Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 27.08.1913, Síða 3

Lögrétta - 27.08.1913, Síða 3
L0GRJETTA 145 Balkanmálin. Aðalfulltrúar Balkanþjóðanna á friðarfundinu í Búkarest voru: frá Rúmeníu Majorescu yfirráðherra, er stjórnaði fundarhaldinu, frá Grikk- landi Venizelos yfirráðherra, frá Serbíu Pasitsch yfirráðhera, frá Búlg- aríu Fitchev hershöfðingi og frá Montenegró Vukotitsch. Það var áður sagt, að Danev Búl- garaleiðtogi hefði flúið úr landi, en sfðar kom sú fregn, að stjórnin hefði gefið út skipun um, að hann yrði handtekinn og væru honum gefin að sök drottinsvik og jafnframt misbrúk- un á ýmsum leynilegum fjársjóðum. Lfkar sakir eru nú einnig bornar á fleiri af stjórnmálamönnum Búlgara. Þjóðin er mjög æst og heimtar að einhverstaðar komi niður hefnd fyrir þá ógæfu, sem leidd hefur verið yfir landið með hinum óviturlegu aðför- um eftir friðargerðina við Tyrki. Fri fjátóöm til fekiiii Frá Siglnfirði segir „Norðri" 9. ág. þessar frjettir: Hreppurinn er að koma upp stóru og vönduðu skóla- húsi úr steinsteypu. Norðmenn hafa sett þar fram langar bryggjur með bestu tækjum til þess að salta á síld, og eru stórar blossaluktir við síldarkassana. Danskir menn hafa bygt þar dýra og vandaða sfldar- verksmiðju, sem talin er ein sú full- komnasta, sem hjer hefur verið bygð. Vatnsleiðsla komst þar á í hitti- fyrra, en raflýsingu er nú verið að undirbúa og kemst hún líklega á næsta ár. Drubnun. 29. júlf í sumar drukn- aði í Grímsá á Völlum Anna Stef- ánsdóttir Austmann frá Seyðisfirði, 14 ára gömul stúlka, er var á leið frá Seyðisfirði upp að Hallormsstað. NorðQarðar-læbnishjerað. Þar er frá í sumar orðinn læknir Pjetur Þ. Thoroddsen. Hjeraðshátíð var haldin í Hjarð- ardal í Önundarfirði 3. ág. í sumar og var þar fjölment og góð skemtun, ræðuhöld, söngur og fþróttasýningar. »Eros«- slysið. Björgunarskipið „Geir“ hefur komið á flot aftur norska skipinu „Eros", sem sökk á Mjóa- firði, og komið því til Noregs. Er nú „Geir" á heimleið þaðan. Frá Eyjaftrði. Ágætur afli er nú sagður þar nyðra og tíð hin besta. Yfir höfuð er þetta sumar þar eitt hið besta, sem menn muna. Þó er haffs ekki langt frá landi. ísl. EimsbipaQelagið. Hluta- fjeð er nú orðið 310 þús. kr. Enshur botnvörpungur strand- aði nýlega við Hjörsey á Mýrum. Skipverjar komust allir lífs af, en skipið sökk. Það hjet „Drax“, frá Hull. FriðþfófslíknesRl Pýsha- landskeisara. Líkneski Frið- þjófs frækna, sem Vilhjálmur Þýska- landskeisari gaf Noregi og áður hefur verið frá sagt hjer í blaðinu, var afhjúpuð á Vangsnesi 31. júlí í sumar með mikilli viðhöfn. Lfk- neskið er stórt og dýrt og sýnir Friðþjóf í herklæðum, en hann styðst við sverð sitt. Við afhjúpunina var Vilhjálmur keisari sjálfur og afhenti gjöfina með ræðu, en Hákon Nor- egskonungur þakkaði. Fjöldi her- skipa var þá þarna saman kominn, bæði þýskra og norskra, og mann- fjöldi mikill. í ræðu sinni sagði keisarinn, að til Noregs leitaði