Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.11.1913, Blaðsíða 4

Lögrétta - 19.11.1913, Blaðsíða 4
196 L0GRJETTA Reykj avík. Slys. Síðasti. raánudag fjell stúlka, Dýrleif Guðmundsdóttir að naíni, út um glugga á 3ja lofti í húsinu á Bergst.str. 45. Hún hafði verið veikluð á geðsmunum og mun hafa fleygt sjer út í einhverju óráðskasti. Lftið sá á henni eftir byltuna, en þó dó hún eftir 2 kl.st. Hefur laskast innvortis. Fálkino fer hjeðan á morgun til Danmerkur. Hnífstungur. Ryskingar höfðu orðið milli nokkurra Fálkamanna og íslendinga inni á kaffihúsi síðastl. laugardagskvöld út úr ísl. fánanum, að því er dagblaðið „Vísir" segir frá. Hafði einn Fálkamanna, er leikurinn barst út á götuna, stungið íslenskan mann, Pálma að nafni Pálmason, með hnffi í handlegg, tvær stungur, og varð hann alluiikið sár og leitaði þegar til læknis. En lögregluþjón* arnir komu til og stiltu til friðar. Dáin er hjer í bænum síðastl. laugardagskvöld frú Guðrún Guð- mundsdóttir ekkja Ólafs sál. Ólafs- sonar bæjarfulltrúa frá Lækjarkoti. Staka. Sendið aura, líkn og lið leggi hver, sem getur; en fyrir það allra fremst jeg bið, að fleygja þeim ekki’ í Pjetur. Á r v a k u r. Bónorð8baga. Það er sagt að jungfrú Landvörn hafi nýlega fengið svohljóðandi bónorðsvísu frá einum pólitiskum lausamanni: „1 mjer fjandi heitt er.....ið. Helst vil jeg við sjeum eitt. Heimti landið högg á bandið, hjartanlega skal það veitt“. ísaf. og L. H. B. Björn Krist- jánsson hefur verið að reyna nú að undanförnu að koma þeim í kunn- ingsskap hvoru við annað, launvini sínum L. H. B og fósturdóttur sinni, ísaf.. Eftir Fram-fundinn 1. þ. m. komst þetta svo langt, að L. H. B. heimsótti meyna og fjekk að kyssa hana, á 3ju sfðu. En er aðrir piltar, sem vingott hafa átt við hana, fóru að verða hræddir um hana fyrir L. H. B., gerði hún opinbera afsökun sfðastl. laugardag og segir, að það, sem hún hafi lofað L. H. B„ sje ekki annað en það, sem hún lofi öllum. Yeðdeildarlögin nýn. Grein um þau, frá Jóh. Jóhannessyni kaupm. svar til bankamanns f ísaf., bíður næsta blaðs vegna þrengsla. Frí IjallÉdi til iiiðiL Mannslát. Símað er frá Búðum í Staðarsveit 17. þ. m. að merkis- bóndinn Brandur Jóhannesson í Bárð- arbúð við Hellna í Breiðavíkurhreppi sje nýlega dáinn; hafði hann verið að bjarga bát undan sjó, en brim var. Lfkið ófundið enn. Árangnrinn af nýja sfeola- íyrirlcoinulagiiiu. Ummæli háskólaprófessoranna um þetta efni, sem frá var skýrt í 52. tbl. Lögr., hafa vakið hreyfingu og mótmæli, einkum frá kennurum hinna almenna mentaskóla í Dan- mörku. Á ársfundi þeirra, sem haldinn var 20. okt., var málið tekið til umræðu. Þar voru við staddir ýmsir af háskólaprófess- orunum, kenslumálaráðherrann o. fl., er ljetu sig þetta mál varða. Urðu miklar umræður bæði með og móti. Otto Jespersen prófessor tók eindregið í strenginn með stúdentunum og móti prófessor- unum. Hann sagði, að ef hann ætti nú að byrja skólanám og velja í milli gamla kenslufyrir- komulagsins og hins nýja, tæki hann hiklaust hið síðarnefnda. »Stúdentarnir læra nú miklu betur en við gerðum ýmislegt, sem að notum má koma í lífinu«, sagði hann. Einn af rektorunum sagði, að oft hefði áður kveðið við frá eldri mönnum sá dómur, að stúdentamentunin væri i aftur- för; sagðist hafa útskrifast með ág.