Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.07.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 16.07.1913, Blaðsíða 1
Aígrcidslu- og innheimtum,: ^ORARINN B. f’ORLÁKSSON. Veltiisu.ncli 1. Talslml 3«r)9 R i t s t j o r t: PORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. TaJsímí 178 M 32. Reykjavík 16. jiilí 1913. VIII. árg. I. O. O. F. 947189. Lárus Fjeldstod, YflrrjettapmálafðDPSlumaOur. Lækjargata 2. Halma kl. 1 I —12 og 4—7. Bækur, Innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Nokkur orö til ísl. alþýöu íim eiukasölu. Eins og menn muna, var komið í veg fyrir að kolaeinkasala fjármála- nefndarinnar frá 19 ii fengi fram- gang og nefndin fjekk mörg ósæmi- leg ávítunarorð. Mótstöðumenn nefndarinnar munu telja stefnu hennar með því dauða dæmda, og hafa heyrst úr ýmsutn áttum orð í þá átt. Æsingar og kapp var töluvert í þessu kolamáli, og hygg jeg að al- þýða hafi naumast haft tíma til að íhuga málið ítarlega, áður en hún Ijet ógeð sitt á því í ljósi. Jeg geri ráð fyrir að málið hafi af mörgum verið hugsað talsvert síðan og við það hafi æsingahitinn sefast svo, að menn geti nú alment hugsað um það rólega. Ef stefna fjármálanefndarinnar fær alment fylgi alþýðunnar, sem jeg efa ekki að verður, fyr eða síðar, þá gæti alþýðan hreyft málinu og beðið þingmenn sína að flytja það. Jeg ætla að taka það fram, að það er ekki eingöngu einkasala á kolum, sem jeg hjer á við, heldur einkasölu- stefna yfirleitt, frá mínu sjónarmiði, og jeS er sannfærður um að allur þorri alþýðunnar, að minsta kosti fátæklingarnir, að vel íhuguðu máli, munu verða sömu skoðunar og jeg um einkasöluna. Það mun að miklu leyti vera verk kaupmannastjettarinnar, að einkasöl- unni var þegar í byrjun tekið svo þunglega, og það er kaupmönnunum alls ekki láandi, þótt þeir af fremsta megni reyni að koma í veg fyrir rýrnun atvinnu sinnar. Það, sem jeg held að í þessu máli hafi slegið einna mestum óhug á al- menning, var orðið einokun, versl- unareinokun, sem fullyrt var að einka- salan yrði og margir munu hafa trú- að í fyrstu. Einokun er, þar sem einn getur okrað, þar sem hægt er að koma við ósanngjörnum og óeðlilegum kaupum og sölum. Einkasala, lik því sem fjármála- nefndin hefur hugsað sjer, er einok- un alveg mótsett. Kaupmenn reyna vanalega að selja vöru sína með hæsta verði, sem hægt er við að koma, en sá kauprnaður, sem tekur að sjer einkasölu, er skyldur til að selja vörur sínar með því lægsta verði, sem hægt er að fá vöruna fyrir í stórkaupum. Stjórnin leitast fyrir um hina bestu vöru og vöruverð og afhendir þeim manni söluna, sem best kjör býður, mót nægilegum trygging- um fyrir því, að söluskilmálar verði haldnir. Einkasala er því í raun rjettri l'óg- um bundinn kaupýjelagsskapur allrar þjóðarinnar, sem einkasöluvórurnar notar, með bestu menn þjóðarinnar, landstjórnina, fyrir fjeiagsstjórn. Án efa væri oft mögulegt fyrir stjórnina að semja við sjáifa fram- leiðendur vörunnar, svo margir milli- liðir og mikill kostnaður við söluna hverfur, eins og ætlast var til við kolaeinkasöluna. Það er ekki efa bundið, að einka- sala, sem hyggilega væri um búið, yrði til stórbóta fyrir meiri hluta þjóðarinnar, en þó sjerstaklega fyrir hina fátæku, sem mest þurfa hjálpar við. Þeir, sem hafa