Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.12.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 10.12.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 207 Alfatnaðir, margar tegundir, iiýlíomnir. Hvergi úr jafnmiklu og góðu að velja. Verða seltlii* til jóla með ó- vanalega lágu verði. Sturla Jónsson. Laugaveg XI. JÓLABASARINN lijá Jóni Björnssyni & Co er opnaður. Þar fást bestar Vefnaðarvörur, Pijónavörur, Smávörur. Vidskiftavinir fá gefins veggalmanök medan til eru. Það er langt síðan flokkaskifting í landinu hefur verið eins óákveðin og nú er. Menn eru að spyrja hver annan, hvað nú skifti, og eiga í vandræðum með að svara. Sjö menn úr gamla Sjálfstæðisflokknum gáfu í haust út ávarp, sem var svo óá- kveðið, að það eitt virtist helst mega af því ráða, að höfundarnir hefðu enga ákveðna skoðun á neinu máli. Svo kom útdráttur úr stefnuskrá frá Bændaflokknum á síðasta þingi, og er hann litlu ákveðnari en hitt. Og loks hefur J. Ól. verið að reyna að draga skilnaðarlínur milli þeirra, sem Lárusi fylgja að málum og ann- ara Heimastj.manna og Sambands- manna. En skilnaðarlínurnar eru þar ekki aðrar en þær, að þeir Lárus vilja æsa upp óvild til núverandi ráð- herra þvert á móti skoðunum alls fjöldans af fyrv. flokksbræðrum þeirra. Allir virðast nú sammála um það, að samþykkja beri stjórnarskrárfrum- varp síðasta þings óbreytt. Ög þar með er aðalverkefni aukaþingsins að sumri leyst. Til þess eins á að kjósa nú. Að því Ioknu fara aftur fram nýjar kosningar. Ög þær kosn- ingar eiga að gilda til sex ára. Þeg- ar að þeim kemur, er nauðsynlegt að stjórnmálaflokkarnir leggi fyrir kjósendur stefnuskrár, ekki froðu og hjóm, eins og sjömanna-ávarpið frá því í haust, heldur hugsaðar og skýr- ar áætlanir um framtfðarmál lands- ins. Gæti aukaþingið í sumar lagt einhvern grundvöll til þess, þá væri það gott. En aðalmál þess er stjórn- arskrármálið. Önnur mál þarf ekki að setja á oddinn nú við kosning- arnar. Gæti jafnvel haft óholl áhrif á aðalmálið, ef svo væri gert. En þó eru það viss atriði önnur, sem menn verða að halda föstum við næstu kosningar, og skal sfðar kom- ið að þeim. Lögr. ætlar nú að minnast á þær hreyfingar, sem gert hafa vart við sig og búast má við að áhrif hafi á næstu kosningar. Tekur hún þá fyrst Lárusar-sundrungina frá síðasta þingi. Það hefur reyndar ítarlega verið skrifað um hana áður hjer í blaðinu, einkum í 31., 35. og 45. tbl. En vel má samt rifja þetta stuttlega upp aftur. Flokkabrotin á þinginu í sumar kendu hvort öðru um sprengingu Sarnb.fl. og Heimastj.fl. á fundinum 29. júní í sumar. Deilan var um það, hvort starfa skyldi undir nafni Samb.fl. eða Heimastj.fl. á þinginu. Á fundinum var 31 þingmaður, og tillagan um, að starfa skyldi undir nafni Samb.fl., var samþykt með 16 atkv. gegn 12. Þrír greiddu ekki atkv. Af þeim 16, sem atkv. greiddu með tillögunni, eru n Heimastjórn- armenn og 3 gamlir bandamenn þeirra alla leið frá 1908: Jóh. Jó- hannesson, M. Andrjesson og St. Stefánsson. Af hinum 12, sem móti tillögunni greiddu atkv., eru 9 Heima- stj.menn. Alls voru Heimastj.flokksmenn á þinginu 21. Þar af vilja 11 starfa þar undir nafni Samb’fl., en 9 vilja starfa undir nafni Heimastj.fl. og með bandalagi við hina, sem gengið höfðu í Samb.fl. annarstaðar frá. Hjer er um svo litla sprungu að ræða, að óskiljanlegt virðist, að hún skyldi ekki vera brúuð. Stefnumun- urinn var alls enginn. Það var að- eins deilt um óveruleg atriði. Og reglan er, eins og menn vita, sú, að gera út um ágreiningsmálefn- in innan flokks með atkvæðagreiðslu, þannig, að meiri hlutinn ráði, en minni hlutinn beygi sig. Ef sú regla væri ekki viðurkend, þá væri öll V. B. K. selur n y t s a m a n V efnaðarvarning-, hentugan til jólagjafa. