Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.12.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 13.12.1913, Blaðsíða 1
AfgreiOslu- og innheimtum.: fORARINN B. fORLÁKSSON. "VeltaBundi 1. Taltiml 389. LÖGRJETTA Ritstjori: fORSTEINN 6ÍSLAS0N Plngholtsstræti 1T. Taliimi 178. M 59. R-eykjavllí 13. desember 1013. VIII. árg. 1. O. O. F. 9512179. Lárus Fjeldsted, YflrrJettarmilafaBrslumaOur. Lækjargata 2. Helma kl. I 1-12 og 4-7. Innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. WWWWHI' Um voveilep dauðdaga. Slysfarir, sjálfsmorð og manndráp hjer á landi. Eftir Gaðm. Björnsson. (Nl.). IX. Utn eiturhættur, eítursölu 0. fl. Lagaboð í íslenskum lögum eru um mjög fá ákvæði um þá eitur8ölu. eitursölu, sem hjer er um að ræða. — Þess hefur ekki þurft. Gömul dönsk tilskipun, 1. apríl 1796, um eitursölu, mun hafa átt að komast hjer í gildi, en aldrei varð af því, á löglegan hátt. Tilskipun 3. febr. 1835 um »Könrög og Arsenik« komst í fult gildi, en er lítils virði og má heita úrelt. Þá eru til lög, 15. febr. 1895, um auðkenni á eitruð- um rjúpum. Og loks má nefna auglýsingu landlæknis, 10. mars 1913, um meðferð á refaeitri (í Lögb.bl. og Búnaðarritinu). Hættulega8ta Þess ber vel að gæta eitrið hjer að stryknín er það eitr- á landi. ^ sem langmest er notað (sem refaeitur) um land alt. Hjer í lyfjabúðinni eru t. d. venjulega seld um það bil 1000 gr. (— 2 pund) á ári. Stryknín er mikils metið læknislyf, en ram- asta eitur, svo að stærsti leyfilegi læknisskamtur er 5 mgr. (B/iooo gr.) í einu, ea 10 mgr. á sólar- hring. 3 ctgr. (8/ioo gr.) er minsti banvænn skamtur handa fullorð- inni manneskju. í 1000 gr. — því sem selt er í Rvík á ári — eru þá um það bil 16000 mannskæðir skamtar, ef dauðaskamlurinn er gerður 6 ctgr. að medaltali. Þetta er býsna agalegt, fljótt á að líta. En þó að þetta eitur sje svona banvænt og alstaðar um hönd haft, í hverri sveit, þá hefur það ekki enn komið mönnum að meini, svo að ótti standi af. Jeg veit um tvö stryknín-sjálfsmorð, fyrir mörgum árum,1) annað ekki. Byssurnar ^efir eru Mka skotnir. miklu Og það er víst, að af hættulegri skotvopnunum stendur en eitrin. mífc/u meiri Ufshœtla en af refaeitrinu og óllum þessum eitrum, sem hjer koma til greina. Hingað til hafa miklu fleiri slys*) og sjálfsmorð hlotist af skotvopn- um, en af strykníni og öðrum bráðdrepandi eitrum, sem um hönd eru höfð. Slysið á „Kong* Helge". 1) Annað var kvenmaður í Norður- landi; hún hafði átt barn með bróður sinum; hann tók líka stryknin, en beið ekki bana af. Hitt var bóndi hér á Suðurlandi. 2) Byssuslysin eru orðin talsvert al- genghjer og einlægt að ágerast. Á Frakk- landi og Þýskalandi (og liklega víðar) er nú —veit jeg — bannað með lög- um að selja önnur skotvopn en þau, sem reynd hafa veriö að traustleik af löggiltum eftirlitsmönnum, og merkt pví til sönnunar. En hingað fiytjast oft þau ódýrustu og hættulegustu skrapatól, sem hægt er að fá, — og ganga best út. Myndin hjer sýnir „Kong Helge" við bryggju í Khöfn. Það var 17. nóv., sem slysið vildi til á „Kong Helge", og var hann þá staddur norðan og austan v'ð Færeyjar. Sjór fjeli yfir skipið og tók burtu helminginn af stjórnpallinum og þar með N. P. Hansen skipstjóra, Dam yfirstýrimann og háseta, sem Nielsen hjet og var við stýrið. Fjórði maður, sem þar var uppi, var skipsdrengur, en hann hentist