Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.09.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 03.09.1913, Blaðsíða 2
148 L0GRJETTA Pingræöi og glapræöi. Ráðherra hefur verið víttur fyrir það af sumum mönnum, að hann sagði ekki af sjer fyrir þá sök, að hann fjekk ekki lotterílögin staðfest. Nú er búist við, að þingið sam- þykki lög um íslenskan fána, frum- varp samþykt í neðri deild og kom- ið til efri deildar; en sumir geta þess til, að það frumvarp muni ef til vill ekki fá konungsstaðfestingu, og telja þá sjálfsagt, að ráðherra segi af sjer, segja, að það sje skylda hans sam- kvæmt þingræðisboðorðunum. Hvað er þingræði? Þingræði er fólgið í þessu þrennu: 1) að konungur beiti ekki neitunar- valdi sínu, en samþykki yfirleitt allar ályktanir þingsins; 2) að konungur velji jafnan til ráð- herrastarfs einhvern þann mann, sem meiri hluti þingsins unir við; 3) að ráðherra fari frá, ef þingið lýsir vantrausti á honum. En fyrir oss íslendinga er þess að gæta, að sambandi voru við Dan- mörku er svo háttað, að danska stjórnin getur stundum skorist í leik, haldið því fram við konung um ein- hverja ályktun alþingis, að hún fari út fyrir sjermálasvið vort; getur þá farið svo, að konungur komist ekki hjá að beita neitunarvaldi sínu. Nú hefur því verið haldið fram hjer á landi, að þingræðið heimti, að ráðherra segi tafarlaust at sjer, ef konungur neitar að staðfesta ein- hverja ályktun alþingis. En þess ber vel að gæta, að hjer er öðruvísi ástatt en alstaðar annar- staðar: Þing ekki háð nema annað- hvort ár, og konungurinn í öðru landi, svo að ályktanir alþingis verða yfirleitt ekki bornar upp fyrir hon- um fyr en þingi er slitið — og tveggja ára bið til næsta þings. Heimti nú alþingi, að ráðherra fari frá rjett eftir þinglok, ef lcon- ungur felst ekki á tillögur hans um staðfestingu á einhverri gerð þings- ins, þá fteygir þingið þar með frá sjer í svipinn öllu taumhaldi á stjórn tandsins, þá afsalar það sjer þing- rœðinu, þá lœtur það afskijta- laust, hver fara skal með stjórn- arstarfið til nœsta þings — í tvö ár, og þá getur vel hugsasl, að vjer fáum fyrir ráðherra í tvö ár einhvern þann mann, sem megin- þorri þings og þjóðar ber ekkert traust til. Petta er ekki þingræði. Þetta er glaprœði. Ef ráðherra vill ekki una undir- tektum konungs um eitthvert mál og telur sjer skylt að fara frá, þá verð- um vjer að krefjast þess, að hann geri það ekki tafarlaust, heldur fresti því þangað til þing kemur saman næst, svo að það geti haft afskifti af því, hver við tekur. Stjórnarskifti milli þinga er brot á þingrœðisvenjunni. Alþingi á ekki að heimta slíkt, heldur aftra því, að svo miklu leyti sem unt er. Ef ráðherra deyr, eða fer frá vegna veikinda, eða af öðr- um knýjandi ástæðum, og meira en ár eftir til næsta þings, þá ætti að rjettu Iagi að vera skylt að kveðja til aukaþings vegna stjórnarskiftanna. Hvergi í þingfrjálsum löndum á það sjer stað, að konungur velji nýja stjórn án þess að ráðfæra sig við þingið. Alstaðar er það talið sjálfsagt, og meginatriði þingræðis- ins, að þingið sje með í ráðum, þegar ný stjórn er valin, og ráði þar mestu — eða öllu. Brjánn. Svör til B. Th. Melsteðs. 