Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.11.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 15.11.1913, Blaðsíða 2
192 L0GRJETTA Landsfrægu Peysurnar og NÆRFÖTIN eru nú komin í afar fjölbreyttu IJRVALI í AUSTURSTRJlTi 1. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Loksins eru KVENREGNKÁPURNAR koninar; en kosturinn er, að þær eru fagrar og ó<lýi*ar í Austurstræti 1. Ásg. Gr. Grunnlaugsson & Oo. Stórslys í náinum. 14. f. m. varð stórslys í kolanámunni „Univer- sal“ hjá Cardif í Englandi. Það kviknaði í námunui, og voru þá 780 menn þar niðri. Mörgurn var bráð- lega bjargað, en um 400 fórust. Er þetta sagt hið mesta námaslys, sem nokkru sinni hafi fyrir komið í Eng- landi. R. Aniundsen á Suður-Jótlandi. Símfregnir frá Khöfn frá 5. þ. m. segja frá því, að Amundsen hafði boðað fyrirlestur á Suður-Jótlandi og ætlaði að tala á norsku, en valds- menn þar bönnuðu og vildu að hann talaði þýsku. Ut af þessu reis mikil gremja. Er svo símað aftur frá Khöfn 9. þ. m., að yfirvöldin þýsku hafi afturkallað bannið. Katsura fursti, einn af frægustu stjórnmálamönnum Japana, er nýlega dáinn. Hann hafði full 40 ár starf- að að stjórnmálum og þrisvar verið yfirráðherra. í æsku nam hann her- mensku í Þýzkalandi og var lengi í Berlín. Stórfyrirtæki í Ungarn. Það er sagt, að í Budapest sje nú mikið rætt um uppástungu, sem komin er fram um að grafa þaðan skipgengan skurð suður í Adríahaf. Það kvað vera gert ráð fyrir að vinna megi verkið á 6—8 árum. Giuseppe Yerdi, hið fræga ítalska tónskáld, átti 100 ára afmæli 10. október síðastl. og hefur þess vfða vcrið minst með viðhöfn. Hvíta þrælasalan. í síðastl. mánuði var tekinn fastur í Prag maður að nafni Gottlieb Anthony, sem er alræmdur fyrir kvenna- sölu. Hann var þá á ferð með 5 ungar stúlkur, sem hann hafði með fölskum loforðum gint burt burt frá heimilum þeirra. Frakkland og Spánn. Poincaré Frakklandsforseti var í haust í ferð á Spáni og var tekjð þar með mikl- um vináttumerkjum, sem sagt er að þýði það, að vináttubandalag sje að komast á milli þjóðanna og styðji Englendingar mjög að því. Neyð í Dublín. Um miðjan síð- astl. mánuð var sagt, að vegna verk- falla og útilokunar frá vinnu, sem þeim hefur verið samfara, væru um IOO þús. manna þannig staddar, að fullkomin hungursneyð væri fyrir dyrum hjá þeim. Óeirðir höfðu gengíð þar á undan og stjórnin hafði reynt að miðla málum, en alt varð arangurslaust. Dönsku grundvallariÖgin eru nú tií meðferðar í Landsþinginu. Lík- índi eru til, að breytingafrumvarpið komist fram. I. C. Christensen bjó til nýtt frumvarp og birti í blaði sínu „Tiden", en það var ekki tekið til meðferðar af þinginu. Núverandi stjórn fylgir fast fram frumvarpi því, sem fyrir liggur. Stærstu skipin eru nú sem stend- ur eign Hamborg Ameríku-Iínunnar, bygð til ferðanna milli Hamborgar og New-York. „Imperator", sem er 50 þús. tonn, hijóp af stokkunum síðastl. sumar, en annað skip, „Vater- land", á fjelagið í byggingu, og það á að verða enn stærra, 56 þús. tonn. Dr. Rudolf Diezel, hinn þýski hugvitsmaður, sá er fann upp Diesel- hreyfivjelina, sem nafn hefur fengið