Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.08.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 13.08.1913, Blaðsíða 1
AtgreiAslu- og lunheimtum.: hlRARINN B. ÞORLAKSSON. Veltiisivndi 1. T.l.iml 359 LÖGRJETTA Rltstjori: PORSTEINN 6ÍSLAS0N Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 37. Fteylcjavík 13. :it» ú^í 1913. Vm. árK. I. O. O. F. 948159- Lárus Fjeldsted, Yflrrjettarmálafserslumaður. Lækjargata 2. Heima kl. 11 —12 og 4—7. JBseJkur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bökaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Aljbingi. VII. Pingmannafrumvörp. 62. Um heimild fyrir veðdeild Landsbankans til að gefa út nýjan (4.) flokk (Serie) bankavaxtabrjefa, flytur bankanefndin í n. d. Veðdeild- inni veitt heimild til að gefa út bankavaxtabrjef, alt að 6 miljónum kr. Fyrstu 5 árin eftir að veðdeild- arflokkur þessi er settur á stofn veit- ist 5000 kr. tillag til hans á ári úr landssjóði. 63. Um að leggja jarðirnar Bú- staði og Skildinganes undir lögsagn- arumdæmi og bæjarfjelag Reykja- víkur. Flm.: L. H. B. 64. Um stækkun verslunarlóðar- innar á Eskifirði. Flm.: J. Ól., G. Egg. 65. Niðurlagsákvæði 16. gr. laga 16. nóv. 1907, um lánsdeild við Fiskiveiðasjóð íslands, er skotið á frest til ársloka 1915. Lán úr sjóðn- um veitist eftir tillögum Fiskiveiða- fjelags íslands. Flm.: L. H. B. 66. Um sjerstaka dómþinghá í Öxnadalshreppi. Flm.: St. St. Nefndir. Kirkjujarðasala: G.Bj.(form.), Stgr. J., Þór. J. (skr.). Lögreglusamþykt í Vestmannaeyj- um: Ein.J., G. Egg., J. Magn. (skr.), Sk. Th. (form.), Valtýr. Dómstúlkar og skjalaþýðendur: Jóh. Jóh., Jón J., Valtýr, B. Jónss. (skr.), Þorl. J. (form.). Málskostnaður: Tr.B., J.Ól.(skr.), Kr. J. (form), Sk. Th., St. Stef. Fátækralög: P. J., Jón J. (form), Matth. Ól., Kr. Dan. (skr.), Ein. J. Fuglafriðun: Sig. Sig. (form.), G. Egg., Matth. Ól., Ben. Sv. (skr.), Þorl. J. Sparisjóðir: P. J., L. H. B. (form ), M. Kr., Kr. Dan., Ól. Br. (skr.). Sölubann á tóbaki: H. St, Matth. Ól. (skr.), Sig. Sig. (form.), Sk. Th., Ein. J. Einkarjettur P. J. Torfasonar: P.J., Þorl. J, Matth. Ól., Ben Sv., Ein.J. Kosningar til bæjarstjornar: ÓI. Br. (form.), J. Ól. (skr.), Jóh. Jóh., Bjarni, Tr. Bj. Vörutollur: Guðj. G. (form.), J. Jónat., Stgr. J. (skr.). Breyting á aðflutningsbannslögum: Bj. Þorl. (form.), G. Bj. (skr.), J. Janat, Sig. Egg„ Sig Stef. Hringnótaveiði: Júl. Hav. (form.), Jós. Bj. (skr.), Stgr. J. Hvalveiðamenn: Ein. J. (form.), Sig. Stef. (skr.). Sig. Egg. Umboð þjóðjarða: Júl. Hav. (form.), Eir. Br. (skr.), Hák. Kr. Síldarskoðun: Bj. Þorl. (skr.), Júl. Hav. (form.), Sig Egg. Lög frá alþingi. 4. Um sölu á þjóðjörðinni Reykj- um í Hrútafirði. 5. Um löggilding verslunarstaða í Karlseyjarvík við Reykhóla og í Hagabót í Barðastrandasýslu. 6. Um breyting á 1. gr. lagaum vita gjald frá n.júlí 1911. Fyrir hvertskip, sem hefur fullkomið þilfar eða gang- vjel og tekur höfn á íslandi, eða er haldið út frá landinu, skal greiða vitagjald 25 aura af hverri smálest. Skemtiferðaskip, sem engan farm flytja fyrir borgun, 15 aura af hverri smálest. Undanþegin vitagjaldi eru herskip og skip, sem leita hafnar í neyð. — Fjárlögin. Nefndin telur tekjuáætlun stjórnar- innar varlega og er því samþykk, að varleg áætlun sje holl og heppileg. En henni þykir þó óhætt að áætla tekjurnar töluvert hærri, og verður áætlunarupphæð nefndarinnar 128 þús. kr. hærri fyrir bæði árin. Til eftirlits úr landi með fiskiveiðum vill nefndin veita 3000 kr. á ári.