Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.08.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 20.08.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 141 „Ðanskur þurfalingur“. Mjer hefir borist blað eitt af Ingólfi, sem jeg sje mjög sjaldan, með grein um mig eftir mann, sem kallar sig „J". Er mjer sagt að það sje dr. Jón Þorkelsson, „ríkisskjala- vörður", sem kunnur er fyrir geð- prýði og góðgirnd, einlægni og aðra dánumensku í öllu sínu „ísríki". Hann er nú eitthvað gustillur við mig, — aldrei slíku vant ! — fyrir það, að jeg skuli hafa sagt frá því, að íslendingar á þjóðveldistímanum hafi orðið að láta nokkuð af hendi rakna fyrir rjett þann, sem þeir höfðu í Noregi. Slíkt má fólkið eigi vita! En verst óhæfa er það þó, að jeg skuli dirfast að segja, að Islendingar á vorum dögum hafi meira gagn af hinum sameiginlega fæðingarrjetti en Danir, og að þeir þurfi að fá styrk sökum fátæktar; fyrir þá sök kallar „ríkisskjalavörður" mig dansk- an sagnfræðing. Mjer stendur á sama, hvað hnýtt er í mig persónulega af mönnum eins og dr. J. Þ., en það, sem jeg segi í smáriti mínu, er alt rjett. En ef „ríkisskjalavörðurinn" leggur nokkra aðra merkingu í orðin „danskur sagnfræðingur" en þá, að jeg hefi tekið próf í sagnfræði við danskan háskóla, eins og hann í norrænni málfræði og doktorsgráð- una, og er því bæði danskur mál- fræðingur og danskur doktor, skal jeg gefa honum annað nafn í stað- inn og kalla hann danskan þurfaling. Hann ber það nafn með rentu, enda hefur hann sjálfur valið sjer það orð í greininni. í fullan fjórðung aldar hefur Jón Þorkelsson árlega fengið styrk úr ríkissjóði Dana til þess að gefa út íslenskt fornbrjefasafn. Fyrirtæki þetta var byrjað og undirbúið ágæt- lega af Jóni Sigurðssyni og gefið út af Hafnardeild Bókmentafjelagsins. Það var bæði eðlilegt og rjettmætt, að dr. Jón Þorkelsson fengi styrk til þess úr ríkissjóði á meðan Forn- brjefasafnið var gefið út af Hafnar- deildinni; en þó það sje öðru nær en að jeg telji þennan styrk eftir „ríkisskjalaverði", verður því þó eigi neitað með sanni, að mál þetta breyttist og horfir öðruvísi við, síð- an Reykjavíkurdeild Bókmentafjelags- ins tók að sjer Fornbrjefasafnið og útgefandinn fluttist til íslands, og ekki síst eftir að hann gerðist eldrauður „ríkisskjalavörður", og hafnaði sinni fornu skoðun á Gamla sáttmála, sem lesa má í Sunnanfara, 2. árg. bls. 18. Þar segir hann að Jón Sigurðsson „hafi vilst á þessum sáttmálum" (þ. e. „sáttmálum þeim, sem Jón hefur heimfært til 1263 og 1264") og ætlað þá eldri en þeir eru". Margt fleira segir hann þar, bæði um hinn svo- nefnda Gamla sáttmála og um ríkis- ráðið, sem sýnir að hann í raun rjettri er alveg sömu skoðunar sem prófessor Knud Berlin í þessum málum'). En eftir tali „ríkisskjala- varðar" á íslandi að dæma, hefur líka suma íslendinga furðað á þvf, að hann á hverju ári skuli senda kenslumálaráðaneytinu danska „allra- undirgefnast" eða „allraauðmjúkast" bónarbrjef um 800 kr. styrk úr ríkissjóði til þess að gefa út Forn- brjefasafnið, þrátt fyrir það þótt árstekjur hans samkvæmt tekjuskrá Reykjavíkur sjeu 5000 kr. (sjá ísa- fold 1912) og hann sje algjörlega ómagalaus maður. Þá er Hafnardeild Bókmentafje- lagsins