Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.07.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 16.07.1913, Blaðsíða 2
118 L0GRJETTA Johan Nilsson fiðluleikari frá Berlín efnir til hljómleika laugard. 19. þ. m. kl. 9 síðd. í BárubÚð. —- Sjá götuauglýsingar sfðar. —- Lotterí-málið. Skýrsla ráðherra í sameinuðu alþingi 14. júlí 1918. Eins og háttv. þingmönnum er kunnugt, hefur eitt af lagafrumvörp- um þeim, sem aukaþingið í fyrra samþykti, ekki verið staðfest af kon- unginum, og er því fallið niður sam- kvæmt því, er fyrir er mælt í síð- ustu málsgrein 10. greinar í stjórn- arskrá vorri. Það er frumvarpið um stofnun peningalotterís fyrir ísland, sem borið var upp í neðri deild af þingmanna háifu, og skömmu fyrir þinglokin afgreitt sem lög frá alþingi. Þegar jeg lagði stjórnarfrumvörp fram í neðri deild 2. þ. m. og skýrði frá fjárhagsástandinu, lýsti jeg því yfir, að jeg mundi skýra alþingi frá ástæðunum fyrir þvf, að lotterílagafrv. er ekki staðfest, við fyrsta tækifæri í sameinuðu þingi. Samkvæmt lotterífrv. þingsins átti landstjórnin að hafa heimild til að veita einkaleyfi til stofnunar íslensks peningalotterís tilteknum mönnum, er aftur máttu selja það á leigu eða afhenda það hlutafjelagi. Var ákveð- ið, að stjórn lotterísins skyldi sitja í Kaupmannahöfn, og að þar skyldu drættir þess fram fara. Til þess að koma ekki í bága við einkarjett og hagsmuni danskra lotterfa var ákveð- ið, að eigi niætti selja seðla lotterís- ins í Danmörku nje nýlendum Dana, en hins vegar var heldur ekki leyfilegt að selja hluti í lotteríinu hjer á landi, að því undanskildu, að ráðherra átti að hafa heimild til að leyfa, að selja mætti á íslandi sjálfu alt að því V50 hluta af leyfilegu seðlamagni lotte- ríisins, og var þannig svo tilætlað, að lotleríið aðallega, eða nær ein- göngu, hefði tekjur sínar af þegnum annara ríkja, þar sem leyfishafar gætu komið seðlum sínum út. Af þessu lotteríi átti að greiðast gjald til landssjóðs Islands, er nema mundi á ári alt að 100 þús. kr. að minsta kosti, ef lotteríið kæmi á stofn, eins og tilætlað var. Það var þessi mikli væntanlegi tekjuauki, sem gekk í aug- un á mönnum og aðallega varð þess valdandi, að frumvarpið sigldi beggja skauta byr gegnum þingið, í því trausti, að með banninu gegn sölu seðla í Danmörku væri girt fyrir það, að lögin yrðu talin ríða í bág við einkarjett Klasselotteríisins í Dan- mörku, og að það væri rjett, sem umsækjendur höfðu borið fram við nefndina í N. d., að þeir hefðu vissu fyrir því, að mega reka lotteríið í Khöfn, ef þeir fengju leyfi íslenska löggjafarvaldsins, eins og frá er skýrt í álitsskjali nefndarinnar, þingskj. 144. Alþtfð. 1912, bls. 261. Um þetta mál voru fregnir flogn- ar til Danmerkur löngu áður en jeg kom til Hafnar 7. okt. f. á. til þess að leggja frumvörp alþingis fyrir konunginn, og höfðu komið fram all- miklar mótbárur móti því í dönsk- um blöðum, sem mjer voru þá ekki kunnar. Þegar jeg kom til forsætis- ráðherrans, Klaus Berntsens, til að heilsa honum, skýrði hann mjerþeg- ar frá því, að danska stjórnin neydd- ist til að setja á móti því, að lotterí- frv. öðlaðist staðfestingu í því formi, sem það var samþykt hjer, af því að það kæmi í bága við dönsk lög og danska hagsmuni, og skírskotaði hann til fjármálaráðherrans og dóms- málaráðherrans, er hvor um sig hefðu mótbárur fram að bera, hvor frá sínu sjónarmiði. Mótbárur dómsmálaráðherrans, Bii- lows, voru aðallega tvær, í fyrsta lagi, að lagafrv., þrátt fyrir bannið gegn sölu seðla í Danmörku, kæmi í bága við dönsku lögin um fyrir- komulag Klasselotteríisins frá 6. mars 1869. Eftir að ákveðið hefur verið í 1. grein þeirra laga, að stjórnin skuli láta fram fara undir umsjá sinni drætti í tveimur flokkum ár hvert á þann hátt, sem þar er nánar tiltekið, stendur svo í 2. gr. laganna: „A1 anden Foranstaltning af „Lottospil her i Riget eller Kolli- „geren for samme saavel sorn al „Kolligeren her í Landet for frem- „mede Lotterier eller Falbydelse „af disses Lodsedler ligesom Be- „sörgelsen af dermed i Forbin- „delse staaende Forretninger skal „være forbudt . . .