Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.11.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 19.11.1913, Blaðsíða 2
194 L 0 G R J E TjT A Lögrjelta kemur át á bverjucn miO* vikudegi og auk þess aukablöð viO og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á ísland', erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlt. Lof og- last. Fáein orð um Vesturheim og Vestur-lslend- inga, flutt í Reykjavík 6. sept. 1913 af Sig. Júl. Jóhannes8yni. (Nl.). ----- Jeg hef verið beðinn að skýra frá fjelagsmálum Vestur-íslendinga. Þau eru í molum sem von er; hugir flestra eru bundnir öðrum böndum; kraftarnir verða að vera lagðir fram óskiftir í þarfir líkamlegs viðurværis; fjelagsmál eru því höfð í hjáverkuui og fara í handaskolum; það er alls ekki láandi. Samt hafa menn sýnt þar lofsverðan áhuga á ýmsan hátt í þeim efnum, og það víða fram yfir allar vonir; margir hafa lagt þar fram mikinn tíma, fje og vinnu, og sýnt þar staka ósjerplægni. Kirkju- legur fjelagsskapur er sá, sem flestir hafa tekið þátt í og mest áhrif hef- ur haft bæði til góðs og ills. Hvað sem annars mætti segja um kirkjuna alment, þá er það víst, að hún hefur alið upp flokkadrátt meðal Vestur- lslendinga og oft staðið í vegi fyrir friðsamlegri samvinnu í öðrum mál- um. Eitt atriði skal hjer sagt til skýringar. Það kom til orða, að stofnað yrði gamalmennahæli fyrir fátækt, örvasa gamalt fólk íslenskt, er hvergi ætti höfði sínu að að halla. Þetta var lofsamlegt fyrirtæki, og allir Vestur íslendingar mundu hafa styrkt það, hefði sanngjarnlega verið með farið. Nefnd var kosin af hálfu allra kirkjudeildanna þriggja og áttu þær í fjelagi að koma upp hælinu og sjí um það. Þetta voru allir ánægðir með, hvort sem þeir fylgdu nokkurri kirkju eða ekki. Nú var rætt um málið á sameiginlegum fundi nefndanna. Allir koma sjer saman um, að deildirnar vinni jöfnum hönd- um að fjársöfnun og byggingu hælis- ins og stjórn þess eftir að það sje bygt. En svo kemur upp spurning- in: „Hver á að flytja guðs orð á hælinuf" „Sje um flutning guðs- orðs að ræða á annað borð", segja tvær deildirnar, „þá finst okkur sjálf- sagt, að það sje gert jöfnum hönd- um af öllum deildunum, eins og alt annað". „Nei", segir sú þriðja, „það gefum við aldrei eftir; með því móti viðurkendum við það, að ykkar skoðun sje jafngóð okkur, og það kemur ekki til nokkurra mála; við einir verðum að fá að flytja þar guðsorð, annars er um enga sam- vinnu að ræða af okkarhálfu" —og með því var samvinnunni lokið og hælinu komið fyrir kattarnef; var það illa farið. En þrátt fyrir þetta vonum við að reynsla og þekking, íhugun og ýms áhrif, lagi þessar misfellur og færi hugi manna saman smátt og smátt. Við höfum ekki náð tökum á því að vinna vel sam- an í fjelagsskap ennþá þar vestra, en svo er þess að gæta, að við erum þar börn f reifum og eigum fyrir okkur að læra og láta okkur skiljast ýmislegt, sem ennþá er ólært og óskilið. Mannsheilinn skapast ekki alt í einu og þvf síður fjelags- eða þjóðarheilinn. Nokkrir vinir mínir báðu mig að gleyma þvf ekki að minnast á stjórn- málin vestra. Við búum „við slfka óstjórn eða vanstjórn hjer