Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.12.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 22.12.1913, Blaðsíða 2
214 L0GRJETTA í höll morg’undísarinnar. Fjalladísin dularfull, drauma minna huldufreyjal Út við sæ er þungt að þreyja, þegar vonir mína eygja upp við barm þinn blómagull. Fífill smár og Qóla blá fljetta sveig að enni þínu meðan hjer að höfði mínu ellihjela hnígur grá. Átti' eg margan unaðsfund oft með þjer í grænum döluui; fundist hefur fáum smölum fegra’ en mjer í þínum sölum áður fyr um æskustund. Höllin þín var há og breið, hlíðabekkir opnir stóðu, þægindum að höfði hlóðu þeim, sem þangað lögðu leið. Oft mjer þótti yndi’ að sjá undan grænum hliðarvöngum berglindir í bugðum löngum bruna’ í þínum hallargöngum, huliðsmáli hvíslast á. Varla skildi vitund mín þá, hvað sögðu þær við blómin, þóttist jeg samt gegnum hljóminn hjartaslögin heyra þín. Hásætið var hjalladrag, hnept að ofan klettaþrengjum; fossinn þar á straumastrengjum stuðlabergs í kröppum hengjum gjalla ljet sitt gígjulag. Titraði úðablæja blá; bryddi utan gulli’ og eldi sæti þitt, er sólin feldi geislalinda gljúfrin á. Lyftist mjer of höfði hátt hvelfing, dregin undramyndum; sólgeisla með sunnanvindum sá jeg þar að skýjalindum leika sjer í lofti þrátt. Vindar sóttu fangbrögð fast. Skuggar undan skýjasporðum skoppuðu’ yfir hallarborðum líkt og heiðið hnútukast. Bjart var efra’ um bekki að sjá, bærðu laufið skógarunnar; skrúðgræn hlíðin skein við sunnar; skjaldarmerki náttúrunnar hengu veggjum öllum á. Inn á milli hjer og hvar ristar sáust rúnir hljóðar, raunasögu lands og þjóðar lesa mátti’ og þýða þar. Studdar klettum stóðu dyr; stórskornum með hausamótum á mig sýndust augum ljótum út úr djúpum brúnagjótum stara jötnar steinrunnir. Þó mjer stæði af þeirra svip ógn, sem var mjer einhver grýla, ávalt kaus jeg þó að hvíla upp við þetta klettaklip. Margt jeg fleira þóttist þar þekkja úr fornum kappasögum, inn’ í þfnum heimahögum hljóma’ af römmum gígjuslögum óma heyrði’ eg álengdar. Gegnum mína þreyjuþrá þýddi einhver hulin tunga út í vegferð æfi þunga hálfrar vissu vonaspá. Svb. Björnsson. sjer þeirrar söngmentunar, sem nægði til að sýna þessa ótvíræðu hæfileika. Þá tók hann og þegar að kenna öðrum og Qekk orð á sig sem afbragðs kennari. Síðan hefur aðdáun manna að söngstjórn og organspili Brynjólfs verið alveg einróma. Hvenær, sem hann hefur haldið samsöng eða spilað opinberlega, hafa allir lokið lofsorði á list hans og smekkvísi. Og meðan hann var kirkjuorganisti var ánægja manna yfir spili hans og söngstjórn mjög mikil, svo að þegar hann ljet af því starfi, skoraði mikill fjöldi safnaðarmanna á hann að halda þvi áfram. Við dómkirkjuna hafa ágætir söngmenn starfað, hver fram af öðrum, en enginn þeirra hefur verið betri organleikari en Brynjólfur. Það ber öllum sam- an um. Mörg hundruð manns eru það, sem Brynjólfur hefur kent söng- fræði og harmoníumspil fyrir ut- an skólana, sem hann hefur kent við. Þessir menn eru nú dreifðir um alt land og sumir komnir til Vesturheims á undan honum. Allir minnast þeir hans þakklátlega sem kennara. Og margar hugheilar heillaóskir fylgja honum vestur. Jeg man ekki eftir neinum, sem vestur hefur farið, að eins alment verði