Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.08.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 20.08.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. Veltnsandi 1. TaWimi S59. GRJETTA Ritstjori: PORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstrætl 17. Taliimi 178. M 39. K,eykjavílí SO. ííofiist 1913. VIII. árg. I. O. O. F. 948229. Lápus Fjeldsted, YflrrJ ettarmalaf(BralumaSur. LækjargatH 2. Helma kl. II —12 og 4—7. JBseJkur, innlendar og eriendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Það er illa farið, hvernig „eldhúsdag- urinn" svo nefndi er að öllum jafn- aði notaður í þinginu. Hann gæti verið mönnum tilefni til skynsamlegra yfirlitsumræðna um stjórnarfar vort og hag þjóðarinnar frá ýmsum hlið- um. En hann verður alt of oft að ómerkilegu þrefi, og stundum að rekistefnu út af því, sem reynist ekk- ert annað en vitleysa. En eins og þetta þing hefur — það sem af er — víst verið lakasta þingið, sem háð hefur verið, síðan alþing fjekk löggjafarvald, vegna þess ólags, sem er á neðri deild, eins var eldhúsdagur deildarinnar þetta skiftið aumastur allra eldhús- daga, sem enn hafa komið. Reyndar virðist öllum koma saman um, að svör ráðherra hafi verið greið og góð. Sumum finst aðalræða hans þann dag hafa verið besta ræðan, sem þeir hafa heyrt hann halda. En aðfinslurnar við stjórnina voru að flestu leyti svo vanhugsaðar og fá- kænlegar, að sæmd þingsins er best borgið með því, að sem fæst sje um þær talað. Hvað á maður t. d. að segja um aðra eins sakargift og þá, sem sett var fram með þungum orðum, að ráðherra skuli fremja það ódæði, að láta gjafasjóð einn vera í hlutabrjef- um íslands banka — þegar það kemur upp úr kafinu, að gjöfin hefur einmitt verið afhent landstjórninni í þeim hlutabrjefum? Hvað á maður að segja um þung- ar ávítur fyrir það, að ráðherra skuli ekki hafa gengið úr þeim þingflokki, sem hann stofnaði sjálfur, ásamt 3/4 þingsins, fyrir einu ári, og ekki vera f öðrum flokki? Og hvað á maður að segja um gífuryrði út af þvf, að Hannes Haf- stein hafi spilt lánstrausti landsins? Þessar fjarstæður eru teknar rjett til dæmis innan úr mörgum öðrum. Það er ekki annað en tímaspillir, að vera að tala um annað eins. Samt var eitt atriði, sem gekk eins og rauður þráður gegnum um- mæli stjórnarandstæðinga og er þess vert, að um það sje hugsað og talað, af því að það snertir þungamiðjuna i stjórnarháttum vorum. Þetta er krafan um, að ráðherra segi af sjer embætti, einkum vegna afstöðu sinn- ar við neðri deild, en líka af öðrum ástæðum. Sá áburður, að hann sje að traðka þingræðinu með þvf að láta ekki af embætti. Það, sem einkum hefur verið til- fært f því sambandi, er það tvent: að allmerkileg lagafrumvörp, sem stjórnin hefur lagt fyrir þingið, skatta- og launalaga-frumvörpin, hafi verið feld í neðri deild; og að meiri hluti deildarinnar hafi lýst óánægju sinni út af atferli ráðherra í lotterímálinu. Auk þess heldur að minsta kosti einn þingmaður því fram, að ráð- herra hefði átt að segja af sjer vegna þess, að hann hefur enn ekki fengið framgengt samningum um samband vort við Dani á þeim grundvelli, sem þingið 1912 aðhyltist og fól honum að leita fyrir sjer um. Skattafrumvörpin eru, svo sem kunnugt er, frumvarp skattamálanefnd- arlnnar frá 1907 um að setja al- mennan tekjuskatt og almennan fast- eignaskatt í stað