heima", sögðu þeir, „að við höfum gott af því að heyra dálítið um stjórnarfar annarstaðar". Jeg skal ekki segja mikið um stjórnmál vestra; mín per- sónulega sannfæring er það, að stjórnarfyrirkomulag í Canada sje afar óheilbrigt. Flokkafylgi er þar svo mikið, að hæfileikar eða mann- kostir koma ekki til greina við em- bættaveitingar eða kosningar. Allur fjöldi embættismanna landsins er rekinn frá stöðu sinni að ástæðu- lausu í hvert skifti sem nýr stjórn- málaflokkur kemst til valda og nýir menn settir í embættin; er þá ekki farið eftir kostum nje hæfileikum, held- ur eftir því, að sá, er embættið fær hafi verið og sje fylgispakur flokks- maður. Það virðist liggja í augum uppi, að svona lagað stjórnarfyrir- komulag er óheilbrigt og hættulegt í hæsta máta. Heilbrigt rjettarfar og heilbrigð löggjöf getur ekki átt sjer stað með þannig löguðu fyrirkomulagi. Jeg skal taka tvö dæmi til þess að sýna hin eitruðu áhrif flokksfylgisins á Manitoba. í fyrra vor fóru fram aukakosningar í kjördæmi, sem Mc. Donald heitir. Menn frá báðum flokk- um hófu ferðir sínar um kjördæmið til þess að halda ræður. Nokkru fyrir kosningarnar lætur stjórnin taka þá fasta, sem ferðuðust fyrir andstæð- ingaflokkinn, og varpa þeim í fang- elsi; þeim var haldið fangelsi þangað til daginn eftir kosningarnar, þá var þeim hleypt út. Mönnunum þótti þetta kynlegt; voru ekki sem best ánægðir yfir því og kröfðust þess, að málið væri rannsakað; ef þeir hefðu í einhverju brotið lög landsins, þá yrði sjer hegnt á löglegan hátt sam- kvæmt dómi; ef ekkert þess konar sannaðist, þá yrði sýknudómur upp kveðinn. Þeirri kröfu var ekki sint. Málið var tékið upp í þinginu og þess þar krafist, að mennirnir yrðu annaðhvort sýknaðir eða sök fundin á hendur þeim; var það talið rangt gagnvart þjóðinni að hegna þeim ekki samkvæmt dómi, ef þeir hefðu drýgt glæpi, og rangt gagnvart þeim sjálfum að sýkna þá ekki, ef þeir hefðu ekkert til saka unnið. En stjórnin var í meiri hluta í þinginu og feldi tillöguna. Hvað mundi vera sagt um H. Haf- stein, og hvað mundi hafa verið sagt um Björn Jónsson, ef þeir hefðu tekið pólitíska andstæðinga sína án dóms og laga og án fiess að reyna ad gefa nokkra ástœðu, og haft þá uppi í tukthúsi meðan kosningabarátta hefði staðið yfirf Jeg geri þessa at- hugasemd sjerstaklega fyrir þá sök, að annað íslenska blaðið okkar vestra mælti þessu bót, þótt ótrúlegt sje. En svona er flokksfylgið eitrað. Hitt dæmið skeði í suinar. Sæti S. Baldwinssons varð autt í þing- inu; aukakosningar fóru fram í Gimli kjördæmi. Nokkru fyrir kosning- arnar er það birt bligðunarlaust í stjórnarblöðunum og f sjerprentuðu blaði, sem sent var út á meðal kjós- enda, að ef andstæðingur stjórnar- arinnar yrði sendur á þing, ef þeir kysu ekki þann, sem stjórnin vildi, þá fengju þeir ekki eyrisvirði af fylkisfje til neinna umbóta alt kjör- tímabilið. Kjördæmið þurfti einmitt á styrk að halda til ýmsra umbóta, en með þessum ógnunum voru kjós- endur hræddir til þess að kjósa mann, sem þeir margir hverjir alls ekki vildu hafa. Þess skal getið, að þetta er íslenskt kjördæmi og hefur um langan aldur haft fslenskan þing- mann; í