8. Lítilsháttax* kvittnn. Það er í raun rjettri naumast svara- vert, sem hr. Bogi Melsteð er að bögglast við að hnýta í mig í Lög- rjettugrein sinni 20. þ. m. Það er alt svo utan við efnið og út í hött, eins og maðurinn hafi ritað það í óráði, aðeins af óljósri löngun til að hefna sín fyrir eitthvað, sem jeg veit ekki hvað getur verið, nema það sje af gremju yfir því, að jeg hafi bægt honum frá að komast á þing til að „bjarga föðurlandinu" (1908). Hr. Bogi virðist vera mjög öfundsjúkur yfir því, að jeg hef verið í forseta- stöðu á þingunum 1909 og 1911, stöðu, sem hr. Bogi má eflaust mæna votum vonaraugum eftir árangurs- laust alla sína daga. Með því að skýra rangt frá, hvenær umsókn Sögufjelagsins var send, reynir hann að telja ókunnugum trú um, að jeg hafi • „siglt undir fölsku flaggi“ sem alþingisforseti í þessari umsókn. Én með því að jeg slepti ekki forseta- stöðunni fyr en í þingbyrjun 1912, var mjer nafnið heimilt til þess tíma, svo að fáviska eða illkvitni Boga um þetta kemur harðast niður á sjálfum honum, þá er öll stjórn Sögu- fjelagsins hefur í yfirlýsingu sinni hjer á undan, keyrt þessi og önnur ósannindi Lögrjettugreinarinnar sæmi- lega langt ofan í piltinn, og var þar ver farið en heima setið fyrir hon- um. Annars hugði jeg að Bogi ætti svo í vök að verjast, ætti svo víða sökótt, að óþarft væri fyrir hann að seilast ófyrirsynju með kjánalegri hvefsni í þá, sem látið hafa hann algerlega hlutlausan um langt skeið, og í raun rjettri ávalt leitt hann hjá sjer. Hitt atriðið í sambandi við mig í Lögrjettugreininni er injög naglalegt á Boga vísu. Hvað kemur það mjer við sem forseta n. d. fram að þingi 1912, hversu margir starfsmenn hafi verið við þad þing? En um starfs- mennina við þingin 1909 og 1911 get jeg frætt Boga á því, að þeir voru alls ekki óþarflega margir, enda mun flestum Ijóst öðrum en honum, sem fátt mun Ijóst, hversu margfalt meiri aðsókn var að vetrarþingunum 1909 og 1911, jafn tíðindarík, sem þau voru, en að sumarþingunum áð- ur og síðan, og þurfti því á miklu meiri gæslu að halda í þinghúsinu þá en áður. Þess vegna varð þá að hafa stigaverði fleiri, en öðrum starfs- mönnum var ekki fjölgað, og þart þetta því alls engrar afsökunar við frá minni hálfu sem þáverandi for- seta n. d., hvorki gagnvart hr. Boga nje öðrum. Að lokum vil jeg geta þess, að jeg býst við, að hr. Bogi fái að þessu sinni svo rækilegar kvittanir fyrir Lögrjettusendingarnar sínar frá öðrum en mjer, að það sje naumast gustuk þar við að auka. En þá er Boga skýtur upp næst til að glepsa í mig, gæti verið að jeg stígi ofur- lítið þjettar ofan á kollinn á honum, en jeg hef gert nú. 22. ágúst 1913. Hannes Þorsteinsson. 4. Bogi. Allir sjálfhælnir amlóðar verða fyrir því, að leikið sje með þá. Bogi Melsteð hefur ekki heldur farið var- hluta af því. Hann hefur jafnan þótt hin kostulegasta „grínfígúra". Menn eiga ekki gott með að verjast hlátri, þegar „fígúra" þessi kemur fram á sjónarsviðið, í hvaða stelling- ar sem hún er sett. Hún vekur jafnt hlátur, hvort sem maðurinn leikur vísindamanninn, ættjarðarvininn eða garnasalann. Éða þegar hann lýsir viti sínu, óeigingirni og mannkær- leika. Eða völdum sínum og áhrif- um, sem hann kveðst hafa hjá stjórn- um landa og öðrum mikilsmegandi mönnum. Besta hef jeg þó sjeð „fígúruna", þegar Bogi stóð upp á fundi með sparisvip á sinni glæstu ásjónu, krosslagði armana á magan- um og mótmælti því skjálfandi á beinunum og með titrandi rödd, að hann væri sálarblindur. Það er eins um Boga og aðra menn af sama sauðahúsi. Hann hefur auðvitað aldrei rent minsta grun í það, að verið væri að leika með hann. Þegar Bogi hefur verið spanaður upp sem átakanlegast og allir hafa velst um að hlæja að hon- um, og vandræðaskap hans, þá hefur hann sjálfur bara haldið, að menn væru að dást að persónunni Boga Melsteð, fyndni hennar og andríki. Nýjasti leikurinn með Boga er þannig: „Rússi" einn í Höfn — Bogi tyllir sjer