Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.12.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 17.12.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innhelmtum.: ÞOBARINN B. ÞORLÁKSSON. Veltusundi;l. Talilml 359. RJETTA Ritstjörl: PORSTEINN BÍ8LA80N Pingholtsstratl 1T. Taliimi »1. M eo. R-eykrjavík 17. desember 1913. vni. Arg-. I. O. O. F. 9512199. Lárus Fjeldsted* Tflrrj ettarmálafnrilnmiOur. Laakjargata 2. Helma kl. 11-12 Og 4-7. BeeJkur, Innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sígfúsar Eymundssonar. Ávarpið I>Í11 *£ÍI< >li JUil.1-1 ii 1". Þegar stórpólitiskir viðburðir eru á döfinni, sem hljóta að hafa víðtæk áhrif á alt líf þjóðarinnar, getur það átt vel við að helstu stjórnmálamenn- irnir gefi þjóðinni skýrslu eða yfir- Iýsing um afstöðu sfna til þeirra og heiti á hana til fylgis sjer; eru þær yfirlýsingar vanalega nefndar þvíhá- tfðlega nafni: Ávarp til þjóðarinnar. Slíkir viðburðir skifta oft stjórn- málamönnum í ákveðna flokka, sem standa á öndverðum mcið, og þá er ekki nema eðlilegt, að þeir, hver um sig, vilji aíla sjer sem mests fylgis til sóknar og varnar málstað sínum. En er engin slík mál eru uppi með þjóðinni, er eftir eðli sínu geta skift henni í ákveðna stjórnmálaflokka, virðast slík ávörp eiga niiklu minna erindi til þjóðarinnar; þau geta þá orðið til að auka óþarfa flokkadrætti eða viðhalda gömlum og lítt þörf- um ilokkaríg, og er þá ver farið en þeima setið. * Þegar engin brýn þjóðarnauðsyn knýr til þeirra, verða þau og vana- lega hjegóma- og yfirlætis-skvaldur, með mörgum og fögrum loforðum, en minni efndum, er á reynir. Þá minna þau á ræður sumra þing- mannaefnanna á þingmálafundunum, þar sem kjósendum er óspart lofað gulli og grænum skógum og alls konar friðendum fyrir land og lýð, ef þeir kjósi ræðumann. Þetta ættu allir góðir menn að at- huga, áður en þeir fara þessar ávarps- liðsbónir til fólksins, og þá sjerstak- lega þá góðu reglu, að lofa svo ekki einn (sjálfan sig), að þeir lasti annan. Fyrir skömmu hafa 7 sjálfstæðis- menn í Reykjavík hafið einn ávarps- leiðangurinn; tilætlunin auðvitað sú, að leggja landið undir Sjálfstæðisflokk- inn. Um það út af fyrir sig er ekkert nema gott að segja, ef sjálfstæði þjóðarinnar er nokkur sjerstök hætta búin af hinum stjórnmálaflokkunum í landinu. Þessir sjömenningar teljast vera í stjórn Sjálfstæðisflokksins og heita í hans nafni á alla þjóðina, að vinna að aðalmarkmiði sjálfstjórnarflokks- ins, eýnalegu og stjórnmálalegu sjálf stœði Íslands. Fyrir nokkrum árum var þessi flokkur allálitlegur þingflokkur, en á þinginu 1912 þóttust einir þrfr þing- menn rjettilega taldir f honum; á síðasta þingi voru þeir 5 eða 6. Það væri nú meiri raunasagan af þessum tveimur síðustu þingum, ef ekki hefðu staðið þar uppi nema ',ein- ir 3—6 þingmenn, er vinna vildu að fullu sjálfstæði íslands í efnahag og stjórnmálum. Af þessu ávarpi getur manni þó dottið í hug, að svo illa værikomið fyrir þjóðinni. Að vísu er svo, að hvort sem litið er á þau aðalmál, sem heitið er á þjóðina til fylgis við í ávarpi þessu, eða á afskifti þingllokkanna á siðasta þingi af þeim, þá má telja það nokk- urnveginn sjálfgeíið, að hvert einasta mannsbarn á íslandi