saknað og Brynjólfs. Ekki þarf að efa, að Vestur- íslendingar taki Brynjólfi vel, enda er víst koma hans þangað undirbúin fyrir löngu. Vel hefði átt við að halda Brynj- ólfi kveðjusamsæti, en nú er orðið svo seint að varla getur af því orðið. G. M. íngström og Jslanð. Albert Engström: At Háckle- fjáll. Minnen frán en Is- landsfárd. Stockholm 1913. Hver sá, er dvalið hefur nokkra stund í Svíþjóð, kannast við Albert Engström. Hann er þjóðkunnur sem skrípamyndateiknari; allir kannast við blað hans „Strix" og hans meistara- lega ófríðu „Strixgubbar". Hann skrifar einnig allmikið, bæði í bundnu og óbundnu máli, mest skop eða gaman, en listfengi hans bregður þó víða fyrir, sjerstaklega í sögum hans. Svíar telja hann meðal hinna fremstu listamanna sinna, sem sjá má meðal annars af því, að þjóðlistasafnið hef- ur eignast flestar af teikningum hans til þess að vernda þær frá glötun. Engström ferðaðist til íslands sum- arið 1911, fór með síldveiðiskipi til Siglufjarðar, fór þaðan til Mývatns og aftur til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur. Hjeðan fór hann svo, eins og lög gera ráð fyrir, austur að Þingvöllum, Gullfossi og Geysi, og svo alla leið austur að Heklu. Það er frá þessu ferðalagi sem hin of- angreindu „minnen" hans eru. Engström er manna gamansamast- ur og skrifar með afburðum skemti- lega, og er víst enginn efi á, að bók hans muni verða mikið lesin þar eystra. Útgáfan er hin snyrtilegasta, prýdd fjölda af myndum, sumum teiknuðum af höf. Hann getur teikn- að fleira en „Strixgubbar", því lands- lagsmyndir hans eru ágætar, þótt þær njóti sín ekki eins vel prentað- ar og frumteikningarnar sjálfar, sem undirritaður fjekk að sjá hjá útgef- anda bókarinnar. Sjerstaklega hefur prentun myndarinnar af Geysi gjós- andi mistekist. Og líklega til þess að vera nógu mikið að hætti ís- lendinga, hefur höf. prýtt bók sína með nokkrum prentvillum. íslensk nöfn og orð fer hann þó víðast hvar rjett með; helst eru afbökuð eða gerð ófslensk heiti fylgdarmanna, konsúlsins o. s. frv., sem mun þó ekki vera honum að kenna. Bók Engströms er alveg sjerstök í sinni röð og víst gerólík öðrum bókum um ísland. Flestir þeirra, er skrifað hafa um landið, eru fræði- menn, sem hjer hafa dvalið við ein- hverskonar rannsóknir. En Engström er fyrst og fremst listamaður og lft- ur því dálítið öðrum augum á. Hann verður vfða gagnhrifinn af fegurð landsins, en eyðir þó ekki mörgum síðum til þess að lýsa þeirri hrifni. Svíum er yfirleitt annað meir gefið en mælgi. Hjer er ofurlítið dæmi um lýsingar hans frá ferð upp Vaðlaheiði: „Við höldum upp á við, sífelt upp á við. Væri jeg hestur, skyldi jeg mótmæla þessu ferðalagi; en þeir fara þetta þegjandi, upp hverja brekkuna af annari, og er ekki að sjá, að þeir taki það of nærri sjer. Og f hvert sinn, er við æjum, fáum við að njóta hins stórfenglegasta út- sýnis, sem er altaf að verða meira. Gegnum sólmóðuna blikar áin á eyr- unum niður frá og hús bæjarins (Akureyri), en fjörðurinn er svo mjúk- lega æfintýrablár að — ja, segðu það sjálfur! Og snæfellin hinu megin, Súlur (1,135 m) °g Vindheimajökull (1,465 m)! Guð er góður, en jeg ætla ekki að reyna til að lýsa gæsku hans, því þá er nú hættan nærri að verða viðkvæmur. Nóg um það; það