Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.12.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 10.12.1913, Blaðsíða 2
206 L0GRJETTA fot, frakkar og Regnkápur , kJCarlm. og Srengja, ]}} - óðýrt og gott ' Th. Th. & co fataverslun, ^ustnrstrxti H. IOíí afsláttur. .il notað fosfórrottueitur, blandað því í mat — úr fullri krukku, eða 35 gr.; en þar í eru 70 ctgr. af fos- fór, margfaldur dauðaskamtur. Sjálfsmorð Því er ávalt °g al" 8mita. staðar svo undarlega Undarlegur farið, að það er eins faraldur. Qg ný banaráð smiti, á þann hátt, að þegar einn er rið- inn á vaðið, fer oft annar í sama farið, og svo hver á fætur öðrum, fleiri og fleiri, og verður stund- um úr því ægilegur faraldur.1) Þess vegna tel jeg varlegast að leita nú strax einfaldra ráða til að varna því, að fosfóreitrunin færist hjer í týsku. En jafnframt þótti mjer rjett- ast að athuga um leið og íhuga til hlýtar eitursölu yfirleitt hjer á landi. Eiturkend TJm sölu á eiturkend- 'yf- um lyfjum eru itarleg og fullnægjandi ákvæði í »Aug- lýsingu landlæknis til lækna á íslandi um nýja lyfjaskrá, 21. okt. 1908« og »Auglýsingu land- læknis til lyfsala á íslandi um nýja lyfjaskrá o. fl. 21. okt. 1908«. (Lögbirtingabl., nr. 43, 1908). Þar þarf engu við að bæta að svo stöddu. Eitur höfð HJer er að ræða um til margs þau eitur, sem keypt annars en eru hjá lyfsölum eða lækninga. iæknum og ætluð til annars en lækninga. Er þar um þrent að gera: — a) Ýmsir vís- indamenn þurfa á eiturefnum að halda til rannsókna sinna, t. d. klóróformi og arseníki; — b) sumir iðnarmenn og listamenn þurfa eiturefni til iðnar sinnar, t. d. ljósmyndarar súblímat, gull- smiðir cyankalium; — c) loks er allri alþgðu manna þörf á eit- urefnum til að eitra fyrir rándýr (refi, ránfugla) og nagdýr (rottur, mýs), en til þess er einkum haft stryknín, fosfór og arseník. Lyfsalinn i Reykjavík hefur nú tjáð mjer, að hjer sje aldrei — að læknislyfjum frátöldum — beðið um önnur hættuleg eitur en þau, sem nú voru nefnd; arseník, klóroform, súblímat cyankalíum, stryknín og fosfór. Eitursala í í öllum lyfjabúðum i8i. lyfja- hjer á landi hefur jafn- búðum. an verið gætt allrar var- úðar, höfð svonefnd y>eiturbók« og í hana skráð, ef eitur er selt til annars en lækninga; er þar ritaður söludagur, heiti eitursins, söluskamtur, til hvers það er ætlað, nafn þess, sem biður um það, og nafn þess, sem ætlar að nota það. Eru þessi eitur þá stilndum seld áreiðanlegum mönnum þó að þeir hafi ekki læknistilvísun (lyfseðil), þó ekki 1) Einn sá undarlegasti faraldur at pessu tægi gaus upp í Kaupmannahöfn á háskólaárum mínum. Pá bar pað til, að maður nokkur fleygði sjer nið- Ur af Sivalaturni um miðjan dag. Turninn er 36 stikur (110 íet) á hæð og flatur að ofan; hann var reistur á 17. öld. Þetta heljarhlaup hafði eng- um hugkvæmst áður, svo að í minnum væri haft, og pótti furðu gegna. Leið nú og beið, og ekki lengi, áður annar fór á sömu leið, steypti sjer niður af háturninum. Og skömmu seinna rauk sá priðji á stað; hann náðist á heljar- pröminni rjett í pví hann var að sleppa sjer. Nú var öllum nóg