Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.10.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.10.1913, Blaðsíða 1
Afgreidslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. 'V'oll iiHUn di 1. T.lilmi 369. Rits tj ó ri: PORSTEINN GÍSLASON Þlngholtsstræti 17. Talsimi 178. M 48. Reykjavik 15. olitóber 1913. Vm. árg. I. O. O. F. 9410179. Lárus Fjeldsted. TflrrjettarmálafœralumaOur. Lækjargata 2. Helma kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, fnnlendar og erlendar, pappír og allskyris ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. „Ávarpið" ný]a. Það gerðist hjer fyrir nokkrum dögum, að fáeinir menn komu saman og bundust samtökum um, að leggja undir sig landið við næstu kosning- ar. Sjö kappa völdu þeir til þess að hafa forgönguna, þrjá þing- menn: Björn Kristjánsson Landsbanka stjóra, Ben. Sveinsson Landsbanka- endurskoðara og Skúla Thoroddsen Landsbankaviðskiftamann, og fjóra menn utan þings: Ólaf fríkirkjuprest Ólafsson, Sigurð Jónsson barnakenn- ara og Ólaf og Svein Björnssyni Jónssonar fyrv. ráðherra. Þessir sjö menn hafa svo gefið út ávarp til þjóðarinnar, sem birtist í síðustu tbl. ísaf. og Ingólfs. Bjarni frá Vogi hlaut ekki þann heiður, að vera þarna með, og Lárus Bjarnason er þar ekki sýnilegur heldur, hvort sem svo á að skilja það, að samvinna við hann sje álitin happadrýgri, ef í laumi sje, eða þá hitt, að fjelagar hans frá þinginu í sumar vilji nú ekkert með hann hafa að gera Iengur. Ávarpið er í 5 greinum. 1. gr. segir að höfundarnir vilji ekki, að haldið sje áfram samninga- tilraunum við Dani um sambands- málið, en ef málinu verði hreyft, þá vilji þeir ekki frumvarp, sem skemra fari en frumvarp meiri hlutans á al- þingi 1909. Um frumv. meiri hlutans á alþingi 1909 er það að segja, að engum þingmanninum, sem greiddi því þar atkvæði, hvað þá heldur nokkrum öðrum, gat komið til hugar, að fá því framgengt hjá hinum málsaðil- anum. Áður en þetta frumv. var samþykt í þinginu, höfðu þrír af fulltrúum flokksins, sem þá var þar í meiri hluta, þar á meðal sá mað- ur, sem varð aðalforingi flokksins og ráðherra, Björn heitinn Jónsson, átt tal við dönsku stjórnina um málið. Og árangurinn af því viðtali var op- inberlega birtur (sjá Lögr. 14. aprfl 1909), en hann var sá, að ekkert skyldi í málinu gert að svo komnu. „Þar á móti voru í ljósi látnar", segir í niðurlagi hinnar opinberu skýrslu, „bæði frá hlið alþingisfor- setanna og forsætisráðherrans, bestu vonir um, að síðar meir mætti tak- ast að finna leið til þess að nálægja skoðanirnar hvora annari, með til- hliðrunarsemi á báða bóga, svo að af samningunum yrði verklegur árang- ur, er miðaði til þess að festa og þróa hið góða samkomulag milli landanna". Þetta er samkomulag B. J. við dönsku stjórnina um leið og hann verður ráðherra. Af því sjest, að hann er þá þegar það, sem síðar hefur verið kallað „bræðingsmaður“. Hann vill „nálægja skoðanirnar hvora annari, með tilhliðrunarsemi á báða bóga“. Og hann vill fá „verklegan árangur" at þeim samningum, sem upp höfðu verið teknir. En svo, þeg- ar heim kemur, er af nokkrum mönn- um í þingflokki hans þröngvað upp á hann sambandslagafrumvarpi, sem fer þvert á móti áður gerðu sam- komulagi hans við