— Per- sónuleg launaviðbót til Sæmundar prófess. Bjarnhjeðinssonar, 300 kr. Til Röntgens-áhaldakaupa handa Víf- ilsstaðahæli 3000 kr. f. á. — Til pósthússbyggingar 30,000 kr. f. á. og býst við að 35000 kr. verði veittar á f járaukalögum. Nefndin vill hækka laun landsverkfræðings upp í 3600 kr. og auk þess veita Jón Þorlákssyni verk- fræðingi persónulega launaviðbót 400 kr. á ári. — Nefndin vill taka upp fjárveiting til Eyjafjarðar og Gríms- nessbrautar samkvæmt tillögum lands- verkfræðings, og veita 78000 kr. til brúar á Jökulsá á Sólhcimasandi, en fella niður fjárveiting til brúar á Eyja- fjarðará. — Hækkar um 13000 kr. á ári til þjóðvega og vill greiða Gull- bringusýslu 5600 kr. til Keflavíkur- vegarins. Til brúar á Langadalsá í N.-ísafj.s. 8000 kr. Til aðgerðar á Reykjavíkurdómkirkju 20000 kr. Laun kennara mentaskólans vill nefndin hækka um 1800 kr. á ári: að yfirkennari og 1. og 2. kennari fái hver 200 kr. og hinir 400 kr., og að aukakennararnir, B. Kr. ogj. Ófeigsson, fái hvor 2000 kr. á ári. Sömuleiðis vill hún hækka laun Þor- kels kennara Þorkelssonar um 200 kr., og laun Jónasar kennara Jónssonar frá Hriflu um 400 kr. — Þá er sú breyting gerð, að bændaskólarnir og aðrir þeir skólar. sem hafa verið í 16.gr., eru fluttiri14.gr. — i.bóka- verði landsbókasafnsins (Guðm.Finnb.) vill nefndin veita 500 kr. launaviðbót, en fella um leið niður fjárveiting til hans til ritstarfa. Þá vill hún láta Jón Ólafsson hafa 3000 kr. á ári til orðabókargerðar, en með því skil- orði, að hann hafi engin önnurlaun- uð störf með höndum. Nefndin vill veita skáldunum Einari Hjörleifssyni og Þorsteini Erlingssyni 2000 kr., Valdimar Briem 1600 kr., Guðm. Magnússyni 2400 kr., Guðm. Guð- mundssyni og Guðm. Friðjónssyni 1200 kr., öllum fyrra árið. Segir nefndin, að fjárveiting þessa megi ekki skoða sem árleg laun, heldur annaðhvort styrk til þess að vinna að ákveðnu verki í þarfir bokmenta og lista, eða verðiaun fyrir unnin verk. Nefndin telur eðlilegast, að stjórnin hefði eitthvert fje til um- ráða handa skáldum og listamönn- um, svo að þingið og fjárlögin væri laus við slfkar fjárveitingar, því oft verða umræður um þessar fjárveit- ingar, bæði á þingi og utan þings, óviðfeldnar í garð umsækjanda, enda þingið eigi vel fallið til þess að dæma um verðleika manna í slíkum efnum. Þar á móti gæti stjórnin ráðfært sig við færustu menn. — Nefndin vill ekki fallast á beina árlega fjárveit- ing til Einars Jónssonar myndasmiðs, en vill í þess stað heimila stjórninni til þess að kaupa fyrir listaverk ís- lenskra listamanna 2400 kr. til högg- mynda og 2000 kr. til málverka. Ríkharði Jónssyni vill nefndin veita 1000 kr. f. á. til þess að ljúka námi í listaháskólanum í Kaupmannahöfn og Guðjóni Samúelssyni 600 kr. hvort árið, Jóni dócent Jónssyni 1200 kr. utanfararstyrkur f. á. og 800 kr. á ári til Boga Th. Melsteðs til að semja íslandssögu. Þá vill nefndin fella burt styrk til Sig. Guðmundssonar til að semja bókmentusögu, og lækka styrk Helga Jónssonar og Helga Pjeturss ofan í 1200 kr. hjá hvorum. íþróttasambandi vill hún veita 500 kr. áári; til nýrra rannsókna