Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.08.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 27.08.1913, Blaðsíða 1
.Ugreiðslu- og innheimtum.: fORARINN B. ÞORLÁKSSON. Veltiisu.ndi 1. Talilmi 359. LÖGRJETTA Rltatjori: PORSTEiNN GÍ8LAS0N Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M. 40. Reykjavílc 27. ágrúst 1913. vni. árgr* Steingrímur Thorsteinsson 19. maí 1831 — 21. ágúst 1913. Andlát Steingríms Thorsteinssonar bar snögglega að. Hann var frískur og stöðugt á ferli síðustu dagana, sem hann, lifði, og það virtist svo sem hann kendi sjer einskis meins. En fimtudagskvöldið 21. þ. m. flaug sú fregn um bæinn, að hann væri látinn. Hann hafði verið á gangi inni við Rauðará siðari hluta dags- ins, milli kl. 5 og 6, varð þar snögg- lega veikur og fjell niður rjett við veginn. Kom þar þá að Chr. Zim- sen konsúll í vagni og ók hon- um heim. Var svo læknir sóttur. En lítilli stundu eftir að heim kom, fjekk Steingrímur heilablóðfall, er varð honum að bana. Það var kl. nálægt 6 um kvöldið, eigi meira en liðugum hálftíma eftir að hann fjekk veikindakastið inni við Rauðará. Kvöldið áður en hann dó hafði hann fylgt út á skip Haraldi syni sínum, er stúdent varð í vor og var nú að leggja á stað að heiman til háskól- ans í Kaupmannahöfn. Steingrímur náði háum aldri og bar hann vel. Hann var á 83. ári, fæddur 19. maí 1831. Hann var heilsuhraustur og fjell varla svo dag- ur úr meðan skóli stóð, að hann kæmi þar eigi og gegndi störfum sínum. Þó hafði hann nú nýlega sagt af sjer rektorsembættinu, og þingið í sumar hafði með sjerstök- um lögum ákveðið, að hann skyldi halda óskertum launum. Hafði hann sótt um þetta siðastl. vor og ætlaði að verja því, sem eftir væri æfinnar, til þess að ganga frá ritverkum sín- um ýmsum, safna saman því, sem prentað var áður til og frá, og leggja síðustu hönd á annað, er óprentað var. Var það ætlun hans, að gefa bráðlega út safn af þeim ljóðmælum, er hann hafði þýtt, og átti sú útgáfa að vera í sama sniði og síðasta út- gáfan af hinum frumsömdu kvæðum hans, er út kom á áttræðisafmæli hans, fyrir rúmum tveimur árum. Bjóst hann við að þýddu Ijóðmælin yrðu í 2 bindum, og mun hann þeg- ar hafa verið kominn nokkuð áleiðis með að búa þau undir prentun. Um langan aldur hefur Steingrím- ur verið einn af máttarstóipunum, sem borið hafa uppi skáldbókmentir okkar, og þar af leiðandi einn þeirra manna, sem víðtæk áhrif hafa haft á andlega lífið hjá þjóðinni. Pull 50 ár eru nú síðan kvæði hans fóru að berast út meðal þjóðarinnar og ýms fræðandi og skemtandi rit og rit- gerðir, sem bæði hafa stytt mörgum stundir og líka haft vekjandi og mentandi áhrif. Og lengi hafa nú ýms af kvæðum hans verið með því fyrsta, sem ísl. unglingar hafa lært og sungið og fest ást við. Flestir eiga þeir honum að þakka fleiri eða færri ánægjustundir, fleiri eða færri fagrar hugsanir, sem kvæði hans og rit hafa vakið. Lofsöngvar hans um frelsi, fegurð og ást, hafa látið eftir sig góð og göfgandi áhrif. Ádeilu- kvæði hans og háðvísur geyma spak- mæli, sem eru á allra vörum. Hann vandaði alt, sem hann ljet frá sjer fara, vildi ekkert ljótt nje óvandað láta eftir sig liggja. Rík fegurðar- tilflnning og smekkvísi einkenna all- an skáldskap hans, þótt braglistin sje honum