er örðugt að finna nokkuð fegurra. Jeg er að hugsa með sjálfum mjer, hvort Paradís hafi ekki verið hjer, í staðinn fyrir f Asíu. í sólmóðunni lýsir alt sumargrænt og rauðgult, ó- endanlega milt, og nú förum við að sjá ofan á Hálsskóginn, stærsta birki- skóg íslands, sem mun oftar vera heimsóttur af Iandsmönnum sjálfum en útlendingum —“. Og gárunginn Engström hefur glögt auga fyrir fleiru en landslagi. Jeg get mjög vel fallist á það, sfem hann segir um mentun alþýðunnar. Við gumum af því, sem Fiske hefur sagt okkur, að hjer sjeu 25 sinnum fleiri tímarit og bækur gefnar út ár- lega en í öðrum mentalöndum heims. En hvað er mikið sagt með því? Jeg held einmitt að við gumum þar af versta gallanum — tímaritin (blöð- in) eru of mörg og getur því ekkert þeirra þrifist, því síður kostað nokkru til að verða gagnleg. „Jeg viður- kenni að fsl. bændur hafi að jafnaði meiri áhuga á bókmentum og stjórn- málum en sænskir bændur, og fylg- ist því betur með málum landsins, en þá vantar vfðsýni okkar bænda. Þeim finst meiri virðing í að geta þulið ættartölur sínar alt aftur í land- námstfð, heldur en vera framtaks- samir í hinu verklega.-----------Og jeg held nú Ifka, milli sviga sagt, að einn hinn þarfasti breiskleiki sænskra bænda sje sá, að þeir muna varla lengra aftur f tfmann en til afa síns. Og gott ef þeir vita þá, hvað hann hjet". Ný kenning fyrir þá, sem vilja halda þjóðinni sem einhverjum fárán- legum forngrip, vilja gera alt til þess að hún hafi augun stöðugt á forntíðinni, svo hún verði að ganga aftur á bak inn í framtíðina og geti ekki öðlast það útsýni yfir samtíðina, sem al- menn nútfðarmentun krefst. Hvað er mikið gert að því að auka víð- sýni almennings hjer? Örfáa menn má nefna, sem sýnil. hafa vilja til þess. En „alþýðufræðslan" ? Þar hefur nú tvívegis verið haldinn sami fyrir- lesturinn, góður í sjálfu sjer, en alt annað en alþýðuýrœðsla. — Nei, jeg var að tala um Engström. Sumstaðar ávítar hann okkur fyrir slóðaskap, og það með rjettu, því miður. Jeg vildi að það gæti hrifið, sem þú segir, Engströml En minst er jeg þjer þakklátur fyrir það, sem þú segir um Reykjavík. Hvenær skyldi ferðasöguhöfundum lærast það, að vera ekki svona alt of skynsamir, eins og þeir eru jafnan? Það er eins og þeir hafi einkaleyfi á því, að segja öðrum mönnum frá því, sem þeir þekkja ekkert sjálfir. Og því verður að fyrirgefa, þótt jeg sje ekki eins trúaður á, að ferða- mannastraumur hingað sje önnur eins menningardriftjöður fyrir okkur og þú ætlar. Jeg vona að við förum heldur sjálfir utan til að sækja þá menningu, er okkur vantar, en að við bfðum eftir að erlendir ferða- drjólar færi okkur hana. Þökk fyrir bókina, Engström! Það er verulega garnan að lesa hana. Og það hefur meira gildi, að síðustu orðin eru þín, en ekki hvers sem er annars: „Jeg get fullvissað ykkur um, að bak við þessi orð, svo gáska- full og fíflsleg, sem þau virðast vera, flggur gleðin yfir því, að þessi plá- neta skuli eiga nokkuð svo fagurt á yfirborði sínu sem ísland“. Á. M Qátiái Í islimiða. Frá Búðnra í Fáskrúðsflrði er skrifað 5. nóv.: »Tíðarfar hefur verið mjög gott til þessa og fiskirí ágætt, þegar gæftir eru. Vjelabátar hafa róið nú í 3 daga samfleytt og fengið 3—6 skp. í róðri. Róðrarbátar