hann hvíldar • eftir þungt og ábyrgðarmik- ið erfiði. En gjöfin væri þó ekki ein- ungis þökk til Noregs, heldur vildi hann líka að listaverkið væri tákn þess, að allar skandinaviskar og all- ar germanskar þjóðir og engilsax- neskar væru frá sama stofni runnar og hefðu sömu menningu fram að bera. Á þetta vildi hann að lfkn- eskið minti og bað guð að styðja þar að. Hákon konungur kvað Hkneskið minna á víkingatíð Norðmanna og hjálpa til að sýna eftirkomendum, að norskur dugur dæi ekki með ein- staklingnum. Að lokum bað hann menn að hrópa þrefalt húrra fyrir keisaranum, og var það gert með mikilli gleði og miklu fjöri. Hæverska og vanþakklæti. Við 3ju umr. fjárlaganna í neðri deild, sem fór fram f fyrra dag, bar Bjarni frá Vogi fram þá breytingar- tillögu meðal annara, að til við- skiftaráðanautsstarfsins væru veittar 15 þús. kr. áári næsta fjárhagstíma- bil. En undirtektir deildarinnar voru þær, að þetta smáræði var felt með 22 atkv. gegn 3. Aðrir greiddu ekki atkvæði með tillögunni en Ben. Sveinsson, Skúli Thoroddsen og svo B. J. sjálfur. Úr því svona fór, verð- ur viðskiftaráðanautsstarfsemi B. J. að lfkindum lokið um næstu áramót, en embættið hefur hann haft á hendi frá 1. júlí 1909 og hefur, eftir því sem næst verður komist, fengið f laun á þvf tfmabili fast að 50 þús. kr. Síðustu missirin hefur hann altaf setið hjer í Reykjavík, ekki komið út fyrir landsteinana, og hefur eng- inn að því fundið, heldur telja allir það vel ráðið, að hafa hann í góðu yfirlæti hjer heima, en ekki í lífs- hættum og volki úti um heim, innan um Hetverja, Þýringa og alls konar óhappa-lýði. Ekki fór hann fram á það nú, að fjárveitingin væri bein- línis bundin við nafn sitt, og sýnir það hæversku hans. En kunna mun hann svo að meta starfsemi sína á undanförnum árum í þarfir viðskift- anna, að honum hafi þótt það ein- stætt, hvert fjenu yrði beint, þegar til kæmi, þótt eigi væri það lögá- kveðið. Hann ætlaði nú viðskifta- ráðanautnum tvo aðstoðarmenn, með eitthvað um 4000 kr. árslaunum hvorn um sig, og hefur Lögr. heyrt, að þeir alþingismennirnir Ben. Sveinsson og Skúli Thoroddsen mundu hafa gefið kost á sjer til þeirra starfa, ef fram hefði gengið hugsjón Bjarna. En því var nú ekki að heilsa, eins og þegar er sagt, og mun Bjarna hafa komið það mjög á óvart, að þingið vanþakkaði viðskiftaráðanauts- starfsemi hans eins og það gerði með atkvæðagreiðslunni í fyrradag. IJm skllvlndur. í „Lögr". 23. júlí síðastl. er grein og auglýs- ing um skilvindur, og í báðum er tekinn útdráttur úr skýrslu nr. 9 um prófun á skilvindum, sem fram hefur farið við landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi, eða þá vísað til þeirrar skýrslu. En þar sem ekki er sagt, hvorki í greininni nje auglýsingunni, nákvæmlega frá fitumagninu í skil- vindumjólkinni frá hinum ýmsu vjel- um við prófunina, en bændur eiga hins vegar heimting á að fá að vita, hver skilvindan hafi reynst best, leyfi jeg mjer að birta árangurinn af próf- uninni að því leyti sem hann sýnir hæfileika hverrar skilvindu um sig til þess að ná fitunni úr mjólkinni, þar sem skýrslan nr. 9 að líkindum er hjer f fárra manna höndum: Fita í skilv.mjólk. Primus A x . . 