erfið stundum. Hann vildi „bera gullinu vitni", eins og hann segir í einu af kvæðum sínum frá efri árum, vildi mála „rósina" en ekki „þrekkinn", eins og hann líka segir á öðrum stað. En hvort- tveggja er hjá honum ádeila gegn þeirri listastefnu og þeim listasmekk, er honum þótti fara í öfuga stefnu. Annars var hann ekki vígamaður í bókmentunum, heldur var hann þar friðsemdarmaður og prúðmenni með afbrigðum, eins og í lífi sínu og dagfari. Hann var yfirlætislaus, fá- skiftinn og óáleitinn, að minsta kosti á efri árum. í ritdeilum mun h'ann aldrei hafa átt, og hefur hann þó skrifað töluvert í blöð og tímarit, en nær altaf án þess að láta nafns síns getið. í sinn hóp var hann gamansam- ur og hæðinn. Hann gat fram til hins síðasta hlsgið dátt að því, sem skop- legt var, einkum ef það kom fram í monti og yfirlæti. Gangi almennra mála fylgdi hann altaf með áhuga, þótt hann tæki ekki verulegan eða beinan þátt í stríðinu um þau, og það mun hann aldrei hafa gert. Á Hafnarárum sínum var hann ein- dreginn fylgismaður Jóns Sigurðsson- ar, eins og kvæði hans bera með sjer, og altaf var hann harður í dómum um þá íslendinga í Khöfn, sem veitt höfðu Jóni Sigurðssyni mót- stöðu. Þótt hann ílengdist í Khöfn fram yfir fertugt, kvæntist þar danskri konu, ætti ýmsa góðkunn- ingja meðal danskra mentamanna og fengist nokkuð við ritstörf á dönsku, þá mátti vel heyra það á honum, er hann mintist þeirra tíma, að hann hefur altaf verið mjög íslenskur í hugsunarhætti, og lá honum miklu ver orð til þeirra landa sinna, sem honum þótti hafa brugðið út frá því, heldur en til hinna. Af öllum jafn- öldrum sínum, er samtíða voru hon- um í Khöfn, ljet hann mest af Ólafi Gunnlaugssyni, þeim er kaþólskur varð og síðar blaðamaður í París. Höfðu þeir verið miklir mátar. í báðar ættir var Steingrímur af ágætu fólki kominn. Paðir hans, Bjarni amtmaður Thorsteinsson, var fyrir margra hluta sakir einn hinn merkasti maður hjer á landi á sinni tíð, en móðir Steingríms var Þórunn dóttir Hannesar biskups Finnssonar. Bæði urðu þau, foreldrar Steingríms, háöldruð. Bjarni amtmaður andaðist 1876, á 96. ári, en hún andaðist 1886. Steingrímur er fæddur á Stapa á Snæfelsnesi, er þá var amtmanns- setur Vestfirðinga. Hefur hann án efa fengið besta uppeldi. Hann út- skrifaðist úrlatínuskólanum „pereats"- árið, 1851, og var einn þeirra pilta, sem útilokaðir áttu að verða frá því að taka próf vegna uppþotsins, en eigi varð samt úr því. Hann fór til háskólans í Khöfn þá um sumarið, og dvelur síðan í Danmörku sam- fleitt í rúm 20 ár, án þess að koma heim til íslands allan þann tíma. Fjekst hann þar við kenslu og rit- störf, en 1863 hafði hann tekið próf í grísku og latínu. Nokkur ár var hann styrkþegi á Árna-Magnússonar- safninu. Hingað heim kom hann 1872, og hafði þá verið settur kenn- ari við latínuskólann, en veitingu fyrir embættinu fjekk hann 1874. Yfirkennari varð hann 1895 og 1905 rektor skólans. Þegar hann sagði af sjer embætti nú í sumar, hafði hann kent við skólann yfir 40 ár. Eins og af þessu sjest, hefur æfi- ferill Steingríms ekki verið marg- brotinn nje tilbreytingaríkur. Svo langt kenslustarf, sem hann hafði, er þreytandi. Helsta hressingin hafa verið sumarferðir hans upp um sveit- irnar á fyrri árum. Á síðari árum