Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.09.1913, Blaðsíða 4

Lögrétta - 10.09.1913, Blaðsíða 4
154 L0GRJETTA Grænlandsleiðangur Koch’s kapteins. Þetta er 4. ferðin, sem farin hefur verið yfir þvert Grænland. Þá fyrstu fór Nansen 1888 á 65. st. n. br., frá austurströndinni vestur yfir. Peary fór að vestan og austur eftir, miklu norðar, á árunum 1891—95. Hans leið er á 78.—81. st n. br. Svo fór dr. Querain í fyrra 3. ferðina á 70. br. st. En leið Kocks kafteins er miklu norðar, á 77. br. st., frá Danmerk- urhöfn að austan, til Pröven að vestan. Með Koch voru 1 förinni A. We- gener prófessor frá Marburg í Þýska- landi, Vigfús Sigurðsson, íslending- ur, og Larsen, danskur maður. Þeir höfðu með sjer 16 ísl. hesta, og, eins og menn muna, reyndu þeir sig fyrst á þvf, að fara hjer yfir Vatna- jökul í fyrra sumar, en lögðu svo á stað norður og vestur frá Akureyri. Skipið „Godthaap", sem flutti þá til Grænlands, skildi við þá 24. júlí f fyrra í Danmerkurhöfn og hjelt til baka. í Danmerkurhöfn struku 13 af hestunum frá þeim, en þeir Vigfús og Wegener eltu þá á hinum, sem eftir voru, og höfðu uppi á þeim. Síðan fóru þeir með hestana og nokkuð af farangrinum landveg til Kap Stop, en Koch og Larsen fóru þangað með megnið af farangrinum á vjelarbáti. Þangað var alt komið 1. sept., og var þá farið að kólna veðrið, en sjóinn tók að leggja. Við tilraunir til að komast í gegn- um nýja fsinn fórst vjelarbáturinn, en ekkert tapaðist með honum. Sátu þeir f 3 vikur við Kap Stop. Þar rifbrotnaði Wegener, en það batn- aði skjótlega. 6. okt. eru þeir komnir upp á jökulinn. Þeir höfðu ætlað að komast vestur á Louísu drotningar land áður þeir settust að fyrir veturinn, en það var eigi hægt, og bygðu þeir sjer vetrarsetukofa á jöklinum. Það var 12. okt. Þar slátruðu þeir öllum hestunum nema 5, og höfðu kjötið af þeim, sem slátrað var, í kraftfóður handa hinum, sem eftir lifðu. í Iok óktób. fóru þeir sleðaferð til Louísu drotningar lands. Skömmu síðar fótbrotnaði Koch og átti hann í því í 3 mán- uði. Hann lætur vel af líðaninni í vet- rarsetukofanum. Kuldinn varð þeim ekki að meini, þótt hann kæmist alt að 50 st. Og hestarnir þoldu kuld- ann vel. 5. mars fóru þeir Koch ríð- andi til Louísu drotningar lands og fundu þá færa leið þangað fyrir sleða sína og farangur. Ekki lögðu þeir upp frá vetrar- setustaðnum fyr en 20. apríl og höfðu þá 5 sleða og hest fyrir hverj- um um sig. Larsen hafði þá meitt sig í fæti, og var haltur, en það batnaði fljótt. Áttu þeir nú fyrir höndum 11 —1200 kílóm. ferð vest- ur yfir jökulinn. Þeir fengu vond veður, snarpan vestanvind með fjúki, og gekk svo fyrstu 40 dagana, sem þeir voru á leiðinni. 12 daga gátu þeir ekkert haldið áfram vegna snjó- veðurs. Hvar sem þeir settust að, gerðu þeir snjóhús handa hestunum, og leið þeim vel þar inni. En með- an áfram var haldið leið þeim illa, því þeir urðu að sækja móti fjúkinu. Þeir fengu snjóblindu og urðu mjög þrekaðir. Varð því að slátra 3 af þeim fyr en til var ætlast. Þegar inn í mitt landið kom, fór vindurinn að minka og verða suð- lægari, og að lokum varð alveg logn. Hæðin, sem þeir ferðuðust í um miðju landsins, var 2500—3000 metra yfir sjávarmál. Þar var sól- skin á daginn, en altaf um 30 st. frost á nóttum. Skemdust þeir þá mjög á andlitum. Mest var hæðin á 430 vestl. lengdar og 740, 30' n. br. Fyrst höíðu þeir ferðast á hjarni, en nú var orðin ófærð á jöklinum og settu þeir þá snjóskó á hestana, og bætti það töluvert um. Þeir höfðu ætlað hverjum hesti 5 pd. af heyi og 4 pd. af kraftfóðri á dag, en það reyndist of lítið. 