Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.07.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 23.07.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 123 Jluglýsing. Byggingarnefndin hefnr samþykt, að ekki skuli framvegis sint öðrum uppdráttum til nefndarinnar en þeim, sem gerðir eru eftir metramáli. Petta birtist almenningi til athugunar. Reykjavík 22. júlí 1913. cfiorgarstjórinn. , Yerslunarhús til sölu í Vestmamiaeyjuiii. Þar sem ákveðið hefur verið, að h/f »Herjólfur« í Vest- mannaeyjum hætti störfum í sumar, eru verslunarhús fjelagsins til sölu. Hús þessi eru: 1. Sölubúð, 7 ára gömul, á afarhentugugum stað, 20x14, portbygð, með steinsteyptum kjallara. Búðinni íylgir lóð. 2. Vörugeymsluhús 2 ára gamalt, við aðalbryggju kaupstaðarins, 30X18 al., portbygt, með steinsteyptum kjallara. Hús þessi eru öll járnvarin og mjög vönduð að smíði. Stjórn fjelagsins gefur þeim, er óska, frekari upplýsingar um húseignir þessar og semur við kaupendur. Stjórn li/f „Her,jólf«[r,4S. pd§r Skrifstofa okkar verð- ur lokuð laug-ard. 26. þ. m. p ðanska steinoliuhlutafjelag. Islandsdeild. un sýslunefndar. 6. Skorar á þingið að hafa áhrif á landstjórnina í þá átt, að strangt eftirlit sje haft með því, að bannlögin sjeu ekki brotin. 7. Fnd. vill auka eftirlit með íiskiveið- um í landhelgi. 8. Fnd. æskir þess, að svanurinn verði friðaður alt árið um kring. 9. Fnd. skorar á þingið, að ljetta af þjóðinni eftirlaunabyrð- inni. 10. Fnd. lýsir óánægju við síð- asta þing út af kauphækkun þing- manna. Fundinn sóttu aðeins 40—5okjós- endur, en málin höfðu áður verið rædd á hreppsfundi. Gauragangurinn í Jvík". Þegar þeir hefja atreiðina gegn fyrri flokksbræðrum sínum í Rvík 5. þ. m. riddarararnir J. Ól. og Lárus H. Bjarnason, eftir sprengingu Sam- bandsflokksins og Heimastjórnar- flokksins, byrjar J. Ól. á því, að eigna þeim ráðherra og Hjörleifssonunum, Einari og Sigurði, flokkasamtökin um sambandsmálið 1912, „bræðinginn" svokallaða. Hann gleymir að telja upp marga menn aðra, sem þar höfðu forgönguna, þar á meðal sjálfan sig. Enginn maður var logheitari fyrir þessu máli þá en einmitt J. Ól. Hann vildi þá undir eins viðstöðulaust leggja niður Heimastjórnarflokkinn og mynda úr heildinni Sambands- flokk. Margir muna það, er hann þá um vorið stýrði eitt sinn fundi í „Fram“ í fjarveru formannsins. Þá gekk hann í milli sinna nýju vina fyrir fundinn og bauð þeim þangað. Og það var brosað að því eigi alllítið á fundin- um, hve ant hann Ijet sjer um, að sækja þá fram í fordyrið og raða þeim sem allra næst sjer í forseta- stólnum. Líka muna menn, hvernig vináttan varð úr þessu milli þeirra J. Ól. og Lárusar Bjarnasonar. Þeir töluðust ekki við orð langa lengi og litu ekki hvor við öðrum, þótt þeir mættust á götu. En Jón titlaði Lárus í „Rvík" ýmsum titlum, sem hann tók að láni úr gömlum ísaf.