Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.10.1913, Blaðsíða 4

Lögrétta - 15.10.1913, Blaðsíða 4
176 L0GRJETTA KamelíuMin verður leikin annað kvöld, fimtudag 16. okt. kl. 8x/2 1 ssíOftKtíx f-iitm. mosagróður og fjallablóma og svo dálítið stargresi, lyng og víðir; eng- inn á. Svo kemur maður fyrst í Fossfjörð. Margar ár með smáfoss- um mynda aðalána, sem mesti foss- inn er í. — Dalurinn upp af firðinum er stutt- ur og breiður, og er í honum tals- verður skógur og 2 bæir vel hýstir. Austur af Fossfirði er Reykjarfjörður, þar eru 2 baeir og i hver. Aust- ur af Reykjarfirði er Trostansfjörður, þar er i bær, en meiri skógur en í Reykjarfirði. Og austast er Geir- þjófsfjörður. Þar er mestur skógur og 3 bæir. En vestan við Fossfjörð er Otrar- dalur; þar var lengi prestssetur. En nú er það á Bíldudal, sem er við vík, og er hún fimti og vestasti Suðurfjörðurinn. Bídudalur er laglegur kaupstaður, en stendur neðan við skriður og urðir og örðugt er þar að rækta nema lengra frá. Eru, minnir mig, 300— 400 manns þar. Ekki fjölgar þar; var líka kvartað um atvinnuleysi, eins og svo víða í kaupstöðum vorum. VIII. Arnarf j arðardalir. Frá Bíldudal fór jeg vestur í Sel- árdal og sá því alla Arnarfjarðar- dali. Sveit þessi er einkennileg og tilkomumikil. Bæirnir eru í 6 dölum, sem ganga suður í fjöllin, og eru feiknahamrar á milli þeirra og kring- um þá. Sauðfje fer oft upp í hamra þessa, því þar eru víða gróðurtopp- ar. Er afarhættulegt að ná því þar. Og lá mjer við sundli, þegar þeir sýndu mjer hengiflugin þar sem fólk- ið verður að klifra eftir fjenu. En þar eru ágætir klettamenn líkt og undir Eyjafjöllum. En Arnarfjarð- arhamrarnir eru þó ennþá hærri en Eyjafjallahamrarnir. Flestir eru bæ- irnir (Selárdal, einir 7, en í 3 hinum dölunum 3—5 bæir í hverjum, og f 2 dölunum I bær í hverjum. Veiði- stöð er í Selárdal og fjekk prestur meðal annars 800 steinbíta í vertolla. Nú gjaldast ekki nema 80 steinbítar, enda er veiði sú minna stunduð, því þorskurinn borgar síg betur, þótt minkað hafi þar sem annárstaðar sfðan botnvörpungarnir komu. Sögðu þó Rauðasandsmenn, að nógur væri stein- bíturinn ennþá þarna kringum vestur- skaga sýslunnar. — Brattir og tæpir þóttu mjer vegirnir við Arnarfjörð, eins og vfðar í sýslunni. En furðan- lega mikið hefur þó verið gert við þá, er þó langt á milli bæja og fólkið fátt. Allmikill menningarbragur er annars að koma þarna og vfðar í sýslunni. Húsakynni eru altaf að batna; 5 steinhús, 2 hlaðin, en 3 steypt, eru nýbygð í Dalahreppi. Híbýlaprýði er þar lfka í framför. Á einum bæn- um sá jeg 8 myndir stórar og falleg- ar í einni lftilli stofu; þar var Krists- mynd með blóðugt hjarta þyrnikrans- að, logaði upp úr því og úr loganum reis kross; þar var Maríumynd með blómkransað hjarta, Mósesarmynd, Adams- og Evu-myndir 3, og ein enn. Svipaða myndaprýði hef jeg sjeð á mörgum betri bæjum í sveitum, en sjaldan svona merkilega. Það er lær- dómsríkt að taka vel eftir því, hvernig menn prýða heimili sín. Myndir hafa meiri áhrif á menning þeirra en marg- ur hyggur. Hinumegin við Arnarfjörð eru líkir dalir, en smærri og hamrarnir minni, einkum þegar inn með firðinum dreg- ur. í austri, bak við Arnarfjörð og Suðurfirði, eru 4 stórir, fallegir hnúkar, sem „Hornatær" nefnast. En í aust- norðri er Rafnseyri. Allfagur er þessi sjónarhringur Jóns Sigurðssonar. (Niðurl.) Gjafir til Hoilsuhælisins. i.'Frá Sigurði Júlíusi Jóhannes- syni lækni8i kr. 95 a. og var það á- góði af fyrirlestri þeim, er hann hjelt hjer. 2. Frá Einari Jochumssyni 80 kr., og er það heitfje, sem hann hjet Heilsuhælinu í vor, sem leið, ef „Ljósið" hans seldist vel. Sjest þar enn sem fyr, að gott er að heita á hælið. 