum hefur vakað með viðhaldi Samb.fl. Jón Ólafsson hafði haldið því fram á fundi Samb.flokksins, að Heimastj,- flokkurinn út af fyrir sig yrði starf- andi á þessu þingi, en Sambandsfl. lægi niðri, án þess þó að honum yrði slitið, og virðist þá sama hugs- unin hafa vakað fyrir honum. L. H. Bjarnason hafði aftur á móti litið svo á, að umleitanirnar um sam- bandsmálið væru að fulli og öllu strandaðar. Það mætti nú ætla, að þessi skoðanamunur hefði valdið klofningnum innan Heimastj.fl., en svo er ekki. Það var enginn stefnu- munur, sem klofninginn gerði, held- ur aðeins það, hvort starfa skyldi um þingtímann undir nafni Heima- stj.fl. eða Sambandsfl., og virðist það út af fyrir sig svo lítil sprunga, að ekki hefði átt að vera ógerningur að brúa hana með lagi frá báðum hliðum. Heimastj.menn eru 21. Þar aí vildu 11 halda starfinu áfram undir nafni Sambandsfl. og í bandalagi við þá þingmenn annarstaðar frá, sem áfram vildu vera í flokknum. Heimastj.menn voru þar svo sterkir, að þeir gátu öllu ráðið. 9 vildu rjúfa Sambands.fl. eða Iáta hann leggjast niður um tíma og halda áfram Heimastj.fl. með bandalagi við hina, eins og áður hafði verið. En stefnan er alveg hin sama, hvor leiðin sem valin er. Hjer er þó þess að gæta, að þótt sú leiðin hefði verið valin, að halda Heimastj.fl. starfandi, en rjúfa hinn, þá hefði Heimastj fl. ekkigetað haldist óskertur. Samvinna var orðin óger- leg milli ráðherra og L. H. Bjarna- sonar. Lárus hafði verið í sífeldu makki við mótstöðumenn ráðherra og Heimastj.fl., Björn Kristjánsson og Landvarnarmenn, og var sýnilegt, að samvinna gæti ekki tekist innan Heimastj.flokksins nema því að eins, aðLárus væri þá rekinn úr honum. j)alkanstríiltö. Símað frá Khöfn ii. þ. m. um hinn nýja ófrið milli sambandsþjóð- anna: „Mannskæðar orustur. Búlgarar fara halloka. Tyrkir búast við að skjóta á frest efndum í friðarskilmál- unum. Rúmenir vígbúast". Símað frá Khöfn í morgun: „Balkanfregnir óábyggilegar. Grikk- ir virðast sigursælir, en Serbar fara halloka". Úr Borgarfjarðarsýslu er skrifað 25. f. m.: „Grasveður gott á degi hverjum.. Verður máske gott meðal- grasár að lokum. Sláttur byrjar í seinna lagi, 2 vikum síðar en í fyrra, eða um 12. helgina (13. —14. júlí) — Bóndinn f Þingnesi, Jón Hjálmsson, hefur girt í vor alt land sitt með rúml. >/2 mílu vírgirðingu; á tvo vegu sjálfgirt af Hvítá og Grímsá. Þetta er þess vert, að haldið sje á lofti." Garðaprestakall. Meðal um sækj- enda um það gleymdist í síðasta tbl. að telja sr. Björn Stefánsson, sem þar hefur verið aðstoðarprestur og nú þjónar prestakallinu. Heiðurssamsæti var síra Sigurði Stefánssyni alþm. í Vigur og frú hans haldið f Ögri 21. f. m., af sóknarmönnum hans, sóknarnefnd, hreppsnefnd o. fl., alls 40—50 manns. Hann hafði þá verið þar prestur í í miðju er C. Th. Zahle yfirráðh., en ofar P. Munck varnarmálaráðh., vinstra megin, og E. Brandes fjármálaráðh. og utanríkisráðh. hægra megin, og efst Hassing- Jörgensen verslunar- og samgöngumálaráðh. Neðar eru Keiser-Nielsen kirkju- og kenslumáfaráðh., vinstra megin, og Petersen- Landby landbúnaðarráðh. hægra megin, en nest Ove Rode innanríkisráðh. 32 ár, oddviti í 20 ár og sýslunefnd- armaður í 30 ár. Var honum gefinn mjög fallegur göngustafur, útskorinn af Stefáni Eiríkssyni, gullbúinn og með áletruninni: „Þökk fyrir 30 ára starf". Frúnni var gefið albúm mjög vandað, með silfurskildi, og þar á grafið ávarp. Reykjavík. Fiðlusnillingur kvað væntan- legur hingað um miðjan mánuð- inn. Hann er kornungur maður, tæplega tvítugur, og heitir jfohan Nilsson. Hann er af sænskum ætt- um; en lært hefur hann í Kaup- mannahöfn, fyrst hjá prívat kennara, þá barn að aldri, og síðan í Söng- listaskólanum. Þaðan fór hann suð- ur til Berlínar og hefur verið þar að fullnaðarnámi tvö síðustu árin. Hafði hann hitt í vetur Harald Sig- urðsson frá Kallaðarnesi og mun