-dálkum. Jón kvaðst hafa tekið af Lárusi hand- söl og heitorð um varðveitslu „bræð- ingsins", og þótti honum sem mikil helgi hefði verið yfir bæði orðum þeirra og lófataki; en nú gaf hann Lárusi sök á því, að samkomulags- atriðin, er leynt áttu að fara, voru birt í „Vísi". Svo lagði hann á stað austur í kjördæmi sitt um vorið. Sú saga, sem hann hafði fyrst og fremst að segja kunningjum sínum, er heim kom, var, að hvar sem hann stje fæti á jörð mættu honum brjef, er Lárus hafði skrifað stjórnmálafjelög- um þeirra beggja, til þess að eitra þar fyrir Jón. Til þess að kveða þessar sendingar niður kvaðst hann svo hafa haldið þrumandi ræðu og flett ofan af atferli Lárusar. Þetta hreif, og kom hann heim sigri hrós- andi, en hálfu reiðari Lárusi en nokkru sinni áður. Gekk hann þá milli miðstjórnarmanna Heimastj.fl. og krafðist þess fastlega, að Lárus væri rekinn úr flokknum, en fjekk því ekki framgengt. Hvort það var um þetta leyti eða fyr, man Lögr. ekki með vissu, að Jón bar fram til- lögu á fundi Heimastj.manna þess efnis, að Heimastj.flokkurinn legði nafn sitt niður og nefndist upp frá því „Sambandsflokkur". Kvað hann heimastj.nafnið ekki eiga við lengur, en hitt væri einmitt nafnið, sem nú ætti við stefnuskrána. Kvað fjölda manna hafa bætst undir merkið, sem ekki væru í Heimastj.flokknum, en hitt nafnið tæki yfir þá líka. Þessi tillaga Jóns hlýtur að vera bókfærð, hvenær sem það nú var, að hún var upp borin, þótt reyndar væri þá á einhvern hátt komið í veg fyrir at- kv.greiðslu um hana. Það hljóta lfka lesendur „Rvíkur" að muna, að Jón hefur hvað eftir annað haldið þessu sama fram þar í blaðinu. Svo fast í hendi hefur honum verið það áður, manninum, að halda uppi »heimastjórnar“nafninu! 11 Það mun hafa verið fyrir þing- byrjun 1912 að fyrst fór að draga til samkomulags milli þeirra Björns Kristjánssonar og Lárusar Bjarnason. Björn var fyrst „bræðingsmaður" og batt sig skriflegum skuldbindingum um að halda fram samkomulagsatrið- unum um sambandsmálið, en gekk frá öllu síðar. Lárus var í fyrstu á móti samkomulaginu, en endaði með því, að lúta að „bræðingnum" og skuldbinda sig skriflega til að fylgja honum fram. Lögr. hefur fyrir sjer orð manns, sem ekki verður rengdur, um það, að er ráðherraskiftin stóðu til á þingi 1912, kvaddi Björn Kristjánsson til fundar heima hjá sjer nokkra Sjálf- stæðismenn og Landvarnarmenn og bar þar upp fyrir þeim það erindi, að nú skyldu þeir styðja til valda Lárus Bjarnason og kljúfa með því Heimastj.flokkinn. Ekkert varð þó úr þessu, er til framkvæmdanna kom, og opinberlega kom það ekki fram í þinginu, þegar þar var tekin af- staða til ráðherraskiftanna. Það kom fyrst fram í allri sinni dýrð í þing- byrjun nú í ár. Þó eru allir þing- mennirnir frá 1912, og eins Alþingis- tíðindin, til vitnis um það, að sam- vinna og bandalag var þá milli Lár- usar, Landvarnarmanna og B. Kr. um mótstöðu gegn stjórninni. Og þótt undarlegt megi virðast, þegar litið er til þess, sem frá er sagt hjer á undan, þá stóð nú Jón Ólafsson í þessum hópi, harðspertur við hlið Lárusar. Öll reiðin við Lárus var nú fokin burt eins og ský fyrir vindi. Nú sá Jón ekki aðra sól en Lárus og hlýddi hverri hans fingurbend- ingu. Allar fyrri skoðanir sínar á því, sem gerst hafði í samkomulags- samningunum, ljet hann nú niður af sjer ganga og tók inn í þeirra stað kenningar Lárusar. Þó brá einu sinni út af þessu. Það