“. Þetta mætti þýða þannig á íslensku: „Allar aðrar ráðstafanir til lottó- „spils eða kaupendasmölun fyrir „Lottóspil hjer í ríkinu, svo og „kaupendasmölun hjer í landi fyrir „útlend lotterí, eða söluframboð á „seðlum þeirra, og sömuleiðis fram- „kvæmd hvers konar starfa, sem „standa í sambandi við slíkt, skal „vera bannað". Dómsmálaráðherrann áleit það öld- ungis tvímælalaust, að þar sem eigi aðeins drættir lotterísins fyrirhugað- aða, heldur og öll stjórn þess og allar eða mest allar framkvæmdir og störf fyrir fjelagið ættu að fara fram í Kaupmannahöfn, firma þess því skrásetjast þar og varnarþing þess væri þar, jafnvel tryggingasjóður þess geymdur þar, ef ráðherra Is- lands ekki tiltæki annan stað, þá yrði því ekki neitað, að hjer væri að ræða um ráðstafanir til Lottó- spils í Danmörku, er kæmu beint í bága við bannið í 2. gr. fyrnefndra laga 6. mars 1869. Önnur meginmótbára hans var sú, að í frumvarpinu væri ákveðið, að sjerstök nefnd, er konungur skipar, og sem sitja skal í Khöfn, skuli leggja fullnaðarúrskurð á allan á- greining um lögmæti eða gildi drátt- anna, hvort sem er meðan dráttur fer fram, eða eftir að honum er lokið. En slikur fullnaðarúrskurður mundi ella bera undir dómstólana. Taldi hann það augljóst, að ekki væri unt án heimildar í dönskum lög- um að setja á stofn í Khöfn sjer- staka dómsnefnd eða dómstól, og þar með draga undan valdssviði danskra dómstóla mál, sem undir þau lúta að lögum þar í landi. Slíkt yrði ekki gert með íslenskum lögum. Fjármálaráðherrann, Neergaard, sem er oss að góðu einu kunnur, og oft hefur verið oss íslendingum vel, bæði er um sambandsmálið hefur verið að ræða og um Iánaútveganir oss til handa, ljet í ljósi, að hvernig sem litið væri á lögíræðismótbárur dómsmálaráðherrans, er hann þó taldi á rökum bygðar, þá neyddust Danir samt til að setja sig á móti því, að Khöfn væri notuð sem heimili og verk- stæði nýs lotterífyrirtækis, sem hefur það markmið að ná útbreiðslu sinni í öðrum ríkjum; hvað sem lotteríið hjeti, mundi það út á við verða skoð- að sem danskt lotterí, sem Danmörk hefði veg og vanda af. Hverja skoðun sem menn hefðu á þeirri fjármála- pólitík, að afla ríkissjóði tekna með því að efna til áhættuspila, væri eitt sameiginlegt öllum löndum, að hafa hinn megnasta ýmugust á því, að fje væri dregið út úr landinu með út- lendum lotterígyllingum, enda væri það víða bannað með lögum. Dan- mörk hefði haft og hefði æ meiri og meiri ógagn og örðugleika út á við af lotteríunum, sem þar eru, ekki þó mjög af Klasselotteríinu, sem ekkert gerir til að koma seðlum sínum út í útlöndum og hefur mestan markað sinn inni í landinu sjálfu, heldur sjer- staklega og aðallega af hinu svo- nefnda Koloníallotteríi, sem hið fyr- irhugaða íslenska lotterí sjerstaklega var sniðið eftir. Eins og menn vita, var það lotterí stofnað árið 1904 og átti að vera til þess að afla tekna handa nýlendum Dana í Vestindíum. Það átti að láta drætti sína fram fara á St. Thomas, en það kom brátt í ljós, að það gat ekki þrifist þar. Var þá sú breyting á gerð með lögum 6. apríl 1906, að leyft var, að drættirnir færu fram í Khöfn, og var einkaleyfið, sem veitt hafði verið tilteknum mönnum, jafn- framt selt útlendum bankafjelögum, og er