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verslunin gjörn Kristjánsson. Bæjarverkfræðingssýslan Reykjavíkur — þar í falið byggingafulltrúa- og slökkviliðsstjórastarfið — er laust frá 1. apríl næstkomandi. Laun 2700 kr. og 300 kr. til skrif- stofukostnaðar auk skrifstofuherbergja. Umsóknir sendist fyrir lok febrúar næstkomandi til skrifstofu borgarstjóra, er gefur nánari upplýsingar. — Borgarstjóri Reykjavíkur 8. des. 1913. c?áll Cinarsson. Jólin og hinir bágstöddu. Það er áreiðanlega fátækt á mörg- um heimilum hjer í bæ, og þess vegna ávalt þörf á hjálp góðra manna. En jólin gefa mönnum ágætt tæki- færi til þess að gleðja áðra. Á und- anförnum jólum höfum við sjeð, að gjafir bæjarbúa hafa vakið gleði á mörgum heimilum og gert jólin bjart- ari hjá mörgum fátæklingum. Brátt koma jólin, og það er okk- ur enn sem fyr gleðiefni, að taka á móti gjöfum í þessu skyni. Biðjum við menn að senda gjafirnar til okk- ar sem allra fyrst. Þessari beiðni hefur áður verið vel tekið, og svo mun enn vorða. Með kærri kveðju. Jbhann Þorkelsson. Bjarni Jónsson. flokkaskipun ógerleg. En þarna ákvað nú meiri hlutinn, að starfa skyldi á þinginu undir nafni Samb.fl. Sá úrskurður er lagður á ágreinings- málið með 16 atkv. gegn 12. Innan Heimastj.fi. eru atkv. 11 gegn 9, eins og áður segir. Hvorir eiga nú að ráða, þeir 16 eða þeir 12, þeir 11 eða þeir 9, og hvorir eiga að beygja sig? Auðvit- að er rjetturinn til að ráða þeirra megin, sem í meiri hluta urðu. En minni hlutinn vill ekki beygja sig og slítur út af þessu flokksbönd- in, rýfur hæði Samb.fl. og Heima- stj.fl. Og þá er að líta á það, hvort þær ástæður, sem minni hlutinn hafði til þessa, geta kallast góðar og gildar. Ágreiningur um aðalmál flokksins var alls enginn. Það hafði sýnt sig rjett á undan, er samþykt var nær einróma tillaga, sem ráðharra hafði borið fram um sambandsmálið. Þar var alls enginn stefnumunur. Það, sem látið var klingja af minni hlutanum, var, að hann hefði gert þetta af umhyggju fyrir Heimastj.fl. og af ást á nafni hans. Það er sjálf- sagt rjett, að einhverjar slíkar til- finningar hafi ráðið hjá ýmsum af mönnunum. Og hjer skal ekki gert neitt lítið úr þeim. En það eru þá tilfinningar, sem hlaupa með þá í gönur. Athugun á málinu hefur vantað. Það er fljótfærnisákvörðun, sem þeir taka, að rjúfa þingflokkinn fyrir aðra eins smámuni og hjer var um að gera. Var Heimastj.fl. í nokkurri hættu staddur, þótt tillaga gengi fram um, að starfa á þingi undir nafni Sam- bandsflokksins ? Alls ekki. Heldur þvert á móti. Heimastjórnarmenn voru svo fjölmennir innan Sambands- flokksins, að þeir gátu þar öllu ráðið. Heimastjórnarflokkurinn var einmitt með þessu að færa út kvíarnar, ná til fylgis við stefnuskrá sína nýjum mönnum. Hann var að auka fylgi sitt og áhrif í landinu; leggja undir sig ný svæði. Lögr. gerir ráð fyrir, að þetta hafi minni hlutinn ekki sjeð í hitakastinu, sem deilan olli, þegar hann sprengdi flokkinn, og telur því, að hann hafi gert það af skammsýni eða misskiln- ingi, — meiri partur hans. Enda er vissa fyrir því, að sumir innan flokks- brotsins litu svo á, þegar á leið þingið. En allir eiga hjer ekki óskift mál. Lítill efi getur á því leikið, að einn maður hafi gengið að sprengingu flokksins með ráðnum huga frá upp- hafi. Hjá honum hafi ekki tilfinn- ingarnar ráðið, heldur yfirvegun. Það kom fljótt fram í þinginu, að Lárus fór að reyna að hafa gagn af klofningnum fyrir sjálfan sig. Hann ljek í Heimastj.flokksbrotinu, sem honum fylgdi, gallharðan Heimastj.