efni á að kaupa vörur sfnar að nokkru eða öllu leyti í einu, fyrir árið, fá þær vanalega með talsvert vægara verði en hinir, sem efnaskorts vegna verða að kaupa þær smátt og smátt. Þetta mundi lagast með einkasölu. Fátæklingarnir mundu fá vörur með sama verði og hinir, eins og viðgengst í kaupfje- lögum. Aðalgallinn við einkasöluna er, að íslenskir kaupmenn mundu bíða halla við hana. En kaupmenn eru tiltölu- lega lítill hluti þjóðarinnar, og er því eigi rjett að hika við einkasöl- una þeirra vegna. Það er alþýðan, sem landið stendur og fellur með, bæði hvað efnahag og andlegan þroska snertir. Það er hrein og bein skylda alþýð- unnar og yfir höfuð allra, að útvega sjer sem bestar og ódýrastar vörur, og einkasala, sem vel er um búið, er vissasti og besti vegurinn. Alþýðan verður sjálf að hugsa rækilega um þetta mál og fá það þeim mönnum í hendur, sem trúandi er fyrir því, og er sjálfsagt aö benda fyrst og fremst á þá, sem fyrstir hafa hjer vakið verulega máls á þessari stefnu, en fengið að launum óþakkir og ónot. Það virðist augljóst, að fjármálanefndin hafi með einkasöl- unni, eins og vera bar, borið hag alþýðunnar fyrir brjósti og sjeð þar öðrum fremur leið, sem liggur land- inu til ómetanlegs hagnaðar, ef vel er á haldið. Það þyrfti að skrifa miklu ræki- legar um þetta mál, en jeg ætla að láta þessar línur nægja að sinni, til þess að reyna að vekja athygli al- þýðunnar á þessu stórnauðsynjamáli. Jeg vil aðeins enn benda á það tákn tímanna, að tina meðalið, sem menn í vandraiðum reyndu að grípa til á móti steinolíueinokunni, var einkasala (einkasölulögin á stein- olíu), og að eina meðalið, sem einn af bestu mönnum þjóðarinnar, Guðm. landiæknir Björnsson, sjer til þess framvegis, að koma í veg fyrir hall- æri og jafnvel mannfelli, er einkasala (einkasala á korni). Jeg tek það strax fram, að jeg ætla mjer ekki að svara neinu óvin- gjarnlegu tali um þetta mal, en óska að það verði rætt með stillingu, til að skýra það, bæði kost og löst á því. Vestjirðingur. Blaöasala ot> blaöakaup. Hvenær ætla blaðamenn vorir að koma sjer saman um, að heimta fyrir- fram borgun fyrir blöð sín? Með sam- tökum mundi brátt takast að koma því lagi á, sem alstaðar í heiminum tíðkast, nema hjer hjá oss. Það er ekkert góðverk við menn þetta, að láta þá komast upp með það, að borga aldrei blöðin, sem þeim eru send skilvíslega. Reikningar eru þeim sendir við og við, þessum mönnum; þeir eru aldrei borgaðir, en blödin eru send peim eftir sem dður. Það er beinlínis að ala upp í mönnunum óskilvísi og skuld- seiglu, halda við gamla verslunarlaginu, að þeir, sem standa Iskilum, borgafyrir þá, sem prettast. Á þessum hehning, eða hvað það nú er, sem borgar skil- vlslega, lifa svo blöðin, en líf margra blaktir á skari, þau sjá sjer ekki fært að velja urn menn til ritstjórnarstarfa, sem þó þyrfti að vera, því ritstjórarnir eru að meira eða minna leyti leiðtogar lýðsins í vandamálum hans, og þau geta lítt eða ekki borgað mönnum ritlaun, sem f blaðið skrifa. Nú, þegar svo mörgu er verið að kippa í lag hjá okkur einmitt með sam- tökum, ætti þetta mál að fá góðan byr, því það er ómyndarfyrirkomulag þetta, sem er. Vel getur reyndar verið, að það sje verið að starfa að því að fá þessu breytt, en okkur er ekki kunnugt um það hjer í sveit. Mætti þá ekki um leið koma því á, að öll blöð og tímarit megi panta og borga á pósthúsinu; það er svo hand- hægt, og mundi afla blöðunum kaup- enda. Útsölumenn eru kannske góðir með, en þeir gefast misjafnlega. Margt mundi lagast í blaðamensku vorri, þegar blöðin verða borguð skil- víslega og góð regla verður á útsend- ingu blaðanna. H. Xvenna-stórþingtö í Buóapest. 