Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 16.08.1913, Qupperneq 1

Lögrétta - 16.08.1913, Qupperneq 1
Afgreiöslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. RORLÁKSSON. Veltusundi 1. Talsimi 359. LOGRJETTA Ritstjori: PORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 38. » Reykjavík 16. ííí>iis( 1013. VIII. Arg. I. O. O. F. 948229. €imskipafjelagið. Nú fer bráðum að fást yfirlit yfir undirtektir landsmanna að því er snertir hluttöku í fjelaginu. Þær hafa orðið mjög almennar, vitneskja þegar fengin um loforð að upphæð rúml. 280 þús. kr., auk þeirra 30 þús. kr„ sem þrír Vestur-íslendingar hafa skrifað sig fyrir hjer, og þó ekki komnar frjettir frá öllum safn- endum enn. Telja menn engan efa á því, að hjerlent hlutafje muni ná 300 þús. kr. áður en iýkur, og von- ast er eftir drengilegri hluttöku með- al landa vorra vestan hafs, svo mynd- arlega sem þar er af stað farið. Mun bráðlega verða hægt að skýra frá, hver hluttakan er í hverri sýslu landsins fyrir sig, en hæst er hún hjer í Reykjavfk, eitthvað hátt upp í 100 þús. kr. að sögn, og þar næst mun vera Suður-Múlasýsla með rúm 20 þús. kr. Undirtektir landsmanna, bæði þessi hluttaka og eins áskoranir þingmála- funda til alþingis um stuðning, sýna greinilega, að þjóðinni er alvara. Pjóðin vill koma fjelaginu á stofn. En hvað gerir þingið? Bráðabirgðastjórn fjelagsins hefur sótt til alþingis um að alt að 65 þús. kr. ársstyrk til fjelagsins fyrstu árin, og um hluttöku af landssjóðs hálfu alt að 100 þús. kr., hvorttveggja handa fjelaginu með því fyrirkomu- lagi, sem ráðgert er í hlutaútboðinu, þ. e. án strandferða. Hvorki nefnd- arálit það frá samgöngumálanefnd- inni, sem getið er hjer í blaðinu, nje frv. til laga um strandferðir, láta neitt uppi um þann styrk, sem fje- lagið hefur sótt um. Þar ræðir ein- göngu um strandferðir, sem hlutaút- boðið gerir ráð fyrir að fjelagið treystist ekki til að ráðast í þegar í byrjun, og bráðabirgðastjórnin hefur látið uppi, að hún telji sig enga heimild hafa til að semja um fyrir fjelagsins hönd. Þess munu allir óska, að Eimskipa- fjelaginu geti farnast svo vel, að það geti á sínum tíma tekið að sjer strandferðirnar. En það má ekki gleyma því, að til þess útheimtist fyrst og fremst það, að fjelagið kom- ist á stojn. Og eftir áætlunum þeim, sem bygt var á í hlutaútboðinu, verð- ur ekki annað sjeð, en að óhjákvæmi- legt skilyrði fyrir fjelagsstofnuninni sje það, að fjelagið fái styrk úr lands- sjóði til millilandaskipanna, án til- lits til strandferða, að minsta kosti í byrjun. Auk þess sem sá styrkur samkv. áætluninni er nauðsynlegur til þess að reksturinn beri sig, er hann, og þá einnig hluttaka af lands- sjóðs hálfu, nauðsynlegur til þess að sýna hinum útlendu keppinautum þegar í byrjun, að hjer er að ræða um fyrirtæki, sem ekki verður drepið með samkepni, hversu mikils máttar sem hún kann að vera; það þarf að sýna, að þar verður bæði að mæta hinni íslensku þjóð og löggjafarvaldi hennar. Það má telja efalaust, að tillögur um styrk handa fjelaginu komi fram nú við umræðurnar um fjárlögin. Þar eiga þær heima. Og þingið þarf ekki að vera í vafa um, hver vilji þjóðarinnar er þar. Hann hefur ald- rei til þessa dags verið sýndur jafn- greinilega og í þessu máli; 300 þús. kr. framlag af frjálsum vilja talar skýrar en margar atkvæðagreiðslur. Kvöldúlfur. Frá lívenhaþinginti í Búdapest. Frá vinstri til hægri: Mrs. Frederic Nathan (New York), frú Marianne Hainisch (Wien), Mrs. May Wrigt Sewall (New