Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.11.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.11.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og lnnhelmtum.: F’ORARINN B. ÞORLÁKSSON. ■VeltusuncU 1. Taliiml 359» LOGRJETTA Rititjori: fORSTEINN BtSLASON Pingholtutrati 1T. Talsimi 171. M 53. Reykjavík 15. nóvember 1913. VIII. ár?. I. O. O. F. 9511219. Lárus Fjeldsted, YflrpJettarmál*f»p»lum*Oup. Lækjargat* 2. Hetma kl. 1 1 —12 og 4—7. Bækur, Innlendar og erlendar, pappir og allskyns ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Gunnl. Olaessen læknir. Bókhlöðustíg ÍO. Heima kl. 1—U. Tnlsími 77. Saltgerí vií Reykjavík. Yiðtal við Pál Torfason. Lögin um einkaleyfi til hr. Páls Torfasonar til þess að vinna salt og tleiri efni úr sjó hjer við land, eru nú staðfest. Lögr. hefur átt tal við hann, og fer hjer á eftir útdráttur úr þvi, sem hann sagði um málið. Hugsunin er, að vinna saltið og önnur efni úr sjónum með fossa- afli, sem breytt er i rafmagn. Með þvi eru skilin að efni sjáv- arins í vatnsefni og súrefni og þau svo hvort um sig notuð til þess að fella saltið og önnur efni úr sjónum. Helmingur fram- leiðslunnar eru önnur efni mótí saltinu. Hiti og afl eru altaf i hringferð þannig, að þar sem menn annars telja 100 hita- eða afl- einingar þurfa til framkvæmda, munu hjer nægja 5—7. Reykjavík þarf nú 24 þús. tonn af salti um árið, og það er helm- ingur, eða þar um bil, af öllu því salti, sem landið þarf i heild sinni. Verði saltgerðarstöð sett upp annarstaðar hjer við land en í nánd við Reykjavík, þá kostar flutningurinn á saltinu hingað, ásamt útskipun og uppskipun, 3 kr. á tonn, eða yfir 70 þús. kr. á ári. Það verður að likindum ódýrara, að flytja afl til Reykja- víkur til íramleiðslu saltsins, en saltið sjálft. Reykjanesskaginn liggur og best við hjer á landi til saltgerðar, þar sem hann ligg- ur út i efnaauðugasta hluta golf- straumsins. Af þessu kveðst hr. P. T. hafa hugsað sjer, að mest- ur hlutí saltframleiðslunnar verði í nánd við Reykjavík. Það, sem þarf af sjó á ári til þess að vinna úr nægilegt salt handa íslandi, eru 2,a milj. kúbik- metra, sem hjer við Reykjanes- skaga gefa 83 þús. tonn af föst- um efnum, þar af rúm 50 þús. tonn af altilbúnu salti. Utbúnaðurinn kostar, etfir áætl- un, sem enn hefur ekki orðið hrakin, rúml. 600 þús. kr., eða álíka og 3—4 botnvörpuskip. All- ur kostnaður á ári við rekstur- inn er áætlaður 300—350 þús. kr. Saltið, sem vinst, má ráðgera að verði 50 þús. tonn og áætla verð- ið á tonni 16 kr. í stað þess, að það er nú selt hjer út úr húsi á 30 kr. Þar eru þá fengnar 800 þús. kr. árstekjur. En hin efnin: jod, brom, bór og málmefni eru reiknuð að minsta kosti eins mik- ils virði og saltið. Kveðst hr. P. T. því ekki geta betur sjeð, en að fyrirtækið sje þess vert, að menn veiti því athygli. Og ekki ætti það að vera litils virði fyrir sjávarútveginn, ef saltið fjelli í verði um nær helming. Hugsunin er, að útvega ije til fyrirtækisins erlendis. Hugmyndin er of ný til þess, að menn festi hjer á henni þá athygli, sem vert væri, segir hr. P. T. En fyrir því