yfir á þann hluta stjórnpallsins, sem eftir stóð, og bjargaðist þannig. Skipið var illa leikið eftir þetta áfall og það þykir vel gert af öðrum skýrimanni, sem Jörgensen heitir, að koma skipinu beina leið áfram, því næst hefði verið að leita hafnar í Færeyjum. — Hansen skipskipstjóri var 40 ára gamall og hafði verið 10 ár í þjónustu Thorefjelagsins. Hann var búsettur í Khöfn og lætur eftir sig konu og dóttur, 4 ára gamla. Dam stýrimaður lætur eftir sig eftir ekkju og son. tveggja ára. Nielsen var 19 ára gamall. Hvernig hent- Jeg hef orðið þess ast er að haga var, að eiturmorðið eitursölu. hefur slegið otta á ýmsa menn. Þess vegna hef jeg talið mjer skylt að gera landsstjórninni ljósa grein fyrir eiturhættunum hjer á landi, og þá lika alþýðu manna. Þetta mál er í sjálfu sjer ofur- einfalt og auðvelt viðfangs fyrir okkur íslendinga, af því, að hjer á landi eru engin eitur byrluð, öll aðfengin; og hjer eru heldur ekki neinar stóriðnir, sem eitur- hætta fylgir, eins og í öðrum löndum; bráðhættuleg eitur er hjer hvergi að fá nema hjá lyf- sölum og læknum, sem lyf selja. Þess vegna hafa líka eiturslys og eiturmorð verið afarfátíð hjer, á við það, sem gerist í öðrum löndum. En læknum og lyfsölum fjölg- ar óðum. Og hins vegar hef jeg orðið var við allmikla óánægju hjá alþýðu manna út af því, að geta ekki fengið nauðsynleg eit- ur, t. d. stryknín, í lyfjabúðunum án lyfseðils. Þess vegna hef jeg undanfarna tíð gefið nánar gætur að öllu, sem hjer að lýtur, í því skyni að komast að raun um, hvernig hentast mundi að koma föstu skipulagi á eitursölu lyfsala og hjeraðslækna, aðra en lyfjasölu. Hef jeg nú — eins og fyr var sagt — talið rjett að hraða þessu, og því, með samþykki stjórnar- ráðsins, gefið út auglýsingu til lyfsala og lækna um sölu á eit- urtegundum til annara afnota, en lækninga. Meginatriðin eru þessi. — 1) Að þeim, sem á eitrum þurfa að halda, verði ekki meinað, eða gert ó- þarflega erfitt fyrir að fá þau, þurfi ekki lyfseðil; — 2) en heimta þar i móti framvegis þá tryggingu, að hver, sem kaupir eitur til verk- legra afnota, eða til að eitra fyrir dýr, skuli afhenda lyfsala (eða hjeraðslækni) skriflega beiðni um eitrið (á prentuðu eyðublaði) og rita nafn sitt undir; — 3) að lyf- salar og hjeraðslæknar megi selja eiturefnin gegn þess konar skrif- legri beiðni, ef þeir þekkja beið- anda og sjá engar líkur til þess, að hann muni fara rangt með eitrið. Því að eins, ef kaupandi er ókunnur seljanda, verður hann að fá meðmæli lögreglustjóra (sýslumanns, hreppstjóra) eða lœknis á beiðni sína;1) — 4) eitur- beiðnirnar skal seljandi (lyfsali, hjeraðslæknir) geyma og gera skrá yfir (eiturbók). Með þessum hætti fæst ein sú besta trygging, sem sje ljós og áreiðanleg vitn- eskja um alla þess konar eitur- sölu, og þó jafnframt hægðar- auki og sparnaðar fyrir almenn- ing frá því sem nú gerist. í öðrum löndum hefur víða orðið að setja ströng lög og til- skipanir um eiturgerð, eitursölu og margs konar iðnað, sem eitur þarf til og eiturhætta fylgir. Hjer er enn alls engin þörf á því um líku. Eiturbeiðnir (í stað lyfseðla), líkar þeim sem getið var, tiðkast viða annarstaðar. Og þegar á alt er litið, virðast þær vera lang- brotaminsta og þó um leið nota- drýgsta tryggingin fyrir því, að menn reyni ekki að afla sjer þessara eiturtegunda að óþörfu, til rangra afnota, og síst í því