Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 24.09.1913, Qupperneq 1

Lögrétta - 24.09.1913, Qupperneq 1
Afgreiöslu- og innheimtum.: I’ORARINN B. ÞORLÁKSSON. "Veltiisundi 1. Talaimi 359. LOGRJETTA Ritstjori: RORSTEINN 6ÍSLAS0N Pingholtsstræti 17. Taliiml 178. M Reykjavík 34. september 1913. Vffl. árg. 1. O. O. F. 949269. Lárus Fjeldsted, Y flrrj ettarmilafœrslumaöur. Læbjargata 2. Helma kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir i Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Balkanmálin. Tyrkir og Búlgar sáttir. Símað er frá Khöfn 19. þ. m., að fullnaðarfriður sje nú gerður milli Tyrkja og Búlgara og haldi Tyrkir bæði Adríanópel og Kirk-Kilisse. Með þessu er loks sjeð fyrir full- komin endalok Balkanstríðsins að þessu sinni. Spáð er því þó, að Búlgarar muni ekki til lengdar gera sig ánægða með það hlutskifti, sem þeir hafa fengið, heldur bráðlega hyggja á ófrið að nýju til þess að rjetta hlut sinn. Én hrakfarir þeirra nú að síðustu eru sjáifum þeim að kenna. Grimdarverk þeirra, einkum í stríðinu við hinar sambandsþjóð- irnar og í viðureigninni við tyrkneska þegna innan valdsvæðis síns, eftir friðargerðina við Tyrki í Lundúnum, hafa alstaðar svift þá samhug ann- ara þjóða í síðustu deilunni við Tyrki, um yfirráðin í Adríanópel ogÞrakíu. Síðustu fregnir f útlendum blöð- um segja, að búast megi við stjórn- arbylting í Búlgaríu nú bráðlega, og sje þar mikil hreyfing f þá átt, að koma Ferdínand konungi og ætt hans frá völdum, en fá í hans stað enskan prins f konungssætið. Ætla þeir, sem þessu halda fram, að það mundi verða Búlgaríu styrkur út á við. Konstantfn Grikkjakonungur ferð- ast í haust til Berlínar og Parfsar. Vilhjálmur Stejánsson norAurfari. Síðustu frjettirnar úr för hans eru frá Alaskaströndum. Hann var á Ieið norðurmeð þeim í júlf í sumar. Þeir eru 37 í förinni, 15 vísinda- menn og 37 manna skipshöfn. Tvö skip höfðu þeir, sem heita Karluk og Mary Sach. Annað af þeim skip- um hafði orðið fyrir slysi, laskast töluvert í ís. Vesturísl. tfmaritið „Heimir" flytur útdrátt úr ræðu, sem Vilhjálmur hjelt í Wynyard skömmu áður en hann lagði á stað, í veislu, sem honum var þar haldin. Þar lýsir hann fyrir- ætlun sinni í norðurförinni, og segir svo frá því í tímaritinu: „Ferð sína að þessu sinni kvað hann eingöngu rannsóknarferð. Hefði hann með sjer sjerfræðinga alkunna f öllum þeim fræðigreinum, er rann- sóknin útheimtaði. Gerði hann sjer vonir um, ef ferð þessi hepnaðist, yrði hún sú þýðingarmesta, er nokkru sinni hefði verið farin, til þess að safna vísindalegum gögnum, við- komandi sjávar- og jarðar-gróða við heimskautið. Enn fremur kvað hann það ætlan sína að rannsaka afarstórt landflæmi, er þar væri norður frá og enn algerlega óþekt og órannsak- að. Hafði hann þá sögu eftir kap- teini Peary, að Peary þóttist hafa sjeð land þar norður frá, er engin landabrjef sýndu. Taldi ræðumaður að land þetta gæti verið stærra en Grænland og áleit hann það lægi norður af Beauforthafi, milli 74.