kveðst hann vilja berjast, að hann og þeir menn hjerlendir, sem með honum vinni, haldi helmingi á- rangursins á móti þeim, sem íjeð leggi fram, hverjir sem það verða Hugsar hann sjer, að hafa alt, sem fyrirtækið snertir, tilbúið þannig, að hann geti lagt það fram fyrir þing og almenning næsta sumar. í. f-s. í. Ávarp til íslendinga um íþróttir og flmleiki. íþróttasamband íslands var stofnað 28. jan. 1912, í því skyni að laða allan æskulýð landsins að hollum í- þróttum og fimleikum, og koma á samtökum og samvinnu milli allra íþróttafjelaga, hverju nafni sem nefn- ast. Sambandsstjórnin hefur aðsetur sitt í Reykjavík; hún er k03in á árs- þingi af fulltrúum allra þeirra íþrótta- fjelaga, sem gengið hafa í íþrótta- sambandið. Nú hefur alþingi veitt íþróttasam- bandinu fastan ársstyrk, með þeim ummælum, að sambandsstjórnin skuli vinna að því, að glæða íþróttalíf á landi hjer, og vera ráðunautur lands- stjórnar i öllum þeim málum, sem að íþróttum lúta. Af því leiðir, að það er nú stór hagnaður fyrir öll íþróttafjelög að ganga í íþróttasambandið, því að þar með öðlast þau mörg mikilsverð hlunnindi. Þau verða þá aðnjótandi allra þeirra leiðbeininga, sem sam- bandsstjórnin getur látið í tje, og fá hlutdeild í afnotum þess fjár, sem alþingi veitir til eflingar íþróttum. Þá er þeim einnig heimilt — annars ekki — að sækja íþróttamót, sem haldin eru undir yfirráðum íþrótta- sambandsins, og eiga þar þátt í kappleikum. Þau íþróttafjelög, sem nú eru uppi, eru flest komin í sam- bandið, og vér erum þess fullvísir, að öll íþróttafjelög landsins muni fram- vegis sjá sjer hag 1 því og telja það skyldu sina að játast undir þessi allsherjar samtök. íþróttasamband íslands ætlar sjer fyrst og fremst og aðallega að vinna að því, að kenna út frá sjer alls- konar auðveldar íþróttir og fimleika, sem eru hollir og styrkjandi fyrir heilsu allra manna, og engum um megn, heldur við hvers manns hæfl, og verða öllum, sem reyna, til gam- ans og hollustu, jafnt óhraustum sem hraustum, ungum jafnt og öldr- uðum, konum sem körlum. íþróttir og fimleikar eru svo margskonar, að ekki verður tölum tjáð; en engum er um megn að eiga þátt í þeim, ef hver færist það eitt í fang, sem á við heilsu hans, aldur og orku. Ef hver um sig velur þá fimleika og þá íþrótt, sem er við hans hæfi, þá fer eins fyrir öllum, þá komast allir að raun um það, að ekkert er til í tómstundirnar á við hollar íþróttaiðkanir, því að þær hafa jafnan í för með sjer heill og ham- ingju; trygga fjelagslund og sanna glaðværð, fjör og hreysti, kjark og snarræði. Þetta vita fáir, af því að fáir hafa reynt. Margir halda að allar íþróttir og flmleikar sjeu aflraunir og fáum fært við að fást. En það er síður en svo. Frítt göngulag er t. d. fögur íþrótt, sem fáir kunna, en allir geta lært. Sama er að segja um sund. Skot- fimi er ein ágæta íþróttin, en vand- lærð, og þó er það ekki kraftaverk að hleypa af byssu. Fimleikarnir, sem kendir eru við Möller, danska íþróttamanninn fræga, eru einkar hollir og skemtilegir, en engum um megn. Svo er um fjölmargar íþróttir og flmleika. Það hefur spilt fyrir