geti skrifað undir þetta ávarp. Og þó segir einn ávarpsmannanna, að með því (ávarpinu) sje afstaða Sjálfstæðisflokksins skýrt afmörkuð bæði gagnvart stjórnarflokknum nú- verandi og Heimastjórnarflokknum (sbr. ísafold 80. tbl. þ. á.). Þessi ummæli liggur næst að skilja svo, að þessir tveir flokkar, sem blaðið nefnir, sjeu andstæðinga- flokkar Sjálfstjórnarflokksins um efna- legt og stjórnmálalegt sjálfstæði ís- lands, eða að minsta kosti sje þeim ekki trúandi til að vinna með hon- um að þessu takmarki. Athugulum kjósendum verður það sjálfsagt fyrir að líta til reynslu und- anfarandi þinga á þessu kjörtímabili, áður en þeir skrifa undir þennan dauðadóm fulltrúanna frá 1911. Sannfærist þeir af framkomu þeirra um, að kosningarnar 1911 hafi mis- tekist þeim svo hraparlega, þá er auðvitað sjálfsagt, að reyna nú að láta sjer farnast betur. Sjálfsagðasta og fyrsta bjargráðið, að kasta þeim öllum út, þessum háskamönnum frá 1911. Sú virðist og tilætlun sjömenning- anna. En ætli bæði Sambandsflokkurinn og Heimastjórnarflokkurinn standi í fjandaflokki gagnvart Sjálfstæðis- ílokknum samkvæmt framkomu sinni á þessum tveimur síðustu þingum? Hvaðsegja Þingtíðindin um þaðr Aðalmálin, sem ávarpið tekur upp i stefnuskrá sína, eru 5: 1. Sambandsmálið, 2. Stjórnarskrármálið, 3. Fjárhags- og atvinnu-mál, 4. Hagur verkamanna og 5. Kröfur um ráðvendni og rjett- læti til allra þeirra, sem fara með umboð þjóðarinnar. Hvemig var nú afstaða flokkanna til þessara mála? 1. Um sambandsmálið er það að segja, að Sjálfstæðisflokkurinn, að cinum 3 eða 4 mönnum undantekn- um, tók höndum saman við Heima- stjórnarflokkinn á þinginu 1912 til að reyna að leiða það mál til við- unanlegra Iykta. En, er sú tilraun mishepnaðist, var þeim málaleitun- um lokið í bráðina, eins og öllum er kunnugt. Hitt er alt annað mál, þótt Sambandsflokkurinn hafi enn ekki lýst þvi eins hátíðlega yfir og sjómenningarnir nú gera, að ekkert skuli frekara átt við það mál. Sam- bandsflokkurinn hefur enn ekki vilj- að þvertaka fyrir alla samninga í þvi máli, hvernig sem á stæði, og flestir sambandsmenn munu mjög vel geta skrifað undir þá ýfirlýsing eins ávarpsmannsins, að sjálfsagt sje, þrátt fyrir orðalag ávarpsins, að láta alls einskis færis ófreistað til að gera sitt itrasta til að þoka sambandsmál- inu svo áleiðis, sem unt er (sbr. Þjóðviljinn 53.—54. tölubl. þ. á.). Hafi Sambandsflokkurinn gert sig sekan i ósæmilegu athæfi eða fjand- samlegu gagnvart þjóðinni, svo hann fyrir það eigi að glata trausti henn- ar, þá hafa þeir Sjálfstæðisflokks- menn, er þessar tilraunir studdu, vissulega átt sinn þátt i þvi, og síst situr það á þeim, að gera fyrri skoðanabræður sína tortryggilega í augum þjóðarinnar fyrir það. 2. Þá er stjórnarskrármálið. Sýndu Heimastjórnar- og Sambands-menn sig fjandsamlega gagnvart framgangi þess á síðasta þingi? í meðferð þess kom engin flokka- skifting til greina; að vísu voru skoð- anir þingmanna þar allskiftar um einstök atriði, og síst geta sumir Sjálfstæðismennirnir hælt sjer af þvi, að þeir hafi stutt framgang frum- varpsins í þeirri mynd, sem það nú hef- ur; ef jeg man rjett, greiddu sumir þeirra atkvæði á móti því; láirþeim það enginn, sem þekkir skoðanir þeirra á sumum aðalatriðum stjórn- arskrárinnar; hitt er þeim fremur láandi, að þeir skuli nú vera að gylla Sjálfstæðisflokkinn fyrir stuðn- ing hans að framgangi þessa máls i þinginu á kostnað hinna flokkanna. Það líkist ofmjög lítt fyrirleitnum at- kvæðasmölum. 