þetta sinn var f kjöri einn meðal allra-framtakssömustu íslend- inga vestan hafs, Árni Eggertsson, maður, sem hafði áunnið sjer mikið lof fyrir dugnað í bæjarstjórninni í Winnipeg; en svo var flokksdraugur- inn magnaður, að jafnvel íslendingar unnu á móti honum og feldu hann við kosninguna. Jeg hef sjálfur talað við menn úr kjördæminu, sem hafa látið sjer farist orð á þessa leið: „Við áttum eiginlega að halda áfram að hafa fs- lenskan þingmann, og Eggertsson er óefað ágætt þingmannsefni, en þvf miður var ekki til neins að kjósa hann; við hefðum þá ekkert fengið hjá stjórninni til umbóta hjá okkur". Þið getið sjálf dæmt um, hversu heilbrigð eru hjá okkur stjórnmálin, ef þið brjótið vel til mergjar þann stjórnarfarslega anda, sem sjest í þess- um tveimur dæmum. Jeg mintist á það, að íslendingar vestra og íslendingar eystra ætti að segja hverir öðrum sem mest um hagi sína og segja sem sannast. Þetta vil jeg endurtaka. Þegar íslending- ar heima dæma um Vesturheim, þá er það oft af vanþekkingu; þeim er mörgum hætt við að gera úlfalda úr mýflugunni, þegar um ókosti Vestur- heims er að ræða, en mýfluga úr úlfaldanum, þegar um kostina er tal- að. Það eru til eðlilegar ástæður fyrir þessu; jeg skil þær svo vel af því aðjeg drýgði sömu syndirnar þeg- ar jeg var heima. Manni blöskrar það, að sjá fólkið flytja af Iandiburt; en skammir um Vesturheim hefta ekki vesturflutninga; það eru önnur meðul, sem varna þeim betur; á þau skal minst síðar. Vestur-íslending- um er einnig hætt við að margfalda alt, sem að er heima, og gera lítið úr framförum þar. Þegar menn vestra tala um ísland, þá er það landið, eins og það var, þegar þeir fóru, hvort sem það var fyrir io árum eða 25 árum; þeim finst ómögulegt að þar sje nokkar breyting á. En það verð jeg að segja, að ekki þekki jeg ís- land fyrir sama land nú sem það var, þegar jeg kvaddi það fyrir 15 árum; breytingarnar eru afarmiklar í ellum efnum. íslendingar vestra og íslendingar eystra eiga að gefa hvorir öðrum sannar og rjettar skýrslur um hag sinn í öllum efnum. Fyrst jeg minnist á skýrslurnar, skal jeg geta eins. Hannes Þorsteinsson hjelt því fram f Þjóðólfi 1897, að skýrslurnar frá Canada væru falsaðar; jeg hjelt að þetta væri rangt; en 1910 komst jeg að því, að hann hefði nokkuð til síns máls. Það ár var tekið mann- tal í Canada; einn dálkurinn á mann- talsskýrslunum var fyrir eignir manna; var þar alt virt fullu verði, er menn höfðu undir hendi, en skuldir alls ekki taldar. T. d.: Maður hafði eign- arhald á ijooo dollara virði, en skuldaði í þvf 11,000 dollara og átti því auðvitað ekki nema 4000 dollara, en þarna er hann talinn 15000 doll- ara virði (við segjum fyrir vestan, að hver maður sje eins mikils virði og hann á eignir upp á marga doll- ara) Þegar svo agentarnir segja frá eignum þessa manns heima á íslandi, og breyta öllu í krónur, þá á hann 50000—60000 kr., og svo segja þeir að ekki sje hægt að hrekja þessar skýrslur, því þær sjeu gefnar út og teknar af stjórninni. í insta eðli sínu sjá allir, að þær eru falskar. Bald- winson reyndi mikið til þess í fyrra, að sanna, að ísland væri versta land í heimi, og Canada