nú í höndum Hamborgar-pen- ingamanna, er láta reka það með miklu kappi og selja ótæpt út um lönd, án tillits til þess, hvort leyft er eða ekki. Þessir menn munu vera hinir sömu, sem herra Philipsen ætl- aði að selja íslenska lotteríisleyfið. Fjármálaráðherrann ljet illa afþeim áhrifum, sem þar af leiðandi óánægja og stöðug kæruefni frá öðrum lönd- um hefði haft fyrir viðskiftin í öðr- um fjármálum, kvað eftirgjald það, sem ríkinu áskotnast fyrir þetta lotterí, vera hina dýrustu peninga, sem ríkissjóður hefði, og væri þess kostur, að kaupa leyfið til baka með þolanlegum kjörum, mundi það þeg- ar verða gert og lotteríið lagt niður að fullu. Ef enn væri bætt við í Khöfn nýju lotteríi, scm ræki með álíka áfergju starf sitt út um Norður- lönd og önnur Evrópulönd og á sama hátt og Kolonial-Iotteríið, þá mundu vandræðin enn aukast að mun, því að út í frá yrði öll áhersla lögð á heimili þess og konungsvald það, er stæði bak við lögin. Þess vegna neyddist hann skyldu sinnar vegna til þess, að sporna við því eftir megni, þótt honum fjelli tnjög illa, að þurfa að vera meinsmaður íslands í þessu. Jeg gat ekki fallist á mótbárur dómsmálaráðherrans, síst að öllu leyti, og sendi jeg honum meðal annars innlegg í málinu, sem ritað var af lögfræðisráðanaut lotterífje- lagsins, yfirrjettarmálafl.m. Just Lund í Khöfn. Ennfremur afhenti jeg honum skriflega rökfærslu, samda á íslensku stjórnarráðsskrifstofunni, fyrir því, að ákvæði lotterífrumvarps al- þingis um drætti lotteríisins og þar að lútandi störf kæmi eigi í bága við 2. gr. Klasselotterílaganna frá 6. mars 1869, fyrst cngir seðlar yrðu seldir í Danmörku nje neinar ráð- stafanir gerðar til sölu þar f landi, því að þessi lagaákvæði miðuðu að- eins til þess, að koma í veg fyrir samkepni innanlands, en ekki til þess að vernda útlönd. Hann sat þó fastur við sinn keip, og 21. okt., daginn áður en halda skyldi ríkis- ráðsfund þann, er jeg átti að bera lög alþingis upp fyrir konungi, ritaði hann mjer ýtarlegt brjef í embættis- nafni, þar sem hann endurtekur mót- mæli sín og röksemdir, og heldur fast við, að frumvarpið bæði á einn og annan hátt brjóti bág við lög í Danmörku. Jeg hafði þannig fulla vissu fyrir því, að konunginum yrði ráðið frá að staðfesta frumvarpið, og varð þá að taka ákvörðun um hvað gera skyldi. Það virtust öll líkindi, svo jeg ekki nú kveði fastara að, fyrir því, að konungurinn mundi ekki, gegn svo ákveðnum mótmælum hins danska ráðaneytis síns, sjá sjer fært að á- kveða, að lotteríið skyldi samt stofn- ast í Khöfn, og að frumvarpinu þann- ig yrði synjað staðfestingar, þrátt fyrir mínar tillögur. En undir þá synjun hefði jeg ekki sjeð mjer fært að rita með konungi. Jeg hefði þá þegar orðið að beiðast lausnar, og konungur orðið að fá sjer annan ráðgjafa. Jeg þykist nú sjá, að sumum háttv. þingmönnum mundi hafa þótt það nokkur bót í böli, en af ýmsum á- stæðum komst jeg að þeirri niðurstöðu, að það mundi eigi vera rjett gert af mjer, að svo stöddu, að stofna til slíks. 1 fyrsta lagi græddi málið sjálft alls ekkert á því, að því væri teflt til skipbrots þá þegar, áður sjeð var fyrir endann á því, hvort ekki mætti lánast að bjarga málinu við á einhvern hátt. í öðru lagi stóðu fyrir dyrum málaleitanir um annað margfalt stærra og mikilvægara mál, sem rnikill meiri hluti alþingis hafði falið mjer að framkvæma sem ráðherra. Enginn gat vitað þá, til hvers þær málaleitanir mundu geta leitt. Jeg varð að álíta það einlæg- an vilja mikils meiri hluta þingsins, að tilraunin yrði gerð; en tf jeg hefði sett þetta mál á odd og farið frá vegna ágreinings um það við konunginn og hið danska ráðaneyti hans, þá voru allar þær málaleitanir