Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.09.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 10.09.1913, Blaðsíða 1
Aigreiðslu- og innheimtum.: fORARINN B. fORLÁKSSON. "Veltusu.ncli 1. Taliiml 359. LÖGRJETTA Ritstjori: ÞORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talslmi 178. 42. IToykjavílt ÍO. september 1013. VIII. árgf. 1. o. o. F. 911959. LájrM& Fj©Msrte«l, YfflrFjettarmalafærslMmaöur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 I—12 og 4—7. BsekiJir, innlendar og erlendar, pappír og allskyos ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. ingar Nú er Iangt liðið á heyskapar- tímann, og bert er orðið, að hey- fengur manna undan sumrinu hlýtur að verða mjög rýr bæði á Suður- og Vesturlandi. Því miður eru helst líkur til, að afleiðingin verði sú, að bændur neyðist til að farga talsverðu af bústofni sínum í haust. En frá þjóðhagnaðarlegu sjónar- miði er það hið mesta tjón, þegar bústofninn minkar í landinu, og virðist því vera tímabært að at- huga, hvað unt sje að gera, til þess að takmarka tjónið sem mest. Fyrst kemur til yfirvegunar, hvort hægt sje að bæta upp fóður- skortinn með aðkeyptu fóðri eða fóðurbæti. Hjer í Reykjavík eru menn að panta hey að norðan, en þótt slíkt geti orðið til gagns fyrir einstaka Reykvíking, er varla hægt að koma því í framkvæmd í stærri stíl, svo að nokkru muni fyrir bændur. En annað innlent fóður væri líklega hægt að fá að norðan; það er fóðurmjöl það, sem búið er til úr síld á Siglufirði og í Eyjafirði og jafnvel að vestan úr fiskiúr- gangi á Önundarfirði. Ef bændur vildu hagnýta sjer fóðurbæti þennan, yrði að panta hann sem fyrst með hinum fáu haustferðum, sem eftir eru, og áð- ur en birgðir eru fiuttar út. Hey og fóðurbæti frá útlöndum mætti sennilega fá ódýrast fiuttan hingað með skipum þeim, er koma til að flytja fje út í haust, og ætti helst að fá undanþágu á vörutoll af fóðrinu. Verst er, hve örðugir eru flutningar á fóðrinu frá kaup- stöðunum upp í sveit, á meðan engar járnbrautir eru. Þá þyrfti að hugsa um, hvernig best yrði að koma í verð þeim búpeningi, er óhjákvæmilegt væri að farga. Jeg geri ráð fyrir, að bændur skeri eithvað af kúm sínum heima fyrir, en selji sumar til Reykjavíkur til slátrunar. En til athugunar kæmi, hvort ekki væri tiltækilegt að selja kýrnar til lífs, annað hvort í kaupstað, þar sem hægt er að afla sjer aðflutts fóðurs, eða í þær sveitir hjer á landi, þar sem vel hefur heyjast, eða jafnvel útlanda. íslenskar kýr hafa orð á sjer í útlöndum sem góðar mjólkurkýr, og væri alls ekki óhugsanlegt að utlendingar vildu kaupa þær. Miklu verður eflaust fargað af sauðfje. Hjer er í bænum maður, sem vill kaupa alt að 15000 fjár og flytja lifandi á nýjan markað á Þýskalandi, en getur aðeins fengið 3—4000. Hvort þetta er ábyggi- leg tilraun veit jeg ekki; mörg skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, ef vel á að takast. Bændur þyrftu að hafa umboðsmann, sem fær sje um að gefa upplysingar og bend- ingar, svo alt lendi ekki í handa- skolum, þeim og kaupendum til stórtjóns. Verð á saltkjöti er óvenjuhátt í Sig\ Júl. Jóhannesson skáld. Sig. Júl. Jóhannesson. Yinafagnaðarvísur í samsæti á „Hótel Reykjvík" 7. sept. 1913. Velkominn vorrænn, vestan um hafið, síkæri söngfugl sveitum og bæ! Hásumars heiðbros, hafblik og árljós, vagga þjer vonar vinhlýjum blæ. Líknstafi ljóðheims, lífgeisla kærleiks, harmbót og hlýju hugur þinn ber sjúkum og særðum, sorganna