boðið; pótli nú ekki annað vænna en reisa geysiháar, innlútar, ókleifar grindur kringum turnpallinn. stryknin. Það hefur nú aldrei verið venja að færa fosfórrottu- eitur í þessa eiturbók, ekki verið talið nauðsynlegt. í öðrum lönd- um hefur háskinn stafað af fos- fóreldspýtum, miklu síður af fos- fórrottueitri, þó mikið sje þar selt af því; og hjer hefur þá líka þetta rottueitur verið selt heilan mannsaldur eða lengur og aldrei sakað fyr en nú. (Niðuri.) Jslenski fánfnn í ríkisráðinu. Ráðherra íslands flutti laugardaginn 22. nóvem- ber síðastliðinn í ríkisráðinu eftir- farandi allraþegnsamlegasta tillögu um löggilding á fána fyrir Island, og færði þau rök að henni, sem núrskal greina: Á síðasta alþingi var lagt fyrir neðri deild þingsins þingmanna- frumvarp um íslenskan sjerfána. Jafnvel þótt fram kæmu á þinginu heitar og nærri því samróma óskir um löggilding sjerstaks fána, var frumvarpið samt ekki samþykt að lokum. ir'ar á móti var lokið við málið í efri deild með því að sam- þykkja rökstudda dagskrá, og í henni var lýst yfir trausti til þess, að ráðherra íslands beri þetta máí upp fyrir konungi, og leggi síðan fyrir næsta reglulegt alþingi frum- varp til laga um íslenskan fána. Eftir að stjórnarráð íslands hefir tekið þetta mál til nákvæmrar í- hugunar, verð eg að líta svo á, að þarsem hjer er eingöngu að tefla um löggilding fána og ákvæði um lögun hans og útlit, án þess að við þetta sjeu bundin fyrirmæli til þegnanna eða ábyrgðarákvæði, þá megi útkljá málið með kon- ungsúrskurði, með sama hætti eins og til dæmis að taka ákvörðun hefir verið tekinum skjaldarmerki ís- lands með konungsúrskurði frá 3. október 1903, án þess að laga- heimildar væri áður leitað. Þessi skoðun fær stuðning við það, að ákvæði þau, sem gilda í Danmörk um fána á landi, eru sett með kon- ungsúrskurði útgefnum 7. júlí 1854. Parsem nú óskir alþingis um sjerstakan fána fyrir island hafa komið fram með svo miklum krafti, að ekki getur leikið nokkur vafi á því, að öll íslensk þjóð ber þær óskir í brjósti, þá vil jeg allra- þegnsamlegast leggja það til, að Yðar hátign sýni þegnum Yðar á íslandi þá konunglegu góðvild að löggilda með konungsúrskurði sjer- stakan fána, sem notaður verði á íslandi og í landhelgi íslands, og verður þá jafnframt að leggja fyr- ir næsta alþingi frumvarp til laga þess efnis, að bætt verði aítan við 2. gr. i islensku skrásetningarlög- unum frá 13. des. 1895 orðunum: »eða í landhelgi við island íslensk- an fána, er ákveðinn sje með kon- ungsúrskurði«. Rjett virðist að taka það fram beruiri orðum í konungsúrskurðinum, að með lög- gilding íslensks fána sje ekki skertur rjettur manna til þess að draga Dannebrogsfánann á stöng eins og að undanförnu, og þarsem mjer er auk þess kunnugt um það, að Yðar hátign óskar þess, að það verði föstregla, að Dannebrogsfáni verði dreginn á stöng á húsi eða lóð stjórnarráðs íslands, þá legg eg það til, að ákveðið verði, að þegar ís- lenski fáninn verði dreginn á stöng á húsi eða lóð stjórnarráðsins, þá skuli klofni Dannebrogsfáninn jafn- framt dreginn þar upp á stað, sem ekki sje