Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 22.11.1913, Qupperneq 1

Lögrétta - 22.11.1913, Qupperneq 1
AfgreiOslu- og innheimtum.: PORARINN B. RORLÁKSSON. ■Veltasandi 1* Tnliimi 359, LOGRJETTA Ritstjori: fORSTEINN BtSLASON Pingholtsstrœti 1T. Taliiml 178. M Reykjavík 22. nóvember 1913. yrn. árg. I. O. O. F. 9511289. Lárus Fjeldsted* YfflrrJ ettarmilafsBPslumaOuP. Læhjargata 2. Helma kl. 1 1 —12 og 4-7. Bækur, Innlendar og erlendar, pappír og allskyris ritföng kaupa allir i Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Fánamálið. islenskur fáni fenginn með konungsúrskurði. Háðherra símaði í dag frá Khöfn til landritara: »í dag er gefinn út svofeldur konungsúrskurður: „Vjer Kristján liinn X. & cet. gernni kunnugt: Samkvæmt þegn- samlegura tillögum stjórnarráðs íslands höfum vjer allramildileg- ast lirsknrðað þannig: Fyrir ísland skal vera löggildur sjerstaknr fáni. (Jerð hans skal ákveðin með nýjnm konungstírsknrði þegar ráðherra íslands hefur haft tök á, að kynna sjer óskir manna á íslandi um það atriði. Þennan fána má draga á stöng hvervetna á íslandi, og íslensk skip mega sigia nndir lionnm í landhelgi íslands. Pó er það vilji vor, að á hiísi eða lóð stjórnarráðs íslands sje jafnframt dreginn upp liinn klofni dannebrogsfáni á ekki óveglegri stað nje rýrari að stærð heldur en íslenski íáninn. Fessi vor allraraildilcgasti úr- skurður skerðir að engu lcyti rjctt inanna til að draga npp dannebrogsfánann eins og að nnd- anförnu. Eftir þcssu eiga allir hlutað- eigendur að lvegða sjer“. Jafnframt samþykt frá konungi frumvarp til næsta alþingis um breytingu á síðari málsgrein 2. gr. skrásetningarlaganna«. Hjer er þá óskum síðasta al- þingis fullnægt í flaggmálinu. Og er komið fram, að ráðherra hef- ur sjeð þar rjett, hverja aðferð ætti að hafa í því, en ekki hinir, sem mest mæltu þar í móti hon- um. Hann sagði á þinginu, að sú aðferð, sem fylgismenn máls- ins þar vildu hafa, að sámþykkja ílagg með ákveðinni gerð án þess að ræða fyrst um það við kon- unginn, væri röng, með því að þetta mál tæki til hans sjálfs meira en önnur mál, og ætti því undir- búningur þess að fara fram í samráði við hann og málið að koma frá stjórninni. Enaffrum- varpinu, sem fyrir þinginu lá, væri konungi það ekki fullljóst, hvers konar flagg það væri, sem æskt væri eftir. Málið var þá útkljáð í efri deild með svohljóðandi rökstuddri dagskrá: »í trausti til þess, að ráðherra skýri Hans hátign kon- unginum frá vilja alþingis í þessu máli og beri það upp fyrir hon- um, og að stjórnin síðan leggi Forstöðumenn Panamaskurðgraftarins. --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1 ••*# mm §fi '■ 'v'' SÉS^; il#'0 * 'fim Goethals. Cíorgas. Forstöðumaður hins mikla mannvirkis, sem Bandamenn hafa nú lokið við í Mið-Ameríku, hefur verið Goethals verkfræðingur. Aðalorsökin til þess, hve verkið gekk illa fyrir Frökkum í Panama er talin sú, að verkamenn þeirra hrundu niður af sjúkdómum; malaríusýkin og guluveiki deyddi þá í þúsundum. Menn vissu þá ekki að flugur, sem móskítur kallast, voru