ábúðar- og lausa- fjár-skatts, húsaskatts og núverandi tekjuskatts, og önnur frumvörp, sem standa í sambandi við þá breytingu. Með þessari breytingu mælti L. H. B. hið fastasta f fyrra vor, bæði á þing- málafundi og í blöðunum. Nú fjekk hann málið felt í neðri deild með 12 atkv. gegn 12. En jafnframt er það um þessa at- kvæðagreiðslu að segja, að sumir þeirra manna, sem greiddu atkvæði gegn málinu, slógu þann varnagla, að með þeirri atkvæðagreiðslu ljetu þeir ekkert f ljósi um það, að þeir væru í raun og veru málinu mót- fallnir; því síður, að þeir ætluðust til þess, að menn skildu þá svo sem þeir væru með þessu að lysa nokk- urri óánægju út af því, að stjórnin hefði lagt þetta fyrir þingið. Þeir vildu að eins fresta málinu, þar til þeir hefðu borið það undir kjósendur sína. Auk þess hafði, eins og Lögr. skýrði frá 9. þ. m., einn þeirra þing- manna, sem ekki greiddu atkvæði með málinu, mælt með því í nefnd- aráliti. Svo að, eins og allir sjá, fer því mjög fjarri, að sönnun hafi komið fram um það, að meiri hluti neðri deildar hafi verið eða sje stjórn- inni ósamdóma um þetta mál. Jeg leyfi mjer að fullyrða, að ekk- ert það þingræðisland sje til f heimi, þar sem stjórn fari að segja af sjer út af slíku máli sem þessu, þegar líkt stendur á og hjer var. Skatta- málið er alveg óhætt að stryka tafar- laust út, þegar færa á sönnur á það, að ráðherra eigi eða hafi átt að segja af sjer í sumar. Þá eru launafrumvörpin. Þau eru komin fram eftir áskorun frá ýmsum embættismönnum hjer í bæ. Stjórnin afsakar það f athugasemdum, að nægur undirbiiningur hafi ekki unn- ist til þess að endurskoða launakjör allra embættismanna og starfsmanna landsins, og gengur að þvf vísu, að innan fárra ára reki að því, að það verði óhjákvæmilegt. Byrjunarlaun sumra]embættismanna eru færð nokk- uð niður úr núverandi launum, önnur standa í stað og cinstöku eru hækk- uð frá því, sem nú er. En aðal- stefnan sú, að Iáta launin fara hækk- andi með aldrinum, eins og nú tíðk- ast í löggjöf allra Norðurlandaríkja. Stjórninni farast meðal annars svo orð f athugasemdum: „Svo sem tekið hefur verið fram f athugasemdum við frumvarp til laga um laun háskólakennara, er lagt var fyrir alþingi 1909 (Aþ.tfð. A. 186—192), eru laun embættis- manna orðin of lág, sjerstaklega laun kaupstaðaembættismanna. Er þar sýnt fram á að allar lffsnauðsynj- ar hafi hjer hækkað mjög f verði hin sfðari árin; telst Sighvati bankastjóra Bjarnasyni, er það mál hefur rann- sakað, svo til, að árið 1908 hafi verið SO°/o dýrara að lifa hjer en 1875, en 35—40°/o dýrara en 1889, en hin 4 sfðustu árin er það alkunn- ugt, að húsaleiga og allar aðrar lffs- nauðsynjar hafa hækkað enn mikið. Það er þvf ljóst að laun þau, er þóttu hæfileg 1889, eru nú alveg ó- lffvænleg. Þetta hefur og alþingi 1909 viðurkent, þar sem laun pró- fessoranna við háskólann voru ákveð- in 3000 kr. hækkandi upp í 4800 kr." Þessari sömu skoðun hafði núver- andi ráðherra margsinnis Iýst yfir í þinginu, meðal annars f athugasemd- unum við frumvarpið um háskóla- kennaralaunin, sem getið er um hjer að ofan, svo að hún var öllum kunn. Hún hefur ekki heldur sætt neinum andmælum í þinginu. Enda er það sannast að segja, að þessu verður ekki andmælt af neinu viti, þó að skoðanamunur geti verið og sje um það, hvað boðlegt sje embættis- mönnum landsins, einkum hinum æðstu. Deildin