annars mjög á tær fyrir „rússum" og heldur sjer til fyrir þeim — hefir logið óhróðursögu einni um mig, tii þess að láta Boga hlaupa með hana. Svo hefur „rússi" þessi ritað langa grein með róginum í, fengið nafn Boga undir greinina og sett hana síðan í Lögrjettu 20. þ. m. Þó að grein þessi sje að von- um viðvaningsleg, þá er ekki nokk- urt viðlit, að Bogi hafi getað samið hana. Naglaför hans eru engin á henni. Þessi kaldrifjaði gárungi hefur mjög misbeitt valdi sínu yfir Boga. Hann hefur ekki talið nóg, hvernig Bogi er alment leikinn af gárungun- um, heldur hefur hann viijað leiða opinberlega í ljós aðra hlið á Boga, drengskaparhliðina. Og pilturinn er ekki að horfa í það, þó að Bogi verði oþinber ósannindamaður og fjöl- mælismaður fyrir fleiprið. Hann læt- ur sjer líka á sama standa, þó að Bogi kæmist f kynni við hegningar- lögin, ef harkalega væri á hon- um tekið fyrir illmælin. En hjer gengur gamanið þó full langt. Það hljóta þó að vera einhver takmörk fyrir því, hversu nota megi sjer ein- feldni annara manna. En það viil Boga líklega til happs, að mörgum finst — og þar á meðal mjer sjálfum — fullhart að láta Boga sæta refsingu fyrir fleipur sitt, þar sem undirrót þess er kerskni annars manns, sem hefur notað sjer svona takmarkalaust fákænsku hans. Svo er Ifka tvísýnt, hvort nokkur dóm- stóll teldi forsvaranlegt að dæma Boga til refsingar. Ennfremur er Boga ósköp sárt um aurana sína. Jeg er hræddur um, að það tæki upp á taugar Boga, ef hann yrði dæmdur í sekt. Þá hefur Bogi ekki verið sem fengsælastur í seinni tíð. Hann hafði um allmörg ár haft „stipendium" Árna Magnússonar, 1000 kr. á ári. Reyndist hann sami kostagripurinn þar sem annars staðar. Var þessi biti því tekinn frá munn- inum á honum og látinn í hendur kandidats eins, sem var alveg ný- sloppinn frá examensborðinu. Og svo bættist það mótlæti ofan á, að Bogi fjekk ekki sleikju þá, sem hann hafði ætlað að krækja í handa sjer úr Carlsbergssjóði. Stjórn þess sjóðs þekti Boga. Nýlega hafði hann þó ritað lofgrein — með venjulegum meistarabrag — um einn stjórnenda sjóðsins. En greinin hreif ekki. August Bebel, jaf'uaðarm.foring'inn [lýski, og snmarbústaður lians við Ziiricli. Loks hefur Bogi lent f málaferlum út af reitum frændkonu sinnar einnar látinnar. Liggur þessi saga, sem bæði er sönn og sannanleg með skjölum og skilrfkjum, til þess: Páll sál. Melsteð, föðurbróðir Boga og góðgerðamaður, átti dóttir eina, Sigríði. Bogi Ijet þessa frændkonu sína arjleiða sig (Boga) að öllum eignum sínum. Síðan fjekk Bogi þvf framgengt, að hún var svijt fjár- forrœði, svo að ekki skyldi hún glutra reitunum undan Boga. Því næst setti Bogi þessa Jrœndkonu sína niðuruppi í sveit, svo að framfærsla hennar yrði ódýrari. Þar ljest hún fyrir skömmu. Ekki skildi hún, að því er virðist, til fulls hina óeigin- gjörnu handleiðslu Boga á sjer. í hennar orða stað var vísa þessi kveðin, þar sem hún dvaldist síðast fyrir lát sitt: „Yfir hrekkjum Bogi býr, býst hann senn við arfinum. Jeg er alveg eins og kýr um setin af tarfinum". Ut af reitum eftir Sigríði sál. urðu síðan málaferli, því að sumir frænd- ur hennar sýnast ekki heldur hafa skihð hina óeigingjörnu handleiðslu Boga og umönnun fyrir þessari varn- arlausu fóðurbróðurdóttur hans. Töldu frændur hennar arfleiðslu- gjörninginn ónýtan. Hafði Bogi bygt kröfu sína um fjárforræðissvift- ingu hennar á því, að hún væri ó- fær til að ráða fyrir fje sínu sakir geðbilunar. En þó var hún að áliti Boga fullfær um að arjleiða hann rjett áður. Þó að erfðamáli þessu væri ekki haldið