þá þessi íslandsför hafa komist til orða. Kaupmannahafnarblöðin lofuðu hann mjög, er hann efndi til hljómleika þar fyrir tveim árum og var hann þó nýskroppinn úr skólanum þá. Mun því mega vænta mikils af hon- um nú-, enda rómar Haraldur list hans mjög í brjefi til kunningja síns hjer. Eiga bæjarbúar þá vafalaust von á óvenju-góðri skemtun. Snndpróí. Hinn 4. júlí kl. 10 árdegis var sundpróf haldið inni í sundlaugum, að viðstöddum mörgum áhorfendum. Þar tóku sundpróf 20 telpur af 40. Kennari frk. Ingibjorg Brands, en prófdómari frk. Marta Indriðadóttir. Telpurnar leystu próf sitt vel og fimlega af hendi, og var auðsjeð, að þær höfðu haft lipran og duglegan kennara. Sjerstaka eftir- tekt vakti það, hve stjórnin var góð; alt fór skýrt og ákveðið fram. Kenslu- konan á þakkir skilið fyrir starf sitt, atorku og áhugasemi, og ættu sem flestir að taka þátt í þeirri list — sundinu — sjer til hressingar og heilsubótar. Áhorfandi. Söngur. Pjetur Jónsson söngvari er nýlega kominn hingáð frá Berlín til sumardvalar og söng á laugar- ard.kvöldið var í Bárubúð. Var það góð skemtun og húsið fult. Eins og kunnugt er, hefur hann ágæt hljóð, og honum fer vel fram í því að beita þeim. Hann fer aftur í þess- um mánuði til Berlínar. Þó hefur hann þar ekkert fast nú, því leikhús- ið, sem hann var við, er nú oltið um koll. Kenning Únítara. Fundarræða eftir séra Rögnvald Pétursson. (Frh.). Eins og þegar er drepið á, er kenn- ing kirkjunnar um manninn mjög frá- leit inum gömlu trúarhugmyndum um sköpun og eðli mannsins. Maðurinn er ekki sérstök sköpun útaf fyrir sig, frem- ur en aðrar skepnur jarðarinnar. Hann er síðasti hlekkur orsakakeðjunnarlbreyti- þróun dýralífsins á jörðunni. Alt jurta-líf og dýra-líf jarðar er breytiþróun frá mjög einföldum og óbrotnum frumtegundum. Ahrifin frá inum ytra heimi hafa breytt tegundunum, greint þær í sundur og skapað fjölbreytni lífsmyndanna. Ið innra lffssóknar-afl, sem sameðlis er öllu lífi, hvar sem það birtist, hefir knúið tegundirnar til þess að leita sér bjargar. Hafa þær þannig bæði breytt háttum og hömum, að segja má, eftir því sem nauðsyn ytri aðstæðanna hefir knúið þær til. Þannig hefir það gengið koll af kolli, öld eftir öld, áður en nokkur saga varð til, fyrir milíónum ára síðan. Hvenær lífsgróðurinn byrjar fyrst, getur enginn sagt; hvenær komið er svo langt, að maðurinn fæðist á jörð- ina, er ekki hægt að segja með 1000 ára vissu, miklu síður upp á stund, dag eða ár, eins og allir kannast við, er kynt hafa sér breytiþróunarkenninguna. Til þess að geta reiknað það út, þarf þá þekking í jarðfræði og líffræði, sem enn er ófengin. Frummaðurinn er alls ekki skapaður heilagur og alfullkominn. Heldur er hann inn mesti villimaður og sem næst fullkomið óarga dýr. Næstum engan greinarmun kann hann að gera milli góðs og ills, nema það, sem hungur og þorsti segja til, og klæðnað býr hann sér ekki til fyrstu mannsaldrana. En hjá fyrsta manni búa möguleikarnir til framhaldandi vitsmunalegs og and- legs þroska, er smátt og smátt koma 1 ljós eftir því sem aldurinn færist yfir mannkynið. Þó er aldur innar svo- kölluðu siðmenningar þjóðanna ekki orðinn mikill enn, talinn mest 15—18000 ár, og sumir telja hann ennþá skemri. Maðurinn er því á framfarabraut. Ið góða hefir ávalt búið í eðli mannsins, einsog líka í allri tilveruheildinni. Og það er altaf að ná meiri þroska hjá honum. Maðurinn hefir aldrei fallið, heldur er hann ávalt að feta sig upp; í fám orðum sagt: braut mannkynsins hefir legið áfram og uppávið frá upphafi. »Mannkynið er nú, á þessum tímum, í því mesta heilagleikans ástandi« er það hefir nokkru sinni haft til að bera. Það er betra uú, fullkomnara, fótmáli nær guði og þvl sanna og góða en það hefir áður verið. (Frh.). jgff* Auglýsingum í „Lög- rjettu“ tekur afgreiðslan við eða prentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.