forsætisráðherra Dana, sem vitnað er í hjer áundan. Þetta er meirihlutafrumv. frá 1909. Auðvitað gerði B. J. ekkert fyrir það frumv. ytra og gat ekkert fyrir það gert. En hann hefði átt að setja meirihlutaþingflokknum tvo kosti, annaðhvort að hann ljeti sitja við Dað samkomulag, sem B. J. hafði gert um sambandsmálið við hinn málsaðilann í utanför sinni, eða þá að hann segði af sjer ráðherraem- bættinu. En þetta gerði hann ekki, og það var yfirsjón, sem gerði hon- um afstöðu hans í þessu máli síðar svo afarörðuga. Frumvarpinu var haldið fram af þeim mönnum innan flokksins, sem vildu ekki hafa B. J. í ráðherrasæti. Með því átti að ýta honum frá, eða fella hann. Hefði hann þá þegar tekið upp bardagann við þessa menn innan þingsins, hald- ið fast við það, sem hann hafði látið uppi um sambandsmálið í viðtali við forsætisráðherra Dana meðan hann var ytra og enginn efi getur verið á, að verið hafi skoðun og vilji hans sjálfs, beitt sjer fyrir samkomulagi um sambandsmálið, til þess að ná þar „verklegum árangri", fengið til þess aðstoð Heimastjórnarmanna á þinginu og þannig meiri hluta gegn hinum, þá hefði ráðherraferill hans orðið allur annar en hann varð, bæði happasælli og honum sjálfum geð- feldari. Fyrir meirihlutafrv. frá 1909 gat B. J. ekkert gert ytra, eins og áður segir, og í „brjefum til flokks- bræðra sinna", sem hann birti í „ísaf." rjett fyrir þing 1911, kemur það skýrt fram, hverja skoðun hann hafði á meirihlutafrv. frá 1909. Þing- ið 1911 fól svo Kristjáni Jónssyni, er hann var orðinn ráðherra, að koma því til leiðar, að frumvarpið yrði lagt fyrir ríkisþingið danska. Svar upp á þetta kom til þingsins 1912 og var á þá leið, að þessu var neitað. Þetta er grundvöllurinn, sem ávarps- mennirnir nýju vilja byggja á í sam- bandsmálinu, ef því verði hreyft. 2. gr. fjallar um stjórnarskrármál- ið, og segjast ávarpsmenn vilja sam- þykkja frumvarp síðasta þings ó- breytt á aukaþinginu. Þar eru þeir sammála öllum, sem minst hafa á það mál síðan þingi sleit. Þeir segja, að Sjálfstæðismenn hafí unnið að stjórnarskrárbreytingunum utan þings og innan. Það er satt, að sumir þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum gamla hafa fylgt fram þeim breyt- ingum á stjórnarskránni, sem nú liggja frammi til samþykta. Stjórn- arskrármálið hefur á undanförnum þingum ekki verið flokksmál. En þeir þingmenn þrír, sem undir ávarp- inu standa, hafa allir barist í þing- inu meira og minna móti þeim breyt- ingum á stj.skr., sem nú liggja fyrir. Saga þess máls er í stuttu máli sú, að á alþingi 1909 var stjórninni fal- ið að láta undirbúa breytingar á stjórnarskránni til næsta þings. En hún gerði ekkert að því, Og B. J. gat borið fyrir sig, er að þessu var fundið á alþingi 1911, að það væri samkvæmt ákvörðun ráðandi manna í Sjálfstæðisflokknum, að ekkert hefði verið að þessu unnið. Svo komu fram tvö stjórnarskrárbr.frum- vörp á þinginu 1911, annað frá Landvarnarmönnum, hitt frá Heima- stjórnarmönnum, og var frumvarp Heimastjórnarmanna lagt til grund- vallar í meðferð málsins á þinginu. En málið varð ekki flokksmál, eins og áður segir. Þó voru þeir allir sex úr Sjálfstæðisflokknum, sem atkv. greiddu á móti frumvarpinu út úr neðri deild 1911, og þar á