var þegar ráðherra kom heim fyrir síðastl. ára- mót með árangurinn af samninga- umleituninni við Dani. Jón var þá manna mest fylgjandi því, að við tækjum þá kosti, sem þar voru boðn- ir, eins og allir án efa muna, sem á fundunum voru, þar sem þetta var rætt. Og svo prentaði hann í „Rvík" nýja uppkastið við hlið stöðulaganna til þess að sýna, hve mikla yfirburði það hefði yfir þau. En Lárus brá honum aftur undir handarkrika sinn og sýndi honum inn í þá framtíðar- innar álfheima, sem hugur hans hafði skapað, og kvað Jón hafa sjeð þar Lárus borinn til hæsta sætis á gull- stóli af Landvarnarmönnum og Birni Kristjánssyni. Stigu nú allar hugs- anir og skoðanir Jóns sannlcallaðan álfadans um það leyti. A tveggja tíma fundi, sem haldinn var þá til þess að skýra horfur sambandsmáls- ins, hafði hann að minsta kosti þrisvar gagngerð skoðanaskifti. Svo færðist hann alt í einu í aukana, boðaði fjármálastríð við Dani í „Rvík" og símaði út um land, að nú hefði hann lagt „hnefann á borðið". Sat hann um stund himinglaður yfir þessu nýmæli, með krosslagðar hendur á maga og tólfkongavitsins óskeikan- leikagloríu um höfuð, og dáðist að sjálfum sjer — þangað til komið var ofurlítið við spilahúsið hjá honum, og alt hrundi. En þá sagði hann líka, að sjer hefði aldrei komið það til hugar, sem J. Ól. hafði áður sagt í „Rvíkinni", tók hnefann af borð- inu og stakk honum með mesta mein- leysissvip niður í buxnavasann. Hann er í „Rvík" á laugard. að bera Lögr. á brýn staðfestuleysi og ósjálfstæði í stjórnmálum. En telji hann þá framkomu sína, sem lýst er hjer á undan, tákn staðfestu og sjálf- stæðis, þá eru hugmyndir hans um þetta tvent ekki vel skýrar, svo að Lögr. lætur sjer ummæli hans í ljettu rúmi liggja og mun fara sínu fram eftir sem áður, án þess að taka nokk- urt tillit til þeirra. Jón er í vandræðum með þing- skapabrotið frá 14. þ. m., gerirýmist að afsaka sig frá þátttökunni í því, eða verja brotið. Ráðherra hafði þegar í þingbyrjun lýst yfir því í neðri deild, að hann ætlaði að gefa skýrslu um lotterímálið við fyrstu hentugleika í samein. þingi. Þetta gerði hann um leið og hann lagði fram stjórnarfrumv. í deildinni (sbr. niðurl. ræðu ráðh. í Lögr. 9. júlí). Það, sem J. Ól. segir í „Rvík" um flutning hans á varnarþingi út af fyrirspurninni í neðri deild, er því alt Skemtiíör Skautafjelagsins. Næsta sunnudag er hin árlega sumar-skemtiför Skautafjelagsins ráð- in. Haldið upp í Kollafjörð. Lagt á stað kl. 10 árdegis frá Lækjartorgi. Annað fyrirkomulag samkv. venju. Vjelbátur fer frá bæjarbryggju kl. 10, og getur fólk fengið far á honum; sömuleiðis^ komið flutningi með því að snúa sjer til Hjörleifs Þórðarson- ar í Pakkhúsdeild Edinborgar, (sfmi 29 7)- Stúkan Einingin nr. 14. Fundur í kvöld (miðvikudag) kl. 8V2. Áríðandi málefni til umræðu. Heimsækjandi úr fjarlægu landi. Fjelagar beðnir að fjölmenna. Innilegastar þakkir til allra, er auðsýndu hluttekningu við andlát og jarðarför manns- ins míns, Þorkels Hreinssonar, frá mjer og börnum minum. Elín Magnúsdóttir. út í loftið talað. Þegar yfirlýsingin var gefin í neðri deild um það, að skýrsla um málið kæmi fram