Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.08.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 13.08.1913, Blaðsíða 2
136 L0GRJETTA Alls konar verkfæri. CmmOQDODDD til jarðvianu, grjótvinnn, jarðabóta, járnsiníða m. m. ættu kaupmenn og kaup- íjelög að kaupa hjá Gustaf Aspelín, Kpistjanía. Ennfremur járn, stál, akkeriskeðjur, stálkaðla og margt fleira. Skrifið sem fyrst. Hefur í mörg ár selt verkfæri til vegagerða landsins. Garl^ber^ 5kattefri Carlsberg- brugg-húsin mæla með ljósum niyrkum alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum. Garlsberg skattefri porter hinni extraktríkustu af öllum portertegundum. Oarlsberg sódavatn er áreiðanlega besta sódavatn. Þakpappi fæst með innkaupsverði iijá *3ófí. *3ófíannessyni, Laugaveg U Mestu birgðir af vjelum og verkfær- um til matreiðslu- og eldhúss-þarfa. Stálvörur aí fínustu og bestu tegundum. Verðskrá sendist eftir skiflegri beiðni. C. Th. Rom & Oo. Köbenhavn B. OTTO H0NSTED dan$ka smjörliki erbetf. BiöjiÖ um legurufímar „Sóley** „Inyóífur" Mehla"eða Jsafolcf Smjörlikið fce$Y einungi5 fra: % v Offo Mönsfed fyr. Kaupmnnnahöfn og/lro5um i Danmörku. - i % Næsta blað á laugardaginn kernur. sem vofir hjer yfir sjávarútveginum og um leið yfir Eyjunum, eru út- lendu botnvörpungarnir. Haldi sama áfram, er ekki annað líklegra, en að útræði eyðileggist hjer með öllu, og er þá ofseint aðgætt fyrir þingið. Það eru víst sár-fáir, sem hafa nokkra Ijósa hugmynd um alt það tjón, sem botnvörpungarnir gera, og landhelgis- ræman kringum Eyjarnar og ísland er langtum meira virði en margur ímyndar sjer. Það eru stór svæði, einkum með Suðurströndinni, þar sem enginn hefur neitt að segja af landhelgisbrotum þeirra; manna- bygðin er svo fjarri, og þeir, sem sjá til skipanna, vita ekki hvað landhelgin nær. Þá sjaldan að varðskipið svo nefnda tekur i eða 2 botnvörpunga, sem búnir eru að fylla sig af fiski og um leið mæli syndanna, blöskrar mörgum sú dyngja, er kemur upp úr þeim eftir örfárra daga dvöl hjer við land. En slfkt er örlítið brot. Það eru varla minna en 200 botnvörpungar hjer við land. Sumir þeirra eru ekki aðeins dögum saman heldur mánuð- um saman eingöngu í landhelgi, en nokkrir öðru hvoru. Landhelgisbrot sumra eru mörg hundruð á ári hverju, og öll landhelgisbrotin verða mörg hundruð þús. á ári, — Brot kalla jeg framið í hvert sinn sem vörpu er fleygt í sjóinn innan landhelgis, eða veiðarfæri eru í ólöglegu ásig- komulagi. Hin landsmönnum sýnilegu landhelgisbrot eru ekki nema örlítið brot af hinum ósýnilegu, og hin sönn- uðu Iandhelgisbrot (það er þeirra, sem Fálkinn finnur) eru ekki nema örlftið brot af hinum sýnilegu landhelg- isbrotum. Vestmanneyingar sjá manna best til lögbrjótanna alt í kringum sig í landhelgi, en þó sjá þeir ekki glögt úr landi yfir alla landhelgina sunnan við Súlnasker, Geirfuglasker, Einarsdrang, Þrídranga, milli eyja og meginlands og jafnvel víðar; en landheigisbrotin eru þó af- armörg, er þeir sjá úr landi, og tjónið af þeirra völdum á hverju ári er óútreiknanlegt. Maður sjer botn- vörpunga iðulega við meginlandið á 5—20 faðma dýpi við fiskiveiðar, meðan fiskur er „við sandinn" seinni part vetrar og fram eftir maímánuði. Sama er aðferðin á öllu svæðinu fram af Jökulsá á Sólheimasandi og austur fyrir Hjörleifshöfða. Er þar ætíð mjög fiskisæit, og víðar, svo sem út af Ingólfshöfða. í veiðistöðunum Vík, við Reynis- fjall, við Dyrhólaey, við Austur- Eyjafjöll, við Vestur-Eyjafjöll, við Austur-Landeyjar, við Vestur-Land- eyjar, og við Þykkvabæ, fiskaðist