til streitu af hlffð við Boga, þá má samt gera ráð fyrir því, að reiturnar hafi svarfast nokkuð, því að líklega hefur Bogi neyðst til að gjalda eitthvað mál- flutningsmanni þeim, sem fór með málið fyrir hann. Þar sem Bogi hefur nú orðið fyrir svona margháttuðu mótlæti, þrátt fyrir ættræknina og guðsþakkaverk- in, sýnist ekki vera gustuk að leggja það á hann, garminn þann arna, að ónáða hann með málsókn, eins og hjer stendur á, enda þótt fæstir aðrir en Bogi slyppi óhirtir fyrir sams- konar. Reykjavík 23. ágúst 1913. Einar Arnórsson. August Hebel, jafnaðarmannaforinginn þýski, and- aðist 13. ág., 73 ára gamall, fæddur í Köln 22. febr. 1840. Hann hefur lengi verið mjög áhrifaríkur maður á stjórnmál Þýskalands, þingmaður frá 1867 og einn þeirra manna, sem mestan þátt hafa átt í því að koma á þeirri skipun, sem nú er orðin þar á jafnaðarmannaflokknum. Hann var fátækur í æsku og fjekk þá litla mentun, lærði rennarahandverk og setti niður verkstofu í Leipzig 1864. Ungur var hann, er hann fór fyrst að gefa sig að skipulags- málum verkamanna, og 1866 kom hann inn í jafnaðarmannaflokkinn. Ári síðar varð hann þingmaður, í norðurþýska þinginu, og er stríðið hófst milli Frakka og Þjóðverja, barðist hann þar ákaft gegn hernað- arstjórnmálastefnu Bismarks. Frá 1871 hefur hann stöðugt átt sæti í ríkisdeginum og verið þar helsti málflytjandi jafnaðarmannastefnunn- ar. Við ritstörf fjekst hann og all- mikið, og hefur að minsta kosti eitt af ritverkum hans, „Konan og jafn- aðarmenskan", náð mikilli útbreiðslu. Eins og kunnugt er, hataðist Bis- mark mjög við jafnaðarmannaflokk- inn og beitti öllum brögðum til þess að kúga hann og koma honum á knje. Oft kom þetta ekki síst nið- ur á Bebel. Nokkrum sinnum var hann dæmdur í fangelsisvist, einu sinni til tveggja ára, „fyrir landráð gegn hinu þýska ríki", og jafnframt til 9 mánaða hegningarvistar í fang- elsi fyrir lastmæli um keisarann. Þetta var 1872. En 1886 var hann aftur dæmdur í 9 mánuða fangelsis- vist. Ekkert af þessu ljet Bebel á sig fá, en hjelt því fastar fram starfi sínu, enda var sú stefna, sem hann fylgdi, stöðugt í vexti og viðgangi, og jafnframt uxu þar völd hans og áhrif. Síðustu árin hefur Bebel verið mjög þrotinn að heilsu, og hefur því dregið sig frá störfum. Fyrir nokkr- um áruin var honum gefið sumar- hús suður við Zúrich í Sviss, og er það sýnt hjer í blaðinu, ásamt mynd hans. Þar dvaldi hann nú að síðustu, og þar dó hann. Stjórnleysi í lew-York- ríki. Útl. blöð frá 15. ág. segja þær fregnir, að landstjórinn í New- York-ríki í Bandaríkjunum eigi mjög í vök að verjast gegn Tammany- flokknum, er heimtar, að landstjór- inn leggi þegar niður embætti og vill setja varalandstjórann í það í hans stað. Landstjórinn heitir Sulzer, en varalandstjórinn Glynn. Deilan hófst á þvf, að Sulzer neitaði að skipa dómaraembætti og önnur ríkisem- bætti mönnum Tammanyflokksins, en kvaðst ætla að koma á í rfkinu óhlut- drægri stjórn. Tammanyflokkurinn sagði þá landstjóranum stríð á hend- ur, og 13. ág. samþykti löggjafar- þingið með 79 atkv. gegn 45, að ákæra Sulzer fyrir misbrúkun á fje við kosningar, fyrir meinsæri og mútuþágur. En samkvæmt stjórnar- skrá ríkisins á landstjóri, er verður fyrir ákæru, að víkja úr embætti, þangað til úrskurður fellur í málinu. En Sulzer heldur því fram, að þetta þing hafi ekki rjett til að bera fram ákæru gegn sjer, af því að það sje II i 11 árlega UTSALA í Vefnaðaryöruyerslun Ingólfshvoli T H. THORSTEINSSON BYRJAB FIMTUBAGINN I. SEPTEMBER.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.