eftir honum, dó slysalega seint í september í haust. Hann var á ferðalagi frá Antwerpen tii Lundúna, en hvarf eina nótt, og gengu um tíma ýmsar sögur um, að hann mundi hafa verið myrtur, en aðrir giskuðu á, að hann hefði fyrirfarið sjer. Lík hans fanst nokkru síðar við ósa Scheldefljótsins. Það hefur komið frarn eftir dauða hans, að hann var stórskuldugur, og nema kröfurnar il/a milj. marka, en eignir allar þar fyrir utan veðsettar. Rússar og Finnar. Rússar eru altaf' að þröngva kosti Finna meir og meír. Síðasta misklíðarefnið eru lög, sem rússneska þingið hefur sett um jafnrjettl Rússa og Finna í Finn- landi, og voru þau lög ekki lögð fyrir finska þingið og grundvallarlög Finna þar með brotin. En Finnar mótmæla þessu einum rómi og dóm- arar þeirra neita að viðurkenna lögin og dæma eftir þeim. Fyrir það voru í haust undir 20 finskir dómar- ar teknir fastir og fluttir til St. Pjet- ursborgar til þess að þola þar dóm og hegningu, sem sögð er vera 16 mánaða fangelsisvist. — Þrátt fyrir ítrekuð loforð frá keisurum Rússlands lands um að halda grundvallarlög landsins, er nú farið með Finnland eins og hertekið ríki og stefnan er sú, að draga það meir og meir undir rússneska stjórn. Einstöku raddir heyrast stöðugt í rússneska þinginu gegn þessum aðförum, en hinar, sem mæla þeim bót, eru bæði miklu fleiri og háværari. Radium-lækningar eiga nú að sögn að verða auðveldari og ódýr- ari en verið hefur, eftir uppgötvun, sem gerð hefur verið á tilraunastofu Sir E. Cassels í Lundúnum. Goethe í Chicago. Á svonefndu Lincolnplássi í Chicagó er verið að reisa þýska skáldkonunginum Goethe stórt líkneski, gert af þýskum mynda- smið, prófessor Hermann Hahn í Múnchen. Goethe stígur þar öðrum fæti upp á nærri hnjeháan stein og situr örn á hnje hans. Síldarvciðar við Noreg hafa brugðist svo þetta ár, segir í útl. blöðum, að menn muna ekki dæmi til annars eins. Frá IjallÉdi til fisWa. Dáin er á Hólmavík í Stranda- sýslu frú Ingibjörg Magnúsdóttir kona Guðjóns Guðlaugssonar alþm. Hún andaðist 8. þ. m. kl. 5V2 e. m., 66 ára gömuJ, góð og vinsæl merkiskona. Fálkinn tók 4. þ. m. enskan botnvörpung, sem Vallington heitir, við veiðar á Breiðafirði. Fjekk hann 2000 kr. sekt í Stykkishólmi og afli og veiðarfæri upptæk. Annan enskan botnvörpung hitti Fálkinn þar einnig við ólöglegar veiðar. Það var „Claudius" sá, er dró hann af grunni í Onundarfirði í fyrra. Flúði „Claudius" til hafs, en Fálkinn elti hann og skaut eftir hon- um 2 skotum til viðvörunar, en hinn skeytti því engu og flýði sem harð- ast, en dimt var orðið og bjargaði myrkrið honum. Var þá komið vestur hjá Öndverðarnesi. í gær kom Fálkinn inn hingað með sekan botnvörpung, sem hann hafði tekið úti fyrir Ólafsvík, Hann heitir „Edinburg Castle" frá Grimsby. Sekt 1800 kr. og veiðarfæri upptæk og mikill fiskur. Hefur þá Rothe kapteinn tekið hjer 32 botnvörpunga á þessu ári og er vel að verið. Bæjarfógetaembættið á Akur- eyri. Um það hafa sótt Einar Arn- órsson prófessor, Júl. Havsteen sett- ur sýslum. þar og Páll Einarsson borgarstjóri í Rvík. Húnayatnssýsla. Um hana sækir, auk þeirra, sem áður eru