0,141 °/o. — B x . . 0,214 — Wolsely 2 . . . 0,295 — Diabolo 1 . . . 0,202 — — 2 . . . 0,174 — Ceres 0. . . . 0,095 — Lacta 2. . . . 0,102 — Baltic B. 22 . . 0,105 — — M. 1 . . 0,111 — — M. 2 . . 0,108 — Alfa Viola 2 . . . 0,122 — Domo 1 ... . 0,l6l — Nöfnin undir skýrslunni eru trygg- ing fyrir því, að prófunin hafi fram farið undir nægilegu eftirliti: Lang- balle yfirkennari, Stören yfirkennari, Valebjörg mjólkurbústjóri og Bentrud mjólkurbúsumsjónarmaður. Eftir því, sem í skýrslunni segir, er „Ceres" sú skilvindan, sem best skilur. Síðar skal jeg minnast nánar á skýrsluna í heild sinni. Beigalda 15. ág. 1913. H. Gr'ónýeldt. Svör til B. Tl. Melsteðs. 1. Yflrlýsing. Ut af grein meistara Boga Th. Melsteðs í Lögrjettu 20. ágúst þ. á. finnur stjórn Sögufjelagsins ástæðu til að lýsa þessu yfir: að í grein þessari er rangt skýrt frá, og með öllu tilhæfulaust, að meðundirritaðir Einar Arnórsson, Hannes Þorsteinsson og Jón Þorkels- son hafi „í fyrra sumar" sótt um 30,000 kr. styrk til Carlsbergssjóðs- ins, að því sem helst er gefið í skyn handa sjálfum sjer. Hins vegar mun Melsteð blanda hjer málum og eiga við málaleitun frá Sögufjelaginu um styrk nokkurn handa fjelaginu til útgáfu Alþingisbókanna, undirritaða af oss öl’.um stjórnendum þess. Þó er það rangt, að sú málaleitun hafi verið gerð „í fyrra sumar", þvf að hún er dagsett 25. janúar 1912, og þá gegndi meðundirritaður Hannes Þorsteinsson sem alþingisforseti störf- um þeim, sem fyrirfjellu. En þar var ekki farið fram á neinar 30,000 kr., heldur aðeins 1000 kr. á ári fram til 1930, móts við landssjóðsstyrkinn, stutt með því, að þetta mikla rit fræði mjög um sögu og samband beggja landanna, íslands og Dan- merkur. í stjórn sögufjelagsins, 22. ágúst 1913. Jón Þorkelsson. Kl. Jönsson. Hannes Þorsteinsson. Einar Arnórsson. Jón Jónsson. 2. Til Boga Th. Melsteðs. Herra meistari Bogi Th. Melsteð hefur fengið sjálfan sig prentaðan 20. ágúst í Lögrjettu, og haft að fyrirsögn fyrir sjálfum sjer „Danskur þurfalingur". Ritsmfð þessa virðist hann, hvað mig snertir, helst hafa sett saman út af grein einni, er stað- ið hafði í „Ingólfi" með „J." undir, og segir Bogi, að hún sje eftir mig. Til þessarar greinar herra Boga ansa jeg því, sem eftir fer. Þegar mjer var veitt fje af kenslu- málaráðuneyti Dana 1886 til þess að starfa að útgáfu á fslensku Fornbrjefa- safni, var það skilið svo þá af allra þeirra hálfu, sem að því stóðu, bæði kenslumálastjórnar, fjárveitingarvalds og einstakra manna, svo sem Kon- ráðs Gfslasonar, Vilhjálms Finsens — því að þeir mæltu báðir með fjárveitingunni, og þau meðmæli hef jeg enn í höndum — og annara nýtra manna, að útgáfu þvílíks rits ætti að styðja af