Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.07.1913, Blaðsíða 4

Lögrétta - 23.07.1913, Blaðsíða 4
124 L0GRJETTA 28. júní í vor var vígð ný járnbraut, sem Svisslendingar hafa lagt gegnum Alpafjöllin, frá Bern, um Loetchberg, til Simplon. Verkið hefur verið mjög erfitt. Víða eru dælbrýr yfir gljúfur og gil, og er ein þeirra sýnd hjer á myndinni. Alls eru á leiðinni 21 stærri og minni grafin hvolf- göng. Stór varnarvirki eru gerð til að verja skriðuföllum. Mjög mikla náttúrufegurð kvað vera að sjá frá þessari nýju braut og búast Svisslend- ingar við, að hún muni mjög draga að sjer ferðamenn. Myndin hjer sýnir Serbneska hermenn búna tii orustu. Það er gam- alt hatur milli Serba og Búlgara, sem var geymt en ekki gleymt meðan á bandalaginu stóð gegn Tyrkjum. 1885 unnu Búlgarar mikinn sigur á Serbum við Slivnitza, en þá höfðu Serbar byrjað ófriðinn af hvötum Rússa. Nú hvað „Slivnitza" vera heróp, sem kveður við um alla Serbíu, og er með því hvatt til hefnda við Búlgara fyrir ófarirnar 1885. Nefndastörf. Allmargar nefndir hafa látið uppi álit sín um frumvörp þau, sem þeim hafa verið falin, og leggja þær allar til, að þau verði samþykt, með meiri eða minni breytingum. Fjárlaganefndin hefur komið með álit sitt um fjáraukalögin 1912—1913, og vill hún ekki leggja til að við- bótarbygging við pósthúsið verði tek- in upp í þau, þar sem litlar líkur sjeu fyrir því, að unnið verði nokk- uð verulega að slíkri byggingu á þessu ári. En hún viðurkennir, að fjárveitingin sje óhjákvæmileg og vill að hún komi til yfirvegunar við meðferð fjárlaganna. Nefndin telur rjett, að endurgreiða Rangárvalla- sýslu alt að 4000 kr. af tillagi til Garðsaukasímans, gegn því, að sýsl- an leggi á sínum tíma hlutfallslega til Víkursímans. — Nefndintelur ekki fært að kaupa Röntgensáhöld bæði handa Vífilsstaðahælinu og háskól- anum, og vill láta háskólann sitja í fyrirrúmi. Landhelgissjóðsnefndin í e. d. (Jós. Bj., Sig. St., Jón Jónat), er öll sam- mála um það, að frv. eigi fram að ganga á þessu þingi. Telur hún skort á nægilegri landhelgisvörn fyrir yfirgangi útlendra fiskimanna verða með ári hverju æ tilfinnanlegri. Verði landhelgisvörnin eigi aukin að mikl- um mun sem allra fyrst, er fiski- veiðum vorum á landhelgissvæðinu bráður háski búinn. — Þótt innlend- ur botnvörpuútvegur hafi aukist mik- ið síðustu árin, þá eru engin líkindi til þess, að hann leysi bátaútveginn bráðlega af hólmi, og með eyðilegg- ingu landhelgisveiðinnar eru öll sund lokuð til bjargar hinum mikla fjölda landsmanna, sem ekki á annars úr- kostar en að reka fiskiveiðar sínar með róðrar- og vjelarbátunum. Þing- ið má ekki lengur horfa aðgerðar- laust á þetta mál, því ekki er að vænta aukningar á landhelgisvörn- inni af hendi Dana, og verðum vjer því sjálfir að hefjast handa, til að taka sem fyrst verulegan þátt í land- helgisvörnum vorum. Að vísu væri full ástæða til, að þingið legði fram stórfje, en þess mun því miður eigi vera kostur, nema með því að auka tekjur landsjóðs að miklum mun með nýjum sköttum. En innan skams gætum vjer tekið allverulegan þiátt í landhelgisvörninni með því að verja, eins og frv. fer fram á, sektarfjám fyrir ólöglegar fiskiveiðar hjer eftir til verndunar fiskimiða vorra. Síðan um aldamót hafa sektir fyrir ólög- legar fiskiveiðar numið: 1901 :.................3240,00. 