besta land í heimi; hann birti þar rangar skýrsl- ur; hann vildi láta mönnum skiljast, að hver hveitiekra í Canada gæfi af sjer í ágóða 14 dollara á ári; en sannleikurinn er sá, að t. d. í fylkinu Saskatchewan — því fylki sem hæsta bushelatölu gefur af ekrunni í allri Canada — er alt hveitið af ekrunni 14 dollara virði að meðaltali, en þegar búið er að draga frá allan kostnað, þá er ágóðinn minni en 2 dollarar af ekrunni. Þetta er sant- kvæmt skýrslum stjórnarinnar, jeg get útvegað ykkur þær, ef þið viljið. Baldwinson er einn okkar merkustu og bestu manna í Vesturheimi og hefur sýnt framúrskarandi dugnað og þrek og hæfileika; hann er persónu- lega besti vinur minn og jeg ber djúpa virðingu fyrir honum að mörgu leyti, en því miður hefur hann gert það að einu af aðalstörfum sínum að níða ísland um skör fram, og á hann skilið óþakklæti allra sannra íslendinga fyrir. Margir hafa spurt mig, hvort ráð- legt sje að flytja vestur og hvort jeg vilji eggja menn til vesturflutn- inga. Því get jeg svarað bæði ját- andi og neitandi. Menn, sem hafa góðar kringumstæður heima, eiga góð bú í sveit eða hafa fasta, trygga atvinnu, yfir höfuð menn, sem geta lifað góðu Iffi heima og sjeð farboða sjer og skylduliði sínu, ættu alls ekki að flytjast vestur. Fjöldi manna hefur eyðilagt æfi sína og framtíð, sem þannig hefur flutt af landi burt. En þeir, sem ekkert hafa við að skilja, þeir, sem neytt hafa allra ærlegra bragða til þess að komast áfram en mishepnast, þeim, sem finst að sjer sje ekki uppreisnar von heima ein- hverra hluta vegna, þeir eiga óhikað að fara vestur, ef þeir geta. En þeir skulu ekki fara með þá hugsun, að ætla sjer að setjast í helgan stein; ef þeir eru reiðubúnir að vinna hvað sem er, ef þeir eru reiðubúnir að vinna hvað sem er, hversu erfitt sem það er og hversu óhreint sem það er, að minsta kosti fyrsta kastið, þá er Vesturheimur þeirra land, þá geta þeir komist þar áfram, hafi þeir heilsu. Og það er einmitt einn aðalkosturinn við Ame- ríku að hún kennir mönnum að neyta krafta sinna; hún venur þá af tepruskapnum; hún kennir þeim að kunna við sig í hversdagsfötunum.— Það eru til flokkar manna í Ameríku, sem hafa það fyrir atvinnu að ferð- ast og sína tamin dýr, er kunna alls konar listir. Þegar þeir vilja kenna bjarnarunga að dansa, láta þeir hann inn f herbergi þar sem gólfið er úr járngrindum og eldur kintur undir; grindurnar verða gló- andi heitar; vesalings dýrið verður utan við sig af kvölum, stendur upp á afturfæturna, til þess að láta sem minstan hluta lfkamans snerta glóandi grindurnar, og tvístígur. Þanníg lær- ir það að dansa. Þetta dæmi má heimfæra upp á margs íslendinga, sem hafa verið letingjar heima eða of „fínir" til þess að vinna; glóðir skortsins og hörmunganna hafa neitt þá til þess að læra dans þann, sem vinna heitir, og það hefur gert þá að mönnum. En ef sumir þessara manna hefðu lagt annað eins á sig á íslandi og þeir hafa gert vestra, þá hefðu þeir ekki þurft að hröklast vestur um haf, þá hefðu þeir getað orðið menn heima og máske liðið enn þá betur. Það eru tvær syndir aðallega, sem íslendingar eiga á baki sjer í sam- bandi við