viðreisn í- þrótta hjer á landi og viðar, að skóla-fimleikar hafa verið gerðir ó- þarflega erfiðir, og þess vegna orðið mörgum nemendum ofraun. Af því mun sprottin sú skakka trú, en al- menna, að allir flmleikar sjeu afl- raunir og óhraustum ofviða. Úr þessu viljum vjer bæta. Engir hafa meiri þörf á flmleikum en þeir, sem eru óhraustir í upp- vexti, því að vel valdir fimleikar liðka og styrkja alla liði og vöðva, öll líf- færi, allan likamann. Þess vegna eru þeir öllum hollir og nytsamir. Hver, sem hefir hug á að læra einhverja íþrótt, verður að vita það og skilja, að honum ríður umfram alt á þvf, að iðka stöðugt fimleika, til þess að efla heilsu sína og hreysti yfirleitt. Þetta á heima um allar íþróttir. Fimleikarnir eru máttarstoð allra íþróttamanna. Ef allir ungiingar á landi hjer væru aldir upp við fimleika og íþróttir, þá mundi þjóðinni aukast stórum máttur og megin. Vjer viljum að þeir tímar komi, að allir íslendingar verði íþróttamenn, hraustir menn og kjarkmiklir, eins og íþróttamönnum er títt, eins og for- feður vorir voru í firndinni, eins og Englendingar hafa verið undanfarna tíð öðrum þjóðum fremur — af því að þeir hafa þjóða mest tamið sjer alls konar íþróttir. íþróttirnar eiga að vera öllum mönnum til ánægju og hollustu, en ekki til frægðar og frama fyrir aðra en einstaka afburðamenn, sem færir eru á hólm við erlenda íþróttakappa. Þess vegna viljum vjer stuðla að því, að íþróttamótum verði svo háttað, þegar fram líða stundir, að þar geti allir vanir íþróttamenn verið í leik- um, sjer og öðrum til skemtunar, og ekki eingöngu efnt til kappleika fyrir afburðamennina í hverri íþrótt, eins og nú tiðkast. Til þess að menn geti verið sam- an í leik, verða allir að hafa tamið sjer leikinn eða íþróttina á sama hátt. Þetta er afar mikilsvert atriði, sem allir verða að hafa í huga. Þess vegna mun íþróttasamband íslands smám saman semja ]jós fyrir- mæli um alls konar íþróttir, og seDda til allra íþróttafjelaga, sem eru i sambandinu. Og þar að auki verður leitast við eftir föngum, að fá góði íþróttakennara til að kenna íþróttir, bæði hjer í bæ og út um land. Ýms mikilsvarðandi fyrirmæli og fyrir- sagnir eru þegar til á prenti og standa til boða ásamt lögum sambandsins hverju íþróttafjelagi, sem ganga vill í sambandið, og öllum þeim, sem vilja koma á fót nýjum íþróttafjelög- um innan vjebanda íþróttasambands- ins. Erum vjer líka boðnir og búnir til að leysa úr hvers konar spurn- ingum, sem til vor er beint, og að þessum málum lúta. íþróttasamband íslands. Reykjavík, 8. nóvember 1913. A. V. Tulinius, O. Björnsson, formaður. varaform. Matth. Einarsson, fjehirðir. Björn Jakobsson, Jón Ásbjörnsson, ritari. gjaldkeri. Eldurinn hafði komið upp í fram- stafni skipsins. Undir eins var fregn um slysið send út nieð loftskeytum og komu 11 skip til að bjarga. Meðal þeirra var þýska skipið „Grosser Kurfiirst", sem oft hefur verið hjer á ferð. Volturnó var enskt skip, en ekki hollenskt, eins og sagt var í simfregninni áður. Veður var hvast á norðvestan og ilt í sjó. Varð því bátum ekki komið við til björgunar þegar í stað, en