Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 15.10.1913, Side 3

Lögrétta - 15.10.1913, Side 3
L0GRJE)TTA 175 Kvenpils frá 4,00-10,00, Vetrarkápur barna og unglinga. Drengjayfirfrakkar. Drengjaföt. Alt nýkomid í Brauns verslun, Ilvík. Sængurdúkurinn alþektl frá 1,00—1,65. Rúmteppi, hvít og mlslit. Hörlök. Rekkjuvoðir, hvít og mislit. Drengja- og telpupeysur, afarstórt úrval í Brauns verslun. grjej aj Suínrnesjnm. Þó við sjeum ekki lengra frá Reykjavík en við erum, fáum við þó frjettir af þinginu Htið fyr en þeir, sem búa í fjarlægustu sýslum lands- ins. Þó mótorbátar sjeu á ferð úr Reykjavík öðru hvoru, þá koma blöð mjög sjaldan eða aldrei með þeim, en ferðum „Ingólfs" og land- póstanna ber oft svo nákvæmlega saman, að furðu gegnir, og þar af leiðir, að ferðirnar koma ekki eins vel að notum og æskilegt væri. Ann- ars þykir mönnum „Ingólfs"-ferðirn- ar ekki sem hentugastar, þar sem ekki eru áætlaðar nema 2 ferðir í september og 3 í október, sem er þó helsti milliflutningatími úr Reykja- vík til Suðurnesja, er fjöldi fólks kemur úr sumardvöl sinni, bæði fólk úr kaupavinnu og sjómenn af fiski- skipum til heimila sinna, og getur það oft orðið óþægilegt, þegar ferðir eru svona strjálar. Mótorbátar í Keflavík hafa fiskað fremur tregt í sumar, en af því að verð á fiski er mjög gott, þá er hugsanlegt að þeir sleppi vel við út- gerðarkostnaðinn, þó bæði beita (síld) og olía sje dýr, og svo þetta lang- varandi þurkleysi síðan snemma í júlí, mikið af fiski hálfþurt og sumt nýþvegið. Ekki þykja okkur alþýðumönnun- um sumar frjettirnar af þinginu sjer- lega glæsilegar, t. d. sum atriði í fjárlögunum, þar sem Grindavíkur- mönnum er neitað um 15000 kr. til vegar af Njarðvíkurfitjum áleiðis til Grindavíkur, en ýmsir hjegómabit- lingar eru veittir, meðal annars 2 drengjum veittar 1600 kr. til að full- komna sig í hljómleikum. Hvort skyldi landinu liggja meira á góðum vegum, eða hljómleikum? Það er annars undarlegt, hvað seint gengur með vegagerðir hjer að sunnanverðu. Akvegir eru þvert og endilangt um Árnesssýslu og að nokkru um Rang- árvallasýslu, og víðar, og svo er járn- braut ofarlega á dagskrá um sömu sýslur. Þetta finst sumum talsvert misrjetti, og mun þó Gullbringusýsla leggja tiltölulega sinn part til land- sjóðs bæði í beinum og óbeinum sköttum. 1 fyrra vetur var ungur maður efnilegur á ferð með hesta til að sækja nauðsynjar fyrir föður sinn niður til Keflavíkur, sem kallað er úr Grindavík. En á leiðinni upp eftir dreif svo mikinn snjó niður, að mað- urinn komst í vandræði, misti frá sjer hestana og komst með illan leik heim, lagðist svo veikur og dó eftir nokk- urn tíma. Auðvitað átti vegarleysið aðalþáttinn í þessu slysi. Þess skal getið, að áfengi kom hjer alls ekki til mála. Þá mætti og geta þess, hver sældarkjör það eru, að leita læknis úr Grindavík og Höfnum til Keflavíkur í ófærð á vetrardegi, því vel getur skeð, að Suðurnesjabúar fái læknir, sem ekki telji sjer skylt, ef hans er leitað, t. d. til konu í barnsnauð, að bfða eftir að færðin batni, ef hans er vitjað í ófærð, sem vel getur skeð. Það stendur í einkargóðri ritgerð eftir núverandi landlækni, að eitt mannslff muni