Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.09.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 13.09.1913, Blaðsíða 1
Algreiðslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. Veltusvmdi 1. Talsimi 359. Bitstjori: PORSTEINN GtSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 43. Réykjavík 13. september 1913. VIII. árg. I. O. O. F. 949199. Liras Fjeldsted, TflrrJ ottarmilafœrslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 I —12 og 4—7. Bælíur, Innlendar og erlendar, papplr og allskyns ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Alþingi XIII. J árnb r autarm álið. Meiri hluti nefndarinn (L. H. B., J. M„ E. P„ M. Kr„ Sig. Sig. og V. G.) er þeirrar skoðunar, að járn- braut mundi hafa Iíka þýðingu fyrir þetta land sem önnur lönd, og að það eigi að byrja á járnbrautarlagn- ingu við fyrstu hentugleika, og þá fyrst leggja járnbraut úr Reykjavík austur að Þjórsárbrú — enda þótt járnbrautarlagning til Norðurlands gæti komið til mála. — Telur mhl„ að járnbraut þangað austur mundi borga sig með tímanum óbeint, ef ekki beint. Virðist mega búast við því, að járnbrautinni fylgi hjer eins og annarstaðar verðhækkun á eign- um, framleiðsluaukning sökum kraft- meiri og betri atvinnureksturs en ella, aukin vellíðan og þægindi hjá mönnum, sem búa á því svæði, þar er járnbrautin liggur um, og svo aukið þol til skattgjalda. Hjer virð- ist haga vel til. Við annan brautar- endann er Reykjavík, nú með um 12,500 íbúum og miklum vaxta- möguleikum, atvinnuvegir bæjarins eru aðallega fiskiveiðarnar og versl- un, en nærsveitirnar svo hrjóstugar, að þær geta ekki framleitt nánda nærri 'nógu mikið af landbúnaðaraf- urðum handa bænum. En járnbrautin lægi um bestu landbúnaðarhjeruð landsins, sem eru þjettbygðustu hjer- uð landsins, en gætu framfleytt marg- falt fleira fólki en nú er þar. Engar verulegar torfærur eru á leiðinni, ekkert, er geri járnbrautarlagning sjerlega erfiða. Meiri hluti nefndarinnar var ekki sammála um það, hverja leið skyldi fara, því sumir hölluðust að því, að rjett væri að landið legði járnbraut- ina og tæki lán til þess, en aðrir að stjórnin ætti víðar að leita fyrir sjer um tilboð til járnbrautarlagningar, og varð það að samkomulagi, að fara fram á 18000 kr. fjárveiting handa stjórninni til enn frekari rann- sóknar og undirbúnings á málinu. En þá fjárveiting feldi n. d. í fyrra dag með 14:11 atkv. Með voru: E. P„ E. J„ H. H„ Jóh. J., Jón J„ Jón M„ J. Ól„ L. H. B„ M. Kr„ P. J. og Sig. Sig„ (Matth. Ól. greiddi ekki atkv.). Minni hlutinn (B. Kr.) er alveg andstæður málinu og viil fella það alveg. Telur hann áætlanir verk- fræðings (Jóns Þorlákssonar) ná engri átt, og mundi kostnaður við lagninguna verða miklu meiri og tekjurnar miklu minni. Er álit hans álíka „produkt" og ritsímanefndará- lit hans forðum daga, sem reynslan hefur best sannað, hvað mikið vit var í. Stjórnarskráin. Efri deild samþykti frv. II þ- m- með öllum atkv. með nafnakalli, þannig að 10 sögðu já, en 3 (E. J.. Sig. Stef. og Stgr. J.) greiddu ekki atkv., töldust til meiri hlutans. Fánamálið. Þeir Bj. Jónsson, Sk. Th. og Ben. Sv. fluttu þingsályktunartillögu, að stjórnin legði fyrir næsta alþingi frv. til laga um siglingafána. L. H. Kennarar. pappír