- mann. En þar fyrir utan stóð hann altaf í sambandi við B. Kr. og Landvarnarmenn. Hann flökti í milli eins og Ieðurblakan, sem sagð- ist vera fugl, þegar hún var hjá fuglunum, en mús, þegar hún var hjá músunum. Það vita allir nú, að Lárus þaul- reyndi að verða ráðherra með fylgi Landvarnarmanna og fylgismanna Björns Kristjánssonar. Og þótt alt þetta mistækist fyrir honum, þá sýnir það, hve mikil einlægni er í hinu sífelda ástarhjali hans við Heimastj.flokkinn. Hann vildi verða ráðherra. En hvort hann yrði það hjá fuglunum eða músunum, — það var honum sama. Hygnir menn í mótstöðuflokki Heimastj.flokksins sáu það fyrir Iöngu, að Lárus væri tilvalið verk- færi til þess að kljúfa flokkinn. Þeg- ar í þingbyrjun 1912 hreyfði Björn Kristjánsson þessu í sinn hóp á fundi, sem haldinn var þá heima hjá hon- um. Og síðan hefur altaf verið sam- band þeirra í milli, eins og best kom fram á þinginu í sumar. En fyrir leðurblökunni, sem getið er um hjer á undan, fór svo að lok- um, að hvorki vildu fuglar nje mýs við hana kannast. Hún var út rek- in frá báðum. Og síðan hefur hún oft verið tekin til dæmis um það, að ekki væri hyggilegt að fara að eins og hún fór. Jólagladning handa fátœkum. Kvenfjelag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík hefur áformað, að verja allmikilli upphæð úr sjóði sfnum til að gleðja fátæklinga fyrir jólin. En af því það veit, að mörgum er að miðla, þá vill það taka höndum saman í þessu skyni við sem flesta - hjartagóða og örláta menn f bæn- um. Mælist það nú til, að góðir menn skjóti saman og auki á þá leió upphæð þá, sem fjelagið ætlar að hafa til jólaglaðnings fátækum. Fjenu verður útbýtt, ef nokkuð safnast, án tillits í hvaða söfnuði fá- tæklingarnir eru. Fríkirkjupresturinn veitir gjöfuuum móttöku. Tfeyringurinn og fimmeyringurinn eru teknir með þökkum. Símalag'ning'ar og loft- skeytastöö. Samkvæmt ákvörð- un siðasta þings hefur ráðherra tekið 500,000 kr. lán til síma- lagninga og til þess að kom upp loftskeytastöð hjer við Reykjavík. Lánið er tekið hjá Stóra norræna fjelaginu. Hafnarfjaröarliraunin. Fjelag er nú myndað erlendis til þess að vinna áburð ur þeim, eins og ráðgert hefur verið áður. Fjelagið heitir »Islands Vulkan Phonolith Syndikat«. Þetta var í gær símað E. Claessen ýfirrjétfar- málafl.manni, sem er hjer um- boðsmaður forgangsmanna fyrir- tækisins. Frá síra Sig. Stefánssyni í Vig- ur kemur í næsta tbl. Lögr. grein um stjórnmálaafstöðuna nú. Frá Anstfjörðnm komu með Botníu Jónas Gíslason frá Fögrueyri í Fáskrúðsfirði og Finnur Einarsson á Sævarenda í Loðmundarfirði. Jón Þorldksson: Rafmngn nr vatnsafli. (Frh.) ' V. Atlstöðin. Aflstöðin er ávalt sett þar sem pípurnar enda, og það er, eins og áður var sagt, neðan við brekku þá, sem myndar fallhæðina, og sem næst henni. Lega aflstöðvarinnar ákveðst því af landslaginu, og er venjulega alls engu hægt að víkja til um hana, en ef svo hagar til, að um fleiri en einn stað er að gera fyrir aflstöðina, er sjálfsagt að velja þann, sem næstur er bænum. Það er sem sje afar-áríðandi, að fjar- lægð stöðvarinnar frá bænum sje ekki mjög mikil, eins og síðar mun vikið að. Það sem hjer er kallað aflstöðin, grípur yfir húsið, sem vjelarnar eru í, vjelarnar sjálfar og þau tæki þeim tilheyrandi, sem eru f húsinu. Stöðvarhúsið þarf að vera svo vel bygt, að í því sje ekki raki, með því að allar rafmagns-vjelar og -tæki þola mjög illa raka. Að öðru leyti er ekki hægt að gefa hjer reglur um stærð og hússins, en geta skal þess, að rafmagnstæki þau, sem í húsinu þurfa að vera, eru mjög fyrirferðarlítil, og mega því stöðvar- húsin venjul. vera mjög lítil. Vjelarnar í húsinu eru þessar: 1. Vatnsvjelin, annaðhvort