óveglegri, nje heldur sje Dannebrogsfáninn minni en hinn. Um útlit fánans hafa óskir manna á íslandi — þó ekki einróma — orðið með bláum fána með hvít- um krossi, með því að svo hefir verið litið á, sem fallist hafi verið á bláa og hvíta litinn sem liti lands- ins í áðurnefndum konungsúr- skurði um skjaldarmerki íslands. En eftir þinglok hefir stjórnarráð íslands fengið óyggjandi vitneskju um það, að slíkur fáni er þegar not- aður annarstaðar, því að almenni gríski fáninn, sem notaður er á landi, er aflangur, blár fáni, og eftir honum þverum og endilöngum, er hvítur kross, og hlutfallið svipað milli lengdar og breiddar eins og á Dannebrogsfánanum. Þessi fáni er svo líkur bláa og hvíta kross- íánanum, sem margir á íslandi hafa óskað eftir, að eg þykist ekki geta haldið því lil streitu, að slik- ur fáni verði löggiltur sem íslensk- ur fáni. Þar sem nú svo er ástatt, virð- ist mjer ástæða til þess að gera þjóðinni og alþingi kost á að láta uppi skoðun sína um það, hvern- ig menn óski að fáninn líti út, svo að ráðherra íslands komi ekki fyr en að þvi afstöðnu fram með til- lögu um það, að Yðar hátign taki ákvörðun um lögun og lit fánans með nýjum konungsúrskurði. Samkvæmt framansögðu leyfijeg mjer allraþegnsamlegast að leggja það til, að Ýðar hátign mætti þóknast allramildilegast að úrskurða sem hjer segir: (Hjer fylgir konungsúrskurður- inn, sem áður er prentaður hjer i blaðinu.) Jeg leyfi mjer allraþegnsamleg- ast að leggja fram þennan kon- ungsúrskurð, sem saminn er bæði á íslensku og dönsku, til undir- skriftar konungs. í tilefni af tillögu þeirri, sem ráðherra íslands hafði borið fram, fórust forsœtisráðherra svo orð: Reglurnar um sameiginlegan rík- isfána og notkun hans í alþjóða samskiftum heyrir til sameiginleg- um ríkismáleínum, og breytingar geta ekki á því orðið, nema dönsk stjórnarvöld eigi þar þátt í. Þetta leiðir bæði af þeirri lög- gjöf, sem nú er í gildi, rás við- burðanna fyr á tímum og eðli málsins; mest er vert um þann eiginleika verslunarfána, að hann hefir alþjóða' viðurkenning, og til þess að ná slíkri viðurkenning verður fáninn að vera löggiltur af þeim stjórnarvöldum, sem rjett eiga á því samkvæmt þjóðarrjett- inum. En þetta er ekki því til fyrir- stöðu, að löggiltur sje sjerstakur islenskur fáni, sem notaður sje á íslandi og i landhelgi við Island, og eins og þau ákvæði um fána á landi, sem gilda í Danmörk, eru sett með konungsúrskurði, þ. e. konungsúrskurðinum frá 7. júlí 1854, eins hlýtur og að mega koma skipulagi á málið á íslandi með konungsúrskurði, undirskrifuðum af ráðherra islands. Samt verður það skilyrði að vera — eins og ráðherra íslands hefir líka tekið fram — að ekki sje skertur rjettur manna til þess að draga hinn sameiginlega ríkisfána á' stöng á íslandi og í landhelgi við ísland, og að þessi fáni sje á- valt dreginn á stöng á því húsi, þar sem stjórnarráð Yðar hátignar hefir aðsetur, þegar fáni er dreg- inn þar upp. Hans hátign konungurinn: Jafnvel þótt mjer hefði fallið það betur, að alþingi hefði frestað því að láta uppi óskir um íslenskan sjerfána, þar til er málinu um