Yðrk) og frú Bríet Ásmundsson (Reykjavík, ísland), VII. alþjöða-kvennaþingið í Búdapest. Eftir frú Bríet Bmrnhjeðinsdóttur. Þegar hjer er komið sögunni, verð- ur liklega rjettast að byrja strax á að- atriðinu, þinginu sjálfu, hversu mikið sem mig kynni að langa til að taka mjer ýmsa útúrdúra: tala um borg- ina, landslagið, byggingarnar, fólkið, viðtökurnar og — útlendu gestina. — En Iátum oss byrja á byrjuninni. Aukaatriðin og athugasemdirnar koma sfðar. Sunnudaginn 15. júní kl. 12 á há- degi hófst eiginlega alþjóðaþingið, með messugerð í lúthersku kirkjunni í Ofen. Þar prjedikaði kvenprest urinn dr. Anna Shaw frá Ameríku og Rev. Spencer frá Ástralíu. Kirkj- an var svo troðfull, að ekki varð stungið niður fæti og fjöldi varð frá að hverfa. Eftir messuna fóru allir fundargestirnir með litlum gufubátum yfir Dóná að þinghúsinu, því þar uppi á hinum fögru, víðsýnu þinghús- svölum var okkur búinn morgunverð- ur. Borðin voru öll prýdd með rós- um, og við hvern disk lá pappírs- veifa — með áletruðum auglýsingum, auðsjáanlega með þeim tvöfalda til- gangi, að fundarkonurnar gætu, ef ekki væri öðru betra að veifa, not- að þær til að kæla sjer, og um leið Iáta þær verða að lesa auglýsing- arnar. Kl. 4 síðd. skyldi hin hátíðlega þingsetning fara fram í hinum fagra sal tónlistaháskólans, sem var alveg troðfullur. Leiksviðið, eða pallurinn, þar sem hljóðfæraflokkurinn stóð, fór smáhækkandi, var hæðstur aftast. Fremst sátu stjórnarkonur alþjóða- fjelagsins. Dr. Aladin Rényi (frægt tónskáld Ungverja), hafði samið lagið, sem hljóðfæraflokkur þjóðleik- hússins í Búdapest ljek af mestu snild. Kvæðaflokkur var einnig ort- ur fyrir þetta tækifæri, sem tvær ungverskar leikkonur lásu upp, önn- ur á ungversku, og var hún í mjög skrautlegum, gömlum ungverskum aðalskvenna þjóðbúningi, ór dökk- rauðu flaueli og mjög gullsaumuðum, en hin Ieikkonan las það upp á ensku. Hún var í venjulegum kjólbúningi. Þegar upplestrinum var lokið, feng- um við óvænta viðbót á dagskrána: Stór fýlking hvítklæddra barna kom inn, tvö og tvö samhliða, bæði stúlk ur og drengir frá 5—12 ára gömul, öll með stóra og fagra rósavendi í höndunum. Þau gengu öll í röðum framfyrir formann alþjóðakvenfjel., mrs. Carrie Chapmann Catt, hneigðu sig og Iögðu blómvendina fyrir fæt- ur hennar. Fremsta telpan, sem bar blómskreyttan staf, nam staðar og hjelt stutta ræðu, þar sem hún þakk- aði mrs. Catt fyrir alt hennar erfiði og fyrirhötn fyrir velferð allra þeirra ungu, og hjet því, að þegar þau kæmu til vits og ára, þá skyldu þau halda verkinu áfram og notfæra sjer það, sem fengist hefði. — Börnin voru svo inndæl, saklaus og elsku- leg, að margir fengu tár í augun, eins og mrs. Catt, þegar hún þakk- aði þeim smábrosandi þessa fallegu hyllingu. Greifafrú Teleki, formaður móttöku- nefndarinnar, sem er rithöfundur og þó ung kona, hjelt nú kveðjuræðuna og bauð gestina velkomna, og sömu- leiðis kenslukona við stúdentaskól- ann þar, frk. Vilma Glúcklick, sem er formaður í „Feministák Egyesú- lete“. Og svo kom það hátíðlega augnablik, þegar kenslumálaráðherra Ungverja, dr. Béla v. Jankovich, fyrir hönd ungversku stjórnarinnar, bauð fundargestina velkomna; og borgar- stjórinn, dr. Stephan v. Barezy, í Búdapest gerði það satna, fyrir hönd höfuðstaðar ríkisins og aðseturs stjórn- arinnar. Þá stóð mrs. Chapmann Catt upp og hjelt sína „hátíðar"ræðu. Varhún meistaralega samin bæði að efni og formi. Var það yfirlit yfir það, hvað kvenrjettindamálunum hefði þokað áfram á þessum