-einkunn í grísku og latínu, og þó hefðu háskólaprófessorarn- ir kallað sig og aðra, sem komið hefðu til þeirra'með sama vitnis- burði frá latinuskólunum, »alveg þekkingarlausa«. Sumir báru sak- ir á háskólakennarana, kölluðu kensluna hjá þeim spilla því verki, sem mentaskólarnir hefðu unnið. »Prófessorarnir eru ekki stúdentunum svo kunnugir, að þeir hafi rjett til að fella yfir þeim nú þegar svo harða dóma«, sagði einn kennarinn. »Jeg lái stúdentunum ekki, þó þeir komi ekki á heimspekisfyrirlestrana, því eins og þeim er nú háttað, eru þeir hrein og bein óhæfa fyrir háskólann. Ef prófessorun- um finst illa vandað til stúdent- anna, sem við sendum þeim, þá get jeg með fullum rjetti sagt, að það sje illa vandað til kennar- anna, sem þeir senda okkur. Prófessorarnir ættu ekki að kasta grjóti; þeir búa sjálfir í glerhúsi. Þeir ættu heldur fyrst og fremst að hreinsa fyrir sínum eigin dyr- um«. I. L. Heiberg prófessor hjelt fram kostum eldra kenslu- fyrirkomulagsins. En yfir höfuð kom það fram, að enn væri of- snemt að dæma um árangurinn af nýja kenslufyrirkomulaginu, þar sem aðeins væru 3 ár síðan fyrstu stúdentarnir hefðu útskrif- ast, sem þeirrar kenslu hefðu notið, og enginn þeirra hefði enn sýnt sig við próf. Hermann Stoll á Spitsbergen. Dr. H. Stoll, sem kunnur er hjer af ferðum sínum á undanförnum árum, var síðastl. sumar á Spitsbergen. Hann hefur fundið þar stóran, ís- lausan dal sunnan til í landinu, og virðist svo af frásögninni sem dalur sá hafi ekkí áður verið kunnur. Dal- urinn var vaxinn mosa og grasi, og blóm voru þar jafnvel einnig. Þar var fjöldi hreindýra og svo leit út sem stöðugt rensli væri af hrein- dýrum frá vesturströndinni yfir í Adventdalnum á austurströndinni. Dalur þessi á að fá nafn eftir dr. H. Stoll. Stórt minnismerki var afhjúp- að við Leipzig 18. okt. í haust til minningar um hina frægu orustu, sem þar var háð fyrir 100 árum, 16.—19. okt., og endaði þannig, að Napoleon mikli beið þar ósigur. Minnismerkið er griðarstór turnbygg- ing, sem kostað hefur 6 milj. marka. Jeppi á Fjalli í Kristjaníu. Hann var leikinn í Nýnorskuleikhús inu þar í haust og hafði til þess verið þýddur á landsmálið. En nem- endur frá verslunarskólanum þar í borginni höfðu tekið sig saman um að gera uppþot á leikhúsinu. Urðu út af þessu áflog á áheyrendabekkj- unum. Málmennirnir höfðu verið við þessu búnir og stráðu pipar í augu óróaseggjanna. Svo komu hnífar á loft og ýmsir voru bornir í burtu sárir. Jeppi var í rúmi barónsins meðan á þessu stóð. En hlje varð á leiknum um hríð, meðan verið var að koma óróamönnunum út. »Verdens Gang«, eitt helsta blað- ið í Kristjaníu, var í haust selt, eftir kröfu frá skuldheimtumönnum blaðs- ins, fyrir 50 þús. kr. Fyrri eigend- ur höfðu lagt í blaðið 400 þús. kr. hlutafje og síðan bætt þar við nokk- urri lúlgu, en alt var þetta fje upp- jetið. Það er hlutafjelag, sem hefur keypt blaðið, og sá, er nú tekur við ritstjórn þess, heitir Oppedal, frá Þrándheimi. Cordósamálið. Símað er frá K.