ríkisrjettarsamband Danmerkur og lslands hefði verið ráðið til lykta, þá felst jeg samt nú, eftir að hafa heyrt þau ummæli, sem komið hafa, á þá tillögu, sem ráðherra islands hefir borið fram, til kon- ungsúrskurðar, um löggilding á sjerstökum fána, sem notaður verði á íslandi og í landhelgi við ís- land, enda hefir forsætisráðherrann ekki komið með nein mótmæli gegn því, að slíkur úrskurður verði gefinn út. Jeg geng að því vísu, að þessi fáni verði ekki eftirtakanlega líkur fána neins annars lands, og vona að fá síðar tillögu frá ráðherra íslands um lögun og lit fánans. Jeg óska að mönnum verði það ljóst, að það, hvernig tekið er i þetta mál frá Dana hlið, stafar af einlægri löngun til þess að efla gott samkomulag með Danmörku og íslandi. Jeg gef hjermeð forsætisráð- herra og ráðherra íslands hvorum um sig heimild til þess að birta það, sem sagt hefir verið um þetta mál á þessum ríkisráðsfundi, í Danmörk og á íslandi. Verslunarskélinn. í kæruskjali nemenda til skóla- nefndar, sem um var getið í síð- asta tbl., eru þetta sakirnar, sem þeir bera á skólastjóra: »1. Frámunalega illaræktkensla, sem einkum kemur fram í því, að nefndur Ó. G. E. eyðir miklu af kenslustundum í bóka-, brjefa- og blaða-lestur, og einnig málæði, sem ekki kemur kenslunni minstu vitund við. 2.- Ósæmilegt og alveg óþol- andi orðbragð við nemendur i kenslustundum, og þykir oss ekki sæma að tilfæra það hjer. 3. Miklar og iðulegar tóbaks- reykingar í kenslustundum, sem koma svo berl í bága við allar heilbrigðisreglur, að vjer getum ekki unað þvi«. Alla síðastl. viku gekk í þófi um málið. Nemendur sneru sjer þá til stjórnarráðsins og fjekk það Jón Þórarinsson fræðslumála- stjóra til þess að ganga í milli og koma sáttum á, og tókst það að lokum að fullu í fyrra kvöld. Skólanefnd lofaði, að bætt skyldi verða úr því, sem nemendur hefðu fundið að og rannsókn hefði leitt í ljós, að á rökum væri bygt, og þeir hjetuí móti, að rækja skólann áfram og hegða sjer þar vel. Þannmillivegbenti skólanefnd á, að 5 nemendur, er taldir voru forgangsmenn samtakanna, gætu fengið sjer kenslu utan skólans í þeim námsgreinum, sem skóla- stjóri kennir, en sæktu skólann að öðru leyti, og tóku þeir þann kost. Fræðslumálastjórinn lætur hið besta af framkomu nemenda gagnvart sjer og undirtektum þeirra undir þær málamiðlanir, sem hann hafði fram að bera, og eftir því er það alls ekki rjett, hvernig blöðin flest hafa tekið í strenginn á móti þeim meðan á málinu hefur staðið. Landvarnar- og banka-Bjarnar-her- búðirnar. Hingað til hefur Lárus þó neita meðal Heimastj.-manna makki sínu við B. Kr. og Landvarnarmenn, og það síðast á „Fram" fundinum i. nóv., er sagt var þar frá samtali, sem heyrðist til þeirra B. Kr. í sfmanum, þegar Lárus var að bjóða í .Reykjavíkina í haust. Það sagði L. ósannindi á fundinurn, en hafði svo farið að rekast í því við síma- stjóra á eftir, að þetta mundi hafa borist út frá símafólkinu, sem alís ekki var, heldur heyrði maður til þeirra af tilviljun, er hann bað um samband í aðra átt. L. var Iíka dável kunnugt um, að þetta gæti átt sjer stað, þegar