bækur blýanta bólur strokl eður og alt sem að teiknkenslu lýtur er best að kaupa í pappírsverslun Pör. B. Þorlákssonar. Veltusund 1. Talsími 359. B. flutti bá breytingu að orðið „sigl- inga“ fjelli framan af, og samþ. n. d. það í fyrra dag, en síðan var tillagan feld með 16 : 7 atkv. (E. P„ G. Egg., Jón J„ J. Ól„ Kr. Dan., L. H. B. og Þori. J.). Bj. Kr„ Jóh. Jóh„ Jón M„ Kr. J„ St. St. og V. G. töldust til m. hl„ H. H. greiddi ekki atkv., en Einar J. var fjarver- andi. Fingsálvktanir samþyktar af alþingi: 1. Um að landsstjórnin láti skoða vitastæði á Straumnesi í Sljettu- hreppi, og gera áætlun um kostnað við vitabyggingu þar. (Flm.: Sk. Th.). 2. Um að landsstjórnin geri ráð- stafanir til þess, að útlend skip liggi ekki óseld á strandstaðnum ár- um saman. (Flm.: Þorl. J ). 3. Um að landsstjórnin hlutist til um, að fræðslumálastjórn landsins afli sjer upplýsinga um tóbaksnautn ungmenna og bann um land alt. 4. Um mælingar á túnum og matjurtagörðum, að stjórnarráðið rannsaki og undirbúi það mál fyrir næsta reglulegt alþingi. (Flm.: Sig. Sig.). 5. Um að stjórnin hlutist til um, að Reýkjavíkur dómkirkja verði sett undir umsjón og eftiriit biskups, og að sama skipun komist á reiknings- hald hennar sem fylgt er við aðrar kirkjur landsins. (Frá fjárl.n. n. d.). 6. Um að landsstjórnin felli úr stjórnartíðindunum dönsku þýðinguna á íslenskum lögum. (Flm.: L. H. B.). 7. Um að stjórnin láti skoða og ákveða brúarstæði á Miðfjarðará í Húnavatnssýslu og gera áætlun um kostnað við brúargerðina. (Flm.: Þór. J.). 8. Um að stjórnin undirbúi og leggi fyrir næsta þing frv. til nýrra laga um rafveitu í kaupstöðum og kauptúnum. (Frá rafveitunefnd efri deildar). Pjóðvinafjelagið. Því var kosin stjórn á fundi í sam- ein. þingi, fyrir luktum dyrum, í gær: forseti Tr. Gunnarsson komm. af Dbr„ með 26 atkv.; varaforseti Eiríkur Briem, prófessor, með 16 atkv.; með- stjórnarnefnd Hannes Þorsteinsson skjalavörður með 39 atkv., Ben. Sveins- son ritstjóri og L. H. Bjarnason pró- fessor með 20 atkv. hvor. Kosningin lítur skringilega út, þar sem Tr. G. er kosinn formaður með miklum atkvæðamun, en svo komast þeir póiitisku hálfbræðurnir Benedikt og Lárus í meðstjórnendanefndina. Lög frá alþingi. 27. Um breytingar á lögum um vör.utoll. 22. okt. 1912.'—Flutningur ýmsra vörutegunda innan flokkanna. Hækkað er gjald af póstböglum upp í 30 au. 28. Um mannskaðaskýrslur og rannsókn á fundnum líkum. — Lög- gæslumanni er falin rannsókn á fundn- um líkum, og dauðdaga þeirra, er deyja voveiflega. En löggæslumenn skulu vera: Bæjarfógetar í kaupstöð- um, sýsiumenn í þeim hreppum, er þeir búa í, en alstaðar annarstaðar eru hreppstjórar löggæslumenn. 29. Um mannanöfn. 1. gr. í þessum lögum hafa þau orð, er hjer fara á eftir, hvert um sig, þá merkingu, er nú skal greina: Eiginheiti hvers manns er það nafn, sem hann hlýtur í skírn eða lögá- kveðinni tilkynningu til kirkjubókar. Föðurnafn hvers manns er eiginheiti föður hans haft í eignarfalli að við- bættum son, ef karlmaður er, en dóttir, ef kvenmaður er. Kenningar- nafn er hvert það heiti, er maður hefur í viðbót við eiginheiti og föður- nafn, en gengur ekki til afkomenda hans. Ættarnafn er hvert það heiti, auk eiginheitis og föðurnafns, er ganga skal óbreytt mann fram af manni í beinan karliegg. 