til undirbúnirbúnings Flóa- og Skeiða-áveitu 5000 kr. f. á. For- stöðumanni efnarannsóknarstofu vill hún veita 400 kr. persónulega launa- viðbót, og til Gísla Guðmundssonar til gerlarannsóknar erlendis 1500 kr. f. á. Þá vill nefndin launa tvo er- indreka erlendis, annan er hefur með höndum útbreiðslu á íslenskum lands- afurðum og hinn á sjávarafurðum, hvorn með alt að 4000 kr. á ári, gegn helmingi launa og ferðakostnað- ar annarstaðar frá. Til Sveins Odds- sonar til að halda uppi vöru- og mannflutningum á bifreiðum til og frá Reykjavík 5000 kr. 'f. á. Styrk til Hjálpræðishersins 1000 kr. f. á. til byggingar; til Steingríms Jóns- sonar 800 kr. s. á. til að halda áfram námi á fjöllistaskóla; til Guðm. sýslu- manns Björnssonar og Snæbjarnar hreppstj. Kristjánssonar í viðurkenn- ingarskyni fyrir góða framgöngu við tilraun til að hefta botnvörpung, 500 kr. handa hvorum, og til Torfa í Ólafsdal 1500 kr. Fjárlaganefndin segist hafa haldið 30 fundi, enda hefur nefndarálit hennar komið f síðasta lagi. Framhald 1. umræðu (eldhúsdagurinn) er í dag. Fánamálið. Meiri hluti nefhdarinnar ' (Egg. P., L. H. B., Kr. J. og Ein. J.) telur það rjett að lögleiddur sje fáni, er blakta megi í friði innan íslensks valdsvæðis. En ætlast ekki til þess, að fáninn sje siglinga- eða verslunar- fáni, og telur það bæði ókleift og óþarft Nefndin vill að fáninn sje kallaður landsfáni, og gerðin verði hin sama og nú er (bláhvíti fáninn). Minni hlutin (Sk. Th.) vill aftur á móti að lögleiddur verði siglinga- og verslunar-fáni. En um gerðina er hann sammála meiri hlutanum. Á mánud. kom málið til 2. umr. L. H. B. hjelt fram heimafána, en Sk. Th. siglingafána. Lárus taldi till. Skúla óframkvæmanlega og lög- leiðing siglingafána ekki æskilega meðan við gætum ekki varið hann. Skúli taldi aftur á móti lögleiðing heimafána eða landsfána verri en ekki neitt. Ráðherra kvað málið ekki nægi- lega undirbúið. Það hefði vaknað út af atburðinum, sem gerðist hjer á höfninni 12. júní síðastl., og þá hefði það haft mikil áhrif, að mönn- um hjer hefði skilist svo sem flagg- takan hefði verið gerð af varðskips- foringjanum eftir beinni skipun frá hærri stöðum. En nú lægi fyrir yfir- lýsing um, að svo hefði ekki verið. Kvaðst nú hafa fengið brjef frá yfir- ráðherra Dana, dags. 30. júlí, um þetta mál, og væri þar skýrt frá því, að það, sem farið hefði fram hjer á höfninni 12. júní í vor, hefði gerst án sjerstakrar fyrirskipunar eða til- hlutunar danskra stjórnarvalda. Út af þeim atburði væri því ekki um annað að ræða en skilning varðskips- foringjans eins á þeim lagafyrirmæl- um, sem hann bar fyrir sig. En nægilegan undirbúning vantaði málið af því, að það tæki til konungsins sjálfs meira en önnur mál, og ætti því undirbúningur þess að fara fram í samráði við hann og málið að koma frá stjórninni. En við núver- andi konung hefði aldrei um þetta mál verið talað. Lfka væru ýmsir verulegir gallar á frumvarpinu, t. d. gerðin ekki fastákveðin þar, aðeins í aths. við frumv. tekið fram, að blái liturinn ætti að vera dökkur en ekki ljós, eins óg / flagginu, sem nú væri notað og líktist því óhæfilega lega mikið aðmírálsflagginu gríska. Gerðin yrði að vera fastákveðin og líka skilmerkilega tekið fram, hvernig flaggið ætti að notast, hvort það ætti að blakta hjer yfir opinberum