börnum, - vinfæstan vesling vefurðu' að þjer. Barnshjartans blíðmál, blómhvísl i runni leikur á langspil ljóðdís þín hlý. — Harðstjórn og hræsni heiptir hún geldur, þrumar í þungum Þórdunu-gný. Myndi ekki mögur móður skap hafa ungur að erfðum eignast og geymt? — Hýreyg og hvassbrýn háfjalladrottning, síst hefur sannur sonur þjer gleymt! Svíf þú nú, söngfugl, syngjandi vestur! Heilsaðu' í heiðrið, — heiður sje þjer! Ver þú að vori velkominn aftur, — kvakaðu' á kvistum kvöldljóð þitt hjer! Guðm. Guðmundsson. esssBgaggisagss ár, en í framtíðinni mun fást best verð fyrir dilkakjöt með því að senda það út kælt eða frosið. Sláturfjelögunum hefur tekist vel að koma saltkjötinu í álit með því að vanda sem best allan frágang og útbúnað á því, og Sláturfjelag Suðurlands er nú að byggja stórt kælihús, sem ætti að koma í góð- ar þarfir í framtíðinni. Eitt atriði, sem kemur til yfir- vegunar fyrir bændur, þegar þeir nú neyðast til að minka bústofn sinn vegna fóðurskorts, er spurn- ingin, hvort ekki borgi sig betur, þegar verð á dilkakjöti hækkar en smjörverð stendur í stað, að fækka heldur kúm, en reyna að halda sem mest í fjárstofninn. Danir hafa oft skift um með framleiðslu á kjöti, smjöri og korni, eftir því hvað best borgar sig í svipinn, og ýmsir stóreignabændur eru nú þar að reyna að koma upp fjárbúum hjá sjer. Fjárrækt ætti ekki síður að borga sig best hjá okkur, nema þar sem sjerstak- lega vel hagar til fyrir kúabú. Að lokum vildi jeg benda kaup- staðabúum á, hvort ekki væri til- tækilegt fyrir, þá að senda hesta, er þeir láta í fóður, norður í land til að ljetta þeim af heyjum sunn- lensku bændanna. Jeg hef viljað ríða á vaðið með að hreyfa þessum málum, sem standa í sambandi við heyskort- inn, en vona, að aðrir mjer færari taki þau til nánari athugunar og framkvæmda. Jeg efast ekki um, að samvinnu- fjelög bænda, gömul og ný, komi hjer að góðu liði. D. Thomsen. MTýja adferðin viö fryst- ingu á fisKi, sem fundin er upp af Ottesen kaupmanni í Thisted í Danmörku og áður hefur verið minst á hjer í blaðinu, virðist ætla að ryðja sjer algerlega til rúms. Henni er mjög hrósað, hvar sem hún er reynd. Hinn norski fiskiveiðaumsjónarmaður, Johan Hjorth, hefur gert ýmsar til- raunir, sem hepnast hafa svo vel, að nú er í Noregi farið að tala um al- gerða breytingu á fiskútflutningnum Ottesen Uskútfiutningsmaður. þannig, að flytja fiskinn út nýjan í stað þess sem hann hefur verið flutt- ur út saltur eða hertur. Aðferð Otte- sens er sú, að dýfa fiskinum niður í saltlög, er frystir fiskinn svo að hann geymist eins og nýr, en saltar hann ekki. Fiskur, sem frystur er á þenn- an hátt, þarf ekki ísumbúðir til út- flutnings, og gerir þetta flutninginn miklu hægari og ódýrari en áður. Hjer á myndinni er sýnt líkneski Friðþjófs frækna á Vangsnesi í Noregi, sem Þýskalandskeisari gní og frá var sagt í nœstsíðasta tbl. Alþingi. XII. Fánamálið í efri deild. Nefndin, er fjekk frv. til meðferð- ar, klofnaði; vildi meiri hlutinn sam- þykkja frv. með þeirri breytingu, að í stað „landsfáni" kæmi aðeins „fáni". En minni hlutinn (Stgr. J.) vildi ekki að frv. næði fram að ganga á þessu þingi, taldi það illa undirbúið, sjerstak- lega þó það, að málið hefði ekki verið borið upp fyrir konungi. — Á laug- ardaginn var frv. til 2. umræðu, og var þá frv. með breytingu meiri hluta nefndarinnar vísað til 3. umr. með 7 : 4 atkv. En í fyrra dag við 3. umr. bar Stgr. Jónsson fram svo- látandi rökstudda dagskrá: „í