Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.07.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 23.07.1913, Blaðsíða 2
122 L0GRJETTA f/ drekka allir þeir, er vilja íá góðan, óskaðlegan 11 og ódýran kaffldrykk. — Jafngildir 1 pundi af brendu og möluðu kaffl og 7* pundi af export. Otf~ Fæst á aðeins 80 aura pundið hjá Sveinl Jónssyni, Templarasundi 1, er einnig _ hefur til sölu Gibs-Rósettur og lista og mikið ~ úrval af Betrekki. Kaupmenn snúi sjer til Sweins M. Sveinssonar, p. t. Havnegade 47. Köbenhavn. Balkanstríðið Símað er frá Khöfn 18. þ. m : „Stjórnleysi í Búlgaríu, Danev- ráðaneytið fallið. Her Rúmena nálg- ast höfuðborgina Sbfíu". Um þáttöku Rúmena nú í ófriðn- um er það að segja, að hún er að sjálfsögðu talin gerð með samþykki Rússa og í samráði við þá. Rússa- keisari hafði tjáð þeim það báðum konungunum í Búlgaríu og Serbíu, að ef ófriður y-rði milli rikjanna, sætu Rússar ekki hjá, en mundi taka í taumana gegn því ríkinu, sem friðslitunum yrði valdandi. Rúmenir höfðu áður krafist landspildu af Búlgurum fyrir afskiftaleysi meðan á ófriðnum stóð gegn Tyrkjum. En nú eru þær kröfur orðnar miklu stærri. Það er allmikið land norð- an og austan af Búlgaríu, sem Rú- menir gera nú tilkall til og taka án efa. Þar í er borgin Varna við Svartahafið. Rúmenar hafa áður verið bandamenn Austurríkis í stjórn- málum, en aftur á móti hefur verið kalt milli þeirra og Rússa. En þetta hefur breytst nú að síðustu; Rú- menir hallast að Rússum og fengið stuðning þaðan, eða samþykki til þess, að þeir gætu haft sín mál fram gegn Búlgurum. Þetta er af sumum kent stjórn Austurríkis, er lengi hafði látið líklega við Búlgara og dregið þeirra taum meir en Rúmen- um þótti góðu hófi gegna. í Búk- arest, höfuðborg Rúmeníu, voru miklar æsingar áður afráðið væri að ráðast á Búlgara, og krafðist þjóðin að svo væri gert. Æsingarnar snerust mjög gegn Austurríki. En um alt landið var því tekið með fögnuði, er herinn var settur í hreyf- ingu og stríðið byrjað gegn Búlg- aríu. Búlgarar virðast aftur á móti engan gaum hafa gefið hættunni, sem þeim stóð af árás frá Rúmeníu. Öll þeirra athygli beindist suður á bóginn, að deilunni við Grikki og Serba. Þeir þóttust hafa herafla til að mæta þeim báðum, en hitt var öllum vitanlegt, að bættist Rúmenía við í óvinatöluna, þá skorti mikið á, að Búlgaría mætti reisa rönd við þeim þremur. Her Rúmena er sagð- ur vel búinn og vel æfður, ög þar að auki óþreyttur. Það hefur farið svo, að Búlgarar standa nú einir uppi, og hafi þeir búist við að standa í skjóli Austurríkis fyrir árás- um norðan að, þá hefur þeim alger- lega brugðist það, enn sem komið er. Búlgarar neita því, að þeir hafi rofið friðinn við Grikki og Serba um síðastl. mánaðamót, og kenna hvorir öðrum um friðarslitin. En af fregnunum þaðan að austan virðist það ljóst, að Búlgarar hafa átt upp- tökin. Serbar höfðu fallist á, að Rússakeisari miðlaði málum milli þeirra og Búlgara, en Búlgarar streittust á móti, vildu engar til- slakanir gera frá samningnum, er gerður hafði verið milli þeirra þjóða tveggja, áður Balkanstríðið hófst, um væntanlegar landskiftingar, þrátt fyrir það, þótt ástæður væru nú orðnar alt aðrar en þá hafði verið ráð fyrir gert. Bardagarnir milli fyrv. bandaþjóðanna þar suður á Balkanskaganum hafa verið mjög blóðugir, að því er sögurnar segja, og hafa Búlgarar yfirleitt farið hall- oka. Síðustu útl. blöð segja, að fjöldi af búlgörskum