3. Fjárhags- og atvinnu-málin. í neðri deild bundust Sjálfstæðis- menn og Heimastjórnarmenn föstum samtökum um að fella öll þau frum- vörp stjórnarinnar, sem fóru í þá átt að auka tekjur landsins, og sama máli var að gegna um útgjaldahækk- unarfrumvörpin (launafrumvörpin); var samvinnan þar svo góð að líkast var, að þessir flokkar væru algerlega runnir saman. í samgöngumálinu tóku allir fiokkarnir höndum saman; man jeg sjaldan eftir jafn einlægri og ötulli samvinnu á meðal allra þingmanna, sem í þvi máli, og eiga allir flokkarnir jafnan heiður skilið fyrir meðferð þess á síðasta þingi. Bæði efnalegt og stjórnmálalegt sjálfstæði íslands var þar sameigin- legt markmið þeirra allra. Þjóðinni verður því ekki unnið óþarfara verk en með því að reyna að vekj'a tor- trygni og úlfuð i því máli. Sama er að segja um verslunar- og pen- ingamál landsins, þar var alls eng- inn ágreiningur milli þingflokkanna, eins og sjá má af meðferð þingsins á bankamálunum. Enginn varð heldur var við neinn flokkakrit í landbúnaðar- og fiskiveiðamálunum, og Sjálfstæðisflokkurinn stóð þar ekkert framar í fylkingu en hinir flokkarnir. 4. og 5. málið kom ekki sjerstak- lega til atgerða þingsins að þessu sinni, en engin ástæða er til þess að setja þar einn flokkinn framar en annan í fylkingarbrjóst eftir þetta sfðasta þing. Lfku máli er að skifta um afstöðu þingflokkanna til hinnar núvcrandi stjórnar. Flestir Heimastjórnarmenn- irnir i neðri deild unnu ósleitilega að því ásamt Sjálfstæðismönnum að steypa stjórninni, og forustan i því máli var miklu ötulli af hendi Heima- stjórnarflokksins en Sjálfstæðisflokks- ins, þótt árangurinn af þeim lífróðri yrði minni en til var stofnað. Sam- bandsfiokkurinn tók að vfsu ekki þátt í þeim bjaðningavígum, ekki af þvi, að hann væri allskostar ánægð- ur með stjórnina, heldur af hinu, að hann vildi ekki taka á sig þá ábyrgð að eyða tfma þingsins frá bráðnauð- synlegum þjóðmálum í valdaþjark, sem eftir því, sem á stóð, vel gat endað með þvi, að landið fengi lakari mann í stjórnarsessinn en sá var, er steypa átti. Til þess var þingsagan 1911 honum i of fersku minni. -f Gætni í fjármálum og sem minst aukin útgjöld til annars en eflingar atvinnuveganna er eitt af heitorðum ávarpsins. Sfst er það að lasta. En það eru sömu loforðin, sem endur- tekin eru við hverjar einustu kosn- ingar af #öllum flokkum en brugðin meira og minna á hverju einasta þingi. Til kosningafylgis eru þau tilvalin; kjósendum þykir það gott og vel að útgjöldin hækki sem minst, og heimting eiga þeir á þvi, að fje landsins sje ekki ausið út i óþarfa fjárveitinga og bitlinga. Meðalhóf- ið er vissulega vandratað f þessu efni. Margur sparsemdarpostulinn heima í hjeraði safnar glóðum elds yfir höfuð sjálfum sjer, er hann er sestur í löggjafarsessins, með fylgi sinu við margar þær fjárveitingar, sem ekkert eiga skylt við efling at- vinnuveganna. Enginn hinna núver- andi þingflokka getur stært sig