fengu í dag I—2 skp. Á pólitík minnast nú fáir. Annar þingmaður okkar kom hjer fyrir nokkrum dögum — í einhverjum em- bættiserindum að sagt var — en ætlaði að halda hjer sleiðarþing* um leið. Það fórst þó fyrir í þetta sinn af þeirri einföldu ástæðu, að enginn mætti á fundinum nema hann sjálfur! Það er nýlunda hjer, að pólitfskir fundir sjeu ekki sóttir, en á þennan hátt sýndu kjósendur hjer honum vanþóknun sína. — Hjer eru nefmlega engir ræðuskörungar eða málskrafsmenn. — Átti hann þetta fyllilega skilið, þar sem óhætt er að fullyrða, að maðurinn hefur á þessu eina þingi algerlega brugðist óskum og vonum kjósenda sinna hjer um slóðir — um traustið talar maður ekki, því það var nú aldrei mjög mikið — og það kjörfylgi, er hann hlaut hjer síðast, var yfirleitt ekki af þeim rótum runnið, heldur hinu, að menn litu svo á þá, að ekki væri um annað að velja fyrir flokkinn. Dettur manni í því sambandi ósjálf- rátt í hug erindið alkunna úr »Lalla- brag«: »Það var að velja um þetta eitt, þangað hafði’ hann neyðin leitt, annaðhvort var ókind sú eða ekki neitt«. Fingraannaframbofl er komið fram í Vestmannaeyjum frá þeim Hjalta Jónssyni skipstjóra og Karli Einarssyni sýslumanni. Boðaði Hjalti til fundar síðastl. föstudagskvöld og var þar fjölment. Hafði sýslumaður sagst á fundinum hafa fengið áskor- un um framboð frá 156 kjósendum, en Lögr, er sagt úr Eyjum, að Hjalti muni án efa verða kosinn, enda er það mjög trúlegt, að Eyjamönnum þætti fremur þörf á, að leggja þing- inu til fulltrúa fyrir sjómannastjettina, en að auka þar tölu sýslumannanna, úr því að þeir eiga nú ekki lengur kost á þeim mikils metna fulltrúa, sem þeir hafa að undanförnu átt á alþingi. Því fer líka fjarri, að Karl sýslumaður Einarsson sje að nokkru leyti álitlegt þingmannsefni, en Hjalti skipstjóri væri mjög vel valinn full- trúi fyrir sjómanns-kjördæmi, eins og Eyjarnar eru. Frá Ameríku er nýkominn Sigfús Árnason, aður þingmaður Vestmanna- eyja. Hann hefur verið vestra 9^/2 ár, en sest nú að í Vestmannaeyjum hjá Árna kaupmanni, syni sínum. Húsbruni í Hafnarfirði. Að- faranótt síðastl. fimtudags kviknaði þar í verslunarhúsi P. J. Thorsteins- son & Co., en eldurinn varð slökt- ur, er allmikið hafði brunnið. Versl- unarstjórinn, Ólafur Böðvarsson, hafði mist í brunanum mikið af innan- stokksmunum sínum, óvátrygðum. Matth. Ólafsson alþm. hefur verið kosinn ráðanautur Fiskifjelags ís- lands. Island erlendis. Próf í verslunarfræði í Khöfn hefur nýlega tekið Árni Þ. Johnsen frá Vestmannaeyjum. Blaðið „Heimskringla" í Winni- peg var í haust selt hlutatjelagi. Eigandinn var til þess tíma Baldwin Baldwinson, en frá því í vor hefur annar maður haft á hendi ritstjórn- ina. Síra Rögnvaldur Pjetursson er nú orðinn ritstjóri blaðsins, og er hann jafnframt einn af eigendunum. Enginn efi er á því, að með þess- um skiftum tekur blaðið stórbreyt- ingum til bóta. „Nonni" heitir nýútkomin saga á þýsku, cftir síra Jón Sveinsson hinn kaþólska, og segir frá barnæsku hans hjer heima, en hann er upp alinn í Norðuriandi. Bókin er með mörgum myndum og útgáfan hin vandaðasta. Hefur Jón Sveinsson ýmislegt ritað áður um ísland í út- lend tímarit, og jafnan af miklum velvilja. Fyrir nokkrum árum ferð- aðist hann hjer