Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.10.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 29.10.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: fORARINN B. ÞORLÁKSSON. V eltiiHiinfli 1. Taliíml 3(9. LOGRJETTA Ritstjorl: PORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstrœti 17. Taliimi 178. M ^O. Reykjavík 29. októlier 1913. Vffl. árg. Oarlsberg brugghúsin mæla með Carlsberg1 skattefri alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum. Carlsberg- skattefri porter hinni extraktríkustu af öllum portertegundum. Carlsberg sódavatn er áreiðanlega besta sódavatn. I. O. O. F. 9510319. L&rus Fjeldsted* YflrrJettarmilafserslumaOur. Lækjargata 2. Helma kl. 11 —12 og 4—7. Bœkur, Innlendar og erlendar, pappir og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Cxunnl. Olaessen heknir. Bókhlöðustíg ÍO. Heima kl. 1—3. Tnlsími 77. yHþingi rojið. Kosningar fara fram 11. apríl næstk. — Konungur boðar að hann staðfesta stjskr.frumy. síðasta þings. Landritari fjekk síðastl. mið- vikudag svohljóðandi simskeyti frá ráðherra, dags. 20. þ. m.f en vegna símaslitanna kom það ekki hingað fyr en tveimur dögum síðar: Alþingi roflð í dag. Kosningar fara fram 11. apríl 1914. Tekið fram í konungsbrjefinu, að ef ný- kosið alþingi samþykki stjórnar- skrárfrumvarpið óbreytt, muni konungnr staðfesta það, en jaln- framt verði ákTeðið eitt skifti fyrir öll, samkvæmt 1. gr. frumv., með konnngsúrskurði, sem ráð- herra íslands ber npp fyrir kon- ungi, að lög og mikilsvarðandi stjórnarráðstafanir verði, eins og hingað til, borin upp fyrir kon- ungi í ríkisráðinu, og á því verði engin breyting nema konungur staðfcsti lög nm rjettarsamband milli landanna, þar sera önnnr skipnn sje gerð. Þvi ber ekki að neita, að sum- ir voru hálfhræddir um, að stjórnarskrárfrv. síðasta þings mundi ekki ná staðfestingu kón- ungs vegria breytingarinnar, sem gerð var á ákvæðinu um upp- burð íslenskra mála fyrir kon- ungi, ekki síst er það frjettist, að K. Berlín prófessor berðist fast fyrir þvi i dönskum blöðum, að staðfestingunni yrði synjað. En nú er tekið fyrir þann ótta með yfírlýsingu frá konungi. Hitt vissu allir fyrir, að hann mundi á- kveða, að málin yrðu borin upp fyrir sjer í ríkisráðinu, eins og áður, og getur því engum komið það á óvart. Blöðin hjer, sem á málið hafa þegar minsl, láta líka vel yfir, að frumvarpið muni ganga fram á næsta þingi. Um valið á kosningardeginum geta aldrei allir orðið sammála. Fyrir sjómannastjettina hefði ver- ið heppilegast, að kosningar hefðu farið fram fyrrihluta fe- brúarmánaðar, áður en sjómenn fara að heiman, á skip eða til verstaða. En þá segja sveita- mennirnir að ófært veður geti verið i Norðurlandi og hamlað mönnum að sækja kosningar. En 11. apríl getur ekki veður bannað ferðalög í sveitum. Og þá stendur svo á að þessu sinni, að sjómenn munu verða heima að öllu forfallalausu, því 11. ap- ríl er laugardagurinn fyrir páska, og venjan er, að sjómenn komi inn um páskahelgina. Þetta mun hafa vakað fyrir stjórninni, er hrin valdi þennan dag til kosn- inganna. En að draga kosningar lengur, fram i maí aða júní, mundi vera bæði sjávarmönnum og sveita- mönnum óþægilegra. Samið við Bergensfjelagið. 