fyrirfram útilokaðar og að engu gerðar. En auk þess var það fyrir mjer aðalatriðið í þessu efni, að jeg gat ekki betur sjeð, en að það gæti verið háskalega villandi að gera þetta mál, eins og það lá fyrir, að stjórnskifta- máli. Það hefði út á við getað skil- ist svo, að það væri vilji þings og stjórnar að halda því til streytu, að að íslenskt löggjafarþing gæti beitt sjer í Danmörku til þess að gera þar ráðstafanir um störf, framkvæmdir eða stofnanir þar í Iandi, að forn- spurðu hinu dariska löggjafarþingi, eða jafnvel í óþökk þess eða danskra stjórnarvalda. En þetta er og hefur verið fjarri tilætlun og vilja alþingis og stjórnar. Alþingi samþykti lotterí- lögin i þeirri sannfæringu, að þau kæmu ekki í bága við dönsk lög nje hagsmuni, og í því trausti, að Danir hefðu ekkert á móti því, að störf þau, sem lögin gera ráð fyrir að fari fram í Danmörku, væru fram- kvæmd þar, heldur mundu fremur góðfúslega vilja styðja að því, að landsjóður gæti náð þeim tekjum, sem þingið hugði hann mundu geta náð með þessu móti, Dönum að meinfangalausu, á Iíkan hátt og þeir áður hafa samþykt og stutt að því, með umboðslegum fyrirskipunum, að ákvæði f farmannalögum vorum, skrá- setningalögum, tolllögum o. fl., er gera ráð fyrir störfum af hendi danskra embættismanna, gætu komið að notum. Hefði þingið vitað það, sem nú er fram komið, en tímaleysi og ann- ríki gerðu ómögulegt að rannsaka á þeim stutta tíma, er frumv. var til meðferðar á þinginu, þá hefði annað orðið uppi á teningnum. Jeg varð að telja það nauðsynlegt, ekki síst með tilliti til væntanlegra samninga um aukið sjálfstæði íslandi til handa, að ekkertj;það væri gert, sem átyllu gæti gefið til þess að segja, að alþingi vildi teygja sig út fyrir valdsvið sitt, inn á valdsvið Dana, enda þarf eigi mikla skarp- skygni til þess að sjá, til hvers of mikið harðfylgi við Khafnar-ákvæði frumvarpsins gæti leitt, ef Danir af sinni hálfu vildu fara inn á sams konar braut gagnvart íslandi, og setja hjer á landi upp með dönsku laga- boði stofnanir eða fyrirtæki, sem ís- lendingar teldu heyra undir sitt lög- gjafarvald, og jafnvel teldu sjer skað- leg, í því skyni að útvega ríkissjóði tekjur eða aðra hagsmuni, og undan- skildu það með dönskum lögum íslensku dómsvaldi. Jeg varð því að alíta heppilegast eins og á stóð, eða skyldu mína gagnvart þjóð og þingi, að fresta því að svo stöddu, að bera málið upp fyrir konungi. Tillöguskjal mitt til konungs, sem hafði verið tilbúið, var því ekki lagt fram á ríkisráðs- fundinu'm 22. október, þegar hin önnur frumvörp voru þar upp borin og staðfest, og málinu ekki hreyft í það skifti. Ríkisþingsmenn, er jeg síðan átti tal við um málið, tóku því fjarri, að nokkur von gæti verið um að rík- isþingið fengist til að samþykkja lög, er viðurkendu íslenska lotteríið í Khöfn eða gæfu samþykki til starf- semi þess þar. Jeg átti þá tal við hr. Knud Philipsen, hinn eina af leyf- isbeiðendum, sem staddur var í Khöfn, og inti hann eftir, hvort þess mundi ekki kostur, að leyfið væri notað, þótt þær breytingar væru gerð ar, að stjórn lotterísins og drættir væri flutt til Reykjavíkur. Hann taldi á því ýms tormerki, sennilega hin sömu, sem hann hafði áður látið f ljósi við þingnefndina. En auk þess kom hann með eitt, sem jeg hafði ekki heyrt áður. Hann sagði, að það mundi vekja alt of mikla at- hygli á pósthúsum annara landa, ef svo mörg brjef kæmu frá íslandi í einu sem lottarísstjórnin mundi þurfa að senda út til þess að bjóða fram seðla sína o. s. frv. Sagði hann mjer að Koloníallotteríið þyrfti stöðugt að skifta um lit og lag á umslögum sínum og gera brjefin tor- kennileg, því ella ættu þeir á hættu, að póststjórnin