2. gr. Hver sá maður, er hlotið hefur 2 eiginheiti eða fleiri, er skyld- ur til, frá því er hann verður 16 ára, að nota sama nafn og nöfn alla æfi, nema leyfi fái til breytingar, og skal hann jafnan rita þau á sama hátt. Eiginheiti skal ávalt rita á undan föðurnafni eða ættarnafni. Hver mað- ur skal rita föðurnafn sitt eða ætt- arnafn fullum stöfum á eftir eiginheiti. — Nú hefur maður löglegt kenning- arnafn eða ættarnafn, og skal þá rita það fulium stöfum í stað föður- nafns, og má þá rita föðurnafnið á undan því, fult eða skammstafað eða upphafsstaf þess einn, eða sleppa því. Nú hefur maður í skírn eða tilkynn- ingu til bókar hlotið nafn, sem er löglegt ættarnafn annarar ættar, þá er honum óheimilt að hafa það fyrir kenningarnafn eða ættarnafn. 3. gr. Þá er kona giftist, má hún taka upp ættarnafn manns síns með eða án föðurnafns síns eða ættar- nafns, elia nota nafn sitt og kenna sig til föðurnafns síns. — Nú skilur kona við mann sinn að lögum, og er henni þá frjálst að taka upp aftur ættarnafn sitt, ef tii var, en fá verð- ur hún leyfisbrjef samkv. 10. gr. Þessi nafnaskiiti getur stjórnarráðið, ef sjerstök ástæða er til, leyft að nái til barna hennar, sem hún hefur for- eldraráð yfir og yngri eru en 16 ára, og eins þó eldri sjeu, ef þau æskja þess sjálf; þó má hún ekki fá börn- unum ættarnafn sitt, nema foreldrar hennar og systkin gefi leyfi til, þau er lifa hjer á landi. 4. gr. Öllum er skylt að nota löglegt ættarnafn föður síns, og tek- ur það einnig til óskilgetinna barna, ef faðerninu er játað. — Nú er barn föðurlaust, og skal það að föðurnafni kenna sig til móðurföður eða hafa ættarnafn móður sinnar, ef til er. 5. gr. Enginn má breyta eigin- heiti sínu, föðurnafni, kenningarnafni eða ættarnafni, eða taka upp og nota nokkurt nýtt nafn, nema fylgt sje fyrirmælum þessara laga. 6. gr. Nú vill maður, sem fædd- ur er á íslandi, taka upp kenningar- nafn eða ættarnafn hjer á landi eða breyta eldra ættarnafni, og skal hann þá senda stjórnarráði íslands beiðni um það, og láta henni fylgja skírn- arvottorð sitt eða þau vottorð, er samkv. gildandi lögum koma í þess stað. Sje umsækjandi yngri en 16 ára, verður hann að láta beiðninni fylgja samþykki þess foreldranna, er foreldraráð hefur yfir honum. Hjón geta, meðan hjónabandinu er ekki slitið með lögum, því að eins fengið heimild til nýs ættarnafns, að þau sjeu því bæði samþykk. Systkin mega í sameiningu sækja um sam- eiginlegt ættarnafn, og verður þá að fylgja umsókninni skírnarvottorð þeirra, er hið nýja nafn á að ná til eða það vottorð, er löglega kemur í þess stað. Eigi umsækjandi börn á lífi, er lögum samkvæmt bera nafn hans, skal nafnbreytingin einnig ná til þeirra, ef þau eru yngri en 16 ára og hann hefur foreldraráð yfir þeim. Sjeu þau eldri en 16 ára, má nafntakan eða nafnbreytingin einnig ná til þeirra, ef umsækjandi hefur haft foreldraráð yfir þeim innan 16 ára aldurs, og þau sjálf samþykkja. Nú eru framangreind skilyrði fyrir hendi, og geta þá einnig faðir eða móðir fengið heimild til ættarnafns- töku eða ættarnafnsbreytingar fyrir börn sín, þótt þau sjálf breyti ekki ættarnafni sínu. Skal þá nafntakan eða nafnbreytingin ná til þeirra barna allra, sem umsækjandi hefur foreldra- ráð yfir. Hafi hjón fengið nýtt ætt- arnafn upptekið fyrir sameiginleg börn sín, hljóta seinni börn í því hjónabandi sama ættarnafn. Enginn getur fengið nafni sínu breytt oftar en einu sinni eftir 16 ára aldur. 