var flutt til Reykjavíkur, var höggvið í sundur hið síðasta band, sem tengdi þetta fyrirtæki við Kaup- J) Um ríkisráðið segir dr. Jón Þorkelsson: „Svo stóð nú um langan tíma, að ríkis- ráð konungs var þriðji og æðsti domstóll í íslenskum málum og heyrðu fslensk mál, eftir að Noregur kom undir Danakonung, til ríkisráðs þess, er konungur hafði í Noregi. Sat f ríkisráðinu jafnan stór- menni hið helsta og annað mannaval. Þess eru enda nokkur dæmi að íslenskir biskupar og aðrir höfðingjar frá íslandi sátu dóma f ríkisráðinu, þegar þeir voru staddir erlendis". Sunnanfari, 2. ár, bls. 18—19. Svo ritaði dr. J. Þ. meðan hann var að fást við vísindi, en áður en hann gerðist landvarnarmaður og nefndarupp- kastið sæla kom til sögunnar. Af þessu má marka manninn. mannahöfn. „Ríkisskjalavörðurinn" var þá orðinn stækur heimflutnings- maður, og var því eigi sjaldan brugðið fyrir sig af sumum heim- flutningsmönnum í þá daga, bæði hjer í Kaupmannahöfn og á íslandi, að það væri skömm fyrir ísland, að íslenskt Bókmentafjel., Ilafnardeildin, fengi styrk úr ríkissjóði. Annar eins maður eins og æðsti kennimaður landsins, biskupinn, kallaði styrkinn úr rfkissjóði til Hafnardeildarinnar »mjög glögt og gott innlimunar- skírteini fyrir danska löggjafa, sem miðla fjelaginu því árlega í fjárlög- um sínum" (Nýtt Kbl. 4. árg. bls. 63). Jón Sigurðsson hafði fyrstur út- vegað Hafnardeildinni styrk til bóka- útgáfu, en hann fjekk þó að hvíla í friði þrátt fyrir þessa innlimun hans. Það var eigi heldur neitt við það að athuga hjá þessum mönnum, þótt danskir löggjafar miðluðu árlega ein- um bókaútgefanda Bókmentafjelags- deildarinnar í Reykjavík styrk á fjár- lögum sínum, einum foringja hinna svonefndu „landvarnarmanna" og „ sj álfstæðismanna “. Það var síður en svo, að jeg væri mótsnúinn heimflutningi Hafnardeild- arinnar, ef hugsað væri um velferð tjelagsins. Jeg setti þegar það skil- yrði fyrir heimflutningnum, að lög- um Bókmentafjelagsins væri breytt í þá átt, að tryggja fjelagið fyrir pólitiskum ærslum og vindgangi, og þeim skaða og minkun, sem slíkt hefði í för ineð sjer fyrir fjelagið og DÓkentir landsins. — En þessi brígsl til Hafnardeildarinnar þóttu mjer al- gjörlega röng. Þá er Hafnardeildin var flutt til Reykjavíkur, fjell styrkurinn úr rík- issjóði burtu eins og gefur að skilja. Af því að jeg var töluvert við heim- flutninginn riðinn og gegndi forseta- störfum, spurði einn embættismaður í kenslumálaráðaneytinu mig um styrkinn til útgefanda Fornbrjefa- safnsins, dr. Jóns Þorkelssonar. Jeg svaraði þegar, að hann væri óvinur minn og ekki væri rjett að spyrja mig um það mál. Jeg benti á þann mann, sem jeg áleit bestan til þess að dæma um þetta mál hlutdrægn- islaust, og aldrei hefur átt í neinni deilu við Jón Þorkelsson, og rjeð kenslumálaráðaneytinu að spyrja hann. Hins vegar kvaðst jeg ekk- ert hafa á móti því, að segja álit mitt, og það væri þetta: „Úr því að dr. Þorkelsson sækir enn um styrkinn, ræð jeg til og óska að ráðaneytið veiti honum hann". Við þetta ljet kenslumálaráðaneyt- ið sitja. Maður sá, sem jeg nefndi við ráðaneytið, var eigi spurður um álit sitt, og „ríkisskjalavörðurinn" fær þannig fyrir meðmæli mín og tilstilli styrkinn, 800 kr. á