skyni að vinna glæp með þeim, — eigandi á hæltu, að skrifleg beiðni þeirra um eitrið komi óðar upp um þá sökinni. (Endir.) Ferdínand Búlgarkonungnr er nú staddur 1 Wien, segja siðustu útl. blöð, og er þvi helst spáð, að hann segi af sjer konungdómi, enda kvað óvildaralda mikil vera risin gegn honum heima fyrir og kenna nú ýmsir honum um stríðið milli sambandsþjóðanna og telja það hans sök, að Búlgarar hafi þa hall- ast of mikið að ráðum Austurríkis- manna, en verið fráhverfir Rússum. Konungur er sagður veiklaður á heilsu og af sumum jafnvel ruglað- ur á geðsmunum. Sem dæmi um óvildina tii hans nú heima fyrir er það sagt, að einhverja nóttina eftir að hann fór á stað frá Sofíu var skrifað á glugga konungshallarinnar til og frá: „Til leigu". Kiamil pasja fyrv. stóvezfr Tyrkja er nýlega dainn. Sifil! Sifil! Sifil! IVýl*01*1*11.! TTalleg! Odýr! Sturla Jónsson. Laugaveg 11. 1) Ef hreppsnefnd t. d. sendir mann með beiðni um refaeitur, þarf ekki annað en meðmæli lögreglustjóra á beiðni oddvita og áritun hans, að hann feli manninum að kaupa eitrið; þá á hann að fá það tafarlaust i lyfja- búð, þó hann sje þar öllum ókunnur. íjrútasýningar. í haust hafa verið hrútasýningar í Húnavatnssýslu, íBæjarhreppi íStranda- sýslu, á búnaðarsambandssvæði Borgar- tjarðar og 1 Kjósarsýslu. Alls hafa þær orðið á 29 stöðum, og er enn eftir að halda tvær í Kjósarsýslu, þegar þetta er skrifað. A þessum sýningum hafa verið sýndir hrútar á öllum aldri, sam- tals 1188 að tölu. — Búnaðarfjelag ís- lands veitti styrk til sýninganna. — Hrút- unum var skift í þrjá flokka eftir aldri, og svo hverjum aldursflokki skift í verð- launaflokka; voru þeir fjórir; 1 fimta flokki voru hafðir hrútar, er tóldustnot- hæfir, en ekki verðlauna verðir, en f sjötta flokki urðu þeir hrútar, sem töld- ust óhæfir. Þannig var hverjum aldurs- flokki skift f 6 flokka, en örfáir urðu f fyrsta flokki, fengu 1. verðlaun. Sýningar þessar eru hafðar í því skyni að hvetja menn til að vanda valið á lífhrútunum og veita mönnum betri þekkingu á því, hvernig kindurnar eiga að verá. Þær eru og ætlaðar til þess, að veita mönnum leiðbeiningar í allri meðferð hrútanna, gefa mönnum tæki- færi til að sjá hrúta hverjum hjá öðrum og versla hrútum, og ekki síst eru þær ætlaðar til að auka áhuga og umhugsun manna fyrir fjárræktinni. Það er nú enginn efi á þvf, að sýn- ingar þessar auka áhuga manna og þekk- ingu á þessu og gera menn sammála í aðalatriðunum. Af þessu leiðir, að menn komast á rjettari hillu hvað snertir val og alla meðferð hrútanna, sem getur Ieitt til mjög mikilla bóta, bæði hvað snertir vænleik fjárins og afurðir þess. Fyrir nú utan það, að sýningar þess- ar kenna mónnum betur að hagnýta kosti fjárins, munu þær og leiða til þess, að menn bæti ásetninguna. Það er al- staðar sjeð og sannað, þar sem fjárrækt er á hærra stigi en hjer á landi, að með aukinni umhugsun og þekkingu á fjár- ræktinni kemur það af sjálfu sjer, að menn tryggja fjenað sinn með nægum fóðurforða, til þess skiljanlega að halda altaf fullum arði af fjenu. Og svo miða umbæturnar að því, að meiri arðurnæst af hverri einstakri skepnu, og þá þarf færra fje og minna hey til að gefa jafn- mikinn arð. — í sambandi við þetta vil jeg geta þess, að jeg hef sjeð því hreyft i blöðum hjer, hversu „skopleg mannalæti" það væru hjer hjá okkur, að vera að hafa sýning- ar