3. Frá Stórkaupmanni Tönnes Wathne í Stavanger 200 kr. með þeim ummælum, að verja skuli til hjálpar einhverjum fátækum sjúkling- um. Mun yfirstjórn hælisins úthluta þessu fje eftir tillögum læknisins þar. Fyrir þessar fallegu gjafir kann jeg gefendum bestu þakkir. G. Bjórnsson. Reykjavík. Bílferðir. Hr. Sveinn Oddsson, eigandi annars bflsins, sem hjer er í förum, biður þess getið, að það, sem segir um ógætilegt ferðalag á bflum í síðasta tbl., geti ekki átt við sinn bíl. Hann hafi aldrei farið á 15 mínútum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Lækningastofa háskólans er nú í prestaskólahúsinu gamla í Austur- stræti og þar ókeypis læknishjálp veitt öllum, sem hennar Ieita, á viss- um tímum, eins og auglýst var í síðasta tbl. Lögr. Einn af læknun- um hefur vakið máls á því við Lögr., að hún skyldi hvetja menn til þess að nota þessa ókeypis læknishjálp meira en gert hefur verið. Hann sagði, að hún væri alt of lítið notuð, og hlyti það að stafa af athugaleysi almennings. Geti sjúklingar ekki komið, mega þeir gera boð þangað eftir lækni, sagði hann, og verður því sint, og læknishjálpin eins fyrir það látin í tje ókeypis. Tíðin hefur verið ágæt um all- langan tíma að undanförnu, stilt veð- ur, bjart og hlýtt. Brjef frá Páli Melsteð til Jóns Sigurðsson eru nýkomin, frá Fræða- fjelaginu í Khöfn, 133 bls., fróðleg og skemtileg bók. Fyrirspnrn. Hvernig stendur á því að stjórnarráðið birtir aldrei neitt af þeim fróðlegu skýrslum, sem jeg þykist nú vita að viðskiftaráðanaut- urinn okkar gefi því altaf öðru hvoru um starfsemi sínaf Mjer sýnist að þær og annar slfkur fróðleikur gæti vel átt heima f auðu dálkunum f Lögbirtingablaðinu. Dalakarl. Lögr. vísar þessari fyrirspurn til stjórnarráðsins. Hvað Lárus hefur gert. X-ið, sem í næstsíðasta tbl. Lögr. telur upp fjárfeng L. H. B. úr landssjóði, auk embættislauna, gleymir úr að minsta kosti 2500 kr. Styrkurinn til Iaganámsins var veittur í tvö ár, 2,500 kr. hvort árið. Ofan á þetta bætist svo bankaráðsbitlingurinn, sem honum var veittur á þingi í sumar og nemur á næstu 3 árum eitthvað nálægt 5000 kr." Y. »Flora« kom norðan um land í morgun full af vörum og með yfir 200 farþega, þar á meðal voru Jón Þorláksson landsverkfr., V. Knudsen verslunarm., Ó. G. Eyjólfsson skóla- stj., 0. Björnsson prentsmiðjueigandi frá Akureyri, frú Smith. frá Noregi, móðir Smiths sím&stjóra. »KameIíuí'rúin« var leikin hjer í tvö kvöld um síðastl. helgi. Aðal- hlutverkin höfðu fní Stefanfa Guð- mundsdóttir og Jens Waage, og Ijeku bæði vel. Hr. J. W. ætlar nú að leika í vetur og er það mikill ávinn- ingur fyrir leiksviðið. Sveinn Oddsson, sem hingað kom f sumar frá Ameríku, fer vestur aftur á morgun, en kemur næsta vor með 5 nýja bíla að minsta kosti. Hey frá Noregi er nú flutt hing- að til bæjarins, og er sagt, að tölu- vert liggi á Akureyri af norsku heyi, sem hingað á að fara. Álþingistíðindin. Af þeim er komið út 3. hefti af umr. í n. d. og var sent út með sfðasta pósti. Háskólinn. í guðfræðisdeild