valdar að þessum sjúk- dómum. Frakkar reistu þarna stór sjúkrahús, sem Bandamenn hafa síðan haft gagn af. Fyrsta verk Bandamanna var að útrýma flug- unum, og það tókst þeim fullkomlega. Skógarnir voru ruddir og steinolíu veitt yfir forarflóana og þeir ræstir fram. Formaður við þetta verk og heilbrigðisumsjónarmaður Bandamanna þar syðra hefur Gorgas ofursti verið. Nú er hann kominn til Suður-Afríku; hefur verið fenginn þangað til þess að vinna þar líkt verk og hann hefur áður unnið í Panama. fyrir næsta reglulegt alþingi frv. til laga um íslenskan fána, tekur deildin fyrir næsta mál á dag- skrá«. Nú er flaggið fengið, eins og meiri hluti þingsins æskti eftir, en gerðin enn óákveðin, og mun það ætlun ráðherra, að skipa menn í nefnd af öllum flokkum til þess að ráða fram úr því máli. Rikisráðsákvæðið. Öll blöðin hjer, sem minst hafa á úrslit stjórnarskrármálsins í ríkisráðinu 20. f. m., eru ánægð með þau, enda eru þau í sam- ræmi við það, sem allir bjugg- ust við að verða mundi, ef því ákvæði, sem þingið setti um þetta mál í stjórnarskrárfrumvarpið, fengist á annað borð framgengt, en um það voru sumir í efa. Því er nú ómótmælanlega sleg- ið föstu, að það sje ekki grund- vallarlaganauðsyn, að íslensk mál komi í rikisráðið, en að það sje íslenskt sjermál, að ákveða ásamt konuugi um uppburð málanna fyrir honum. Ennfremur, að þau mál, sem eftir stjórnarskrá okkar eru sjerstök fyrir ísland, sjeu alls ekki á neinn hátt lögð undir valdsvið danskra stjórnarvalda, þó að þau sjeu borin upp fyrir konungi í ríkisráði hans, og að K. Berlin og þeir danskir stjórn- málamenn, sem honum fylgja og undanfarandi áratugi hafa elt ól- ar við okkur um þessi atriði, hafa orðið undir í þeim viðskiftum. Fiinskipafjelag;U>. Bráða- birgðastjórnin hjelt fund í gær og var þar tekin ákvörðun um gerð skipanna og samþykt að auglýsa útboð um bj^gingu þeirra og leitast fyrir um tilboð hjá milli 10 og 20 skipasmíðastöðvum í Danmörku, Noregi, Þýskalandi, Hollandi og Englandi. Uppdráttur af skipunum verð- ur eflir nokkra daga til sýnis á skrifstofu fjelagsins. IJlivi verkfræöingfiir. í Lögr. 1. okt. í haust var sagt frá ítalska verkfræðingnum Ulivi, sem er að verða heimsfrægur fyrir hina svokölluðu F-geisla, en með þeim ætlar hann að eyða hern- aði og styrjöldum, því það er náttúra F-geislanna, að þeir kveikja í sprengiefnum í mikilli UIÍTÍ vcrkfræðingur. fjarlægð, svo að með þeim má eyðileggja þau skotfæri og morð- tól, sem nú eru mest notuð í styrj- öldum, löngu áður en hægt er að beita þeim. Menn hafa verið að gera tilraunir með uppgötvun Ulivis bæði i ílaliu, Frakklandi og Englandi. Skamt frá Portsmouth var gamalt herskip enskt lagtvið akkeri og í það látið dálítið af sprengiefni. Ulivi var í tveggja mílna ljarlægð og sendi þaðan F.-geisla sína til þess að kveikja í sprengiefninu, og þetta tóksl svo vel, að skipið hefði sokkið, ef 5 dráttarbátar, sem nálægir voru, hefðu ekki farið til og bjargað því undir eins inn á höfn. Svo áhrifamikil var spengingin, er F.