Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.08.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 06.08.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 131 nefndir nokkrir flokkar manna, sem líldegastir sjeu til verðlauna vegna stöðu sinnar og eru þá taldir: sjó- menn, læknar, hjúkrunarkonur, járn- brautarþjónar, lögreglumenn, bruna- lið o. fl. Framanritað hef jeg talið mjer skylt að birta almenningi, því að vel má vera að einhverjir, sem mjer eru ókunnugir, vildu hagnýta sjer það. — — Ef fleiri blöð vilja birta grein þessa, er það velkomið frá minni hálfu. Sigurbförn A. Gíslason. t Síra Arnór Þorláksson. Hann Ijetst á heimili sínu, Hesti, aðfaranótt 31. f. m. Hafði hann lengi átt við mikla vanheilsu að stríða, en fjekk í vor lungnabólgu og leiddi hún hann til bana. Hann var fæddur 27. maí 1859, sonur Þorláks prests Stefánssonar, síðast á Undirfelli í Vatnsdal (d. 1872) og konu hans Sigurbjargar Jónsdóttur prests á Höskuldsstöðum Pjeturssonar, en kona Jóns var Elísa- bet Björnsdóttir frá Bólstrahlíð. Þau Þorlákur prestur og Sigurbjörg áttu 14 börn, fyrst 2 dætur, er báðar dóu ungar, og svo 12 drengi. Var síra Arnór sá 8. í röðinni. En með- al bræðra hans voru síra Jón á Tjörn (d. 1907), Þorlákur í Vestur- hópshólum (d. 1908), faðir Jóns lands- verksfræðings, Björn á Alafossi (d. 1904), síra Lárus, er prestur var um eitt skeið í Mýrdalsþingum og and- aðist þar ungur, Böðvar póstafgr.- maður á Blönduósi og Þórarinn málari hjer í Reykjavík. Síra Arnór hafði verið prestur á Hesti frá 1884, þar til hann fjekk lausn frá embætti síðastl. vor sakir heilsuleysis. Hann gerði miklar jarðabætur á Hestí, bygði þar upp og sljettaði alt túnið. Var þó jafn- an efnalítill. Tvíkvæntur var hann. Átti fyrst- Guðrúnu Jónsdóttur, sonardóttur Ste- fáns prests í Stafholti Þorvaldssonar sálmaskálds í Holti. Þau áttu 10 börn, sém öll lifa. En hún dó 1906. Sfðari konu sinni, Hallberu Guð- mundssdóttur, kvæntist hann 1907, en misti hana 1908. Síra Arnór var vinsæll maður, og margt var honum vel gefið. Hann var sagður hagmæltur vel og hefur ort töluvert af sálmum o. fl. Alþingi. VI. Pingmannafrumyörp. 56. Um breytingu á fátækralög- um 10. nóv. 1905 flytja þingm. Rvík- inga. Dvalarsveit á að fá sveitar- styrk að fullu greiddan af framfærslu- sveit, og hafi maður þegið ioo kr. í dvalarsveit sinni, þá hefur bæði dvalarsveit og framfærslusveit rjett til að krefjast þess, að hann sje fluttur fátækraflutningi á tramfærslu- sveitina, sem greiðir flutningskostn- aðinn, er eigi skal telja sveitarstyrk. 57. Um heimild fyrir landstjórn- ina til að selja prestinum að Kol- freyjustað landspildu í Innri-Skálavík. Flm.: þingm. Sunnmýlinga. 58. Um breyting og viðauka við lög 22. nóv. 1507 um bæjarstjórn í Hafnarfirði. Flm.: þingm. Gullbr.- og Kjósarsýslu. 