Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.11.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 12.11.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: fORARINN B. ÞORLÁKSSON. V eltiiHUiidi 1. T.lafmi 369. Ritstjórl: PORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsiml 178. M Reykjavík 13. nóvember 1913. Vni. árg. I. O. O. F. 95II149. Lárus Fjeldsted. YflrrJettarmAlafnrglumaQur. Lækjargata 2. Helma kl. 1 1 —12 og 4—7. Bækur, fnnlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Ounnl. Olaessen læknir. JBókhlööu.stíg' ÍO. Heima líl. 1—S. Xalsími 77. Gjaldkeramálið. Annað af málgögnum Björns Kristjánssonar, ísat., er enn meðýf- ingar út af gjaldkeramálinu, er það flytur fregnir um yfirrjettardóm- inn síðastl. miðvikudag. Það er enn með slettur til stjórnarráðsins út af meðferð málsins, segir, að það hafi reynt »að kæfa málið og jafn- vel snúa sökinni á hendur sjálf- um bankastjórunum«. Og svo kvartar það enn undan Lögr., at því að hún á sínum tíma ljet því ekki haldast uppi óátalið að ausa gjaldkerann brigslyrðum meðan á rannsókn málsins stóð og hann beið, eins og með bundnar hendur, varnarlaus gegn slíkum árásum, heldur sýndi fram á, hve sómasamlegar árásirnar væru, og það með þeim árangri, að bankastjóramálgagnið hafði óvirð- ing allra góðra og rjettsýnna manna af frammistöðu sinni, enda er það víst eins dæmi, að maður, sem er undir sakamála- rannsókn, sje eltur í blöðunum, eins og H. J. í ísaf., með ofsókn- um út af því, sem verið er að rannsaka eftir rjettvísinnar fyrir- skipun. Vegna þessara nýu ýfinga í ísaf., skal hjer stuttlega litið yíir gang málsins frá byrjun. Kæran frá bankastjórunum kom til stjórnarráðsins 13. des. 1911. í henni var farið fram á tvent: 1., að gjaldkerinn sje þeg- ar leystur frá störfum sínum, og 2., að skipaðir sjeu hæfir og óvil- hallir menn til að rannsaka bækur hans. Ekki höfðu banka- stjórarnir þá neitt minst á málið við gjaldkerann sjálfan eða grensl- ast eftir, hvort hann gæti rjett- lætt þær villur, sem þeir þóttust finna hjá honum, eða ekki. Stjórnarráðið taldi sjálfsagt, að senda gjaldkera kæruna til um- sagnar, og var það gert 22. des. En 30. des. fjekk það svar hans. Og sama dag skipar það Þorstein Þorsteinsson kand. polyt til rann- sóknarinnar, en 3. jan. 1912 vel- ur bankastjórnin Gísla Sveinsson lögfr. til rannsóknarstarfsins fyrir sína hönd. í kæruskjali banka- stjóranna frá 13. des. er ekki krafist sakamálsrannsóknar, þótt bankablöðin hafi síðar látið eins og svo hafi verið. Jafnfiamt og þessi rannsókn var fyrir skipuð, ljet stjórnarráð- ið uppi, að það fyndi ekki á- stæðu til að setja gjaldkerann frá starfmu meðan málið væri ekki frekar rannsakað en þá var orð- ið, og varð það úr meðfram vegna þess, að bankastjórarnir höfðu með brjefi frá 22. des. 1911 viðurkent, að eitt atriðið í kæru- skjali þeirra frá 13. des. hefði reynst rangt, en í því skjali voru kæruatriðin aðeins örfá. Er þeir Þ. og G. höfðu svo látið stjórnarráðinu í tje skýrslur um rannsókn sina, tilkynti það bankastjórunum 13. febrúar, að út af kæruskjalinu frá 13. des. sæi það„ ekki ástæðu til frekari aðgerða gegn gjaldkeranum. Hann hafði þá viðurkent nokkra af göllunum og borgað. En þá kemur ný kæra frá bankastjórunum, náandi yfir ýms- ar misfellur frá árinu 1910. Rannsókn á þessu var falin end- urskoðunarmönnum bankans 17. febr, og að henni lokinni voru þeir Halldór Daníelsson yfidóm- ari og Schou bankastjóri 28. febr. fengnir til að skoða gjaldkera- bækurnar og segja álit sitt á málinu. 