vesturflutningana. í fyrsta lagi á sveitarstjórn ýmsra hreppa stórar skammir skyldar fyrir þá flónsku — fyrir þau landráð — að hafa sent hvert heimilið á fætur öðru til Vesturheims. Að hugsa sjer þá ráðsmensku að kasta út landsfje til þess að reka heila hópa uppvaxandi fólks úr lundi burt. Það er fólks- fæðin, sem mest af öllu stendur ís- lendingum í vegi fyrir framförum. Jeg þekki fjölda fólks vestra, sem var kastað af sveitinni til Vestur- heims og er í alla staði uppbyggi- legir borgarar. Það eru ekki agent- arnir, sem þar verður um kent, heldur landsmenn sjálfir. Heilar ættkvíslír hafa þannig verið gerðar landrækar og breiðast nú með dugnaði og starfsemi út um alla Ameríku. Það er blygðunarefni. Hin syndin er ann- ars eðlis, en ef til vill ennþá skað- legri. Það er vinnufælnin og tepru- skapurinn. Það var svo þegar jeg var heima — og er kannske enn — að maður, sem hafði fundið lykt af einhverri skólabók eða stígið fæti inn fyrir skóladyr, hafði þá hug- mynd, að hann mætti ekki snerta hendi á neinni óhreinni eða erfiðri vinnu. Jeg man eftir þvf þegar jeg var í skóla, að jeg reri venjulega í skólafríinu og seldi fiskinn blautan. Sturla Jónsson keypti þá fisk fyrir peninga. Það var sjerstaklega einn skólabróðir minn, sem jeg man eftir að altaf Ijet sem hann sæi mig ekki þegar jeg gekk um göturnar með slorskrínuna á bakinu, og það segi jeg satt, að jeg var þreyttur, ef jeg vildi ekki vinna það til að ganga dálítinn krók á mig til þess að mæta honum með skrfnuna og heilsa honum strfðnislega og kunnuglega. Þetta kann að vera breytt nú, en svona var það. Ef íslendingar legðu annað eins á sig heima, sumir hverjir, eins og þeir hafa orðið að leggja á sig í Vesturheimi, þá væri ísland betur útlftandi, og þá væri þjóðin efnaðri. Menn hafa trú á landinu í Ame- ríku, og þess vegna komast þeir þar áfram. Mönnum verður oft mikið eftir trú sinni. Menn læra að vinna í Ameríku, þess vegna komast þeir þar áfram. Vinnan er lyftimagn allra þjóða, iðjuleysi og tepruskapur er hið gagn- stæða. Með vilja og heilsu til að vinna geta flestir boðið öllu byrginn og sagt með skáldinu: „Upp með tafliðl jeg á leikinnl" En gætið þess að fara ekki að heiman nema ástæður sjeu knýjandi. Mjer líður vel í Vesturheimi; Ame- rfka hefur farið vel með mig, en samt get jeg tekið undir með svan- inum, sem nýlega þagnaði, en aldrei deyr, manninum, sem nýlega var lagður lík í skauti móður okkar, og sagt með sanni: „Svo traust við ísland mig tengja bönd, að trúrri’ ei binda son við móður, og þótt ’eg færi’ yfir fegurst lönd og fagnað yrði mjer sem bróður, mjer yrði gleðin aðeins veitt til hálfs, á ættjörð minni nýt jeg fyrst mín sjálfs; þar elska’ ’eg flest, þar uni’ ’eg best við land og fólk og feðratungu". Og jeg er ekki sá eini þar vestra, sem get sagt þetta. Þökk fyrir áheyrnina, góða nótt. jVIorð í Reykjavík. Kona drepur bróður sinn á eitrí. Konan, sem þetta verk hefur unn- ið, heitir Júlíanna Jónsdóttir og bjó á Brekkustíð 14 hjer í bænum. Hún er uppvís orðin að því, að hafa drepið bróður sinn, Eyjólf að nafni, á þann hátt, að hún gaf honum eit- ur í skyri til þess að ná frá honum sparisjóðsbók