trausti til þess, að ráðherrann skýri Hans hátign konunginum frá vilja alþingis í þessu máli og beri það upp fyrir honum, og að stjórnin síðan leggi fyrir næsta reglulegt alþingi frv. til laga um íslenskan fána, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá". — Var hún samþykt með 7 atkv. gegn 6. Já sögðu: Einar Jónsson, Eiríkur Briem, Guðjón Guðlaugsson, Júlíus Havsteen, Sigurður Stefánsson, Stgr. Jónsson og Þórarinn Jónsson. En nei sögðu: Björn Þorláksson, Guðm. Björnsson, Hákon Kristófersson, Jón Jónatansson, Jósef Björnsson og Sig- urður Eggerz. — Um málið töluðu við 3. umr., auk flutningsmanns til- lögunnar, ráðherra, er sýndi fram á mikla galla frumvarpsins, sem fyrir lá, og að hitt væri úrslitavænlegra fyrir málið, að ræða það fyrst við konunginn og koma svo fram með stjórnarfrumvarp um fánann, og svo síra Sig. Stefánsson, er hvatti stjórn- ina mjög til þess að beita sjer fyrir málinu og reyna að fá því framgengt í sem fullkomnastri mynd. Því fer fjarri, að þessi úrslit máls- ins hafi alment vakið gremju hjer í bænum, eins og eitt blaðið sagði í gær. Lögr. veit, þvert á móti, ekki betur en að menn yfirleitt láti sjer þau vel líka, því flestum þótti frum- varpið, sem um var að ræða, ómynd, og þeir, sem fastast höfðu áður fylgt málinu, voru mjög óánægðir með það. Fallin frnmvörp. Feld hafa verið frv. um máls- kostnað, um sjerstaka dómþinghá í Öxnadal, um sparisjóði og frv. L. H. B. um að leggja Bústaði og Skildinganes undir Reykjavík. Ennfremur feldi n. d. í fyrra dag frv., er þeir Bjarni, Skúli og Benedikt fluttu um það, að numið skyldi það ákvæði vera úr lögum 18. sept. 1991 er fýrirskipa staðfesta þýðingu á dönsku af íslenskum lögum. Stjórnarskráin. Efrideildarnefndin (Bj. Þorl., Sig. Egg., Þór. J., Jón Jónat. og Guðj. Guðl.) leggur til að frumv. verði samþykt óbreytt. Segir hún að það sje alþjóðarkrafa að málinu verði á þessu þingi ráðið til lykta á viðun- anlegan hátt. Nálega allir muni vera sammála um afnám konung- kjörna þingmanna og um rýmkun kosningarrjettarins. Nefndin telur enga ástæðu til þess að kynferði ráði kosningarrjetti og telur það ekki mega lengur dragast að taka þessa jafnrjettiskröfu kvenfólksins til greina. Þykir henni óeðlileg tak- mörkun á kosningarrjettinum að allir skyldu ekki þegar fá kosningarrjett- inn á sama aldri, en vill ekki breyta þessu, þar sem það gæti orðið frv. að falli. Með skipun efri deildar á- lítur nefndin fengna nægilega stöðv- un í þingið, og telur það kost á þessu fyrirkomulagi, að ekki þurfi að breyta kjördæmum í landinu, sem jafnan mundi valda mjög mikl- um erfiðleikum. Hins vegar finst henni ekki sjerstök ástæða vera til að binda kosningarrjettinn til efri deildar við hærri aldur. — Sjerstak- lega er nefndin óánægð með það, að yfirdómurum er bönnuð þingseta. Yfir höfuð lítur nefndin svo á, að þó ýmislegt megi með rjettu finna að frv. þessu, þá sjeu í því fólgnar svo miklar rjettarbætur, að rjett sje að samþykkja það. Örðugt mundi og reynast að afgreiða þannig lagað frv. frá þinginu, að allir væru á- nægðir með það. Ágreiningur hlýt- ur altaf að rfsa af ýmsum ákvæð- um, sem eigi heima í stjórnarskránni, og verður því að una við það, ef meginatriðin eru þannig að vel fari. Bannmálið. TiIIaga G. Egg. og Valt. Guðm. um atkvæðagreiðslu um að nema úr gildi aðflutningsbannlögin, var til umræðu í gær. G. E. hjelt Ianga ræðu fyrir tillögunni, en L. H. B.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.