—90. stigs norðurbr., beint norður af Alaska og Austur-Sfberíu. Kvað hann rann- sókninni heitið fyrst austur heimskauts- hafið frá Mc Kenzieflóa og norður til Prince Patrickseyjar. Þar gerði hann ráð fyrir að hafa aðalvistabúr sitt og hefja þaðan rannsóknarferð- irnar yfir á þetta ókunna land. Hvað lengi hann yrði f ferðinni, taldi hann óákveðið, en ekki væri ráð fyrir gert, að leiðangurinn tæki minna en 3 ár. Hvað hann það ætlan sína, að með þessari ferð yrði lokið Iand- könnunarferðum Vesturálfunnar, er hafist hefði með fundi Ameríku. Vjek hann þá nokkrum orðum að ýmsum ummælum, er kristniboðum og frjettariturum ýmsra blaða, hefði þóknast að hafa um sig. Og sagði hann fæst af því rjett hermt, er á sig væri boríð og eftir sjer haft. Við- víkjandi trúboði þar norður um, með- al Skrælingja, sagði hann það satt vera, að hann hefði heldur amast við því vegna þess, að með kristniboð- inu kæmist inn ýmiskonar vestræn spilling, er horfði til tortímingar þessara frumbýlinga fshafslandanna. Hann kvað það ómögulegt fyrir Skrælingja, að taka upp lifnaðar- hætti siðuðu þjóðanna. Þar sem rek- ið hefði verið trúboð meðal Skræl- ingja undanfarið, mætti sjá þess glögg merki, að þeir þjóðflokkar væru komnir í afturför. Væru komnir upp meðal þeirra ýmsir sjúkdómar, áður óþektir, meðal hverra tæringin. Á hæla kristniboðanna kæmu prang- arar, er fjeflettu þessar fávitru þjóð- ir, og steyptu þeim í óreglu og ves- aldóm. Sagðist hann því vilja láta útiloka, ekki eingöngu trúboðana, heldur prangara og grávörukaup- menn alla, því hvorirtveggju hefðu skaðvænleg áhrif. Samkepnin væri þar ágeng og ómannúðleg, jafnt um sálir sem um skinn. Taldi hann að Skrælinginn hefði sfna siðmenning út af fyrir sig, er þarfir hans og staðhættir útheimtu, og yrði það hans bani, færi hann að reyna að semja sig eftir siðum og háttsemi Norðurálfumanna. Náttúruskilyrðin leyfðu það ekki. Að lokinni ræðu var ræðumaður spurður eftir fundi hans á hinum Ijóshærðu Eskimóum, og kvað hann teldi því til sönnunar, að þeir væru afkomendur íslendinga á Grænlandi, og hvort nokkur orð í máli þeirra nú bentu á norrænan uppruna. Svaraði hann því, að vísindamenn hefðu haft sagnir af, að til væru norður þar ljóshærðir villumenn snemma á 19. öld. Hefði landkönn- unarmaðurinn Franklín verið fyrstur manna til þess að geta þess. Þessu hefði lítill gaumur verið gefinn, vegna þess, að eftir Franklíns dag, hefðu menn ekki orðið varir þessara manna. Og sjálfur sagðist hann hafa orðið fyrstur til þess, að finna þá og dvelja á meðal þeirra. í hópnum, sem hann hefði dvalið með nú undanfarin ár, sagði hann að væru eitthvað um 12 manns, er væru ljósir á brún og brá, og bæru þess glögg merki að þeir væru ekki af Eskimóaættum. Væru sumir þeirra hrokkinhærðir, en Eskimóinn ætti ekkert sammerkt við hrokkið hár. Eitthvað um 50 manns stæðu miðja vegu milli Eskimóa og þess- ara ljóshærðu skærlingja, og sýndust meir blandaðir. Það, sem einkendi hina ljósu frá Eskimóum, væri vaxt- arlag og höfuðlag. Höfuð Eskimó- ans væri breiðast yfir kinnbeinin og mjókkaði svo upp. Aftur væri höf- uð Norðurálfumannsins nokkurn- veginn jafnbreitt upp, fyrir ofan gagnaugun. Svo væri og með þessa ljóshærðu menn. Sagði hann að þeir hefðu algerlega höfuð og vaxtarlag Evrópumanna. Væru sum- ir þeirra vel vaxnir og fullgildir meðalmenn að stærð. Væru hjer því ótvíræð bending um, að þeir væru í ættum við hvíta menn. Ekki sagðist hann halda því fram, sem vísindalega