Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.10.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 22.10.1913, Blaðsíða 1
A.lgreiðslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. fORLÁKSSON. "Veltusundi 1. Talilmi 359. LÖGRJETTA Ritstjðri: PORSTEINN 6ÍSLAS0N Pingholtsitræti 17. Tal.lmi 178. M 49. Ifceylijavik: 3S. olitól>er 1013. VIII. árg. I. O. O. F. 9510249. Lárus Fjeldsted. YflrrjettarmálafærelumaOur. Læbjargat* 2. Helma kl. 11 —12 og 4—7. Innlendar og erlendar, pappír og allskyos ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Caruiml. Claessen lsekrnir. JSrtkhlödustítr ÍO. Ileima kl. 1—S. t Kr. H. Jónsson ritstjóri. 21. maí 1875 — 27. sept. 1913. Kristján Hans Jónsson — svo hjet hann fullu nafni — var fæddur á Hörðu- bóli i Dalasýslu 21. maí 1875. For- eldrar hans voru: Jón bóndi Jóhanns- son (frá Laxárdal á Skógarströnd) og Soffía Ólafsdóttir. Faðir hans var orðlagður mannkostamaður og mesti dugnaðar- og iðjumaður, en móðir hans var ágætiskona, og bæði af góð- um bændaættum. Systkini hans, sem lifa, eru: Lilja, ljósmóðir á Kambi í Reykhólasveit, Guðríður, gift Arngr. Fr. Bjarnasyni, og Sigfús, nú i Vest- urheimi. — Foreldrar Kristjáns voru efnalítil og gekk hann því snemma að daglegum störfum og þótti dug- legur til allra verka. Mentun fjekk hann enga frekar en þá var títt um bændabörn, enda misti hann föður sinn um tvftugt og móður sína 13 ára, — nema lítilsháttar tilsögn hjá sóknarpresti sínum, sr. Eiriki Gísla- syni (nú á Stað í Hrútafirð), sem hafði hvatt hann til að ganga menta- veginn. Þegar Kristján var um tvítugt, hafði hann fast í hyggju að ganga í Ólafsdalsskólann og gera búskap að æfistarfi sínu, og mun slíkt oft hafa hvarflað í hug hans síðar. Haustið 1896 kom hann hingað til ísafjarðar og rjeðist þá til Stefáns Runólfsson- ar til þess að nema prentiðn. Fór svo frekum þrem árum síðar til Rvík- ur og vann um tíma í Aldarprent- smiðju, er síra Lárus Halldórsson átti. Haustið 1901 kom hann aftur hingað til bæjarins og hafði verið ráðinn hingað til Prentsmiðjufjelags Vest- firðinga, er stofnaði blaðið „Vestra". Varð hann ábyrgðarmaður blaðsins og átti strax nokkurn þátt í ritstjórn þess. En keypti blaðið og prent- smiðjuna að fullu eftir tæpa ársdvöl hjer, og annaðist síðan ritstjórn þess að öllu leyti að heita mátti þar til 3 síð- ustu ánn, og skrifaði hann þó einnig þá mikið í biaðið. Biaðamenskan varð því aðalstarf hans um fullan tug ára, enda fjell honum það starf vel. Bera ljóst vitni um það mörg brjef frá ýmsum merkismönnum landsins, er þökkuðu og viðurkendu starf hans. Eru þó miklir örðugleikar á blaða- mensku i smábæjum. Þegar hann kom til Reykjavíkur, voru þar miklar fjelagshreyfingar með- al ymsra manna og tók hann allmik- inn þátt f þeim, svo og jók hann þar mjög mentun sína, svo hann var lærðari mörgum skólagengnum manni. Stjórnmál Ijet hann og þá til sín taka og varð ákveðinn heimastjórn- armaður; fylti hann þann flokk jafn- an og mátti með sönnu kallast fylk- ingarbrjóst flokksins hjer í bæ. Þó átti hann engan pólitiskan óvin. Sýndu síðustu alþingiskosningar