Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 05.11.1913, Síða 1

Lögrétta - 05.11.1913, Síða 1
Aigreidslu- og innheímUim fORARINN B. fORLÁKSSON. VeltusuncU 1. Talilml 3W. Rltstjori: f8RSTEINN 6ÍSLAS0N PliigUoltsstrœti 17. Talslmi 178. Reykjavík 5. nóvember 1913. M 51. I. «. O. S*. 957119- Lárus Fjeldsted, Yflrrj ettarmálaferalama ður. LæbjargaU 2. Heima kl. 1 1-12 og 4—7. Bœkur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. öunnl. Claessen Iselcnir. Bölililööiistíg ÍO. Heiina kl. 1—S. Talsími T7. Lárusar-lætin á alþingi i sumar, sem leið, fordæmd af heima- stjórnarfjelaginu „Fram“. Megnið af þessum nýju mönnum hefur án efa greitt atkvæði með honum, svo að meðal gamalla fje lagsmanna í „F'ram“-fjelaginu er fylgi hans ennþá minna en atkv.- greiðslan sýnir. F.n það liggur í aug- um uppi, að með þeim mikla og langa undirbúningi, sem var til fund- arins Irá Lárusar hálfu, hafi náðst þangað flestallir þeir menn, sem með nokkru móti hafi verið fáan- legir til þess fylgja honum að mál- um. Þessi er nú orðin afstaða Lárusar H. Bjarnasonar til þess fjelags, sem hann á kosningu sína 1911 að þakka. Hann kaus sjer það hlutskifti í þing- inu í sumar, að standa þar uppi með Landvarnarmönnum og Birni Kristjánssyni. En nú er komið til kjósendanna kasta. Hann hefur brot- ið af sjer fylgi þeirra, sem kusu hann 1911. Hann fær ekki atkvæði þeirra 11. apríl næstkomandi. Það hafa fundirnir í „Fram" sýnt honum. Og hann ætti ekki að ná kosningu í nokkru kjördæmi landsins. Það væru honum makleg mála- gjöld. „Yfirskoðunarmenn leiða athygli að þvt, að ekki sjest af landsreikningnum, eða hlutaðeigandi fskj. við hann, að lands- verkfræðingur og slmastjóri hafi fengið afslátt svo nokkru nemi af aðkeyptu, út- lendu efni til mannvirkja landsjóðs". Siðan er í aths. gerð grein fyrir, hve mikið efni h. u. b. hver okkar þriggja, landssímastjórinn, Th. Ivrabbe og jeg, hafi keypl frá útlöndum, og auk þess sjerstak- lega athugað hvað mig snertir, að verð á sementi, sent keypt hafi verið til brúa, hafi verið mis- munandi (frá 5,75 til 7,50 tunn- an). Við svöruðum þessari athuga- semd hver fyrir sig, og var svar mitt á þessa leið: Reykjavfk, 10. júní 1913. Ut af athugasemd yfirskoðunarmanna alþingis við landsreikninginn fyrir árið 1911, sem mjer var tilkynt með brjefi hins háa stjórnarráðs dags. 6. þ. m. skal jeg virð- ingatfylst leyfa mjer að taka það fram, er hjer segir: Við innkaup á ÍUlendu efni fylgi jeg þeirri reglu þegar tími leyfir, að leita fyrir tnjer um verð áður en pöntun er geið; þó hef jeg stundum látið þetta hjá líða, þegar er að ræða um kaup hjá firmum, sem viðskiftum er haldið við ár eftir, svo sem firma það í Kristjaníu, sem selur flest verkfæri til vegagerðanna. Þegar jeg þannig bið um tilboð f trjávið, járn eða sement, sem eru aðalvörurnar er þarf til brúargerða, hefur mjer venjulega eða á- valt verið gefið upp það nettóverð, sem hlut- aðeigandi verksmiðja eða stórsali vill selja vöruna fyrir, en ekki gefið upp hærra verð og svo hundraðsafsláttur þar af. Þegar svo kaup eru gerð, þá er eðlilegt, að reikningarnir sýni hið umsamda nettóverð, Um