oft áður mætavel, og sumar þeirra gáfu Vestmannaeyjum lítið eftir með hlut- arupphæð á vetrar- og vor-vertíð. Á seinni árum er þetta svo breytt, að þar fæst nú svo að segja aldrei bein úr sjó, og þar sem áður voru 10—20 sex- og átt-æringar, eru nú 2—4 bátar, arðlausir, eða þá enginn. Gæftir og ógæftir á seinustu árum skiftast á, upp og niður eins og áður fyrri, og fiskurinn gengur þar upp að landinu, en auðvitað nokkuð mis- mundi eins og áður, en hann vantar friðinn. Óðara en fiskurinn kemur úr djúpinu á grunnið, er hann rifinn upp af botnvörpungum og þess utan komið á flæming með botnvörpu- drættinum. Við Eyjarnar, á Víkinni, við Eyð- ið og undir Ofanleytishamri liggja hjer iðulega af sjer ólæti og illveður 40—100 botnvörpungar. Aliur þessi herskari heldur sig á svæðinu frá Ingólfshöfða til Reykjaness. Við sjáum suma þeirra fara á kvöldin inní landhelgina og koma úr henni að morgni með þilfarið fult af fiski, og gera svo að honum 1—2 hundr- uð faðma frá augunum á okkur. Svo eru veiðarfæraspjöllin, og veið- arfæratakan af þeirra völdum, sem vorir bátar verða fyrir, og stundum hættan fyrir því, að verða keyrðir í kaf af ræningjunum. Þörfin er orðin brýn fyrir löngu, og það er meir en mál fyrir Eyja- búa og aðra íslenska sjómenn að fara að vakna og láta útlenda ræn- ingja ekki lengur ræna sig og rýja án þess að hreyfa sig og gera hvað þeir geta. Það er ótrúlegt að nokk- ur þingmaður sje sá, er ekki vilji styrkja gæsiu landhelginnar. En væri nokkur sá bjálfi til, ætti hann ekki að líðast stundinni lengur á löggjafarþingi. Það er annars mesta furða hvað sjómannastjettin getur verið sofandi og dauf með sinn eigin hag. Það er lfkt ákomið með henni og meiddu, horuðu og hungruðu áburðarklárun- um, er sjest hafa á íslenska gadd- inum. Áður en botnvörpungarnir komu hjer til sögunnar, hjeldu sig seinni part vertíðar og fram * eftir vorinu alt að 100 frakkneskra fiskiskipa á svæð- inu frá Vestmannaeyjum og austur á móts við Hjörleifshöfða, en venju- legast voru þau utan við landhelg- ina, og gerðu ólíkt minna tjón hjer og „með söndum" heldur en botn- vörpuskipin, sem hafa eyðilagt afla- brögð frakknesku seglskipanna, eins og íslensku róðraskipanna, á þessu svæði og „með söndum". — Það er af, sem áður var hjer við Eyjarnar, eins og víðar við suðurströnd Iands- ins. Meðan veðráttan er verst, í janú- ar og til byrjunar maí, er hjer helst fisk að finna, og hann mikinn í köfl- um, en þá bagar iðulega hin vonda veðrátta og svo botnvörpuvargurinn. Þar, sem þeir eru með vörpur úti, er ekki að hugsa til að fiska, nje hafa frið fyrir veiðarfæri sín í botni. Hina tíma ársins er hjer alveg fiski- laust, ár eftir ár, og væri það talinn langur tími í öðrum veiðistöðum, 7 —8 mánuðir. Og að þessu kveður svo ramt, að fjöldi manna bragðar hjer ekki nýjan fisk á þessu tíma- bili, sem eigi er heldur von, þar sem aðeins 2—3 bátar stunda eitthvað ofurlítið sjó við lítilsháttar reiting, en fólkið er um 1600. Allmargir neyð- ast til að fara hjeðan árlega til Aust- fjarða, til þess að leita sjer atvinnu og bjargar, en með misjafnlega góðum árangri. Til skamms tíma var vorafli hjá sumum litlu minni en vetrarver- tíðarafli, en nú dettur engum í hug að stunda hjer sjó vorvertíðina f líkingu við það, sem áður var. Hjer eru um 60 bifbátar. Fáeinir þeirra græða; flestir munu hafa fyrir útgerðarkostnaði, — „stoppa'* sem kallað er — en allmargir tapaíraun og veru, afborga ekkert, en bæta við skuldir árlega. Seinasta vetur munu róðrabátarnir litlu, 8 að tölu, hafa borgað sig allvel, þótt afli þeirra væri miklu minni en bifbátanna; kostnaður þeirra er enginn í saman- burði við hina. En barnalegur út- vegur hefðu þeir þótt hjer fyrir 20 árum á vetrarvertíð. Til viðbótar hinum almenna og algenga útgerðarkostnaði bifbátanna, hafa tapast hjer 11 bif bátar með öll- um veiðarfærum og útbúnaði til fiski- veiða síðan 1908, og druknað 30 manns — þar af 4 á smábát. 