í sam. þingi, þá hreyfði enginn maður í deildinni mótmælum gegn því, enda átti skýrsl- an að rjettu lagi þar heima. Ut af fyrirspurninni, sem komin var fram um málið í neðri deild, var því lýst yfir af ráðherra, að enga ályktun ætti að taka um málið í sameinuðu þingi, og að skýrslan, sem þar yrði gefin, væri um fleiri mál en lotterí- málið (tollasamninga við Noreg og steinolíumálið). Þetta, að enga álykt- un ætti að taka um málið í samein. þingi, vissu þeir fyrirfram, sem sam- tökin höfðu um þingskapabrotið. Þeim mun nú eftir á ýmsum lítill sómi þykja að framferðinu, og væri rjettara að játa það hreinskilnislega, heldur en að bæta gráu ofan á svart með jafnófimiegu yfirklóri og J. Ól. hefur í frammi í „Rvík" á laugar- daginn. Hann talar um skýrsluflutn- ing ráðherra í samein. þingi í sam- bandi við „glæpi" og „voðaverk", eða jafnvel morðtilraunir. Svo regin- djúpt niður á við leitar hann efltir afsökuninni. Þar sem J. Ól. talar í „Rvík" um undirbúning til kosningar í bankaráð ísl. banka, þá er Lögr. kunnugt um, að hann ber þar fram algerð ósann- indi. Það hefur á engum flokksfundi komið til orða, að kjósa í það Guðm. Björnsson landlækni, eða Jón Þor- láksson landsverkfræðing. Hinu mun G. B. hafa haldið fram, að kjósa Aug. Flygenring kaupm., sem líka væri sjálfsagður, ef eftir hæfileikum væri kosið og bankaráðsmönnum væri nokkurt starf ætlað í bankans þágu. Að því er Lögr. hefur heyrt, þá hefur honum verið haldið fram gegn St. Stefánssyni skólameistara á Ak- ureyri í það rúm í bankaráðinu, sem laust varð 1. þ. m. Þá hefur einnig verið sagt, að Lárus Bjarnason vildi ná í bitann og eigi Jón, Landvarnar- liðið o. fl. að kjósa hann; en svo í næsta rúmið, sem losnar 1. júlí 1914, Bjarna frá Vogi. Segirjóní „Rvfk", að aðrir haldi þar fram Pjetri á Gaut- löndum, og er auðheyrt, að honum er illa við þann keppinaut Bjarna. En við Aug. Flygenring er honum þó verst allra, af þvf að hann hefur heyrt, að hann ætli að láta launin ganga til Lögr. En þó svo væri, þá er það rjett- ari meðferð á fjenu heldur en hitt, að láta það í bitlinga til einstakra þingmanna, og velja svo til þess menn, sem eru hálaunaðir fyrir. Þetta er ekki heldur ný hugsun. Sigfús heit. Eymundsson hafði þetta áður meðan hann stóð straum af útgáfu „Rvíkur". Og Ari Jónsson og Sig. Hjörleifsson hafa fengið bitlingana í sama skyni, þ. e. vegna blaðaútgáfu. Hjer skal ekki út í það farið, hve smekklegt og vel viðeigandi það sje af J. Ól. að leggja út í umræður um fjárhagsþrif manna eða blaða. En hann hefur altaf öfundað Lögr., og hlýtur það að stafa af einhverj- um kostum, sem hún hefur í hans augum, en honum finst sitt blað, „Rvfk", vanta. ísland erlendis. Bjarni Bjarnason kennari hefur fengið 300 kr. styrk úr ríkissjóði til þess að ganga í Leikfimisskóla rík- isins í Khöfn næsta vetur, er Lögr. skrifað frá Khöfn. Jóh. Jóhannesson Kaupm. skrif- ar frá Winnipeg 21 júní: „ . . . Nú er hingað komið. Var 4 daga í Edinborg, 2 í Glasgow og 9 yfir hafið. Kom hingað í fyrra dag. Hjer er líf og fjör svo mikið, að mjer frá litla landinu með allri kyrð- inni ofbýður. Jeg verð hjer á Templarahátíð á Gimli næsta þriðju- dag, fer svo vestur til Sigurðar bróð- ur míns og dvel hjá honum til 10. júlí. Þá kem jeg hingað aftur á sýningu, sem hjer á að halda, og fer svo vestur að hafi. . .