Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.11.1913, Blaðsíða 4

Lögrétta - 05.11.1913, Blaðsíða 4
186 L0GRJETTA Gjaldkeramálið dæmt í yfirdómi. Dómur í því var kveðinn upp á mánudagsmorguninn í yílrrjett- arsalnum af Páli Einarssyni borg- arstjóra, en meðdómarar hans voru Magnús Jónsson bæjartógeti í Hafnarfirði og Jón Kristjánsson prófessor. Dómurinn er svo- hljóðandi: »Ákærði, Halldór Jónsson, áað missa stöðu sina sem gjaldkeri Landsbanka íslands. Svo greiði hann og til Landsbanka íslands skaðabætur kr. 10267,82 með 5°/o frá 13. des. 1911 til greiðsludags og allan kostnað við rannsókn og meðferð máls þessa í hjeraði og fyrir yfirdómi, þar með talin mála- ílutningslaun til hins skipaða sækjanda og verjanda fyrir yfir- dómi, yfirrjettarmálfærslumann- anna Odds Gíslasonar og Eggerts Claessens, 50 kr. til hvors þeirra. Skaðabæturnar ber að greiða innan 8 vikna frá lögbirtingu dómsins og honum að öðru leyti að fullnægja lögum samkvæmt að viðlagðri lagaaðför«. Sú breyting er hjer gerð frá undirrjettardómnum, að ákærði er dæmdur til að missa stöðu sina fyrir misfellur á starfræksl- unni samkvæmt 144. gr. hegning- arlaganna. En báðir dómstól- arnir sýkna hann af þvi, að hann hafi með ásettu ráði reynt að draga sjer fje af bankanum. Undirrjetturdómurinn lagði og ekki úrskyrð á, hve mikið fje það væri, sem ákærði ætti að borga til bankans, en yfirdómur fast- setur þá upphæð. í málskostnað var ákærði dæmdur af báðum dómstólunum. Ekki er Lögr. kunnugt um, hvort gjaldkeri muni áfrýja dómn- um. Hitt telur hún víst, að land- stjórnin muni ekki áfrýja. En mundi nú ekki mörgum verða að hugsa sera svo, að sje gjaldkerinn rjettilega dæmdur til að missa stöðu sina við bankann fyrir þá vanrækslu á starfinu, sem mál þetta hefur leitt í ljós, þá sje það að minsta kosti ihugunar vert, hvort bankastjórarnir, sem eiga að hafa stöðugt eftirlit með störfum gjaldkerans og bera á- byrgð á allri starfrækslu bankans, geti að rjettu lagi talist án saka i þessu máli, þar sem sú van- ræksla, sem gjaldkerinn er sak- feldur fyrir, hefur átt sjer stað um rrieira en tveggja ára tima vegna þess, að bankastjórnin van- rækir þá eftirlitsskyldu, sem henni er með skýlausum orðum fyrir- skipuð í reglugerð bankans. Og getur þetta mál talist með öllu óviðkomandi endurskoðunar- mönnum bankans, eða því, hvern- ig þeir hafi rækt þar skyldustörf sín? Hlýtur ekki þessi dómur að leiða til frekari aðgerða frá landstjórnarinnar hálfu, ef full- nægja ætti öllum rjettlætisins kröfum? F2ða á að telja þeim fullnægt með þvi, að krossfesta gjaldkerann einan fyrir allar þær vanrækslusyndir, sem mál þetta hefur leitt í Ijós, að drýgðar hafi verið í Landsbankanum síðan núverandi bankastjórar tóku þar við yfirráðunum? Reykj avík. Botnvörpungarnir „Snorri Sturlu- son“ og „Skúli fógeti" eru nýkomnir frá Englandi, og seldi hinn fyrnefndi afla sinn fyrir rúm 10 þús. kr., en hinn fyrir yfir 14 þús. kr. Söngskeratnn mun hr. Brynjólfur Þorláksson halda hjer bráðlega, áður en hann kveður Rvíkinga, þvi í