herföngum sje kominn til Belgrad og Aþenu. í Salónikí höfðu bæði Grikkir og Búlg- arar herlið. En Grikkir hröktu Búlgara þaðan; tilkyntu þeim fyrst, að þeir yrðu að vera burt úr borg- inni innan einnar kl.stundar og mættu þeir þá halda vopnum sínum, en ella yrði farið með þá sem fjand- menn. Búlgarar hreyfðu sig ekki. Og þá hófust blóðugir stætabardag- ar. Grikkir hröktu Búlgara úr einu húsinu eftir annað. Kirkju eina í borginni höfði Búlgarar gert að hermannabústað og óku Grikkir fall byssum þar inn og ógnuðu hinum þannig, þar til þeir gáfust upp. Úr ráðaneytaskiftunum, sem um var talað áður bæði í Serbíu og Grikklandi, hefur ekkert orðið. Tyrkir láta þennan nýja ófrið hlutlausan. Þó eru fregnir um það í útl. blöðum, að þeir geri kröfu til að fá að halda landi til línunnar frá Enos til Medía, eins og þeir höfðu áður lengi haldið fram. Engar líkur eru þó taldar til þess að þeir fái að halda öðru en því, sem þeim þegar hefur verið afskamtað, hvernig sem alt veltist hjá Búlgörum. En her sinn hafa Tyrkir enn við Tchatalja- vígin. I enska blaðið „Pall Mall Gazette" hefur fyrv. sendiherra Serba í Lund- únum ritað um Balkanstríðið, og segir þar meðal annars frá viðtali, sem hann átti við háttstandandi mann tyrkneskan rjett áður en ófriðurinn hófst milli Tyrkja og sambandsþjóð- anna. Tyrkinn sá það fyrir, að veldi landa sinna í Evrópu væri lokið, og líka hitt, að stríð mundi verða á eftir milli sigurvegaranna út af her- fanginu. En endirinn á því spáði hann að yrði sá, að Rússland legði undir sig Búlgaríu, en Austurríki Serbíu, og þau tvö stórveldi mundu svo skifta á milli sín Balkanskagan- um. En það leiddi að lokum til ófriðar milli stórveldanna. Tveir fyrstu þættir þessa spádóms hafa rætst. En eftir er að vita, hvort eins fer um tvo síðari þættina. Nýjustu fregnir. Tyrkir aftur í Adríanópel. í gærkvöld er símað frá Khöfn, að Tyrkjaher sje kominn að Adría- nópel og Búlgarar hafi yfirgefið bæ- inn. í nýjustu útl. blöðum er mikið tal- að um kólerusýki þar eystra. Hún fluttist til Tyrkja í haust, sem leið, með hjálparhersveitum austan úr Asíu, og þaðan náði sýkin her Búlgara, en nú sýkjast þaðan aftur bæði Serb- ar og Grikkir. í sumarhitanum er sóttin mjög skæð. Hún var 12 þ. m. komin til Belgrad. Johan Nilsson. Herra ritstjóri! Gerið svo vel að leyfa mjer að beina þessum orðum til lesenda Lögrjettu: Á laugardagskvöldið er var, hjelt ungur sænskur maður, Johan Nilsson að nafni, koncert í Báruhúsinu. Reykvíkingar voru þar ekki margir viðstaddir — ekki nærri nógu margir. Hann leikur á fiðlu, þessi ungi maður, og gerir það svo vel, að jeg þori að fullyrða, að hjer hefur aldrei heyrst eins vel leikið. Viðfangsefni hans voru erfið — eftir Wieniawski, Beethoven, Mozart og Schumann — en það var óblandin nautn að hlýða á hve vel hann hjelt þeim uppi. Það var auðheyrt, að fiðlan er orðin að ljúfu Ieikfangi í höndum þessa unga manns. Þar af má þekkja meistarann, hvort hljóð- færið er honum ofjarl eða ekki. Við óskum þess allir, Reykvíking- ar, að fá að njóta einhvers góðs af þessari list listanna, músíkinni. Við óskum þess, að fá einhvern erlendan listamann árlega til þess að gleðja anda okkar, þótt ekki sje nema eitt eða tvö kvöld. Jeg tel okkur hafa fengið tvo til þessa: Shattuck og Nilsson. Jeg vona að við eigum þá nautn skilið, er þessir listamenn hafa veitt okkur, en við sýnum það að- eins á einn hátt: með því að sækja koncerta þeirra. Og