fjárveitingarvaldi beggja landanna, íslands og Dan- merkur, því að það fræddi mjög um sögu og samband þeirra beggja. Um styrk þennan hef jeg aldrei þurft sfðan að sækja, þvf að kenslumála- stjórnin hefur árlega ætlað mjer hann óbeðið, eins síðan jeg settist að á íslandi, og hefur skoðað fjárveiting- una sem samning, sem skylt væri að halda á meðan jeg ekki bryti hann af mjer með aðgerðaleysi, enda hefur nefnt stjórnarráð haldið hann heiðar- lega, — án „leiðbeiningar" Boga. En árlega hef jeg sent kenslumála- stjórninni skýrslu utn starfmitt, sem ekki getur verið meira en skyldug kurteisi, nema herra Melsteð ætlist til, að brotnar sjeu einföldustu reglur um alment velsæmi — einmitt á kenslumálastjórninni. Það er eins með meistara Boga og aðra mikla menn, þeir vita að þeir mega bjóða sjer mikið. Jeg einn er að vonum ekki nóg umtalsefni handa honum, þó að hann geri mik- ið úr mjer. Hann þarf að hafa miklu meira viðfangsefni í einu, og kemst ekki af með minna í þessari grein sinni en að taka líka til meðferðar Einar prófessor Arnórsson, Hannes skjalavörð Þorsteinsson, biskupinn og Gest á Hæli. Ekki er svo sem verið að slást upp á mennl En honum þykir mest til mfn koma og hefur mest við mig, stækkar mig á marga lund, segir jeg sje „kunnur fyrir geðprýði og góðgirnd, einlægni og aðra dánumensku", kallar mig einn af foringjum landvarnar og sjálf- stæðismanna, sjálfsagt í þeim tilgangi að bæta fyrir mjer hjá einhverjum dönskum mönnum, segir mig sam- mála Knud Berlín um rjettarstöðu íslands, án efa til þess að auka veg minn hjer á landi og gera mig sjálf- um mjer samkvæmari, hælir mjer og Einari Arnórssyni fyrir óeigingirni og dugnað og segir okkur „vinnu- þjarka og aflaklær", og miklar okk- ur á marga vegu. En hvergi hækk- ar hann mig þó eins og þegar hann segist hafa skýrt kenslumálastjórn- inni frá þvf, að hann sje „óvinur" minn, — og jeg um leið svo mikill og góður í hans augum, að hann getur ekki annað en „ráðið kenslu- málastjórninni til og óskað", að ráðu- neytið láti mig halda fjenu áfram til Fornbrjefasafnsútgáfunnar. En sjálf- sagt á hjer þó jafnframt að koma til greina, að menn sjái, hvað þessi maður sje voldugur, og eins hitt, hvað mannelskan sje mikil og gæsk- an grunnlaus, því að Melsteð segir, að jeg hafi „þannig fyrir meðmæli sín og tilstilli" haldið þessu fje. Það er mikið í það varið að eiga svona verndarmenn aðl Jeg hef ekki vitað um þessa velgerðina fyrri en núna. Kenslumálaráðuneytið hefur hjer set- ið á sæmd Boga og ekkert látið vita um þetta, svo að jeg hef ekki getað þakkað honum fyrir kærleiksverkið. En það yfirlætisleysi, að Bogi skyldi ekki sjálfur láta neinn vita um þetta fyrri I En þetta er svo sem ekki eina kærleiksverkið, sem háttnefndur Bogi hefur, eptir sjálfs hans sögn, gert á mjer. Það er ekki meira en skyld- ugt að jeg skýri nú frá öðru til. Fáum árum eftir að skjalasafnið hjer var stofnað og jeg var fyrir það skipaður, kom herra