af því, að hann sjerstaklega hafi sýnt þennan sparsemdarvilja sinn í verk- inu. Þær fáu raddir á þingi um gætni f fjármálum hafa síðan við fengum þingræðið verið hróp í eyðimörku, úr hvaða flokki sem þær hafa heyrst. Að því er kemur til sfðasta þings, þá höfðu sumar þær fjárveitingar alment fylgi allra flokka, sem alls ekki verður sagt um, að miði til bóta eða eflingar atvinnuvegum landsins, og því til sönnunar má nefna sfðustu atkvæðagreiðslu neðri deildar í fjárlögunum, en enginn mun þar hafa orðið þess var, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði neina sjer- stöðu, enda hrutu þá af bitlinga- borðinu molar til hans manna, engu síður en annara. Ætli það sje ekki meðfram eða jafnvel eingöngu fyrir þessa atkvæða- greiðslu, sem einn merkur maður hefur kallað síðasta þing „hrossakaupa- þingið mikla". Jafnframt því sem Sj'álfstæðisflokk- urinn eða ávarpsmenn lofa að ganga í endurnýung lífdaganna með fjár- málagætnina og sparsemina, hefði það ekki verið með öllu óþarft fyrir þá að vara kjósendur við að kjósa þá menn til þings, sem sýnt hafa, að erindi þeirra þangað hefur mest verið það, að krækja sjálfum sjer í bitlinga af landssjóði fyrir nauðalitla verðleika og til sárlítils gagns fyrir almenning. Það myndu verða talin góð um- skifti þótt þingmannaefni og aðrir forkólfar lýðsins töluðu minna við kjósendur um gætni og sparsemi í fjármálum, en sýndu það betur i verkinu, að þeir væru gætnir fjár- málamenn. Athugulir kjósendur munu og úr þessu fara að leggja fremur lítinn trúnað á slíka mælgi, hvort sem þeir heyra hana á þingmálafundum eða í hátfðlegum ávörpum til allrar þjóð- arinnar. Hún er vanalega hjegómlegt kosn- ingaskvaldur og annað ekki. En þó margt megi sjálfsagt með rjettu finna að gjörðum síðasta þings, þá væri það þó miklu fleira, ef flokkarígsins hefði gætt þar jafn- mikið og á hinum sfðustu reglulegu þingum. Samvinnan mátti kallast góð f stærstu og þýðingarmestu málunum, og má það vera gleðiefni öllum góðum mönnum. Síðan þingi sleit hefur ekkert það við borið, er ætla megi að skifti þjóð- inni eða þinginu við næstu kosning- ar i andstæða flokka. Um stjórn- arskrármálið, sem kosningarnar aðai- lega hljóta að snúast um, heyrist enginn ágreiningur; allir, hvort sem þeir eru allskostar ánægðir með frumvarpið eða ekki, telja sjálfsagt að samþykkja það óbreytt á auka- þinginu, eða að minsta kosti hefur ekki heyrst annað. Fæst af þeim stórmálum, sem ávarpið fjallar um, verða fyrir aukaþinginu, en eftir það fara fram nýjar kosningar, verði stjórn- arskráin samþykt. Hvað vilja svo sjómennirnir með þessu ávarpi, sem er svo alment og óákveðið, að allir geta skrifað undir það að efninu til". í öllum hinum núverandi þing- flokkum, eru þingmenn, sem þjóðinni er skaði að missa frá þingsetu. Eins og nú er komið þessum flokkum, gerir flokksnafnið eitt engan betri eða verri þfngmann; flokkaskiftingin er ekki bygð á neinum gagngerðum ágreiningi í mestu velferðarmálum þjóðarinnar, eins og sjá má af sam- vinnu og gerðum siðasta þings. Þjóðinni er ekkert þarfaverk unnið með því, að ala á gömlum flokkaríg og vekja tortrygni og óhug milli bestu manna hennar, en því miður virðist það vera aðalerindi þessa ávarps, cins