59. Um rafveitu í kaupstöðum og sjálfstjórnar-kauptúnum flytur nefnd sú, er fjekk til meðferðar frv. um rafveitu á Seyðisfirði. Vill hún, að frv. geti náð til allra kaupstaða og þeirra kauptúna, sem eru hrepps- fjelag út af fyrir sig, og hefur breytt frv. í þá átt. 60. Um sölubann á tóbaki til barna og unglinga. Flm.: Sig. Sig.i Ben. Sv., Matth. Ól. Engum kaup- manni, verslunarmanni, veitingamanni eða þjónustufólki þeirra, skal vera leyfilegt að selja eða afhenda tóbak til neytslu börnum eða unglingum yngri en 16 ára. Brot gegn þessu varða 50—500 kr. sektum. 61. Um sölu á kirkjujörðinni Undir- felli með hjáleigunni Snæringsstöðum. Flm.: Þór. J. og Guðj. G. Lög frá alþingi. 3. Um breyting á lögum nr. 30, 16. nóvbr. 1907, um lán úr lands- sjóði til byggingar íbúðarhúsa á prestssetrum landsins. — Ekkert lán má fara fram úr 5000 kr. — Hús, er lán er lagt til úr landsjóði, skulu vera gerð eftir uppdrætti, sem land- stjórnin samþykkir, úr steini eða steinsteypu og þak varið jární eða eða eigi ótryggara efni. Timburhús, þótt aljárnvarin sjeu, má því að eins reisa fyrir lánsfjeð, að eigi sje ann- ars kostur vegna staðhátta. Járnbrautarmálið var til 1. umræðu 31. f. m. og er ræða aðalflutningsmanns þess, Jóns Magnússonar, birt hjer í blaðinu. Auk hans töluðu Valtýr, Jón Ól. og Bjarni. Frv. vísað til 2. umræðu með 17 samhlj. atkv. og nefnd kosin. Skattamálin. Þau voru til 2. umræðu 30. f. m. og urðu um þau afarmiklar umræð- ur, en lauk svo, að þeim var vísað til 3. umr. með 13 atkv. gegn 11. En í fyrra dag var frv. um fasteign- arskatt felt með jöfnum atkv. (Ein. J., H. H„ Jóh.Jóh., J. Magn., Kr. J., M. Kr„ Matth. Ói„ Ól. Br„ P. J., Sig. Sig„ St. St. og Tr. B. greiddu atkv. með frv„ en á móti voru: Egg. P„ Ben. Sv„ Bjarni, Bj. Kr„ G. Egg., H. St„ Jón J„ Kr. Dan„ L. H. B„ Sk. Th„ Valtýr, Þorl. J. Jón Ólafs- son, sem í leyfisleysi húsbændanna hafði verið frv. fylgjandi í nefndinni, var sjúkur(f) við 2. umr„ en greiddi ekki atkv. við 3. umr. — Ráðherra tók aftur frv. um tekjuskatt, skatta- nefndir, jarðamat, verðlag, laun hreppstjóra og um manntalsþing, en Bjarni Jónsson tók aftur upp frv. um jarðamat og verðlag og voru þau feld. Nefndir. Járnbrautarlagning: Sig. Sig„ L. H. B. (form.), J. Magn. (skr.), Bj. Kr„ Valtýr, Egg. P„ M. Kr. Lögskipaðir endurskoðendur: P. J„ Jón Ól„ Bjarni, Kr. J„ Ól. Br. Um sjóð Jóns Sigurðssonar: St. St„ G. Egg„ M. Kr„ Kr. D„ Þorl.J. Sauðfjárbaðanir: Þór. J. (f.), Jós. Bj. (skr.), Stgr. J. Kosningalög: G. Bj„ Hák. Kr. (skr.), Sig. Plgg. (f.). Hallærisvarnir: Guðj. Guðl. (f.), Þór. J„ G. Bj. (skr.), J. Jónat., Bj. Þorl. Landsbankinn : E. Br„ Hák. Kr„ Júl. Hav„ Sig. Egg„ Stgr. J. Fjáraukalög: Bj. Þorl., Jós. Bj„ Sig. St. (f.), Stgr. J. (skr.), Þór. J. Hallærisvarnir. Nefndin, sem efrideild skipaði í það mál (Guðj. Guðl„ G. Bj„ Bj. Þorl. J. Jónat. og Þór. J.) telur það eitt hið þarfasta mál, sem upp hefur verið borið á þessu þingi. Segjast þeir hafa athugað það svo vandlega, sem best þeir gátu, enda lengi áður um það hugsað, og ráða eindregið til þess, að þingdeildin aðhyllist frv. Þó að atvinnu- vegir landsmanna hafi að mörgu leyti komist í nýtt og betra lag á síðustu mannsöldrum, þá er það síður en svo, að þjóðin sje komin úr öllum hallæris- hættum. Þær eru sumar þess eðlis, að