1902:..................8340,00. 1903:.................10049,00. 1904:.................10094,25. 1905:................ 47339.49- 1906:.................10671,15. 1907:...............87619,16. 1908:................ 43786,58. 1909:.................14603,47. 1910:..................27222,90 19”:..................31271,33- 1912 : (samkv. fjárl.frv. stj.) 28000,00. Samt.: 322136,33. Telur nefndin, að ekki muni þurfa mjög lengi að bíða þess, að hægt verði að styðja iandhelgisvarnirnar að góðum mun, t. d. með auknu eftir- liti úr landi með fiskiveiðum útlend- inga á þeim stöðum, þar sem báta- útvegurinn er mest stundaður. Minningarsjóður Jóns alþingismanns Sigurðssonar frá Gautlöndum. Þeir Arni prótastur Jónsson á Hól- um og Steinþór Björnsson steinsmið- ur á Litluströnd og Haraldur Sigur- jónsson á Einarsstöðum, sem nú er dáinn, er gengust fyrir samskotum til minnisvarða yfir Jón sál. Sigurðsson, hafa auk þess að reisa minnisvarð- ann úr steini með ígreyptri marmara- plötu á leiði hans, sett afganginn af samskotafjenu á vöxtu og telja þeir það nú vera um 1500 kr. Á fundi í fyrra dag samþykti neðri deild skipun- arskrá fyrir sjóð þennan, er þeir Árni og Steinþór höfðu samið, þar sem svo er ákveðið, að stjórn hans skuli skipa forseti neðri deildar og 2 menn, er neðri deild kýs til 6 ára í senn. Sex tíundu hlutum af vöxtum sjóðsins skal varið til verðlauna fyrir hinar bestu ritgerðir um búnaðarmál, sam- vinnumál, stjórnmál eða framfarir ís- lands, sem fram koma í tímaritum eða beint til stjórnarnefndarinnar, og dæmi hún um það, hvaða ritgerðir eru verðlaunahæfar. Við verðlauna- veitinguna skulu menn af bændastjett sitja fyrir að öðru jöfnu. Verðlaun skulu veitt þá er stjórnar- nefnd þykir ástæða til, þó eigi sjaldn- ar en tvisvar á hverjum 10 árum. Eftir 50 ár má neðri deild breyta til um verðlaun veitinga úr sjóðnum, eftir því sem kröfur tímans þá kunna að heimta. Jjandshankinn. Nefndin (J. Ó1, B. Kr., Ól. Br., M. J. Kr„ Valt. G.) telur það ein- róma álit sitt, að nauðsyn beri til þess, að auka veltufje hans og.ljetta af honum þeim kvöðum, sem þingið getur ljett. Vill nefndin því að land- sjóður taki að sjer að öllu leyti á- byrgð á sparisjóðsfje og innlánsfje bankans og útibúa hans, og að bank- inn megi hafa allan varasjóð sinn í veltu. Telur nefndin að bankinn þurfi nú að hafa 600,000 kr. fyrir- liggjandi í verðbrjefum, sem gefa litlar rentur, til tryggingar sparisjóðsfje bankans, og mætti þá láta þá upp- hæð vera í veltu, ef landsjóður tæki á sig þá ábyrgð, er fje þetta stendur fyrir, og virðist landið geta gert sjer það að meinfanga- litlu. Jafnframt vill nefndin að lands- sjóður taki að sjer greiðslu á 2 milj kr. láni, er landsbankinn hefur tekið 1909—1911, með því að greiða 100 þús. kr. á ári í næstu 20 ár. Safnaðist bankanum þá á þessum 20 árum 2 