Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.12.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 22.12.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: f’ORARINN B. f’ORLÁKSSON. "V eltu.suncli!l. Taliimi 359. LOGRJETTA Rltitjðrl: fORSTEINN StSLASON Pingholtutrati 1T. Taliimi 171. M ei. Reykjavík 33. desember 1913. Vni. árg. I. O. O. F. 9512269. Lárus Fjeldsted, Y flrrj ott arm A1 af ser slumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 11 — 12 og 4—7. Bækur, Innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Ijjönaskilnaðurinn í Stokkhólmi. Áður hefur verið sagt hjer í blaðinu frá njósnarmálinu i Stokk- hólmi, sem rússneski sendiherr- Karl Vilhjálmur prins. ann þar var flæktur inn í, svo að hann varð að fara þaðan. Það er nú borið til baka, að María Pawlowna prinsessa hafi verið við það mál riðin, en hún fórúr M. Pawlowna prinsessa. landi, einmitt meðan það stóð sem hæst, og til föður sins, er þá var í Paris. Ekki er sagt að hún komi aftur til Svíþjóðar, heldur verði fullur skilnaður milli henn- Lennart prins. ar og Karls Villijálms prins. Hann er næstelsti sonur Gustaís Svíakonungs og kvæntist rúss- nesku stórfurstadótturinni 1908. Þau eiga einn son, prins Lennart hertoga af Smáland, Fylgja hjer myndir af þeim þremur. cTru þóra cMalsfcó nírcúé. Hún átti niræðis-afmæli síðast- liðinn fimtudag, 18. þessa mán. 1 minningu þess fjekk hún heim- sókn af námsmeyjum Kvenna- skóla Reykjavikur, og fluttu þær henni þetta kvæði, eftir Guðm. Magnússon skáld: Heill sje þjer, móðir menta og snilli! Hjörtu, sem þakka, þú hvervetna átt. Kvenlegra dygða, kvenlegrar prýði blessandi ljósi þú lyft hefur hátt. Hjá þjer í vöggu hamingjustjarna landinu fagra ljómaði skær. Hjá þjer í elli einnig hún brosir, hátignar-ljóma um höfuð þitt slær. Ljós fyrir öðrum, leiðandi bliða alúð og yndi ætíð þú varst. Pví skín svo fagurt, því skin svo víða móðurlands bygðum það merki’, er þú barst. Ljós fyrir öðrum —, lifandi kærleik, heiður og hreinleik þú hæst hefur sett. Hver veit hve mikla hamingju skapað hefur liin göfgaða húsfreyjustjett? Heill sje þjer, móðir menta og snilli! Göfgandi dæmi þú gefur i arf. Lýsi þitt lífskvöld landsins þíns elska! Alþjóðar-þökk tyrir æfinnar starf! I sambandi við afmælið hefur Lögr. verið beðin fyrir svohljóð- andi áskorun: Vjer undirritaðar konur, sem siðast- liðið sumar gengumst fyrir því, að búin væri til gipsmynd af frú Thoru Melsteð, viljum hjer með gefa öðr- um konum kost á, að leggja sinn skerf til þess að koma áðurnefndri mynd í varanlegra efni (koparsteypu). Nú stendur svo á, að frú Thora Melsteð verður níræð 18. þ. mán., og finst oss því vel við eiga, að áskorun þessi komi fyrir almennings sjónir, svo allar hinar mörgu konur víðsvegar um land alt, fái þannig tækifæri á, að láta i ljósi þakklæti sitt og viður- kenningu á hinu langa og þýðingar- mikla starfi trú Thorn Melsteð í þarfir kvenna á íslandi. Væntum vjer þess, að undirtektirnar verði góðar, að upp- hæð sú, sem áætluð er (200 kr.) táist bráðlega. Væntanlegum gjöfum veitum vjer undirritaðar allar fúslega móttöku. Reykjavík 16. des. 1913. Anna Danielsson. Anna S. Pjetursson. Elín Stephensen. Guðríður Thorsleinsson. Helga Zoega. Louise Jensson. Sigríður Thorarensen. Steinunti Hj. Bjarnason. Anna Guðmundsdóttir. Áslhildur Thorsleinsson. Elísabet Sveinsdóllir. Guðrún Briem. Ingibjörg H. Bjarnason. Sigríður Jensson. Sophie Thorsleinsson. James