14. maí 1913- Þá er nú loks hingað komið. Jeg hafði heitið Lögr. fáum línum hjeðan, og verð að halda það. En eiginlega upp- lögð til skrifta er jeg ekki. Svo margt ber fyrir augu og eyru hjer. Við, full- trúarnir að norðan, komum vfst flestir hingað með skipi frá Wien, sem gekk eftir Dóná til Budapest. Við vor- um á tveggja daga fundi í Wien. Fyrri daginn, u.-maí, um kvöldið í veislu hjá kvenrjettindafjelagsnefndinni. Mátti þar líta margar fagrar og skrautklæddar konur, sem kunnu að skemta sjer og spjalla saman eftir venjulegum siðum, þrátt fyrir kvenrjettindaáhuga þeirra. Konurnar í Wien voru þær elskulegustu veitingakonur heim að sækja, og unnu hjörtu allra gestanna á skömmum tíma. Var þar til skemtunar fjórraddaður kvennasöngur, einsöngur og kvæðaupp- lestur, — „deklamation". Síðan voru alls- konar kræsingar á borð bornar, ræður haldnar, og að lokum kom Ijósmyndari frá „Wiener Made", svo nú máttu ýms- ar okkar nauðugar viljugar raða sjer upp í smáhópa úti á tröppunum við garðinn. Um kvöldið kl. 8 var fjölmennur fundur í húsi „Musik“-fjelagsins. Töluðu þar ýmsar frægustu ræðukonur kvenrjettinga- fjelaganna, einkum þær þýsku. T. d. M. Stritt, A. Lindemann og frú Heinze, sem er ein af frægustu konum í Wien og stendur hjer bæði fyrir „Kvennaráð- inu“ og hefur myndað kvenrjettindafje- lagið hjer, sem konur eru í frá ýms- um borgum í Austurríki, og er þá aðeins kallað kvenrjettindanefnd, sem á þann hátt gat aðeins orðið með í „Alli- ancen" í fyrstu. Við dóttir mín höfðum um daginn heilsað upp á landa okkar hjer, barón- essu v. Jaden. Hún tók okkur tveim höndum og mælti sjer mót með okkur á fundinn; vorum við síðan saman alt kvöldið. Hún hefur sama sólskinsand- litið og viðmótið hjer og heima. A heimili hennar er alt gert til að minna á Island: Heilir skápar með íslenskum bókum, íslenskur útskurður, fslenskur út- saumur, íslenski búningurinn og íslenski fáninn. Alt minnir á að húsmóðirin er íslensk og telur sjer sæmd að vera það. Daginn eftir, kl. 8 árd., lögðum við af stað með einu af Dónárskipunum upp til Budapest. 'Við vorum saman mörg hundruð konur, frá flestum eða öllum löndum Norðurálfunnar, og víðsvegar frá annarstaðar, svo það var mjög „kosmo- pólitiskur" fjelagsskapur. Veðrið var ákjós- anlegt, lítil gola og geislandi sólskin. Á báðar hendur má sjá hið fegursta landslag, skógi vaxnar hæðir og hryggi, blómlegar borgir með æfagamlar byggingar, bláa, lága fjallshryggi í fjarska, sem oft urðu að skógi vöxnum ásum, með dálitlu beru grjóti utan í, þegar maður færðist nær. Sumstaðar báru gamlar hallarústir eða kastalarústir við loft. Og þegar við svo leituðum upplýsinga hjá einhverri konu frá „kongress“nefndinni í Buda- pest, sem var með til að leiðbeina okk- ur, þá fengum við að heyra örlítið brot úr sögu Ungverjalands. — Uppi yfir okkur var hinn blái, suðræni himinn. Við fætur okkar fjell Dóná