Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.11.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 12.11.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA’ 189 j-LTL_n_n_rLr Fyrsti jólabasar bæjarins veréur opnaéur á laugaréaginn í vefnaðarvöruverslun C. A. Hemmerts. Jltf Rosfar ðO aura (stR.) cfiofié fœRifœrié. n n rLn n n Landsfrægu Peysurnar og NÆRPÖTtN eru nú komin í afar fjölbreyttu tDrvali í AUSTURSTRÆTi 1. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Loksins eru KVBNREGNKÁPURNAR komnar ; en kosturinn er, að þær eru fagrar og ódýrar í Austurstræti 1. ^ — ____ Asg. Gr. Cjíimiilaiigsíöioii «fc Oo. Góð ábúðarjörð! „Eyvík" í Grímsnesi fæst til kaups eða ábúðar í fardögum 1914. Upplýsingar fást hjá búfr. Gísla Þorbjarnarsyni, Rvík, og Jóhannesi Einars- syni á Eyvík. inum. En að öðru leyti gat hjer heldur ekki verið um neitt trún- aðarmál að ræða, þar sem samið hefði verið á sínum tíma við marga skuldheimtumenn um- rædds manns hjer í bænum, þar á meðal ýmsa andstæðinga hans i stjórnmálum, og lagt fyrir þá yfirlit yfir efnahag mannsins. Og eins og menn undruðust á fund- inum að Ágúst skyldi fara að koma þessu umtali af stað, eins eru menn alment hissa á því, að Lárus skyldi í grein sinni í ísa- fold gera þetta að blaðamáli. Lárus er mjög gleiður yfir því að hann hafi sem* fundarstjóri átalið að jeg sagði um einn fund- armann, að hann væri »ekki með sjálfum sjer«. En petta voru einu orðin í rœðu minni sem hann átaldi, og má þó geta nærri að hann hafi ekki setið sig úr færi. Af þessu má marka hversu stór- yrtur jeg muni hafa verið i ræðu minni. En svo stóð á þessum ummælum mínum, að einn mjög æstur fylgismaður Lárusar greip fram í ræðu mína og neitaði einhverju, sem jeg hafði sagt, og sagði jeg þá i spaugi við hann, að hann mundi ekki neita þessu ef hann væri alveg með sjálfum sjer, en það væri hann ekki i kvöld. Maðurinn tók þessu sem spaugi eins og það var talað og brosti að því, en Lárus gerði sig voða byrstan alveg að ástæðu- lausu. En það er sjálfsagt af því að Lárús er sjálfur svo dæma- laust siðprúður og orðvar á fund- um að hann er svo strangur um siðsemina, telur líklega engum manni vorkunn að kunna góða fundarsiði, sem hafa heyrt hann og sjeð í bæjarstjórninni hjer undanfarið, eða t. d. í efri deild alþingis 1911 — hvilík landsfræg fyrirmynd í siðprýði á funduml! í grein sinni rennur Lárus frá sumu af því illa, sem hann sagði um Jón Þorlálcsson á fundinum, þar á meðal ásökuninni um manndráp. Lykist hann hafa lesið þann ræðukafla sinn, sem hjer ræðir um, upp af blöðum, en minnisblöð hans og minnis- bækur hafa leiðinlega fallið í áliti í seinni tíð. Og vist er um það, að hann sagði alt annað um þetta á fundinum heldur en hann skrifar í ísafold. Nóg sönn- un þessa er það, að Jóni Jóns- syni sagnfræðing ofbuðu svo um- mæli Lárusar hjer að lútandi, að hann gekk þegar i stað af fundi. En Jón Þorláksson sýndi Lárusi í síðasta tölublaði Lögrjettu refsi- vönd laganna — og þó aðeins i Ijarlægð væri, þá tók Lárus þeg- ar til fótanna í ísafold. Reykjavík 11. nóv. 1913. Eggert Claessen. Ileim f ru Gtrænlandi. Vig- fús Sigurðsson, sá er var í leigangr- inum með Koch kafteini yfir Græn- landsjökla, kom heim hingað í fyrra- dag með „Ceres" frá Khöfri. Þangað komu þeir fjelagar fjórir, sem 1 för- inni voru, 17. október og var tekið þar mjög vel. Koch kafteinn sagði frá förinni í landfræðingafjelaginu í Khöfn 30. okt. Vigfús hafði reynst mjög vel í ferðinni. Hefur ráðherra skrifað hingað, að Koch hafi hrós- að honum mikið og sagt meðal annars, að hann væri nú ekki heim kominn til Khafnar, ef Vigfús hefði ekki verið með. Konungur hefur sæmt Vigfús verðleika-medalíunni. Reykjavík. Alþ.tíðindin. Af þeim er sfðast út komið 6 h. af umr. í nd. Frá Ameríku komu f fyrra dag með „Ceres" 12 íslendingar, og er sagt, að sumir af