ferðaðist hann sjaldan. Hann var mjög vel mentaður mað- Ur og víðlesinn, bæði í latneskum og grískum fornbókmentum og í helstu skáldbókmentum síðari tíma. Bók- mentastarfsemi hans er að eigi litlu leyti fólgin í hinum vönduðu þýð- ingum hans af mörgum ágætiskvæð- um eftir ýms hin merkustu skáld annara þjóða. Stærsta verkið er þýð- ing hans á „1001-nótt", sem nú er að koma út í annað sinn. Nokkuð nákvæm upptalning á rit- verkum Steingríms er í maíblaði „Óðins" 1911, og er þar nánar sagt frá fleiru um hann en hjer er gert. Þaðan er og mynd sú, sem hjer er sýnd, en hún er tekin af honum áttræðum. Steingrímur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var dönsk og hjet Lydía Ethelinde Wilstrup. Þau giftust í Khöfn 1858, en hún andaðist hjer í Rvík 1882. Þeirra sonur var Bjarni læknir, er andaðist í Khöfn fyrir 2 árum. Síðari kona Steingríms, frú Guðríður Birgitta Eiríksdóttir, lifir mann sinn og eiga þau 5 börn á lífi: Þórð, í Ameríku, Steinunni, Þórunni, Harald og Axel. Síra Matthías Jochumsson hefur þegar kveðið eftir Steingrím, og birt- ist það kvæði í „ísafold" síðastl. laugardag. Þar segir meðal annars: „Aldregi hef jeg andans manni innlífaðri orðið; hitti jeg sjaldan, þótt heiman stykki, sanngöfugri sálu". I. O. O. F. 948299. Reykjavík. Frá Winnipeg komu hingað fyrra sunnudag Jón og Ragnheiður Gunn- arsson og dóttir þeirra Geirfríður, og setjast þau að hjer heima fyrst um sinn. Jón er sonur Geirs Gunn- arssonar frá Harðbak á Sljettu, bróð- ur Tryggva fyrv. bankastjóra, en Ragnheiður er Gísladóttir, systir ritstj. Lögr. Þau hafa lengi verið vestra, Jón 20 ár og Ragnheiður 22 ár, nokkur ár í Nýja-íslandi, en ann- ars í Winnipeg. — Jón fór með Hólum á fimtudaginn snöggva ferð í kring- um land, en kemur hingað bráðlega aftur. Gunnar Gunnarsson skáld og frú hans fóru hjeðan snöggva ferð til Stykkishólms, að heimsækja síra Sigurð föðurbróður Gunnars. Síðan fóru þau með Hólum á fimtud. áleið- is til Vopnafjarðar og dvelja þar um tíma, hjá föður Gunnars, á Ljóts- stöðum. Sögur Gunnars, sem út hafa kom- ið á dönsku og frá hefur verið sagt hjer í blaðinu, hafa þeir bóksalarnir P. Halldórsson og Sig. Kristjánsson tekið til útgáfu á íslensku. Leiðrjetting. í grein Guðm. Hjaltasonar í síðasta tbl. varð sú leiða villa, að nokkrar línur, sem heima eiga í næsta (III) kafla grein- arinnar, slæddust þar með af vanga', og sjá það allir, sem lesa, að þær eiga ekki þar heima. Þetta eru menn beðnir að leiðrjetta í blaðinu. Sig. Stefánsson alþm. hefur um tíma legið veikur á Landakotsspítala í garnakvefi, en er nvi sagður á bata- vegi. Eggert Stefánsson söngraaður. Næsta sunnudag ætlar að synja hjer í Bárubúð Eggert Stefánsson, er stundað hefur söngnám í Khöfn sið- astl. missiri og hefur orð fyrir að vera mjög efnilegur söngmaður. Eggert er yngsti sonur Stefáns múr- ara Egilssonar og er hjer á skemti- ferð heima í sumar, nú nýlega kom- inn hingað til bæjarins frá Vest- fjörðum, úr heimsókn hj'á Sigvalda lækni bróðir sínum í Ármúla. Á ísafirði söng Eggert, en Sigvaldi ljek undir á hljóðfæri, og er látið mjög vel af þeirri skemtun. Meðal annars, sem Eggert ætlar að syngja hjer á sunnudaginn kemur, er nýtt Iag eftir Sigvalda bróður hans við kvæði Gr. Thomsens „Á sprengi- sandi". Kr. H. Jónsson