vatns- hjól eða túrbína, sem tekur við vatninu og snýst um ás sinn. Sú vjel snýr annari, en það er: 2. Rafmagnarinn (dynamo, genera- tor), sem framleiðir rafmagnsstraum- inn og sendir hann frá sjer út í leiðsluþræðina. í stórum aflstöðvum er venjulega reynt að haga svo til, að vatnsvjel- in og rafmagnarinn megi snúast jafn-hratt, og eru þá báðar þessar vjelar látnar sitja á sama ásnum. í smástöðvum verður þessu stundum ekki komið við, heldur verður snún- ingshraði vatnsvjelarinnar þá minni en snúningshraði rafmagnarans þarf að vera. Þá er hvor vjel látin sitja á sínum ás, og snúast báðir ásar í möndlusætum, sem eru sett á gólf eða veggi hússins eftir því sem á stendur. Sambandið milli ásanna er gert þannig, að á þeim báðum eru fest reimahjól, stórt hjól á vatns- vjelarásnum og lítið hjól á rafmagn- araásnum; utan um bæði hjólin er strengd reim eða gjörð úr leðri eða öðru haldgóðu efni. Þegar nú vatnið snýr vatnsvjelinni, þá snýst einnig stóra reimarhjólið á ási hennar, og dregur með sjer reimina og þar með litla hjólið á hinum ásnum, og þannig snýst einnig ás rafmagnarans, og það þeim mun tíðara en hinn, sem reimarhjólið á honum er minna ummáls. Það er miklu hentugra að láta bæði vatnsvjel og rafmagnara sitja á sama ás, þar sem því verður við komið, því að bæði stelur reimin dálitlu af orkunni, og svo þarf þá að vera talsvert langt bil á milli ásanna, og stöðvarhúsið þar af leið- andi stærra; ennfremur þarf að hirða vel reimina og reimarhjólin. Gallinn á því að Iáta vatnsvjel og raftnagn- ara sitja á sama ás er venjulega ekki annar en sá, að rafmagnari með litlum snúningshraða er nokkru dýrari en rafmagnari sömu hestafla- tölu með miklum snúningshraða. Gerð rafmagnarans þýðir ekki að reyna að lýsa hjer; ekki er þó svo að skilja að gerð hans sje neitt margbrotin í samanburði við flestar aðrar vjelar. En nokkra af eiginleik- um þeirrar vjelar verður að minnast á. Stærðin er mjög mismunandi, eftir því hve mörgum hestöflum vjelin á að geta breytt í rafmagn. Snúningshraðinn er einnig mismun- andi; ef tvær vjelar eru jafnstórar (þá líka jafndýrar), en önnur snýst tíðar en hin, þá tekur sú fleiri hest- öfl, sem tíðar snýst, eða með öðr- um orðum, ef vjer þurfum að fá rafmagnara fyrir tiltekna hestaflatölu, þá verður hann lítill og ódýr ef hann er látinn snúast títt, en stærri og dýrari ef hann á að snúast hægt. En vitanlega er það ókostur, að snúningshraðinn sje mjög mikill, því að möndulsæti vilja þá fremur hitna og skemmast, ef ekki er passað vandlega að þau sjeu ávalt vel smurð, og vjelin slitnar fyr. Raf- magnarar fyrir 3 til 8 hestöfl eru samt látnir fara alt að 2000 sriún- ingum á mínútu. Eftirtektaverðasti eiginleiki raf- magnaranna er sá, að til þess að spenna straums þess, sem þeir fram- leiða, haldist jöfn, verður snúnings- hraðinn að haldast nokkurnveginn jafn. En snúningshraði rafmagnar- ans er, þegar einu sinni er búið að setja vjelarnar upp, alveg kominn undir snúningshraða vatnsvjelarinnar. En snúningshraði vatnsvjelarinnar getur hæglega breytst, og það af ýmsum ástæðum; t. d, er hætt við að hann aukist ef snögglega er hætt að nota orku þá, sem vatns- vjelin tekur úr vatninu og rafmagn- arinn sendir út í leiðsluþræðina, eins og á sjer stað ef snögglega er „slökkt" á stórum rafmagnsofni eða undir stórum matreiðslupotti, eða þvíuml.; þá vill snúningshraði vatns- vjelarinnar aukast, en við það eykst spenna rafmagnsins, og verði of mikil brögð að því, þá eyðileggjast lampar og önnur rafmagnstæki. Og þó ekki verði svo mikil brögð að, þá segja rafljósin ávalt eftir, ef snún-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.