5 af þessum bifbátum hafa verið vátrygðir að nokkru leyti, en 6 óvátrygðir. Af 6 þeirra var flestum mönnunum bjargað. Af þessum slysum og óhöpp- um leiðir, að bátaábyrgðarsjóðurinn hjer er sama sem uppjetinn, og byrj- aði hann þó með ólitiegum stofni, 15—16 þús. kr. Mannskaðarnir hafa vaxið hjer stórmikið síðan bifbát- barnir komu, og óaðgætnin þvf meira. Hjer að auki hefur oft legið nærri stór-manntjónum, og það sein- ast í vetur á nokkrum bátum. Björg- unarbátur væri hjer því ekki óþarfur, þótt hann ef til vill gæti ekki ætíð komið til hjálpar. Eitt af því marga, sem Eyjarnar vanta, er vjelarbátur eða gufubátur, um 40 smálestir að stærð, til flutn- inga. Flutningsþörfin milli Eyjarina og meginlands frá Grindavík og alt austur á Hornafjörð er svo afarmikil, og færi vaxandi undir eins og hæfi- legur bátur fengist og sími kemur þangað austur. Núverandi bifbáta- ferðir eru að vísu skárri, það sem þær ná, heldur en kjötlið á róðra- bátunum var og erfiðleikarnir og svo öll manndrápin, er því var samfara. En mótorbátaferðirnar eru heldur ekki alveg mannskaðalausar. Við þær eingöngu hafa þó 5 menn á besta skeiði tapast. Styrkurinn til mótorbátaferðanna er ein hlægilegu útlátin frá þinginu til brýnna þarfa. Styrkurinn sá er ein íslenska ómyndin. Hjer eru aðeins litlar ádrepur, er mætti skrifa um alllangt mál hverja fyrir sig. 15. júlí '13. Vestmanneying ur. Balkanmálin. Eftir því sem símskeytafregnirnar f síðasta tbl. sögðu, er nú friður kominn á á Balkanskaganum. Af síðustu útlendu blöðunum sjest, að Búlgarar hafa verið mjög illa stadd- ir. Her Rúmena nam staðar skamt frá Sofíu, og her bandamannanna fyrir sunnan og vestan átti opna leið til höfuðborgarinnar. En Rúmenar vörn- uðu því, þegar til kom, að gengið væri nær Búigurum en gert var. Þeir kváðust vilja halda uppi jafn- vægi meðal Balkanþjóðanna, ekki veikja Búlgaríu of mjög, en ekki heldur láta hana sitja yfir hlut hinna. ríkjanna. Þetta kváðu þeir erindi sitt inn í stríðið. Og um þetta er líka sagt, að Rússar og Austurríkis- menn hafi nú verið ásáttir. En stjórn Ausíurríkis er um það kent meðfram, hvernig Búlgarar komu fram gegn bandamönnum sínum eftir friðargerð- ina við Tyrki. Það er sagt, að leg- ið hafi við uppreisn í Búlgaríu, nú þegar þar stóð sem verst á, og hafi hún stefnt að afsetning konungsins og iýðveldismyndun. Danev-ráða- neytið sagði af sjer, og síðustu út- lend blöð segja, að Danev hafi farið úr landi og brottför hans hafi líkst flótta. Ferdínand konungur baðst mjög eftir friði hjá Rúmenum. Höfðu fyrst farið fram samningar í Nisch um friðarskilyrði og vopnahlje, og komu þangað fulltrúar frá öllum ríkj- unum, en síðan var sá fundur flutt- ur til Búkarest, og friðarskilmálarnir fullgerðir þar. Rúmenir þykja nú hafa vaxið af afskiftum sínum af ófriðnum. Þeir fá landaukning eigi litla. Og meir og meir er talað um vingan milli Rúmeníu og Rússlands. Það er sagt, að tengdir sjeu í undir- búningi milli Rúmeníukonungs og Rússakeisara; krónprins Rúmena, sem Karl heitir, eins og faðir hans, eigi að giftast elstu dóttur Nikulásar keis- ara, sem Olga heitir, og er 17 ára gömul. Eftir að friðarfundurinn