14. mars var svo fyrir- skipuð rjettarrannsókn og gjald- keranum vikið frá. Af þessu sjest, að stjórnarráðið hefur viljað fara í málið með allri varkárni, eins og rjett og sjálfsagt var. Margar ástæður voru til þess, að hjer var sjer- staklega af því heimtandi, að það gætti allrar varfærni, eins og ít- arlega er tekið tram í Lögr. 1G. mars 1912. Og þar sem ísaf. nú segir, að það hafi jafnvel reynt, að »snúa sökinni á hendur sjált- um bankastjórunum«, þá er þetta svo tjarri rjettu lagi, að sá dóm- ur, sem nú er nýkveðinn upp í málinu í yfirrjetti, getur einmitt tilefni til þess, að ásaka stjórn- arráðið fyrir það, að það ekki skipaði svo fyrir í upphafi, að rannsóknin skyldi ná yfir bæði embættisrækslu gjaldkerans og bankastjóranna. Og hjer skal nú litið á þá hlið málsins nokkru nánar en gert var í síðasta tbl. Gjaldkerinn er í dómnum sýkn- aður af ásetningsbrotum, en dæmdur til stöðumissis fyrir van- rækslu. En lesi menn þau laga- fyrirmæli, sem eftir er dæmt, bæði um skyldur gjaldkerans og bankastjóranna og svo hegning- arlagagreinina, sem gjaldkerinn er dæmdur eftir. Og segi þeir svo til, sem ekki verður það á að spyrja sjálfa sig eftir lesturinn eitthvað á þá leið: Þvi verður gjaldkerinn einn fyrir þessu, en ekki bankastjórarnir lika? Og svarið verður fyrst og fremst þetta: Stjórnarráðið fyrirskipaði ekki rannsóknástarfrækslu þeirra. Til þess að dómur gangi um hana, þarf nýjan málatilbúning. Hvað segir nú bankastjóravin- konan og stjórnarráðstilslettu- drósin ísaf. um, að lita sem snöggvast á málið frá þessari hlið? Sýnist henni ekki, eins og Lögr., að stjórnarráðið eigi ámæli skilið fyrir það, að láta ekki rannsókn gjaldkeramálsins frá upphaíi ná ytir báða, gjaldkerann og banka- stjórana? 1 Endurskoðaðri reglugerð Landsbankans frá 8. april 1894, sem i gildi var á þeim tíma, sem hjer er um að ræða, segir svo í 3. gr.: »Bankastjórnin skal hafa eftir- lit með bókfærslunni og gjald- kerastörfunum, og kynna sjer að minsta kosti einu sinni á hverju missiri, hvort alt það fje, sem fje- hirði er trúað fyrir samkvæmt 6. gr., er í sjóði hjá honum, eins og á að vera eftir bókunum. Sjerstaklega ber framkvæmdar- stjóranum (nú bankastjórunum í mótsetning við gæslustjóra) að hafa stöðugt eftirlit með þvi, að starfsmenn bankans ræki skyldur sínar með vandvirkni og kost- gæfni«. Dómurinn sakfellir gjaldkerann fyrir ófullnægjandi bókunarað- ferð, fyrir gleymsku og fyrir mis- gáning við samlagningu. Fyrir þessar vanrækslur frá gjaldker- ans hálfu telur dómurinn að bankinn hafi tapað fje, og dæmir gjaldkerann til að endurgreiða það. Þetta er að sjálfsögðu rjett, þótt dómsástæðurnar hinsvegar bendi til þess, að harla erfitt sje um þetta að dæma eftir bókum bankans. Svo ergjaldkerinndæmd- ur til að missa stöðu sína fyrir van- ræksluna. Og látum svo vera, að j það sje rjettlátur