ljós- lega, er hann var hjer í kjöri, að hann hafði bæði traust og álit bæj- arbúa. Fjelagsmál bæjarins Ijet hann mjög til sfn taka. Var einn af aðalmönn- um Góðtemplara hjer og nær því í öllum öðrum fjelögum bæjarins, og oft í stjórn þeirra. Auk blaðamenskunnar rak hann hjer prentsmiðju og bókagerð, sjáv- arútveg og kaupkmensku um skeið. Sýnir það ljóslega framkvæmdarsemi hans og mikla hæfileika. Ekki átti hann þó þvf láni að fagna, að hoss- ast hátt ( sessi að efnum til, enda varð blaðamenskan ekki honum til fjár, fremur en tftt er hjer á landi; varði hann til hennar miklum tfma og fyr- irhöfn, en bar minna úr býtum en skyldi. Þetta eru lauslegir drættir úr æfi hans. Gáfur Kristjáns voru miklar og fjölhæfar, og dugnaður og þrek svo að segja óbilandi. Hann gekk með ofurhuga að hverju verki — og lagð- ist fast á; þess vegna var mjög margt, sem hann kom til framkvæmda. Skáldmæltur var hann og allvel, þótt hann færi dult með, og eru sumar af tækifairisvísum hans einkennilegar fyrir þjóðlífið, t. d. þessi: »Frelsi er vort flokksorðtak, — en framkvæmd, hálsar góðir: að standa kyrrir, beygja bak ög bfða þolinmóðir*. Vfsan lýsir og vel skaplyndi hans og lffsskoðun. Hann hataði kyr- stöðuna og deyfðina; vildi fram til gagns og sigurs fyrir þjóðina og bæjarfjelagið, sem hann starfaði í. Þeir munu vera fáir af samborgur- um hans, sem meira hugsuðu um framtfð og hag ísafjarðar en hann. Og bærinn hefur sem slfkur mist mikið við fráfall hans. Hann var að upplagi geðrfkur og ákafiyndur, þótt þess yrði sjaldan vart, en hreinn f lund. Fjörmaður var hann hinn mesti og tók þátt f lfkamsæfingum þar til rjett fyrir banalegu sfna. Aðgerða- leysi var hans mesta mein, enda mátti hann heita sívinnandi. 23. febrúar gekk Kr. H. Jónsson að eiga Guðbjörgu Bjarnadóttur, fóst- urdóttur Jóns alþm. Sigurðssonar frá Gautlöndum, er nú lifir mann sinn ásamt fimm börnum: Jóni, Solveigu, Sofffu, Kristjönu og Evu. Heimilis- líf þeirra hjóna var jafnan mjög skemtilegt, og vart getur betri forsjá heimilis en hann reyndist konu sinni og börnum. Kristján kendi sjúkdóms þess, er dró hann til dauða, á öndverðu sumri; hafði hann f fyrstu von um, að það mundi skjótlega batna, en eftir þvf sem lengur leið, ágerðist hann meir og meir, svo fyrirsjáanlegt var, að dauð- inn einn mundi veita hvíldina. En þó dagsverk Kristjáns hjer væri mikið, átti hann margt eftir óstarfað, enda á besta skeiði, og vonaði þvf að sjer mundi enn auðnast að neyta krafta sinna til sigurs áformum sínum og hugsjónum. En dauðinn vængstýfði þær að þessu sinni— eins og lffið hafði oft gert áður. En minning verka hans lifir í þessum bæ — og hjá þjóðinni, og hún verður honum „úbrotgjarn lofköstur". — Hann and« aðist á Landakotsspítalanum f Reykja- vfk 27. f. m. kl. 5 sfðdegis, enjarð- arförin fór fram 9. þ. m. frá dóm- kirkjunni og hjelt síra Friðrik Frið- riksson líkræðuna, en tvö kvæði voru sungin eftir Guðm. Guðmundsson skáld. ísanrði 12. okt. 1913. A. F. B. Sigurflugan. N. Hannes Hafstein, S. Björn Jónssón. N. Helgi magri, S. Kveldúlfur. N. Björn