hvítmórauð, eins og jökulárnar á íslandi, straumþung og svipmikil, eins og lífæð alls landsins. Hún getur fleytt stórum skipum alla leið til sjávar; og er þó víðast miklu mjórri en stóru árnar heima á íslandi. En hjer eru hvergi fossar eða flúðir. Og vatns- magnið er langtum meira en heima. — Nei, jeg get ekki lýst þessari ferð, eftir Dóná. Lýsingin verður svo litlaus í samanburði við virkileikann. Það var æfintýrið sjálft fyrir mig. Jeg gat varla trúað, að það væri jeg sjálf, sem sæti þarna og væri með f allri þessari iðandi, sólglitrandi, spjallandi og hlæjandi kvennaþröng. Kl. 9 síðdegis lagði skipið að bryggj- unni í Budapest rjett fyrir neðan Hótel Hungaria og Hótel Burtal, þar sem margar okkar áttu að búa. Það var óviðjafnanleg sjón, að sigla upp ána og og sjá borgina blasa við okkur alla upp- lýsta af ljósura. Öll brúin af skipinu upp að tollhúsinu var lögð rauðum dúk- um, og lítil flögg blöktu til beggja handa til virðingar við gestina. Móttökunefnd- in kom sjálf og ótal „guidar“, ungar, hvítklæddar konur, með gul og hvlt bönd um hægri handlegginn, sem áttu að fylgja okkur þangað sem við áttum að búa. Allar voru þær ungar og fagr- ar, svarthærðar og Ijósbrúnleitar, hlýjar á svip og brosandi, eins og hin suðræna náttúra sjálf. Jeg og margir fleiri af fulltrúunum lenti á Hótel Britannia, sem var aðeins tveggja mánaða gamalt, og ljómaði því af hreinleika í hólf og gólf. En þegar við loks komumst þangað kl. 10—11 um kvöldið, þá lá fyrir mjer skeyti þar, að jeg ætti að mæta á fundi með formönn- um hinna landsfjelaganna kl. 9 árd. þ. 14. (í dag) og á fundi hjá Mrs. Cott á Hótel Hungaria aftur saman með þeim kl. 4 síðd., — svo ekki var að sjá að okkur yrði ætlaður mikill tími til hvíldar eftir ferðavolkið Bríet Bj'arnhjeðinsdóttir. lokkrar leidpjettingar við Bólu-Hjálmars lögu. Þess hefur verið getið í Lögr., að Bólu- Hjálmars saga hin nýútgefna væri ónákvæm á sumum stöðum, og færi beinlínis rangt með sum atriði. Hafa því fáein atriði verið leiðrjett, eink- um ættatölur. Auðvitað er ekkert vísindasnið á sögunni, þar eð á litlu var að byggja öðru en munnmælum. Hins verður að krefjast, að rjett sje skýrt frá ættum þeirra manna, er við söguna koma, því það verður mjög villandi, ef seinni tíða ættfræðingum dytti í hug að nota söguna við sam- anburð á vafasömum ættfræðisatrið- um, sje þar ranglega frá sagt. Sagan ber það líka með sjer, að henni er ætlað að hafa sannsögulegt gildi, á nokkuð svipaðan hátt og æfisögu- þættir Gísla konráðssonar, t. d. efn- inu skift niður í stuttar smásögur, ættir raktar hingað og þangað, þeg- ar nýir menn bætast inn í söguna, o. fl. Er óneitanlega gaman að lesa söguna, því alstaðar er Ijett og lip- urlega sagt frá. En það dylst víst fáum, að talsvert margar villur hafa slæðst með, sem efalaust eru sprotn- ar af ókunnugleika Brynjólfs á sum- um persónunum, en ekki öðru. Því um samviskusemi hans í sagnfræði- legum efnum vottar Kambráns saga, og nú síðast Natans saga og Skáld- rósu. — Jeg bjóst við leiðrjettingum við Bólu-Hjálmarssögu frá höfundin- um, en jeg hef engar sjeð ennþá, aðr- ar en þær, sem Lögr. hefur flutt og aðrir hafa skrifað. Verður nú fáein- um bætt við. í leiðrjettingu frá hr. Brynl. Tobíass. er það rjettilega tek- ið fram, að