þetta er víst: Ef ekki verður húsfyllir hjá Nilsson, þegar hann heldur næst koncert sinn, í næstu viku — þá megum við ekki vonast eftir fleiri listamönnum framvegis. Við eigum þá beinlínis ekki skilið, að þeir heimsæki Reykjavík. Og það skal jeg harma, manma mest. Jeg vil að endingu færa hr. Nils- son þakkir fyrir þá ánægju, er hann veitti mjer og öðrum á laugardags- kvöldið var. Mig skal ekki vanta á koncerta hans hjer, meðan hann stendur við. P: Reykj avík. »Jeg vil það ekki hel<lur«. Þessi smásaga gengur nú um bæinn og þykir góð: Maður spurði J. Ól. hver verða mundi ráðherra, ef Haf- stein færi, en svarið var þetta: „Jón Magnússon vill það ekki, Jeg vil það ekki heldur. — Ætli það verði þá ekki Lárus?" Jón Runólfsson skáld frá Winni- peg er einn þeirra Vestur-íslendinga, sem heim komu nú í vor, og hefur hann dvalið hjer í bænum um hríð. Hann vill helst setjast að hjer heima, ef hann gæti fengið störf við skriftir, en þeim er hann vanur; hefur tví- vegis verið sýsluskrifari, í síðara skiftið hjá Stgr. Jónssyni sýslumanni á Húsavík, fyrir nokkrum árum. Vestur-íslendingar kvöddu Jón með samsæti, er hann lagði á stað heim- leiðis. Lögr. hefur sjeð hjá hr. J. R. stórar prentaðar myndir af Jónasi Hallgrímssyni og Hallgr. Pjeturssyni; hefur bróðir hans vestra, Sigfús Runólfsson (F. R. Johnson), teiknað þær myndir og gert í kringum þær fallega ramma. Hann er, eftir þess- um verkum að dæma og fleiru, sem Lögr. hefur sjeð, mjög hagur teikn- ari og skrautritari. Myndir þessar ættu að vera hjer til sölu, því eng- inn efi er á því, að margir mundu vilja kaupa þær. JÓn Porláksson iandsverkfræð- ingur er nú á ferð austur að Hverf- isfljóti til að líta eftir brúargerðinni þar. Væntanl. heim aftur um mán- aðamótin. Jarðarför ráðherrafrúarinnar á að fara fram næstk. laugardag og hefst frá heimili ráðherra kl. 12 á hádegi. Emil Schou hankastjóri fór hjeðan alfarinn með fjölskyldu sinni 15. þ. m. Hann hefur verið heilsu- lítill það, sem af er þessu ári, og ráðgerði að verða fyrst um sinn á einhverjum heilsubótarstað erlendis. — Samsæti var honum haldið áður en hann fór af stjórn og starfsmönnum íslands banka. Courmont háskólakennari fór alfarinn heimleiðis 15. þ. m. Frk. Guðrún Indriðadóttir leik- kona er nú kominn heim úr vestur- för sinni, en hefur verið í Khöfn um tíma undanfarið. Thor Jcnssen og frú hans eru á ferð um Noreg og Svíþjóð. Trúlofuð eru nýl. Einar Indriða- son bankaritari og frk. Katrín Norð- mann. Bifreiðaferðir. Bifreið hr. Sveins Óddsonar er nú sífelt á ferð, ýmist austur yfir fjall, til Þingvalla eða Hafnafjarðar. Ferðirnar ganga vel, og mundu fleiri bifreiðar hafa hjer nóg að gera á sumrin. Pórhallur Bjarnarson biskup er nýkominn heim úr eftirlitsferð um ísafjarðarsýslu. L. G. Lúðvígsson kaupm. dáinn. Hann andaðist hjer í bænum 20. þ. m., eftir langvarandi veikindi, tæpl. 53 ára gamall, fæddur 14. ág. 1860. Hann var merkur maður og vel metinn, og verður hans nánar minst síðar. Frú Bríet Bjarnhjeðinssdóttir kom heim í gær frá Kvennaþinginu í Búda-pest. Ásgrími heit. Magnússyni skóla- stjóra hefur nú verið reistur mjög fallegur minnisvarði á leiði hans, af nemendum í kvöldskólanum og barna- skólanum í Bergstaðastr. 