taldir, Ein- ar Jónasson Iögfræðingur. Leiðrjetting. Misprentað var í 51. tbl.: Glaumbæ fyrir Saurbæ í Eyjafirði, þar sem sagt var frá láti frú Sólveigar Pálsdóttur prestskonu frá Saurbæ. Barnaskóli í Borgarnesi. Þar var vfgt nýtt barnaskólahús 8. þ. m., 22Xr4 álnir og vel vandað. Voru þá margir hjeraðsmenn þar við stadd- ir. Gísli Jónsson verslunarstjóri setti samkomuna, en sr. Einar Friðgeirs- son hjelt vígsluræðuna, og kvæði var sungið eftir Guðm. Guðmundsson skáld. Strand á Hornafirði. Gufuskip- ið „Súlan", eign O. Tuliniusará Ak- ureyri, strandaði þar í stórviðrunum í október. Björgunarskipið „Geir“ dró hana út, og fór með hana til Eskifjarðar og gerði þar svo við hana, að hann kom henni hingað suður til aðgerðar á dráttarbrautinni. Tvær stúlkur köfnnðu af loft- eitrun á Siglufirði nýlega, sem staf- aði frá ofni í herhergi, sem þær sváfu í. Dáin er 30. f. m. frú Guðrún Bjarnadóttir, kona Einars Sveinbjarn- arsonar í Sandgerði, fædd 1861 og ættuð úr Skagafirði, mesta myndar- kona, segja þeir, sem hana þektu. Darflr hnndar. „Vísir" frá 9. þ. m. segir þessa sögu: „í stórhríð- unum um daginn fenti fje í Bárðar- dal og Reykjadal svo mörgum hundr- uðum skifti. Fjárleitarmenn höfðu með sjer hund einn, er svo var fund- vís, að hann gat sagt til kinda, þó 5 álna snjór væri yfir. Náðist eftir hans tilvísun mjög margt lifandi af hinu fenta fje, en þó munu um 200 kindur hafa farist. íslenskur gráðaostur. Svo sem kunnugt er, hefur hinn frakkneski gráðaostur (Roque- fortostur) rutt sjer rúms víðsveg- ar um heim og þykir alment hin dýrmætasta ostategund. Bændur á suðvesturhluta Frakklands búa gráðaostinn til úr sauðamjólk, og sá í hann gráðasveppinum »Penicilium Roquefort«. Því næst er osturinn sendur til geymslu í hina svonefndu Roquefortkjall- ara. Eru það jarðhýsi mikil fjór- og fimm-lyft og grafinn hjer um bil 500 metra inn í kalkkend fjöll. í þessum jarðhýsum fer fram eins konar myglugerð í ostinum, og er hann sendur þaðan á markaðinn eftir nálega hálft ár. Því hefur verið haldið fram, einkum af Frökkum, að ekki sje unt að gera góðan gráðaost nema þeir sjeu geymdir í Roque- fortjarðhýsunum, en þrátt fyrir þessa kenningu, hafa menn frá ýmsum löndum reynt að kynna sjer ostagerðina með þeim ásetn- ingi að innleiða hana heima fyrir. Meðal þessara manna er einn landi vor. — Síðastliðið vor kom til mín maður, er kvaðst heita Jón Á. Guðmundsson frá Por- finnsstöðum við Önundarfjörð og hafa kynt sjer gráðaostagerð i Frakklandi. Við ræddum l'ram og aftur um ostagerðina, og taldi jeg mörg vankvæði á að hægt væri að gera hjer góðan gráða- ost, því þótt vjer hefðum, eða gætum haft, næga sauðamjólk, þá mundi vanta hentug jarðhýsi, þótt liellirar sjeu víða til, og svo fanst mjer satt að segja óeðlilega stórt stökk frá islensku kjúkunni upp í gráðaost(Roquefort). Enþráttfyrir mína svartsýni kvaðst Jón ætla að reyna að gera gráðaost og vita hvernig tækist. Því næst leysti hann frá dálítilli skjóðu, er f var samskonar gráðasvepur sem í Roquefortosti. Að svo búnu skildum við. En fyrir nokkrum dögum sendi Jón mjer islenskan gráðaost, sem hann hafði búið