síðustu tveimur ár- um, síðan á alþjóðaþinginu í Stokk- hólmi 1911. Þjóðir og stjórnir tækju vaxandi tillit til þeirra, ýms lönd hefðu veitt konum kosningarrjettsfð- an, og hjer væru nú 11 fulltrúar frá ýmsum löndum, er allir hefðu opin beran styrk. Fjórir þeirra, eða fleiri, væru stjórnarfulltrúar. Um kvöldið vorum við allar boðn- ar í þjóðleikhúsið, þar sem frægustu leikarar Ungverja ljeku „Ur kvenna- búrinu" og lítinn dansleik á eftir. Orð- in skildum við ekki, en leikinn sáum við, og söngur og dans er alþjóða- eign, sem ailir skilja meira eða minna í. Daginn áður, eða þ. 14., hafði verið nokkurs konar hátíðahald. Þá var sem sje útfarardagur hinnar ensku suffragettu Emily Davis. Hin enska fræga suffragetta mrs. Cob- den-Sanderson, dóttir Cobdens, hins nafnkunna verkmannaþingmanns Breta, !jet þá kl.3 s.d. halda sorgarsam- komu í minningu miss Davis. Spen- cer prestur hjelt þar ræðu og mrs. Cobden-Sanderson, sem fáir gátu hlustað óklökkir á. Hún lýsti því, hvernig hin dána kona hefði lagt alt í sölurnar fyrir það mál, sem hún hefði álitið mesta og besta mál nú- tíðarinnar. Pingfundirnir byrjuðu þann 16. júní. Eitt af fyrstu málurn á dagskránni, sem tekið var til umræðu, var um aðferðir ensku suffragetanna. Stjórn Alliances höfðu borist svo margar áskoranir, ýmist um að fordæma rit suffragettanna, eða gefa þeim hluttekningarvott með fund- arsamþykt. Stjórnin þóttist því eklci mega sitja hjá, án þess að gera eitthvað. En með því að lög Alþjóðakvenrj fjel. fyrirbjóða konum að skifta sjer nokk- uð af aðferðum hverrar þjóðar til að ná kosningarrjettartakmarkinu, þá áleit stjórnin sambandsþingið ekki hafa rjett til að gera neitt í þessu máli, og vildi því taka fyrir allan mis- skilning, sem sprottið gæti út af því. Svolátandi stjórnartillaga var því bor- in upp í þessu máli: „Með því að alþjóða-kosningarsam- band kvenna er skyldugt samkvæmt lögum sínum, til að vera stranglega hlutlaust í öllum málum, sem snerta stjórnmál hinna ólíku landa, sem í Sambandinu eru, og aðferðir þær, sem konur nota þar til að ná mark- miði sínu, þá getur þetta þing ekkert álit látið í ljósi, sem sje með eða móti aðferðum suffragettanna. Sömuleiðis: Með því að pólitisk upphlaup, stjórnarbyltingar og alls- konar uppreistir, sem karlmenn hafa gert, hafa aldrei verið notaðar sem ástæða gegn kosningarrjetti karl- manna, þá mótmælum vjer því, að óvinir kosningarrjettar kvenna noti þær bardaga-aðferðir, sem mikill minni hluti kvenna f einu landi hefur gripið til, sem ástæðu til að neita konum í öllum öðrum löndum heimsins um pólitiskan kosningarrjett". Um þetta mál urðu nokkrar um- ræður. En tillaga stjórnarinnar var svo skynsamleg og lögum Sambands- ins samkvæm, að hún var samþykt með yfirleitt öllum atkvæðum. Þar næst kom til umræðu, hvaða stöðu systrafulltrúar („fraternal dele- gates“) frá hinum ýmsu fjelögum, sem ekki væru í Sambandinu (Alli- ancen), skyldu hafa á fundinum. Áð- ur hafði einn slfkur fnlltrúi frá hverju landsfjelagi, sem ekki var í Sam- bandinu, fengið umræðurjett á fund- unum, en auðvitað ekki tillögurjett. Nú var hluttaka óviðkomandi fjelaga og prívatmanna svo mikil, að þegar fundurinn var settur, voru þátttak- endur 2800. Af þeim voru aðalfull- trúar lfkl. ekki mikið yfir 250—300. Þegar svo þar við bættist miklu sneiri fjöldi af systra-fulltrúum, sem allir vildu fá að taka þátt í umræðunum, þá má nærri geta, að tími sá, sem fundinum var ætlaður til að Ijúka málum sínum, var alt of stuttur, og að margt yrði