sönnuðu, að þeir sjeu afkomendur íslendinga á Grænlandi. En að svo miklu leyti sem hann vissi, þá væri tæplega um aðra hvíta menn að ræða, er þangað hefðu hrakist norður og aukið þar kyn sitt. Sagan gæti þess ekki. Því fólk þetta væri ekki afkomendur hvalfangara eða skipbrotsmanna þar norður frá. Hann hefði verið fyrstur hvítra manna til að heimsækja þá. í máli þeirra sagðist hann ekki hafa getað merkt neitt, er beuti á norrænan uppruna; enda væri þess engin von. Þó Norðmenn hefðu flutst þangað norður, fyrir 500 árum síðan, þá hefðu þeir verið fámennir í samanburði við Skrælingja, er fyrir voru. Þeir hefðu orðið að leggja niður alla sína siðmenningu, og semja sig að öllum háttum Skrælingja, annars hefðu þeir ekki getað haldið lífi þar nyðra. Nöfn á öllu, aðlútandi klæðn- aði, veiðarfærum, dýrum og þess hátt- ar, hefðu Skrælingjar þegar haft, og hefðu því ekki norræn heiti á þessum hlutum getað flengst þar. Þó áleit hann að hugsanlegt væri að eitt orð, er hann heyrði, gæti verið norrænt, orðið „Argluk“, er þýðir úlfur. Nefnifallsmynd í máli Eski- móa er ýmist „úk“, eða „lúk", en nor- ræna orðið „Vargr", i. e. úlfur, breytst í „Arg-“. Ekki kvaðst hann þó telja það neina vissu, að orðið væri þann- ig til komið". smábreytingar á því uppkasti að ferðaáætlun, sem fjelagið hefur sent stjórninni. Á þeirri ferðaáætlun var enginn viðkomustaður við Húnaflóa, en fjelagið hefur nú í símskeyti tjáð sig fúst til að koma þar við á ein- um stað í hverri ferð, á Hólmavík. En þar sem nefndunum þykir þessi breyting ekki einhlít, vilja þær beina þeirri áskorun til stjórnarinnar, að hún geri sitt ítrasta til að ná sam- komulagi við fjelagið um svofeldar breytingar á ferðaáætluninni: 1. Að skipin verði í janúar- og febrúarferðum látin halda áfram frá ísafirði og norður og austur um land með viðkomum á helstu stöð- um á Norður- og Austurlandi og SamgSngumálin. Þingið skildist svo við þau, að ætlast er til að Bergensfjelagið taki við strandferðunum um næstu ára- mót með samningi til tveggja ára. Var sámkomulag fengið um öll aðal- atriðin. Fjelagið hefur til ferðanna 2 skip á stærð við Flóru og með sama útbúnaði. Skulu þau fara 14 ferðir alls að sumrinu á hálfsmánað- ar fresti, annað skipið frá Rvík vest- ur, norður og austur um, en þaðan til Noregs, 7 ferðir alls, en hitt frá Bergen austur, norður og vestur um land til Rvíkur, en þaðan suður um land til Austfjarða og síðan til Ber- gen. Auk þessa eina ferð á mán- uði vetrarmánuðina 5, með viðkomu- stöðum á Austur-, Suður- og Vestur- landi. Tiilag til fjelagsins úr land- sjóði fyrir þessar ferðir skal vera 30 þúsund kr. Hjer fer á eftir álitsskjal sam- göngumálanefndanna í báðum deild- um þingsins um þetta mál: „Eins og tekið er fram í framhalds- nefndaráliti voru á þingskjali 505, lögðu samgöngumálanefndirnar til, að stjórninni væru veittar 60,000 kr. á ári til frjálsra umráða til straridferða fyrir næsta fjárhagstímabil, en látið óákveðið, hvernig þessum strand- ferðastyrk skyldi varið, og hefur þessi tillaga nú verið samþykt af báðum deildum í fjárlagafrumvarpinu. En jafnframt og nefndirnar lögðu þetta til, var í nefndaráliti voru (þing- skj. 505) bent á þrjár leiðir, sem stjórnin gæti valið á milli, og