vera, ef mig minnir rjett, 15000 kr. virði. Grindvíkingar hafa þá beðið þingið um fjárhæð, sem einu mannslffi svarar, og sennilega hefur þeim verið í minni áðurnefnt slys og viljað koma í veg fyrir, að slfkt kæmi fyrir oftar, að þvf leyti, sem þeir gætu við ráðið. Að Grind- vfkingum sje þetta áhugamál, sjest best á því, ef það er rjett, sem sagt er, að þeir ætli að leggja fram 10 þúsund kr. frá sjálfum sjer. Ymis- legt fleira, lítt skiljanlegt okkur al- þýðumönnunum, mætti telja af gerð- um þessa síðaata þings. En máske tækifæri gefist seinna. Suðurnesjabúi. yithugasemð við »móðurmálsfriðun<( Jóns alþingism. Ólafs- sonar í blaðinu »Reykjavik«. Eftir Hallgrim Thorlacius. Alþingismaður Jón Ólafsson hefur ritað nokkra pistla í blaðið „Reykja- vík", er hann nefnir: „Móðurmáls- friðun". í greinum þessum finnur hann að mállýtum og öðru því, er honum þykir klaufalegt í rithætti manna. í einum pistla þessara snýr hann máli sínu að mjer, og kveður mig hafa rangsett tilvfsunarfornafnið: „er“ í ritdómi um Bólu- Hjálmars- sögu. í ritdómi þessum er komist svo að orði um nefnda sögu: „Ymsum heiðursmönnum er jafnvel „borinn þjófnaður á brýn og hvers „konar varmenska, er jafnan hefur „farið sæmdarorð af". Þetta kveður Jón Ólafsson ranga orðaskipun, og farast honum um það svofeld orð: „Eftir rjettum málsskipunarreglum „verður að skilja þetta svo, að jafnan „hafi farið sæmdarorð af varmensku*. Allir menn með viti sjá, að for- nafnið „er" á við „sæmdarmenn", en ei við „varmenska*. Þetta hefði verið augljóst hverjum rata, ef til- vísunarfornafnið „er“ hefði verið beyjanlegt og sjálft getað sýnt kyn, fall og tölu, en það getur það ekki, og þvf hefur Jón Ólafsson sjeð sjer færi á að snúa út úr. Jón Ólafsson virðist álíta, að fornafnið „er" eigi ávalt að vfsa til næsta nafnorðs á undan, og geti eigi vísað lengra aftur fyrir sig, ef rjett sje ritað. Mjer fjell allur ketill f eld, er jeg las þessa vitleysu. í fornum ritum, er öðlast hafa heiðursnafnið „gull- aldarrit", kemur þó Ifk örðaskipun þráfaldlega fyrir. Jeg ætla þá að bera fyrir mig eigi ómerkari rithöf- und en Snorra Sturluson. Ekki er hann búinn að rita meira en fimm lfnur af Heimskringlu sinni, er hann rangsetur tilvísunarorðið „er* eftir kenningu Jóns Ólafssonar. Snorra farast þar svo orð: „Af hafinu gengr langr hafsbotn til „landnorðs, er heitir Svartahaf", (sbr. H.-kr., Rvík 1892, bls. 1). Á líkan hátt hefði Jón Ölafsson getað snúið út úr þessari orðaskip- un Snorra og sagt: „Eftir rjettum málsskipunarreglum „verður að skilja þetta svo, að land- „norðrið heiti Svartahaf". Jeg ætla aðeins að nefna eitt dæmi til hjá Snorra, til þess að verða ekki of langorður: „Dómarr hjet son Dómalda, er þar „næst rjeð ríki", (sbr. H.kr. Rík 1892, bls. 21). Fornafnið „er" á hjer við Dómarr en ekki við Dómalda, og vísár því lengra aftur fyrir sig en Jón álítur leyfilegt. Jeg vil ennfremur benda Jóni á þess- ar setningar í Sturlungu: „Ingimundr prestr sagði sögu Orms „Barkeyjarskálds ok vísur margar ok „flokk góðan við enda sögunnar, er „Ingimundr hafði ortan". Það er hverjum manni með viti auðsætt, að fornafnið „er“ vísar hjer til: „flokk góðan", en eigi til: „enda sögunnar", því Ingimundur prestur hafði ort flokkinn, en ekki enda sög- unnar. Enn vil jeg benda Jóni á þessar setningar f Njálu, er jafnan hefur þótt fyrirmynd að málfegurð: „Kári mælti: „Illa verður slíkt, er „þeir skulu taka hrakninga fyrir vánda »menn, er saklausir eru". (Sbr. Njála, Rvík, 1894, bls. 211). Um þetta mundi Jón Ólafsson hafa sagt: „Þetta er kostulegt dæmi rangsetts tilvísunarorðs, því eftir rjettum málsskipunarreglum verður að skilja þetta svo, að vond- ir menn sjeu jafnan saklausir". Jón Ólafsson hlýtur nú að sjá, hvflíkur barnaskapur það er af honum, að ætla mjer, og öðrum líkum smælingj- um, að rita skipulegar hinum mestu ritsnillingum gullaldarinnar. í áðurnefndum ritdómi kemur fyrir orðasambandið: „að renna grunum á". Þetta segir Jón Ólafs- son að sje rangmæli. Mjer brá mjög í brún, er jeg las þetta. Jeg hjelt, að orðabókarhöfundurinn Jón Ólafsson væri betur að sjer í forn- málinu en þetta. í fornum ritum er ýmist sagt „að renna grunum í“, eða: „að renna grunum á*. í Guð- mundarsögu koma þessar setningar fyrir: „Biskupinn (n.fl. Guðmundur) svarar: „sje ek nú, at þú rennir grunum á „mína sögu ok lokkar mik svá til „gjafa. (Sbr. Biskupasögur II, 132). Að vísu merkja orðin: „að renna grunum á“ á þessum stað ekki það, „að hafa hugboð um“, heldur „að rengja", en í Sturlungu koma þau einnig fyrir, og hafa þar nákvæmlega þýðinguna: „að hafa hugboð um". Þegar Kolbeinn ungi reið vestur á land á hendur Tuma Sighvatssyni, segir svo frá: „Þá beó í Garpsdal Gunnsteinn „Hallson ok Vigfús son hans. Þeir „Kolbeinn leto þar alla luti í fridi, „en hvergi annarstadar, ok renndo „menn grunum á fyrir hvat þetta var". (Sbr. Sturl. II. bls. 50S-8, útg. Khöfn 1818, sbr. útgáfu Guðbrandar, Oxford 1878, bls 42sS). Rangt er það einnig hjá Jóni Ól- afssyni, er hann telur þátíðina „rjeði" af sögninni „ráða" ranga. Orðmynd þessi er orðin gömul og hefur feng- ið fulla hefð í málinn. Veit ekki orðabókarhöfundurinn, að orðmynd þessi kemur fyrir í Jómsvíkingadrápu: „ótrauðr á haf rjeði" og f fleiri fornum ritum? Sögn þessi er búinn að fá veika beygingu, eins og marg- ar aðrar sagnir, t. d. sögnin „þvo". Enginn segir nú framar „þvó" eða „þó", heldur: „þvoði". Jón hefði því átt að spara sjer þessa aðfinslu við blaðið „Lögrjettu*. Jón Ólafsson ætti eftirleiðis að að varast að hlaupa á sig, er hann vítir rithátt manna; ella kunna menn „að renna grunum á" þekk- ingu hans á móðurmálinu. Að minsta kosti ætti hann að hafa vit á því, að gera sig ei að þarflausu beran að fáfræði. Konurl Ef þið viljið lesa góðar bækur, eða ef þið viljið styðja að því að aðrir geti það, þá ættuð þið að ganga í Lestrarfjelag kvenna Reykjavíkur, sem hefur bækistöð sína í Thorvaldsensstræti 2 (gamla kvenna- skólanum). Fjelagið gerir sjer far um að kaupa aðeins góðar bækur, bæði skemti- og fræði-bækur, og einu sinni á mánuði heldur fjelagið fundi til þess meðal annars, að rekja og ræða efni nokkurra hinna helstu bóka. Á fundunum er og lesið blað, er fjelagskonur rita. Útlán bóka fer fram 4 daga vik- unnar: sunnud. kl. i'/a—3,ogmánud., miðvd. og föstud. kl. 6—8 síðd.