heima. Lögr. mun síðar geta nánar um bókina. Reykj avík. Sj álfstæðisfundur var haldinn í fyrrakvöld og var fámennur. Bjarni frá Vogi hafði haldið því þar fram, að verið væri að róa innan Sjálf- stæðisflokksins að því, að útvega L. H. B. kosningafylgi í Reykjavík, en hann fordæmdi það og mælti mjög í móti Lárusi. Ekki gáfu bandamenn Lárusar sig fram á fund- inum, og voru þar þó staddir sumir. Ný neðanmálssaga, mjög skemti- leg, fer að koma í Lögr. nú með byrjun næsta árg. Leiðrjetting. Prentvilla var í síðasta tbl. í kvæðinu til hr. Ólg. Friðgeirssonar: „Allir syngja“ fyrir: Allir syrgja, í upphafi 2. er. Trawlíjelagið bræðnrnir Thor- steinsson hefur skift um annan eig- andann, P. J. Thorsteinsson, en í hans stað hefur komið Jón Jóhanns- son og Kolbeinn Þorsteinsson skipj stjórar. á skipum fjelagsins, „Braga" og „Baldri“. Úr vcrðlannajóði Guttorras pró* fasts Porsteinssonar eru nú í fyrsta sinni auglýst verðlaun. Sjóður þessi var stofnaður 1836 með 200 rd , en er nú orðinn hálft sjötta þús. kr., og á að verðlauna af vöxtum hans alþýðlegar ritgerðir um eðlisfræði, náttúrusögu, landbúnað, bústjórn og kristilega siðfræði. Verðlaunafjeð er að þessu sinni 300 kr., en óákveðið hvort það verður veitt fyrir eina rit- gerð eða fleiri. Ritgerðirnar á að senda biskupi innan ársloka 1914. Hátíðamessur í dómkirkjunni. Á aðfangadag prjedikar síra Bjarni Jónsson kl. 6, Á jóladag prjedikar sfra Jóhann Þorkelsson kl. 11 árd., sfra Bjarni Jónsson kl. ri/2 (dönsk messa) og Jón Helgason prófessor kl. 5 síðd. Á annan jóladag prjedikar síra Bjarni Jónsson kl. 12, en cand. theol. S Á Gíslason kl. 5. Sunnud. milli jóla og nýárs prje- dikar síra Jóh Þorkelsson kl. 12 og síra Bjarni Jónsson kl. 5. A gamlárskvöld prjedikar sfrajóh. Þorkelsson kl. 6 og cand. theol. S. Á. Gíslason kl. n1/*. Á nýársdag síra Bjarni Jónsson kl. 12 og Sig. Sivertsen docent kl. 5. Jólamessur í Fríkirkjunni. Á jólanótt kl. 6 í Rvfk, kl. 9 f Hafnarf. Á jóladag kl. 12 í Rvík. Á annan í jólum kl. 12 í Rvík. Sunnud. milli jóla og nýárs í Hafnarf. kl. 12. Fríkirkjuprestur messar alla dag- ana sjálfur. Jón Bunólfsson skáld frá Winni- peg las hjer upp kvæði í gærkvöld í Bárubúð. Ljenharður fógeti, hið nýja leik- rit Einars Hjörleifssonar, verður leikið f fyrsta sinn á annan í jólum. Tyær Yetraryisur, Hyljast fjöllin hvftri mjöll, hníga strá f vetrardá, blikna um völlinn blómin öll breiðist á þau klæði úr snjá. Kyngi-veturs kólguhret klæðir gaddi jarðaræð; enginn getur farið fet, flæðir snjór um laut og h>£ð. H. S. B. y Jólapottar Hjálpræðishersins. Að nokkrum dögum liðnum kem- ur fegursta og mesta hátfð ársins, og enginn er það meðal vor, sem ekki óskar af hjarta að allir fái gleðileg jól. En óskirnar eintómar eru ekki fullnægjandi — og það sjerstaklega þá vjer gefum gætur að fátækum og veikum, börnum sem fullorðnum, ennfremur einmana gamalmennum, sem oft eru sett hjá, og gleymt. — Það þarf að gera meira — persónu- legar fórnir eru nauðsynlegar — og í því augnamiði setjum vjer jóla- potta út á götur bæjarins, er veita gjöfum þeim móttöku, sem vjer von- um að heiðraðir borgarar vilji einn- ig í ár láta af hendi rakna.— Gætið þess, að við framleggjum þessa áskor-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.