Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.08.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 09.08.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. fORLÁKSSON. Veltusundi 1. Talsimi 359. LÖGRJETTA Ritstjori: PORSTEiNN 6ÍSLAS0N PinghoUsstræti 17. Talsimi 178. M 36. HLeylcjavík: 9. ág-iist 1913. VIII. árgr. I. O. O. F. 948I59- L,á*us Fjeldsted, Yflrrjettarmilafserslumaður. Lækjargata 2. Heima kl. 11 —12 og 4—7. JEfselicuur, innlendar og erlendar, pappír og allskyrjs ritföng kaupa allir i Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Auglýsing um drátt i lngólfslotteríinu, Samkvæmt beiðni Ingólfsnefndar Iðnaðarmannafjelagsins hjer er öllum mönnum, er það mál snertir, til vitundar gefið, að lotterídráttur um Ingólfshúsið við Bergstaðastræti, óháð öllum veðböndum, fer fram föstudag- inn 2. janúar næstkomandi kl. 10 árdegis í bæjarþingsstofunni hjer. Nefndin heitir því að láta mála húsið og gera við það, er aflaga kann að hafa farið, áður en drátturinn fer fram. Húsið er virt til brunabóta á kr. 10347,00. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 21. jlilí 1913. Jón Magnússon. 3ng61|slotteriið. 23. f. m. var auglýst hjer í blað- inu, að dráttur um lngólfshúsið færi fram 2. jan. næstk., og er sú aug- lýsing endurtekin í þessu tbl. Það var mikið selt að nýju af lotteríseðlum hjer í Reykjavík í vor og sumar, áður en ákvörðunin væri tekið um dráttinn, og nú eru seðl- arnir til sölu úti um alt land. For- göngunefndin hefur gert sjer mikið far um, að bæta mætti nú úr því, sem áður hefur farið í ólagi um Ing- ólfslíkneskismálið, og ættu menn að styðja hana sem best í því með því að kaupa nú seðlana, er víst er orð- ið um það, hvenær drátturinn um húsið á fram að fara. Áður hafa menn sagt, að það hafi heft söluna, að alt var í óvissu um, hvenær dreg- ið yrði. Nú er það ekki lengur til fyrirstöðu. Fyrirtækið var byrjað með mikl- um áhuga, og mikið gefið til þess af einstökum mönnum. En svo varð alt að engu og áhuginn hvarf. Nú hefur forgöngunefndin hafist handa að nýju og alt getur farið vel, ef menn eru henni nú samtaka og yilja styðja fyrirtækið með því að kaupa seðlana. Wýr „Mis'Hf" í þiughúsinu. Menn eru orðnir hissa á ástandinu í þinginu. Það er ekki útlit fyrir að nokkurt gagnlegt málefni fái þar framgang. Alt lendir í gauragangi út af valdabraski einstakra manna og laumuspilamensku, sem stendur f sambandi við það. Þess vegna gerist nú svo margur skrfpaleikurinn innan þingsalanna. En einna verst leikinn var hann þó sá, sem gerðist þar 4. þ. m., er stjórnarfrumv. um fasteignaskatt var til umræðu í neðri deild. Það haíði verið kosin nefnd í mál- iðf og hún hafði klofnað. Meiri hluti hennar mælti með frumvarpinu (sbr. Lögr. 31. júlí) í allrækilegu nefndaráliti, og þar á meðal var J. Ói. Hann hefur líka áður haldið fram sömu stefnu og frumv. fylgir, og sömul. L. H. Bjarnason. En nú var það ákveðið, að hefndin fyrir það, að mistekist hafði fyrirspurnin um lotterímálið, skyldi meðal annars koma fram á þessu frumv. Við aðra umræðu var Jón fjarverandi. En til þriðju umræðu hafði komið fram ó- veruleg]sbreytingartil!aga frá tveimur nefndarmönnum öðrum, sem mælt höíðu