- höfn í gær, að dómur sje fallinn í máli Cordosa-feðganna og þeir báð- ir dæmdir til betrunarhússvistar. Gjaldkeramálið. Um embættis- rækslu Landsbankastjóranna í sam- bandi við það mál, mun frekar verða rætt < Lögr. bráðlega. Bíó-kaffihúsið (inngangur frá Bröttugötu) mælir meö sínum a la carte rjettum, smuröu brauöi og miðdegismat. Nokkrir menn geta fengiö hús- næði og fæði. Sími 349. Virðingarfylst. Hartvlg Nielsen. Uassagelæknlr Guðmundur Pjetursson. Heima kl. 6—7 e. m. Spítalastíg 9 (niðri). Sími 894. Frossen Laks, Helleflynder, Lam, Saltet Lam, Sild. Et i disse Artikler indarbejdet Agentur- firma önsker at repræsentere islandske Exportörer for direkte Salg efter forud optagne Ordrer mod kontant Betaling. Ingen Itisiko. Intet Kommisionssalg. Billet, mrk. Island 9282 modtager Waldemar Jacobsons An- nonce-Expedition. Köben- havn. ÁRNI EIRÍKSSON, Austurstræti 6. MeA e/s »Ceres«, »NorrejyIIand« og »Sterling« eru komn- ar nýjar birgðir af alskonar Vefnaðarvöru og Prjónavöru og öðrum vörum, sem verslunin ætíð hefur. Ennfremur er verið að taka upp Jólavörurnar: Jóla- gjafir, Nýársgjafir, leikföng og Jólatrjeskraut, sem alt kemur á Jólaliasarimi i vikunni. Jólatrjen eru komin. OTTO M B NSTED'r dartsfca sm^örliki er best. um tc^unbirnar „0m”„Tip-Top”„5va^c”c%a Smjörliki& frd: Otto Mönsted Vf. 4. Kauj:mannahöfn oq /Irojum i öanmörku. Vjer ^reiðum t>r\£c\r\ toll af efnivörum vorum og hjá oss er því verðid lægst eftir gœðum. Biðjið þess vegna um Súkkulaði »s Kókóduft „SIRIUS“, frá Frihavnens Chocolade- & Cacaofabrik. Sfirifstofa 9 Eimskipaljelag Islands, Austurstrœti 7. Opin kl. 5-7. Talsími 409. s S. C. JCraul Forsendelseshus (útsendingahús) Horsens sendir ókeypis öllum skrautverðskrá sína. Talsími 801. Oddur Gíslason • yfirrjettarmátaflutnlngsmaður, Lanfásveg 22. Venjul. heima kl. n—12 og 4—5. Vátryggið «,£. í „Geaeral". Varnarþing í Reykjavík. — Stofnsett 1885. Sig Thoroddsen. Heima 3—5. Talsími 227. Eiríkur Einarsson, yfirdómslögmaður, Laugaveg 18 A. (uppi). Tals. 433. Flytur mál fyrir undirrjetti og yfir- dómi. Annast kaup og sölu fast- eigna. Venjulega heima kl. 12—1 og 4—5 e. h. J6. jtiagnns (iim) Ixknir, sjerfræðingur í húðsjúk- dómum. Viðtalstími kl. 9—11 árdegis. Kirkjustræti 12. Dannet dansk Dame, dygtig til Madlavning, Haandarbeide og al Husgerning, soger Stilling i Reykjavik. Vedkommende har Præ- liminæreksamen, taler Engelsk og Tysk, vil gerne tage sig af Bern og læse med dem. Man bedes skrive til Frk. Jensen, Sönder Boulevard 941 Eobenhavn. Eggert Claessen yfirrjettarm&lafiutnlng8maður. Pósthó88trætl 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talsfml 16. sekúndunni er kölluð L, lengd stýflu- kantsins í sentímetrum B, (bunu- breiddin), og vatnsdýptin á hælnum d, er reglan táknuð þannig: BxdxVd — So Það sem erfiðast kann að þykja í þessum útreikningi, er að draga út kvaðratrótina. Þó er það ofur ein- falt, jafnvel fyrir þá, sem hafa ekki lært þá reikningsaðferð, því að hjer er aðeins að ræða um kvaðratrótina af vatnsdýptinni, tölu sem við mæl- ing lækja og smávatnsfalla naumast er nokkurntíma stærri en 30. En kvað- ratrótin af dýptinni er sú tala, sem marg- földuð með sjálfri sjer gefur dýptina. Ef dýptin t. d. er 25, þá er kvaðrat- rótin af dýptinni 5, af því að 5 X 5 er 25. Sje dýptin 36, verður kvað- ratrótin 6. Liggi dýptin á milli 25 og 36 sentímetra, þá er kvaðratrótin Kka á milli 5 og 6, og má fljótlega finna, með því að prófa sig áfram, hvað hún er hjer um bil, t. d. fyrsta desímalinn á eftir heilu tölunni 5 í tugabroti því, sem táknar kvaðrat- rótina, og það er nógu nákvæmt að taka fyrsta desímalinn aðeins með. Sje t. d. vatnsdýptin 31, finnum vjer að 5,5 X 5,5 er nokkru minna en 31, en 5,6X5,6 nokkru stærra en 31, og notum vjer þá töluna 5,5. Dæmi upp á útreikning lítratöl- unnar: Stýflukanturinn sje 150 sm. að lengd, vatnsdýptin á hælnum 16 sm. Vjer byrjum með því að finna kvaðratrótic a af 16, og er hún 4. Því næst margföldum vjer: 4X16 eru 64, ©g 64x150 eru 9600, og loks eru 9600 deilt með 50 sama sem 192. Þarna renna þá 192 lítrar á hverri sekúndu. Að framan var gefin sú regla, að hestaflatalan finst með því að margfalda metratölu fallhæðarinnar með lítratölu vatns- megnsins og deila útkomunni með 100. Setjum nú að í læk þeim, sem þetta dæmi er tekið af, megi fá 5 metra fallhæð. Þá verður hestafla- talan. - ^ 1 9 6 hestöfl. 