3. Ber þetta meðal annars vott um þá miklu hylli, er Ásgrímur naut hjá nemendum sínum. X. §jóleið frá Svartahafi tll Eystrasalts. Fyrir rússneska þingið er nú komin uppástunga um skurðgröft frá Svartahafi til Eystra- salts, og hefur undirbúningur þess máls staðið yfir í 6 ár. Sumir vilja hafa skurðinn svo breiðan og djúpan, að hann verði öllum skipum fær, en aðrir vilja láta sjer nægja minna. IHeyö í Færeyjum, Dönsk blöð flytja svohljóðandi símskeyti til Ritz. Bur., dags. í Þórshöfn á Fær- eyjum 26. f. m.: „Efnahagsástæð- urnar hjer í eyjunum eru nú í ýms- um bygðarlögum þannig, að mörg heimili hálfsvelta. Þetta á sjer eink- um stað í þeim bygðarlögum, sem langt eiga til fiskistöðvanna, og er þó ágóðinn þar mjög lítill, jafnvel þar sem best gengur. Önnur orsök- in til neyðarinnar er, að hvalveiða- stöðvarnar eru meir og meir að flytjast burtu úr eyjunum, vegna þess að veiðarnar fara mjög þverr- andi, og flytjast þær nú til Suður- hafanna. Meðan hvalveiðastöðvarn- ar voru hjer gátu menn keypt nýtt og nærandi hvalakjöt fyrir 2—3 aura pundið, og var það mikil björg fyrir hin fátækari bygðarlög. — Menn eru nú farnir að sjá það betur og betur, að eigi fiskimenska Færeyinga ekki að verða algerlega aftur úr, þá verði þeir að fara að afla sjer botnvörpu- skipa eins og hinar erlendu þjóðir, sem nú stunda flskiveiðar í kringum Færeyjar". Frá IjátiÉm til flskimiða, Mannalát. Nýlega eru dánir P. Randulf kaupm. á Hrúteyri við Reyð- arfjörð og Þorsteinn Þorsteinsson á Brimnesi í Seyðisfirði eystra. Fagradalsbrantin. Á fundi, sem haldinn var hjer í bænum fyrra föstudagskvöld af ýmsum Austfirð- ingum, þar á meðal þingmönnum Sunnmýlinga og 2. þingm. Norðmýl- inga, var samþykt, að stuðla að því, að bifreiðarferðir kæmust sem fyrst á um Fagradalsbrautina. Laus prestaköll. Bjarnanes í A.-Skaftafellsprófastsdæmi: Bjarna- ness- og Einholtssóknir. Þegar sam- eining verður komið á, legst Stafa- fellssókn við, en Einholtssókn er ætl- að að ganga undir Kálfafellsstað. Heimatekjur: 1. Eftirgjald eftir prest- setrið með hjáleigum kr. 200,00. 2. Eftir Hrísey, Akurey og Hrappsey kr. 29,00. 3. Arður af reka kr. 2,00. 4. Prestsmata kr. 50,40. Samtals kr. 281,40. Prestakallið veitist frá fardögum 1913. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst þ. á. Hestþing í Borgarfjarðarprófasts- dæmi: Hvanneyrar- og Bæjarsóknir, og, er sameining verður á komið, lfka Lundar- og Fitjasóknir. Heima- tekjur: 1. Éftirgjald eftir prestsetrið Hest kr. 150.00. 2. Arður af lax- veiði í Grímsá kr. 200,00. 3. Prests- mata kr. 192,01. Samtals kr. 542,00. Lán hvílir á prestakallinu til íbúðar- húsbyggingar tekið 1901, og þá 3000 kr., sem ávaxtast og afborgast með 6% í 28 ár. Prestakallið veitist frá fardögum 1914. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst þ. á. Fingvallasíminn er nú opnaður til afnota og án efa mikið notaður um þetta leyti. Stöðin er í Valhöll í sumar, en kvað eiga að verða heima á prestsetrinu að vetrinum. Millistöð er á Laxnesi í Mosfellssveit. Strandmannaskýlið í Mávabót er nú að verða fullgert. Jakob Thorar- ensen snikkari er þar eystra með einhverja fleiri að ljúka smíðinni. Th. Krabbe verkfræðingur hafði eftir- lit með gerðinni og var þar í byrj- un þ. m. Skýlið er bygt af Eng lendingum, Þjóðverjum og Frökkum. Það er 3ja skýlið þarna eystra. Hin 2 hefur Thomsen konsúll reist, hið síðara á Ingólfshöfða, og varð það til þess að bjarga lífi landferða manna í illviðri síðastl. vetur. Húnavatnssýsla er auglýst til um- sóknar 14. þ. m. Umsóknarfrestur til 14. okt. næstk. Árslaun 3500 kr. Reyðarfjarðarlæknishjerað er auglýst laust 14. þ. m., og er