“ Gnnnar Gunnarsson. Ný skáld- saga á að koma út eftir hann hjá Gyldendal í haust og heitir „Gest den enöjede" (Gestur eineygði). Sögurnar eftir Gunnar, sem verið hafa hjer í blaðinu að undanförnu, er nú verið að þýða á sænsku. Það gerir frk. Victoria Nyman og eiga sumar þeirra að koma í „Bonniers Mánedsháften", en sumar í „Svenska Dagbladet". Gunnar kemur hingað heim í ágúst í sumar. Stórmál er nú komið fram í þinginu, þar sem er járnbrautarfrum- varpið, sem prentað er á öðrum stað hjer í blaðinum. Afgreiði þingið annað eins stórmál nú, þá mætti telja það stórmerkilegt þing, enda þótt ekkert annað nýtilegt lægi efltir það. Málið er nýkomið fram, og Lögr. er ekki kunnugt um horfur þess í þinginu. En eftir meðferðinni á þessu máli mun það mjög fara, hvernig dæmt verður um þetta þing eftirleiðis og framkomu hvers ein- staks þingmanns þar. Handleidsla dp. Valtýs. í „Politiken" segir Qvidam 3. þ. m. frjettir frá þingsetningunni hjer. Hann minnist á flokkariðlunina og segir aö ráðherrann hafi ekki vissan meiri hluta. Andstöðuflokka stjórnarinnar telur hann „ofurlítinn skilnaðarhóp" undir stjórn Skúla Thoroddsens, og „stærri miðlandi stefnu" undir hand- leiðslu dr. Valtýs Guðmundssonar. Svo segir hann að fjármálin standi hjer nú mjög illa, en leiðrjettir það í næsta blaði eftir upplýsingum frá ísl. skrifstofunni. — Af frásögninni um handleiðslu dr. V. G. á hinum svo nefndu „heimastj."-þingmönnum ráða margir það, að hann muni sjálf- ur eiga einhvern þátt í frjettinni. Alþingi. IV. PiHgmannafrumvörp. 20. Um viðauka við lög 22. nóv. 1907 um breyting á lögum um prentsmiðjur 4. des. 1886. Flm.: Tr. Bjarnason; að sýslubóka- söfn, eitt í hverri sýslu, sem hafa sjerskilinn fjárhag, skulu fá ókeypis eitt eintak af þeim ritlingum, bókum og tímaritum (blöðum), sem tveim örkum eru stærri; en undanskilið er alt það prentað mál, sem eigi er ætlað til sölu. Landsjóður leggur til eða borgar pappfr þann, sem fer í eintök þessi. 21. Um breyting á lögum 22. okt. 1912 um ritsíma- og talsíma- kerfi íslands. Flm: Sk. Th., P. J., Matth. Ól.; að í stað „til Staðar í Aðalvík um Hesteyri" komi: til Látra í Sljettuhreppi um Hesteyri. Nffndir. Nd.: Málaflutningsmenn: Valt. G. (form.), Kr. J. (skr.), G. Egg., Sk. Th., Þorl. J. Prestsetralán: L H. B. (form.), Ben. Sv. (skr.), Ól. Br., Ein. J. Ritsímanefnd: St. St., J. Jónss., Jóh Jóh. (form,), Sk. Th. (skr.), Þorl.J. Prentsmiðjunefnd: J. Magn. (form.), J. Ól. (skr.), Tr. B., B. Jónss., V. G. Rafveitunefnd: V. G. (form.), J. Ól. (skr.), Jóh. Jóh., Bj. Kr., Ól. Br. Hvalveiðanefnd: G. Egg. (form.), Ben. Sv. (skr.), Þorl. J , Matth. Ól., J. Jónss. Sveitastjórnarlaganefnd: G. Egg. (form.), St. St. (skr.), J. Magn., Kr. Dan., Tr. B. Ábúðarlaganefnd: Egg. P. (form.), Ól. Br. (skr.) Sig. Sig., Kr. J., B. Jónss. Landskiftalaganefnd (Ed.): J. Jónat., Jós. Bj., Júl. Hav., Ein. J., Guðj. Guðl.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.