það, hvernig mjer hafi tekist innkaup- in, verður að dæma eftir verðinu, sem reikningarnir sýna á vörunni, en ekki eftir þvf, í hvaða formi reikningarnir eru, og þó ekki sje mitt að dæma um þetta, þori jeg að fullyrða, að rneð því að kaupa þannig efni frá útlöndum, í stað þess að skifta við innlenda kaupmenn, hef jeg sparað landssjóði mjög mikið Qe. Það liggur þó í hlutarins eðli, að ekki er hægt að kaupa þannig frá útlöndum alt það útlenda efni, sem þarf, stundum vegna tímaskorts, oft ekki hægt að vita með vissu fyrirfram, hve mikið þarf, og þá stundum keypt til viðbótar hjá kaupmönn- um hjer. Þetta á sjer einkum stað með sement, sumpart á þeim stöðum, sem lítið þarf af þvf, sumpart ef vantar til að full- gera verk, af því að ekki reynist nóg það, sem upphaflega var keypt. Verð á sementi verður mismunandi af ýmsum ástæðum; lægsta verðið, sem yfirskoðunarmenn nefna, mun vera fyrir sement flutt frítt á höfn hjer beint frá útlöndum, en þar við bæt- ist svo uppskipun, flutningur í hús, og í flestum kauptúnum einnig húsaleiga og afhendingarkostnaður. Að öðru leyti er verðið einnig misjafnt þó keypt sje í versl- unum hjer, eftir því hvort er í tunnum eða pokum, (tunnur venjul. 40 au. dýr- ari), hvort selt er á bryggju meðan verið er að flytja sement í land, eða út úr geymsluhúsi, eða flutt niður á bryggju úr geymsluhúsi (t. d. til sendingar með strandbátum). Ennfremur hefur það kom- ið fyrir oft, og mun einnig hafa komið fyrir í Reykjavík 1911, að alveg varð sementslaust í verslunum í bænum, og hygg jeg að hæsta verðið, sem yfirskoð- unarmenn tilgreina, sje aðeins fyrir fáein- ar tunnur, sem keyptar voru undir slfkum kringumstæðum til þess að komast hjá að stöðva verk. Á Akureyri man jeg eftir, að einn verkstjóri af sömu ástæðum neyddist lil nýlega að gefa 11 kr. fyrir tunnuna, sem betur fór að eins mjög fáar tunnur, og var árangurslaust reynt að fá linun á því verði. Megnið af sementi til brúargerða 1911 mun hafa verið keypt fyrir lægsta verðið, sem yfirskoðunarmenn tilgreina, en nánar get jeg ekki sagt um þetta nema yfirfara reikningana, og það á jeg óhægt með nú, með þvf að jeg er á förum úr bænum. Annars fara þessi kaup á útlendu efni mjög vaxandi, og fyrirhöfnin við þau er afarmikill og tilfinnanleg viðbót við hin eiginlegu verkfræðisstörf, seni jeg hef með höndum, Persónulega væri mjer mjög geðfelt að mega vera laus við þau, og mega kaupa alt hjer, eftir útboði til innlendra kaupmanna, það sem mögulegt er að bjóða út, en ekki dylst mjer það, að ým- islegt af efni og verkfærum mundi verða landssjóði dýrara á þann hátt. Athugasemdin og svörin eru prentuð með landsreikningunum fyrir 1910 og 1911, bls. 93 og 120—131, en frá yfirskoðunar- mönnunum kom engin tillaga um að taka upp aðferð þá (út- boð til innlendra kaupmanna), sem jeg benti á i svari mínu, og jeg álít skynsamlega og vel for- svaranlega þótt efnið verði lands- sjóði nokkru dýrara, með því að verðmunurinn lendir hjá inn- Iendu verslunarstjettinni, sem er vel að því komin, þótt hið opin- bera lilynni eitthvað að henni. Mjer fanst ekki vera bein á- stæða til að skilja