Jónsson, S, ís- land. N. ísbjörn, S. Ægir. N. Bangsi, S. Ægir. N. Norðri, S. Suðri. N. Hannes Hafstein, S. Jón Sigurðsson. N. Jónas Hallgrfmsson, S. Bjarni Thorarensen. N. Þorskur, S. ísa. Einn skrifar: Nöfnin þurfa að vera þannig úr garði gerð, að útlendingar eigi hægt með að skrifa þau, ættu þvf hvorki að hafa ð eða /, og umfram alt ættu þau ekki að vera löng. Hjer eru nokkur: ísland, Vfnland, Hálogaland, Snæ- land, Grænland, Gautland. Af þessum nöfnum er miklu úr að velja og þau eru langt um smekk- legri og viðkunnanlegri en t. d. Gullfoss, Dettifoss, Tröllafoss, Goða- foss o. s. frv. B. Ó. báta. Annan átti Guðm. Þórðarson f Garði, hinn Eirfkur f Bakkakoti f Leiru. Vjelarbátar farast. 7 menn drukna. Eimskipanöfnin. Enn hafa komið uppástungur um eimskipanöfnin og fara þær hjer á eftir: N. Dreki, S. Gammur. N. Stfg- andi, S. Ormur. N. Drangey, S. Hekla. N. Tindastóll, S. Esjan, N. Vonin, S. Sigurfari. N. Hjálpin, S. Stórveður og skipskaðar. Aðfaranótt síðastl. mánudags kom hjer eitthvert hið mesta ofsarok á landnorðan, sem menn þykjast muna til um langan tfma. Stórviðrið stóð fram eftir mánudeginum, en er á hann leið, fór þvf að slota, og var þó mjög hvast allan daginn til kvölds. En nóttina cftir lægði mesta veður- ofsann og var þó allhvast, og eins f gær. Nokkurt frost var, meira þó í gær en mánudaginn. Iljer við bæinn urðu nokkur slys af veðrinu- Kolageymsluskip, sem Chouillou kaupmaður átti hjer á höfninni, slitnaði upp og rak f land f Skuggahverfinu, nálægt Sjávarborg. Þetta var snemma á mánudagsmorg- un. Rak það upp á hlið f fjöruna, en valt svo þannig um, að þilfarið sneri til sjávar. Tveir menn voru f skipinu, Norðmaður, P. A. Olsen að nafni, aldraður maður, og ungur maður íslenskur, Kristján Jónsson. Þeir fóru upp á kinnung skipsins og bundu sig þar fasta, en brimlöðr- ið gekk oft yfir skipið meðan flóð stóð yfir. Milli kl. 10 og 11 um daginn náðust mennirnir. Fóru 6 menn úr landi til að bjarga þeim: Sigurjón Pjetursson, Ellingsen SIipp- stjóri, Ólafur Grfmsson, Ölafur frá Laugalandi, Guðm. Kr. Guðmunds- son og Kristinn Brynjólfsson skip- stjóri. P. A. Olsen var mjög þjakaður eftir volkið, og var fluttur á sjúkrahús, en hefur náð sjer þar aftur. Á hinum sást Iítið, sem yngri var. Sfðar um daginn rak upp skamt austan við Rauðará botnvörpuskipið „Frey", er komið var í vetrarlegu þar á vfkinni. Skipið er eign h/f P. J. Thorsteinsson & Co. Það hef- ur lent upp i kletta, og i gær var farið að reka úr því, bæði brot úr stjórnpallinum og fleira ofan þilfars. Eitt gat var þá að minsta kosti komið á þá hlið skipsins, sem að landi sneri, en hvort hin hliðin væri mikið brotin, varð ekki sjeð. Gufu- skipið „Nora", eign sama fjelags, var einnig tæpt statt, en því var bjargað í gær. Það lá nærri „Frey". Vjelarbátur, sem Friðriksen kaupm. á, slitnaði einnig upp á höfninni; rak hann á land við bryggju Björns Kristjánssonar og brotnaði eitthvað. Ýmsar bryggjur brotnuðu og skemdust meira og minna. Landsiminn slitnaði viða, svo að ekki náðust sambönd lengi i gær lengra en til Borðeyrar, hvorki austur nje vestur þaðan. Frá Vestmanneyjum hefur frjetst, að þar hafi