haust ætlar hann alfarinn til Winnipeg. Leikhúðið. Þau Jens B. Waage og fröken Guðrún Indriðadóttir ijeku þar, með aðstoð nokkurra annara, um síðastl. helgi þýska leikinn „Alt. Heidelberg". Gunnar Hafstein, bankastjóri Færeyjabanka, hefur keypt hjer fyrir Færeyinga öll þilskip Edinborgar- verslunar. G. H. fór heimleiðis aftur í fyrradag. Verð skipanna, 10 alls, er sagt 8—10 þús kr. hvers. M IjiÉiim Í ðslimiða. Reynistaðaklausturs-prestakall í Skagafjarðar-prófastsdæmi er augl. laust, en það eru Reynistaðar- og Sauðárkróks-sóknir. Heimatekjur: prestsmata 36 kr. Veitist frá far- dögum 1914. Umsóknarfrestur til 18. des. 1913. Pöstafgreiðslur þessar eru augl. lausar: Á Bíldudal, ársl. 300 kr.; í Fiatey, ársi. 250 kr.; í Hólmavík, ársl. 300 kr.; á Hvammstanga, ársl. 300 kr.; á Mjóaflrði, ársl. 400 kr.; á Norðflrði, ársl. 600 kr.; á önundar- flrði, ársl. 300 kr. Umsóknarfrestur til 31. des. 1913. Fiskifjelag íslands ræður frá 1. janúar næstk. tvo starfsmenn, flskiveiðaráðanaut, ársl. 1500 kr. og 500 kr. til ferðakostnaðar, og leið- beinaraí hirðing og meðferð á vjelum, ársl. sömu og ferðakostnaðarfje sama. Umsóknarfrestur til 1. des. 1913. Slys af byssuskoti varð nýiega á Túngarði í Hvammssveit; unglings- maður, Jón Hallgrímsson að nafni, var á rjúpnaveiðum, fjell á byssuna svo að skotið hljóp úr henni og varð það honum að bana. Oáin er nýlega í Glaumbæ í Eyja- firði frú Solveig Pálsdóttir, kona Jakobs Björnssonar prests þar. Fastar ferðir ura ísaijarðardjúp á í vetur að annast vjelarbátur, sem „Sæfari" heitir, og byrjar hann þær ferðir í dag, segir „Vísir". Rafiýsing kvað nú vera komin á í Seyðisfjarðarkaupstað. Stúlka brann til bana nýlega í Hamiaseli í Geithellnahreppi í S.- Múlasýslu; hafði hún verið nð svíða svið og kviknaði í svunt.u hennar. Iliö ■**!. Htoiiiolíiililuiafjclag heitir fjelag, sem er nýstofnað hjer i bænum, sbr. augl. á öðrum stað í blaðinu. Það tekur við steinolíu- versluninni af D. D. P. A., og er D. D. P. A. aðalstofnandinn og hluta- eigandinn, en i stjórn hins nýja fje- lags eru: H. Debell, áður forstjóri D. D. P. A., Eggert Claessen yflr- rjettarinálafl.m. og Jes Zimsen kon- súll. H. Debell er formaður. Þótt. ekki megi gera ráð fyrir neinni stórbreytingu á steinolíuversl- uninni frá því, sem verið hefur, fyrir þessa fjelagsmyndun, þá ætti að vera bót í því, að fá íslenska menn inn í fjelagsstjórnina, sem’ kunnugir eru öllum högum manna hjer. jl jyíagnús (rnm) læknir, sjerfræðingur í húðsjúk- d ó m u m. Vlðtaistírai kl. 9—11 Ardegis. Kirkjustræti 12. Alúðar þakklæti fyrir auðsýnda saniúó við jai’ðarför konu miiraar. L u d v i g B r u u n. brúkuð islensk alls- konar borgar enginn betur en Helgi Helgason (hjá Zimsen) Reykjavík. Oddup Gislason yfirrjettarmálaflutnlngsmaður, LanfAsveg 22. Venjul. heima kl. ii—12 og 4—5. S. C. JCrauP ^ Forsendelseshus V ]y/ (útsendingahús) Horaens sendir ókeypis öllum skrautverðskrá sína. 'X'alHÍmi 801. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutnlngsmaður. PAstbAutrætl 17. Venjulegs beima kl. 10—II og 4—S. Talelmi 16. Bestu og ódýrustu Sjómannalíf, eftir R. Kipling. Verð kr. 1,50. ívar hlújúrn, eftir V. Scott. Verð kr. 2,50. Baskerville-huudurinn, eftir Conan Doyle. Verð kr. 1,50. Prjár sögui', eftir C. Ewald og B. v. Suttner. Verð kr. 0,40. Prentsmiðj ra Gutenberg. jpEIR. s’em kynnu að vilja kaupa hluti í stein- olíuhlutafjelagi, er hafi heimili og varnarþing hjer í Reykjavík, og stofnað er með tilstyrk Hins danska stein- olíuhlutafjelags í Ivaupmannahöfn og í samlögum við það, eru beðnir að snúa sjer til undirritaðs fyrir lok þessa mánaðar. Hlutafje fjelagsins er 300 þús. kr., sem skiftist í 2500 kr. og 5000 kr. hluti. Reykjavík 3. nóv. 1913. Kggert ClaeKsen. N ýlenduvörudeild Verslunarinnar Edinborg vill leiða athygli almennings að því, að nú sem stenclur gt'fui* hún eftir- fylgjandi afsláft af þessum vörum: llandsápa 15%. Plcltlos 20%. byliuiau 20%. nóm- 11 m 20%. Beaiivais-nióursiióu 10%. Ylndlum 10% Pí|inin 15%. Óáfciig- víu 10% og 20%. Av«*\firog Græumefi 25% Ýms niðursuða 50°L S k r á yíir eigna- og atvinnutekjur í Reykjavík árið 1912 og tekjuskatt 1914, liggur almenningi til sýnis á bæjarþing- stofunni dagana 1.—15. nóv. kl. 10—12. Borgarstjóri Reykjavikur, 31. okl. 1913. Páll Einarsson. Dömu- og al-klæðin þektu eru aftur komin í • AUSTURSTRÆTi 1. • Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. H OTTOM0NSTED dan^Ra smjörliki er bcsf Bifcjifc um tegunfcirnar „Om’^Jip-Top^vaÍc” c%a „Löuc” SmjörlikiÖ fce^f frd: Otío Mönsted 4; Kawjjmannahöfn oq /IrÖ5um i öanmörku. einn kilówatt tími samsvarar þá 367 þús. kílógrammetrum, eða 1,36 hest- aflstímum. Orku straumsins má mæla í kílówöttum, eins og orku fossins í hestöflum. Þessir tveir liðir rafmagnsorkunnar, straumstærðin og spennan, verða ef til vill ofurlítið skiljanlegri, ef vjer likjum rafmagnsstraumnum og orku hans saman við vatnsstraum, og orku þá er ( honum býr. í dæminu um fossinn ( bæjarlæknum að fram- an sáum vjer, að orka fossins á hverri klukkustund fjekst með þvi að margfalda saman lítratölu þá, sem eftir læknum rennur á hverri klukkustund, sem vel mætti kalla straumstærð lækjarins, og hœð foss- ins (( metrum), sem venjulega er nefnd fallhœðin, og henni samsvarar spenna rafmagnsstraumsins. Orka raf- magnsins fínst með því að margfalda saman straumstærð og spennu, eins og orka vatnsins fínst með því að margfalda saman vatnsmagn og fall- hæð. Til glöggunar og samanburðar set jeg hjer eftirfarandi yfirlit: Grundvailareining orku er 1 kíló- grammetri, sem er það erfiði, er út- heimtist til að Iyfta einu kg. einn metra, og er skammstafað kgm. 1 hestaflstími — 1 hitaeining = 1 watt-tími = 1 kílówatt-tími = I hestaflstími = 1 watt-tími = 1 kílówatt-tími = 1 hestaflstími = 1 kílówatttími = 270000 kgm. 427 kgm. 367 kgm. 367000 kgm. 632 hitaein. 0,86 —»— 860 —»— 736 watt-tím. 0,736 kílówatt-t. 1,36 hestaflst. III. Þá snúum vjer oss að viðfangs- efninu, og er þá fyrsta spurningin, sem úr þarf að leysa, þessi: Hvað þarf mikið afl til þess að framleiða nægilegt rafmagn handa einu heimili? Helstu þarfirnar á heimilinu eru þessar: 1. Ljós á vetrum í öll hús manna og málleysingja. 