með nokkrum hundr- uðum króna, sem hann átti geymda hjá henni. Eyjólfur var einhleypur verkamaður, 48 ára gamall, og átti heima í Dúskoti á Vesturgötu 13 hjer í bænum. Eyjólfur heimsótti systur sína laug- ardagskvöldið I. þ. m., hafði verið við jarðvinnu suður á Melum og var á heimleið. Það var á sjötta tfma. Bauð hún honum skyr og þá hann það. En eitthvað óbragð þóttist hann finna að því, og hafði orð á. Hún kvað það koma af brennivíni, sem í það hafði farið og jós yfir skyrið sykri. Át hann það þá og gekk svo út, snæddi kvöldverð og kom heim til sín kl. að ganga 9. Litlu sfðar fjekk hann uppköst og hjeld- ust þau til kl. 3 um nóttina. Heim- ilisfólkið, sem stundaði hann í þess- um veikindum, veitti því eftirtekt, að það, sem upp úr honum kom, lyktaði mjög illa, og að af því lýsti eins og maurildi. Á sunnudaginn var Eyjólfur hress- ari. Fór hann þá að sækja kistu, sem hann átti geymda hjá systur sinni. En er hann gáði að, vantaði í kistuna sparisjóðsbók með rúmum 700 kr. Hann tók tvo menn með sjer, fór aftur til systur sinnar og krafðist bókarinnar. Tók hún hana þá upp úr kommóðuskúffu hjá sjer og fjekk honum. Næstu 2 dagana var Eyjólfur við vinnu sfna. En á þriðjudagskvöldið 4. þ. m. varð hann aftur veikur. Og morgunin eftir var Jón Hjaltalfn hjer- aðslæknir sóttur til hans. Sagði hann þá bæði heimilisfólkinu og Iækninum frá skyrátinu heima hjá systur sinni I. þ. m. Veikin fór nú versnandi. II. þ. m. var Eyjólfur fluttur á sjúkrahúsið og andaðist þar sfðastl. fimtudag, II. þ. m. Lfkið var svo krufið, og kom þá í ljós, að maðurinn hafði dáið af eitri. Júlíana var þá tekin og sett f varð- hald. Það var sfðastl. laugardag, Hefur hún játað á sig, að hún hafi blandað rottueitri í skyrið, sem hún gaf bróður sínum, til þess að bana honum og ná eigum hans. En hún kveðst hafa gert þetta fyrir áeggjan manns, sem hún hefur búið með nú um hrið og Jón heitir Jónsson. Var hann þá tekinn fastur á mánudag, en hefur ekkert meðgengið. Þau systkinin Eyjólfur og Júlíana eru ættuð af Vesturlandi. Var Eyj- ólfur áður á Bíldudal og sfðan á Patreksfirði. Hann var dugnaðar- maður talinn og kallaður af sumum Eyjólfur sterki. Samhaldssamur á fje hafði hann verið og nokkuð efnaður. Júlíana var áður gift Magnúsi Hafn- sögumanni f EUiðaey á Breiðafirði og er hún af þeim, sem minnast hennar frá þeim árum, sögð hafa verið hin mesta myndarkona og dug* leg. Hún er 46 ára gömul. Tvö sfðustu árin hefur hún verið f sam- búð með Jóni þeim, sem fyr er nefnd- ur. Hann er sagður miðaldra maður og hafði skilið hjer við konu sína, er hann tók saman við Júlíönu. Tvær dætur átti Júlíana, og er önnur þeirra gift kona hjer f Reykjavík, en hin á barnsaldri, og var hjá móður sinni. Georg Brandes. Það var f haust áform hans að fara til Rússlands og halda þar fyrirlestra og hafði þetta verið auglýst þar. En þá var af stjórninni lagt bann fyrir, að hon- um yrði hleypt yfir landamærin. Sjálfsagt stendur þetta í sambandi við Gyðingaofsóknirnar, sem þar hafa átt sjer stað. En í hinum frjáls- lyndari blöðum Rússa hefur þetta bann mælst mjög illa fyrir.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.