við þeim má búast um aldur og æfi. Því fer mjög fjærri, að hætta geti ekki stafað af samgönguteppingu á sjó. I verstu hafísaárum má jafnan búast við, að engin skip geti komist að landinu norðan og austan frá útmánuðum og fram á sumar, og er auðsætt, að af því getur hlotist hættulegur bjargarskortur bæði fyrir menn og skepnur í þeim landsfjórðungum, og orðið að stórtjóni. Og það er enn meiri hætta nú en var fyr á tímum. Þá byrgðu menn sig á haustin til næsta sumars; nú treysta menn á miðsvetrarskipin, og haustbirgð- irnar því minni en áður. Ur þessu má bæta með járnbrautum; þær eru eina örugga tryggingin fyrir því, að samgöng- ur teppist ekki á vetrum. En meðan þær eru þjóðinni um megn, verður að sjá við þessari hættu með öruggum mat- vörubirgðum í verslunarstöðum, þar sem hafís getur tept skipagöngur vetur og vor, og kornforðabúrum í þeim sveitum, sem lengst eiga i kaupstað, eða erfitt um aðdrætti á vetrum. Nefndin vill og leiða athygli að þeim hættum, sem ávafl hljóta að vofa yfir atvinnuvegum hjer á landi og ekki verð- ur undan stýrt, en þær eru iil árferði og eldgos með öskufalli yfir mannabygð- ir. Strangir vetrar koma við og við og geta bændur þurft alt að því helmingi meira fóður en í meðalári, sem jafnan verður geysimikill atvinnuhnekkir. Og stundum koma eftir hörðu vetrana sum- arharðindi, svo að heyskapur getur orð- ið alt að því helmingi minni en á með- al sumri, og telur hún það baka landsmönnum 2 miljónum króna tjón í rninsta lagi. Ekki siður sje sjávarútveg- inum stór hætta búin af hafísárum, sjer- staklega í Norðurlandi og Austfjörðum. Enda er það auðsætt, að líði annar að- alatvinnuvegur þjóðarinnar stórhnekki, þá sleppur hinn aldrei með heilu og höldnu. Nefndin íær ekki sjeð að bú- hyggindi manna hafi tekið neinum gagn- gerðum stakkaskiftum frá því sem áður var, og hyggur að almenn óforsjálni sveitabænda og sjómanna hljóti enn sem fyr að verða þjóðinni til stórhnekkis, hvenær sem óvenju ilt árferði beri að höndum. En þess ber líka vel að gæta, að meginþorri alþýða manna hlýtur jafnan að eiga við erfið kjör að búa; og berj- ast ávalt í bökkum og geta með engu móti búið svo í haginn fyrir sig, að þeim sje óhætt, hvað sem uppá kemur. Þeim er og verður jafnan um megn, að þola nokkurt verulegt atvinnutjón. Fyrir allan þann fjölda manna er það ein hin brýnasta lífsnauðsyn, að geta átt kost á því, að kaupa sjer einhverskonar trygg ingu gegn atvinnutjóni — hallæristrygg- ingu — fyrir iðgjöld, sem þeim eru ekki ofviða. I þessu frv. er ætlast til að gerð- ar sjeu hallærissamþyktir í hverri sýslu og hverjum kaupstað, og telur nefndin það mjög heppilegt að hvert hjerað búi að sjereign 1 sjóðnum, þvf að þar með er fengin öflug trygging fyrir því að fjenu verði vel varið. Landssjóðstillag- ið verður þá einskonar varasjóður. Mikil hallæri bitna jafnan á öllum landsmönn- um að meira eða minna leyti, og því eiga allir að vera gjaldskyldir. Er líka rjettast að allir greiði sama gjald, því að vitanlega verður sjóðurinn aðallega styrktarsjóður þeim til hjálpar, sem