eru nú 11 stúdentar, fimm eru nýir, Þorsteinn Kristjánsson, Kjartan Jóns- son, Sigurgeir Sigurðsson, Ragnar Hjörleifsson og Halldór Gunnlaugs- son. í Iagadeild eru 16 stúdentar, 2 nýir, Kjartan og Ólafur Thors. í Iæknadeild eru 26 stúdentar, 6 nýir, Tryggvi Hjörleifsson, Kristján Arinbjarnarson, Gunnar A. Jóhann- esson, Karl Magnússon, Kristmundur Guðjónsson og Jón Bjarnason. í heimspekisdeild 2 stúdentar, 1 nýr, Geir Einarsson. Ókomnir eru 3 nýir stúdentar, sem vfst er um að stunda ætla nám við háskólann, 2 guðfr. og 1 lækn- isfræðingur. Mentaskólinn. Þar eru nú nem- endur 140. Heimspekisdeild háskólans. Af því að fleiri en stúdentar háskólans hafa að undanförnu sótt ýmsa fyrir- lestra í heimspekisdeildinni, skal hjer tekið fram, hvað þar er kent á hinu nýbyrjaða námsskeiði, frá 1. okt. til 15. febr. Prófessór dr. phil. B. M. Ólsen: 1. Heldur áfram fyrirlestrum sínum um bókmentasögu íslendinga þriðju- daga og laugardaga kl. 5—6. — 2. Æfingar út af Eddukvæðum (eða skáldakvæðum, ef nemendur kynnu að óska þess heldur) fimtudaga kl. 5—6 og laugardaga kl. 6—7. — 3. Fyrir takmarkaða tölu nemenda: æf- ingar í lestri íslenskra rita í sundur- lausu máli með sjerstöku tilliti til íslenskrar málfræði, 1—2 stundir á viku, eftir samkomulagi. Prófessor dr. phil. Agúst H. Bjarnason: 1. Fyrirlestrar og yfir- heyrsla í forspjallsvísindum mánu- daga, þriðjudaga, fimtudaga og föstudaga kl. 4—5 síðd. — 2. Við- ræður um helstu viðfangsefni heim- spekinnar fyrir takmarkaða tölu stú- denta á laugardögum kl. 5—6 síðd. (Russel: Problems of Philosophy lögð til grundvallar). — 3. Fyrirlestrar fyrir almenning um heimsmynd vís- indanna á miðvikudagskvöldum kl. 7-8. Dócent Jón Jónsson: 1. Heldur áfram fyrirlestrum um sögu íslands (tímabilið 1262—1550) þriðjudaga og laugardaga kl. 7—8 síðd. — 2. Heldur áfram fyrirlestrum um sögu- og fornfræðaiðkanir íslendinga eftir siðaskiftin fimtudaga kl. 7—8 síðd. Island -erlendis. Úr ensknm blöðnm. „The Daily Mirror", hið alkunna myndablað í Lundúnum, hafði hjer mann siðastl. sumar, sem ferðaðist um og tók myndir handa því. Lögr. hefur sjeð nokkrar þeirra. Ein er af gíg frá Heklugosinu í sumar. Önnur frá Geysi. Þriðja af Gullfossi. Hestar eru sýndir undir heybandi og mjalta- kona á hestsbaki. Ásta málari er sýnd uppi í stiga að mála nafnspjald á húsi. Kvenfólk er sýnt við fisk- verkun. Fuglaveiðar eru sýndar, mað- ur í sigi í bjargi og fuglaungarnir, sem eftir er sótst, í hreiðri. Kven- fólk er sýnt við þvott f laugunum o. s. frv. Stuttar skýringar fylgja mynd- unum í blaðinu. — Við og við eru f ýmsum enskum blöðum smáfrjettir hjeðan um fiskiveiðar og verslun, — og svo botnvörpungaströndin, Frá flaggmálinu 12. júní í sumar hefur líka verið sagt þar. Fuglafræðing- urinn enski, Edmund Selous, sem ferðaðist hjer í fyrra sumar, hefur aftur verið hjer í sumar sem leið og ritað um það meðal annars f „The Saturday Rewiew" frá 20. sept. „Gestur eineygði". Khafnarblað- ið „Riget" frá 22. sept. flytur mjög lofsamlegan ritdóm um sfðustu sögu Gunnars Gunnarssonar, sem út kom í haust hjá Gyldendals bókaverslun og heitir „Gestur eineygði". Greinar- höf. segir, að sagan sje „mikilfeng- legt verk, skrifað af skáldi". Þar sjeu sett fram „stór örlög í stórfeldri náttúru, málið hreint, og næm tilfinn- ing". Hann hvetur menn til að lesa bókina og lesa hana