frá ísafirði, áður ritstj. „Vestra", hefur um tíma legið sjúkur hjer á Landakotsspítalanum. Símon Pórðarson stúdent frá Lárue Fjeldsted, Tflrrj ettar m*l a f ærslumiöur, Lækjargata 2. Heima kl. 11-12 og 4—7. Bsejkur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eytnundssonar. IIól, sem er við nám í Khöfn, söng hjer nýlega í Bárubúð og er látið vel af þvf. F. M. Bjarnason frá ísafirði, sem rekið hefur þar niðursuðuverksmiðju nú all-lengi, er nú sestur að hjer í bæn- um og sagt að hann selji verksmiðju sfna norskum manni. Jón Stefánsson ritstj. „Norðurl." kom hingað um síðastl. helgi með botnvörpung að norðan. Jóli. Jóhannesson kaupm. kom heim f ga;r úr för sinni til útlanda. Með honum kom frá Ameríku Sig. Júl. Jóhannesson læknir, bróðir hans. Hefur Sigurður verið vestra frá því snemma á árinu 1899 og eigi kom- ið heim fyr en nú. Hann fer vest- ur aftur f haust. Veðrið er mjög stirt. Aðfaranótt mánudags og fram eftir deginum var aftaka veður á norðvestan. Nú f dag er logn og rigning. Heybátur sökk nýlega á flóanum hjer úti fyrir, með 60 hestum heys, sem Sigurður í Görðunum átti. Menn- irnir, sem með voru, björguðust á vjelarbáti, sem dró hinn. Jarðarför Steingríms Thor- Steinssonar fer fram næstkomandi laugardag, og hefst með húskveðju á heimili hans kl. 12 á hádegi. Frá Færeyjum. Lögþingið kom saman f sumar 29. júlí eins og venja er til, á Ólafsdaginn (Olajdag- en), sem svo heitir eftir Ólafi konungi helga og hefur lengi verið mikill há- tfðardagur í Færeyjum. í þetta sinn var danskur biskup, Ostenfeld, stadd- ur ¦ f eyjunum og flutti predikun á undan þingsetningu, og er þess get- ið, að frá því að eyjarnar urðu lút- herskar hafi ekki biskup dvahð þar fyr en nú, en það eru 400 ár. Þing- ið á setu í 5 eða 6 vikur. Þing- menn eru 22, þar af 2 sjálfkjörnir, amtmaður og prófastur, en 20 eru þjóðkjörnir. Fiokkaskiftingin er nú þannig, að 13 eru sambandsmenn, og er Effersö sýslumaður foringi þeirra, en 7 sjálfstjórnamenn undir forustu Patursons bónda í Kirkjubæ. Grænlandsleiðangur I. P. Kochs. Skýrsla er nú komin frá Koch um leiðangurinn, dags. í Pröven á Norð- ur-Grænlandi 19. júlí 1913. Komu þeir Koch þangað 15. júlí yflr há- jöklana, frá Austurströndinni, eftir allerfiða ferð. Skipið, sem flutti þá vestur, skildi við þá í Danmerkur- höfn (76° 46' n. br.) 24. júlí 1912 og hjelt þá hingað til lands. Siðan hafa ekki fregnir komið af þeim fyr en nú. Ferðin hefur gengið allvel og slysalítið. Þó fótbrotnaði Koch við fall niður í 12 metra djupa jökul- sprungu og átti í því 3 mánuði. Af vetrarsetunni þar nyrðra lætur hann vel. Einn íslendingur var með i för- inni, Vigfús Sigurðsson frá Reykja- vík. 16 íslenska hesta hafði Koch með sjer. Öllum var þeim slátrað áður en sest var að í vetrarsetu nema 5, og í vor var aftur 4 slátr- að, svo að aðeins 1 er á lífi, þegar Koch gefur skýrsluna, og segir hann að sá hestur sje í miklu uppáhaldi hjá þeim fjelögum. — Nánar skal skýrt frá förinni síðar. Hvað liggur eftir lárus H. Bjarnason? Lögr. hefur fengið þessa fyrirspurn og hefur um stund verið að velta henni fyrir sjer, en lætur hana svo ganga til annara, er ef til vill kynnu að vilja reyna sig á þvf, að leysa úr henni.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.