þeim sjeu alkomn- ir. Meðal þeirra er Gunnar sonur Gunnars kaupm Gunnarssonar hjer í bænum. Annar heitir Jóhann Bjarnason. Aukaskip frá Sam. fjel., „Nord Jylland", kom hingað í gærkvöld með vörur og fer hjeðan til Akur- eyrar. Matth. Jochumsson skáld varð í gær 78 ára. Hjeldu þá nokkrir kunningjar hans honum samsæti og var þar fjörugt og glatt á hjalla, en fjörugastur allra hafði þó heiðurs- gesturinn verið. Hann fer heim aft- ur til Akureyrar 15. þ. m. Bók er nýkomin út eftir hann um ferð hans til æskustöðvanna sumarið 1912 og þar margt nýrra og fallegra kvæða. Kruppsmálin þýsku. Símað er fra Khofn 9. þ. m., að daginn áður hafi dómur fallið í málinu gegn fje- laginu, sem nú ræður fyrir hinni heimskunnu Krupps vopnaverksmiðju f Þýskalandi. Malið hófst fyrir áras- ir, er gerðar voru í þýska þinginu í sumar á stjórn fjelagsins, og var þá skýrt frá því hjer í blaðinu. í haust voru nokkrir þýskir herfor- ingjar dæmdir frá embætti fyrir að hafa látið útsendurum vopnasmiðj- unnar í tje upplýsingar frá skrifstof- um herstjórnarráðsins, sem ekki mátti opinbera. Nú segir í símskeytinu, að fjelagið hafi verið dómfelt „fyrir landráð og afskaplegar mútugjafir". jlK. jVSagnús (Mfni) Isknir, sjerfræðingur í húðsj Úk- dómum. Viðtalstími kl. 9—11 árdegis. KirkjustriBti 12. Aukafundur Pilskipaábyrgðaríjelagsins verður haldinn í Iðnó, uppi a lofti, þriðju- daginn 18. þ. m. kl. 5 síðd. Helsta umræðuefni er um bætur fyrir skipið Ágúst, sem brann við Snæfellsnes næstliðið haust. Tr. Guimarsson. Uppboð. Hvítgrár hestur, stór og feitur, á að giska 10 vetra, flatjárnaður með slitnum skeifum og ómark- aður, sem er í óskilum hjá Pjetri úrsmið Hjaltested, Sunnuhvoli hjer í bænum, verður seldur á opin- beru uppboði þann 6. desember næstkomandi kl. 12 á hádegi, ef rjettur eigandi eigi gefur sig fram við undirritaðan innan þess tíma og sannar eign sína á hestinum og greiðir áfallinn kostnað. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 5. nóvbr. 1913. c76n cIKagnússon. Vátryggið «£« í „General". Varnarþing i Reykjavik. — Stofnsett 1885. Sig Thoroddsen. Heima 3—5. Talsími 227. Oddur Gíslason yfirrjottarmálaflutningsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. II—12 og 4—5. Eggert Claessen yfirrjottarmálaflútnlngsmaður. Pósthússtrætl 17. Venjulaga heima kl. 10—II og 4—5. Taíslml 16. Forfulg't, eller en spændende Kamp paa Liv og Död, 226 Sider, 50 Öre. Sola: Som man saar — Kr. 1,25 ib. i Pragt- bind; en af den berömte Forfatters mest læste Böger. Begge Böger sen- des portofrit mod Indsendelse af 2 Kr. pr. Postanvisning. Samtidig med- fölger ny udkommen Bogfortegnelse over ca 200 nye Böger. Önskes Kata- log over Hygiene, Sygepleje og Bar- berartikler, medsendes den gratis. A.Brandi,Prinsessegade,Kbhvn C. Iæs(a blaö á laitgardaginn. Prentsmiðjan Gutenberg. ^ Jón ÞorldkssonRafmagn úr vatnsafll. (Frh.) nægja til þess 4, hestöfl ef verja má til þess 15 mínútum, en á hálftíma má jafnvel gera það með 2 hestöfl- um. Sje nú gert ráð fyrir 1 hest- afli til annara nota á meðan (ann- aðhvort til ljósa eða til þess að halda vatnshitaranum heitum), má sjá að 3 hestöfl eru það minsta, sem mun verða komist af með til eldunar á nokkurnveginn stóru heim- ili, og mjög æskilegt að hafa dálítið meira. Þessu til sönnunar skulum vjer líta ögn nánar á hvað fá má úr 3,,hestöflum. í yfirlitinu að framan má sjá að eitt hestafl er sama sem 736 watt. En nokkuð af þessu tapast alt af, svo að meðaltali má ekki telja að inni í húsi eða í suðutækjum fáist meira en 70% eða rúm 500 watt, úr hestaflinu. Úr þrem hestöflum fást þá rúm 1500 watt. Nú sam- svaraði ein hitaeing 427 kgm., og einn watt tími 367 kgm.; af þessu má reikna út að ein hitaeining sam- svarar 1,19 w*tt tímum. Úr 1500 watt tímum fást þá = h. u. b. 1300 hitaeiningar. Með öðrum orð- um, úr þessum 3 hestöflum getum