11. júní slátruðu þeir næstsíðasta hestinum. Var þá farið að halda niður í móti að vestan og vindur á suðaustan. Höfðuþeir þá segl á sleða sínum til þess að ljetta undir. Koch lætur mjög vel yfir þeim eina hesti, sem þeir höfðu nú eftir, og segir, að þeim hafi þótt mjög vænt um hann. 2. júlí sáu þeir tilsýndar land upp úr ísnum að vestan. Gekk þá fljótt niður á móti. Fóru að koma tjarnir og krapi í lægðum og lækir og ár ofan á ísnum, sem gerðu ferðina erfiða. Við eina af þeim ám urðu þeir að bíða í 12 kl.t., eða til þess er vatn minkaði í henni við nætur- kuldann. 4. júlí tjölduðu þeir 6 kílóm. frá ísröndinni, fóru þaðan að leita vista- forða, er fluttur hafði verið upp þangað handa þeim sumarið 1911, og fundu hann óskemdan. En svo ilt var að komast þarna áfram, að þeir treystu sjer ekki til að koma hestinum lengra, og var honum því slátrað, er eigi var meira eftir en 10 kílóm. niður á graslendi og góða haga. Þegar niður kemur þarna, verður fyrir Laxafjörður og Laxá. Til þess að komast yfir ána gerðu þeir sjer ferju úr sleða sínum og svefnpokum. Komust þeir þannig yfir hana 11. júlí. 13. júlí voru þeir komnir á svonefnt Kangeks-nes, 20 kílóm. frá Pröven. Þar skall yfir þá þoka og urðu þeir að liggja um kyrt í 35 kl.t. Þá voru þeir orðnir matarlausir og mjög slæptir. 15. júlí birti upp aftur. Þá slátruðu þeir hundi, sem verið hafði með þeim alla leiðina, steiktu kjöt hans og ætluðu að fara að borða. En rjett í því sáu þeir bát á ferð úti á firðinum. Þeir gerðu vart við sig með skotum og öðrum merkjum, svo að báturinn kom að vitja þeirra. í honum var Chemitz prestur frá Upernvík, er nú kom frá Pröven og var í fermingarleiðangri. Hann flutti þá Koch og fjelaga hans þegar til Pröven. Koch kafteinn hefur í þessari för fullkomnað kortið á svæðinu fyrir vestan Danmerkur-höfn og kortsett ýms svæði á Louisu drotningar landi. Svo hefur hann gert mælingar á hita og straumum í höfunum þar nyrðra, sem Iftt voru rannsökuð áður, o. s. frv. Um skáldastyrkinn. Jeg vil helst, að skáldin sje svöng; mjer sýnist, að hljóðakraftinn magni hin tómu garnagöng, en gömul reynsla, að enginn söng fagurt með fullan kjaftinn. Við heyrum það líka’, að hanarnir hæst og best þenja munna um hrákalda morgna hungraðir, og hvellastir verða ómarnir, sem gefur hin tóma tunna. Svo kveð jeg til þingsins og þeirra, sem skáldverkum unna. Listavinur. f Stefán dyjólfsson prentari. Hinn 8. ágúst andaðist hjer í Kaupmannahöfn eftir langa legu Stef- án prentari Eyjólfsson. Hann var fæddur 25. desember 1859 og var frá Horni í Hornafirði. Foreldrar hans voru Eyjólfur bóndi Sigurðs- son (f 1904) og kona hans Guðleif Stefánsdóttir. Stefán heitinn kom tvítugur til Khafnar (1880) og lærði prentaraiðn hjá S. L. Möller, sem flestar íslensk- ar bækur hefur prentað í Khöfn. Vann hann síðan hjá honum til þess er hann lagðist í vetur rjett fyrir jólin yfirkominn af brjóstveiki, nema tvisvar eða þrisvar um skemri tíma í öðrum prentsmiðjum, til þess að kynnast þeim, eða í verkmannaskift- um, er þar var prentað eitthvað ís- Ienskt. Stefán heitinn var góður setj- ari og hefur enginn maður sett eins mikið og hann af hinum íslensku bók- um, sem gefnar hafa verið út í K.- höfn á hinum síðasta mannsaldri. — Stefán heit. var gáfaður maður og sjerstaklega mjög hneigður fyrir mál- fræði. Hann las öllum stundum og varði hverjum eyri, sem hann mátti, til bókakaupa. Eignaðist hann all- mikið bókasafn, einkum málfræðis- bækur. Auk dönsku nam hann fyrst ensku og þýsku, að mestu tilsagnar- laust; síðan tók hann að lesa frakk- nesku, latínu, ítölsku, spönsku, portú- gisku og grísku, alt tilsagnarlaust, I og skildi flest þessi mál allvel á bók. Þá er hann kom úr prentsmiðjunni um miðaftan settist hann við bæk- urnar, því að þær voru hans yndi. Sat hann að jeg ætla