um- sóknarfresrur til 14. okt. næstk. Árs- laun 1500 kr. Sig. Hjörleifsson hef- Auglýsing um drátt i Ingóifslotteríinu. Samkvæmt beiðni Ingólfsnefndar Iðnaðarmannatjelagsins hjer er öllum mönnum, er það mál snertir, til vitundar gefið, að lotterídráttur um Ingólfshúsið við Bergstaðastræti, óháð öllum veðböndum, fer fram föstudag- inn 2. janúar næstkomandi kl. 10 árdegis í bæjarþingsstofunni hjer. Nefndin heitir því að láta mála húsið °g gera við það, er aflaga kann að hafa farið, áður en dráttúrinn fer fram. Húsið er virt til brunabóta á kr. 10347,00. Bæjarfógetinn í Reykjavfk, 21. júlí 1913. Jón Magnússon. ur verið settur ti) að þjóna hjerað- inu og er nýfarinn austur þangað. Ur Hafnarfjarðarmynni er nú laust orðið kolaskipið „Adelaide", sem þar sökk síðastl. vor. Því var lyft upp með flotkössum og með hjálp 3ja botnvörpunga. Jón Reyk- dal bóndi á Setbergi við Hafnarfjörð keypti skipið með farminum á upp- boði, þar sem það lá á sjávarbotni, fyrir 160 kr. Hefur hann haft góð- an hag af því kaupi, því sagt er að skipið sje lítið eða ekki skemt. Frá YestQörðum. Þar er sagður allgóður fiskiafli nú, um Mið-Djúpið óvenjulegur afli um þetta leyti árs. En þurklítið nú á síðkastið. Gras- vöxtur í meðallagi. Guðl. Guðmundsson bæjarfógeti á Akureyri hefur sagt af sjer em- bætti vegna vanheilsu. J. Havsteen kand. jur. hefur verið settur til að gegna embættinu. Úr Norðurlandi. í Eyjafirði eru margir búnir að hirða tún sín. Töðu- fall í meðallagi. Fiskiafli tregur við Eyjafjörð, en sildarafli nokkur á Skagafirði. Þorskveiðaþilskip Ey- firðinga hafa aflað fremur vel í vor og sumar. Lóðamótorskipum geng- ið miður. Botnvörpungarnir hjeðan eru nú komnir 5 eða 6 á Eyjafjörð til síldveiða. Vilh. Finsen, sem að undanförnu hefur verið í þjónustu Marconífjelags- ins enska, er nú sestur að á Akur- eyri. Prír mcnn drukknuðu í fiski- róðri 19. f. m. við Hafnarnes í Fá- skrúðsfirði, allir hjeðan úr bænum: Bjarni Hannesson, form., trá Grettis- götu 50, Tómas Halldórsson skó smiður og Sveinn Einarsson, ungur maður frá Bergstaðast. 27. T. Hall- dórsson var ekkjumaður og átti mörg börn. Á Akranesi hjelt dómstjóri Kr. Jónsson þingmálafund 21. f. m. Fundarstjóri Sv. Guðmundsson kaup- fjelagsstjóri, en skrifari Þorst. Jóns- son á Grund. Þingm. lýsti stjórnar- frv. og taldi fundurinn sumt af þeim rjettarbætur, svo sem breyting á vörutollslögunum og skattamálafrv., en hins vegar þóttu önnur færa um of aukna útgjaldabyrði. Samþyktir fundarins voru þessar: 1. Hyggilegast að hafa sambands- málið ekki á dagskrá þingsins fyrst um sinn. 2. Þar sem svo er komið um sambandsmálið, vill fundurinn taka upp stjórnarskrármálið og leggur þetta til: afnám konungkj. þingmanna; heimilaður sje aðskilnaður ríkis og kirkju; sjermál ísl. verði ekki borin upp í ríkisráði Dana; engin fjölgun ráðherra; afnám kjörgengis yfirdóm- enda og bankastjóra; engar hlutfalls- kosningar eigi sjer stað til e. d. og tala þingm. verði ákveðin 36. 3. Fnd. vill að „þingið afnemi alla bitl- inga, hverju nafni sem nefnast (hjer undir telst hr. B. J- frá Vogi)“. Enn- fremur, með hliðsjón til járnbrautar- fyrirtækisins, að gætt sje hófs um fjárútlát. 4- Skorar á þingm. að beita sjer kröftulega gegn launahækk- un emb.manna. 5. Skorar á þingið að styðja af fremsta megni eimskipa- fjelagsstofnunina, og að veita fje til vegagerðar í sýslunni samkv. ákvörð-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.