ári úr ríkissjóði, enn þann dag í dag, en þó fyrst og fremst af því að hann biður svo þarfsamlega um hann. í fyrra sumar sótti vor þjóðlegi „ríkisskjalavörður" um 30000 — þrjá- tíu þúsund — króna styrk úr Carls- bergssjóði ásamt Einari prófessor Arnórssyni og Hannesi nokkrum „Thorsteinsson", „Althingspræsi- dent". Hvaða maður þessi Hannes Thorsteinsson er, sem var „Althings- præsident" í fyrra sumar, skal jeg eigi fullyrða neitt um. Alþingistíð- indin frá sfðasta þingi, sem auðvitað munu upplýsa um þetta, voru eigi komin enn hingað til bæjarins fyrir fáum dögum, þótt alt sje nú í ríf- andi sjálfstæðisframför á Islandi og öll viðskifti gangi þar með gufukrafti og IOOOO króna ráðanauti. Eigi heyrði jeg heldur alþingisforseta þennan nefndan í fyrra sumar, þá er jeg kom í þinghúsið. En skilgóður maður sagði mjer þar, að fjölment væri nú á alþingi; að vísu vantaði einn þingmanninn, svo þingmenn væru aðeins 39; en svo væru 38 menn aðrir skipaðir við þingið. Þessa miklu framför kvað hann hafa komist á 1909, þá er sparnaðar- mennirnir og sjálfstæðismennirnir komust til valda. Alt væri þetta gert til þess að efla fjárhag landsins og sjálfstæði. Nú væru því eigi að- eins skrifarar og þingsveinar við þingið, eins og í gamla daga, heldur og dyraverðir, pallaverðir, stigaverð- ir eða stigamenn, lestrarstofuverðir, snapsaþingverðir o. s. frv. Má því vel vera að þessi Thorsteinsson hafi verið „Althingspræsident" í þingliði þessu, þótt mjer sje ókunnugt um það. Þessir fyrnefndu merkismenn sóttu um einar 30 þúsund kr. í styrk til viðbótar við það fje, sem alþingi veitir til þess að gefa út alþingis- bækurnar gömlu. Nálega 80 ár- gangar af þeim hafa verið prentaðir áður, enda er það haft eftir „ríkis- skjalaverði", að það sje eigi nema 3ja eða 4ra ára verk fyrir einn dug- legan mann, að gefa út bækur þess- ar; má þar af ráða, að hann muni geta gert það á tveimur eða þremur árum; og eigi er Einar Arnórsson minni verkmaður en hann. Aldrei hef jeg heyrt getið um neinn stúdent, nýkominn úr latínu- skólanum, jafn-duglegan sem hann. Um hann hefur verið sagt austur í Árnessýslu, að hann hafi unnið sjer svo mikið inn á því sama sumri, sem hann útskrifaðist, að hann hafi getað siglt upp á það og kostaðsig við háskólann í Kaupmannahöfn að því leyti sem Garðsstyrkurinn dugði eigi til þess. Hann var þá við af- greiðslu við kaupfjelag eitt þar eystra, sem Gestur á Hæli stóð fyrir. Þá er nú aðrir eins menn, jafn-þjóð- legir og íslenskir eins og þeir dr. Jón Þorkelsson og prófessor Einar Arnórsson, sem jafnan þykjast bera sjálfstæði og vörn íslands fyrir brjóst- inu, og báðir eru vinnuþjarkar og miklar aflaklær, þurfa að sækja um styrk í Danmörku, þá er það auð- sætt, að eins óeigingjarnir menn og þeir mundu eigi gera það, ef þeir þyrftu þess eigi með sökum fátæktar. En þegar slíkir menn sem þessir, eða sjerstaklega „ríkisskjalavörður- inn", því að styrkurinn til hans úr ríkissjóði er handa honum sjálf- um persónulega, þurfa styrks frá Dönum, eftir að þeir eru komnir í góð embætti á íslandi, er það sann- arlega eðlilegt, að margir ungir ís- lendingar, sem koma hingað til að leita sjer mentunar, en Iítið eða ekk- ert eiga og enga efnamenn eiga að, þurfi að fá styrk