Larítm heitir maður, sem mjög er nú um talað í Eng- landi. Hann var einn af helstu foringjum verkmannaílokksins í hinum miklu deilum, sem stað- ið hafa yfir í Dublin milli verk- manna og vinnuveitenda. Flokk- ur sá, sem hann stýrði, kallaði sig »Hinn logandi kross«. Larkin þótti fara með æsingar og var höfðað mál gegn honum og hann Carlsberg brugghúsin mæla með Carlsberg' skattefri alkóhóllitlum, ekstraktrikum, bragðgóðum, haldgóðum. Carlsberg- skattefri porter hinni extraktríkustu af öllum portertegundum. Carlsberg’ sódavatn er áreiðanlega besta sódavatn. Frá óeirðunum í Zabern. í útlendum blöðum er nú mikið ta’að um miskllð, sem nýlega varð milli þýskra hermanna, sem bækistöð höfðu í smábænum Zabern, norðan til í Elsass, og borgaranna þar. Misklíðin byrjaði þannig, að smádrengir kölluðu ertnisorð á eftir nokkrum foringjum, er þeir gengu þar um götu, og varð einkum einn af herforingjunum, ungur maður, sem von Forstner heitir, mjög æfur við, elti drengina með brugðnum brandi og hugði á hefndir. Var alment gert skop að þessari viðureign og þoldi von Forstner það illa. Hann er ekki langt frá barnsaldri sjálfur, aðeins tvítugur að aldri. Jókst nú óvildin smátt og smátt úr þessu og ertingar milli hermanna og bæjarbúa, og loks fóru herforingjarnir að beita valdi og taka menn fasta fyrir ýmsa smámuni. Þeir gengu um götur bæjarins með nöktum vopnum, eins og í ófriði væri, og ógnuðu bæjarbúum. Hjer á myndinni er þetta sýnt og er drengurinn, sem þar sjest ásamt hermönnunum, auð- sjáanlega eitthvað að storka þeim. Síðasta sagan af þessari viðureign er sú, að von Forstner var með flokk sinn við æfingar utan við bæinn og lenti þar saman við hóp af drengjum. Þeir þektu hann og byrjuðu að æpa að honum, en liann skipaði hermönnum sínum að ráðast á þá. Drengirnir ljetu fætur forða sjer og náðist ekki nema einn, sem var kryplingur, 19 ára gamall. Von Forstner var svo reiður, er hann náði til kryplingsins, sem ekkert hafði þó gert, að hann rak sverð sitt í höfuð hans og veitti honum almikið sár. Síðan var kryplingurinn dreginn með blóðugt höfuð fram fyrir borgmeistarann í Zabern til yfirheyrslu, en hermannavörður sett- ist úti fyrir meðan á því stóð. Bæjarmenn þustu nú að, og vantaði lítið á, að upphlaup yrði í bænum. — Endirinn varð sá, að borgmeistarar margir í Elsass komu saman á fund, og mótmælti þar framferði hersins og kærðu til stjórnarvaldanna. Fullkomin rannsókn á málinu var ekki útkljáð, er síðustu blöð komu frá útlöndum. dæmdur i 7 mánaða fangelsi. En jafnframt hvatti Edw. Garson opinberlega til uppreisnar i Ulst- er, eins og áður hefur sagt verið, og var látinn óáreitt af yfirvöld- Jaraes Larkin. um, því stjórnin kvaðst ekki vilja styðja málstað hans hjá fjöldan- um með því að gera hann að píslarvotti. Ýmsum varð að bera það saman, hver meira hefði unnið til þess, að vera fangels- aður, Carson eða Larkin, og var I víst enginn í efa um, að sakir Carsons voru miklu stærri, og var stjórninni láð það, að harð- neskju væri beitt við Larkin, en Carson ekki hreyfður. Það fór líka svo, að Larkin var náðaður. Eftir það hjelt hann ræðu fyrir hafnarverkmönnum í Lundúnum og vakti hún mikla athygli, ekki sist vegna þess, að fjöldi af helsta fólki Lundúnaborgar kom þang- að til að hlusta á hann og hafði keypt aðgöngumiða dýru verði. Larkin hjelt málstað verkmanna fast fram í ræðunni, en sagði þeim jafnframt óspart til synd- anna sjálfum, og hlífði