Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.09.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 13.09.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 157 ^i ^sál UTSALAN MIKLA byrjar mánudag’inn 15. september í verzluninni Edinborg. : Par verður aísláttur á öllu — undantekningarlaust. ~ í Vefnaöarvörudeild: Miliill afsláttur á Silkiblássum, Sjölum, öardínutauum, Ljereltum, Tvisttauum, Flonelum, og yíir liöíuð allri álnavöru, hverju naíni sem nefnist. í Fatasölu- og Skófatnaðar-deild: Par er afsláttur svo xnikill, aö slíkt liefur ekki lieyrst nokkurstaðar, t. <1.: Hanskar, áður 2,00, iiú 1,25. Ðömureg'nkápur, áöur 21,00, nú 13,05. Dömuvetrarkápur, áður 18 nú, 0,00. Herraregnkápur, áöur 28,50, nú 15,50. Barnakápur, áöur 5,50, nú 3,00. Fatatau, alt aö 50%. llattar, næitum því gefnir. Skinnavara öll meö hálfviröi. Fatnaöir, áöur 05 kr., nú 50 krónur. -- — 54 — — 40 — Regnhlífar, stórt úrval, afarmikill afsláttur. Hanchettskyrtur, áöur kr. 5,50, nú kr. 2,00. Vetrarsjöl fyrir hálfvirði. í Leir- og Glervöru-deild: Par er svo mikið ár að velja, að of lan^t yrði upp að telja, en þar er alt með feikna-afslsetti. Nú ætti fólk ekki að vera lengi að hugsa sig um, þegar svona tækifæri býðst til að fá alt, sem það þarfnast, fyrir litla peninga. iW* Komið á mánudaginn. "^p|| SP' /kv SF' sr ST Ak ák Stj órnarskrárbreytingin. Frumv., sem Alþing hefur nú samþykt, er svohljóðandi: Frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni íslands 5. jan. 1874 og stjórnarskipunarlögum 3. okt. 1903. 1. gr. Síðari hluti 1. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt. 1903: »Ráðherra íslands má eigi . .. falið að veita« falli burt, en í staðinn komi: Ráðherra íslands má eigi hafa annað ráðherraembætti á hendi, og verður að tala og rita íslenska tungu. Hann skal hafa aðsetur í Reykjavík, en fara svo oft sem nauðsyn er á til Kaupmannahafnar, til þess að bera upp fyrir konungi lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir, þar sem konungur ákveður. Landssjóður greiðir laun ráðherra, svo og kostnað við ferðir hans á konungsfund. Nú deyr ráðherra eða lætur af embætti, og gegnir landritari þá ráð- herrastörfum á eigin ábyrgð, þangað til skipaður hefir verið nýr ráðherra. Ráðherra veitir þau embætti, sem hann hingað til heflr veitt. Tölu ráðherra má breyta með lögum. Verði ráðherrum fjölgað, legst landritaraembættið niður.1) 2. gr. Á eftir 1. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt. 1903 (2. gr. stjórnar- skrárinnar) komi tvær nýjar greinar (2. og 3. gr.): Konungur vinnur eið að stjórnarskrá íslands. Af eiðstaf konungs skal gera tvö samhljóða frumrit, og geymir Alþingi annað þeirra, en hitt skal geymt í Landsskjalasafninu. 3. gr. Konungur er ábyrgðarlaus og friðhelgur. Ráðherra ber ábyrgð á stjórninni. Alþingi getur kært hann fyrir embættisrekstur hans. Lands- dómur dæmir þau mál. 4. gr. 2. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt. 1903 (3. gr. stjórnarskrárinnar) falli burt, en i hennar stað komi: Undirskrift konungs undir ályktanir um löggjöf og stjórn veitir þeim gildi, þegar ráðherra ritar undir þær með honum. 5. gr. 4. gr. stjórnarskrárinnar falli burt, en í hennar stað komi: Konungur veitir öll þau embætti, sem hann hefir veitt hingað til. Breyta má þessu með lögum. Hver embættismaður skal vinna eið að stjórn- arskránni. Konungur getur vikið þeim frá embætti, sem hann hefur veitt það.2) 6. gr. 11. gr. stjórnarskrárinnar falli burt, en í hennar stað komi: Þegar brýna nauðsyn ber til, getur konungur gefið út bráðabirgðalög milli Alþinga; eigi mega þó slik lög ríða í bág við stjórnarskrána, og ætíð skulu þau lögð fyrir næsta Alþingi á eftir. Samþykki Alþingi þau ekki áður en þingi slitur, falla þau úr gildi. Bráðabirgðafjárlög má eigi gefa út, ef fjár- lög fyrir fjárhagstimabilið eru samþykt af Alþingi.3) 1) Hjer eru breytingarnar pær, að felt er burtu ákvæöið um uppburð ísl. mála »í ríkisráði«, en konungi falið að ákveða, hvar pað sje gert, og heimilað að fjölga ráðherrum með einföldum lögum. Nýtt er einnig ákvæöið um pað, að landritari gegni ráöherrastörf- um á cigin ábyrgð, ef ráðherra »lætur af embættia. 