fram með frumvarpinu. Nú kom Jón á þingdeildarfund og lofaði enn frumvarpið, en þó kvað hann það ráða atkvæði sínu um málið, hvort breytingartill. yrði samþykt, Ef hún yrði samþykt, greiddi hann atkv. móti frumv. Mótstöðumenn frumv. höfðu haft samtók um að greiða atkv. með breytingartill. og leggja þannig genga brú handa Jóni yfir til sín. En flutningsmenn brtill. tóku hana þá aftur, svo að nú gat Jón ekki stiklað yfir á þeirri brú. Hann rís þá upp í deildinni og býð- ur það, sem á þingi er kallað „hrossakaup" á atkv.: ef stjórnin vilji ábyrgjast, að Landsbankafrumv. Björns Kristjánssonar komist út úr þinginu sem Iög, þá skuli hann greiða atkv. með þessu frumv., en annars ekki. Úr loforðum um það varð ekkert, og þá gekk Jón frá yfir- lýstu áliti sínu á frumv. bæði í nefndarskjalinu og í þingræðunni og ljet frumv. falla, því fylgið valt á hans atkv. Þetta þykir einhver sú versta frammistaða sem sögur fara af á alþingi. „Dragsúgurinn" frá alþingi 1911 er kunnur um alt land. En sá súgur, sem J. Ól. varð fyrir 4. þ. m., virðist vera enn óhollari og meinlegri súgur. Hvaða nafn Jón gefur honum sjálfur, hefur Lögr. ekki heyrt enn. En aðrir þingmenn hafa á honum ýms nöfn, sem hjer er slept. íanisbankafrumvorpin. Með lögum 1885 var landsbankinn stofnaður. Landsjóður lagði honum til stofnfje 700 þúsund krónur. Bank- inn jókst og blómgaðist, og við ára- mót 1908 hafði hann fengið vara- sjóð, sem nam hvorki meira nje minna en 650 þús , eða sem svaraði stofnfjárupphæðinni. í árslok 1909 var varasjóðurinn orðinn 730 þús. fullar. Frá þessum tíma hefur varasjóður bankans staðið í stað, eða því sem næst. Auk þess hafa ýmsar breyt- ingar orðið á reikningum bankans. í stað þess að bankinn skuldaði vana- lega við hver áramót undir hinni eldri stjórn nokkur hundruð þúsund, t. d. árið 1908 til Landmandsbank- ans fullar 900 þús. kr., átti Lands- bankinn við áramót 1912 inni hjá sama banka fullar 800 þus. kr. Hið sama átti sjer stað 1911. Það var því ekki að undra, að marga furðaði á því, er nefnd sú, er sett var til þess að íhuga málefni Landsbankans, kom fram með laga- nýmæli um það, að landssjóður á- byrgðist alla sparisjóðsinneign lands- manna í bankanum tryggingarlaust, og legði bankanum auk þess til 2 milj. kr. á næstu 20 árum sem veltufje, eða eyðslufje, eða hvort- tveggja. Við rannsóknina 1909 kom það í ljós, að dómi núv. bankastjórnar, að bankinn mundi tapa minst 400 þús. krónum, og gerði hún ráð fyrir því á komandi árum. En að gera ráð fyrir því, að stjórn sú, sem nú hefur málefni bankans með höndum, sje í alla staði fær um að útbýta lánum frá bankanum til Pjet- urs og Páls þannig, að tap væri úti- lokað, það er að ætlast til of mikils af mönnum yfirleitt, og slíka afburða hæfileika væri jafnvel ekki rjett að tileinka núverandi bankastjórn. Tap hefur komið fyrir og mun geta kom- ið fyrir enn, þótt eins varlega sje farið og unt er. Land eins og okk- ar, sem er svo háð hinum erlendu peningastofnunum, stendur og fellur að miklu leyti með peningamarkað- inum þar. Hver sú stjórn, sem hef- ur umsjón bankamálefna vorra, hlýtur meira eða minna að verða háð stjórn hinna erlendu peningastofnana. Þetta orsakaði