bátar, sem út voru sendir frá skipinu sjálfu, fórust við skipshliðina og druknuðu ýmsir, sem þannig reyndu að bjarga sjer. Skip- ið stóð lengi í björtu báli að framan, en fólkið þyrptist í afturhlutann og varðist þaðan eldinum. Þannig horfði fjöldi fólks á þetta um nóttina frá hinum skipunum alt f kring. Um morguninn var öllu bjargað, sem til varð náð, og hefur manntjónið ekki verið eins mikið og sagt var i sím- skeytinu. Kl. 9V2 um morguninn yfirgáfu hin skipin Volturno á 48/ 25" n. br. og 34' 25" v. 1. 'Wolturnó-slysid. Útl. blöð tala mikið um þetta slys. Það kvikn- aði f skipinu aðfaranótt 9. okt. Hafnarg;erAin. Síðastl. mánu- dag bauð Kirk verkfræðingur, for- maður hafnargerðarinnar, hafnar- nefnd, verkfræðiogum bæjarins, blaða- mönnum o. fl., að skoða verkið. Fóru þeir fyrst sjóveg út að granda- garðinum á flotpalli, sem notaður er við verkið og dreginn var af vjelarbáti, sfðan með járnbrautinni upp að Öskjuhlíð og svo í smiðjuna, sem er ofan við Skólavörðuhæðina. Hafnarverkið hefur gengið vel, talið, að Grandagarðurinn muni full- gerður fyrir lok næsta mánaðar. Þá verður þegar haldið áfram með garð- inn út frá Effersey, og á garðinum út frá Batteriinu verður nú einnig byrjað bráðlega. Ný eimreið er væntanleg, sem á að taka að sjer aksturinn á grjóti þangað frá Öskju- hlfðinni eftir braut, sem leggja á austan bæjar út að sjó, en sfðan meðfram sjónum og yfir Arnarhóls- tún. Um 120 manns eru nú við vinnu í hafnargerðinni. Við verk eins og þetta læra menn hjer ýmis- legt, sem að notum getur komið framvegis, svo sem meðferð ýmsra vinnutækja, sem notuð eru þarna f stærri stfl en hjer hefur áður tfðkast. Meðan gestirnir voru inni við Öskju' hlíðina fór þar fram klettasprenging með dýnamiti og voru það gríðar stór björg, sem skotin lyftu. í skúr við smiðjuna tók frú Kirk á móti gestunum og settust menn þar við víndrykkju og kökuát og voru kátir. Jón Þorlaksson verkfræð- ingu bað menn drekka til velfarnað ar verkinu og var það gert með ánægju. Frá Mexikó. Þar gengur mikið á nú, eins og oftar. Um tniðjan sfðastl. mánuð komu þær fregnir þaðan, að Huerta forseti hefði frest að þinghaldi um stundarsakir og lát- ið setja alla þingmennina fasta. Svo hafði hann látið það boð út ganga, að nýjar kosningar skyldu fram fara 26. okt, sama daginn sem forseta kosningin átti að verða, því Huerta var aðeins bráðabirgðarforseti til þess tíma. Nokkrum þingmanna var síðar slept, en mál höfðað gegn yfir 70 fyrir uppreisnartilraunir. Forsetakosningin fór svo, að Huerta taldi sig kosinn, en keppinautur hans var Diaz yngri, er ásamt Huerta var einn af forsprökkunum í uppreisn inni gegn Maderó fyrv. forseta. Nú er sagt, að Bandarfkin muni skerast í leikinn með hervaldi, því óeirðir og uppreisnir hafa farið á eftir for- setakosningunni. Sfmað er frá Khöfn 9. þ. m., að skotið hafi verið á Huerta forseta og hann særður. Eimsklpanöfnin. Enn hafa Lögr. verið sendar þess- ar tillögur: N. Eiríkur rauði, S. Leif- ur hepni. N. Stfgandi, S Gammur. N. Haukur, S. Hrafn. N. Norðan- fari, S. Sunnanfari o. 9. frv., t. d. Harðfari, Blfðfari, Haffari, Sæfari, Dagfari, Náttfari, Hraðfari, Snarfari, Sigurfari