byggingum o. s. frv. — svo að kon- unginum væri það fullljóst, bæði hvers konar flagg það væri, sem æskt væri eftir, og líka hitt, hvernig það ætti að vera. Ráðherra var Lárusi samdóma um það, að till. Skúla gætu ekki fengið framgang, en um hitt var hann sammála Skúla, að betra væri að bíða með málið að þessu sinni en samþykkja frumv. meiri hlutans, enda þótt það væri látið ganga til 3Ju umræðu. Lárus benti á, að mörg lönd og ríki hefðu landsfána, sem ekki væru jafnframt siglingafánar. Svo væri t. d. um Prússland, Skotland, írland og nýlendur Breta, og jafnvel Sviss; skip Svisslendinga fengju leyfi til að nota annarar þjóðar fána. Vitnaði til þess, að Knud Berlin teldi í grein, sem hann nylega hefði skrifað í blaðið „Kobenhavn", íslendingum fært að taka upp landsfána, en ekki siglinga- fána. Kvaðst hann þó í þeirri grein K. B. vera talinn við hliðina á þing- manni Dalamanna, og skildu menn svo málróminn sem þingmanni okkar höfuðstaðarbúanna þætti sjer með þessu lítil virðing gerð. Bjarni frá Vogi hjelt fast fram siglingafána og taldi frumvarp Lár- usar viðurkenningu þess, að ísland ætti ekki rjett til annars en lands- fána, og því væri það miklu verra en ekki neitt Hann kallaði Lárusar- fánann „skattlands-svuntu" og vildi fyrir engan mun hafa nokkuð með hana að gera. En það sagði hann vera jafnt á báða bóga, að hvorugur þeirra Lárusar teldi sjer það til gildis, að vera nefndur við hins hlið. Tillaga Skúla og þeirra fjelaga voru feldar með 20 atkv. gegn 5, og sögðu já: Ben. Sv., B. J„ Sig. Sig., Sk. Th. og Þorl. Hinir allir nei, nema Bj. Kr., Jóh. Jóh., Kr. Dan., M. Kr. og Matth. 01., er ekki greiddu atkv., töldust til meiri hlutans. Síðan var tillaga meiri hlutans samþ. með 20 : 5 (B. Sv., B. J., H. H., Sig. Sig. og Sk. Th.) Jóh. Jóh., M. Kr„ Matth. Ól. og Þorl. J greiddu ekki atkv., og til 3. umræðu var málinu vísað með 18 atkv. gegn 7 (Ben. Sv„ B. J„ H. H., M. Kr„ Matth. Ól„ Sig. Sig„ Sk. Th.), Joh. Jóh. og Þorl. J. töld- ust til meiri hlutans. frá Vwtmannaeyjum. Margir fjarverandi og ókunnugir álíta Vestmannaeyjar vera besta og eftirsóknarverðasta hjerað landsins. Þær standa jafnvel orðið framar en Reykjavík í því, að vekja kaupstaðar- ferðasýki í sveitum og öðrum sjó- þorpum. Meðal nokkurra allnýtra og uppbyggilegra manna, er hingað koma, flykkist hingað allmikið af fá- ráðum, sem ekki geta lifað annar- staðar fyrir vesaldómi, „uppflosning- ar", og svo óreglumenn og drykkju- rútar; enda er það ekki furða, þar sem er jafn blómlegur áfengisakur. Nætur-slorið, -slarkið, og -skemdirnar, whiskykassarnir, rommkassarnir, áka- vítiskassarnir, sprittkútarnir, brenni- vínskvartilin, og svo stundum tunnur til uppfyllingar, með flestum ferðum hingað frá Reykjavfk eru þegjandi vottur um leynilegu vínsöluháðungina á háu stigi. Ávextirnir eru: örbyrg heimili drykkjufáráðanna, eyðilagðar konur þeirra og aumlega útlftandi börn; drykkfeldir lausamenn, sem afla töluvert, en eru allslausir að öðru en ef til vill dálitlum skuldum. Sumir aðkomandi sjómenn af sama tægi, er fá hjer gott kaup, fara allslausir heim í lokin. En þær blóðsugur og land- eyður, er menn eru fulltrúa um að reki hina ólöglegu áfengissölu, og fá sendingarnar, ganga mánuðum \ saman iðjulausar, þó sumar þeirra hafi nokkra ómegð, sem elst upp eftir þeirra