- geislarnir hittu skipið. Uin Toveiflegan dauðdaga. Slysfarir, sjálfsmorð og manndráp hjer á landi. Eftir Guðm. Björnsson. Iiögin frá síðasta alþingi eru nú öll slaðfest; sex hin síð- ustu voru staðfest á ríkisráðs- fundi í gær. Bómentaverðlaun Nóbelsjóðs- ins er sagt að austuríska sagnaskáldið P. Rosegger eigi að fá nú í ár. I. Orðin eru til alls fyrst. Hugvekja mín um y>Mannskaða á fslandh kom út vorið 1912. Hún er til sölu i öllum hóka- verslunum (sjerprentun úr Lcg- rjettu) á 15 aura. Þá ritgerð hafa margir lesið; þess hef jeg orðið var. En þar er eingöngu rætt um slysfarirnar. í vetur sem leið samdi jeg /rumvarp iil laga um mannskaða- skgrslur og rannsókn á fundnum líkum, og sendi það stjórninni með ýmsum athugasemdum. Þar urðu sjálfsmorð og manndráp hjer á landi að umtalsefni, auk slys- faranna. Frumvarpið og athuga- semdirnar er að vísu hvorttveggja í skjalaparti þingtíðindanna 1913. En sú heljarsyrpa fer víst fyrir ofan garð og neðan hjá alþýðu manna. Það sem hjer fer næst á eftir (II., III. og IV.) er orð- rjettur útdráttur úr því erindi mínu til stjórnarinnar. II. Hræðilegt skeytingarleysi. »Um langan aldur hefur prest- um verið gert að skyldu að semja ársskýrslur yíir þá, er dáið hafa »voveiflega«, en með því hefur verið átt við: a) sjálfsmorð, b) slysfarir, þar með talin morð. Fn þessar skýrslur hafa þeir samið eftir sögusögn þeirra, er beiðst hafa greftrunar á líkunum, án nokkurrar frekari rannsóknar. Lög nr. 30, 11. júlí 1911, um dánarskýrslur, voru sett til þess eins, að útvega nýtilegt yíirlit yfir dauðamein manna. í þeim lögum eru alls engin sjerstök ákvæði um rannsókn á dauðdaga þeirra, sem deyja vo- veiflega; að vísu má ekki jarða lík þeirra, ef þeir deyja í kaup- túni, sem er læknissetur, fyr en læknir hefur skoðað þau, og gefið dánarvottorð, en ekki er gert ráð fyrir neinni nánari rannsókn á þeim líkum, en öðrum líkum manna, sem enginn læknir hefir sjeð i banalegunni. Og utan þess- ara kauptúna fyrirskipa þessi lög enga rannsókn á líkum bráð- dauðra manna. Yfirleitt er hvergi í íslenskum lögum fullnægjandi fyrirmæli um rannsókn á dauðdaga þeirra, er hljóta bráðan bana. í öllum öðrum siðuðum lönd- um er þetta alt á annan veg. Þar er alstaðar heimtað, að læknir skoði hvert lík í bæjum áður en það er jarðað, en líkskoðunar- menn í sveitum, og er það gert — 1) því til tryggingar, að enginn sje kviksettur — 2) til þess að fá vitneskju um dauðameinið — 3) til þess að varna glæpum (morðum). En hafi einhver dá- ið skyndilega, og sje það aug- ljóst eða hugsanlegt, að dauðinn stafi af einhverri annari orsök en undanförnum sjúkdómi eða lík- amsbilun, þá er alstaðar meðal annara þjóða heimfuð miklu nán- ari rannsókn á dauðdaganum, af löggæslumanni og lækni í sam- einingu. Á þann hátt vitnast iðu- lega glæpir, sem ella mnndu hafa dulist,ogá þann hátt aflast nákvæm vitneskja um allar slysfarir og or- sakir þeirra, og verður ljóst hvað vinna þarf til að varna þeim. Hið rótgróna skeytingarleysi hjer á landi í þessum efnum veld- ur þvi, að við vitum ekki einu- sinni með fullri vissu hversu