o. fl„ „svo að ekki ætti að verða hörgull á nöfnum með sömu endingu fyrst um sinn", segir uppá- stungumaður. „Sum þessara nafna eru gömul skipanöfn, og öll fara þau vel í ísl. munni, en það er fyrir mestu, með því lfka að tæplega þarf að hugsa sjer að finna mörg fsl. nöfn álíka hliðstæð og þessi". N. Sleipnir, S. Draupnir o. s. frv. með sömu ending, t. d. Fjölnir, Glitnir, Skírnir, Ymir, Fáfnir, Mjölnir, Skrýmir, Hrungnir, Kvásir, Mýmir, Grettir, Stefnir, Geysir, Þyrnir, „og væri Ymir gott nafn á fyrsta skipinu*, skrifar uppastungumaður, „því eins mætti velja einhver af sfðari nöfnunum á fyrstu skipin. Mjer finst þessi nöfn falleg og þýð, líka eru þau stutt og auðrituð fyrir útlendinga". Einn skrifar: „Ef fossanöfnin þykja vel valin, þá er það hyggja mín, að jöklanöfnin falli mörgum eins vel í geð. Mundi það ekki ótignarlegt, að heyra t. d. Hofsjökul, Vatnajökul eða Langjökul o. s. frv. boða komu sfna með drynjandi gufublæstri. En alt eru þetta gamlir kunningjar; gömul nöfn á nýjum skipum. Hjer gæti og komið til greina misskilningur eða ruglingur á skipaheitum, jöklum og fossum. Jeg kann aldrei vel við, að tengja nýtt hugtak við gamalt nafn, t. d. hugtakið „gufuskip* við „foss* eða „jökul". Nei, þá væri betra að hafa endinguna „—fari*, t. d. Sæfari, Naglfari, Hraðfari, Nattfari, Dagfari, íslandsfari, Suðurfari, Austufari o. s. frv. Hjer má mynda fjöldamörg ný- yrði með þessari samsetningu. Að síðustu skal jeg benda á hljómfeg- urri heiti með endingunni „—stjarna*, t. d Dagstjarna, Vonarstjarna, Heið- stjarna, Blastjarna, Gullstjarna, Ár- dagsstjarna, Morgunstjarna, Kvöld- stjarna, íslandstjarna o. s. frv. Eink- um eru Heiðstjarna og íslandsstjarna falleg nöfn*. Annar skrifar: „Mætti jeg stinga upp á nokkrum nöfnum á íslensku eimskipin, eins og aðrirf Jeg er á þvf, að nöfnin eigi öil að hafa eitt- hvað sameiginlegt, sem einkennir fje- lagið, og sting því upp á þessum nöfnum: Ari hinn fróði (Þorgilsson), Sæmundur hinn fróði (Sigfússon), Snorri hinn fróði (Sturluson), Sturla hinn fróði (Þórðarson), Styrmir hinn fróði (Kárason) o. s. frv. Þar er af nógu að taka. Og fróðu mennirnir okkar eru það, sem frægðina hafa skapað. Hrykkju þeir ekki til, sem þegar hafa fengið auknefnið „hinn fróði", vona jeg að einhverjir nýir bætist við áður en skipum fjölgar svo mjög, að á þeim þurfi að halda. Frœðavinur". Norskur maður i Þrandheimi sting- ur upp á þessum nöfnum: N. Jón Arason, S. Jón Sigurðsson. Loftskip breunnr. Það mikla slys vildi til rjett hjá Berlfn 17. f. m., að eitt af hinum stóru Zeppe- línsloftskipum Þjóðverja, „L. 2* brann i lofti, í 300 meta hæð, og fórust 28 menn, sem í því voru. Skipið var nýlega bygt og mjög vandað. Menn vita ekki um orsökina til slyss- ins. Dánir eru nýlega í Danmörku Ottó Scavanfus kammerherra og Mad- sen-Mygdahl landsþingsmaður. Carl Ploug, danska skaldið og blaðamaðurinn, sem um eitt skeið ljet mikið til sín taka flest mal í Danmörku, átti 100 ára afmæli 29. okt. i haust. Hann andaðist 1894.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.