hann var að tala við B. Kr. í símanum, því hann sagði þar einmitt, að þeir þyrftu nauðsynlega að finnast, með því að ekki mætti treysta símanum, en of mikið bæri á því, ef annarhvor heimsækti hinn, og fann þá B. Kr. það ráð, að þeir skyldu hittast niðri í alþingishúsi, og mundu þeir geta fundið þar einhverja kompu til þess að halda í stefnumótið. Svo laumu- lega var farið trúlofunina þá. En úr því að Björn er farinn að senda L. út með fjárbænalista fyrir skjól- stæðinga sína, þá má nú kalla, að hann hafi svo gott sem opinberað með L. Þó er sagt að vinir B. margir sjeu óánægðir með þennan ráðahag. En af viðskiftum L. við ísaf. nú á síðkastið má sjá, hve mjög hin nýja ást hefur mýkt skap hans, því þótt ísaf. fari hvað eftir annað með verstu snuprur í hans garð, þá hefur hann ekki annað en lofsyrði og kjassmæli í móti. Hann kyssir þar á vöndinn með aðdáan- legu lítillæti, sem best sýnir, hve allur gikksháttur og alt stærilæti er honum fjarlægt í þessu hans nýja tilhugalífi, — enda er nú líka heiman- mundur hans frá Heimastj.flokknum miklu minni en ráð var fyrir gert, svo að B. Kr. gæti með nokkurri sanngirni talið sig gabbaðan að því leyti og þá sagt honum Upp, ef svo væri, að ástin hjá B. hefði, eins og stundum kvað vera, staðið í sam- bandi við væntanlegan heimamund. Lárusar-braskið. Síðastl. laug- ardagskvöld boðaði L. H. B. fund í „Þjóðr." og kvað fjelagsmenn mega taka með sjer gesti svo marga sem húsrúm leyfði. En þrátt fyrir það var þar samt mjög þunnskipað. Að um- 1 ræðum loknum bað Lárus fjelags- menn að verða eftir, er hinir færu út, og sátu þá eftir um 30 menn. Leyndarmálið, sem hann hafði þá upp fyrir þeim að bera, var að sögn það, að leita samskota handa Ben. Sveinssyni Ingólfsritstjóra til þess að hann gæti í vetur farið norð- ur í Þingeyjarsýslu og aflað sjer kjörfylgis. Ekki er þess getið, hvernig „Heimastjórnarmennirnir" hans hafi tekið í þetta. En blindir mega þeir vera, ef þeir fara nú ekki að skilja, hvert ferðinni er heitið með þá, — þ. e. alla Ieið yfir f Fánamáliö í Danmörkn. í ýmsum dönskum blöðum er konungsúrskurðinum um fána- málið illa tekið. K. Berlín ham- ast gegn honum í blaðinu »Kö- benhavn« frá 25. f. m., kallar okkur hafa fengið verslunarfána innanlandssiglinga að minsta kosti og ávítar dönsku stjórnina mjög fyrir að hafa ekki hindrað fram- gang málsins. í blaðinu »Vort Land«, sem er málgagn Ung- hægrimanna, er einnig gremju- full grein um málið og þar veitst bæði að ráðherra íslands og for- sætisráðherranum út af því, sagt, að verið sje að draga mál undan áhrifum ríkisþingsins, sem það ætti að rjettu lagi um að fjalla, en leggja þau undir alþingi o. s. frv. Mótstöðublöð dönsku stjórnar- innar ætla sjer auðsjáanlega að nota þetta mál í Danmörku sem vopn á hana. ; , Ráðherra kom heim frá Khöfn með „Botníu" 6. þ. m. Hann talar í „Fram" næstk. laugardagskvóld. Kaupið g,ag,nleg,ar Jólagjafir. Kaupið gróða Vefnaðarvöru, - þar sem mest er úr að velja og verðið er lægst. }ai er - Ijí \\t [\ Vefnaðarvöru- verslun, Ingólfshvoli. <-*

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.