dómur. Lögr.legg- ur engan úrskurð þar á. En van- rækslan er ekki hjá gjaldkeranum einum. Hún er einnig hjá banka- stjórunum, einmitt í þeim verk- um, sem reglugerðin telur þeirra fyrstu og fremstu skylduverk. Og hún er líka lijá endurskoð- endunum. Til athugunar fyrir annað málgagn Björns Iiristjáns- sonar, piltinn »Ingólf«, skal prent- uð hjer upp úr lögum frá 12. jan. 1910 ofurlítil klausa um skyldur endurskoðendanna. Þar segir: »Skulu menn þessir rannsaka reikninga Landsbankans i hverju einstöku atriði og bera þá saman við bækur bankans og heimafje. Endurskoðunarmenn skulu að minsta kosti tvisvar á ári hverju sannreyna, hvort heimafje bank- ans og eignir sjeu fyrir hendi«. »Ingólfur« hefur stundum tekið allfast i strenginn með »ísaf.« í árásunum á gjaldkerann meðan á rannsókn málsins hefur staðið. Nú skorar Lögr. á þau málgögn bæði, að taka undir með sjer, er hún krefst þess rjettlætis, að dóm- stólarnir sjeu einnig látnir dæma um starfrækslu bankastjóra Lands- bankans á grundvelli þeirra rannsókna, sem gerðar hafa ver- ið í gjaldkeramálinu. Þetta er ekki annað en krafa um það, að »lögin gangi jatnt yfir alla«, eins og Björn heitinn Jónsson komst að orði. Afleidin ;ar nýja sKóla- fyrirkomula^slns. Khafnar- blaðið „Politiken" hefur í haust gert hvassar árásir á hið nýja kenslufyr- irkomulag í hinum æðri skólum, af- nám forntungnanámsins, eða það, hve mikið úr því er dregið, o. s. frv., en sama breyting var á þessu gerð hjer og í Danmörku og Noregi. Rektor háskólans, Jungersen prófess- or, vjek að þessu í ræðu, sem hann hjelt, er hann bauð velkomna til háskólans hina nýju stúdenta nú í haust. Hann mintist á það í sam- bandi við hið aukna aðstreymi til háskólans. Það hefur aldrei eins mikið verið og nú. Nýir stúdentar, sem til háskólans sóttu f haust, voru 66o, — af 850, er útskrifuðust alls um sumerið. Þetta taldi hann miklu meiri aðsókn en æskileg væri. Hann sagði, að einn lögfræðiskennarinn hefði beinlínis beðið sig, að raða nýjum stúdentum frá að lesa lög. Sama mundu kennararnir í læknisfræði segja, ef þeir væru spurðir. Alstaðar væri fult fyrir, og þar yfir. Blaðið flytur svo frekari ummæli um þetta, og nýa kenslufyrirkomulagið, eftir annan háskólakennara, Thorkild Rovsing, prófessor f læknisfræði. „Þetta má ekki lengur ganga eins og það nú gengur", sagði hann. 1 ár bætast við hjá okkur 200 stúdentar. Aður var árlega viðbótin 50 og þar um kring. Þessi aukmng nær engri átt. í Danmörk eru ekki nema 1600 læknar, svo að 200 geta ekki bætst við á hverju ári. — Svo talar hann um, að stúdentarnir sjeu ver að sjer nú en verið hafi aður, og kennir um hinu nýja kenslufyrirkomulagi. „Það er, eins og við mátti búast, alveg misráðið", segir hann. „Þar er mein- ið, og þangað verður að stefna að- finslunum. Það er altof auðvelt að verða stúdent nú. Lærisveinarnir, sem við fáum nú á haskólann, geta hvorki stavað, lesið nje lært. Það er það versta. Þá vantar þá list, sem skólinn á að vera fyrstur til að kenna þeim, að tileinka sjer efnið. Nú er meir og meir reynt að draga úr metnaðinum hjá námsmönnunum. Það er lagleg aðferð, eða hitt þó heldur, til þess að kenna þeim sam- kepnina í lífinu, sem aldrei er lát á. Það