erfið- ast eiga þegar hallæri ber að höndum. Nefndin leggur til að allir menn frá 20 ára aldri sjeu gjaldskyldir og greiði karlar 1 kr. en konur 60 aura. — Og sömuleiðis vill hún að hverju sveitarfje- lagi sje í sjálfsvald sett, hvort það vill heldur heimila sama gjald af öllum, eða jafna niður gjaldinu eftir efnurn og ástæðum eða gjalda beint úr sveitarsjóði. Ennfremur að landssjóðstillagið verði 40 aurar fyrir hvern gjaldskyldan mann. Telur hún að með þessu móti yrðu tekj- ur sjóðsins á ári 38000 kr. frá hjeruð- um og 19000 kr. úr landssjóði eða als 57000 kr. Pingsályktunavtillögu um skipun nefndar til þess að athuga beiðni frá herra P. J. Torfasyni um einkarjett honum til handa, til þess að vinna salt úr sjó með nýrri aðferð, og fleiri tillögur sama manns um hjerlend- an atvinnurekstur, flytja þeir Ben. Sv. Pjetur, G. Eggerz, Matth. Ól. og Bjarni. Feld frumvövp. Efri deild feldi í fyrradag stjórnarfrv. um málaflutning fyrir undirrjetti í Rvfk, og n. d. í gær frv. þingmanna Gull- bringu og Kjósarsýslu um Hafnarfjarð- arveginn. Skattamáliu. Þegar frumv. um fasteignaskatt var til 3. umræðu í neðri deild, 3. þ. m. (sbr. þing- frjettir hjer í blaðinu), lýsti sr. Egg- ert Pálsson því yfir, að hann væri ekki mótfallinn frumvarpinu í sjálfu sjer, en teldi það ekki hafa fengið nægan undirbúning hjá þjóðinni og því greiddi hann í þetta sinn atkv. á móti því. En vel gæti svo farið, að hann yrði því síðar fylgjandi, er það hefði verið rætt og athugað bet- ur utan þings en ennþá hefði gert verið. J. Ól. taldi líka frumv. í alla staði gott og til stórra bóta, þótt hann mætti ekki greiða atkv. með því. — Ráðherra sagði, er frumv. var felt, að hann liti svo á, sem mál- inu væri frestað, en það ekki dauða- dæmt með atkvæðagreiðslunni, og vitnaði um það til umræðanna. Ráðherra minti á það við 3ju um- ræðu, að Lárus Bjarnason hefði oftar en einu sinni á fundum hjer í bæn- um mælt fastlega fram með skatta- frv„ sem nú lægu fyrir, en þau eru frá skattamálanefndinni frá 1908. Ræða Lárusar á þingmálafundi hjer vorið 1912 er prentuð í Lögr. 29. maí í fyrra, og þar segir ineðal ann- ars: „Þessir skattar hafa það fram yfir eldri skattana, að þeir.... lentu jafnt á land- o? sjávarmanni, og að þeir lentu aðallega á efnamönnum landsins". Og fleiri lofsyrðum fer hann þar um skattafrumvörpin, sem hann barðist nú mest á móti. Hann talaði á þingfundinum 4. þ. m. þver- öfugt við það, sem hann hjelt fram á þingmálafundinum 27. maí í fyrral!!. lSalkanstríðið. Simað er frá Khöfn í morgun, að nú sje samið vopnahlje, friðarfundur standi yfir í Búkarest og vonir sjeu um, að friður komist á. Reykjavík. Yestnr-ísleiulingar. Árni Egg- ertsson frá Vinnipeg fór hjeðan heim á leið síðastl. laugardag ásamt frú sinni og syni. Þau ætluðu að hitta Jón Vopna og hans fólk í Khöfn og verða þeim síðan samferða vestur um Evrópu og heim. Fr. Sveinsson og frú hans fóru og heimleiðis á laugard. og með þeim snöggva ferð vestur dóttir hennar af fyrra hjónabandi, frk. Guðrún Aðal- stein símritari. Ennfremur fór