oft við þær fram á nætur og skeytti þá lítið um annað; mun þetta hafa átt mikinn þátt í því að hann varð brjóstveikur, og eyðilagt heilsu hans að lokum; en um það hugsaði hann ekki, enda þótt honum væri bent á það; og ekki vildi hann heldur leggja sig inn á sjúkrahás á meðan hann gat staðið uppi. Stefán heitinn var góður drengur og tryggur í lund. Hann gerði litl- ar kröfur til lífsins og hugsaði lítið um sjálfan sig og framtíðina, eflaust meðfram af því, að allur hugur hans var við tungumálin, sem hann hafði tekið ástfóstri við, og bókmentir. — Mjög gaman hafði hann af því að tala við málfræðinga, og kyntist hann fáum eins mikið eins og dr. Jóni Stefánssyni og dr. JakobJakob- sen, hinum fræga færeyska málfræð- ingi. — Stefán heit. var kvongaður og átti danska konu og með henni tvö börn, son, sem nú er tvítugur, og dóttur, sem er fyrir innan ferm- ingu. í prentsmiðju Möllers er nú autt sæti, sem verður að skipa einhverj- um góðum íslendingi. Khöfn 16. ág. 1913. B. Th. M. Orðabók Jóns ólaíssonar. Þeir, sem hafa boðsbrjef óendursend, sendi þau sem fyrst, svo að byrjað verði á prentun 2 heftis. ^júkrnnarnemi. Ung, dugleg stúlka, sem er hneigð fyrir hjúkrunarstörf, get- ur íengið pláss á Vífilsstöðum 1. okt. næstk. Upplýs. gefur yfir- hjúkrunarkonan frk. Nilsen. Oddur Gíslason yflrrjettarmálaflutnlngsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5 ðnnnr kennarastaða við barnaskólann í Norðflrði er laus. Sjö mánaða kensla frá 1. október. Kaup lögmælt. Álitleg aukakensla við Unglingaskóla. Um- sóknir sendist skólanefndinni í Norð- firði fyrir 20. þ. m. (sept.). ggiy Auglýsingum í „Lög- rjettu“ tekur afgreiðslan við eða prentsmiðjan. ÚTSALAN Sjölunum á vetrar- hjá V. B. K. er byrjuð. 15—25°/o afsláttur. Ennfremur verða seld feiknin öll af Fata- tauum og Kjólatauum með 200/o afslætti. IMCuniö að líta á „Buchwaldstauin“ góðkunnu, er verslunin selur í umboðssölu fyrir haustið. Verslunin gjörn Kristjánsson. ENSKIR TROLLSTAKKAR margar teg. Do. Buxur, Do. Doppur, Do. Skálmar og fleira, sem er nauðsyril. fyrir menn, er stunda botnvörpuveiðar, ódýrast í Austurstræti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Alls konar verkfæri. til jarðvinnu, grjótvinnn, jarðabóta, járnsmíða m. m. ættu kaupmenn og kaup- íjelög að kaupa hjá aooaxrosoŒP Gustaf Aspelin, Kpistianía. Ennfremur járn, stál, akkeriskeðjur, stálkaðla og margt fleira. Skrifið sem fyrst. Hefur í mörg ár selt verkfæri til vegagerða landsins. Eimstiiafjfilas íslaiðs. Peir, sem hafa eigi enn skrifað sig fyrir hlutum í Eimskipafjelaginu eða kynnu að vilja bæta við sig hlut- um, geta skrifað sig fyrir hlutum daglega á skrifstofu fje- lagsins eða hjá einhverjum úr bráðabirgðastjórninni. Skrifstofan, Austurstræti 7% er opin kl. 6—8 síðd. Talsími 409. iSSráéaBirgðastjórnin. Carlsberg- brug-g-húsin mæla með Garlsberg myrkum 5kattefri alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum. Garlsberg skattefri porter hinni extraktríkustu af öllum portertegundum. Oarlsberg sódavatn er áreiðanlega besta sódavatn. „B ALTIC“-skilvindan. Samkvæmt útdrætti úr »Beretning nr. 9« frá vjelaprófunar- stöðinni á landbúnaðarháskóla Noregs (í Ási) varð niðurstaða á fitu-upphæðinni í undanrennunni þannig: Baltic B: 10................0,10. Alfa viola II...............0,12. Primus Ax...................0,15. I)omo I.....................0,16. Diabolo.....................0,17. í tjeðri skýrslu stendur, að þrjár síðastnefndu vjelarnar skilji mjólkina laklega. Pantið »Baltic«-skilvinduna hjá kaupmanni yðar. Einkasali á »Baltic«-skiIvindunni er: Jakob Gunnlögsson. Köbenhavn K. Prentsmiðjan Gutenberg

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.