7. gr. Enginn getur fengið heim- ild tii að taka upp og hafa að kenn- ingarnafni eða arttarnafni nein þau nöfn, er nú skai greina: a. Ættar- nöfn, sem eru lögleg eða viðurkend eign íslensks manns, ef aðili sjálfur eða fjárhaldsmaður hans hefur með brjefi til stjórnarráðsins fyrir 1. jan. 1915 tilkynt ættarnafnið, og lagt bann við, að það sje notað. Ættar- nafn, sem upp hefur verið tekið fyrir síðastl. aldamót (1. janúar 1901) telst viðurkend eign þess, er það hefur notað. Skýrsla um það, hvenær ætt- arnafn hefur verið tekið upp, skal fylgja tilkynningunni, og getur stjórn- arráðið heimtað þær sannanir fyrir upptöku nafnsins, er því finst ástæða til. b. Ættarnöfn, sem eru löglega upptekin eftir i.jan. 1915. c. Nöfn, er hneykslanleg eru á einhvern hátt, eða svo lík þeim nöfnum, er um get- ur í stafl. a og b., að villum geti valdíð. — Stjórnarráðið skal skera úr öllum deilum, er rísa kunna út af fyrirmælum þessarar greinar. 8. gr. Skrá um ættarnöfn, er ekki má taka upp samkv. 7. gr., staflið a„ lætur stjórnarráðið semja og prenta í B deild Stjórnartíðindanna. Við hver árslok skal prenta viðauka við skrá þessa, og færa þar inn þau ættar- nöfn, sem leyfi hefur verið veitt til að taka upp á árinu. Nafnaskráin og viðaukarnir skulu vera til sölu hjá bóksala í Reykjavík. Stjórnar- ráðið ákveður söluverðið. Ennfrem- ur skal stjórnarráðið láta semja og gefa út til leiðbeiningar: 1. Skrá yfir orð og heiti, sem fallin þykja til að hafa að ættarnöfnum. 2. Skrá yfir góð íslensk, forn og ný eiginheiti karla og kvenna, er sjerstaklega sýni, hvernig eigi að mynda konunafn af karlmannsnafni og karlmannsnafn af konunafni. 3. Skrá yfir skammstafan- ir þær á eiginheitum manna, sem æskilegt þykir að nota. 9. gr. Ættarnöfn eða kenningar- nöfn, sem upp hafa verið tekin án löglegrar heimildar eftir síðastliðin aidamót (l. janúar 1901), má því aðeins nota eftirleiðis, að sá, er í hlut á, fái heimild til að nota þau með konunglegu leyfisbrjefi. 10. gr. Sje ekkert nafntökunni eða nafnbreytingunni til fyrirstöðu, gefur stjórnarráðið út leyfisbrjef, sem umsækjandi fær afhent gegn gjaldi því, er ákveðið er í 12. gr. Jafn- framt sendir stjórnarráðið sóknar- presti, þeim sem í hlut á, eftirrit af leyfisbrjefinu, og skal hann geta nafn- tökunnar í kirkjubókinni við skírnar- nöfn þeirra, er nafntakan eða nafn- breytingin nær til. 11. gr. Breytingar á nöfnum eða ný eiginheiti geta menn fengið með konungsleyfi á þann hátt, er tíðkast hefur. Prestum er heimilt að neita að skíra börn nokkrum þeim nöfn- um, sem telja verður hneykslanieg, eða færa slík nöfn til bókar. 12. gr. Fyrir hvert leyfisbrjef, sem út er gefið samkvæmt 10. gr„ hvort heldur fyrir einn marin eða heila fjöl- skyldu, slcal greiða 10 kr„ er renna í landssjóð. Fyrir skrásetningu ætt- arnafna, þeirra, sem getið er í upp- hafi 8. gr. (sbr. 7. gr. a.), skal gjalda 2 kr. fyrir hvert nafn, og rennur gjaldið í landssjóð. J3- gr- Fullveðja mönnum, sem nú eru uppi, er frjálst að rita nafn sitt á þann hátt, sem þeir hafa tíðkað. Útlendingum, sem hingað koma, er frjálst að rita löglegt heiti sitt á sinn vanahátt. í öllum opinberum skrám og skýrslum skal ávalt rita eiginheiti manna á undan föðurnafni, nema maður hafi ættarnafn. Þó eru bóka- skrár ekki háðar þessum fyrirmælum. 