engin slys orðið. En hjer suður með sjónum hafa orðið slys á vjelarbátum, að minsta kosti á tveimur stöðum rekið upp Sfðastl. miðvikudag fórst vjelar- bátur af Seltjarnarnesi á leið hjeðan til Sandgerðis, með 3 mönnum. Hann lagði af stað hjeðan um morg- uninn, og kl. 5 um daginn hafði siðast sjest til hans suður með landi. Þá var orðið vont i sjó, og er hald- ið að hann hafi höggvið niðri á grynningum þar syðra og liðast sundur. Ýmislegt úr honum hefur sfðan fundist rekið. Hann var með eitthvað af vörum suður eftir. Mennirnir, sem fórust þarna, voru: Magnús Guðmundsson frá Sandgerði, 23 ára, formaður; Guðjón Bjarnason, frá Bjarnabæ, 43 ára, og Baldvin Kristjánsson, 27 ára, báðir Reykvík- ingar. B. Kr. lætur eftir sig konu og 3 börn ung. Sfðastl. fimtudag höfðu 4 menn úr Súgandafirði farist á vjelarbáti á leið til Flateyrar, og ætluðu að ná þar lækni, segir í „Vísi" á sunnud. var. Haldið, að báturinn hafi lent á skeri, farið of nærri landi, og hafði eitthvað rekið úr honam. Þeir, sem þar fórust, hjetu: Asgeir Kristjánsson, Jón Friðriksson, Bene- dikt Guðmundsson og Halldór Gunn- arsson, allir úr Súgandafirði. 3saf. i „Sparkliöinu". ísaf. er það ekkert láandi, þótt hún sje bæði gröm og aum yfir því sfðastl. laugardag, að sjá hve lftið varð úr „ávarpi" þeirra fjelaga, þeg- ar Lögr. hafði gagnrýnt það f sfð- asta tbl. Hún mun hafa haldið það áður, að svona ættu einmitt stefnu- skrár stjórnmálaflokka að vera; þar ætti sem mest að varast að láta koma fram ákveðna skoðun á nokkru máli. Ilennar álit á þessu mun hafa verið eitthvað á þá leið, að allir stjórn- málaflokkar ættu að láta sjer koma ósköp vel saman og, að þessu mætti ná með þvf, að þeir gæfu allir út að mestu leyti samhljóða stefnuskrár, ljetu frá sjer fara einhver falleg orð til kjósendanna, sem allir gætu fall- ist á, en enginn hefði neitt á móti, t. d. að „halda ötullega fram sjálf- stæðismálum íslands", en varast þó að reka sig þar á Dani o. s. frv. Þá yrðu allir þingmenn kosnir upp á stefnuskrár allra flokka og allir flokkar gætu haldið þvf fram á eftir, að þeir hefðu sigrað. En ráðherra yrði sá, sem best byði i atkvæði þingmanna og hjeti fylgismönnum sfnum mestum hlunnindum. Eitt- hvað á þessa leið mun það hafa ver- ið, sem fyrir henni hefur vakað, þeg- ar hún var að dásama „ávarpið". Hún mundi helst vilja vera með öll- um frumvörpum, sem fram hafa kom- ið i sambandsmálinu, ef ekki öllum í einu, þá til skiftis að minsta kosti, sinn tfmann með hverju, til þess að þóknast öllum. Hún vill öllum stefn- um og öllum málum vel, vill vera með þeim öllum, góð við alla, öll- um fylgjandi og alla styðjandi. Hún finnur auðvitað til þess, að þetta er fallegur hugsunarháttur og þykir hart, að allir skuli ekki geta verið ánægðir með þetta. Nú sem stendur eru það þó „Sparkliðarnir" frá 1911, sem mest- ar hafa ástir hennar. Eins og menn muna, klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn þá á þingi og var annar hlutinn nefndur „Sparklið". Höfundar meiri- hlutafrumvarpsins frá 1909 urðu þá forkólfar „Sparkliðsins", og fyrsta ' og helsta ástæða þeirra, er þeir báru