meðal voru tveir aí þingmönnunum, sem und- ir ávarpinu standa, B. Sv. og B. Kr. Og allir þingmennirnir þrír, sem undir ávarpinu standa, greiddu atkv. í sumar á þinginu móti höfuðbreyt- ingunni, sem nú liggur fyrir, en það er breytingin á kosningarrjettinum, og einn þeirra, Sk. Th., greiddi atkv. á móti frumvarpinu út úr neðri deild. En nú segjast þeir allir í ávarpinu vilja framgang frumvarpsins á næsta þingi, og er víst rjettast að efast ekki um, að það muni vera talað í fullri einlægni og alvöru. 3. gr. á að vera um „fjárhagsmál og atvinnumál", en er ekkert annað en hjal út í veður og vind. Þess er vandlega gætt, að segja þar ekkert ákveðið um nokkurn hlut. Ávarps- mennirnir segjast vera með því að koma skipaferðunum hingað til lands { hendur íslendinga. Svo segjast þeir vilja bæta verslunina, bæta sam- göngurnar og bæta bankafyrirkomu- lagið. Og landbúnað og fiskiveiðar segjast þeir „vilja láta sjer ant um að styðja og efla". En er ekki svo sem sjalfsagt, að allir menn í land- inu vilji þetta, eða segist að minsta kosti vilja það? Hvað á það að þýða, að vera að gefa út gleiðritað ávarp til þjóðarinnar um, að til sjeu sjö menn í landinu, sem vilji þetta? Hjeldu þessir menn, þar á með- al ýmsir gamlir þingmenn, að al- menningur væri þeirrar skoðunar, að þeir gerðu sjer far um að spilla fyrir samgöngumálum, bankamálum og verslunarmálum landsins viljandi? Eða að þeir væru fjandmenn íslensks landbúnaðar og fiskiveiða og vildu draga sem mest úr hvorutveggja? Ef þeir hafa haldið, að almenn- ingsálitið á sjer væri þetta, þá er auðvitað ávarpið ekki til einskis skrifað. En nú munu þeir ekki vilja skrifa undir það. Og hvað á þá þetta rugl þeirra að þýða? 4. gr. hljóðar svo: „Hag verka- manna og húsmanna viljum vjer efla og bæta kjör þeirra stjetta með end- urskoðun á löggjöfinni". Það er al- veg sama tóbakið og greinin næst á undan, ekkert með því sagt, alls ekk- ert. Þó það vekti fyrir þeim, að gefa út lög um, að allir verkamenn og húsmenn skyldu verða ánauðugir þrælar, þá gætu þeir teygt þessa grein stefnuskrárinnar þar yfir, með því að segja, að þetta væri einmitt hagsbótin, sem þeir hefðu hugsað sjer þeim til handa. 5 gr* segir að þeir vilji að starfs- menn þjóðarinnar sjeu ráðvandir og rjettlátir, og að gætni sje sýnd í fjármálum. Þetta er, eins og hitt, ekkert annað en hjóm og froða. Þó má vera, að ekki sje með öllu ástæðu- laust af þeim, að taka þetta fram. Við völd hjer í landinu var ekki alls fyrir löngu klíka, sem kölluð var ýmist óaldarflokkur eða fjárglæfra- flokkur, og um alt land var þetta talið rjettnefni. Ávarpsmennirnir nýju eru kannske hálfhræddir um, að einhverjir meðal almennings kunni að minnast enn einhverra athafna þeirrar klfku og vilja þvf taka það fram, að þeir eigi ekkert skylt við hana, en fordæmi allar hennar at- hafnir, svo sem bankamálið gamla, silfurbergsmálið sæla og margt og margt fleira því líkt. Yfir höfuð er þetta ávarp svo fátæklegt og vesaldarlegt, að furðu gegnir, þar sem undir því standa þó að minsta kosti tveir gamlir þing- menn, sem taldir. hafa verið standa framarlega 1 flokki á alþingi. En ávarpið ber helst vott um, að þeir, sem undir það hafa skrifað, hafl enga ákveðna skoðun fram að bera á nokkru