14. gr. Brot gegn lögum þessum varða alt að 100 kr„ er falla í lands- sjóð. Með mál út af þeim skal farið sem með almenn lögreglumál. 15. gr. Heimild sjórnarráðsins til að gefa út leyfisbrjef um upptöku ættarnafna gengur í gildi i.jan. 1915. 9. gr. laganna gengur í gildi 1. jan. 1916. Að öðru leyti ganga lög þessí í gildi 1. jan. 1914. 30. Um friðun fugla. 1. gr. Enginn má drepa æðar- fugl af ásettu ráði. Brot gegn því varðar 10 kr. sekt fyrir hvern fugl. Sektin tvöfaldist við hverja ítrekun brotsins alt að 400 kr. Sje fuglinn skotinn með byssuskoti, er byssan upptæk, og rennur andvirði hennar í sveitarsjóð þar, sem brotið er framið. 2. gr. Engin má selja eða kaupa æðaregg, eða á nokkurn hátt af hendi láta til annara utan heimilis síns, nema eggskurn til vísindalegra þarfa. Greiða má þó varpeigandi þeim mönnum, er varp hirða, borgun fyrir starf sitt með eggjum, ef þeir óska. Ekki má heldur selja eða kaupa æð- arfugla, nje hluta af þeim. 3. gr. Frá 15. apríl til 15. júlí eru, nema nauðsyn beri til, öll skot bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km. 4. gr. 15. apríl til 15. júní rr.á enginn án leyfis varpeiganda leggja hrognkelsanet eða nokkur önnur net nær friðlýstu varplandi hans en */4 km. frá stórstraumsfjörumáli. 5. gr. Brot gegn 3. og 4. grein varða 5—15 króna sektum. Um sektir fyrir æðarfugla þá, sem drepn- ir eru með skotunum eða netunum, fer eftir ákvæðum I. greinar. Varp- eigandi, þar sem brotið er framið, má taka upp netin, en láta skal hann þau af hendi við þann, er þau lagði, er hann hefur goldið sekt sína og kostnað við upptöku net- anna eftir óvilhallra manna mati. 6. gr. Hvergi á íslandi má leggja æðarfuglanet. Nú gerir einhver það, og varðar það 59—100 kr. sektum. Netin skulu upptæk og rennur and- virði þeirra í sveitarsjóð, þar sem brotið er framið. Um sektir fyrir æðarfugla þá, sem í þau voru veidd- ir, fer eftir ákvæðum 1. gr. 7. gr. Sýslumenn skulu hvert ár á manntalsþÍRgum ótilkvaddir og ó- keypis friðlýsa öllum æðarvörpum í lögsagnarumdæminu og brýna fyrir mönnum að hlýða lögum þessum. Nú vill maður koma á fót nýju æð- arvarpi í landareign ábúðarjarðar sinnar, og skal þá senda sýslumanni skriflega yfirlýsingu uin það; skal þar skýrt frá legu varplandsins, af- stöðu þess, ummerkjum og umbún- aði. Skýrslu þessari fylgi vottorð tveggja áreiðanlegra manna um, að hún sje rjett, og að þeir telji landið vænlegt til æðarvarps. Síðan frið- lýsir sýslumaður varplandinu á næsta manntalsþingi og greiðast 2 krónur fyrir þá friðlýsingu, er renna í lands- sjóð. 8. gr. Lögreglustjórar, hreppstjórar og hafnsögumenn skulu sjerstaklega leiða athygli skipstjóra að lögum þessum, og skulu þau vera til út- býtingar hjá lögreglustjórum lands- ins á íslensku, dönsku, þýsku, ensku og frakknesku. 9. gr. Sektir þær, sem ákveðnar eru í lögum þessum, renna að V3 í sveitarsjóð, en að 2/3 til uppljóstrar- manns.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.