— A útlánssalnum liggja blöð, bækur og tfmarit til aflestrar. Bókaeignin er orðin hátt á 5ta hndr. bindi og er fjelagið þó aðeins tveggja ára gamalt. Fjelagar eru ioo að tölu, en ættu að skifta hundruðum í jafn- fjölmennum bæ og Reykjavík er. Gjaldið er 3 kr. um árið, eða sem svarar verði einnar bókar. Stúlkur, er stunda nám hjer, ættu ekki að sitja sig úr færi með að ganga í fje- lagið; þeim er heimilt að vera f því einn mánuð í senn, gegn 50 a. gjaldi um mánuðinn. Auk þessa heldur fjelagið opinni lesstofu fyrir börn bæjarins. Þar geta börnin lesið lexíur sínar og fengið að láni á lestrarsalnum ýmsar bækur til stuðnings skólanámi sínu, ennfr. sögubækur og æfintýri. — Barnales- stofan tekur til starfa fimtud. 16. okt. og verður opin alla virka daga, 2 kl.st. í senn, eða mánud., miðvikud. og föstud. kl. 4—6 e. h. og þriðjud., fimtud. og laugard. kl. 5—7 e. h. Aðgöngumiðar fást á lesstofunni og kosta 10 au. um mánuðinn. Styðjið góða viðleitni með því að ganga f fjelag þetta. Nánari upp- lýsingar á lesstofunni. Stjórn nLestrarfjel. kvenna Rvíkur«. Ferð 111 Barðastrandarsýslu. Eftir Guðm. Hjaltason. IV. Fjöll og flrðir. 1 miðri sýslunni er hvert háa og bratta fjallið og hver mjói og langi fjörðurinn bak við annað. Upp úr Þorskafirði fór jeg vestur yfir Hjallaháls. Eru allbrattar sneið- ingar upp á hann og hann nokkuð breiður. Svo komjeg ofan í Djúpa- dal, æskustöðvar Bjarnar ráðherra. Þar er skóglendi talsvert, en aðeins 2—3 bæir. Heitir fjörður sá Djúpa- dalsfjörður eða Djúpifjörður. Fyrir vestan fjörð þann er Ódrjúgsháls, og er hann minstur af hálsum þessum; rjett vestur af honum er Gufudals- fjörður; þar er Gufudalur og nokkrir aðrir bæir. Er þar og eitthvað af skógi. Svo kemur Gufudalsháls; hann er einna hæstur af hálsunum og ákaflega brattur, með stöllum og skriðum; er vegurinn upp á hann einlægar krákustígs-sneiðingar, oft fremur tæpar, verða oft ófærar á vetrum vegna harðfennis og hálku. Virtust mjer sneiðingar þessar hálfu hærri og miklu tæpari en á Bröttu- brekku. Fyrir vestan Gufudalsháls er Kollafjörður; austan við hann — f Gufudalshálsi vestanverðum — eru fagrar hamrahlíðar með talsverðum skógi langar leiðir inn með firðinum. Renna tvær ár í fjörðinn innarlega og er óvegur í sjávarhamraurð á milla þeirra. Fyrir vestan Kollafjörð er Klettháls með fallegum hömrum. Er hann nokkuð lægri en Gufudalsháls; og fyrir vestan Klettháls er Kvíg- indisfjörður; er og skógur við hann, einkum austanvert. Það er mjög fal- ltg hamrastallahlíð vestanvert við fjörðinn. Enda eru fjöllin hjer al- staðar mjög klettótt, einkum þegar út með fjörðunum dregur. — Frá firði þessum fór jeg yfir lágan háls að Skálmarfirði og svo að Vattarnesi og Vattarfirði; en þar fyrir vestan er Kerlingarfjörður og lágt eiði er milli hans og Skálmar og Vattarfjarðar; verður við það Skálmarnesið nær þvf afhólmað. Skógur er nokkur f fjörð- um þessum. V. íingmannalieiðl og Vatnsdalur. Frá Vattarnesi fór jeg yfir á heiði þessa; hún er löng, 5—6 tíma reið; eru 2 ár á henni, og öll er hún þak- inn urðarholtum, og voru nú í laut- unum verstu fannir, hestar lágu á kviði í þeim og ófærð varð líka fyr- ir manninn. Altaf var þurt og bjart norðanveður. En samt leiddist mjer heiðin svo, að