eftir óafgert. Um- ræðurnar um þetta mál tóku yfir 3 fundi, og varð þó aldrei til fulls af- greitt. Á þessum fundum vildu ýms- ir, að systrafulltrúar fengju að tala, en að næsta alþjóðaþingi yrði falið að afgera þetta mál. Rev. Anna Shaw frá Ameríku hjelt því fram, að systrafulltrúar fengju umræðuleyfi, ef „delegationen" frá því landi gæfu þeim meðmæli sfn, og virtust flestir vera á því máli. A mánud.kvöldið 16. júní voru svo fundarfulltrúarnir og fleiri af gestunvjm boðnir f nokkurs konar veislu hjá bæjarstjórninni, sem haldin var í liinni gömlu kastala- eða virkis- byggingu, „Ficher Bastion", sem I stendur uppi á hæðinni fyrir ofan Lárus Fjeldsted, Yflrrjettarmilafœrslumaður. Lækjargata 2. Helma kl. I 1 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Ofen. Voru þar hermenn í ein- kennisbúningi við innganginn. Þar voru ræður haldnar af fulltrúum 10 —12 landa. Hin löndin áttu að halda sínar ræður í skilnaðarveisl- unui þ. 20. júní. Alþingi VIII. EldhÚ8dagurinn. Framh. 1. umr. fjárl. í n. d. var siðastl. miðvikudag, en það er göm- ul venja, að þingmenn komi þá fram með þær aðfinningar við stjórnina, sem þeim þykja helst máli skifta. Þetta er kallað eldhúsdagur. Hjer í þinginu hefur nú ekki verið eldhús- dagur við þetta tækifæri síðan 1907, fyr en nú. Á þingunum 1509 og 1911 voru stjórnarskifti um garð genginn áður til fjárlaganna kæmi, og komu þá umræður um vantrausts- yfirlýsingar í stað venjulegs eldhús- dags. Á aukaþinginu 1912 gengu stjórnarskiftin hljóðalaust af, eins og menn muna. Þá voru engin fjárlög og enginn eldhúsdagur. Samtök höfðu verið um eldhús- verkin fyrir fram, eins og vænta mátti, milli Landvarnarmanna og Lár- usar, og verkum skift. Aðal-subbu- verkin hafði Ben. Sveinsson og er mest alt af því, sem hann hafði fram að færa, áður kunnugt frá „Ingólfi". Skúli árjettaði ýmislegt af því, en hafði engu nýju við að bæta. Lár- us hafði samgöngusamningana, og flutti, að því er hann sjálfur sagði, orðrjetta sömu ræðuna sem hann hafði haldið á fjelagsfundi hjer í bænum snemma á síðastl. vetri. Guðm. Eggerz talaði um flokkaklofn- inginn í byrjun þingsins. Dr. Val- týr talaði mest um sambandsmálið, en einnig lotterímálið, fjármál o. fl. Þetta voru „eldabuskurnar". Bjarni Jónsson vildi ekki láta telja sig í þeirra hóp, þótt hann fyndi að ein- stöku smáatriðum, svo sem því, að stjórnin hefði felt burtu af fjárlaga- frumvarpinu fjárveitingu til viðskifta- ráðanautsins. Umræður stóðu frá kl. 2 um dag- inn til kl. 3 um nóttina, með nokkr- um hvíldum til máltíða. Hjer er auðvitað ekki hægt að drepa á ann- að af þeim en aðalatriðin. En ráð- herra hristi atlögumennina þannig af sjer með tveggja kl.st. ræðu, eftir fyrsta umganginn, að allir, sem á heyrðu, jafnvel gamlir mótstöðumenn hans, játuðu, að hann gengi með sigri af hólminum. Síðar tóku margir deildarmenn til máls um ein- stök atriði, sem fram höfðu komið. Aðalefniviðurinn í ræðu B. Sv. var það, að ráðherra hefði ekki tekist það þrent, er hann hefði sett sjer fyrir að vinna að, þegar hann tók við völdum fyrir ári síðan: 1. að efla frið í landinu, 2. að auka traust landsins út á við og 3. að koma fram sambandsmálinu. Ráðherra sýndi fram á, að eitt ár væri stuttur tími til þess að bæta úr öllum misbrestum og álitshnekki, sem glópaldaskapur leiðtoga landsins á undanförnum árum hefði steypt því í. Þeir hefðu á stuttum tíma eyðilagt svo margt, að auðvitað þyrfti tíma til þess að bæta úr því.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.