annaðhvort hjá kenslumálaráðaneytinu eða úr ýmsum dönskum sjóðum. Margir þeirra hafa líka haft mikið gagn af því. Það er vansæmd, að kannast ekki við það, sem er satt og rjett; en það er engin vansæmd að því að vera fátækur, og engin minkun fyrir íslendinga að leita styrks hjá Dön- um og nota þar þau rjettindi, sem þeim standa opin sökum þess, að fæðingarrjetturinn er sameiginlegur. Síðan íslenskir höfðingjar tóku upp á því á 13. öld, að gefa upp „goð- orð" sín eða „ríki" í hendur Noregs- konungum, hafa íslendingar gefið upp miklu meiri rjettindi en nokk- urt vit er í. Jeg sje eigi neina skyn- samlega ástæðu til þess að halda slíku áfram og gefa nú upp þau mikilsverðu rjettindi, sem íslendingar hafa í Danmörku og fólgin eru £ fæðingarrjettinum. Dr. Jón Þorkels- son „ríkisskjalavörður" hefur líka sjálfur sýnt það manna best, að ís- lendingar geta eigi án þessara rjett- inda verið, og að það tr alveg rjett, sem jeg segi í bækling mínum. Khöfn 11. júlí 1913. Bogi Th. Melsleð. er in a 5. G. B. Lux er hið einasta verulega góða ljós nútímans. Lux breytir nóttinni í dag. Leitið því úr nóttinni í daginn og notið X jiix! Lux! Lux! Einkasali fyrir ísland er: X iiix! Guðmundur Böðvarsson, Reykjavík, JEanóaRotssKölinn Byrjar 1. scpíamBar. Reykjavík. Björgólfur Ólafsson læknir, son- ur Ólafs fyrv. bæjarfógetaskrifara hjer í Reykjavík, er nú á ferð hjer heima, en ætlar síðan austur á Java og verður þar herlæknir. Er ráð- inn fyrst um sinn til 3ja ára. Hann hefur tekið læknapróf við háskólann í Khöfn. »Eiðurinn« heitir kvæðaflokkur, sem nýkominn er út eftir Þorstein Erlingsson, og er það i. hefti. Sum af þessum kvæðum hafa birst fyrir löngu í „Eimr.", en fleiri eru ný. Síðara heftið á að koma bráðlega. Prófessor Carl Lorentzen frá New-York, sem kunur er hjer á Norð- urlöndum fyrir starfsemi sína í þá átt að koma á sambandi milli háskóla Ameríkumanna og Norðurlandabúa, hefur dvalið hjer um tíma. Þeir B. Hestur. rauðstjörnóttur, 5 vetra gamall, mark: stýft vinstra, ójárnað- ur, tapaðist í grend við Reykjavík fyrir miðjan júlí. Finnaudi er beð- inn að síma til Einars Jónssonar, Víf- ilsstöðum, gegn fundarlaunum. M. Olsen prófessor höfðu kynst á háskólahátíð Norðmanna 1911 og þá komið til orða milli þeirra, að ísl. há- skólinn ætti að komast inn í þetta samband, sem prófessor Lorentzen var að vinna fyrir. Nú kom hr. Lorentzen hingað í umboði háskólans í New-York til þess að greiða fyrir þessum samskiftum. Prófessor Lorentzen er liðlega hálf- fimtugur maður, danskur að ætt. Hann er vjelaverkfræðingur og kenslugrein hans við háskólann í New-York er vjelfræði. Prófessor Heusler kom hingað aftur nýlega úr löngu ferðalagi aust- ur um land og upp um óbygðir. Samsæti var þeim haldið hjer síð- astl. sunnudagskvöld prófessorunum Heusler og Lorentzen, en á þriðju- daginn fóru þeir báðir heimleiðis með „Botniu". Fyrir samsætinu gengust háskólakennararnir hjer. Dáin er 17. þ. m. Guðríður Ein- arsdóttir, kona Gunnlaugs Guðmunds- sonar, Hverfisgötu 5, móðir Guð- mundar prentara og Sigurðar bakara Gunnlaugssona, 63 ár gömul. Góð kona og vel látin. Jarðarförin fer fram frá heimili hinnar látnu næstk. laugardag á hádegi. Zeppelins-loftskip. Það hefur verið ráðgert