jeg held jeg hafi hugsað um hana líkt og Þorsteinn Erlingsson, því mjer datt í hug: Sje nú heiðin svona í björtu vorviðri, hvað mun hún þá vera í dimmu ill- viðri? Blóm voru líka örfá sprung- in út á henni. En þau eru þar nú samt innan um grjótið, og þegar þau springa út, þá gera þau heiðina viðunanlega. En litlir hagar held jeg þar sjeu, og dregur slíkt aftur úr ánægjunni, sem blómin, lyngið og kvistirnir veita hjer og hvar á heið- inni. En þegar ofan af heiðinni dregur, þá fer að skána landslagið; þá kemur Þingmannadalur og þá smábyrjar skógurinn neðst í dalnum og eykst svo á sljettlendinu milli Þing- mannadalsár og Vatnsdalsár. Vatnsdalur er Iangur, óbygður dal- ur og er feiknamikill skógur í hlíð- um hans beggja megin við vatnið, og svo stór að rafta má fá þar, og Svo þjettur, að þörf þykir að gresja hann og hefui ungmennafjelag Barða- strandar unnið að því. Sagt var mjer að 4—5 tíma gang- ur væri kringum Vatnsdalsvatnið og að það væri nær því óslitinn skóg- ur, smærri og stærri, kringum það, og virtist mjer svo vera. Mýbit er þar oft mikið. Vestur af Vatnsdal er Penningsdalur; innst í honum er líka mikill skógur. Vestur af Penn- ingsdal er Þverárdalur; þar er líka talsverður skógur. Reynir er hing- að og þangað í skógum þessum, og víðar í skógum sýslunnar. VI. Barðaströad. Barðaströnd er mjó strandlengja undir tveimur snarbröttum hamra- fjöllum, en á milli þeirra skeifumynd- uð dalkvos, sem skerst inn í hálend- ið, og smádalir inn úr henni. í dalkvosinni er Hagi og 8 aðrir bæir, og eru smádalirnir skógi vaxnir, einkum Mörudalur. Hagi er eitt merkisheimilið. Meðfram sjónum á Barðaströnd, altjent sunnan til, er bleik ræma af skeljasandi, sem mynd- ast hefur; sýnist mjer mest af kú- skel, og, jeg held, öðu, og enda eitthvað af kræklingi. Eru skelja- sandar þessir víða f Barðastranda- sýslu. Þeir eru rauðgulbleikir að sjá. Utsýnið er fyrirtaksfallegt: Fyrst yfir Breiðafjörð með eyjunum og svo yfir Austur-Barðastrandarsýslu og Dala- sýslufjöllin og alt Snæfellsnes. Jeg kom fyrst að Brjánslæk; þar er prófasturinn búinn að byggja stórt og fallegt steinsteypuhús. — Gekk jeg þaðan upp í gilið, þar sem stein- gj'órvingarnir eru — þeir eru leyfar frá tíma þeim, þegar svipaður gróð- ur var á íslandi og nú er f Suður- Evrópu. „Brosti þá Eden á Bjánslæk og Ströndum". Sá jeg þar lauf í steini þverhandar breið og um kvartil á lengd. Voru á þeim margar aðal- og auka-taugar og vel sentimeter á milli aðaltauganna. Lauf sá jeg f öðrum steini lík, en fleiri saman og hvert ofan á öðru. Lauf sá jeg í þriðja steini lík í formi og afstöðu hinum, hafði ekki tfma til að skoða fleiri. Surtarbrand sá jeg þar líka. Berjagnægð, bæði bláber og aðal- bláber, eru í skógum Barðastrandar, eins og f mestallri austursýslunni. Vestursýslan er hrjóstrugri að sjá. Ungmennafjelag er f sveitinni; hefur það verið frumkvöðull verslunarfje- lags, bygt sundlaug, og gert fleira gott. En það er, því miður, fá- ment. VII. Suðurflrðir. Frá Haga fór jeg yfir Posshciði norðvestur til Suðurfjarða. Hún cr nokkuð styttri en Þingmannaheiði, | en lík henni f gróðri; þar er mest

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.