Bogi, á einni af ferðum sínum hingað til lands, til mín á safnið, velti þar vöngum, ljet náðuglega í ljósi velþóknun sína á viðleitni minni á að koma því í eitthvert horf og sagði mjer þær frjettir í trúnaði, að jeg ætti sjer mikið að þakka, að svo greiðlega hefði gengið að koma því á, og að jeg hefði verið gerður að skjalaverði. Jeg vissi það áður, að jeg mátti vera, og er enn, minnugur góðrar með- ferðar þáverandi landsstjórnar á því máli. En hitt hafði jeg aldrei vitað, að einnig þar hefðu Ifknarlúkur Boga Melsteðs náð til mín, fyrri en hann sagði mjer pað sjálfur. Bogi hafði þá að vísu ekki með nein landsmál að gera, en hann var svo sem eins voldugur fyrir því, og manngæskuna ekki að tvfla, enda hefur líklega munað jafnmikið um hann þar eins og við kenslumálastjórnina. Önnur kærleiks og gustukaverk Boga við mig ætla jeg ekki að telja að sinni, enda mun það óþarfi; það er ekki hætt við, að þau gleymist. Hann er sjálfur vísastur manna til þess að skýra frá þeim við tækifæri, enda eru þau honum miklu kunnugri enn mjer. En frá hinu hefur Bogi sjálfur skýrt hjer í blaði einu fyrir nokkrum tíma, sjer til verðugs lofs, sem ekki á niðri að liggja, að allir bitlingar þeir, sem hann hefur fengið úr landssjóði, hafi svo sem ekki runnið í sinn eiginn vasa, heldur farið f það að líkna „löndum mín- um“ í Kaupmannahöfn, en jafnframt, að því hafi verið miður en skyldi á loft haldið —- nema af honum sjálf um — og að sjer hafi verið það illa launað og ekki við það kannast — nema af sjálfum honum. Eftir orð- um sjálfs hans oft og víða — og á öðru er ekki að byggja, úr því að allir aðrir þegja um góðverk hans —- er næst að skoða hann blátt áfram sem stórverndara föðurlandsins, og sá er enginn á flæðiskeri staddur, sem á slfkan mann að. Eftir góð- menskunni er auk þess voldugleik- inn. Það sýndi sig best 1904, því að þá neyddist Bogi til að lýsa því yfir, að hann hefði ekkert skift sjer af ráðherra útnefningunni þá. Ann- ars hefðu auðvitað allir haldið, að Kristján IX. hefði ekki þorað að taka annan ráðherra en þann, sem Bogi uppálagði honum. En þó að herra Bogi væri nú svona valið og voldugt guðs verk- færi eins og hann segist vera, vil jeg þó frábiðja mjer eftirleiðis alt góðverkakák og pll „meðmæli" frá honum mjer til handa. Jeg vil ekki að hann geti tekið neitt út á mig hjá guði, enda á Bogi víst nóg inni hjá honum sjálfur fyrir hana Sigríði sálugu Melsteð. Hann mun ekki vera búinn að jeta það alveg upp ennþá. Jeg vil miklu heldur skulda guði en herra Boga miskunnarverk á mjer. Guð er betri lánardrottinn en hann, fámálugri og friðsamari, orðvarari og óáleitnari, óheimskari og yfirlætis- minni, og grobbar síður af engu. Að lyktum skal jeg geta þess, að mjer þykir leiðinlegt, hvað Bogi hefur haft mikið fyrir að auka veg minn í þessari Lögrjettugrein, af ivf að jeg hafði ekki verðskuldað jað, þvi að manntakið var ekki meira en það hjá mjer, að jeg á ekki eitt orð, ekki