að undanförnu að sýna hjer á íþróttavellinum 2 Zeppelins- loftskip, eða líkingar eftir þeim, og láta þau stíga þar upp. En áður heíur þetta farist fyrir vegna óhent- ugs veðurs. Nú á þetta að fara fram í kvöld, ef veður verður gott. Petersen heitir, hafði notað fje bank- ans í alls konar gróðabrall fyrir sig sjálfan, þangað til svona var komið. Mannfall í síðara Balkanstrfð- inn er sagt mjög mikið. Síðustu útl. blöð segja nákvæmar skýrslur um það aðeins komnar fram frá Grikkjum. Þar eru fallnir menn og særðir taldir 35 þús. En líkl. er talið að manntjónið hafi þó verið meira bæði hjá Serbum og Búlgur- um vegna þess, að kólerusýkin var þar magnaðri. Danska þingið. Síðustu dönsk blöð segja að búist sje við að það komi saman 16. sept. Albertí. Hann er nú sagður mjög veikur og talað um í dönskum blöð- um, að hann verði náðaður, en hon- um þá jafnframt gert að skyldu að fara úr landi. Sumir telja þó óvíst, að hann vilji náðun, ef það skilyrði fylgi. Bankahrun í Danmörku. Bank- inn í Hróarskeldu á Sjálandi varð í sumar gjaldþrota og varð tapið alls 765 þús. kr. Bankastjórinn, sem Kenning Únítara. Fundarræða eftir séra Rögnvald Pétursson. (Frh.). ---- En óskeikul bók hefir G.-T. aldrei verið, Þar eru öll ósköp samankomin af þekkingarleysi, af þröngsýni, af hleypi- dómum, af harðneskju og miskunnar- leysi. Heiminn þekkir það ekki. Heim- ur G.-T. nær frá Egyftalandi og norð- ur til Sýrlands, vestur að Miðjarðarhafi og austur að Persaflóa, og þar með bú- ið. Og þennan heim fyllir það með ættum og undrum, er aldrei hafa verið til. En það þekkir þrá mannlegshjarta, er knýr hugann til að leita út fyrir það hversdagslega og brjótast gegnum þraut- ir og neyð unz hann staðnæmist frammi fyrir augliti guðs. Nýja-Testamentið skoðar kirkjan á svipaðan hátt. Óskeikult er það ekki; því ber víða ekki saman við sjálft sig, og 1 flestum greinum ber það merki sinnar aldar. Þar eru að minsta kosti þrenns konar skoðanir, hver annari ólík- ar, viðkomandi höfuðatriðum trúarinnar. Það eru skoðanir Páls, hötundar Jóhan- nesar-ritanna og Jesú. Þó er það 1 öll- um greinum fullkomnara rit en G.-T. I því finst sá fegursti siðalærdómur, er heiminum hefir verið gefinn, sem eru kenningar Jesú. Og þar lýsir af per- sónu hans, þess manns, er fegurst dæmi hefir verið í hreinleika og kærleika allra þeirra, er enn hafa lifað. Það er og byrjunarsaga hinnar kristnu siðmenning- ar, þeirrar hreyfingar, er mest allra hefir hafið mannkynið á öllum tímum. Kvartað er um, að kristnin hafi nið- urbrotið forna heiminn, í nafni guðs hafi hofin verið brend, hinir fornu skólar eyðilagðir, fólk lagt undir kúgun og bannfæringar og píslarfæri og brennur. Og það er satt. En í nafni kristin- dómsins hefir líka verið reistur á rústum þess forna nýr heimur, klaustur verið bygð, skólar reistir, borgir hlaðnar, hjúkrunarhæli stofnuð, dagsljósinu hleypt inn f dýblissur og myrkvastofur, kon- ungum og keisurum steypt af stóli, þræl- um gefið frelsi og fólkið krafist fulls réttar. Og í nafni guðs og heilagrar kristni hefir sönglistin náð sínum feg- urstu tónum, listaverkin sinni fegurstu mynd og málverkin sínum skærustu litum. (Frh.). Prentsmið|an Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.