á fjenaði meðan ásetningin væri svo slæm, að menn dræpu úr hor. Þetta er hjal þeirra manna, er ekki hafa nægan skilning á málinu. Horfellir stafar ekki eingöngu af tóð- urskorti, heldur líka af þekkingar- og hugsunar-leysi margra. Fjeð er ekki nógu vel valið og vænt, og svo kunna menn ekki sem vera ber með það og heyin að fara að vetrinum. Þekking og hag- sæld aukast með áhuga og umhugsun; því er fyrsta sporið að vekja þau öfl til starfa. En það gera hrútasýningarnar. Sumir hafa fundið að því, að ekki væru ær með á sýningunum. En þá yrði fjeð á þeim of margt. í öllum aðalatriðum má ganga út frá sömu einkennum á góðum hrút og góðri á, en þar eð hrút- urinn heiur meiri áhrif i kynferði fjárins heldur en ærin, sem einstök kind, er það LaglBQ Jólagjðf er nýútkomin Litmynd af Öræfajökli eftir málverki Ásgr. Jónssonar. Verð án ramma aðeins 2 kr. Fæst hjá bóksólum í Reykjavík og öllum stærri kaupstöðum landsins og hjá útgefanda: Pappírs- og málverka- verzlun Þór. B. Porlákssonar Veltusundi 1. svo mikils varðandi að hann sje góður. Meðferð hrúta er og meira ábótavant, og svo er gott að versla þeim á sýning- unum. Jeg vildi mjer gæti lánast að fá sem flesta á mitt mál með hrútasýningarnar; þær eru áreiðanlega ein öflugasta lyfti- stöng fjárræktarinnar. Jarðrækt og fjár- rækt verða að haldast í hendur. Menn eyða fóðri til einskis, ef skepnurnar eru illa ræktaðar. Sláturfjelagið hefur fargað í haust hjer í Reykjavík 37 þús. sauðfjár að minsta kosti. Væri fjárræktin í góðu lagi á Suðurlandi tel jeg víst, að hver kind hefði gert tveimur krónum meira, en það hefði orðið til samans 74 þús. kr. Menn geta bætt fje, sem þessu nemur, án mikils tilkostnaðar. En hrútasýning- ar geta hjálpað til þess meira en menn hygRJa. Þar sem sauðfjenaður er nú aðal-bú- stofn bænda, og verðið á kjötinu (sem er aðalarður fjárins) fer óðum batnandi, verða menn að hefjast handa, meira en gert er, til að bæta sauðfjárræktina. Og það gera menn nú auðvitað. En hjer dugar ekkert gauf. Áhugi og umhugs- un verða að koma strax, framkvæmdir um leið: Betra val, betri hirðing, betri ásetning, og þá kemur meiri arður. Þeim vantrúuðu get jeg sagt með vissu — þótt jeg ekki sýni það reikningslega hjer — að þess eru mörg dæmi hjer á landi, að nágrannabændur hafa oft mjög mismunandi arð af fj'e sínu. Sá mis- munur getur að vísu stafað af ýrnsu, en jeg veit, að oft stafar hann mestmegnis af því, að kynferði fjárins er betra hjá einum en öðrnm. Að vísu stafar mis- munurinn oftar af því, að menn kunna misjafnlega að fóðra fjeð og hirða svo vel sje. En alstaðar má auka arðinn af fjenu með þvf að bæta kynferði þess. Sýningar þær, sem hjer er á minst, voru mjög mismunandi vel sóttar, og olli því margt. í Húnavatnssýslunum voru bændur mjög ónnum kafnir við sláturfje sitt, þvf sýningardógum þar var ekkert skipað með tilliti til sláturdag- anna. En i Borgarfirðinum var þar tólu- vert miðlað málum. En fleira var þessu valdandi: of lftill áhugi og trú á sýn- ingunum, of naumur tími og of illa til- kyntir sýningardagarnir. Sumstaðarkomu menn sjer ekki saman um tillag til verð- launa móti styrknum frá Bún.fjel. ís- lands. Margir álitu sig ekkert hafa að sýna, sem væri verðlauna vert. En það er misskilningur. Menn eiga að sýna hrútana eins og þeir leggja sig, og sjá

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.