máli. Ef blaðið ísaf. hefði gefið ávarpið út undir sfnu nafni og sem sína stefnuskrá eingöngu, þá hefði enginn undrast. En hitt undr- ast margir, að flokkur manna leggi á stað í kosningaleiðangur með ann- að eins skjal og þetta á merkisstöng- inni. Og ekki bæta útskýringarnar, sem fara á eftir greinunum 5> sem upp hafa verið taldar. Þetta fálm er kallað: „leiðir að efnalegu ogstjórn- málalegu sjálfstæði íslands". Og nú segjast þeir ætla að „fylgja sjálf- stæðismálunum ötullega fram". En ávarpið byrjar þó einmitt á þvf, að þeir vilji ekki lengur eiga í neinu höggi við Dani um þau. En er það nú hægt, þegar til kemur, að fylgja ötullega fram sjálfstæðismál- um íslands án þess að reka sig á Dani eða eiga um þetta við þá? Þeir varast jafn-nákvæmlega að segja, hvernig þeir ætli að fara að þessu, eins og áður að segja frá því, hvern- ig þeir ætli að fara að því, að bæta atvinnuvegina og hag verkamanna o. s. frv. Það er að segja: alt er hjá þeim tómt hjóm, tóm froða, eng- in hugsun og engin skoðun bak við neitt af því, sem þeir segja í ávarp- inu. Fjórir að minsta kosti af þeim sjö, sem undir ávarpinu standa, hafa verið „bræðingsmenn". Þeir hafa bundist skriflegum samtökum um það við Heimastjórnarmenn, að vinna að þvf, að koma sambandsmálinu fram. Og þeir hafa þá látið uppi alt aðra grundvallarskoðun á málinu en þeir nú gera í ávarpinu. Hvoru eiga menn nú heldur að trúa, að þeir hafi þá, í samtökunum frá 1912, ætlað að - taka fyrir íslands hönd sambandskostum, sem þeir hafi talið landi og þjóð til skaða, eða þá hinu, að þeir hugsi ekkert og meini ekkert með því, sem þeir segja nú í ávarpinu um þessi mál. Annað- hvort verður að vera. Það þriðja er ekki til. ísaf. segir í sfðasta tbl., að Sjálf- stæðismenn, sem verið hafi við sam- tökin 1912, hafi þegar látið það uppi, að ef Danir vildu ekki að „bræðingnum" ganga, teldu þeir sig „ekki lengur bundna við hann". Hjer getur ekki verið um að tala, að leggja á þá nein bönd. Hoppi þeir og skoppi alveg eins og sálir þeirra girnast. Um önnur bönd er auðvitað ekki að ræða en bönd skoðana og sannfæringar hjá sjálfum þeim. Ef þeir hafa álitið sambands- lagafrumvarpið með breytingum „bræðingsmanna" frá 1912 annað eins ágæti og þeir sögðu þá, en á- líta það með öllu óhafandi nú, þá ætti ekki með neinum böndum að vera hægt að breyta því. En annað mál er það, þótt einhverjir af kjós- endum kynnu að finna upp á að segja, að það geti ekki verið mjög ábyggilegir menn í málinu, sem þannig fari að. Með samtökin frá 1912 hefur af ráðherra verið farið nákvæmlega eins og ráð var fyrir gert í upphafi. Hann hefur flutt erindið og komið með svarið. Lagt svo til, að málið væri látið hvílast á síðasta þingi. Ög Lögr. hefur haldið því fram, að sam- bandsmálið þyrfti ekki að koma til greina við næstu kosningar vegna þess, að ekkert útlit væri til þess, að neins árangurs væri af því að vænta. En ísaf. rfs þá upp og vill láta mót- mæla með kosningunum þeirri stefnu í málinu, sem hún hefur sjálf fylgt tvö sfðastl. ár. Verði henni að góðul Gleðji hún sig nú í hjartans ein- faldleik yfir ávarpinu þeirra fjelaga sinna, þessum skoðanalausa hræri- graut, sem enginn maður ætti að geta boðið fram öðruvísi en svo, að hann yrði að athlægi fyrir. Brjef frá dr. Cook. Það er sagt, að einn af vinum dr. Cooks norður- fara hafi nýlega haldið uppboð í New-Jork á nokkrum brjefum frá honum, og hafi fengið góð boð í þau. Eitt, hið dýrasta, var selt fyrir 500 dollara. Það brjef hafði Cook skrifað meðan hann var { Khöfn í mesta fagnaðinum eftir komuna að norðan. Stórslys i yitlantshaji. ■ Símað er frá Khöfn í gærkvöld, að hollenska gufuskipið „Volterno", stórt fólksflutningaskip, hafi brunnið í miðju Atlandshafi. 