26. þ. m. fjekk landritari sím- skeyti frá ráðherra. Er þá ráð- herra kominn aftnr frá Noregi til Khafnar og hefur gert samninga við Bergensfjelagið um skipaferð- ir hjer við land, eins og ráð var fyrir gert af alþingi. Segir í skeyt- inu, að framgengt haíi orðið öll- um breytingartill. nefndanna, nema um Ólafsvik og Flatey. Þó sje enn óútgert um Húnaflóa- hafnirnar, að Hólmuvík undan- tekinni. Ráðherra ráðgerir að koma heim með »Botníu« 4 desbr. Frystihús Sláturfjel. Suðurlands. Fjelagið hefur í sumar, sem leið, reist stórt og mjög myndarlegt frystihús rjett hjá sláturhúsi sínu hjer í bænum. Húsið er úr stein- steypu, 40 álnir á lengd og 25 á breidd, o| mun það með öllum út- búnaði og fullgert kosta um 60 þús. kr. Allur útbúnaður er þar af nýjustu og bestu gerð. Frystikerfi og Dísil- vjel hefur verið keypt frá Sabroes verksmiðju í Arósum í Danmorku og kom hingað maður frá verksmiðj- unni til þess að koma vjelinni með öllum útbúnaðinum fyrir í húsinu. Hann heitir Andreasen og er nýfar- inn heim á leið aftur. Frystikerfið og Dísilvjelin hafa alls kostað um 20 þús. kr., frystikerfið um 13 þús. og vjelin um 7 þús. kr. Með þessum útbúnaði er loftið í húsinu kælt og kjötið fryst þar í alt að 16 st. frosti. Verður það skjótt gaddfreðið í frystiklefunum. Þá er það flutt þaðan og í geymslu- rúmin, en þar er frostið nokkru minna, um 6 st., og helst kjötið óbreytt svo árum skiftir í þeim kulda. t einu rúmi hússins er jafnan haldið um 2 st. hita, en það er talið hagkvæmast hitastig fyrir það kjöt, sem selt er jafnóðum og slátr- að er. Þetta frystihús er, eins og þegar er sagt, mjög myndarlegt, og hefur Sláturfjelagið með byggingu þess stfgið mikih vert framfaraspor. Nýtt kjöt verður nú þarna til sölu á öll- um tímum árs af því fje, sem slátr- að er þar að haustinu. í haust hefur fjártaka hjá Slátur- fjelaginu verið miklu meiri en nokkru sinni áður. Veldur því bæði það, að illa hefur heyjast í sumar víða hjer sunnan lands, og líka hitt, að verð á státurfje er nú óvenjulega hátt. Hjer f Reykjavík hefur þegar verið slátrað hjá fjelaginu í haust um 30 þúsund- um fjár, en í Borgarnesi 18 þúsund- um. Er þó mikið eftir enn á báðum stöðunum, eða að minsta kosti hjer f Reykjavík; talið, að hjer muni vera óslátrað enn að minsta kosti 10 þúsundum. Til samanburðar má geta þess, að í fyrra var eigi slátrað hjer hjá fjelaginu nema 18 þúsund- um fjár. VeððeUðarlögin. Svar til sjera(I) bankamauns. ísafold 22 þ. m. flytur svar til mín út af Lögrjettugreininni 8. þ. m. um veðdeildarlögin nýju. Sá, sem þennan útúrsnúning skrifar, kallar sig bankamann, en þorir ekki að láta nafns síns getið. Þessi aðferð er einkenni- lega bjálfaleg, þar sem deilan stendur um eitt af aðalmálum landstnanna, og er auk þess fyrsta greinin, sem hreyfir and- mælum á móti mjer. Rökfærslur þessa bankamanns legg jeg undir lesendanna dóm. En mjer finst þetta lítt sæmilegur kattarþvottur til varnar bankastjórn Lands- bankans, og ættu þeir góðu herr- ar að senda hugdjarfari mann og færari i næsta sinn og hafa það þá hugfast, að málstaðurinn er sjerstaklega erfiður. En hvert sem fórnarlamb þetta kann að vera, finst mjer skrifið bera keim af úreltri stölsræðu, sem gripin er vegna andlegs tómleika. At þeirri ástæðu, að jeg býst við að mjer gefist kostur á að ræða mál þetta enn ýtarlegar bæði i blöðunum og utan þeirra, þá vil jeg, áður en jeg svara banka- manni — að gefnu tilefni — minnast nú þegar í eitt skifti fyrir öll á aukaatriði. Mjer hefur munnlega verið borið það á brýn, að jeg skrifaði um veðdeildarlögin af pólitískum ástæðum og auk þess af kala til núverandi bankastjórnar. Þetta er