athugasemdina sem aðdróttun um ljárpretti, þótt að visu mætti leggja þann skiln- ing i hana, en landsverkfr. Th. Krabbe leit svo á, sem slík að- dróttun lægi í henni, og mót- mælti henni kröftuglega í svari sinu. Nokkru eftir að svörin voru kornin á prent átti svo L. H. B. tal við einn okkar þriggja, og tjáði honurn þá að sjer hefði alls ekki komið til hugar með at- hugasemdinni að drótta því að neinum okkar, að við hefðum dregið okkur afslátt af efni, og taldi leitt að athugasemdin hefði orkað slíks tvimælis. Jeg hafði því fulla ástæðu til að ætla, að ekki mundu koma svo bráðlega frá honum aftur ummæli, sem ennþá frekar en aths. við landsreikninginn fælu í sjer slíka aðdróttun, og vil jeg af góðgirni geta þess til, að geðs- munaástand hans hafi verið þannig, þegar hann á fundinum vjek að þessu efni, að hann hafi ekki vitað hvað hann talaði. En sje þetta of góðgjarnlega til getið hjá mjer, og hafi hann viljað drótta að mjer óheiðarlegu athæfi, þá skora jeg á hann að endur- taka aðdróttunina opinberlega og með ótvíræðum orðum, svo að jeg geti látið hann kenna á refsi- vendi laganna. Hin ummælin, sem jeg get ekki látið ómótmælt, voru þau, að slys við brúargerðina á Norð- urá 1910, sem einn maður beið bana af, hefði verið að kenna axarskafti af minni hálfu, eða með öðrum orðum, að jeg hefði verið valdur að dauða mannsins. Slys þetta vildi til snemma i okt.; þá gengu afarmiklar rigningar, og vöxtur varð svo mikill í Norðurá, að talið var að jafnmikill hefði komið einu sinni eða aldrei á haustdegi i manna minnum. Jeg var þá i lteykjavík, bundinn þar við forstöðu Iðnskólans; hafðijeg sótt til þingsins 1909 um að mega Iosna við liana, með þvi [að hún og vera mín í Rvík, hennar vegna, hvenær sem væri, gæti komið i bága við starf mitt við vega- og brúar-gerðir, en þingið hafði synjað þeirri beiðni minni. Nú bar það við i óveðri einn dag, þegar áin var orðin afarmikil, og allir verkamenn inni vegna óveð- ursins, að áin tók part af stillaðs- inum, og þann hluta hrúarinnar, sem á honum var, hatði graíið alveg undan stólpunum, sem reknir voru djúpt niður i botn, þegar verkið byrjaði. Enginn var úti lil frásagnár, þegar stillaðsinn fór, enda var þá farið að dimma. Fjártjónið var ekki tilfinnanlegt, svo ef ekki hefði orðið meira að, þá hefði þetta gleymst tljótt, eins og aðrar þær skráveifur, sem stórár stund- um gera á hálfgerðum eða full- gerðum mannvirkjum. Verka- menn og verkstjóri hjeldu líka i fyrstu, að ekki hefði orðið meira að. l’eir bjuggu i tjöldum, sum- ir vestan árinnar, en sumir aust- an hennar. Einn þeirra, sem að vestan bjuggu, hafði farið austur yfir rjett áður en hrunið varð, Þess er getið í slðasta tb'. Lögr., að Lárus H. Bjarnason mundi full- komlega hafa orðið þess áskynja á fundi í fjelaginum „Fram" 25. f. m., að hann ætti nú fá og lítil ítök í Heimastjórnarflokknum. Hann var kosinn formaður fjelagsins í fyrra- vetur, sem aldrei skyldi verið hafa. Og á fundinum 25. f. m. frestaði hann uppburði á þeim tillögum, sem fram höfðu komið, auðvitað af því að hann sá, eins og aðrir, að hann hafði mjög lítið, eða sama sem ekk- ert fylgi á