peningaþröngina hjer 1907 og 1908, er var ekki eins mikið stjórn bankans að kenna og orð hefur verið á gert. Það verður því, hvernig sem mál- inu er velt fyrir sjer, ætíð nokkur áhætta með peningaverslunina, eins og aðra verslun,' og aldrei of tryggi- lega um hnútana búið. Það mun aldrei hafa verið til þess ætlast í byrjun, er landssjóður lagði bankan- um til fje 1885, að landssjóðurinn færi að reka peningaverslun lands- ins, heldur hins, að landssjóðurinn styddi verslunina til þess, að geta byrjað fyrirtækið. Hins vegar ber stofnuninni að svara landssjóði vöxt- um af fje því, er hann þannig fjekk henni til umráða. Þetta, að landssjóðurinn lagði bank- anum til fje í byrjun, hefur nú orðið til þess, að einstöku menn hafa skilið það á þann veg, að landssjóður ætti bankann, og á þeirri skoðun eru bygð þau laganýmæli, að landssjóð- ur taki að sjer ábyrgð á öllu spari- Myndin sýnir konungshöllina í Búkarest, höfuðborginni í Rúmeníu. Rúmenum þykir mikið til þess koma, að friðarfundurinn, er gera skyldi út um deilumálin milli Balkanrfkjanna innbyrðis, var settur í Búkarest, en ekki hjá einhverju stórveldanna. Þeir telja það merki þess, að Balkanþjóðirnar lúti nú ekki lengur forræði stórþjóðanna. Nú ætli þær að fara að ráða málum sínum til lykta heima fyrir og Rúmenar eigi að verða höfuðríkið. Búkarest hefur 300 þús. íbúa. Borgin var stofnsett á 14. öld og var lengi með Austurlanda-sniði. En á síðari árum, eftir að hún varð höfuðborg Rúmenín, hefur hún tekið miklum stakkaskiftum og verið bygð upp í sniði stórborga Evrópu. sjóðsfje Landsbankans, ekki einungis því, sem nú er, heldur og því fje, sem í hvert sinn stendur inni í bank- anum til vöxtunar. Þetta er gersamlega nýtt stig, miklu meira og alvarlegra en gera má ráð fyrir að þingmenn hafi gert sjer grein fyrir. Þetta er hvorki meira nje minna en að landssjóður tryggi með verðbrjefaframlögum spari- sjóðsinnstæðuna, eins og hún er í hvert sinn, með hlutfallslega hæfi- legri tryggingu við fjeð, sem í veltu er haft, hvort heldur sem þá yrði hún sett 20% eða þá meira eða minna. Eitthvað þarf tryggingarfjeð að vera, og getur það varla verið lægra en það er nú ákveðið. Eigi landssjóður Landsbankann, eins og lögin virðast vilja byggja á, á landssjóður auðvitað einnig trygg- ingar þær, sem Landsbankinn nú þarf að hafa fyrir fjenu. Þetta yrði því aðeins sú breyting, að fje landsins með þessari nýju aðferð yrði lagt inn í Landsbankann til þess að verða veltu- eða eyðslu-fje eftir atvikum, og landssjóðurinn hyrfi þannig smám- samann inn í Landsbankann, og banka- stjórarnir þar yrðu veitingavald lands- sjóðsins, en hvorki þing eða lands- stjórn. Landssjóður og Landsbanki eiga og þurfa að vera hvor öðrum óháðar stofn- anir.meðan löggjöfinni ekki er breytt. En verði þessi frv. þingsins að lög- um, eins og þau liggja fyrir, er ekki einasta varpað upp á landssjóðinn fleiri miljóna króna ábyrgð, heldur er einnig ábyrgðarþunganum af stjórn þessarar stofnunar velt af Landsbanka- stjórninni yfir á landsstjórnina, því þegar fyrst viðurkenning er fengin fyrir því, að landssjóður beri ábyrgð- ina og leggi til fjeð, þá er hægur vandinn að seilast f landsfjárhirsluna, þótt ógætilega