2. Hiti til matreiðslu. 3. Hiti í híbýli manna, að minsta kosti í eina stofu, setstofu á vetr- um. 4. Afl til að framkvæma þá vinnu við heimilið, sem vjelar verða not- aðar við. Skal nú athuga hve mikið afl þarf til hvers fyrir sig. 1. Ljósin, Eitt hestaflnægirívenju- legum kringumstæðum til að fram- leiða ljós á 25 rafmagnslömpum, að ljósmagni á við meðal steinolíu- lampa hver, bera 16 kerta birtu hver, sem kallað er. Ekki vilja menn spara ljósin, ef framleidd eru með vatnsafli, og skal því gera ráð fyrir einum lampa í hverju herbergi, og tveim í stærstu herbergjunum, enn- fremur í fjósi, hænsnahúsi, hesthús- um og fjárhúsum ef efnin leyfa. Getur nú hver talið saman hve marga lampa hann þarf, og reiknað út eftir því hve mörg hestöfl þarf til ljósa. 2. Matreiðsluhiti. Aflið, sem til hans þarf, fer eftir því, hve mikið hús- móðirin þarf að elda í einu, og hve lengi hún vill bíða eftir þvi að suð- an komi upp. Því minni sem pott- urinn er og því þolinmóðari sem hús- freyjan er, því minna afl má kom- ast af með til eldunarinnar. Ef tækin, sem breyta fyrst vatns- aflinu f rafmagn og svo rafmagninu í hita, væru alfullkomin, svo að alt vatnsaflið breytist í hita, þá mundi hvert hestafl, sem túrbínan eða vatns- hjólið framleiðir, geta hitað 1 lítra af vatni um 10V2 stig á Celsius á hverri mínútu. Nú eru tækin ekki nærri því svo fullkomin, að öllu afl- inu verði breytt í hita. Með venju- legum tækjum má gera ráð fyrir að hvert hestafl geti hitað 1 Ktra af vatni 70 á hverri mínútu. Eftir því tekur það ^f0 eða h. u. b. 15 mín. fyrir 1 hestafl að koma upp suðu á einum Ktra (einum potti) af ísköldu vatni. Vilji húsfreyjan geta komið upp suðu á 8 pottum vatns á 15 mín. verður hún þá að fá 8 hestöfl úr bæjarlæknum það kort- jerið; sje helmingi meira — 16 Ktrar — í pottinum hjá henni, kem- ur suðan ekki upp fyr en eftir hálf- tíma, ef hún hefur ekki nema þessi 8 hestöfl. Þetta er nú miðað við það, að ís- kalt vatn sje tekið til matreiðslunn- ar, og þetta afl þarf ekki til hitunar nema rjett á meðan verið er að koma upp suðunni; eftir að suðan er komin upp nægir helmingur til fjórði hluti þessa afls til þess að halda við suðunni. Menn hafa leitað ýmsra ráða til þess að komast af með rninna afl til eldunarinnar; þar sem vatnsafl er notað til rafmagnsframleiðslunnar, verður hentugra að láta hitunina standa yfir lengri tíma, því að þá má hámark aflsins — sem stærð stöðvarinnar miðast við — vera minna. Sje t. d. svo um búið, að ávalt sje haft til nóg af 50 stiga heitu vatni, þegar á að fara að elda, þá er þegar fenginn helmingur af þeim hita, sem þarf til þess að koma upp suðunni. Þetta má fá með því að hafa hæfilega stóran vatnshitara, og nota dálítið afl til þess að hita vatn í honum þann hluta sólarhrings- ins, sem þess þarf með. Sje nú til 50 stiga heitt vatn, og þurfi að hleypa upp suðu á 8 Ktrum, þá

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.