við fengið 1300 hitaeiningar á hverj- um klukkutíma. Ef allur kraftur- inn er stöðugt brúkaður til þess að hita vatn, fást þá á hverjum klukkutíma 13 Htrar af 100 stiga — sjóðheitu vatni. Sje nú að morgni búið að koma upp suðu á 13 lítrum, og þurfi að halda henni við í næstu 2 klukkustundirnar, skulum vjer ráð- gera að til þess þurfi 1 hestafl; þá má nota 2 hestöfl til annars þann tímann. Munu flest heimili komast af með þetta, eins og menn sjá, og það jafnvel þótt eitthvað af aflinu sje notað til ljósa kvölds og morgna. Menn munu skilja það, að ekki er hægt að gefa fasta reglu, sem gildir fyrir öll heimili, um það hve mikið afl þarf til matreiðslu. Það er undir stærð og þörfum heimilisins komið, og mest undir því, hve mikið þarf að elda í emu. Um það getur hver húsmóðir best sagt sjálf, en þá verður að taka tillit þess, að eldun roeð rafmagni er svo að segja fyrir- hafnarlaus, að öðru en því er pöss- un matarins í pottinum snertir. Pöss- unin á eldinum fellur alveg burtu. Þess vegna má án aukinnar vinnu elda oftar, en minna í hvert sinn, heldur en þar sem stríða þarf við eldavjelar með ljelegu eldsneyti, eins og tíðast er hjer til sveita. 3. Upphitun íverukerbergja. Þar eru mikil vandkvásði á að segja, hve mikils afls er þörf, af því að stærð herbergja og hitunarþörf er svo afarmismunandi. Til sveita eru kröfur manna til upphitunar ekki miklar, og víðast hvar má komast af með að hita að staðaldri 1 til 2 herbergi. Rafmagnsofnana má gera færan- lega, svo að þeir verði fluttir úr einu herbergi í annað, og þess vegna mundi á flestum heimilum mega komast af með 1 ofn, en á stórum heimilum með 2 ofna, ef ofnarnir eru hafðir í stærra lægi og aflið er svo mikið, að ekki verði strax of kalt í herbergi þó ofninn sje fluttur um stund í annað herbergi. Eins og áður var getið, fást úr hverju hestafli um 7 hitaeiningar á hverri mfnútu til eldunar, og verða það 420 hitaeiningar á hverri klukku stund; við eldunina tapast nokkuð af hitanum — fer út f loftið í eld- húsinu í stað þess að fara inn í matarpottinn — en við herbergja- hitun er ekki um slíkt tap að ræða, og þess vegna má telja að þar fáist um 470 hitaeiningar úr hestaflinu á hverri klukkustund, en hitaeiningu nefnum vjer, eins og áður er sagt, þann hita, sem nægir til þess að hita 1 lftra af vatni um i° C. 10 hestöfl gefa þá um 4700 hitaeining- ar á klukkutíma. Þetta er ámóta mikill hiti og fæst úr 1 kg. af meðal ofnkolum með þvf að brenna þeim í miðlungsgóðum ofni. Nú kostar þetta eina kg. af ofnkolum ekki nema um 2V2 eyri í kaupstöðum hjer, og má af þessu sjá, að lítið verður úr 10 hestöflum þegar þau eru notuð til hitunar; þau eru pá. ekki nema 2—3 au. virði um klukku- tfmann, en mundu f kauptúnum og borgum seljast á 1,00 til 1,50 um klukkutímann til vinnu í verksmiðj- um, og énnþá hærra verði til 'ljósa. Það gefúr því áð skiljá, að iim her-! bergjahitun méð ráfmagni getúr pví aðeins verið að rœða, áð fram- leiðsta rafmagnsins sfe afdf ódyr, eða helst að hun kosti ekkert ann- að en vexti og fyrníngu einhverrar ekki mjög mikillar stofnfjarhæðar. Þetta á sjer nú eiftmitt stað, ef ódýr rafmagnsstöð er bygð fyrir einn eða fáa sveitarbæi til ljósa og matreiðslu, og kringumstæður leyfa að gera hana svo stóra, að ekki þurfi að nota alt aflið til matreiðslu eða undir- búnings matreiðslu (vatnshitunar) að staðaldri. Þegar ekki er verið að elda, er þá aflið tit matreiðslunnar ónotað, og ef ekki er hægt að ætla því annað hentugra verk, er sjálf- sagt að nota það til hergbergjahit- unar. Það kostar þá ekki annað en að hafa þar til gerða ofna, og svo dálítið meira slit á vjelunum, sem framleiða rafmagnið. Hitunarþörf herbergja er mismun- andi, eftir því hve stórir gluggar eru á þeim, hve þykkir og skjólgóðir veggir eru, og sömuleiðis gólf og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.