miij. kr. veltufje. Og þar sem fje þetta yrði safnfje en eigi eyðslufje, og yrði áfram eign landsins, þó það flyttist úr landsjóði í Landsbankann, ætlað til þess að tryggja landsmönnum meiri arð af atvinnuvegunum og til þess að firra þá vandræðum, þá telur nefndin ekki líklegt, að landsmenn teldu á sig að leggja bankanum til, svona smámsaman, þetta bráðnauð- synlega veltufje. Nefndin býst við því, að þetta megi gera án þess að landið taki nýtt lán, því bæði virð- ist fjárhagur landsins vera í góðu lagi sem stendur, og svo má búast við að tekjur landsins vaxi óðum, meðal annars með vörutollinum. G- B. Lux er hið einasta verulega góða ljós nútímans. Lux breytir nóttinni í dag. Leitið því úr nóttinni í daginn og notið Lux! Lux! Lux! I^nx! Einkasali fyrir ísland er: Guðmundur Böðvarsson, Reykjavík. „B ALTIC“-skilvindan. Samkvæmt útdrætti úr »Beretning nr. 9« frá vjelaprófunar- stöðinni á landbúnaðarháskóla Noregs (í Ási) varð niðurstaða á fitu-upphæðinni í undanrennunni þannig: Baltic B: 10 . . .... 0,10. Alfa viola II . . .... 0,12. Primus Ax . . . .... 0,15. Domo I . . . . .... 0,16. Diabolo .... .... 0,17. í tjeðri skýrslu stendur, að þrjár síðastnefndu vjelarnar skilji mjólkina laklega. Pantið »Baltic«-skilvinduna hjá kaupmanni yðar. Einkasali á »Baltic«-skilvindunni er: Jakob Gunnlðgsson. Köbenhavn K. Vjer ^reiðum toll af efnivörum vorum og hjá oss er því verðið lægst eftir gæðum. Biðjið þess vegna um Súkkulaði og Kókóduft „SIRIUS“, frá Frihavnens Choeolade- & Cacaofabrik. Þakpappi fæst með innkaupsverði hjá *3ófí. Jöfíannessyni, Laugaveg 19. Pingsályktunartillögur: 5. Um skoðun vitastæðis á Straum- nesi í N.-ísafjarðarsýslu. Flm.: Sk. Th. Samþ. í n. d. í fyrra dag. 6. Um skipun sjávarútvegsnefndar. Flm.: G. Egg., H. St., L. H. B., J. Ól., Jón Jónsson; að 5 manna nefnd verði skipuð af neðri deild til að íhuga mál, er snerta sjerstaklega sjávarútveg landsins. 7. Um skipun nefndar til að íhuga samgöngumál ísjó; að efri deild skipi 5 manna nefnd til þess. Flm : Sig. Egg., J. Jónat., Sig. St. Um skilvindur- Það er erfitt fyrir þá, sem þurfa að kaupa skilvindur, að vita, hvaða tegund er best, og það er mjög óheppilegt, að menn skuli vilja kaupa ódýrustu skilvindurnar, því þær eru vanalega ljelegar. Það margborgar sig að kaupa góðar skilvindur, sem ekki einasta eru endingarbetri, heldur skilja mjólkina mikið betur en hinar óvand- aðrivjelar, og ætti að vera óþarfi að út- lista þetta nánar.— Það er ekki tilneins að fara eftir því, þó þeir, sem selja ein- hverja vjel, segi, að það sje einmitt besta vjelin. Það þarf að fá s ö n n u n, en það er ekki hægt að fá betri sannanir en skýrslur vjelaprófunarstöðvanna við landbúnaðaðarháskólana. — í skýrslu nr. g frá landbúnaðarháskólanum í Asi, sem er gefin út í maímánuði 1913, stendur um Primus og Diabolo-skilvindurnar, að þær eigi ekki vel við þar, sem aðal- atriðið sje að framleiða smjör, og um Domo-skilvindurnar, að þær hafi ekki getað skilið alveg hina tilteknu mjólkur- upphæð. — Aftur á móti stendur í tjeðri skýrslu, að »Baltic«-skilvindan hafi skilið hina tilteknu