einn staý / áður- nefndri Ingólýsgrein, þar sem sýnt var ýram á, að Bogi vceri ~~ dansk- ur þurýalingur. Jón Þorkelsson. Aths. Svör frá Einari prófessor Arn- órssyni og Hannesi skjalaverði Þorsteins- syni bíða næsta blaðs vegna þrengsla. Alþingi x. Stjórnarskráln. Önnur umræða stóð yfir á fimtu- dag og föstudag og urðu um hana miklar umræður. Var aðallega deilt um skipun efri deildar, því mörgum þótti viðsjárvert að hafa hana alla hlutfallskosna, og var samþykt með 14 atkv. gegn ix (Egg. P., H. St., H. H., Jóh. Jóh., Jón J., Jón M., J. Ól., Kr. Dan.,'L. H. B„ P.J..V.G.) að aðeins 6 skulu vera kosnir með hlutfallskosningu. — Samþykt með 13 samhlj. atkv., að lög og mikil- vægar stjórnarráðstafanir skyldu vera bornar upp fyrir konungi, þar sem hann ákvæði. — Ráðherrafjölgun með einföldum lögum samþ. og skyldi þá landritaraemb. lagt niður. — Felt með 15 atkv. gegn 10 (Egg. P., G. Egg., H. H„ Jóh. Jóh„ Jón J., Jón M„ J Ól„ Kr. J„ L. H. B„ P. J.), að þingrof nái aðeins til neðri deildar. Tillögu meiri hluta nefndarinnar um kosningarjettinn samþykt með 20 at- kv. gegn 5 (B. Sv„ B. J., Bj. Kr., Kr. Dan„ Sk. Th.); með 19 atkv. gegn 6 (Kr. Dan„ Kr. J, M. Kr., ól. Br„ Sk. Th., Tr. B.) var sam- þykt að banna yfirdómurum þing- setu, og með 15 gegn 10 (B. Sv„ B. J„ E. J„ G. Egg„ H. St„ J. Ól„ M. Kr„ Matth. Ó1, Sig. Sig., Sk. Th.), var samþ., að þeir, sem eigi gjalda til þjóðkirkjunnar, skuli gjalda jafn- mikið fje til háskóla Islands eða ein- hvers styrktarsjóðs við þann skóla, heyri þeir eigi til viðurkendum trú- arbragðaflokki f landinu. Þá var og samþ. með 16 : 6, að þeir dómarar, er nú skipa landsyfirrjettinn, skuli vera undanþegnir kjörgengisbanni; svo og það, að heimilisfesta innan- lands skuli ekki vera skilyrði fyrir kjörgengi þeirra, er kunna að eiga sæti á alþingi, er stjórnarskrárbreyt- ingin gengur f gildi. Pingmannafrumvðrp. 67. Um heimild til að veita einka- rjett ti) þess að vinna salt o. fl. úr sjó. — Nefnd sú, er fjekk til með- ferðar beiðni frá Páli Torfasyni um einkarjett til saltgerðar o. fl„ flytur frv. um það, að ráðherra veitist heimild til að veita honum einkarjett til þess um 30 ár. Fjárlogin eru nú komin til efri deildar. Þriðja umræða var á laugardaginn og stóð til miðnættis, en atkvæðagreiðslan fór fram á mánudaginn. Tekjurnar eru áætlaðar 3.718,470 kr., og er það 12 þús. kr. hærra en f fjárlagafrumv. stjórnarinnar, en aft- ur hefur deildin hækkað útgjöldin úr 3,630883 kr. 85 au. upp í 3,983,713 kr. 85 a„ svo að tekjuhallinn er nú 265,243,85 í stað rúmra 75 þús. kr. tekjuafgangs eftir stj.frv.— Hækkað var úr 3000 kr. upp í 10,000 kr. til eftirlits úr landi með fiskiveiðum út- lendinga; Sæm. spftalalækni Bjarn- hjeðinssyni veitt 300 kr. persónuleg launaviðbót; heilsuhælinu á Vífilsstöð- um veittar 3000 kr. til Röntgens- áhaldakaupa. Til pósthússbygging- ar f Rvík f. á. 35,000 kr; verkfræð-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.