nótum. Er það óskandi og vonandi, að bannlögin ljetti þeirri byrði, svívirðing og ógæfu, af Eyj- unum á nálægum tíma. Svo eru nú allmargir nauða-ókunn- ugir nær og fjær, sem líta aðeins á yfirborðið og þykir það fyrðu dýrð- legt, og heyra svo allar lygasög- urnar, sem ganga hjeðan, þar á með- al um þann ógurlega mokafla, sem á að vera hjer vetur, sumar, vor og haust, ár eftir ár, og að menn róti hjer upp peningunum eftir vild, og að því nær allir verði hjer og sjeu vellríkir o. s. frv. Þeir sjá bifbátana tugum saman á þurru landi og fljót- andi á hafnarnefnunni í logni og kyrð, húsin alla vega máluð og flekk- ótt — eins og skjöldóttar og marg- litar kýr — í þjettum og óregluleg- um þyrpingum eins og þúfur í rim- •um. Þetta alt meina víst sumir að sje skuldlaus eign, sem þjóti upp eins og grasið á vorinu. En það er ekki alt selur sem sýnist. Á örfáum árum hafa að sönnu þotið hjer upp fjöldi húsa, hreysa og kofa. Sum þeirra eru allgóð og sæmilega vönd- uð, og einstöku munu vera skuldlítil, en allur f jöldinn er ljelegur, óvandaður og endingarlftill sökum efnaskorts, ljelegs efnis og svo nokkurrar van- þekkingar. Útlendingurinn veit að vjer lifum í skóglausu landi og skipa- lausir, og getur því sent okkur viðar- úrganginn sinn og selt hann með ránsverði, og kaupmenn geta notað það tækifæri. En hinn bláþráðótti skuldavefur, sem mikið af þessu stendur á, er ekki fyrir almanna sjónum; hann er hingað og þangað í verslunarbókunum, veðmálabókun- um, bönkunum, sparisjóðunum og jafnvel víðar. Um bifbátana er líkt að segja. Fjöldi þeirra flýtur á mörgum ósýni- legu, botnlitlu skuldadýki. Til sam- ans munu þeir kosta með öllu lil- heyrandi um hálfa miljón kr. Væri þetta skuldlítið, sýndist það álitleg eign; en eins og alt er lagað, breyt- ist útlitið dálítið með því, að 7 ára reynsla er búin að sýna nokkuð fram á það, að þessi skuldbundni skipa- stóll, með vjelum og öllu saman, verði algerlega horfinn í djúp slits og fyrningar eftir nokkur ár, án endur- nýjunar, en endurnýjun kostar sama höfuðstól og áður. Meðan róðraskipin tíðkuðust, sem voru sett upp eftir hvern róður, höfðu menn litla hugmynd um vonsku og galla hinna svonefndu hafna hjer; það voru aðeins kaupmenn og versl- unarskipin, sem kyntust henni; en síðan bifbátarnir komu á hana til geymslu sumar og vetur fyrir óveðr- um og ógurlegum sjógangi, er útlit- ið alloft voðalegt fyrir öllum hlutað- eigendum, en einkum þeim, sem eiga þar aleigu sína, illa trygða, og aðal- atvinnuvon í veði. Nú ætla Eyjabúar að „reyna þegn- skap Flosa" og knýja á þingið með verulegan styrk til aðgerðar á höfh- inni, sem heita má lífsskilyrði hjer fyrir sjávarútveginn og framtíð Eyj- anna. Nú gefst tækifæri til að bæta fyrir gamalt og undanfarið hirðuleysi með Eyjarnar, þessa dropasælu kú landssjóðsins, er mjólkar honum nú orðið á ári um 70,000 kr., þessa margnfddu eign landsjóðs, sem hann hefur látið blása upp, níðast og eyð- ast á ýmsan hátt öldum saman. Þingið hefur sýnt meiri viðleitni í því, að sjúga og tutla í landsjoð, heldur en að hirða um jarðir hans í ymsum áttum, bæta þær og halda þeim í ábúð, ræktun og áliti. Það er einnig í ráði, að sækja um styrk til landhelgisgæslu hjer úr landi, því ein hin allra voðalegasta hættan,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.