fellir þessi frumvörp. Hvað sem kann að rnega segja um fáein atriði þeirra, þá er óhætt að full- yrða, að það var deildinni enginn sómi. Það er áreiðanlega svo mikið vit og sanngirni f þessum frumvörp- um, að með nokkrum Iagfæringum hefði rjettlætisverk verið unnið með þvf að láta þau verða að lögum. Og framkoma sumra þingmanna var til skammar. Það er skömm að því, að prófessor, sem hefur góð laun, og sýslumaður, sem hefur að minsta kosti 6000 kr. laun, beindist fyrir þvf að afstýra því, að bætt sjeu kjör annara eins manna og kennara mentaskólans og kennaraskólans, sem eru að minsta kosti eins vel mentaðir menn og þeir sjálfir. Þetta virðist deildin líka vera að finna. Þegar þetta er ritað, eru allar horfur á, að reynt verði að bæta nokkuð úr þessum hranalegu aðförum f fjár- lögunum. Það virðist vera nokkuð kynlegt, ef það á að verða ráðherra beint að falli, að hann ber undir þingið, hvort það vilji verða við kröfum frá embættismönnum þjóðarinnar, kröf- um, sem stjórnin telur rjettmætar, kröfum, sem þingið sjálft telur að minsta kosti að nokkru leyti rjett- mætar. Hverjum ætti að vera rangt gert með því að leggja slíka málaleitan fyrir þingið, og fá það mál rætt og útkljáð einhvern veginn? Vitanlega eru margir bændur nokk- uð skilningslitlir á það, að það sje hvorki sæmd, nje heldur ávinningur til lengdar, að halda starfsmönnum þjóðarinnar í fátækt. Ópið um sældarkjör embættismanna hjer f Reykjavík og þörfina á vörnum gegn þvf, að sú velsæld magnist, jetur hver eftir öðrum í fákænsku. Þau óp verða beinlínis skopleg í munni efnabændanna. Það virðist vera svo undarlega torvelt að koma mönnum úti um land f skilning um það, hve mikið þarf nú orðið til þess að komast sómasamlega af í Reykjavfk — eins og menn meðal annars sjá á því, hve margir flytja sig hingað alveg fyrirhyggjulaust. Samt get jeg ekki ætlað það nein- um skynsömum og sanngjörnum bændum, sem athuga það, að örð- ugleikar kaupstaðarbúa fara vaxandi einmitt við það, að afurðir bænd- anna sjálfra hækka f verði og kjör þeirra batna — jeg get ekki ætlað þeim það, segi jeg, að þeir fyllist neinni heift, eða telji það neina póli- tíska dauðasynd, að stjórnin geri a>- þingi kost á að ræða það, hvort ekki sje eðlilegt og kleift að bæta kaupstaðar-embættismönnum upp að ofurlitlu leyti þá rýrnun, sem vitan- lega verður á tekjum þeirra með hverju ári. En hvað sem því líður, þá sýndi deildin það sjálf, að hún ætlaðist ekki til þess, að ráðherra gerði það að embættisafsagnar-tilefni að launa- frumvörpin voru feld. Hafi hún ætl- ast til þess, þá hefur hún hagað sjer annan veg en siðuðum mönnum er títt — og mjer kemur ekki til hug- ar, áð gera ráð fyrir því. Launa- frumvörpin voru heimtuð tekin á dagskrá þegar ráðherra var fráver- andi. Honum var þar af leiðand^ ekki gerður kostur á að verja sig, ef um nokkurn dóm um embættisgerð- ir hans hefði verið að tefla. Það tek- ur af skarið. Engin þingdeild i heimi, jafnvel ekki núverandi neðri deild alþingis Islendinga, vill fella ráðherra á máli, sem hann getur ekki tekið þátt f umræðum um. Á lotterímálið hef jeg áður minst hjer í blaðinu. Jeg ætla ekki að fara að fjölyrða um það nú. Jeg ætla aðeins að benda á það, að þó að 13 menn í neðri deild Ijetu leiðast til þess undarlega tiltækis, að lýsa óá- nægju út af aðgerðum ráðherra í því máli, þrátt fyrir það að óánægjuefnið