og sakir standa nú. Það eru blekkingar, gum og gor- geir, ef nokkur hinna nú-verandi þingflokka vill telja þjóðinni trú um, að hann hafi staðið í fylkingarbrjósti á síðasta þingi i velferðarmálum þjóðarinnar gegn einum eða fleirum hinna flokkanna. Annars hlýtur sú spuming að vakna hjá hverjum athuguium og skynsömum kjósanda, á hverju þessi núverandi flokkaskifting sje í raun og veru bygð. Allir þessir flokkar eru orðnir að- eins nöfnin ein, og þessi nöfh hafa f raun og veru ekki lengur nokkurn tilverurjett. Þau tákna engar ólíkar stjórnmálastefnur i þeim þjóðmálum, sem nú eru á dagskrá. Þrátt fyrir öll þessi nöfn mátti kalla sfðasta þing flokklaust þing. Heimastjórnarflokk- urinn riðlaðist algerlega. 5 eða 6 hræður töldu sig rjetttalda í honum. Sjálfstæðisflokkurinn var með eina 3 menn 1912, og 5—6 1913. Sam- bandsflokkurinn með 12 til 14. Á nýja flokknum vissi enginn nein deili, nema þau, að hann kallaði sig bænda- flokk, og svo voru nokkrir þingmenn, sem ekki þóttust eiga heima i nein- um flokki. Ekkcrt þessara flokka eða flokksbrota var nærri þvf, að vera i meiri hluta á þinginu. 1 raun og veru er þetta hálfgerð skrípamynd af 40 manna þingi; manni liggur við að spyrja f gamni og alvöru: Hví voru flokkamir ekki 40? Og þó liggur mjer við að telja þetta happ fyrir síðasta þing. Þessi flokkaglundroði þokaði þing- mönnum saman til góðrar samvinnu. Hver flokkurinn um sig fann til van- máttar sfns annars vegar, og hins vegar til þeirrar ábyrgðar, sem hann bakaði sjer með þvi að hamla á móti allri samvinnu, og þess vegna varð samvinnan þolanleg. En það er vissulega enginn skaði skeður, þótt þessi nöfn hverfi úr þingsógunni. Ekkert eitt þcssara flokksbrota þarf úr þessu að ætla sjer þá dul, að safna þjóðinni undir merki sitt, af þeirri einföldu ástæðu, að þau hafa ekkert merki fram að bera ann- að en það, sem öll þjóðin getur og á að safna sjer undir: efnalegt og stjómmálalegt sjálfstæði íslands. Sú eina eðlilega flokkaskifting á að vera bygð á heilbrigðri fram- sóknar-og íhalds-stefnu; framsóknar- og íhaldsflokkar, skipaðir samvisku- sömum mönnum, með þekkingu og áhuga á velferðarmálum þjóðarinnar, eru hnoss, sem vonandi er, að fram- tfðin beri i skauti sjer, þótt það enn virðist eiga raunalega langt i land. Vigur 1 nóvbr. 1013. Siguráur Stefánsson. Uppkast til veðdeildarlaga. Hjer birtist nú uppkast að veð- deildarlögum, eins og mjer finst viðskiftamönnum Landsbankans mögulegt að búa undir þeim, án þess að sligast, og þó er langt frá að það sje eins aðgengilegt og það þyrfti að vera, en um slíkt er ekki talandi i þessu landi, eins og á stendur. Jeg hef, eins og nærri mátti geta, sópað burtu 8. gr., sem inni- hjelt hið kunna samábyrgðará- kvæði; lika dró jeg út ákvæði 11. gr. um stór fjárútlát til veð- deildar, ofan á alt annað, í hvert sinn sem menn selja eignir sínar. Auk 'þessa hef jeg klipt af sum- um greinunum, en aftur aukið við aðrar, eins og leséndurnir sjá, ef þeir bera mitt uppkast saman við þau veðdeildarlög, sem nú eru komin í gildi. Jey, hef hai't það tvent fyrir augum: 1. að menn, sem væru i fjár- þröng, þyrftu ekki að ofurselja sig og afkomendur sina þeim

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.