hraparlegur misskilningur eins og allir sjá, sem Lögrjettugrein mína lesa. Hvað pólitisku hliðina snertir, kemst hún hjer tæpast að, þótt jeg hefði fullan vilja til, sem langt er frá, því nefnd lög hafa bæði stutt og samþykt þeir menn, sem jeg hef undanfarandi talist í flokki með, og eiga þeir því að sjálf- sögðu sinn hluta af aðfinslunum. Annað er hitt, að jeg tilheyri eng- um sjálfstæðis-bræðings- eða grút- arllokki; — alls engum pólitisk- um flokki. — Þess vegna get jeg haldið fullri einurð og sannfær- ingunni óveðsettri. En þótt mjer sýnist meira mannval í einum llokki en öðrum, er annað mál. Að jeg beri kala til banka- stjórnarinnar, er fjarri sanni. Þau fáu ár, sem hún hefur setið á þeim háa stól, hef jeg eftir minni reynslu undan fáu að kvarta; hún hefur sýnt mjer meiri lip- urð og sanngirni en jeg, satt að segja, bjóst við í íyrstu. Annað mál er um margar gerðir henn- ar og ráðstafanir alment skoðað. En sú rolla verður hjer ekki þul- in. Og þá er að svara þeim, sem kallar sig bankamann. Almenn undrnn. B. getur ekki varist þeirrar skoðunar, að grein mín i Lögr. um veðdeildarlögin hljóti að hafa vakið undrun þeirra manna, sem skyn beri á bankamál, — en ekki prestsverk(I!) — þar sem lögin, fyrir áhrif framsögumanns B. K. bankastjóra, hafi fengið 32 atkv. í sameinuðu þingi, en að eins 6 á móti. Jeg hlýt að vera sam- mála B. um þetta, þó liklega á ann- an veg. Fáir höfðu lesið þessi dæmalausu lög áður en jeg birti aðalkjarna þeirra; en eftirlestur- inn urðu menn mjög undrandi yfir því, að fulltrúum þeirra skyldi detta sú dirfska í hug, að kasta þessari vansmíð framan í þjóðina jafn-undirbúningslaust. Líka undra menn sig yfir þvi valdi, sem framsögumaður virð- ist hafa haft í sameinuðu þingi, þar sem þó svo leit út um nokk- urt skeið þingsins — í deildun- um — að skynsemin ætlaði að hafa yfirhöndina, og að þing- mennirnir mundu sjá, að hjer var um stein að ræða, sem þurfti að slipa með meiri vandvirkni en orðið var. En þegar i sam- einað þing kom, lyftu 32 upp afturhlutunum í laganna þágu. Þetta er því veðrabreyting, sem erfitt er að hafa botn í, og væru þingmennirnir — sumir þeirra að minsta kosti — spurðir um til- drög þessara einkennilegu úr- slita, yrðu þeir seinir til svara. En hjer óð bankastjórnin fram i fylkingarbroddi og — sigraði. B. er mjög guðhræddur yfir þekkingarleysi minu á bankamál- um. En hvar ætli hann hafi lært þá fræðigrein sjálfur? Hvað er framsögumaður annað en skóari, eins og jeg? Og gætum við báðir borið skyn á málið fyrir því. En B. hefur alveg gleyml þessu þá i svipinn, og helst hefði hann átt að sleppa að minnast á banka- þekkingu, þar sem honum virð- ist óþekt sú stofnun, sem heitir skóli reynslunnar, sem flestum skólum er æðri — og áreiðanlega ■stendur prestaskólinn honum að bakil Árásir. B. er hálfkjökrandi yfir þeim hrottaskap og árásum, er jeg hafi gert á stjórn Landsbankans, »að ástæðulausu«; sömuleiðis er hann guðhræddur yfir þeirri hörku, er jeg beiti við þingið og kjósend- ur landsins. Þessu út af fyrir sig þarf fáu að svara. Jeg vissi það fyrir fram, að afskifti mín af þessu máli mundu verða kölluð árás. Slikt er vitanlega talið vog- unarspil af fjöldanum, þar sem ólærður maður á í hlut, en ó- fyrirleitin árás af þeim, sem talað er um. Landsmönnum er þetta vorkunn, þegar venjan er svona brotin. En þeir, sem fyrir aðfinsl- unum verða, gera alt, sem þeir geta, til að klóra kjósendum, og fá þá