fundinum. Svo boðaði hann til fundar aftur á Iaugardaginn var, 1. þ. m., en gerði það, mót venju, ekki fyr en daginn áður. Hann, meira að segja, neitaði því, er hann var spurður um það á miðvikudags- kvöld, hvort fundur ætti að vera næsta laugardag. Og fylgismenn hans gengu um og sögðu, að þá gæti enginn fundur orðið vegna þess, að húsið væri þá leigt öðrum. En undirbúningur fundarins fór fram með Ieynd alla vikuna á und- an af honum og hans mönnum, og jafnvel eftir að fundurinn var aug- lýstur, var ýmsum brellum beitt til þess að hindra aðsókn þeirra, sem andvígir voru Lárusi. En þrátt fyrir alt þetta fór þó svo, að hann beið mikinn ósigur á fundinum. Þar var samþykt svohljóðandi til- laga með 156 atkv. gegn 85: »Með því að fundurinn telur Hannes Hafstein liæfastan núlif- andi íslendinga til ráðherrastöð- unnar, lýsir liann megnri 6á- nægju yflr tilraunuin þeini, er gerðar vorn á síðasta alþingi af háltu nokkurrn Heimastjórnar- manna, þar á meðal þingmanna Reykjavíbur, til þess að vcikja stöðn lians og bola honum úr sæti«. Önnur tillaga var borin íram af fylgismönnum Lárusar og var á þá leið, að Heimastjórnarfjel. „Fram“ liti svo á, að „Heimastjórnarflokkur- inn á alþingi 1913 hafi í öllu veru- legu fylgt stefnu fjelagsins". Sú tillaga var feld með 14Ö atkv. gegn 77. En þess ber að gæta, að það litla fylgi, sem Lárus náði, er svo til komið, að hann bar upp á fundin- um til inntöku í fjelagið fjölda manns (milii 30 og 40) og úrskurð- aði með því valdi, sem formanni er gefið, gegn mótmælum annara, að þessir nýju menn, sem ekki höfðu skrifað undir lög fjelagsins, skyldu hafa atkvæðisrjett á fundinum. Mótmæli. Á nýafstöðnum fjölmennum stjórnmálafundi hjer i bænum bar það við að alþingismaður og háskólarektor L. H. Bjarnason í ræðu einni, sem var svo full af skömmum, að jeg hef aldrei á æfi minni heyrt annað eins, hvorki úr mentaðs nje ómentaðs manns munni, henti fram nokkr- um ummælum í minn garð, sem voru svo vaxin, að jeg til þess að verja sóma minn hlýt að mót- mæla þeim opinberlega, þótt fundurinn væri ekki opinber, og það einkum vegna þess, að um- ræðum á fundinum var slitið, áður en jeg gat tekið til máls til andsvara. Fyrri ummælin, sem jeg verð að mótmæla opinberlega, voru þannig, að sumir fundarmenn skildu þau sem aðdróttun um að jeg stingi i minn vasa prósentum eða afslætti af efni, er jeg fyrir landssjóð kaupi til vega og brú- argerða landssjóðs, sem jeg veiti forstöðu. Jeg læt ósagt, hvort ræðumaður hefur œtlast til að orð sín væru skilin á þennan veg, en vist er, að bæði jeg og aðrir þóttumst ekki geta skilið þau öðru visi. Jeg lýsi þvi hjer með yfir, að hver sá, sem hermir það, að jeg dragi undir mig eða hafi dregið undir mig prósenlur af efni, er jeg hef keypt til vega og brúar- gerða landssjóðs, eða á annan hátt misbrúkað stöðu mina sem landsverkfræðingur, til hagsmuna fyrir mig sjálfan, hann j'er með tilhœ/ulaus og iilefnislaus ósann- indi, og hvern þann, sem fer með dylgjur um þetta í þvi skyni, að vekja grun um það hjá öðrum, lijsi jeg ærulausan mannorðsþjóf, og skora á hvern þann góðan dreng, sem kann að verða var við slíkar dylgjur, að gera mjer tafarlaust viðvart, svo að mann- orðsþjófurinn verði brennimerkt- ur opinberlega. Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem L. H. Bjarnason hefur látið frá sjer fara ummæli, bæði um mig og aðra, er skilin liafa verið á sama hátt og ummæli hans áð- urnefnd á fundinum. Sem yfir- skoðunarmaður landsreikning- anna 1^11 gerði hann ásamt Skúla Thóroddsen svohljóðandi athugasemd: VIII. ár^. Eimskipafjelag Islands, Austurstrœti 7. Opin kl 5-7. Talsimi 409. MassagelsBknti* QuDmundur PJetursson. Holiun kl. f>—7 o. ni. Spílnln.xlifr 0 (niðri). Sími 891. og töldu tjelagar hans víst, að hann væri hinumegin árinnar; hafði liann farið til þess að sækja einn kunningja sinn, sem að aust- an bjó, til þess að teíla við sig. Um kvöldið varð ferð yfir ána á háti, og þá vitnaðist það, að mað- urínn hafði farið aftur vestur yfir, en hilt eínmitt á það augnablik- ið, sem áin rann á stillaðsinum. Lík hans fanst eflir mikla leit í ánni langt fyrir neðan brúna. Hvernig átti jeg, búinn að vera 3 vikur suður í Reykjavik og bundinn þar við skyldustörf, að sjá um, að maðurinn færi ekki út á stillaðsinn, annaðhvort að falli kominn eða byrjaðan að falla undan hroða-vextinum í ánni? Þetta er sá sorglegast atburður, sem hefur komið fyrir við brúar- gerðir landsjóðs siðan jeg tók við forstöðu þeirra, og mun mjer seint úr minni líða. Hið sorgleg- asta var það, að fyrir þessu varð ungur maður á besta aldri, fram- úrskarandi atgjörvi gæddur, jafnt til sálar og likama, og hvers manns hugljúfi. Það hafa fleiri menn farist við brúargerðir hjer, bæði áður en jeg tók við forstöðu þeirra og síðan, en svo lánssamur hef jeg verið til þessa, að aldrei hefur orðið manntjón eða stórslys að mjer viðstöddum, enda þori jeg að visa til hvers sem vill af þeim verkamönnum, sem hjá mjer hata unnið, um það, hvort jeg láti mjer ant um að firra þá hættu við verk sín eða ekki, og dómur hvers þeirra sem er um það efni er miklu meira virði en ófyrir- leitið slúður manns, sem aldrei hefur að neinu verki gengið utan skrifstofu sinnar og enga hug- mynd hefur um þær hættur, sem samfara eru hverju mannnvirki, þar sem bókstaflega er liðlangan daginn ekki nema eitt fótmál milli lífs og dauða hjá verka- mönnum, jafnt yfirmönnum sem undirgefnum. Margt var fleira, sem ástæða hefði verið til að svara í fyrneíndri skammaræðu háskólarektorsins, en naumast annað en þetta, sem gerandi er að umtalsefni utanfje- lags, af þvi sem hann sletti á mig. Bæða þessi mun lengi i minnum hölð hjá þeim, er hana heyrðu, sem dæmi upp á allsendis óhæfa framkomu i opinberu lífi. Ein- um tryggum en heiðvirðum fylgis- manni Lárusar, Jóni Jónssyni dó- eent, ofbauð svo, að hann gekk af fundi þegar ummælin um Norð- urárslysið koniu, þóttist ekki geta setið undir sliku. Jeg hygg það vera einróma álit allra, sem voru á þessum fundi, að öll framkoma L. H. B. þar, bæði i orðum og atferli, haii verið þannig, að hún hafi ekki aukið sóma háskólans, sem hann er rektor fyrir, og ekki kjördæmis- ins, sem hann er þingmaður fyrir. Jón Porláksson.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.