var alls ekki neitt, þá vöruðust þeir samt að orða yfirlýsinguna sem van- traustsyfirlýsing. Þeir lýstu trausti á því, að slfkt kæmi ekki fyrir oftar. Og sumir þeirra vöruðu við þvf f ræðum sínum að skilja sig svo, sem þeir væru með atkvæði sínu að hrinda ráðherra af stóli. Þó að meiri hluti neðri deildar hafi verið ráðherra örðugur f sumar, þá hefur hann ekki með neinum hætti enn látið f Ijósi, að hann ætl- ist til þess, að ráðherra segi af sjer. En þó að svo hefði verið — þó að meiri hlutinn f neðri deild sneristaf- dráttarlaust gegn ráðherra, þá er ekki með þvf einu komið tilefni fyrir ráð- herra til embættis-afsagnar. Hvernig sem menn kunna að líta á gildi kon- ungkjörinna þingmanna í þessu efni, þá er það ómótmælanlegt, að þjóð- kjörnir þingmenn í efri deild hafa ná- kvæmilega sama rjett eins og þing- menn neðri deildar. Hvorirtveggja eru kosnir á alveg sama hátt, og það væri með öllu heimildarlaust of- beldi við efrideidarmenn og kjós- endur þeirra, að fyrirmuna þeim að verða teknir til greina um jafn-mikil- vægt atriði eins og það, hver eigi að stjórna þjóðinni. Eins og Jón Magnússon benti á í eldhúsdagsum- ræðunum, hefur þessa lfka verið gætt að undanförnu. Bæði Hannes Haf- stein 1909 og Björn Jónsson 1911 gerðu það að skilyrði fyrir embættis- afsögn, að óræk vissa væri fengin um vilja efri deildar um ráðherra- skifti. Hannes Hafstein hefur altaf ótví- ræðlega látið það uppi, að hvenær sem meiri hluti þjóðkjörinna þing- manna óski, að hann láti af embætti, þá komi sjer ekki annað til hugar en að víkja, eða rjUfa þing. Til meira verður ekki mælst. Og til meira má ekki mælast. Meðan þjóðkjörnir menn sitja í efri deild, menn, sem kosnir eru ná- kvæmlega eins og neðri deildar menn, getur ekki komið til nokkurra mála að fá neðri deild í hendur valdið til þess að hrinda af stóli neinum ráð- herra, sem hefur meiri hluta þjóð- kjörinna manna á sfnu bandi. Með því væri stjórnarfyrirkomulagi voru ýtt út úr löglegum og eðlilegum skorðum, og að þarflausu stofnað til rangsleitni og ófriðarhættu. Krafan um það, að ráðherra hefði átt að segja af sjer út af sambands- málinu, er nokkuð annars eðlis en það, sem gert hefur verið að umtals- efni hjer að framan. En hún er jafn-fráleit. Mikill meiri hluti þingmanna felur ráðherra 1912 að leita fyrir sjer um samninga við Dani á tilteknum grund- velli. Það er til skilið, og því er lofað, að ekki skuli að fullu verða gengið að neinum kostum, sem Danir kunni að bjóða, hvorki fyrir hönd stjórnarinnar nje Sambandsflokksins, fyr en þingmenn hafi átt kost á að athuga þá. Þeir kostir nást ekki hjá Dönum, sem líkindi þykja til að ís- lendingar vilji ganga að. Þetta er í sem stytstu máli það, sem gerst hefur. Jeg hygg að óhætt sje að fullyrða, að í augum allra skynsamra og óhlut- drægra manna sje það ekkert annað en fásinna að krefjast þess, að fyrir þessar sakir hafi átt að verða ráð- herraskifti. Ætli þau yrðu ekki nokkuð tfð stundum, ráðherraskiftin í öðrum löndum, ef þau færu ávalt fram, þegar mistekist hefur að ná þeim samningum við önnur ríki, sem stjórn og þjóð eru hugleiknir? Fer ekki æðsta staðan í þessu þjóð- fjelagi að verða nokkuð kynleg, ef það á að varða embættismissi, hve- nær sem ráðherra tekst ekki að koma fram hverri þeirri málaleitan við aðrar þjóðir, sem alþingi kann að fela honum? Manni koma til hugar sögurnar