521 manni varð bjargað, en 136 fórust. Fimskipanöfnin. Margar uppástungur hafa Lögr. þegar borist um nöfn á skipum ísl. eimskipafjelagsins og eru þær taldar upp hjer á eftir. í upptalningunni merkir N. = Norðurlandsskipið, S. — Suðurlandsskipið. N. Skúli Magnússon, S. Jón Sig- urðsson, N. Miðnætursólin, S. Ár- ljómi eða Árroðinn, N. ísafold, S. Lögrjetta, N. Eiríkur rauði, S. Leif- ur hepni, N. Friðrik VIII., S. Krist- ján IX., N. Frosti eða Jökull, S. Funi oða Logi, N. Fram, S. Heim, N. Jón Arason, S. Skúli Magnússon, N. Máni, S. Sól, N. Hjörleifur, S. Ing- ólfur, N. Akureyri, S, Reykjavík, N. Dettifoss, S. Gullfoss, N. Norðurland, S. Suðurland, N. Eggert, S. Sveinn, N. Þór, S. Óðinn, N. Stígandi, S. Elliði. Lögr. vill benda mönnum á, að hjá ýmsum eimskipafjelögum erlend- is er það tíðkað, að öli skipanöfn hvers fjelags um sig enda eins, t. d. öll á ic, svo sem „Titanic", „Olym- pic" o. s. frv„ á ia, svo sem „Luci- tania", „Mauritania" o. s. frv. Þetta þykir hagkvæmt. Líka má hugsa sjer, að skipunum fjölgi síðar, og ætti þá vel við að velja nöfn, er halda mætti áfram með eftir vissri reglu, svo sem ef menn vildu velja skipunum heiti eftir helstu bæjum landsins eða merkisstöðum, fossum eða fjöllum, mönnum eða goðum, eða einhverju slíku, er röð myndar og fæðir sjálfkrafa af sjer ný og ný heiti. Eftir að þetta var skrifað, hefur Lögr. fengið svohlj. brjef með uppá- stungunni Dettifoss, Gullfoss: Hr. ritstjóri. Þegar ákveða skal nöfn á skipum Eimskipafjelags ís- lands, verður að gera það af fyrir- hyggju og eftir vissum reglum Það skiftir alls ekki litlu máli, hver nöfn- in verða, því að mikil skapraun væri að því, ef þau yrðu ljót eða ósmekk- leg. — Tilmæli Lögrjettu um nafna- uppástungar eru tæplega fullnægj- andi. Þar er aðeins gert ráð fyrir tveim skipum, en ef fjelagið á nokkra framtíð fyrir höndum, þá er ekki minsti efi á því, að skipin verða fleiri, og þá verður einmitt að hafa hliðsjón af því við val nafnanna í fyrstu. í útlöndum er því hvervetna svo farið, að skip sama fjelags hafa eitt- hvað sameiginlegt í nafninu. Að því eru ýms þægindi og sá kostur, að strax má sjá af nafninu, hver er eigandinn. T. d.: Nöfn á skipum White Star línunnar enda öll eins: Baltfí:, Olympft: og eins er um skip Cunard línunnar: Mauritania, Lusi- tania o. s. frv. Sams konar reglu verður að fylgja hjer. Það er eflaust talsverðum örðug- leikum bundið, en þó leyfi jeg mjer að koma fram með uppástungur, sem jeg sendi hjer með. Mjer blandast ekki hugur um, að hægt sje að fá næg nöfn eftir þessari reglu og mætti jafnvel haga þeim eftir landshlutum þeim, sem skipin sigla fyrir, eins og þessi nöfn benda á. Rvík >4/10 T3. Virðingarf. M. F.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.