þá heimleiðis Jón Stefánsson læknir 0. fl. Ásmundur Jóhannsson dvelur hjer enn og hans fólk. Grufaskipafjelagsstofnunin. Lof- orð eru nú komin til forgöngumann- anna um 260 þús. kr. hlutafjárfram- lag frá mönnum hjer heima, auk 30 þúsundanna, sem Vestur-íslending- arnir þrír hafa skrifað sig fyrir. Alls 290 þús. kr. Bifreiðin. í bifreið hr. Sveins Oddssonar brotnaði lítið stykki ný- lega á leið milli Rvíkur og Hafnar- fjarðar. Það hefur nú verið pantað frá Englandi og er væntanlegt með „Botníu“ 9.*þ. m. Líka er verið að smíða það hjer í Rvík. Málverkasýning hefur Jóh. S. Kjarval nú hjer í Iðnskólanum, og er þar margt fallegt að sjá, sem nán- ar skal minst á síðar. Vesturfarar um 70 höfðu farið hjeðan frá Rvík síðastl. Laugardag. Leiðrjetting. Misprentað var í síðasta tbl. í kvæðinu „Valurinn", í 2. v.o. í næstsíðasta erindi: „hauka sjá“ fyrir: haukur sá. J. Ól. ámælir Lögr. fyrir það á laugardaginn eins og einhverja höf- uðsynd, að hún sje að finna að við flokksbræður sína. Áður hefur Jón talið sjer það til hróss, er hann hefur sjálfur gert þetta bæði utan þings og innan. En nú eru þeir Lárus og Björn Kristjánsson loksins búnir að temja hann svo, að varla þarf að búast við slíku framar af honum. Hann ætlar sjer nú hvorki að ausa nje prjóna framar, en labba þolin- móður undir þeim böggum, sem á hann eru lagðir. Hverju lofaði Lsirus? J. Ól. gefur í skyn í Rvík á laugard., að L. H. B. ætli lítið að hirða handa sjálfum sjer af bankaráðslaununum þeim, sem þingið stakk að honum nýlega. Þetta hefur vakið þá trú hjá mönnum, að L. hafi lofað J. Ól. sjálfum einhverju af þeim. En Lögr. leyfir sjer samt að spá Jóní því, að þegar til kemur, fái hann ekkert. — Ekki annað en vonsvik og ergelsi. lordisk Handelskalcnrter (eða „Skandinavisk Fag-Adresse- bog“) heitir bók, sem V. Priors kon- ungl. hirðbókaverslun í Khöfn hefur gefið út undanfarin ár, og er, eins og nafnið bendir til, nafnaskrá yfir alla stærri atvinnurekendur í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Nú ætlar út- gefandinn að bæta fjórða landinu við, íslaodi, og hefur fengið Jón Stefáns- son ritstjóra á Akureyri til þess að semja þann hluta bókarinnar og búa undir prentun. Er það mjög mikils virði fyrir alla þá, er einhverja við- skifta-atvinnu reka, að fá nafn sitt í bókina, því það er jafnframt við- skifta-meðmæli vegna þess, að útgef. ætlast til að þeim einum sje gefinn kostur á að auglýsa þar verslun sína eða atvinnu, sem áreiðanlegir eru taldir í viðskiftum. Þeir, sem kynnu að vilja auglýsa f „Nordisk Hnndelskalender“, er kemur út í Khöfn um næstu ára- mót, eru beðnir að láta mig vita um það fyrir sunnudag 10. ágúst. Jón Stefánsson frá Akureyri. Frá fjallatiÉm til íiskiniiða. H. Erkes kaupm. og landfræð- ingur frá Köln í Þýskalandi kom til Akureyrar 7. júlí í sumar og fór > rannsóknarferð til Hofsjökuls og Ódáðahrauns. Ljet hann vel yfir ferðinni, en þó tiafði verið nokkuð stormasamt. Hann tók fjölda mynda af ýmsum stöðum, er myndir hafa ekki áður verið af teknar. Heim- leiðis fór hann aftur 