má ekki gefa þeim vitnisburði, cngan má taka fram yfir hina. — Og kunnáttá þeirra er lítil, langt fyrir neðan kunnáttu eldri stúdenta. Þeir kunna ekki almenn Evrópuorð. Þeir kunna ekki latínu. Jeg segi það blátt áfram: Þeir eru ómentaðir. — Fyr eða seinna verður eitthvað að ger- ast til breytingar á þessu kenslufyr- irkomulagi". Svo farast þessum háskólakennara orð. Ummæli hans eru hörð og virðast vera nokkuð ósanngjörn. En eitthvað er þó að öllum líkindum til í þeim. Panamaskurðurinn. 11. okt. runnu saman í Panama- skurðinum höfin að austan og vest- an við Ameríku. Skurðurinn er 50 kílóm. langur og um nokkurn tíma hefur allmikill hluti af honum verið skipgengur. Við Gatun er myndað stórt stöðuvatn. Lítið stöðuvatn var þar áður og hjet Gatunvatnið, en nú er það 10 fermílur á stærð og 85 feta djúpt. Stórir frumskógar og Indiánabæir voru áður þar, sem vatnið er. 26. ág. í sumar fór fyrsta skipið um Gatúnvatnið. Nokkrum dögum síðar, 31. ág., var Kyrrahaf- inu veitt inn í skurðinn að vestan. Opið, sem sprengt var þar upp, var aðeins 100 fet á breidd, en inn- streymið varð með svo miklum krafti, að eftir i*/a kl.st. var opið orðið 400 fet á breidd. 2. sept. fór fyrsta skipið frá Kyrrahafinu inn í skurð- inn. Þá var enn eftir haft, þar sem heitir Culebra, hjer um bil tvær danskar mílur á breidd. Þar var svo haldið áfram að grafa til 10. sept. Þá hættu vjelarnar þar, og höfðu þá verið svo að segja stöðugt í vinnu um 25 ár. Skurðgröfturinn gegnum Culebra er talinn eitthvert hið erfiðasta verk af því tægi, sem unnið hefur verið. Byrjað var á verkinu þar 20. jan. 1882, undir stjórn F. de Lesseps, en vegna Panamamálsins mikla hætti verkið 1889. Aftur var byrjað á því af nýju frönsku fjelagi 1895, og síðan hefur því stöðugt verið haldið áfram, frá 1904 af Banda- ríkjamönnum. Megnið af verkinu er unnið af þeim. Frönsku fjelögin bæði, er höfðu unnið samtals 15 ár að verkinu, grófu ekki meira en 17 milj. kúbíkmetra alls, en Bandamenn hafa þau 9 ár, sem þeir hafa unnið að verkinu, grafið 97 milj. kúbík- metra. Þetta er aðeins verkið á örð ugasta kaflanum, yfir Culebra. Pedró Miguels-stífluverkið heitir þar sem höfin mættust. Það er vest- anvert við Culebra. Svo var þá eftir að hreinsa skurðinn á þessu svæði. Graftarvjelarnar höfðu lokið sínu verki, en stórar, fljótandi leðju- hreinsunarvjelar tóku þá við. Mikið verk var þar enn óunnið. Þó var talið, að einhvern tíma í þessum mán* uði mundi verða hægt að koma fyrsta skipinu alla leið í gegn um skurðinn, hvor sem það verður þá „Fram" Amundsens, eins og um hefur verið talað, eða ekki. 11. okt. var mikill fagnaðardagur fyrir Bandamenn og mikill sigurdag- ur fyrir verkfræðinga þeirra. Það er eitt af allramestu mannvirkjum heims- ins, sem þarna hefur verið fram- kvæmt, ef ekki hið allra mesta. Lengi hafði verið um það hugsað á undan, Og glfurlega miklu fje hafði verið til þess varið. En gagnið af verkinu er líka mikið og slíkra stórvirkja verður lengi minst. Forstjóri verksins heitir Goethals. Jarðskjalftar eru mjög tíðir á svæð- inu, sem skurðurinn liggur um, og því hefur verið spáð af þeim, sem ótrú höfðu á fyrirtækinu, að þeir mundu sífelt valda eyðileggingu á