Benedikt, faðir Eufemíu konu Gísla Konráðssonar var Oiafe- son, sonur Rauðhúsa-Ólafs, en ekki Bjarnason. Aftur er það rangt, að Benedikt hafi verið móðurbróðir síra Hannesar á Ríp og Eiríks í Djúpa- dal. Benedikt mun hafa verið hálf- bróðir þeirra, því jeg þori að full- yrða, að Sigríður, dóttir síra Jóns í Möðrufelli, átti Benedikt þennan með Ólafi, en giftist síðar Bjarna í Djúpa- dal. Hafa þeir því verið sammæðra Benedikt, Hannes og Eiríkur. í sögunni (bls. 39) er sagt, að Gísli son Árna og Hallfríðar á Skatastöð- um hafi ekki orðið mjög gamall. Orðalagið getur verið villandi. Gísli var fæddur í febr. 1802 og dó 31. des. 1887. Varð hann því fullra 85 ára gamall. Bls. 48. Páll vinnumaður Hjálmars var ekki kallaður Tjöru-Páll, heldur Fjöru-Páli. Getur þetta verið prent- villa í sögunni. Pall þessi bjó „suður í Fjöru" á Akureyri og fjekk af þvf nafnið. Hann varð fjörgamail. Bls. 39 og 40. Þorlákur sterki í Hagakoti og Þorlákur sterki á Mið- grund voru einn og sami maður, þ. e. Þorlákur Höskuldsson bróðir Jóns Höskuldssonar. Það getur verið dá- Iítið villandi, á bls. 41, að kalla Jón mág Þorláks, því þeir voru albræð- ur. Bls. 68. Einar, faðir Jóns, sem Hjálmarkallaði Maura-Jón, var Sveins- son, en ekki Einarsson. Á bis. 78 stendur Brekkukot, en mun eiga að vera Bakkakot. Ennfremur er sagt (bls. 170), að Björn Ólafsson hafi búið á Starrastöðum. Föðurnafni Björns eralveg slept. Björn var Björnsson Ólafssonar frá Valadal. Líka skal jeg geta þess, að mjög leikur það á tvennu, hvort Níels skáldi hefur snúið erfiljóðunum um Daða fróða. Hafa ýmsir sagt mjer, að víða fyrir austan væri það eignað Páli Ólafssyni, sem vitaskuld var nógu fyndinn til þess, og lipurðin er ólík Níelsi. Þó skal ekkert um þetta fullyrt, en væri nógu fróðlegt, ef ein- hver gæti sannað þetta.1) Sagt er á bls. 30, að vísa Hjálm- ars til Pjeturs prófasts sje týnd, en munnmælin hafa ekki glatað benni; hefur hún verið höfð fyrir mjer, þó jeg setji hana ekki hjer. En það er satt, hún er frekorð, og þó lítið verri en sumar aðrar níðvísur Hjálmars, en sama snildin er á efni og rími. Dálítil ónákvæmni er, að telja sumt af börnum Pjeturs bónda í Valadal, bls. 208. Gæti það blekt ókunnuga, en þeim til skýringar set jeg þau hjer, sem slept er í sögunni: Pálmi kaup- maður á Sauðarkróki, Jón bóndi í Eyhildarholti, Pjetur bóndi á Bolla- stöðum og Hannes (*þ 1900), er bjó á Skíðastöðum fremra. Jeg ímynda mjer, að þeir, sem kunn- ugri eru, geti víðar bent á ónákvæmni. Flestar ættaleiðrjettingarnar hef jeg haft eftir vel skilríkum og minnug- um manni, nákomnum ættingja Gísla Árnasonar á Skatastöðum, sem hjer er áður nefndur. Hef jeg borið hið sama undir fleiri, sem muna sumar persónur sögunnar, og hygg jeg rjett vera frá sagt hjer. Margeir Jónsson. Landráð í her Austurríkis. Háttstandandi foringi í her Austur- ríkismanna, Redl að nafni, varð ný- lega uppvís að því, að vera launað- ur njósnari Rússastjórnar. Embættis- bræður hans í hernum komust að þessu, færðu honum skammbyssu og sögðu honum að skjóta sig. Það gerði hann. En samt komst fregnin út og vakti afarmikla eftirtekt. 1) Ritstj. Lögr. veit með fullum sanni, að vísan, sem hjer er um að ræða, er eftir Pál skáld Ólafsson.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.