til snemma i sumar. Þetta sýnishorn liktist svo mjög hinum frakkneska gráða- osti, að erfitt var að gera grein- armun á bragðinu, einkum ef tekið var innan úr miðju sýnis- horninu. Jeg reyndi að klekja út gráðasveppinum frá sýnishorn- inu, og tókst það ágætlega, en gróðurinn var dálitið blandinn öðrum myglusveppum út við yf- irborðið, og kemur það af ófull- komnum útbúnaði við ostagerð- ina. Frakkneski gráðaosturinn virðist mjer heldur mýkri eða feitarmeiri en hinn islenski. Þessi litilvægi galli hygg jeg stafi frá húsakynnunum. Gráðasveppur- inn hafi t. d. ekki gerað við það hitastig, sem honum er hagfeld- ast að melta ostinn. J. Á. G. segir meðal annars í brjefi til mín: »Tilraunir mínar hafa tek- ist furðanlega með jafn ófull- komnum útbúnaði. Jeg vona því að vel megi takast að gera hjer góðan gráaost með æfingu og bættum útbúnaðk. Það er ekki ofmikið sagt, að tilraunirnar hafi tekist furðanlega, því eftir sýnishorni því að dæma, sem mjer var sent, er enginn efi á þvi, að hjer á landi er hægt að gera gráðaosl engu síður en á Frakklandi. En mjer er ráðgáta, hver ráð Jón hefur haft til þess að gera slíkan ost, án þess að hafa nokkurn verulegan útbúnað. Með þessum línum vildi jeg að eins vekja athygli almennings á þessari ostagerð og um leið minna á, að hjer gefst tækifæri til að hlynna að nýrri innlendri framleiðslu. Að endingu skal jeg geta þess, að garðyrkjufræðingur Einar Helgason getur látið í tje frekari upplýsingar um framangreinda ostagerð, og mun hafa fengið nokkuð af osti þessum til sölu. »/« ’13. Gísli Guðmundsson. ísaf. og „Fram“«fjclagið. Þegar H. Hafstein tók við ráðherra- embættinu á miðju ári 1912, flutti ísaf. mynd af honum og sagði meðal annars í grein, sem myndinni fylgdi, og kvaðst þar tala 1 nafni alþjóðar landsins: „. . . Þótt margt og mikið hafi milli borið, treystir hún engum sona sinna betur til þess (þ. e. að taka við ráðherra-embættinu), engum jafnvel eins vel og H. Hafstein“. Þetta er Ísaí. nú beðin að lesa upp aftur og bera saman við tillöguna frá E. Claessen, sem samþykt var á „Fram“-fundinum 1. þ. m. Lögr. sjer ekki betur en að ritstj. ísaf. hafl með þessum ummælum greitt henni atkv. — Annars mætti líka minna ísaf. á ýms ummæli hennar um Björn heitinn Jónsson, til dæmis um, að hana klígjar ekki svo mjög við lofsyrðunum, þótt nokkuð djúpt sjeu sótt. Nfjórnarskrármálið í rík- isráðlnu. í Lögb.bl. frá 10. þ. m. eru prentaðar ræður íslandsráðherra, forsætisráðherrans og konungs, sem fluttar voru í ríkisráðinu 20. f. m., er ráðherra íslands skýrði þar frá samþykt alþingis á frumvarpi til breytinga á stjórnarskránni. Leyfði konungur, eftir óskum bæði forsætis- ráðherrans og ráðhcrra íslands, að ræðurnar væru birtar. Reykj avík. Jón Þorbergsson Ijárræktar- maðnr er hjer nú staddur, nýkom- kominn úr Norðurlandi, en fer hjeðan nú um helgina til Vesturlands og ferðast þar um í vetur til þess að leiðbeina mönnum í fjárrækt. Hljómleika hefur Brynjólfur Þor- láksson haldið hjer síðastl. miðv.d. og fimtud,- kvöld í Bárubúð, og voru þeir vel sóttir. Sjálfur ljek hann á harmonium, en söngflokkur karla og kvenna