væri farið í útlán úr bankanum, og altaf heimta meira og meira fje, eins og oft vill verða, þegar sá, er einu sinni hefur tekið að sjer reksturinn, er neyddur til að halda honum áfram. Það er ekki að undra, að nokkrir af þingmönnum virtust vera þeirrar skoðunar, að þetta væri þrotabús- yfirlýsing frá Landsbankanum, þar sem ekkert bendir til þess, að bank- inn í næstu framtíð þurfi að óttast aðsúg af hendi sparenda. Meðan hann er fær um við hver áramót að hafa fyrirliggjandi erlendis yfir 800 þúsund kr., þá bendir það ekki til þess, að hjer sje verið að skera fje við neglur sjer. Útborganir Landsbankans eru ekki, eða hafa ekki verið, svo miklar strax eftir nýárið, að numið hafi nærri þessari upphæð, enda sýnir reikn- ingur bankans fyrir 1913, 31. mars, að þá er talsvert eftir af innstæðu í Landmandsbankanum, sem bankanum hefði verið innan handar að hafa hjer í veltu þann tíma, er ekki þurfti á því að halda til nauðsynlegra útborgana. Komist laganýmæli bankanefndar- innar á, er engin takmörkun orðin á því, hversu mikil ábyrgð lafldssjóðs verður, því hún fer auðvitað eftir sparisjóðsinn- stæðunni í hvert sinn, auk þess sem nýtt fje mun ætíð þurfa til reksturs- kostnaðar eftir því sem viðskiftin aukast og þörfin vex. Þetta verður því undir öllum kringumstæðum til þess að gjördrepa traust landssjóðs- ins, sje það annars nokkuð, og yfir- leitt leggur þetta landssjóði byrði á herðar, sem hann hvorki er fær um, eins og stendur, að taka á sig, nje eftir eðli sínu á að taka að sjer. Bankinn á og verður að byggja á því, að hann sje rekinn með skyn- semi af hæfum mönnum; hann á ein- ungis að reka slík fyrirtæki, sem honum er ekki ofvaxið, eins og lands- sjóðurinn að sfnu leyti veitir fje til þeirra fyrirtækja, er þurfa styrks af því opinbera, eða eru rekin fyrir opinbert fje, án þess þeim fylgi of miki) áhætta, eins og ætið á sjer stað með peningaverslun. Nefndin, er íhugaði málefni Lands- bankans, byggir álit sitt meðfram á vörutollinum, en ennþá hefur hann ekki sýnt sig þannig í framkvæmd- inni, að örugt sje á honum að byggja. Það, sem nefndin gat bygt á, var þetta: bankann vantar fje, og ein- staka menn vantar fje, en það op- inbera, landssjóðinn, vantar lika fje. Það er yfirleitt fjeskortur, og af tvennu illu munu landsmenn yfir- leitt una því betur, að Landsbank- ann vanti fje, en að landssjóðurinn taki að sjer ábyrgð á rekstri hans, með því að íþyngja þeim með nýj- um skattaálögum. Fyrst um sinn mun hver hafa nóg á sinni könnu, og þar sem ætla má að mál þetta sje ekki þess eðlis, að t. d. spari- sjóðsfje manna sje uppjetið fyrir óviturlegar aðfarir stjórnarinnar, þá mundi eiga vel við, að milliþinga- nefnd yrði sett, til þess meðal ann- ars að rannsaka ástand bankans og hverjar bætur mætti á honum gera, án þess að landinu með fyrirkomu- laginu yrði stofnað í hættu, sem er tilfellið, verði það ofan á, sem nú er uppi í þinginu. Þetta laganýmæli hefði óumflýj- anlega í för með sjer takmörkun á lánsskilyrðum bankans, auk þess sem landssjóður sjálfs sín vegna yrði að leggja verðbrjef til hliðar út af ábyrgð- inni, án tillits til sparisjóðseigenda,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.