100 Þessi lækur nægir þá hverju heim- ili, enda er hann fremur stór, eftir því sem bæjarlækir garast, en aftur er fallhæðin, 5 metrar, mjög lítil eftir því sem hjer tíðkast. Annað dæmi: Lengd stýflukants- ins (bunubreiddin) er 75 sm., vatns- dýptin niður á hælinn 10 sm. Kvað- ratrótin af 10 er h. u. b. 3,1, og svo set jeg upp: Lttratalan er 75x10x3,1 so = 46,5 lítrar. Til þess að menn þurfi nú ekki að fælast útreikning þennan á lítra- tölunni, set jeg hjer loks töjiu, sem má finna Htratöluna í, eftir mismun- andi bunubreidd og dýpt. Til þess að taflan verði notuð, þarf Iengd stýflukantsins (bunubreidd- in) að standa á 25 sm., og er ávalt hægt að haga því svo. Þá er taflan notuð þannig, að farið er í þann dálkinn, sem rjetta bunubreiddin stendur yfir, og niður eftir honum uns komið er í línuna, sem rjetta vatnsdýptin stendur framan við. T. d. ef stýflukanturinn er 150 sm., og dýptin á hælnum 16 sm., þá flnn- um vjer beint niður undan 150 og Lítratala á sekúndn. 3 *» 3 Bunubreiddin í sm. W ó. 3 3' 25 50 75 100 125 150 175 200 225 250 4 4 8 12 16 20 24 28 32 36 40 G 7,3 14,7 22 29 36 44 51 58 66 73 8 11,3 22,b 34 45 56 68 79 90 102 113 10 15,8 32 47 63 79 95 111 126 142 158 12 20,8 42 62 83 104 125 146 166 187 208 14 20,2 52 78 105 131 157 183 210 236 202 16 32 64 96 128 160 192 224 256 288 320 18 38,2 76 114 153 191 229 267 306 344 382 20 49,8 100 149 199 249 299 349 398 448 498 beint aftur undan 16 töluna 192, sem er lítratalan. Ef dýptin hefði nú ekki verið, 16 heldur 15 sm , þá er lítratalan minni en 192, en meiri en 157, sem svara til dýptarinnar 14 sm.; liggur þá lítratalan hjer um bil mitt þar á milli, eða sem næst 175 lítrum. Sjeu menn nú hvorki vissir í að reikna út Ktratöluna, eða flnna hana eftir töflunni, er til þriðja ráðið ó- brigðult, og það er að skrifa ein- hverjum verkfræðingi sem kann þetta, segja honum bunubreiddina og dýpt- ina, og fá hjá honum útreikninginn. Aðferð þessi, sem hjer hefur verið lýst, til þess að mæla vatnsmegnið, er ekki nákvæm, en hún er í flest- um tilfellum handhægasta aðferðin, og nægilega nákvæm til þess að gefa rjetta hugmynd um nothæfi lækja. Ef mælingin á að vera mjög nákvæm, verða bæði reglurnar um útbúnað stýflunnar og útreikning Ktratölunnar svo margbrotnar, að menn mundu verða hræddir við þær ef jeg setti þær hjer. En það sem hjer hefur verið sagt, vonast jeg til að menn skilji þegar þeir hafa lesið það tvisvar. Ef lækjarfarvegur er nokkurnveg- inn jafnbreiður og jafndjúpur á dá- litlum kafla, má einnig finna vatns- megnið með því að margfalda sam- an þverflatarmál vatnsins í ferdesi- metruni ogíhraða^þess á hverri sek- úndu ,í desímetrum. Þá kemur út Iítratalan á hverri sekúndu. En þessi aðferð er venjulega miklu ónákvæm- ari en sú aðferð, sem lýst var hjer að framan, og lýsi jeg henni því ekki frekar.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.