29. júlí. Sígaunar. Einn maður af því flökkufólki hafði nýlega verið á ferð um Mosfellssveit og kvaðst vera frá Trípólis. Björn hreppstjóri í Grafar- holti vísaði honum frá sjer og hjelt hann þá áleiðis hingað til bæjarins. Dáinn er nýlega Gísli Gíslason Scheving, hreppstjóri í Stakkavík í Selvogi, merkur maður, greindur og vel metinn. Garðaprestakall er nú veitt síra Árna Björnssyni frá Sauðárkrók. Hann fjekk flest atkv. við kosning- una. ísspöng var sögð úti fyrir Húna- flóa og Skagafirði um síðustu helgi. Gjöf til Heilsnliælisins. Árni Eggertsson fasteignasali frá Winnipeg gaf Heilsuhælinu á Vífilsstöðum 3 reiðhesta, sem hann hafði keypt í vor til ferðanna hjer um land í sumar. Þurkur kom nú hjer sunnanlands síðastl. sunnudag. Þá var héiðskírt og sólskin frá morgni til kvölds. A mánudag var þykt loft, en regnlaust. í gær og dag aftur þurkur. Menn eru nú sem óðast að hirða heyin eft- ir hrakningana í óþurkunum undan- farið. Hallærissjóður. Kona ein aust- an fjalls, er ekki vill láta nafns síns getið, sendi nýlega G. Björnssyni landlækni IOO kr. í peningum með þeim ummæium, að þær skyldu leggjast í hinn fyrirhugaða hallæris- sjóð, eða þá verða fyrsta stofnfje hans, ef hann væri ekki myndaður.— Slíkan áhuga hafa menn á því rnáli víða um land. Kenning Únítara. Fundarræða eftir séra Rögnvald Pétursson. (Frh.). ---- Um kjör manna eftir dauðann er in únítariska trúfræði orðfá, eins og vit, skynsemi og sanngirni manna býður flestum að vera. Enginn, er horfið hefir sjónum manna hér, hefir komið til baka, til að skýra frá ástæðum þar. í flestum tilfellum vilja menn byggja vissu sína á meiru en eins manns sögusögn við- komandi þó eins óverulegum hrutum og ýmsum landshlutum þessarar jarð- ar, eins og líka oft hefir reynst og þurft hefir. En nú hefir e n g i n n kom- ið til baka til vor frá eilífðarríkinu mikla, er utan liggur ins jarðneska heyrnar og sjóndeildar-hrings vors; er það þvl bett, að það, að gefa nákvæmar lýs- ingar af þeim stað, eru tómar óvissar til- gátur og hugmyndasmíð. En svo eru til bendingar, sennilegar og 1 samræmi við þau eðlislög tilver- unnar, er vér þekkjum, er bent geta óljóst til, hversu kjörum manna sé háttað eftir dauðann. Með hvað geta menn farið héðan, er þeir deyja? Ekki nema eitt. Þá full- komnun sálar, er þeir hafa öðlast hér. Þá fullkomnun persónuleikans, er þeir geta öðlast hér. Annað ekki. Ekki silfur eða gull eða fagran skrúða. Líð- anin verður því, að líkindum, undir fullkomnan mannsins komin hér 1 heimi, misjöfn eins og menn eru misjafnt hér á veg komnir þegar þeir deyja. En lög guðs ná þar yfir alt það ríki, engu síð- ur en hér, og kærleiki guðs leyfir mönn- um, á sama hátt og hér, að vaxa í náð og þekkingu. Engir eru fordæmdir, og eilífur kvalastaður er ómöguleg mótsögn, svo framarlega sem guð er alt 1 öllu og alstaðar nálægur. Það er engin útskúf- un til og helvíti er óskapnaður grimdar- brjálaðrar sálar. (Frh.). Kaupakona óskast um 2—3 vikna tíma á gott sveitaheimili. R. v. á.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.