í Hamborg, eða ann- arstaðar í Þýskalandi, tæki öll brjef- in og brendi þau, ef hún vissi hvað- an þau væru, og eins mundi fara með brjef „íslenska lotterísins". Þó lofaði hann að bera þetta undir peningamenn þá frá Hamborg, sem hann var í samningum við eða var umboðsmaður fyrir viðvíkjandi lott- eríisleyfinu, og kvað þeirra von inn- an skams til Khafnar. Nokkru síðar kom hann til mín eitt kvöld og sagði mjer, að nú sætu lotterímennirnir á ráðstefnu á tilteknu Hóteli, og hefðu sent sig til þess að tjá mjer, að þeir vildu ekk- ert með lotteríið hafa að sýsla, ef það væri ekki í Khöfn, eins og frumvarpið fyrirhjeti. En hinsvegar vildu þeir gera annað tilboð, sem verða mundi bæði þeim og íslandi ennþá arðsamara en nokkurn tíma lotteríið. Það var það, að þeim yrði veitt einkaleyfi til þess að setja upp á Þingvöllum ofurlítinn spilabanka fyr- ir veðspil, í líkingu við Monte-Carlo- bankann; þar mundu þeir reisa vegleg stórhýsi með öllum nútíðar vellyst- ingum fyrir bankann og gesti hans, og þangað mundu streyma þreyttir lífs- nautnamenn, sem vanir væru að vera í Monte-Carlo á veturna, þegar þeim banka væri lokað á sumrin, og brúka ógrynni fjár. Ljet hann sem ís- land rnundi geta fengið alt að því hálfa miljón á ári fyrir þetta, án nokkurrar áhættu, því umbjóðendur sínir mundu ganga að því, að banna öllum íslendingum stranglega allan aðgang að spilabankanum. — Jeg sá mjer ekki fært að takast á hend- ur að korna þessati nýju gullflugu í munn alþingis, og skildum við talið þar með. Síðar sá hann sig þó um hönd, og vildi að lotterílögin væru útgefin sem bráðabirgðalög með sarna innihaldi eins og alþingisfrv., að öðru leyti en því, að drættir og heimilisfang lotterísins væri flutt til Reykjavíkur; en með því það kom á daginn, að þessi síðari málaleitun var á því bygð, að öll framkvœmdastjórn fjelagsins mundi geta farið fram í Khöfn eftir sem áður, í blóra við Dani, og frágangs- sök þótti að grípa til svo óvenju- legra ráða sem bráðabirgðalög eru, nema þá því aðeins, að full trygg- ing væri fyrir því, að leyfisbrjef yrði þá tekið og notað í nokkurt árabil, svo að tekjur, sem landssjóð munaði nokkuð verulega um, væru vísar honum til handa, fjell þetta brátt niður. Þess skal getið, að mjer bárust skömmu síðar brjef og á- ætlanir frá dönskum manni, a,ð nafni Birger Hansted, þar sem hann gerir mjög lítið úr þeim hagnaði, sem landsjóði var ætlaður eftir lott- erífrumvarpinu, og býðst til að láta stjórninni í tje pl'ón til annars lotteríis, sem geti gefið landssjóði tekjur frá 800 þúsund til miljón kr. á ári, ef 1 landstjórnin vilji reka lotteríið sjálf. Ef menn hugsa til að taka lotterímál- ið upp að nýju, gæti þetta brjef og útreikningar þess ef til vill verið til sam- anburðar; en jeg fyrir mitt leyti gat ekki tekið það í fullri alvöru, og hvarf heim til íslands aftur í haust saddur af lotterí-tali að sinni. í febrúar barst mjer enn brjef frá hr. Philipsen, þar sem hann gerði mjer aðvart um, að dómsmálaráð- herra Dana, sem hafði haldið því svo fast fram, að það væri brot á móti Klasselotterílögunum, að ís- lenska lotteríið hefði drætti sína í Khöfn, hefði nú lagt fyrir ríkisþing- ið nýtt lagafrumvarp um takmörkun á rjetti til verslunar með lotteríseðla, og væri bannað í því frumvarpi, að láta lotterídrætti fram fara í Danmörku utan lögviðurkendra lottería, eða selja lotteríseðla frá Danmörku til út landa, er óneitanlega bendi í þá átt, að hann hafi síðar komist að annari niður- stöðu um röksemdir sínar, þótt hann hins vegar haldi því fram enn þann dag í dag, að þetta hafi verið sett í hið nýja frv. hans aðeins til vonar

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.