fram vantraustsyfirlysingu á Björn heitinn Jónsson, var einmitt fram- koma hans í sambandsmálinu og af- skifti hans af meirihlutafrumvarpinu frá 1909. Reyndar voru f „Sparklið- inu" fleiri menn, en þeir munu þá hafa greitt vantraustsyfirlýsingunni atkvæði af lfkum ástæðum og Heima- stjórnarmenn, en þær ástæður voru alt aðrar. En það eru „Sparkliðs"- ástæðurnar frá þeim tfmum, sem ísaf. er nú að taka upp, enda eru lfka tveir þingmennirnir, sem þar voru fremstir í flokki, með henni undir „ávarpinu", B. Sv. og Sk. Th. Og þriðji þingmaðurinn, sem þar er, B. Kr., er einmitt sá maðurinn, sem upptökin átti að „Sparkliðs"-hreyf- ingunni, þvi heima hjá honum er sagt að undirbúningsfundirnir hafi verið haldnir, þótt hann laumaðist sfðan burtu frá öllu saman, þegar hann sá að sparkararnir gátu ekki orðið fjölmennari en þeir að lokum urðu. Og nú er það hann og „Spark- liðið" gamla, sem siglir ísaf. fram til kosninganna með „ávarpið" góða efst á siglutrje. ísaf. vill nú láta „bræðinginn" svo kallaða frá 1912 hafa verið hjer um bil sama og meirihl.frv. frá 1909. Hjer er nú ekki rúm til að fara út f samanburð á þessu. En spyrja mætti hana að þvf, hvernig á því mundi standa, að „Sparkliðs"-mál- gögnin, „Þjóðv." og „Ingólfur", höm- uðust að henni meðan hún fylgdi samtökunum frá 1912, ef þau hefðu verið svo gott sem samhljóða þeirra eigin frumvarpi. Hún minnist á sambandskostina frá haustinu 1912 og er að reyna að gylla sig með þvi i nýstofnaða fjelagsskapnum, að hún hafi ekki verið með þeim. En mundu ekki tfmarnir sýna, að rjettara hefði ver- ið að taka þeim en hafnaf Reynd- ar voru þeir afturför frá því, sem í boði var 1908. En mikið spor í Sjálfstæðisáttina voru þeir frá því, sem nú er. Og þar, sem um þá var rætt, voru þeir ekkert misklfðar- efni milli Heimastjórnarmanna og Sjálfstæðismanna. Móti þeim var einkum lagt af 2 mönnum, og var annar gamall Heimastj.maður, hinn gamall Sjálfst.maður. Og með þeim var lfka einkum mælt af 2 mönnum; annar þeirra var gamall Heimast.m., hinn gamall Sjálfst.maður. Þetta veit ritsj. ísaf. að rjett er, þvf hann var sjálfur áheyrandi. ísaf. man það ef til vill lika, að þá var vinur hennar B. Kr. ófáaniegur til að segja, hvort hann væri með eða móti, þótt all- mikið væri að honum lagt, að segja annaðhvort af eða á. Og næsta lftill „sjálfstæðis"bragur var á tali hans þá. Það man ísaf. ef til vill líka. Lögr. man að minsta kosti ekki til þess, að hún hafi heyrt fjarlægari ummæli öllu því „sjálf- stæðis" hjali, sem ísaf. hefur áður skreytt sig með, en einmitt ýmislegt af þvf, sem bankastjórinn ljet sjer þá um munn fara. Reykjavík. Bjarni Þorkelsson bátasmiðar verður í vetur komandi, eins og sfð- astl. vetur, við smfðar á Eyrarbakka. Hann hefur þar nú 3 vjelarbáta í smfðum. Þegar þeir eru fullgerðir, hefur hann smíðað alls 78 vjelarbáta og sett inn sjálfur vjelar í 45 af þeim. Stærstur þessara báta er „Gammur- inn", sem hann smíðaði fyrir Björn Gíslason og nú er í Hafnarfirði. Fyrsta vjelarbátinn, sem smíðaður var hjer á landi, smíðaði Bjarni fyrir

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.