um sjúku kóngsdæt- urnar, sem leitað var læknishjálp- ar með því skilyrði, að læknirinn væri tekinn af lffi, ef honum tækist ekki að bæta mein stúlknanna. En þessi krafa um, að ráðherra hefði átt að segja af sjer út af sam- bandsmálinu, stendur auðvita f sam- bandi við sjerstaka þingræðis-hug- sjón, sem einkum virðist vaka fyrir dr. Valtý Guðmundssyni. Sá þingmaður lítur svo á, eftir því sem jeg skil hann, að sem allra flest þeirra mála, sem ráðherra hefur með höndum, eigi hann að taka að sjer svo afdráttarlaust, að hann geri það að tilefni til embættis-afsagnar, ef hann fær þeim ekki framgengt. Þess vegna hafi hann ekki mátt taka að sjer neina málaleitun um samn- inga við Dani, nema hann tæki þá jafnframt svo ákveðna stefhu f mál- inu, að hann afsegði ráðherrastöð- una, svo framarlega sem þeirri stefnu fengist ekki framgengt, þótt örðug- leikarnir væru óviðráðanlegir, innan- lands og utan. Og á sama hátt eigi hann að haga sjer í öðrum mál- um, ef ekki öllum, þá sem flestum. Miklu meira mætti um þessa hug- sjón segja en hjer er rúm til. Yfir- leitt hefur ekki verið eftir henni far- ið í þingræðislöndum. Ráðherrarnir þar hafa æði oft orðið að beygja odd af oflæti sfnu fyrir þingmót- spyrnunni, án þess að nokkur tiltók hafi þótt, að þeir vikju frá völdum fyrir þá sök. Sú var tíðin, að Bismark gat sagt þau meinlegu, en ekki alveg tilefnislausu, gamanyrði um Gladstone, að hann sæti ekki við völdin af þvl að enska þingið fylgdi honum, heldur af þvf að það fylgdi honum ekki. En naumast verður þvf neitað, að viðburðanna rás á Englandi hefur orðið, einkum á sfðari árum, nokkuð f þá átt, sem fyrir dr. V. G. vakir. Og hver er afleiðingin? Þar er að verða stjórnareinveldi. Og undan þvf er kvartað sárt. Jeg las hjer um daginn, til dæmis að taka, rit- gjörð eftir einn af allra merkustu þingmönnum Englendinga um það, að nú væri það ekkert orðið annað en hugsmiðar, að enska þingið rjeði. Stjórnin ræður þar nú í raun og veru öllu því, sem hún getur komið sjer saman um. Meiri hlutanum þykir vænt um ráðherrana, og vill ekki og þohr ekki að skifta. Og hann fylgir þeim, þegar í einhverjar nauð- ir rekur, hvað sem samviskan segir, eins og t. d. nýlega í Marconí-mál- inu svo nefnda. Þingmenn hætta að vera frjalsir flokksmenn, og verða að stjórnarþrælum. Þessi hefur reyndin orðið á Eng- landi af þvf að flokka-fyrirkomulagið hefur náð þar svo öflugum þroska. Hjer mundi reyndin verða önnur, en ekki betri, eftir því sem nú er ástatt. Færi ráðherra að gera alla hluti að tilefni til embættisafsagnar, mundi valdið yfir þjóðmni verða að leiksoppi í höndum hinna og annara lýðsnápa, og engin festa fengist í neitt. Pjetur Jónsson lýsti því eld- húsdaginn, hvernig mótspyrnan gegn ráðherra f neðri deild er saman sett, hve afarsundurleit hún er og festu- laus. Lögrjetta hefur flutt ágrip af ræðu hans, og jeg ætla ekki að fara að hafa það upp aftur, sem hann sagði. Jeg er ekki f neinum vafa um það, að það mundi um alt land þykja afar-fsjárvert atferli af ráð- herra að hlaupast frá stöðu sinni eins og nú er ástatt — jafn-tvfstraðir og andstæðingar hans standa, og jafn-gjörsneiddir og þeir eru trausti alls þorra þjóðarinnar. Hvaða traust getur til dæmis að taka nokkur hugsandi maður haft á stjórn L. H. B. með Guðmund Eggerz, sem sjerstak-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.