skurðinum, bæði með röskun á jarð- lögunum að neðan og skriðuföllum að ofan. Auk þessa mundu stiflu- verkin fara úr skorðum. En rjett áður en opnað var milli hafanna komu svo miklir jarðskjálftar, að í bænum Panama hjeltst fólk ekki við í húsuin inni, en hins er ekki getið, að neitt hafl skemst við þá í skurð- inum. Járnbrantaslys hafa verið ó- venjulega tfð nú að undanförnu til og frá um heim. Sfðast í september í haust varð eitt af þeim í Rúss- landi, skamt frá Sosyka stöðinni, á Vladikaukasbrautinni. Þar eyðilögð- ust 6 vagnar; 40 menn fórust og 100 særðust og meiddust mikið. Var f fyrstu haldið, að hjer væri um glæp að ræða, en við rannsókn kom það í ljós, að þverslárnar undir brautinni voru grautfúnar og höfðu bilað, og járnið í undirstöðunni var einnig ryðgað f sundur. Verslun við Síberíu, sjóveg frá Noregi austur eftir, hefur verið byrj- uð í sumar, sem leið, gert út skip með vörur frá Tromsö í Noregi, og voru þær seldar eystra og aftur keyptar vörur þar. Er vel látið af þeirri verslun. Fyrir þessari tilraun hefur verið norskur maður, Jónas Lied. Friðþjófur Nansen prófessor var með í förinni austur, en fór svo í landferð upp um Síberíu. Ráðgert er áframhald á þessari verslun f stærri stfl næsta ár. Fyrirtækið er stofnað með ensku, rúsnesnu, frönsku og norsku fje, og fjelagið, sem rekur það, hefur enskt nafn: The Siberian Steamship, Manufacturing and Trading Co. Ltd. Enskt sambandsríki. Fnski flota- málaráðherrann Churchill lávarður hjelt nýlega ræðu í Lechee á Skot- landi um írska heimastjórnarmálið og gerði þar ráð fyrir, að heima- stjórn írlands yrði byrjun til þess að fleiri hlutar enska ríkisins fengju sjálfstjórn, svo sem Skotland og Wales, og yrði þá fyrirkomulagi rík- isheildarinnar breytt í rfkjasamband. Hann hjelt því fram, að sú breyting væri svo nálæg, að margir af þeim, sem til sín heyrðu, mundu lifa hana. Norskur hernjósnari í Svíþjóð. Kafteinn einn í norska hernum, Sagen að nafni, var f september í haust á ferð í Norrlandi í Svíþjóð, var þar áhorfandi við heræfingar og hafði skrifað eitthvað upp hjá sjer um varnarvirki Svía þar. Fjell svo grunur á hann um, að hann væri njósnarmaður, og var hann tekinn fastur. Hann bar það fram, að hann hefði ætlað að skrifa um hermensku Svía þar nyrðra í norskt blað, en það verið fjarri áformum sínum, að koma þar fram eins og njósnarmað- ur. Bæði sænsk og norsk blöð dæmdu þó allhart um gerðir hans. Rjetturinn í Svfþjóð, sem rannsakaði mál hans, komst að þeirri niður- stöðu, að ef hann hefði opinberað það, sem hann hafði skrifað hjá sjer, þá hefði það auðsjáanlega skaðað Svfþjóð, og dæmdi hann í 3ja mán- aða fangelsi og 100 kr. sekt. Hans Heyerdahl, norskur málari nafnkunnur, er nýlega dáinn, 56 ára gamall. Brúðkanp í Lnndúnnm. Þar giftust í sfðastl. mánuðu Arthur prins af Connaugth, einkasonur hertogans af Connaugth og frændi Georgs kon- ungs, og Alexandra hertogaynja af Fife, dóttir hertogans af Fife, sem nýlega er dáinn, og dótturdóttir Al- exöndru drotningar, fædd 1891. Þjóðbankinn í Khöfn. Inn í stjórn hans er nýlega kominn Mar- cus Rubin, áður forstjóri skattamála- skrifstofunnar, f. 1854.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.