söng, og einsöngva söng í tveimur af lögunum Símon Þórð- arson stúdent frá Hól. Þótti skemt- unin góð bæði kvöldin. Síra Friðrik Friðriksson fer til Winnipeg með botnvörpung í dag og gerir ráð fyrir að dvelja hjá Vestur- íslendingum næstu missirin til þess koma þar skipulagi á hin kristilegu ungmennafjelög þar vestra. Sakna margir Fr. Fr. hjeðan úr bænum og óska, að fjarvera hans verði sem skemst. Tíðin. Fyrir utan norðankastið í októb. má telja að haustið hafi verið mjög gott alt til þessa. En síðustu dagana hefur snjóað dálítið og í gær var hvassviðri af útsuðri með bleitu- hríð öðru hvoru. Gísli Gnðmnndsson gerlafræðing- ur fer til útlanda í dag og dvelur þar um hríð. Jes Zimsen konsúll er nýfarinn til útlanda, og kemur aftur með Botníu 4. þ. m. Aschehougs bókaverslnn íKrist- janíu er stærsta og ríkasta bóka- verslun Noregs. Núverandi forstjóri hennar ’neitir W. Nygaard og átti ný- lega 25 ára bóksalaafmæli. Við það tækifæri gaf hann 50 þús. kr. til líknarfyrirtækja. Hann hefur nú úti- bú frá bókaverslun sinni í Khöfn. Patrick Ford, einn þeirra manna, sem harðast hafa barist fyrir heima- stjórn írlands, andaðist í New-York seint í september í haust, 76 ára gamall. Hann fór ungur til Ame- ríku og varð þar blaðamaður. Hjelt hann þar altaf mjög fast fram sjálf- stjórnarrjetti írlands og starfaði að stuðningi baráttunnar heima meðal landa sinna vestra. Lengi var það hans skoðun, að írland yrði að skilja við England fyrir fult og alt, en nú sfðast studdi hann af alhug heima- stjórnarfrumvarp ensku stjórnarinnar, Albanínstríðið. Eins og áður hefur verið sagt frá, urðu Albanir al- gerlega undir í ófriði þeim, sem þeir hófu í haust, einkum gegn Serbum. Það er sagt, að manntjónið hjá Al- bönum hafi orðið 10 þús. og er það gríðarmikið hjá jafn-fámennri þjóð. Hjá Serbum er sagt að mann- fallið hafi verið miklu minna. Ástandið 1 Albaníu er eftir ófrið- inn hið versta. Bráðabirgðastjórnin, sem Khemal bey er enn fyrir, ræð- ur ekki við neitt. Það er því full þörf á, að ný stjórn taki í taumana. Nú er sagt, að næstur standi fursta- tigninni þar Wilhjálmur prins af Wied. Hann er 37 ára gamall, ofíi- seri í prússneska hernum og náskyld- ur Elisabetu Rúmenadrotningu. Morð í Frakklandi. í nánd við Nantes í Frakklandi gerðist það fyrir skömmu, að fimtán ára drengur fjekk ávítur hjá húsbónda sínum, en reidd* ist svo, að hann laust bóndann með verkfæri, sem hann hjelt á, og er bóndi fjell við höggið, barði dreng- urinn hann til bana, óð svo inn í húsið og drap þar húsmóður sína á sama hátt, vinnukonu og 3 börn, sem húsbændur hans áttu. Þetta gerði hann alt í einu æðiskasti. Aðeins yngsta barnið var eftir lifandi. Dreng- urinn lenti svo í höndum lögregl- unnar. Rússland og Balkanlöndin. Það er sagt, að Rússastjórn hafi í hyggju að byggja nýja járnbrautarlínu, sem setji Rússland í miklu nánara sam- band við Balkanlöndin en áður. Brautin er sögð eiga að liggja út frá stöðinni Leipzigskaja í hjeraðinu Bez- arabíu til Leovo f Rúmeníu, en það- an aukabrautir til annara rikja á Bal- kanskaganum. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.