mjólkurupphæð, hafi róleg- an og skarkalalausan gang, sje einföld og auðveld að hreinsa, að skilin sjeu mjög góð (særdeles tilfredsstillende) og verðið sanngjarnt. Brindjonc flugmaður, sem ný- lega var sagt frá hjer í blaðinu, er nú mjög umtalaður fyrir flug sitt frá París og austur um Evrópu. Frá Rússlandi flaug hann yfir Eystrasalt til Svíþjóðar, þaðan til Khafnar og svo heim. Var honum fagnað eins og sigurvegara hvar sem hann kom. Zeppelín greifl varð 75 ára 8. þ. m. Hann, „Der alte Graf“, er í miklum hávegum hafður hjá Þjóð- verjum, svo sem vænta má. Gullnemarnir i Johannisburg í Suður-Afríku gerðu nýlega verkfall, og varð út úr því svo mikið upp- þot, að herinn varð að skerast í leikinn og skjóta á múginn. Lá við sjálft, að uppreisn yrði í landinu, en var þó kæft niður. Jarðskjálftar gerðu í vor mikið tjón í Ungverjalandi og á norðvest- urhluta Balkanskagans. Hús hrundu allvíða og menn fórust. Mest er gert úr tjóninu í Tirnovo í Búlgaríu. Hermálaráðherra Rjóðverja, von Heeringen, hefur nýltga sagt af sjer. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönn- um, að minn elskaði eiginmaður, Lárus G. Lúðvígsson skósmiðameistari, andaðist p. 20. Þ- m. Jarðarförin fer fram mánudaginn þ. 28. þ. m. frá heimili okkar, og hefst kl. II f. h. Málfríður Jónsdóttir. ÓKEYPIS og án burðargjalds send- uin vér vora miklu aðal' verðskrá fyrir árið 1913, sem hefir inni að halda mörg þúsund tegundir af ýmsum búsáhöldum, hjólhestum, glysvörum, úrum, hljóðfærum, vefn- aðarvörum o. fl. Niðursett verð. Gloria sigraralla samkepni. Skrifið til A/S Varehuset Gloria, Norregade 51. Kobenhavn K. Feikna ágóði. Duglegur útsölumaður, sem er vel kynt- ar hjá vindlasölum, járnvörusölum og nýlenduvörusölum, getur fengið ágætar vörur. Vilh. Mörch & Co. Turesensgade 4. Köbenhavn. Furðuverk nútímans. 100 skrautgripir, allir úr hreinu amerísku gull-»double«, fyrir aðeins kr. 9,25. 10 ára ábyrgð. 1 ljómandi fallegt, þunt 14 kar. gull-double anker-gangs karlmanns-vasaúr, sem geng- ur 36 tíma, ábyrgst að gangi rjett í 4 ár, 1 fyrirtaks leð- ur-mappa, 1 tvöföld karlm.- úrfesti, 1 skrautaskja með manchettu-, flibba- og brjóst- hnöppum með patent-lásum, 1 fingurgull, 1 slipsnæla, 1 kven-brjóstnál (síðasta nýung), 1 hvftt perluband, i fyrirtaks vasa-ritföng, 1 vasa spegill í hulstri, 80 gagnsmunir fýrir hvert heimili, alt safnið, með 14 kar. gyltu karlmanns-úri, sem með rafmagni er húðað með hreinu gulli, kostar aðeins kr. 9,25 heim- sent. Sendist með póstkröfu. — Welt- versandhaus H. Spingarn, Krakau, Östrig, Nr. 464. — Þeim, er kaupir meira en I safn, verður sendur ókeypis með hverju safni 1 ágætur vasa-vindlakveykjari. Sjeu vörurnar ekki að óskum, verða peningarnir sendir aftur; þess vegna er engin áhætta. jlí. jKíagnús (Jiíhssi) Ixknir, sjerfræðingur í húðsjúk- dómum. Viðtalstími kl. 9—11 árdegis. Kirkjustræti 12. Oddur Gíslason yfirrjettarmálaflutnlngsmaður, Lanfásveg 22. Venjul. heima kl n—12 og 4—5 jgfy Auglýsingum í „Lög- rjettu“ tekur afgreiðslan við eða prentsmiðjan. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.