hófst í Búkarest, voru enn bardagar milli Serba og Grikkja annars vegur og Búlgara hins vegar. Vildu Serbar og Grikkir ekki leggja niður vopnin fyrri en útsjeð væri um, að friðar- samningar tækjust. Tyrkir hjeldu Adrianópel, er síð- ast frjettist, og neituðu að víkja það- an, enda þótt stórveldin skoruðu fast- Iega á þá, að halda þá samninga, sem við þá hefðu verið gerðir. Nú segjast þeir hafa tekið Þrakíu að nýju, og krónprins þeirra var kom- inn til Adrianópel, er síðast frjettist. Svo er þó að heyra sem engin von sje til að þeir fái að halda meiru en þeim var áður afskamtað, og hjá hinum Balkanþjóðunum er talað um, að þetta ætti að verða til þess, að þeim yrði alveg bolað út úr Evrópu. En væntanlega hafa einnig verið teknar ákvarðanir um þetta á fundin- um í Búkarest. Um Albaníu er það nú ákveðið, að hún eigi að verða furstadæmi, og á það að verða komið í kring innan 6 mánaða frá siðastl. mánaðamótum. Nefnd, sem stórveldin skipa og full- trúi frá Albaníu fær sæti í, á að til- taka höfuðatriðin í væntanlegri stjórn- arskrá landsins. Leiðrjetting. í næstsíðasta tbl. var var skýrt frá, að „kona austanfjalls" hefði sent Guðm. landlækni Björns- syni 100 kr. til stofnunar hallæris- sjóðs. — En þar eð ummæli þessi mætti skilja svo sem gefandinn ætti heima á Suðuriandi, skal jeg, sem gjöfina flutti, leyfa mjer að geta þess, að konan á ekki heima á ís- landi nú sem stendur, en hitt má þó til sanns vegar færa, að gefandinn er íslensk kona „austanfjalls", þótt það sje ekki eftir íslenskri málvenju. S. A. Gíslason. Skalla-Grímur og L. H. B. í Íeluleik. L. H. B. reynir í leikn- um að dylja sinn innra mann fyrir Skalla-Grími, en Skalla-Grímur sinn ytri mann fyrir L. H. B. Skalia- Grfmur vill sýna mönnum innan í L. H. B., eða „rekja úr honum garn- irnar" sem kallað er, en L. H. B. vill svifta grímunni af Skalla-Grími. L. H. B. fálmar í allar áttir eftir Grími og segir: „Þarna ertu" — „þarna ertu" — „þarna ertu", en grípur al- staðar í tómt. En Grímur stendur þá svo nærri honum, að hann skoð- ar hjarta hans og nýru í smásjá. í fyrsta þætti leiksins hefur Skalla- Grími þótt takast vel, en L. H. B. ófimlega. Nú kemur annar þáttur bráðum. J. Ól. er á laugard. að þreifa eftir Skalla-Grími með L. H. B. En úr því að útgert er nú um það milli þeirra L. H. B., að Jón eigi ekkert að fá hjá honum að neinu tægi fyrir alt sitt strit, þá sýnist Lögr. best fyrir Jón að vera ekki að þessu nuddi fyrir hann lengur. Hver veit líka nema Skalla-Grímur fari innan í Jón, eins og Lárus, ef Jón er að glettast til við hann eða eigna ákveðnum mönnum verk hans, alveg út í bláinn. Leiðrjetting. Hr. ritstjóri. — Hr. L. H. Bjarnason hefur engu heitið mjer af launum sínum sem banka- ráðsmanns. Jeg á enga von á eins eyris gjöf eða gjaldi frá hr. L. H. B. Þetta veit ritstjóri Lögrj. án efa full- vel, þó að honum af einhverjum sjer- stökum ástæðum hafi þótt nógu gam- an að skjóta þessu- út. Jón Olafsson alþm. A t h s. Lögr. hefur aidrei haft neina trú á því, að J. Ól. eða nokk- ur annar fengi nokkuð hjá Lárusi af því, sem hjer er um að ræða. En því er J. Ól. að láta hafa L. hafa sig tii að hlaupa með sögur, sem vekja þá hugsun, að svo muni samt vera? Orðabók Jóns ólafssonar. Þeir, sem hafa boðsbrjef óendursend, sendi þau sem fyrst, svo að byrjað verði á prentun 2 heftis. ióhs. S. Kjarval í Iðnskólanum. Opin frá kl. 11—4 til 21. ág. Aðgangur 25 au. Allan tímann 50 au. Oddur Gíslason yfirrjettarmálaflutnlng8maður, Lanfásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.