engum, hvorki meðhaldsmönnum nje mótstöðumönnum. Stúdentar, sem við voru, gerðu eitthvert uppþot, svo að ókyrð varð um stund í salnum. En Larkin hjet á verkamenn, að stilla til friðar og sagði, að svo margir væru verkamenn Lundúnaborgar, að þeim ætti ekki að veita erfitt að »halda í skefjum nokkrum skóla- I hvolpum«. Áheyrendur hans voru um 12000. Mstrarkonan. Fyrir einum 18 árum hefur Sig- urður bóndi ólafsson á Hellulandi f Skagafirði fundið upp áhald þetta. Það er lftil grind úr stálvfr, sem fest er á ljáinn, eða bogi af stálvír, en svo strengir langs — úr vír eða líni. Sje áhaldið búið til úr haganlegu efni, vegur það 50 gr. Best er að nota 2—3 mm. vír í bogann, eða álíka gildan og annar þráðurinn ( gaddavírnum. En þræðirnir skulu vera úr 1 mm. vír eða seglgarni. Eins og verkfæri þetta er einfalt, er öll furða hversu mikið gagn má hafa af þvf. Best hentar það á sljettum mýrum. Þó má nota það á hálfdeigu, jafnvel á graslitlu valllendi. En ekki verður því við komið nema þar sem er skárafært. Við sláttinn með þessu áhaldi sópast hvert ein- asta strá úr ljáfarinu og í múginn. Með hrffu verður aldrei rakað eins vel, og allra síst þar sem er ósljett- ur mosi. Þótt leirkeldur sjeu f mýr- um, er slegnar eru á þennan hátt, sópast heyið hreint í múginn, og verður því hollara og fljótara f þurk- inn en ella. Á sljettu votengi er tveimur stúlkum ætlað að raka upp á eftir karlmanni, en ef slegið er með rakstrarkonunni, rakar ein stúlka á eftir manninum. Margir munu nú álíta að sláttur- inn gangi seinna með þessum hætti, og getur það verið, þar sem gras er mjög mikið. En á vanalegum mýra- engjum slá menn alls ekki minna. Að vfsu verður slátturinn heldur þyngri svona, en svo mikið verklegri og ánægjulegri, að það ljettir verkið að miklum mun og eykur áhugann, og það svo, að margir slá meira með svona ljá. Jeg, sem þetta rita, hef sjálfur notað hjer áminst verkfæri bæði á blauta og þurra mosa. Þar sem fell- ur á þurt, má þurka heyið í múgun- um, og sje tíð hagstæð, en gras gott, sparast alveg raksturinn. Jeg þykist hafa komist að þeirri niðurstöðu, að með því að nota rakstrarkonuna megi spara 20 stúlku- dagsverk á hvern verkfæran karl- mann um sláttinn; gangandi út frá 7 vikna heyvinnutíma á sljettum mýrum og að maðurinn slái 8 hesta — af þurabandi — yfir daginn. En eftir því sem engið er gras- minna, sem rakstrarkonan er not- uð á, sparast meiri rakstur. Nú má varla reikna stúlkudagsverk um sláttinn við rakstur minna en kr. 2,50. Þá sparar bóndi, er hefir 3 karla að slætti, kr. 150,00. Það er laglegur skildingur fyrir eitt sumar og fyrir verkfæri, er aðeins kostar eina krónu. Allir, sem geta, ættu að nota þetta verkfæri. Það er sannarlega þess vert. Sigurður Ólafsson á þakkir og peningaverðlaun skilið fyrir þessa uppfundning sína. Hún hefur auðg- að margan og ljett starfið og mun gera það enn, því ekki verður sláttu- vjel beitt á blautar, leirmiklar og mosamiklar mýrar. jfón H. Þorbergsson. Brynjólfur Þorláksson organleikari er að kveðja land. Fer á »Vestu« alfarinn til Vestur- heims. í 20 ár eða meira liefur Brynj- ólfur starfað að útbreiðslu söng- menta hjer á landi, og alla þá tíð hefur nafn hans verið á hvers manns vörum. Þegar á unga aldri komu í ljós hjá honum alveg einstakarsö ng- visgáfur, og þótt hann væri bláfá- tækur og þyrfti að vinna fyrir sjer, tókst honum snemma að afla

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.