til að leggja sem minstan trúnað á orð alþýðumannsins. Og svo er það í þessu máli. Augu manna mega ekki opnast, þvi þá er auðvitað lögunum bani búinn. Tryggari málstað hafa þau ekki. Jeg vonast þvi til að menn fari fyrst í smiðju hjá sinni eigin skynsemi, og geri þeir það, þá lifa lögin ekki lengi, eins og þau eru nú. Árás á Landsbankann, þingið eða þjóðina, hef jeg enga gert. Jeg hef vítt þingið fyrir það glap- ræði, að samþykkja 4. flokks veðdeildarlögin, eins og þau eru úr garði gerð. Það tel jeg óhæfu og ábyrgðarhluta fyrir hvern þann, sem að þvi hefur stutt. Kjósendur landsins eiga að hegna þessum mönnum, og ekki mýkra en svo, að þeir að minsta kosti geri viðunanlega bragarbót. Þessu hef jeg haldið fram, og geri það vitanlega framvegis. Árásin á kjósendur er þessi: Jeg get varla hugsað mjer meiri flón en þá, ef þeir ekki vakna til fullrar meðvitundar um, hvað trúnaðarmenn þeirra hafast að, eða ætla kjósendur að láta svæla sig inni eins og tóur í greni og liða orðalaust, að þessi þjettskip- aða skjaldborg kringum kjötpott landsins sníði þeim framtíðar- stakkinn bæði þröngan og illa gerðan. Ef þeir líða þetta, eru þeir flón, sem ekkert er fyrir gerandi. En nú er það tíminn, sem annaðhvort undirskrifar dauðadóminn — eða manndóm- inn. Að 8pilla fyrir Landsbankanum. B. hrópar með sinni hásu röddu til fólksins með þá enda- leysu, að jeg sje að spilla fyrir Landsbankanum, þeirri einu pen- ingastofnun, sem við eigum. Það er auðvitað hverri stofnun til á- litshnekkis, þegar hún hygst að bæta úr erfiðu peningaástandi i kringum sig, og það mishepnast svo hraparlega sem hjer er raun á orðin. Því jeg, og liklega fjöldi fólks, sem nokkuð setja sig inn i málið, álíta að lögin sjeu ekki einungs stórhættuleg fyrir ísland þvert og endilangt, ef þau kom- ast í framkvæmd, heldur verði líka að taka tillit til þeirrar hliðar sem að útlöndum snýr. Jeg er sannfærður um, að sameiginlega ábyrgðin — þegar um veðdeild- arfyrirkomulag er að ræða — sje ó- afmáanlegur ósjálfstæðisstimpill á íslensku þjóðina, og að vesal- menska hennar sje þar sýnd i of- stækkaðri mynd. Allur arðurinn gengur óskertur til bankans sjálfs, og er þar ekki um neinar smá- tekjur að ræða, en fasleignir ís- lands eru álitnar svo verðlitlar, að ekki þykir áhættulaust að lána út á þær l/* virðingarverðs, án þess að ábyrgð óviðkomandi manna sje heimtuð, — og þó er hjer aðeins um 1. veðrjett að ræða. — Mikið mega þeir menn gala um landskosti Islands og sjálfstæðisnauðsyn þess, sem hafa ungað út slíku fúleggi. Og hvað ætli útlendir peningamenn hugsi um það land, sem gert er kunn- ugt þeim á þennan hátl? Svo gæti líka borið við, að þessir sömu menn rækjust á umræður bankastjórans, fyrir þeim sama banka, sem gefur út brjefin, þar sem hann heldur því íram, að et landssjóður hlaupi nú ekki undir bagga með Landsbankanum, verði hann að hætta lánum — lokast? — Hugsið ykkur þvílíkt: Ef landssjóður hjálpar ekki um 100,000 kr. i nokkur ár, til þess að bankinn geti tórt, af almanna- fje, til þess að lána upphæðina aflur almenningi, þá verður að hætta lánum! Hvað segja menn um þetta ástand? Er hjer ekki eitthvað þveröfugt að gerast? Er hugsanlegt að slíkur banki geti haldið óskertu áliti í fram- tiðinni? Að minsta kosti þarí hann að fá góða hjúkrun, en bata fær hann aldrei með þessu móti. Þetta hlýtur öllum, sem skyn bera á bankamál, að þykja

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.