2) Hjer er felt úr núgildandi stjórnarskrá það ákvæði, að »engan má skipa em- hættismann á íslandi nema hann hafi hin almennu rjettindi innborinna manna og þar á ofan hafi fært sönnur á, aö hann hafi fullnægt þvi, sem fyrir er mælt í hinum gildandi ákvörðunum um kunnáttu i máli landsins«. Pykir nú orðiö óþarit, aö taka þetta fram, þar sem það sje sjálfsagt. Einnig er hjer felt burtu ákvæði um eftirlaun embættismanna, svo aðjstjórnarskráin standi ekki í vegi fyrir afnámi þeirra. Ennfremur er felt burtu það ákvæði, að stjórnin geti flutt embættismenn úr einu embætti í annað. 3) Hjer eru tvær síðustu setningarnar, ákvæðin um, að bráðabirgðalög falli úr gildi og um bráðabirgðaijárlög, ný viðbót. 7. gr. 4. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt. 1903 og 14. gr. stjórnar- skrárinnar falli burt, en i þeirra stað komi: Á Alþingi eiga sæti 40 þjóðkjörnir alþingismenn. Tölu þeirra má breyta með lögum.4 5) 8. gr. 5. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt. 1903 (15. gr. stjórnarskrár- innar) falli burt, en í stað hennar komi: Alþingi skiftist í tvær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeid. í neðri deild eiga sæti 26 þingmenn, en 14 í efri deild. Tölum þessum má breyta með lögum. Óhlutbundnum kosningum i sjerstökum kjördæmum skulu kosnir 34 alþingismenn, en 6 hlutbundnum kosningum um landið alt í einu lagi. Þeir þingmenn eiga allir sæti í efri deild, sem kosnir eru hlutbundnum kosningum, og auk þeirra 8 þingmenn, sem sameinað Alþingi kýs úr ilokki þingmanna, sem kosnir eru óhlutbundnum kosningum. Hinir eiga sæti í neðri deild.5) .9. gr. 16. gr. stjórnarskrárinnar falli burtu, eD í stað hennar komi: Þingmenn, kosnir óhlutbundnum kosningum, skulu kosnir iil 6 ára, en þingmenn, kosnir hlutbundnum kosningum, til 12 ára, og fer helmingur þeirra frá sjötta hvert ár. Þingrof nær ekki til þingmanna þeirra, sem kosnir eru hlutbundnum kosningum. Deyi þingmaður, kosinn óhlutbundinni kosningu, meðan á kjörtíman- um stendur, eða fari frá, þá skal kjósa þingmann í stað hans, fyrir það, sem sem eftir er kjörtímans. Verði á sama hátt autt sæti þingmanns, kosins hlut- bundinni kosningu, tekur sæti hans varamaður sá, er í hlut á, en varamenn skulu vera jafn margir og þingmenn, kosnir hlutbundnum kosningum, enda kosnir á sama hátt og samtimis.6) 10. gr. 6. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt. 1903 (17. gr. stjórnarskrár- innar), falli burt, en í staðinn komi: Kosningarrjett við óhlutbundnar kosningar til Alþingis hafa karlar og konur, sem fædd eru hjer á landi eða hafa átt hjer lögheimili síðastliðin 5 ár og eru 25 ára, er kosningin fer fram; þó getur enginn átt kosningarrjett, nema hann hafi óflekkað mannorð, hafi verið heimilisfastur i kjördæminu 1 ár og sje fjár síns ráðandi, enda ekki i skuld fyrir þeginn sveitarstyrk. Ennfremur eru þau skilyrði sett, að hinir nýju kjósendur, konur, og þeir karlmenn, er ekki hafa kosningarrjett samkvæmt stjórnarskipunarlögunum frá 1903, fái ekki rjett þann, er hjer ræðir um, öll í einu, heldur þannig, að þegar semja á al- þingiskjörskrá i næsta sinn, eftir að lög þessi eru komin í gildi, skal setja á kjörskrána þá nýja kjósendur eina, sem eru 40 ára eða eldri, og að öðru leyti fullnægja hinum almennu skilyrðum til kosningarrjettar. Næsta ár skal á sama hátt bæta við þeim nýjum kjósendum, sem eru 39 ára, og svo framvegis, lækka aldursmarkið um eitt ár í hvert sinn, til þess er allir kjósendur, konur sem karlar, hafa náð kosningarrjetti, svo sem segir í upphafi þessarar greinar. Nú hafa hjón óskilinn fjárhag, og missir ekki konan kosningarrjett sinn fyrir því. Með sömu skilyrðum hafa karlar og konur, sem eru 35 ára eða eldri, kosningarrjett til hlutbundinna kosninga. Að öðru leyti setja kosningarlög nánari reglur um kosningar og um það, í hverri röð varamenn skuli koma i stað aðalmanna í efri deild.6) 4) Hjer er numiö burt ákvæði núgildandi stj.skrár um konungskosningar. 5) Um þessa grein í breytingunuim var mestur skoðanamunur á þinginu, því- margir vildu láta kjósa alla þingmenn efri deildar hlutbundnum kosningum um land alt, en aðalmótbárurnar móti því voru, aö það hefði i för með sjer gagngerða breyting á kjördæmaskiftingunni, þar sem þingmönnum þeim, er þá yröu kosnir í sjerstökum kjör- dæmum, fækkaöi úr 34 í 26. 6) Pelta er stærsta breytingin, og var ekki mikill ágreiningur i þingina um hana.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.