vel. Hann sjer hinn „lifandi kristindóm" uppmálaðan, þar sem Gestur eineygði er, og lofar mikið, hve höf. takist vel að koma fram þeirri hugsun. Honum þykir bókin frumleg, en telur hana helst fara í líka átt og rit Selmu Lagerlöf. Knud Berlin prðfessor hefur í »Ugens Tilskuer* frá 19. sept. ritað langa grein um hið nýútkomna rit Einars prófessors Arnórssonar um Rjettarstöðu íslands, sem Þjóðvina- fjelagið hefur gefið útísumar. Bein- éftýtt! cŒýtt! <Dtýtt! Svissnesku blúsurnar úr silki og ull eru aftur komnar í Brauns verslun, Rvík. ^áfryggié Qigur yéar (fíus, Rúscjöcjn og vörur) i 6runa6ofafj@í. „&eneraf", stofnsett 1885. Aðalumboðsmaður fyrir ísland: Sig. Thoroddsen adjunkt, Frí- kirkjnTeg 3. Heima kl. 3—5. Sími 227. Umboðsmaður fyrir Norður-ísafjarðarsýslu: Jón Hróbjartsson verslunarstjóri. Umboðsmaður fyrir Vestmannaeyjar: Jóhann Þ. Jósefsson kaup- maður. Duglegir umboðsmenn óskast á Eyrarbakka, Akranesi, Þingeyri, Stykkishólmi og víðar. Námsskeið í bifvjelafræði. Hinn 15. nóvember byrjar námsskeið í bifvjelafræði við stýrimanna- skólann í Reykjavík, er stendur yfir í minst 4 vikur. Kenslan fer fram í fyrirlestrum og verklegri tilsögn. Þeir, sem óska að ganga á námsskeiðið, gefi sig fram við undirritað- an forstöðumann stýrimannaskólans fyrir nefndan dag. Reykjavík 14. október 1913. JPáll Halldlórssoii. Sirius" Consum Chocolade er áreiðanlega nr. 1. Gætið þess að vörumerki okkar sje á pakkanum. 5J ist hann þar einnig að ritum Jóns Sigurðssonar um sama efni og Iætur ekki lítið yfir framgöngu sinni gegn ýmsum kenningum J. S., er áður hafi verið taldar óhrekjanlegar, en hann kveðst fyrstur manna hafa fundið höggstað á. í blaðinu »Hovedstaden« hafa þeir K. B. og Holger Wiche átt í deilum um íslensk mál, og tek- ur H. W. þar, eins og jafnan, mál- stað ísland. En ekki hefur Lögr. sjeð þær greinar. í »Köbenhavn« hefur K. B. einnig ritað um mála- afstöðuna hjer á alþingi. Þar legg- ur hann af sjer eina fyndni, sem hittir allvel. Hann er að tala um fánamálið og segir, að í einu tilfelli hafi íslendingar aldrei ímugust á »dannebrog«, og það sje þegar þeim sjeu boðnir »dannebrogs«-krossar. Þeir Skúli og Lárus, sem ekki vilji sjá »dannebrogs«flagg ástöngfland- inu, gangi báðir með »dannebrogs«- krossa á brjóstunum. Nærfatnaður, mikið og gott úrval. Sturla 3ónsson. Oddur Gíslason yflrrjettarmálaflutnlngsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. n—12 og 4—5. S. C. Xranl8 Forsendelseshus (útsendingahús) llorscns sendir ókeypis öllum skrautverðskrá sína. Talsími 801. Forfulg*t, eller en spændende Kamp paa Liv og Död, 226 Sider, 50 Öre. Sola: Som man saar — Kr. 1,25 ib. i Pragt- bind; en af den berömte Forfatters mest læste Böger. Begge Böger sen- des portofrit mod Indsendelse af 2 Kr. pr. Po'stanvisning. Samtidig med- fölger ny udkommen Bogfortegnelse over ca 200 nye Böger. Önskes Kata- log over Hygiene, Sygepleje og Bar- berartikler, medsendes den gratis. A.Brandi,Prinsessegade,Kbhvn C. afarmikið úrval, langódýrastir. Sfuría <3ónsson. w góda og óclýra nýkomiÖ. Sfuría dónsson. verður haldinn á „Hótel Reykjavík" mánud. 20. þ. m. kl. 9 sfðd. Venjuleg mál á dagskrá. Fjelagsstjórnin. mikið úrval. Sturla dónsson. Massageleeknir Ouðmundur Pjetursson. IIciiiin kl. 6—7 e. m. Spítalastíg 9 (niöri). Sími 89á,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.