hafa nefndirnar nú á sameiginlegum fund- um athugað þessar leiðir enn betur. Hefur niðurstaðan nú orðið sú, að ráða til, að samið yrði við Eim- skipafjelag Björgvinjar fyrir næstu 2 ár, sem tjáð hefur sig fúst til að fara 2 hringferðir á mánuði, sumarmán- uðina 7 og eina ferð á mánuði hina 5 mánuði ársins til Austur-, Suður- og Vesturlandsins, gegn 30,000 kr. árstillagi úr landssjóði. Þessum ferð- um álíta nefndirnar að mundi mega hlíta til mannflutninga, einkum ef hægt væri að ná samkomulagi um nokkrar fara þaðan utan, í stað þess að snúa aftur frá ísafirði til Suðurlandsins. 2. Að skip B sje látið fara til Seyðisfjarðar (í stað Fáskrúðsfjarðar) á útleið frá Reykjavík að minsta kosti í 4 vetrarferðum. 3. Að Hólmavík, Borðeyri, Hvammstangi og Blönduós sjeu á- kveðnir viðkomustaðir skipanna í sumarferðum, þó ekki nema einn þessara staða í hverri ferð. 4. Að skipin í vetrarferðunum verði látin taka land á Seyðisfirði í stað Eskifjarðar. 5. Að skipin verði Iátin koma við á Djúpavogi í stað Fáskrúðsfjarðar í einhverjum af sumarfeðrunum. 6. Að Reyðarfjörður verði ákveð- mn viðkomustaður í stað Eskifjarð- ar í einstökum ferðum. 7. Að Þórshöfn verði ákveðinn viðkomustaður í stað Vopnafjarðar. 8. Að skip A sje látið koma við á Austfjörðum (Seyðisfirði) í upp- leið í einum tveimur sumarferðum, til þess að einnig á sumrum fáist beinar ferðir milli Austurlands og Reykjavíkur. 9. Að skipin sjeu á leið til Vest- urlandsins látin koma við til skiftis í Stykkishólmi, Ólafsvík og Flatey. Allar þessar breytingar eru þannig vaxnir, að fjelaginu yrði í engu verulegu íþyngt með þeim, þar sem viðkomustaðirnir yrðu jafnmargir í hverri ferð eftir sem áður, aðeins haganlegri fyrir landsbúa, og gera nefndirnar sjer því góðar vonir um, að samkomulag náist við fjelagið um að breyta ferðaáætlun sinni á þessa leið, ef stjórnin beitist fast fyrir því og sýnir fram á, hver nauð- syn er á þessum breytingum. En jafnvel þó að allar þessar breytingar fengjust, munda þessar ferðir samt ekki fullnægja kröfum manna til vöruflutninga, með því viðkomustaðirnir eru alt of fáir. En úr því ætlast nefndirnar til að sje bætt með því, að láta ódýrt vöru- flutningaskip sigla á flesta eða alla þá viðkomustaði, sem strandferða- skipin hafa að undanförnu komið við á, þar á meðal Suðurlandshafnirnar, eftir þvf sem samgöngumálaráðunaut- ur stjórnarinnar kann að leggja til, er hann hefur rannsakað það mál betur en nefndirnar hafa átt kost á. Þetta vöruflutningaskip þyrfti ekki að vera örskreytt nje hafa nema örlítið farþegarúm, en mætti þó varla minna vera en 200 smálestir. Þar sem stjórnin hefur til umráða 30,000 kr. í þessu skyni, álíta nefndirnar, að engin vandkvæði muni verða á að útvega þetta skip fyrir þá upphæð, og búast jafnvel við, að stjórnin muni tæplega þurfa á allri þeirri upp- hæð að halda til þess, ef vel er á öllu haldið. Hefur nefndunum borist fregn um það, að stórkaupmaður Thor E. Tulinius mundi eigi ófús á að gera samninga við stjórnina um slfkt skip, og þær telja og mjög lík- legt að eins mætti ná samningum um það við Eimskipafjelag Björg- vinjar í viðbót við hinar aðrar ferðir þess. Og jafnvel þótt leigja yrði skipið og gera út á kostnað lands- sjóðs, eins og bent var til í fyrra framhaldsnefndaráliti voru(þgskj. 