margir látast af slysförum, höf- um enga nána vitneskju um or- sakir hinna afskaplega miklu mannskaða á sjó, og stöndum uppi ráðafáir og afskiftalitlir um þetta mikla manntjón, sem er þrefalt meira en í öðrum lönd- um. Það er og býsna eftirtektar- vert hversu fá mannsmorð hata vitnast hjer á landi, tiltölulega miklu færri, en í öðrum löndum, og maður getur ekki varist þeim grun, að það kunni að stafa af því, að þeir glæpir hafi leynst hjer miklu oftar en annarsstaðar, af því að rannsókn á dauðdaga þeirra, er deyja voveiflega, hefir verið svo stórum vanrækt«. »í ráðherrabrjefi 6. maí 1848 og einkanlega í ráðherrabrjefi 4. júlí s. á. er að visu fyrirskipað, að lögreglustjóri skuli, ásamt lækni, skoða fundin lík. En það er víst, að þó að sumir lögreglustjórar hafi rækt vel þessa skyldu, þá hefir hún miklu víð- ar verið vanrækt. Jeg hef sjálf- ur verið hjeraðslæknir í 11 ár og skoðað mörg fundin lik, en aldrei hefur lögreglustjóri skoðað þau með mjer. Og sama segja flestir aðrir læknar. Þetta má ekki svo til ganga; þegar lík er skoðað og búningur þess, getur margt borið fyrir, sem lækni ber ekki að rann- saka, eða hann getur ekki rann- sakað á löglegan hátt. 1 nefnd- um brjefum er heldur ekki gert ráð fyrir, að fundin lík sjeu skoð- uð af lögreglustjóra og lækni, nema útlit sje fyrir, að dauðinn hafi hlotist af áverka (udvortes Vold). Og ekki eru þar nein sjerstök ákvæði um krufningu (Obduktion). Af því hefur svo leitt — það er mjer fullkunn- ugt — að margir lögreglu- stjórar hafa ekki talið sjer skylt og enda ekki heimilt að fyrir- skipa líkskurð á líkum, sem íinnast, nema því að eins, að einhverjar Ijósar og áþreifanleg- ar likur sjeu fyrir þvi, að mað- urinn hafi verið myrtur. Þar við bætist, að alþýða manna hefir haft mikla óbeit áj líkskurðum og altaf verið afarauðtrúa á sjálfs- morð, en mjög vantrúa á morð. Það er eins og menn telji óhugs- andi hjer á landi, að morð geti átt sjer stað, svo að ekki sjáist utan á líkinu. Ef einhver finst dauður i fjörunni og þykir aug- Ijóst að hann hafi farið í sjóinn, þá er jafnan ályktað, að hann muni hafa dottið eða fleygt sjerjí sjóinn, en enginn læknir getur þó sjeð með vissu utan á sjó- reknu líki, hvort maðurinn hafi druknað eða verið fleygt dauðum í sjóinn. Ef lík finst hangandi í snöru, þá er jafnan talið óyggj- andi, að maðurinn hafi hengt sig — og þó er oft ókleyft fyrir lækni að sjá utan á því líki, hvort maðurinn hafi dáið í snörunni, — eða verið hengdur dauður í hana. Ef lík fmst með skotsár og skotvopnið þar hjá, þá er talið fullvíst, að maðurinn hafi sjálfur skotið sig, viljandi eða ó- viljandi, og ekki einu sinni haft fyrir að ná út kúlunni og sjá, hvort hún kemur heim við vopn- ið. Ef lik finst og sjást engin merki um voveiflegan dauðdaga, þá er talið sjálfsagt, að maðurinn hafi orðið bráðkvaddur, enda þótt enginn sje til vitnis um það, hvernig dauðinn atvikaðist. — Landslögjog almenningsálit hafa haldið höndum saman um þetta dæmalausa aðgæsluleysi, og kæft

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.