505), þá mundu engin sjerleg vandkvæði á því, að 30,000 kr. fylliega nægja til þess. En til þeirra úrræða álíta nefndirnar, að muni alls ekki þurfa að koma. Þá hafa nefndirnar og íhugað þá spurningu nokkuð, á hvern hátt land- stjórnin eigi að hafa hönd í bagga með Eimskipafjelagi íslands, ef samn- ingar takast við það f jelag um strand- ferðir og landsjóður gerist hluthafi í fjelaginu með 400,000 kr. Þó að nefndirnar álfti, að þetta verði að vera samningamál milli landstjórnar- innar og fjelagsins, vilja þær þó taka það fram, að þær álíta, að ekki beri að krefjast atkvæðisrjettar fyrir hönd landssjóðs eftir krónutali í hluttöku hans, sem gæti leitt til þess að lands- stjórnin yrði allsráðandi í fjelaginu, þar sem hún ein gæti neitt atkvæðis- rjettar síns til fulls, en aðrir hluthafar ekki, með því þeir eru dreifðir uin land alt oggætu því fæstir sótt hluthafafundi. Með því yrði fjelagið miklu fremur einskonar landssjóðsútgerð, en hluta- fjelag einstakra manna með hluttöku úr landssjóði. En það er álit nefnd- anna, að svo eigi um hnútana að búa, að fjelagið sjálft hafi jafnan aðalráðin, en sje öfluglega styrkt af landssjóði, og það svo öfluglega, að engin hætta sje á, að það bfði halla af samningum sínum við landsstjórn- ina um strandferðirnar. Hins vegar leggja nefndirnar áherslu á það, að stjórnin hagi samningum sínum svo, að trygging fáist fyrir því (t. d. með ákvæðum í lögum fjelagsins), að fje- lagið aldrei geti gengið úr greypum íslendinga og í hendur útlendinga eða útlendra fjelaga, sem tilraun kynnu að gera til að ná valdi á fje- laginu með því að kaupa upp hluti þess. Fjelagið á að verða alíslenskt og aldrei annað". ísland erlendis. Friðjón Friðriksson kaupmaður í Winnipeg andaðist 17. ág. síðastl., 64 ára gamall. Hann var Þingey- ingur að ætt, en fluttist vestur 1873. Var hann orðinn efnaður vel vestra. Fyrir fáum árum var hann eitt sumar á ferðalagi hjer heima. Hann var merkur maður og vel látinn. Dóttir hans ein er gift Th. H. Johnson lög- manni í Winnipeg. Gruðm. Kamhan hefur samið nýj- an leik, sem sagt er að verði leik- inn í vetur á Kngl. leikhúsinu í Khöfn. Leikurinn heitir „Glfmu- mennirnir". „íslenskt verslnnarblað" er farið að koma út í Khöfn, gefið út af dönskum manni, sem Thuresen heitir. Það á að koma út 14 hvern dag og kosta 3 kr. Hjer í Rvík var fyrir nokkrum árum byrjuð útgáfa á versl- unarblaði og sálaðist það eftir fyrsta árið. Eru því lítil líkindi til að þetta fyrirtæki hepnist fremur. Prótessor C. Lorenzen, sem hjer var í sumar, hefur látið uppi í dönsk- um blöðum, að hann hafi fastlega í hyggju, að útvega íslenska háskól- anum styrk í Ameríku af Niels Poulsens sjóðnum mikla, sem ætlað- ur er Norðurlöndum. Einnig vill hann ná þar saman fje til þess að reisa hjer háskólabyggingu. Um þetta skrifar danskur Ameríkumaður í „Politiken" 5. þ. m., viðvíkjandi Poulsens-sjóðnum, og segir, að þessar hugmyndir Lorenzens sjeu tæplega í samræmi við tilætlun gefandans, því sjóður hans sje ætlaður til verk- legra menta. — En víst er um það, að við íslendingar eigum ágætan talsmann þar sem Lorenzen prófes- sor er.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.